8.5.17

Við viljum þakka

Jónína Baldursdóttir Sigurvin X-Sukki Samuelsson og Súsanna Kristinsdóttir fyrir vel unninn störf a vegum Tíunnar. Það var gaman að vinna með ykkur og ykkar verður saknað takk enn og aftur. 😊😊😊 eins viljum við þakka Gissuri fyrir hvað varðar ferðanefnd. Og bjóðum nyja stjornarmeðlimi velkomna til starfa sem eru Víðir Már Hermannsson Hinrik Svansson og Trausti S Friðriksson
og i ferðanefnd er Jutta Knur og Hinrik Svansson

Hrefna Björnsdóttir

7.5.17

Þakkir

Vil ég þakka öllum sem komu á fund tiunnar gaman að sjá hve margir mættu. Vil ég þakka JónínaBaldursdóttir Súsanna Kristinsdóttir og Sigurvin X-Sukki Samuelsson fyrir þeirra framlag og vel unnin störf í þágu tiunnar.

Stjórnin.

6.5.17

Aðalfundur Tíunar á morgun

Laugardag 06.05.2017....Kl 13.00 til 15.00.......vonandi mæta sem flestir Tíu félagar.....því það verða Kleinur frá Jóninu og pönnukökur frá Siggu og Súsönnu.....og örugglega eitthvað annað góðgæti á boðstólnum....og fullt af fjöri ....(og kannski slagsmál).....og það verður skálað í þessu Svarta..........

Sigurvin X-Sukki Samúelsson

5.5.17

Plan Tíunnar

Plan Tíunnar 2017
6.maí 13-15
Aðalfundur Tíunnar, haldinn á Mótorhjólasafninu
...
20.mai 10-14
Skoðunardagur Tíunnar og Tékklands
7-9 júlí
Hjóladagar Fjölskyldunnar
BA svæðið
5.águst
Óvissu póker run
Aflssúpa um kvöldið
7.okt
Sumarslútt Tíunnar

2.5.17

1 mai Keyrsla

1. Maí keyrsla. 67 hjól sem tóku þatt og endað inn a Mótorhjólasafni i kaffi og með þvi. Og var það sober rider sem sa um að stoppa, þökkum við kærlega fyrir það. Flottur dagur og gaman að sja svona marga. Takk fyrir mig


myndir
Hrefna Björnsdóttir

29.4.17

Vorhátíð bifhjólafólks Bifhjólasamtök lýðveldisins


 Sniglarnir, halda í sinn árlega hópakstur 1. maí. Bifhjólafólk á um þúsund mótorhjólum af ýmsu tagi ekur þá hring í borginni til að fagna vorkomunni og minna á þau baráttumál sem helst brenna á samtökunum

Þessi árlega hópkeyrsla er orðin eins konar vorhátíð bifhjólafólks,“ segir Njáll Gunnlaugsson, formaður Sniglanna, en samtökin hafa staðið fyrir slíkum hópakstri í nærri þrjá áratugi, nánast frá stofnun Sniglanna. Hópurinn sem mætir hefur þó stækkað mikið undanfarin ár og nú stefnir í að um þúsund mótorhjól af öllu tagi af ýmsum stöðum á landinu fylli götur borgarinnar á mánudaginn.
„Hópkeyrslan verður með sama sniði og undanfarin ár. Hjólin safnast saman á Laugavegi upp úr klukkan 11 og leggur hópurinn af stað klukkan 12.30. Ekið er niður Bankastrætið og Lækjargötu til vinstri, inn Vonarstrætið og upp Suðurgötuna. Hringbraut er svo ekin í vestur og Ánanaustin yfir á Geirsgötu, fram hjá Hörpu,“ lýsir Njáll og bendir bifhjólafólki á að sýna sérstaka aðgæslu, bæði vegna framkvæmda sem þar standa yfir sem og hópa ferðamanna sem ekki viti af viðburðinum. „Hópurinn þræðir svo Sæbraut að Kringlumýrarbraut þar sem hún beygir inn á Kirkjusandinn frá Sundlaugarvegi,“ segir Njáll en þetta verður í síðasta sinn sem endastöðin verður á Kirkjusandi vegna fyrirhugaðra framkvæmda þar.

 Húllumhæ á Kirkjusandi 

„Á Kirkjusandi verður skemmtileg dagskrá. Gestum og gangandi er boðið að skoða mótorhjólin og svo verða ýmsar skemmtilegar uppákomur. Til dæmis ætlar Pólverjinn Damien Sarapuk að sýna listir sínar á götuhjóli og vonir standa til að nokkrir íslenskir strákar á klifurmótorhjólum mæti á svæðið. Sú dagskrá hefst klukkan 13.30.“ Njáll bendir á að þeir sem komi á bíl geti lagt á malarplaninu næst Laugarnesvegi. „Bestu staðirnir fyrir þá sem vilja fylgjast með hópkeyrslunni eru við Sæbraut og þá sérstaklega á hljóðmönunum nálægt Sólfarinu.“
  Mikil vinna liggur að baki skipulagningu svo stórs hópaksturs en Njáll segir um 40 til 50 manns koma að vinnunni, bæði við undirbúning og á daginn sjálfan. „Við munum til dæmis njóta aðstoðar bifhjólaklúbbsins Gaflara úr Hafnarfirði við stjórn akstursins en gæslumenn og -konur verða á öllum þeim gatnamótum þar sem farið er um auk þess sem hópurinn fær lögreglufylgd.“
   Hópaksturinn hefur gengið vel síðustu ár en Njáll biður ökumenn þó að sýna bifhjólafólkinu tillitsemi meðan á akstrinum stendur.
  „Auk þess vorum við svo heppin í ár að hópkeyrslan var tilefni til gerðar verkefnaáætlunar í vinnuhópi nema í verkefnastjórnun hjá Háskólanum í Reykjavík. Úr var greinargóð skýrsla og áætlunargerð sem mun nýtast til frambúðar.“

Vilja breyta umferðarlögum

    Hópakstrinum þann 1. maí er fyrst og fremst ætlað að minna aðra ökumenn á að bifhjólin séu komin á göturnar, en einnig til að skerpa á þeim fjölmörgu baráttumálum sem samtökin berjast fyrir.
  „Sniglar hittu nýskipaðan ráðherra samgöngumála, Jón Gunnarsson, fyrir nokkrum vikum og fóru yfir hagsmunamál sín. Á síðastliðnum árum hafa Sniglar eytt miklu púðri í að fá drögum að umferðarlögum breytt til hagsbóta fyrir bifhjólafólk og náð góðum árangri í þeim efnum. Þess vegna er okkur farið að lengja eftir að þau líti dagsins ljós en ráðherra lofaði að fari að sjá til sólar í þeim efnum og að þau verði að öllum líkindum lögð fram á haustþingi,“ segir Njáll.

Betri tryggingar og breytt skoðunarhandbók 

  Tryggingamál hafa lengi verið bifhjólafólki hugleikin. „Sífellt er verið að skilgreina skilmála tryggingarfélaganna, eins og að bifhjólafólk megi ekki lána hjólin sín og svo framvegis. Þá þarf engan að undra þótt við spyrjum hvort breyta megi öðrum þáttum í tryggingarskilmálum. Sem dæmi má nefna að margir eiga fleiri en eitt mótorhjól, og ef viðkomandi má ekki lána hjólið sitt þarf hann þá nokkuð að borga slysatryggingu ökumanns og eiganda nema einu sinni, en ekki af öllum hjólunum? Sú trygging er stærsti hluti tryggingariðgjaldsins og skiptir eigendur bifhjóla verulegu máli.“
  Njáll nefnir einnig endurskoðun skoðunarhandbókar fyrir mótorhjól sem bið hefur orðið á. „Við lýsum yfir vilja okkar til að setjast niður með Samgöngustofu til að klára þessi mál. Má þar nefna tillögu um minni gerð skráningarmerkja sem passar betur aftan á mótorhjólin en þessi stóru merki sem eru í sömu stærð og á mörgum bílum í dag.“

 Er illa við víravegrið 

  Sniglar hafa verið í góðu samstarfi við Vegagerðina á undanförnum árum og samið meðal annars handbækur um bifhjólavænt vegumhverfi og skilað skýrslu um núllsýn á Þingvallavegi en þar varð dauðaslys í fyrra þegar ungur bifhjólamaður lét lífið eftir árekstur við vegrið. „Okkur er farið að lengja eftir áþreifanlegum aðgerðum eins og undirakstursvörnum. Tökum sem dæmi Kambana þar sem notast er við víravegrið í alltof þröngum aðstæðum. Bifhjólafólki er mjög illa við víravegrið þar sem stólpar þeirra eru mjög illa varðir og við viljum helst ekki sjá þau á vegunum. Það er því algjört lágmark að notast við undirakstursvarnir á stöðum sem þessum að okkar mati.“

Ekkert prófsvæði í höfuðborginni 

Njáll bendir á að aksturskennslusvæði fyrir mótorhjól verði engin á höfuðborgarsvæðinu þegar Kirkjusandur verður lagður af sem prófsvæði. „Eina skipulagða kennslu- og prófsvæði fyrir mótorhjól verður þá á Akureyri. Það finnst okkur að sjálfsögðu ótækt og nauðsynlegt að gera úrbætur í þeim efnum með öryggi próftaka í huga.“ Mörg önnur mál eru í deiglunni hjá Sniglum, líkt og réttindamál og hinar svokölluðu gangstéttarvespur. „Við viljum hvetja fólk til að skoða heimasíðuna okkar á sniglar.is og þar má meðal annars finna samantekt á baráttumálum okkar síðustu þrjá áratugina. Besta leiðin til að styrkja samtökin er að ganga í þau en á forsíðunni er umsóknarform. Einnig verða haldnir vikulegir fundir á miðvikudagskvöldum klukkan 20 í félagsheimili Sniglanna í Skeljanesi, yst í Leiðin sem hópakstur Sniglanna mun fara þann 1. maí. Skerjafirði.“

Fréttablaðið
29.4.2017