21.5.18

Afsláttur á Hauganesi fyrir Tíufélaga

Baccalá Bar á Hauganesi

Býður Mótorhjólafólki sem kemur við á mótorhjóli upp á Vöfflu eða Köku á 700 kr og fylgir með frítt kaffi.
Fínt er að taka með sundfötin því þarna eru komnir 2 fínustu pottar í fjöruna og flott aðstaða til sjósunds
Tveir heitir pottar flott aðstaða á Hauganesi
Hauganes er mitt á milli Hjalteyrar og Dalvíkur. 

19.5.18

Sniglar boða til Formannafundar


Við þurfum að hafa með okkur meira samstarf að hagsmunamálum mótorhjólafólks,
Og þess vegna hafa Sniglar Bifhjólasamtök Lýðveldisins ákveðið að bjóða formönnum starfandi mótorhjólaklúbba til skrafs og ráðagerða kl 17:00 mánudaginn 21. maí í Sniglaheimilinu.

Að mati Bifhjólasamtaka Lýðveldisins eru það helst þrjú atriði sem brenna á mótorhjólafólki um þessar mundir, en það eru tryggingamál, lagaumhverfið og vegamál. Grípa þarf til samstilltra aðgerða í tryggingamálum og ýta lagabreytingum og forvörnum í vegamálum áfram. Auk þess má tína til mörg smærri atriði og því viljum við hvetja til þessa samtals.


Vonumst til að sjá sem flesta.
www.sniglar.is

Hvítasunnuferð felld niður

Hvítasunnuferð Tíunnar sem vera átti í dag hefur verið felld niður m.a. vegna slæmrar veðurspár. :(

16.5.18

Viltu ganga í Bifhjólaklúbb Norðuramts Tían ? eða endurnýja kynnin við gamla klúbbinn


Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts 

Til að borga félagsgjaldið er einfaldast að leggja 4000kr (fjögur þúsund krónur-) inn á reikning Tíunnar og send kvittun í Tölvupósti í tian@tian.is   (skráið af hverju í skýringu)



1000 kr af félagsgjaldinu renna beint til Mótorhjólasafns Íslands.

Bankaupplýsingar Tíunnar eru:
Banki: 565-26-100010
Kennitala: 591006-1850

15.5.18

Heiddi hefði orðið 64 ára í dag 15 maí.


Og í tilefni af því lagði formaður Tíunnar blóm á leiði Heiðars frá klúbbnum sem var stofnaður í hans nafni.
Mótorhjólasafn Íslands er til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson sem lést sumarið 2006 í hörmulegu bifhjólaslysi í Öræfasveit, á leið heim af landsmóti Sniglanna. Safnið var opnað á afmælisdegi Heiðars, sem hefði orðið 64 ára ef hann hefði lifað.
Húsið var sérstaklega byggt undir safnið og stendur við Krókeyri inn undir flugvelli.

í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts stofnað til minningar um Heiðar ,Snigils nr 10
Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

Sem við ætlum aldeilis að gera því Við ætlum að halda LANDSMÓT og HJÓLADAGA og svo Haustógleði....