17.8.17

Lög Tíunnar


Lög Bifhjólasamtök Norðuramts Tían.

1. Nafn Klúbbsins
Nafn klúbbsins er Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts. Heimili og varnarþing klúbbsins er á Akureyri.
Tían er klúbbur áhugafólks um bifhjól af öllum gerðum.

2. Markmið félagsins.
*       Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi.
*       Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.

Nýtt tilboð fyrir Tíufélaga.

Rakarastofa Akureyrar Hafnarstræti 88


Bíður Tíufélugum upp á 10% afslátt af vörum sínum.

Sjá meira á tiboðsíðunni okkar á Facebook.

55 BMW mótorhjól um Vestfirðina


BMW mótorhjólaklúbburinn á Íslandi er félagsskapur fólks sem ekur um á BMW mótorhjólum.
Klúbburinn var stofnaður þann 14. júní 2007 og fagnaði því 10 ára afmæli á þessu ári. Haldin var vegleg afmælisgrillveisla á Þingvöllum í sumar þar sem klúbbmeðlimir ásamt fjölskyldum komu saman og héldu upp á árin tíu. Í klúbbnum eru rétt tæplega 100 félagar sem allir eiga það sameiginlegt að eiga BMW mótorhjól og hafa mikinn áhuga á ferðalögum á mótorhjólum.
BMW mótorhjól eru talin henta vel til ferðalaga og eru sniðin að þörfum ferðalangsins. Þess vegna hefur verið lögð rík áhersla á ferðamennsku innan BMW mótorhjólaklúbbsins.

Ætla að skoða helstu náttúrugersemar Vestfjarða 

Á vegum klúbbsins eru farnar nokkrar skipulagðar ferðir á ári hverju, bæði í formi dagsferða um landið en einnig lengri ferðir þar sem gist er í tjöldum eða á gistiheimilum. Einnig hafa verið skipulagðar nokkrar utanlandsferðir á vegum klúbbsins.
Á afmælisárinu vill svo skemmtilega til að um 25 félagar úr þýska BMW GS Club International ætla
að koma með hjólin sín til Íslands og ferðast um landið í 2 vikur. Þeir munu slást í för með íslenska BMW mótorhjólaklúbbnum í fjögurra daga ferð um Vestfirði þar sem skoðaðar verða helstu náttúrugersemar Vestfjarða, allt frá Látrabjargi og alla leið norður á Strandir þar sem endað verður á heljarinnar kjötsúpuveislu og bryggjuballi að hætti Strandamanna. Um 30 meðlimir íslenska BMW
klúbbsins hafa boðað þátttöku sína í ferðina svo að þessi ferð verður stærsta hópferð BMW mótorhjólaklúbbsins fyrr og síðar, eða um 55 hjól.

Fréttablaðið
17.8.2017

15.8.17

Tíuferð 15 ágúst

Nokkur hjól skelltu sér í skipulagða Tíuferð í kvöld en samkvæmt plani var áætlað að fara í Vaglaskóg en í framhaldi af því þar sem allt er lokað í Vaglaskógi þá var haldið áfram í Dalakofann við Lauga í Reykjadal og fengu menn sér pizzu og aðrar veitingar.
Svo var aftur rennt í bæinn og var orðið dimmt er félagarnir komu niður á torg.  Rúmlega kl 23:00

Þrælskemmtileg ferð.. smábleyta en ekkert sem góðir gallar þola ekki.

13.8.17

Næstu dagar, vikan 14-20 ágúst.

Á þriðjudag 15.ágúst Vaglaskógsferð..  mæting við olís 19:30.

Á fimmtudag.17.ágúst Auka-Aðalfundur Tíunar ,,, Stjórnarskipti ,,, Framboð og fl.

Á Laugardag 19 ágúst. Poker-run  FRESTAÐ UM VIKU til 26. águst





10.8.17

Aukaaðalfundur Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían

Auka Aðalfundur Tíunnar


Þann 17.águst verður auka Aðalfundur Tíunnar haldin í Mótorhjólasafninu 2.hæð kl 20:00

Vegna sérstakra aðstæðna þá hefur stjórn tíunnar ákveðið að halda Auka Aðalfund.

Dagskrá fundar skal vera nokkurn veginn eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning nefnda.
8. Önnur mál....

Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunar og aðra nefndir.
Hægt er að sækjast eftir því á fundinum.

Einungis greiddir tíufélagar geta setið fundinn.  





Stjórnin.

9.8.17

Góðann Daginn

HJÓLAFÉLAGAR OG TÍUMEÐLIMIR
www.tian.is
Náði loksins að ná tökum á heimasíðunni sem hefur legið dáin í rúm 2 ár .
svo það er best að byrja aftur.
kv Víðir #527

1.8.17

Siglóferð Tíunar

Nokkrir hressir hjólamenn renndu á Siglufjörð kl 19:30 í eina af skipulögðu hjólaferðum Tíunar sem eru nokkra þriðjudaga á sumri..
Sjá Dagskrá.

2. viðburðir í dag á Akureyri

Í dag eru tveir viðburðir fyrir hjólafólk á akureyri.
TÍAN verður með Siglufjarðarferð þar sem safnast verður saman við Olís kl 19:30 og lagt í hann kl 20.

Hins vegar verður opin æfing á hringbraut upp á Ba svæði þar sem fínt verður að æfa beyjur.
Víðir Orri er með viðburðinn og eru allir velkomnir . Og byrjar c.a 20:30

27.7.17

Beyjuæfingar Snigla á Akureyri

Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar héldu á dögunum 2 aksturstækninámskeið, annað á höfuðborgarsvæðinu og hitt á Akureyri. Anders Hjelm og Niklas Lundin frá SMC sænsku mótorhjólasamtökunum kenndu á námskeiðunum. Aðaláhersla var á beygjutækni og voru settar upp fjórar æfingar þar sem byrjað var á spjalli og síðan ekið nokkra hringi og síðan farið yfir hvernig gekk.
Myndband frá námskeiðinu fyrir sunnan

Myndband frá námskeiðinu á Akureyri

Annað myndband frá Akureyri

Og eitt til sem Díana Dreki tók

Svo tók Díana glæsilega myndir líka á Námskeiðinu.
Mynd : Díana







22.7.17

Kæru félagsmenn

Þeir sem hafa pantað lykla frá Skeljungur og eru ekki með tiumerkið aftan a vinsamlegast hafið samband við mig en ef þu hefur pantað kort og ekkert er ritað a kortið (meðlimur tiunnar) vinsamlegast pantaðu aftur.

Skeljungur og stjórn tíunar biðjast afsökunar á þessum byrjunar erfiðleikum.
Bestu kveðjur 
Sigríður Dagný Þrastardóttir