27.7.17

Beyjuæfingar Snigla á Akureyri

Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar héldu á dögunum 2 aksturstækninámskeið, annað á höfuðborgarsvæðinu og hitt á Akureyri. Anders Hjelm og Niklas Lundin frá SMC sænsku mótorhjólasamtökunum kenndu á námskeiðunum. Aðaláhersla var á beygjutækni og voru settar upp fjórar æfingar þar sem byrjað var á spjalli og síðan ekið nokkra hringi og síðan farið yfir hvernig gekk.
Myndband frá námskeiðinu fyrir sunnan

Myndband frá námskeiðinu á Akureyri

Annað myndband frá Akureyri

Og eitt til sem Díana Dreki tók

Svo tók Díana glæsilega myndir líka á Námskeiðinu.
Mynd : Díana







22.7.17

Kæru félagsmenn

Þeir sem hafa pantað lykla frá Skeljungur og eru ekki með tiumerkið aftan a vinsamlegast hafið samband við mig en ef þu hefur pantað kort og ekkert er ritað a kortið (meðlimur tiunnar) vinsamlegast pantaðu aftur.

Skeljungur og stjórn tíunar biðjast afsökunar á þessum byrjunar erfiðleikum.
Bestu kveðjur 
Sigríður Dagný Þrastardóttir

18.7.17

Ferðafélagar

Tían óskar eftir activum hjólara til að starfa í ferðanefnd tíunar og vera road capain annað slagið.
Starfið felst í skipulagningu ferða sumarsins þar sem hjólara njóta þjóðvegana í góðra vina hópi.
Inntökuskilyrði eru gilt mótorhjólapróf
Áhugasamir geta haft samband við tían@tian.is

10.7.17

Hjóladögum lokið

Hjoladögum lokið takk allir sem komu þið eruð snillingar. Í ár voru frabærar vöfflur ,snilldar leikar , geggjuð spyrna og endaði með æðislegu grilli og tónleikjum. Og i dag voru bakaðar vöfflur i hádeginu handa afmælisbarninu henni Svandís Steingrímsd óskum við henni innilega til hamingju með 50 ára afmælið. Við í stjórn hefðum viljað sá fleiri i ár en þeir koma á næsta ári.

Sigga.

8.7.17

Verðlaunagripir klárir

Verðlaunagripir komnir i hús, erekki allir klárir i spyrnu og leika á morgum?
@ hjóladagar Tíunnar...

6.7.17

Tilboð...

Þetta var að detta inn ..
Hvalaskoðunarfyrirtækið
Keliseatours býður greiddum meðlimum tíunnar sem komnir eru með tíulykilinn/kortið. Hvalaskoðun á aðeins 6000kr.
Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
...

20.6.17

Kaffiferð á Hjalteyri

Nokkrir Félagar út Tíunni skelltu sér í smá hjólarúnt til Hjalteyrar
Gissur Agnarsson tók þessar myndir af félugunum .

1.6.17

Yfir 2000 mótorhjólamenn við útför Nicky Hayden


Útför fyrrum mótorhjólaheimsmeistarans í MotoGP, Nicky Hayden, var haldin í vikunni og mættu yfir 2.000 mótorhjólamenn í hana til að votta honum virðingu sína. Útförin var haldin í heimabæ Nicky Hayden, Owensboro í Kentucky ríki í Bandaríkjunum.

Margir þeirra komu langt að og að sögn margra þeirra mættu þeir við útförina vegna þess að líf og góður árangur Nicky Hayden hafði mikil áhrif á líf þeirra. Auk þess vildu þeir gleðja aðstandendur þessa besta mótorhjólamanns Bandaríkjanna á síðustu áratugum.

Nicky Hayden dó er hann var í reiðhjólatúr þann 17. maí, rétt fyrir mótorhjólakeppni sem hann ætlaði að taka þátt í. Var Hayden fluttur á sjúkrahús í kjölfarið slyssins en lést af völdum áverka slyssins fimm dögum síðar, 22. maí. Hayden varð fyrir bíl sem ók á hann á reiðhjóli sínu.

Visir
Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2017