26.9.17

Styrktaraðili óskast

Tían ætlar á næsta ári að gefa út félagsskírteini fyrir Tíumeðlimi en óskar eftir styrktaraðila.
Í staðinn mun aðilinn /fyrirtækið prýða bakhlið félagsskírteinisins.

Áhugasöm fyrirtæki eða einkaaðilar hafið samband við okkur í
tian@tian.is

ATH .Fyrstur kemur fyrstur fær.

24.9.17

Vel heppnuð Haustógleði

Gömul og góð vinátta.
á Haustógleði 2017
(mynd:Siddi)
Haustógleði Tíunnar var haldin í gærkvöldi og er ekki hægt að segja annað en að hún hafi heppnast vel.
Vel á þriðja tug gesta mættu og grilluðu  
Veðrið lék við okkur, stjörnubjart og milt en fyrr um daginn hafði rignt mikið og jörð því blaut.  Þess vegna voru við ekki með leikina sem við höfðum hugsað okkur að vera með, en þeir verða pottþétt að ári.

21.9.17

15 ár frá síðustu Haustógleði á Hrappstöðum


Keppt var meðal annars
 í Staurakasti árið 2002
Í dag eru nákvæmlega 15. ár síðan Sniglar héldu Haustógleði á Hrappstöðum hér fyrir ofan Akureyrarbæ.

Og er því viðeigandi að Tían (sem ekki var til árið 2002 ) heldur núna Haustógleði á Hrappstöðum.
Heiddi var þá eigandi og gestgjafi á Hrappstöðum en nú er það frændi hans sem verður gestgjafi Jói Rækja.

Hlökkum til að sjá ykkur.

19.9.17

Rausnarlegur Styrkur til Tíunnar

Húsasmiðjan styrkti Tíuna höfðinglega með því að gefa okkur


3- brennara Gasgrill sem á eftir að koma sér vel í framtíðinni hjá okkur.


Höfðingleg gjöf  sem á eftir að nýtast vel á Haustógleðinni um næstu helgi..

Muna að Skrá sig fyrir fimmtudag í SMS 6693909 eða á viðburðarsíðunni á Facebook

 Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían
Þökkum Húsasmiðjunni kærlega fyrir okkur.

6.9.17

Haustógleði Tíunnar 23 September MUNA AÐ SKRÁ ÞÁTTÖKU! 6693909


MUNIÐ að skrá þáttöku..    6693909 

   
Haustógleði. Verður haldin þann 23 september í gamla Sumarbústaðnum hans Heidda við
Lögmannshlíðarveg (Lögmannshlíðarhringnum) Þess má geta að bústaðurinn heitir Hrappsstaðir og gilið Hrappsstaðagil.


Staðsetning
Það verður Grillað
Það verður Sungið
Það verða Leikir
Það verður Varðeldur
Það verður Gaman.

(Hljóðfæri velkomin og Söngolía)

3.9.17

Fallið...



Keyrði í gegnum Varmahlíð í dag og fannst kjörið að smella nokkrum af listaverkinu sem prýðir merki klúbbins.

1.9.17

Stjórn Tíunnar 2017-2018

Sigríður D Þrastardóttir Formaður
Arnar Kristjánsson Vara-Formaður
Víðir M Hermannsson Fjölm.Fulltr.
Trausti Friðriksson Gjaldkeri
Jóhann Freyr Jónsson Ritari
Víðir Orri Hauksson
Björn Baldursson...til 23.5.18
tian@tian.is