3.12.13

Mótorhjólasafnið í Newburgh:Yfir 450 mótorhjól til sýnis

Í aðeins um klukkustundar fjarlægð frá Manhattan er eitt stærsta mótorhjólasafn heimsins. Safnið heitir Motorcyclepedia sem er réttnefni enda safnið eins og hálfgerð alfræðiorðabók um mótorhjól. Safnið er á 250 Lake Street í Newburgh og til að komast þangað er best að taka Metro North Hudson Line frá Grand Central-brautarstöðinni upp til Beacon. Þaðan er hægt að ganga niður fyrir brautarstöðina að ánni og taka ferju yfir Hudson-ána yfir til Newburgh og þá er safnið aðeins fimm mínútur í burtu með leigubíl. Undirritaður var á ferðinni um New Yorkríki á dögunum og kom þar við.
Harley Davidson keppnishjól frá
1911 tekur á móti gestum þegar
 þeir ganga inn á safnið í Newburgh.

Safnið samstarf feðga 

Saga safnsins er nokkuð merkileg en það er aðeins tveggja ára gamalt í núverandi mynd. Á sjöunda áratugnum voru tveir vinir, þeir Mike Corbin og Ted Doering, sem eyddu miklum tíma saman á og með mótorhjólum sínum. Corbin stofnaði fyrirtæki sem fór að framleiða sæti á mótorhjól og flest mótorhjólafólk þekkir í dag, en Ted Doering fór að gera auka hluti á Harley-hjól fyrir ört vaxandi markað heima fyrir. Áður en langt um leið var hann farinn að láta smíða fyrir sig mikið af hlutum í Taívan og fékk í framhaldinu viðurnefnið Taiwan Ted. Hann varð fljótt milljóner af þessu og til að halda í hjólaáhugann fór hann að safna mótorhjólum og hlutum þeim tengdum, aðallega í samstarfi við föður sinn Jerry Doering sem keppti á Indian-mótorhjólum upp úr seinna stríði. Ted safnaði Harley Davidson-hjólum og sérstaklega breyttum hjólum en Jerry hóf að safna Indian-hjólum árið 1949. Safnið stækkaði fljótt og þurfti stóra skemmu til að geyma öll hjólin. Mikill fróðleikur Jerry um Indian-hjól skilaði sér í miklu safni slíkra hjóla og á safnið hverja einustu tegund og árgerð frá upphafi sem er einstakt, fyrir utan gott safn Indian-keppnishjóla. Við safnið hefur svo bæst fjöldinn allur af öðrum amerískum gerðum auk talsvert margra evrópskra og japanskra hjóla en uppistaðan í safninu er hjól framleidd í Bandaríkjunum. Meðal þess sem áhugavert er að skoða á safninu er gott safn herhjóla og lögreglumótorhjóla. Einnig er sérstök sýning á hjólum mótorhjólasmiðsins Indian Larry á safninu, auk keppnishjóla af ýmsum gerðum sem sýna vel sögu mótorhjólaíþrótta í Bandaríkjunum. Yfir 450 mótorhjól eru í safninu og vel þess virði fyrir þá sem hafa áhuga á hvers kyns mótorhjólum að heimsækja það. 

NG
Morgunblaðið
3.12.2013
njall@mbl.is

11.11.13

Uppákoma !

Mótorhjólafólk með uppákomu við Þjóðleikhúsið í tilefni forsýningar. 2013
Mörg kunnuleg andlit á svæðinu en
hver forsýningin var veit vefstjóri ekki
en þeir viitust hafa gaman af þarna í sunnlensku rigningunni