12.5.18

Já það er fátt sem er Landsmótslega en Landsmótspotturinn


 En frá því í febrúar hefur Landsmótsnefndin verið að reyna að fá pottinn góða til heimahagana Akureyrar eftir talsvert brölt umhverfis landið. 

En potturinn var enn á Núpi í Dýrafirði í geymslu eftir síðasta Landsmót, og honum varð náttúrulega að koma til byggða.

 Og þar kom að því  Snillingur úr Skagafirði Ragnar að nafni náði í pottinn í vinnuferð sem hann var í vestur á firði og hann kom honum til Akureyrar þar sem Landsmótsnefnd ákvað að láta Lagfæra greyjið..

10.5.18

Heiðarlegur Dagur 12 maí



Heiðarlegur dagur


Er nýr viðburður hjá Bifhjólaklúbbi Norðuramts Tían, en viðburðurinn varð til við það að aðalfundur klúbbsins var færður frá miðjum maí til október, en lögum um það var breytt á síðasta aðalfundi klúbbsins.


Við munum halda þetta við Mótorhjólasafnið á Akureyri

Laugardaginn 12 maí kl
14:00-17:00

Safnið verður opið Gestum og gangandi.


Hittingur og Samvera.


Kaffi á könnunni


Forsala á Landsmót Bifhjólamanna á Staðnum ásamt
Landsmótsmerkjum


Lifandi Tónlist... (og dauð) :)


Lítil Þrautabraut fyrir hjól.


Landsmótsnefnd opinberar glænýtt Landsmótsplaggat 2018


Grillveisla. Pylsupartí--- ekki Pulsu þetta er norðlenskt


Tökum krakkana smá hring á Hjólunum.


Og ljúkum deginum með smá rúnti Eyjafjarðarhringinn og endum á torginu.

6.5.18

Skoðunardagurinn

Grillað með stæl.
Þvílík veisla.

Á Laugardag fór fram skoðunardagur Tíunnar og Bílaklúbbs Akureyrar fyrir fornbíla í Frumherja.
Fínasta mæting var og veðrið bara ágætt sól og svolítið svalt.
Bílaklúbburinn bauð svo upp á Grill og gos um hádegið og færum við hér með kærar þakkir til Bílaklúbbsins fyrir skemmtilegan viðburð.

5.5.18

Skutlur hjóla saman

Íris Sigurðardóttir Formaður Skutla

Kvenhjólaklúbburinn Skutlur samanstendur af fríðum flokki kvenna með ástríðu fyrir mótorhjólum
og ferðalögum. Þær hvetja allar hjólakonur til að taka þátt í alþjóðlega kvenhjóladeginum 5. maí.

Ég hef haft áhuga á mótorhjólum frá því ég man eftir mér og sem krakki heima í Eyjum horfði ég öfundaraugum á strákana á skellinöðrunum,“ segir mótorhjólaskutlan Íris Sigurðardóttir sem er formaður kvenhjólaklúbbsins Skutlur. Íris eignaðist sitt fyrsta hjól síðla árs 2005.
„Það var Honda Rebel 250 cc. Þá var ég ekkert að spá í þessi cc og vissi ekki hversu lítill mótorinn
var, en þetta þótti víst fínt byrjendahjól. Ég hjólaði einn rúnt um Hafnarfjörð en næsti rúntur var í Hondu-umboðið þar sem ég keypti mér nýja Hondu Shadow 750 cc og hjólaði á henni í eitt ár.  Sumarið 2007 keypti ég svo hjólið sem ég er enn á en það er Yamaha Roadstar Warrior, 1700 cc.“

Eins og adrenalínsprauta


4.5.18

Félagskyrteini

Núna í maí erum við að fara að gera félagsskyrteini Tíunnar og til að fá þau verður maður að hafa greitt Árgjaldið sem eru litlar 3000 kr sem jafngildir einni pizzu í verðgildií dag.

Félagsmenn Tíunar eiga allir að hafa fengið sendann Gíróseðil í febrúar ,,, en hann gildir til 2019 og safnar engum vöxtum....

1.5.18

Næst á Dagskrá hjá Tíunni (Skoðunardagurinn)


Já þegar einn viðburður er búinn þá tekur sá næsti við.

Skoðunardagur Tíunnar er á Laugardaginn 5 maí
Hinn árlegi skoðunardagur Tíunnar verður þann 5 maí 2018.
Að þessu sinni verðum við í Frumherja á Akureyri og er skoðunin með góðum afslætti fyrir greidda félagsmenn Tíunnar
Sú nýbreytni er að Bílaklúbbur Akureyrar verður með sinn skoðunardag á sama tíma en þeir munu nota stóru skoðunarstöðina en hjólin þá litlu,,
Skoðunardagurinn hefst klukkan 9:00 og mun kosta 4800kr á hjól (40% afsláttur)
Um hádegið verður svo boðið upp á grillveislu á staðnum fyrir Félaga.
ATH ,Skoðunardagurinn er fyrir Greidda félagsmenn Tíunnar og BA. 2018
Og til að ganga í Tíuna eða borga félagsgjaldið smellið hér.
Viðburðurinn á Facebook

1. maí Hópkeyrslan tókst glymjandi vel.

1. maí hópkeyrslan var haldin á Akureyri eins og hefð er komin fyrir.


Safnast var saman hjá Mótorhjólasafninu um kl 13:30 og lögðu 56 hjól  af stað í keyrsluna kl 14:00

Rúllaði hópurinn svo í gegnum bæinn og gekk það vonum framar því að Lögreglan var okkur til aðstoðar og lokaði flestum gatnamótum sem hætta var á að hópurinn hefði slitnað í sundur og þar að auki voru nokkrir aðrir hjólamenn á vaktinni og blokkuðu önnur gatnamót svo að þetta heppnaðist alveg frábærlega og slysalaust.
Undir lokin renndi þessi föngulegi hópur í gegnum miðbæjinn og vakti það mikla athygli , og svo framhjá Hofi þar sem hópurinn lagði svo hjólunum.

Við viljum þakka Lögreglunni kærlega fyrir aðstoðina sem og því röska fólki sem var á vaktinni fyrir okkur. 

SKILABOÐIN ERU :
  
MÓTORHJÓLIN ERU KOMIN Á GÖTUNA 



Einnig viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt,

Hjólakveðja   
             Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían

Tían óskar eftir myndum....frá hópakstrinum.....
tian@tian.is



Mæli með að kveikja á efra videoinu fyrst ,,
og þegar það er hálfnað
Startið neðra ,,,kemur töff út..

Myndbönd :
Kalla.
.