14.11.17

20% afsláttur í bíó fyrir félaga í Tíunni

Borgarbíó á Akureyri veitir Tíufélögum 20% afslátt af
miðaverði gegn framvísun félagskyrteynis.

Kjörið tækifæri til að skella sér í bíó á td.  heimildarmyndina um Reyni Sterka.

Gildir á allar sýningar

Borgarbíó

5.11.17

Genf opnar fyrstu Strætóreinina fyrir mótorhjól

Með hjálp og stuðningi FEMA aðildarfélags; IG Motorrad, er mótorhjólum nú heimilt að nota strætóreinar á götukafla þar sem umferð er mjög þung á álagstímum. Þetta gerir það að verkum að umferð mótorhjóla nær mjúku flæði á 650 metra löngum kafla og minnkar þar með álag á aðrar akreinar.


Luc Barthassat, yfirmaður umhverfis- samgöngu- og landbúnaðarmála, í Genf (Kantóna) opnaði sjálfur kafla Route de Jeunes (Gata Ungddómsins) að viðstöddum mótorhjólamönnum frá IG Motorrad.

Til að byrja með, er strætóreinin opin mótorhjólum til almennra nota, í eitt ár. Fyrstu niðurstöður umferðartalninga verða svo kynntar eftir 3 mánuði. Ef áhrif þessarar opnunar verða góð, er gert ráð fyrir að reinin verði opin mótorhjólum til frambúðar.

Forseti IG Motorrad, Bernard Niquille, var ánægður með opnunina og sér hana sem niðurstöðu góðs samtarfs milli bifhjólasamtakanna og pólitískrar ákvarðanatöku.

Fyrir 3 árum kynnti IG Motorrad margar tillögur til úrbóta í umferðinni. „Við vonum að á grunni þessara tillagna, verði fleir strætóreinar opnaðar fyrir mótorhjólum og götuskráðum skellin-ðrum. Allir notendur slíkra farartækja geta lagt sitt af mörkum til tilraunarinnar með áframhaldandi virðingu fyrir núverandi umferðarreglum“ sagði Bernard Niquille.

Í framahaldi þessarar fréttar, má velta því fyrir sér hvort mætti reyna þetta æi Reykjavík. Eitt sem mælir með því, fyrir utan að auka öryggi mótorhjólafólks, er að á Íslandi er ekki leyfilegt að keyra á milli bíla (e. filtering) og það með væri hægt að auka plássið sem bílar hafa á götum þar sem umferðarþungi er oft mikill, til dæmis eins og á Miklubraut.

Greinin er þýdd og staðfærð af síðu FEMA sambandsins. http://www.fema-online.eu/website/index.php/2017/10/27/geneva-bus-lane-for-motorcycles/

Wim Taal/ísl.þýð. Steinmar Gunnarsson

www.sniglar.is

Sniglar telja veggjöld á mótorhjól óraunhæf

Vegir þeir sem lagt hefur verið til að innheimta veggjöld á.

Í umræðu um uppbyggingu þjóðvega út frá höfuðborgarsvæðinu og innheimtu veggjalda í framhaldi af því vilja Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar koma eftirfarandi á framfæri:


Fyrirsjáanlegt er að kostnaður fyrir bæði veghaldara og bifhjólafólk vegna innheimtu veggjalda yrði mikill þar sem að það krefst meiri tæknibúnaðar fyrir ómannaðar stöðvar. Tekjur af slíkri innheimtu yrði á móti mjög lítill þar sem að bifhjól borga mun minna af slíkri notkun en bílar.

15.10.17

VÍRAVEGRIÐ (OSTASKERAR)

Víravegrið eru ekki hættulegri en aðrar tegundir vegriða


Á undanförnum árum hefur mikið verið sett upp af víravegriðum hér á landi, nú nýlega í Kömbunum til að aðskilja akstursstefnur og auka þar með umferðaröryggi. Kostur víravegriða til dæmis til að takmarka snjósöfnun við vegrið er ótvíræður. Reglulega heyrist gagnrýni þeirra sem aka mótohjólum um að víravegrið séu þeim sérstaklega hættuleg. Það er ekki svo, þau eru ekki verri fyrir vélhjólafólk en önnur vegrið.

10.10.17

Aðalfundur Mótorhjólasafns Íslands

Aðalfundur verður haldinn á Mótorhjólasafninu föstudaginn 27. okt 2017 kl. 20.00


Hefðbundin aðalfundarstörf.
Veitingar í boði eftir fund.
Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem áhuga hafa á bifhjólum og safnastarfi.

26.9.17

Styrktaraðili óskast

Tían ætlar á næsta ári að gefa út félagsskírteini fyrir Tíumeðlimi en óskar eftir styrktaraðila.
Í staðinn mun aðilinn /fyrirtækið prýða bakhlið félagsskírteinisins.

Áhugasöm fyrirtæki eða einkaaðilar hafið samband við okkur í
tian@tian.is

ATH .Fyrstur kemur fyrstur fær.

24.9.17

Vel heppnuð Haustógleði

Gömul og góð vinátta.
á Haustógleði 2017
(mynd:Siddi)
Haustógleði Tíunnar var haldin í gærkvöldi og er ekki hægt að segja annað en að hún hafi heppnast vel.
Vel á þriðja tug gesta mættu og grilluðu  
Veðrið lék við okkur, stjörnubjart og milt en fyrr um daginn hafði rignt mikið og jörð því blaut.  Þess vegna voru við ekki með leikina sem við höfðum hugsað okkur að vera með, en þeir verða pottþétt að ári.

21.9.17

15 ár frá síðustu Haustógleði á Hrappstöðum


Keppt var meðal annars
 í Staurakasti árið 2002
Í dag eru nákvæmlega 15. ár síðan Sniglar héldu Haustógleði á Hrappstöðum hér fyrir ofan Akureyrarbæ.

Og er því viðeigandi að Tían (sem ekki var til árið 2002 ) heldur núna Haustógleði á Hrappstöðum.
Heiddi var þá eigandi og gestgjafi á Hrappstöðum en nú er það frændi hans sem verður gestgjafi Jói Rækja.

Hlökkum til að sjá ykkur.

19.9.17

Rausnarlegur Styrkur til Tíunnar

Húsasmiðjan styrkti Tíuna höfðinglega með því að gefa okkur


3- brennara Gasgrill sem á eftir að koma sér vel í framtíðinni hjá okkur.


Höfðingleg gjöf  sem á eftir að nýtast vel á Haustógleðinni um næstu helgi..

Muna að Skrá sig fyrir fimmtudag í SMS 6693909 eða á viðburðarsíðunni á Facebook

 Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían
Þökkum Húsasmiðjunni kærlega fyrir okkur.

6.9.17

Haustógleði Tíunnar 23 September MUNA AÐ SKRÁ ÞÁTTÖKU! 6693909


MUNIÐ að skrá þáttöku..    6693909 

   
Haustógleði. Verður haldin þann 23 september í gamla Sumarbústaðnum hans Heidda við
Lögmannshlíðarveg (Lögmannshlíðarhringnum) Þess má geta að bústaðurinn heitir Hrappsstaðir og gilið Hrappsstaðagil.


Staðsetning
Það verður Grillað
Það verður Sungið
Það verða Leikir
Það verður Varðeldur
Það verður Gaman.

(Hljóðfæri velkomin og Söngolía)

3.9.17

Fallið...



Keyrði í gegnum Varmahlíð í dag og fannst kjörið að smella nokkrum af listaverkinu sem prýðir merki klúbbins.

1.9.17

Stjórn Tíunnar 2017-2018

Sigríður D Þrastardóttir Formaður
Arnar Kristjánsson Vara-Formaður
Víðir M Hermannsson Fjölm.Fulltr.
Trausti Friðriksson Gjaldkeri
Jóhann Freyr Jónsson Ritari
Víðir Orri Hauksson
Björn Baldursson...til 23.5.18
tian@tian.is

26.8.17

Skemmtilegt PokerRun


Vel heppnað Poker Run Tíunnar


Við mótorhjólasafnið.
Safnast var saman við Mótorhjólasafnið á Akureyri og skáðu sig til keppni 7 keppendur á 6 hjólum og borgaði hver 1500 kr þáttökugjald.
Við Orkuskálann á Húsavík
Dró hver og einn eitt spil úr spilastokk og var svo ekið áleiðis til Húsavíkur í smá rigningu sem hætti reyndar eftir að við komum yfir Víkurskarðið.

20.8.17

Vikan 21-27 ágúst POKER RUN

Aðeins einn viðburður verður þessa vikuna hjá okkur í Tíunni.

En það verður PokerRun á Laugardag

Þetta verður langkeyrslu pokerrun þar sem ekið verður yfir 200km til að safna þessum fimm pokerspilum


Mæting við Mótorhjólasafnið kl 13:00 á Laugardaginn 26 ágúst.
Þátttaka kostar 1500 kr  Fyrsta spilið verður afhent við safnið. og svo verður purrað á næsta áfangastað..

ATH vegleg verðlaun fyrir bestu pókerhöndina.

p.s  Endilega hakið ykkur í viðburðinn.


Tían komin með Twitter,,,

Tían er semsagt komin með Twitter

Og fyrir þá sem nota svoleiðis þá er slóðin hér

https://twitter.com/tianvkn