19.4.18

Sumardagurinn Fyrsti

Bifhjólamenn Norðanlands nutu sumardagsins fyrsta með flandri um Norðurlandið á vélfákum

Vorfundur hjá Bifhjólasamtökum Lýðveldissins í Reykjavík

18.4.18

Landsmótsmerkin og Forsala á Landsmót Bifhjólamanna hafin


Landsmótmerkin eru kominn !
Nú er kjörið að ná sér í landsmótsmerki 1000kr stk takmarkað magn í boði. merkið kostar 1000kr.
Í leiðinni er líka hægt að tryggja sér Forsölumiða á Landsmót.
                                                    
Miði á Landsmót 10000kr

Landsmótsmerki 1000kr 
ATH Forsölu er lokið

14.4.18

Styrktaraðilar

Öryggisföt eru vinir hjólamanna
Landsmótnefndin hefur undanfarið verið að reyna að sækja styrki til nokkura valina fyrirtækja varðandi Landsmót, og hefur það gengið ágætlega.

Td. er hægt að kaupa sér auglýsingapláss á Landsmótsplaggatið sem kemur út í lok apríl.

Enn er pláss fyrir nokkur fyrirtæki á plaggatið. og ef einhver fyrirtæki vilja vera með
hafið þá endilega samband í

tian@tian.is og við munum senda nánari lýsingu.


7.4.18

Fréttir af Landsmóti Bifhjólamanna 2018

Landsmótspotturinn
Landsmótsnefnd Tíunnar

Hefur verið dugleg undanfarið að undirbúa landsmót og er þegar búin að ganga frá helstu atriðum sem þurfa að vera á hreinu, eins og skemmtanaleyfum, varðeldsleyfum, og alls konar skriffinsku og öðru sem tengist því flókna verkefni sem það er að halda landsmót.

2.4.18

Munið eftir greiðsluseðlinum

Í ár verður talsvert stórt ár hjá Tíunni þar sem Landsmót Bifhjólamanna er inn á dagskránni ásamt öðrum föstum liðum sem við ætlum að reyna að gera sem veglegasta í ár .

En til að hjálpa til þá er gott að félagsmenn greiði árgjaldið í Tíunna  en það er aðeins 3000kr eða 3150kr  með greiðsluseðli sem kom í heimabanka hjá skráðum félögum í febrúar.

En þar af rennur 1000 kr til Mótorhjólasafns Íslands, en í staðinn getur félagsmaðurinn fengið frítt inn á safnið, þó hann komi oft í heimsókn.