22.12.15

minna er svo miklu meira

Minna er meira“ sagði þýski arkitektinn og húsgagnahönnuðurinn Ludwig Mies van der Rohe. Honum myndi því eflaust þykja þetta hjól frá Bandit9 heill hellingur þar sem það er ekki neitt neitt!
Bandit9 eru vanir að smíða mótorhjól sem tekið er eftir og nægir í því sambandi að nefna módel á borð við Nero MKII, The Bishop og núna þetta silfurlitaða listaverk sem nefnist Ava.
 Hún sver sig í ættina því hjólin frá fyrirtækinu eru iðulega list sem má hjóla á.

Aðeins níu stykki smíðuð   

Eflaust munu færri komast að en vilja þegar hjólin verða sett á sölu því aðeins níu eintök voru smíðuð í það heila. Grunnurinn er 125cc Honda Supersport en boddíið er handsmíðað úr hápóleruðu stáli, eins og sjá má, enda geta sællegir og stálheppnir eigendur speglað sig um leið og þeir dást að nýja hjólinu sínu.
jonagnar@mbl.is
22.12.2015

3.12.15

Konan sem sigraði karlana

Vikudagur 3.des 2015

Halldóra Vilhjálmsdóttir, þriggja barna móðir og leikskólakennari í Eyjafjarðarsveit, varð á dögunum fyrsta  konan í 41 árs sögu Bílaklúbbs Akureyrar til að vera valin akstursíþróttamaður ársins en félagið er það fjölmennasta sinnar tegundar á landinu. Halldóra segir mótorsport ekki vera karlaíþrótt og vonast til þess að með útnefningunni sé hún að ryðja veginn betur fyrir konur sem hafa áhuga á akstursíþróttum. Vikudagur settist niður með Halldóru og spjallaði við hana um mótorsportið ,staðalímyndir og fleira.

"Það var kominn tími á að kona fengi þessa nafnbót og ég er vonandi að ryðja brautina fyrir aðrar" segir Halldóra sem varð íslandsmeistari í 200 m götuspyrnu F-hjóla á árinu. " Þetta er mikill heiður og viðurkenning fyrir mig, að það sé litið þannig á að minn árangur að ég eigi þetta skilið. Sérstaklega þar sem ég er fyrsta konan sem er valin. Sú staðalímynd að mótorsport sé bara fyrir karlmenn hefur verið viðloðandi lengi en raunin er sú að þeta er ekkert frekar karlasport fremur en það sé kvennmannsverk að skúra.
Við erum alltof föst í staðalímyndum og þurfum að taka af okkur svuntuna og koma okkur út úr þessari þröngsýni. Það að keppa á mótorhjólum eða torfærubílum er ekki bundið við karlmenn " segir Halldóra.

Kom þér valið á óvart?

"Já það gerði það að hluta til, sérstaklega að vera tilnefnd. Það fór fram kosning á netinu þar sem ég var með afgerandi forystu. Ég fékk svo símtal frá fomanni Bílaklúbbsins þar sem ég ver beðin að mæta á lokahófið sem ein af þeim tilnefndu. Stjórnin átti eftir að kjósa og gillti 50% á móti netkostningunni. Miðað við netkostninguna var ég kominn með þumalputtann hálfa leið upp en maður vissi þó aldrei hvernig endanleg niðurstaða yrði."

Var eina stelpan á skellinöðru

Halldóra var 15 ára þegar hún fékk skellinöðru í fyrsta sinn og þá var ekki aftur snúið. " Þegar ég var að byrja að keyra skellinöðru sem unglingur þótti þetta mjög skrítið. Ég var eina stelpan í bænum í þessu sporti á þeim tíma og var litin hornauga. Ég var alltaf að hjóla með strákunum og var ein af þeim.
  Ég fann ekkert mikið fyrir fordómum en eflaust voru þeir til staðar og eru enn. En ég var alltaf