1.5.15

1 mai 2015

Hópkeyrsla Bifhjólamanna 2015 tekið upp af sjónvarpstöðinni Hringbraut
Viðtöl við Njál Gunnlaugsson og Hilmar Lúthersson , og fleiri 

9.4.15

Á döfinni



Hér að neðan er að finna upplýsingar um fundi og viðburði Tíunnar vor og sumar 2015.
ATH! þessar upplýsingar eru settar fram með fyrirvara um breytingar, fylgist því vel með



1. maí kl. 13: Hópakstur um Akureyri. Mæting á Ráðhústorgi kl. 12.30

6. maí kl. 20: Almennur félagsfundur

16. maí kl. 9-13: Skoðunardagur Tíunnar og Frumherja á Akureyri

16. maí kl. 17.30: Aðalfundur Tíunnar á Mótorhjólasafni Íslands
ATH! aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjöld Tíunnar 2015 geta greitt atkvæði og tekið þátt í fundinum sem og starfi Tíunnar. Að venju verður hægt að greiða félagsgjöldin á staðnum, tökum ekki kort - cash only

16. - 19. júlí: Hjóladagar 2015



Eftir aðalfund tekur við sumardagskrá Tíunnar og þá verða almennir félagsfundir haldnir vikulega, á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 á Mótorhjólasafni Íslands nema annað verði auglýst sérstaklega. Fyrsti almenni félagsfundur sumarsins verður því haldinn 20. maí að öllu óbreyttu.



Stjórn Tíunnar vill svo benda félagsmönnum/konum sínum á að fylgjast einnig með á facebooksíðu klúbbsins https://www.facebook.com/tianbifhjolaklubbur 

31.3.15

Ökuþórinn |Spessi ljósmyndari


Orðinn fyrirsæta fyrir BMW-mótorhjól

  Risastórt auglýsingaspjald með mynd af Spessa prýddi bás BMW á MC-messunni í Noregi í vetur. Það verður ekki mikið stærra en þetta. Hjólið sem Spessi á í dag flutti hann inn frá Bandaríkjunum þar sem það var smíðað.

Sigurþór Hallbjörnsson, betur þekktur sem Spessi ljósmyndari, er mótorhjólamaður af lífi og sál. Hann er þekktur fyrir að aka um á Harley-Davidson-mótorhjólum og er mikill áhugamaður um þær gerðir mótorhjóla.
Sigurþór Hallbjörnsson, betur þekktur sem Spessi ljósmyndari, er mótorhjólamaður af lífi og sál. Hann er þekktur fyrir að aka um á Harley-Davidson-mótorhjólum og er mikill áhugamaður um þær gerðir mótorhjóla. Það vakti því athygli þegar hann fór að birtast víða sem fyrirsæta fyrir BMW-mótorhjól í vetur, bæði í netheimum og á sýningum erlendis. Blaðamanni bílablaðsins lék forvitni á að vita hvernig þetta verkefni kom til og kíkti því í stúdíóið hans Spessa og settist niður með honum ásamt einum kaffibolla.
„Það var haft samband við mig þegar ég var á leiðinni í gönguferð á Strandir og var að fara yfir Djúpið þegar hringt var í mig,“ sagði Spessi og glotti. „Það var sagt að ég þyrfti að koma í prufu eftir tvo daga. Ég sagðist ekki geta það en sendi henni tengil á trailerinn á mótorhjólamyndinni sem ég er að gera. Svo hverf ég bara í sex daga en þegar ég kem aftur er málið bara þannig að þeir vilja endilega fá mig. Þegar ég kem í bæinn fer ég beint niður á Loftleiðir þar sem BMW-fólkið var búið að koma sér fyrir. Ég mætti þarna á Harley-Davidson-hjólinu mínu og vakti sú innkoma talsverða athygli þar sem þau sátu öll í kaffi þegar ég kom. Þeir voru þarna mættir með tvo flutningabíla, annan með mótorhjólum og hinn með göllum og þá sá ég að það var alvara í þessu verkefni.“

Spessi við fyrsta stóra hjólið sitt
 Kawasaki Z650 1980 módel
Harley-vinirnir ekki hrifnir fyrst

Spessi er um þessar mundir að vinna að heimildarmynd um rótgróna Harley-Davidson-töffara í Bandaríkjunum og þessir vinir hans þar voru nú ekkert hrifnir af þessu fyrst þegar þeir fréttu þetta. „Þegar ég sagði þeim að ég fengi borgað fyrir þetta kom nú annað hljóð í strokkinn. Konseptið var það að sagan átti að vera raunveruleg og þess vegna þurfti fyrirsætan að vera bæði ljósmyndari og mótorhjólamaður. Þeir voru um leið að kynna nýja R1200 GS-hjólið með Boxer-mótornum. Eins og mér fannst þessi Boxer-mótor hrikalega ljótur í gamla daga þegar Skúli Gautason mætti á BMW-hjólinu sínu, þá gæti ég alveg hugsað mér að eiga svona hjól í dag. Það er nefnilega einhver karakter við þessi hjól í dag og þá sérstaklega gömlu hjólin. Nýi NineT-kaffireiserinn þeirra er líka ferlega flottur að mínu mati.“

Byrjaði að hjóla kringum 1970

Hjólið sem Spessi keyrir í dag er eiginlega ekki Harley-mótorhjól, því að mótorinn er frá S&S; þótt hann sé upphaflega Harley-Davidson-mótor. Grindin og annað er sérsmíðað eftir náunga sem heitir Paul Stewart og átti fyrst að vera í Bobber-stíl. Sá náungi varð sjötti í heimsmeistarakeppni mótorhjólasmiða 2006. „Ég átti fyrst skellinöðru þegar ég var 14 ára, í kringum 1970,“ sagði Spessi þegar við spurðum hann út í hvenær hann byrjaði mótorhjólaferilinn. „Síðan tók lífið við með sínum refilstigum, en þegar ég kom til baka úr því kom áhuginn á því að fá sér mótorhjól aftur. Þá fékk ég mér Kawasaki Z650 1981 módel sem ég var á í nokkur ár. Ég hafði alltaf áhuga á að fá mér Harley og álpaðist inná bíómynd í London árið 1980 sem hét Easy Rider. Það var bara opinberum fyrir mér að sjá þessi hjól þar. Það var samt eins og fjarlægur draumur að maður gæti fengið sér þannig hjól. Ég fékk mér svo Virago-mótorhjól sem minnti á Harley í útliti en það seldi ég svo þegar ég fór í nám, en draumurinn var alltaf til staðar. Löngu seinna var ég að gera auglýsingu fyrir SS-pylsur uppi í Litlu-Kaffistofu. Þá fór ég á stúfana að finna fólk í það og byrjaði leitina í umboðinu. Það endaði svo með því að ég fór aftur í umboðið og keypti mér loksins Harley-mótorhjól sem ég hef verið á síðan,“ sagði Spessi að lokum.
njall@mbl.is
Njáll Gunnlaugsson

25.3.15

Rafmagns mótorhjól – Tesla, 201 hestafl



Það mátti svosem bú­ast við því að það væri ekki nóg fyr­ir Elon Musk að búa til ótrú­lega afl­mikla raf­bíla, svosem Model S, og bæta svo bráðlega við jepp­lingn­um Model X.

Nei, næsta út­spilið er mótor­hjól sem sver sig ræki­lega í ætt­ina. Þó hjól­in séu helm­ingi færri en á fara­tækj­um Tesla hingað til þá á hjólið tvennt sam­eig­in­legt með bíl­un­um sem hingað til hafa rúllað af færi­band­inu og rak­leiðis inn í drauma bíla­áhuga­manna: það er raf­knúið og ógur­lega rammt að afli.

Geymslu­hólf í stað vél­ar

Þar sem ekki er eig­in­legri bens­ín­vél til að dreifa fer téð rými mest­megn­is í geymslu­hólf þar sem hönnuður­inn, Jans Shlap­ins, sér fyr­ir sér að not­andi geymi hjálm­inn, far­tölv­una og annað til­fallandi. Lit­hi­um-ion raf­hlöðurn­ar liggja rétt ofan við göt­una til að tryggja lág­an þyngd­arpunkt og há­marks snerpu í stýr­ingu á ál­stelli hjóls­ins. Aflið er ærið, 201 hestafl, og hægt að stilla milli fjög­urra forstill­inga: Race, Cruise, Stand­ard og Eco. Hjólið er að sönnu nokkuð klossað að sjá en það er engu að síður í létt­ari kant­in­um og dekk úr koltrefja­efni hjálpa þar til.

Sé mið tekið af því að aflið nem­ur 201 hestafli, má eins gera ráð fyr­ir því að þetta verði sjón­ar­hornið sem flest­ir sjá í um­ferðinni.

Ef akst­ur þessa raf­vél­hjóls – sem er enn á hug­mynda­stig­inu, vel að merkja – verður eitt­hvað í lík­ingu við það sem öku­menn þekkja frá Tesla Model S, þá eiga hjóla­menn og -kon­ur nær og fjær gott í vænd­um.

25. ÁGÚST, 2015


 https://vatnsidnadur.net

17.3.15

Götur borgarinnar hættulegar fyrir mótorhjólamenn: „Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu“


„Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu“


„Þetta er beinlínis lífshættulegt fyrir okkur, þó þetta sé vissulega slæmt fyrir þá sem aka um á bifreiðum,“ segir Njáll Gunnlaugsson, vélhjólakennari, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni þar sem hann ræddi um akstursskilyrði vélhjólamanna í borginni.

Götur borgarinnar eru margar hverjar illa farnar eftir veðurfarið á landinu undanfarna mánuði.

Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu.

Sjá einnig: Slæmt ástand vega í Reykjavík: Tvöfalt fjármagn þurfi svo ástandið verði ásættanlegt
„Þessar holur eru bara allstaðar núna, ekki bara á umferðaþungum götum. Sem betur fer eru frekar fá mótorhjól komin út á göturnar núna. Ég þekki einn sem hefur hjólað allan veturinn. Það er ákveðið vandamál hversu litlum peningum er eytt í þetta blessaða gatnakerfi. Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu og fara sinna þessum hlutum.“

Sjá einnig: Göturnar grotna niður
Njáll segir það vera næsta skref að kenna nemendum sínum að sveigja í kringum holur í staðinn fyrir keilur.
Stefán Árni Pálsson 
17. mars 2015

10.3.15

Góugleði aflýst

Vegna dræmrar þátttöku er búið að aflýsa Góugleðinni sem átti að vera laugardaginn 14. mars nk.

27.2.15

Góugleði

Jæja gott fólk

Góugleði verður haldin 14. mars næstkomandi í Lóni v. Hrísalund. Húsið opnar kl 21 og kostar litlar 2.500 kr inn (skemmtun og ball), tökum EKKI kort en "beinharðir" seðlar vel þegnir.

Þema kvöldsins er "hattar og höfuðskraut" og er jafnvel mögulegt að frumlegasta höfuðskrautið fái verðlaun
smile emoticon


Skráning er hafin á tian@tian.is, hlökkum til að sjá ykkur
smile emoticon

15.2.15

Á fjögur hundruð mótorhjól á Stokkseyri

Hjálmar Sigurðsson Safnari

Hjálmar Sigurðsson á Stokkseyri á sér sérstakt áhugamál því hann safnar mótorhjólum, þó ekki alvöru hjólum því þetta eru allt leikfangamótorhjól.


Hjálmar og kona hans búa í Eyjaseli 6 á Stokkseyri þar sem mótorhjólasafnið er í einu herberginu. Þetta eru rúmlega fjögurhundruð hjól á ýmsum gerðum, sem Hjálmar hefur safnað síðustu fimm árin.

„Þetta er bara mitt áhugamál, ég safna bara öllum hjólum,“ segir Hjálmar. Hann á mikið af Harley Dawson, hjólum, nokkur lögreglumótorhjól og meira að segja Spidermann mótorhjól.

Þrátt fyrir að hann sé komin yfir fimmtugt þá lætur hann það ekki stoppa sig enda gefur söfnunin honum mikið.

„Það er bara gaman af þessu, þetta er það sem ég hrærist og lifi í, ég er mótorhjólamaður og verð það alveg þar til að ég dey. Það er eins og þeir segja Bretarnir, þegar ég hætti að geta hjólað á tvíhjólinu þá set ég þriðja hjólið undir, ég get þá bara hjólað lengur.“ Hjálmar er með mótorhjólaskegg. „Já, já, það fylgir þessu, það er nú bara þannig, maður lifir bara í þessu og ég er bara eins og ég er,“ segir Hjálmar.

Hann segist ætla að halda áfram að safna mótorhjólum og þiggur fleiri ef einhver á. „Já, já, ég þigg alveg í safnið hérna, ef fólk á þau niður í geymslu eða einhversstaðar annarsstaðar, þá þigg ég hjólin, ég get alveg borgað pínulítinn pening fyrir þess vegna,“ segir hann.
Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar  15. febrúar 2015
visir.is

27.1.15

Netfangalisti og Góugleði

Jæja gott fólk, okkur vantar upplýsingar um e-mail hjá þó nokkrum félagsmönnum okkar. Í þessari viku verður því sendur út prufu-póstur til þeirra sem eru á póstlistanum okkar, þeir félagsmenn/konur sem hafa ekki fengið póst frá Tíunni 1.febrúar næstkomandi en vilja fá póst í framtíðinni, eru vinsamlega beðnir um að senda upplýsingar á tian@tian.is.

Svo verður Góugleði haldin 14. mars 2015 ef næg þátttaka fæst - nánari upplýsingar um það koma síðar en endilega takið daginn frá :)

18.11.14

Bakari á Mótorhjóli






Katrín Eiðsdóttir, bakari á Akureyri – 40 ára

Katrín á reiðskjóta sínum 
Honda CBR 600

Katrín fæddist á Húsavík 18.11. 1974 en ólst upp á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi: „Þarna var gott að alast upp. Svo er þetta svolítið frægur staður því á Tjörnesi eru víðfræg og stórmerkileg skelja- og surtabrandslög.
 


Katrín fæddist á Húsavík 18.11. 1974 en ólst upp á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi: „Þarna var gott að alast upp. Svo er þetta svolítið frægur staður því á Tjörnesi eru víðfræg og stórmerkileg skelja- og surtabrandslög. Ég gekk í heimavist í Hafralækjarskóla í Aðaldal frá sex ára aldri og undi mér vel en við vorum einungis átta í bekknum mínum fyrstu árin. Leiðin lá svo í framhaldsskóla á Akureyri og ég lauk stúdentsprófi 1994 af náttúrufræðibraut og sem sjókokkur.

Rak sumarhótel 17 ára

Á unglingsárunum sinnti ég barnapössun, vann garðyrkjustörf á Hveravöllum í Reykjahverfi og ég ásamt tveimur vinkonum starfræktum Heiðarbæ í Reykjahverfi, ferðaþjónustustað með sundlaug og gistingu í tvö sumur. Við þurftum þá að fá sérstaka undanþágu til að fylla út ávísanir þar sem við vorum einungis 17 ára. Ég fór síðan á eina sláturhúsvertíð áður en ég hélt til Kaupmannahafnar.“

Katrín að hjóla með vinkonunum
Katrín stundaði bakaranám við Hilleröd Tekniske skole og var á samningi sem bakaranemi hjá Taffelbays Konditori i Hellerup. Hún bjó í Danmörku í fjögur ár og útskrifaðist sem bakari sumarið 2000.

Frá því Katrín útskrifaðist hefur hún verið bakari í Bakaríinu við brúna á Akureyri: „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Því fylgir auðvitað að fara snemma á fætur en það kemst fljótt upp í vana.

Ég hafði gaman að því þegar ég vann keppnina 2012 brauð ársins hjá Kornax, en þetta brauð heitir Bessastaðabrauð og er enn í sölu hjá okkur. Svo hef ég setið í nemaleyfisnefnd í bakaraiðn í tvö ár.“

Það er svo helst að frétta af fjölskyldu Katrínar þetta árið, að þau hjónin eignuðust dóttur í vor, eldri sonurinn varð Íslandsmeistari í Júdó í -34 kílóa flokki, og Arnar, maður Katrínar, varð Íslandsmeistari 2014 í götuspyrnu á mótorhjóli.

Samkvæmt Katrínu eru áhugmálin svolítið sitt úr hverri áttinni: „Ég hef gaman af að vera úti í náttúrunni og geng mikið með labrador tíkina okkar, hana Hrafntinnu. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að reyna við krossgátuna í sunnudagsblaðinu, sérstaklega þegar ég næ að klára hana. Ég hef gaman að öllu sem tengist mat og safna matreiðslubókum og blöðum. Ég hef verið viðloðandi mótorhjól í mörg ár, tók loksins mótorhjólapróf árið 2011 og keypti mér Hondu CBR. Það er alger frelsistilfinning að fara hring á hjólinu og félagsskapurinn í kringum þetta er líka mikilvægur. Ég er í frábærum mótohjólaklúbbi sem heitir Skvísurnar en okkar markmið er að hjóla og skemmta okkur saman. Við létum útbúa plakat í fyrra til að minna fólk á okkur í umferðinni með yfirskriftinni: “Mömmur keyra líka mótorhjól! Sínum umhyggju í umferðinni“. Þá höfum við verið með hjólin okkar á bílasýningunni sem er haldin 17. júní ár hvert á Akureyri.

Ég verð svo eiginlega að koma að þessari skemmtilegu tilviljum að við tengdapabbi eigum sama afmælisdag, enda höfum við oft haldið upp á daginn saman og erum hvorki meira né minna en 122 ára samtals, í dag.“

Fjölskylda

Fjöskyldan
Eiginmaður Katrínar er Arnar Kristjánsson, f. 7.1. 1974, bílstjóri.

Foreldrar hans eru Kristján Þórðarson, f. 18.11. 1932, (sama dag og Katrín) bílstjóri og harmonikkuleikari Akureyri, og Svanhildur Sumarrós Leósdóttir, f. 4.8. 1940, d. 18.9. 2009, húsfreyja og tónlistarkona á Akureyri.

Börn Katrínar og Arnars eru Árni Jóhann Arnarsson, f. 27.12. 2003, Hreiðar Örn Arnarsson, f. 27.8. 2007, og Nanna Karen Arnarsdóttir, f. 3.4. 2014.

Ættartréið.
Systkini Katrínar eru Valdís Guðmundsdóttir, f. 3.1.1966, fóstra í Reykjavík; Rut Eiðsdóttir, f. 17.3. 1966, aðstoðarverslunarstjóri í Rúmfatalagernum, og Forni Eiðsson, f. 25.8. 1967, búsettur í Hollandi.

Foreldrar Katrínar eru Eiður Árnason, f. 4.10. 1946, múrarameistari og ljóðabókasafnari á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, og Nanna Fornadóttir, f. 11.8. 1948, húsfreyja og verkakona.



Texti Morgunblaðið 18. nóv 2014

17.11.14

Erlend grein um safnið


The Motorcycle Museum of Iceland


The town of Akureyri, on Iceland’s northern shore, is so close to the Arctic Circle that polar bears sometimes float in on ice floes. It is not where you would expect a motorcycle museum, but there one is, a tribute to the thriving motorcycle culture in this country. Iceland is actually more green than icy. It is in the middle of the Gulf Stream, which makes the weather bearable, and has miles of excellent roads through spectacular scenery. There are almost 24 hours of daylight in June, which makes up for the fact that there are almost 24 hours of darkness in December. This tiny nation currently has 15,000 active motorcyclists, possibly not surprising, given that most Icelanders are descended from seafaring Vikings.

Motorcycle museums are a diverse lot. Some are built around someone’s collection, and reflect the founder’s view of what a collectible motorcycle is supposed to be. Others display bikes from a certain national origin, famous racers, or high-end, one-of-a-kind or rare machines. The Motorcycle Museum of Iceland tells the story of how ordinary Icelanders got around on two wheels in the last hundred years. Most of the bikes on display were what average people rode back in the day, although there are a few racers and rarities.
The museum, in a purpose-built two-story building just outside the center of town, opened in early 2012. It is funded and supported by the Icelandic motorcycling community, but the spark for the project came from the friends and family of Heidar Jóhannsson, a prominent enthusiast. His collection of 23 motorcycles, including a Triumph X-75 Hurricane, was the nucleus of the museum collection, which now displays 80 bikes, including 1950’s mopeds, a chopper with an impossibly extended fork (believe it or not, chopper building is a popular Icelandic pastime), and a BMW sculpted of varnished wood. In 2015, it will expand to the second story and show 120 motorcycles that formerly rode Iceland’s highways.

The museum’s extensive photo collection mostly shows Icelanders enjoying themselves on their motorcycles over the years, with racing photos in the minority. Far from being mostly off-road competitors, most Iceland motorcycle enthusiasts are street riders. Off-road riding is strictly regulated, with the result that it is far easier to ride on roads than off. Icelandic women also ride, and the museum displays a photo of an all-women’s motorcycle club complete with the members’ children.
Despite the windy and wet Icelandic climate, people started riding bikes in Iceland before World War I. One photo in the collection shows an American-built Henderson, circa 1919, with the well-dressed owner aboard. This bike still exists and is part of the museum’s collection. It is being restored, and will be on display next year. The next oldest bike is a 1928 Triumph, now on display.

Iceland never had a motorcycle industry, but Icelanders had access to motorcycles built in England, Europe and the United States. German-built mopeds were popular after World War II, and Japanese motorcycles became available in the early ’60s. The museum has examples of all of these, including German mopeds that were never on sale in the U.S. There are also displays of period garb, similar to what European riders were wearing at the time.

Other items on the walls are displays of memorabilia, patches of Icelandic motorcycle clubs (not all of which feature raging Vikings) and pieces of a 1970’s moped, found in a desert area and cast in sand as it was found, as if it were the bones of a dinosaur.
If you have decided to vacation in Iceland, the museum is well worth a stop, especially for its displays of what motorcycling was like for the ordinary biker of years gone by­—a subject often passed over by motorcycle museums in other countries. The large, clear period photographs that cover the walls are fascinating. Like just about everything in Iceland, the captions are in Icelandic, with a lot of the information translated into English. Icelanders pride themselves on their public spaces being clean, well organized and easily understandable, and the Motorcycle Museum is no exception.

The Motorcycle Museum of Iceland is located at Krókeyri 2, IS- 600 Akureyri, near the bowling alley. It is open during the summer months daily from noon to 6 p.m. and the rest of the year on Saturdays from 3 p.m. to 6 p.m. and by appointment. For more information, call +354-466-3510 or visit motorhjolasafn.is.

4.11.14

Ragnar Ingi heimsmeistari öldunga




World Vet-keppnin á Glen Helen 2014

Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenskum torfæruökumönnum. Í síðustu viku sögðum við frá góðum árangri Kára Jónssonar á Ironman GNCC-keppninni í Bandaríkjunum en um þessa helgi var það Ragnar Ingi Stefánsson, nífaldur Íslandsmeistari í motocross, sem kom, sá og sigraði. Ragnar fór utan til að keppa í World Vet-keppninni á hinni margrómuðu Glen Helen-keppnisbraut og gerði sér lítið fyrir og vann keppnina á laugardeginum í tveimur flokkum, 45+ Expert og 50+ Expert. Í keppninni eru þrír getuflokkar og er Expertflokkurinn fyrir þá bestu, en alls kepptu menn frá yfir 30 löndum hvaðanæva úr heiminum.

Ein erfiðasta braut í heimi 

Ragnar Ingi keppti að sjálfsögðu á glænýju Kawasaki-hjóli enda er Ragnar Ingi framkvæmdastjóri Nítró sem er umboðsaðili Kawasaki á Íslandi. Blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til Ragnars Inga og truflaði hann aðeins við að gera sig ferðbúinn til heimferðar. Ragnar Ingi sagði að heimsmeistarakeppni hefði verið haldin á Glen Helen-brautinni síðan 1991 og þykir mjög erfið braut.
„Í henni eru alveg svakalegar brekkur og beygjur, en auk þess er hún mjög gróf og þykir ein erfiðasta braut í heimi. Ég hef sjaldan komið á jafn miklum hraða inn í beygju eins og þarna, kom í fimmta í fyrstu stóru beygjuna sem þýðir að ég hef verið á um 120 km hraða. Það var sérstakur fílingur að vera fremstur í þessari beygju með hina organdi fyrir aftan sig,“ sagði Ragnar Ingi og hló. „Það rigndi eins og hellt væri úr fötu á laugardag, en það gerist aðeins örsjaldan á þessum stað og var því frekar óvenjulegt. Ég græddi á því að vera vanur að keppa við erfiðarar aðstæður á Íslandi. Keppninni var frestað tvisvar um morguninn meðan reynt var að koma brautinni í lag með jarðýtum. Brautin varð fljótt skorin og erfið yfirferðar og ef menn pössuðu sig ekki á að halda línu voru þeir fljótt úr leik,“ sagði Ragnar Ingi ennfremur.
Aðstæður voru betri á sunnudeginum en þá gekk  Ragnari Inga ekki eins vel. „Ég lenti í samstuði við nokkra sem höfðu dottið og beyglaði frambremsudisk sem þýddi að ég gat lítið notað frambremsuna þann daginn.“ Þegar upp var staðið eftir helgina hafði Ragnar Ingi haft sigur í þremur motoum, fjórði í einu og sjötti í öðru. Ragnar vildi að lokum koma á framfæri þökkum til Pepsi MAX, World Class, Nítró og KG Racing fyrir að gera honum ferðina á þessa keppni mögulega.
njall@mbl.is
4.11.2014