18.7.18

Umfjöllun um Tíuna , Hjóladaga og Mótorhjólasafnið á N4

Í þættinum Mótorhaus er skemmtileg viðtöl við formann Tíunnar Sigríði Dagný um hjóladaga og Bifhjólaklúbb Norðuramst Tían,  ásamt því að Mótorhjólasafnið er skoðað í fylgd Halla Vilhjálms

Endilega kíkið á N4 og horfið á Mótorhaus.
https://www.facebook.com/motorhaustv/videos/2027532157561878/

https://www.n4.is/

17.7.18

Æðislegir Hjóladagar um helgina


Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts

Þakkar gestum Hjóladaga kærlega fyrir frábæra Hjóladaga.


Við byrjuðum helgina á Mótormessu og Vöfflukaffi í Glerárkirkju,

Þrautabrautin var býsna snúin
og skemmtileg
Grilluðum svo á Mótorhjólasafninu um kvöldið í 60 manna grillveilslu og partý fram á nótt.
Í  Snigli 

Á laugadeginum  byrjuðum við daginn á því að mæta á Ráðhústorgið og fá okkur hádegisverð á DJ grill
Race og Hippaburger.


14.7.18

Hjóladagar Laugardagurinn 14 júlí

Laugardagur

11:30 Miðbær

Tían hefur í Samstarfi við Dj Grill sem er í miðbænum á Akureyri komist að samkomulagi um að veita Hjóladagsgestum gott tilboð á Hamborgurum á Hjóladögum.

Aparólu burger

Racer burger

Chopper Burger


13:30 Hópkeyrsla B.A.C.A. frá miðbæ allir velkomnir

14-16 Götuspyrna BA á Ba-svæðinu

15:30 Tíuleikar frá-Landsmóti Bifhjólamanna .

Þrautabraut. Samhliða akstur á eins hjólum.
Við safnið
Keppt verður í m.a. í Snigli. (Hægaksturkeppni.
Og fl íþróttum rétt hjá Mótorhjólasafni Íslands. Norðan iðnaðarsafns

13.7.18

Þeir sem eiga pantaða miða á Dimmu!



Hægt er að nálgast miðana á öllum viðburðum Tíunnar um helgina



Posinn er með...

12.7.18

Hjóladagar 13-15 júlí. Dagskrá....


Bifhjólahelgi tileinkuð Bifhjólafólki.
DAGSKRÁ




Föstudagur
17:30 Mótormessa. Hjólað til messu "Glerárkirkja"
Sr. Stefanía G Steinsdóttir messar
Ólafur Sveinsson tjáir sig.
Vöfflukaffi á eftir messu

19:30 Hringakstur á svæði B.A.    Nánar um Hringaksturinn

Skráning :
 tian@tian.is                                         HRINGAKSTRI AFLÝST    v. ónóg þátttaka.


21:00 Grillkvöld og öl á kantinum inn á safni.

1500kr í grillið. Frítt fyrir greidda félagsmenn í Tíunni.
Posi á staðnum. Hægt að ganga í klúbbinn.



Skráning í Hringaksturinn á Föstudagskvöld... kl 19



AFLÝST
vegna ónógrar þáttöku....



10.7.18

Tían í Föstudagsþættinum á N4


Á Föstudaginn mun vera sýndur þáttur á N4 sem heitir því frumlega nafni Föstudagsþátturinn og eru gestir í þættinum einmitt fulltrúar frá Tían Bifhjólaklúbb Norðuramst.


Þar verður líklega talað um starfsemi klúbbsins, Landsmót og Hjóladaga.

Kíkjum á þáttinn á föstudaginn. 

9.7.18

Partý og Dimma á Hjóladögum

Á Laugardaginn 14 júlí þá vorum við að spá í bjóða upp á að fara út borða á Nanna Seafood í Hofi.

Býður formaður Tíunnar til teitis þar sem áhugi á að fara út að borða var lítill.  Opið hús milli 19-21 Ásatún 24

Grillið verður á staðnum og er hægt að taka með sér og grilla.

Svo skellum við okkur á Dimmu.

5.7.18

LANDSMÓT ÍSLENSKRA BIFHÓLAMANNA Í NOREGI 2018 VERÐUR HALDIÐ HELGINA 20. TIL 22. JÚLÍ

Mynd frá Landsmóti í Noregi í fyrra

Nú er komið að því að halda landsmót i 5. skiptið...í Noregi


Að venju verður matur og mótorhjólaleikir, gítarglamur og söngur ásamt öðrum skemmtilegheitum. 


4.7.18

50000 þúsund heimsóknir og þar af 40000 á einu ári.


Já Heimasíðan www.tian.is hefur aldeilis tekið við sér eftir mikla deyfð síðustu ára.


Þegar vefstjórinn tók við þessari síðu fyrir sléttu ári síðan voru heimsóknirnar undir 10000 en umferðin um síðuna hefur aukist með hverjum mánuðinum og var síðasti mánuður með tæplega 9000 heimsóknir.

3.7.18

Keppnisæfing á Hjóladögum

Hringakstur

Keppnissæfing á Hjóladögum Tíunnar 13 júlí 2018




Allir þáttakendur verða að sýna ýtrustu varkárni á æfingunni.

ATH þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á Ökutækjunum sínum og sjálfum sér.

Tían hélt vel heppnað Landsmót

Já það var aldeilis gaman á Landsmóti Bifhjólamanna í Ketilási um helgina.

Landsmótsnefndin mætti á staðinn á miðvikudeginum og ætlaði að hafa það rólegt svona fyrir mótið, en það streymdi fólk að með hýsin sín og voru um 20 hýsi mætt á tjaldstæðið um kvöldið.
Grunaði okkur að þetta væri fyrirboði um gott mót sem varð raunin.

Á fimmtudeginum var mótið sett um kl 23 og spilaði trúbadorinn Ingvar Valgeirs fyrir okkur um kvöldið.