30.10.13

Milliak­reina­akst­ur á mótor­hjóli leyfi­leg­ur eða ekki?


 Hug­takið milliak­reina­akst­ur eða það sem kallað er er­lend­is Filter­ing eða Lane splitt­ing er svo nýtt að ekk­ert nýti­legt nafn er til fyr­ir það á ís­lensku.



Milliak­reina­akst­ur á mótor­hjóli er að keyra milli ak­reina, til þess að kom­ast fram fyr­ir um­ferð halda ef­laust flest­ir. Sann­leik­ur­inn er þó sá að í þéttri stór­borg­ar­um­ferð get­ur það að keyra milli ak­reina verið tals­vert ör­ugg­ara fyr­ir mótor­hjólið. Ástæðurn­ar eru nokkr­ar, eins og til dæm­is sú staðreynd að mótor­hjólið hef­ur lengri línu fyr­ir fram­an sig til að bregðast við held­ur en ef það er milli tveggja bíla. Útsýnið verður líka betra svo að sá sem er á mótor­hjól­inu sit­ur er fljót­ari að bregðast við aðstæðum. Ekki má held­ur gleyma því að mótor­hjólið tef­ur þannig ekki fyr­ir ann­arri um­ferð og létt­ir frek­ar á henni. En skyldi mega þetta alls staðar og þá til dæm­is á Íslandi? Í sjálfu sér er ekk­ert í um­ferðarlög­un­um sem bann­ar þetta sér­stak­lega.

Sam­kvæmt gild­andi um­ferðarlög­um seg­ir í 41. grein að eigi megi aka bif­hjóli sam­hliða öðru öku­tæki. Sam­kvæmt 22. grein um­ferðarlag­anna frá 1987 er ekki heim­ilt að aka fram úr öðru öku­tæki á eða við gatna­mót, en til­tekið í und­ir­máli að ákvæðið eigi ekki við um akst­ur fram úr reiðhjóli eða léttu bif­hjóli. Að lok­um seg­ir um­ferðarmerkið sem bann­ar framúrakst­ur að það eigi við öku­tæki, nema tví­hjóla öku­tæki, þar á meðal bif­hjól. Þrátt fyr­ir greinagóðar lýs­ing­ar á akstri á ak­rein­um í um­ferðarlög­um er ekk­ert sem bann­ar þar akst­ur á milli ak­reina. Ökumaður skal þó, áður en hann skipt­ir um ak­rein eða ekur á ann­an hátt til hliðar, ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu eða óþarfa óþæg­inda fyr­ir aðra. Sama er, ef ökumaður ætl­ar að stöðva öku­tæki eða draga snögg­lega úr hraða þess.

Víða leyft í Evr­ópu
Nokkr­ar borg­ir í Evr­ópu, Jap­an og Kali­forn­íu­ríki hafa leyft milliak­reina­akst­ur mótor­hjóla með lög­um eða reglu­gerðum. Sum ríki í Banda­ríkj­un­um eins og Utah og Nebraska hafa þó bannað það sér­stak­lega, en þá aðeins fyr­ir mótor­hjól.

Þeir sem hafa orðið vitni að um­ferðinni eins og hún er í Par­ís eða Barcelona á há­anna­tíma skilja bet­ur hvernig akst­ur mótor­hjóla milli ak­reina er nauðsyn­leg­ur. Þar þykir sjálfsagt að mótor­hjólið fái að aka milli ak­reina í þéttri borg­ar­um­ferðinni eða inni í fjölak­reina hring­torgi. Í Barcelona er bein­lín­is gert ráð fyr­ir að mótor­hjól og létt bif­hjól geti ekið milli bíla á ljós­um og komið sér fyr­ir á sér­stöku svæði rétt fyr­ir gatna­mót­in.

Að mati stjórn­ar Bif­hjóla­sam­taka lýðveld­is­ins, Snigla, er orðið tíma­bært að þessi mál séu skoðuð hér­lend­is með um­ferðarör­yggi bif­hjóla­fólks í huga. Ei­rík­ur Hans Sig­urðsson, öku­kenn­ari og í vara­stjórn Snigla, hef­ur sterk­ar skoðanir á þessu máli. „Þetta er mál sem löngu er tíma­bært að hreyfa við hér á landi. Ég hef aldrei skilið hvers vegna það fer svona í taug­arn­ar á hér­lend­um öku­mönn­um bíla ef mótor­hjól fer fram fyr­ir þá við gatna­mót. Ég varð fyr­ir því sum­arið 2010 þegar ég hjólaði gæti­lega á milli bíla sem biðu við gatna­mót Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Suður­lands­braut­ar að einn ökumaður bíls í h.m. í röðinni gerði sér lítið fyr­ir og reyndi að loka fyr­ir mig með því að sveigja til vinstri að næsta bíl. Það varð til þess að hliðartask­an vinstra meg­in á hjól­inu straukst við hægra aft­ur­horn bíls­ins við hliðina. Af þessu urðu eng­ar skemmd­ir, en svona hegðun seg­ir hvernig sum­ir hugsa okk­ur þegj­andi þörf­ina. Ég hef einnig orðið fyr­ir því að menn sendi mér putt­ann eða aki flaut­andi á eft­ir mér. Þegar maður hjól­ar í Suður-Evr­ópu leggja öku­menn bíla sig fram um að maður kom­ist á milli bíla sem eru að bíða við gatna­mót og jafn­vel breikki bilið á milli bíla á ferð í um­ferð svo mótor­hjól­in eigi greiða leið á milli þeirra. Að þessu þarf að vinna. Það þarf einnig að kynna það fyr­ir al­menn­ingi að mótor­hjól sem fer fram fyr­ir er að létta á um­ferðinni en ekki að tefja hana,“ seg­ir Ei­rík­ur Hans.

njall@mbl.is
Bíl­ar | Morg­un­blaðið | 30.10.2013 | 

Elsta mótorhjólið er Harley frá 1931 (2013)

Dagrún Jónsdóttir mótorhjólabóndi
Oddsparti 
Dagrún Jónsdóttir, mótorhjólabóndi á Oddsparti í Þykkvabæ flutti til Þykkvabæjar fyrir átta árum.

Hún er í óða önn að gera upp hús þar og hyggst opna mótorhjólasafn Þykkvabæjar. „Húsið hefur verið notað sem ballsalur, en þar ætlum við
að hafa sýningarsalinn.
Það var fullt af hljómsveitum sem spiluðu hérna í sumar.“ Dagrún vill ekkert gefa upp um hvenær safnið verður opnað og segir mörg verkefni vera eftir.

 Bak við húsið sem mun hýsa safnið er stórt tún með hlöðnum veggjum utan um eldstæði. „Hérna er tjaldsvæði sem við rekum fyrir mótorhjólafólk og tökum eingöngu á móti hópum.“

Meðeigandi Dagrúnar að svæðinu er Einar „Marlboro“.Þau hafa nú þegar sankað að sér rúmlega 30 hjólum og er það elsta frá 1931.
gunnardofri@mbl.is
Morgunblaðið  30.10.2013

8.10.13

Gátu lækkað iðgjöld­in


Gátu lækkað iðgjöld­in á „hipp­un­um“   (úr stærri grein)

Mik­il mótor­hjóla­della magnaðist upp á Íslandi í góðær­inu og marg­ir létu langráðan draum ræt­ast um að kaupa sér mótor­fák. Þessi mikla fjölg­un mótor­hjóla­öku­manna skapaði þrýst­ing á og svig­rúm fyr­ir trygg­inga­fé­lög­in að bjóða hag­kvæm­ari trygg­ing­ar en lengi vel höfðu bif­hjóla­trygg­ing­ar þótt sér­deil­is dýr­ar.

Ein­ar seg­ir ekki hægt að greina að dregið hafi úr mótor­hjóla­áhug­an­um en TM end­ur­skoðaði fyr­ir nokkr­um árum hjá sér bif­hjóla­trygg­ing­ar með það að mark­miði að meta áhættu af meiri ná­kvæmni og skila viðskipta­vin­um sann­gjarn­ara verði. Útkom­an var mjög áhuga­verð:

„Við gát­um t.d. lækkað iðgjöld­in á „hipp­un­um“ svo­kölluðu enda leiddu töl­ur okk­ar í ljós að á þeirri gerð hjóla var slysa­hætt­an minni. Hins veg­ar kom skýrt í ljós að breyt­inga var þörf á iðgjöld­um mótorkross-hjóla þar sem slysa­hætt­an er mik­il enda hjól­in til þess gerð að skoppa og spana um keppn­is­braut­ir og mal­ar­hauga.“

Dýr­ar trygg­ing­ar á bif­hjól­um seg­ir Ein­ar að komi til vegna þess að hvert slys á hjóli geti verið mjög kostnaðarsamt. „Ef ökumaður bif­hjóls lend­ir í byltu og brýt­ur t.d. viðbein eða ökkla hleyp­ur slysa­kostnaður­inn á millj­ón­um króna. Ef ársiðgjöld­in eru t.d. 60.000 kr. þá sést að það þarf stór­an hóp iðgjalda­greiðenda til að standa und­ir tjón­inu og örfá slys til viðbót­ar geta orðið til þess að þessi titekni trygg­inga­flokk­ur er rek­inn með miklu tapi.“

Morgunblaðið   8.10.2013

https://www.mbl.is/bill/domar/2013/10/08/abyrgur_akstur_skilar_ser_i_laegri_idgjoldum/

27.9.13

Hin árlega haustógleði Tíunnar


Verður haldin laugardaginn 12. október og hefst klukkan 19.00. 



Staðsetning: Sportvitinn

Matseðill: ( a la Sigga Ben )
lamb, kjúklingur og meðlæti
Skemmtiatriði
Hljómsveit
Happdrætti til styrktar Mótorhjólasafninu ( 1000 kall miðinn ) búið að hækka miðaverð úr 500 í 1000 þar mikið er komið svaðalega flottum vinningum.
Malpokar að sjálfsögðu leyfðir

Verð aðeins 4 stk Brynjólfur Sveinson (mannurinn á þúsundkrónaseðlinum )

Af því tilefni að Binni Sveins er blár verður þema kvöldsins BLÁTT og verða veitt verðlaun fyrir mesta blámann í kvenna og kalla flokki

Vinsamlegast tilkynnið þáttöku eigi síðar en þriðjudaginn 8. okt til að hægt sé að áætla mat ofan í liðið. Best er að tilkynna sig með því að senda póst á tian@tian.is

Með kveðju
Stjórn Tíunnar

11.9.13

Mótorhjólafólk var duglegt að heimsækja Siglufjörð í sumar



Það var ósjaldan sem maður heyrði drunur í mótorhjólum í sumar.


Bæði stórir og litlir hópar af hjólafólki kom við á Sigló. Mikið af erlendu hjólafólki lagði leið sína í fjörðinn og það er greinilegt að Siglufjörður er kominn á kortið þegar um mótorhjólaferðir er að ræða og ósjaldan sá maður mótorhjól fyrir utan Gistiheimilið Hvanneyri.

Ég náði þessum myndum í sumar af mótorhjólafólki sem kom við á
Sigló og tók einn bryggjurúnt áður en þau lögðu af stað úr bænum.

11.09.2013 | 13:30 | Jón Hrólfur Baldursson

26.8.13

Hjóluðu yfir hálendið án aðstoðar

Vinkonurnar Lilja Hermannsdóttir og Hilde Hundstuen kynntust í gegnum mótorhjólasportið fyrir þónokkru síðan. Hugmyndin að fara yfir hálendi Íslands á Enduro-hjólum kviknaði hjá þeim í hversdagslegu spjalli. Tveimur dögum seinna voru þær komnar með styrktaraðila og lagðar af stað. 

Þær Lilja Hermannsdóttir og Hilde Hundstuen hafa nýlokið rúmlega 400 kílómetra langri hjólaferð yfir hálendi Íslands. Þær hófu ferð sína frá Hrauneyjum að kvöldi til og hjóluðu fyrsta legginn í svarta myrkri. „Ég hafði aldrei hjólað svona yfir nótt áður en það var alveg rosalega gaman. Maður sér  ekkert nema veginn, horfir í geislann og hjólar,“ segir Lilja.
Þær hjóluðu yfir í Nýjadal og fengu þar inni yfir nótt. Næsta dag hjóluðu þær Dyngjufjallaleið yfir í Dreka og síðasta daginn að Kárahnjúkum og þaðan fóru þær á Egilsstaði. En hvernig dettur tveimur konum í hug að fara út í svona leiðangur. „Okkur finnst kannski ekki skipta svo miklu máli að við séum stelpur. Miklu frekar að við gerum þetta á gamla og erfiða mátann og nýtum okkur ekki trússbíl og öll hugsanleg þægindi sem oftast eru í svona ferðum. Þetta var í rauninni  persónuleg áskorun að fara bara tvær og redda okkur. Þetta var rosalega erfitt en líka alveg rosalega gaman,“ segir Hilde.

 Vilja fá fleiri stelpur í sportið 

Þegar þær eru inntar eftir því hvað hafi heillað þær mest á þessari leið segja þær að hraunbreiðan á milli Nýjadals og Dreka hafi verið áhrifaríkust. „Það er algjörlega ævintýralegt að keyra þar yfir,“ segir Lilja. „Maður er svo nátengdur náttúrunni þegar maður hjólar og kynnist landinu sínu svo vel,“ bætir Hilde við. Þó að þær vilji ekki gera mikið úr því að þær hafi farið tvær  konur saman viðurkenna þær að ferð þeirra og framkvæmd geti verið mikil hvatning fyrir aðrar konur sem deila áhugamáli þeirra. „Við viljum auðvitað alltaf fá fleiri stelpur í þetta sport. Fyrst þegar við sögðum frá því sem við ætluðum að gera  fundum við svolítið fyrir því að fólk fannst við ekki átta okkur á því hvað við værum að fara út í en svo eftir á hefur sama fólk verið að hrósa okkur,“ segir Hilde.

Fjölskylduvæn íþrótt

 Hilde hefur verið á götuhjóli frá átján ára aldri en Lilja uppgötvaði sportið árið 2008. Þær kynntust í gegnum hjólamennskuna en þetta var þeirra fyrsta ferð þar sem þær fóru bara tvær saman. „Ég hafði lengi haft áhuga á að hjóla áður en ég byrjaði, svo ákvað ég loksins að drífa í þessu og fékk mér götuhjól. Ég var búin að vera með prófið í þrjá eða fjóra daga þegar ég fór hringinn í kringum landið. Ég hef farið ótal ferðir um landið síðan og nú er öll fjölskyldan í þessu,“ segir Lilja og Hilde tekur við. „Þetta er mjög fjölskylduvænt sport. Stelpan mín tekur þátt í því með mér að gera við og gera upp hjól.“

Nýir draumar vakna þegar gamlir rætast

 Hildi átti sér lengi tvo drauma, annars vegar að eignast hermannahjól með hliðarvagni og hins vegar að smíða sér „streetfight“ hjól. Nú hefur hún látið báða þá drauma rætast en segir þá aðeins nýja drauma taka við. „Næst langar mig að hjóla í Himalaya eða Perú.“ Þessi ferð var bara byrjunin hjá okkur. Þetta var aðeins okkar fyrsta ferð af mörgum,“ bætir Lilja við. Lilja segist ekki hafa nokkurn áhuga á að taka þátt í keppnum. Hún vill miklu fremur vinna persónulegra sigra og ná markmiðum sem hún setur sér sjálf. Þegar þær eru spurðar hvort allir geti hjólað svara þær nánast samhljóða játandi. „Maður þarf bara að hafa mikla trú á sjálfum sér en um leið að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Lilja. „Já og maður þarf auðvitað að vera í réttum útbúnaði og fylgjast vel með veðurspá,“ segir Hilde. Þær Lilja og Hilde vilja koma þökkum áleiðis til styrktaraðilanna Ormsson, Átaks, Rafstillingar og JHM. Einnig vilja þær þakka 4x4, Slóðavinum, Torfærudeildinni hjá Hjólavinum, Valkyrjum og öðrum sem hafa haldið utan um slóða á hálendinu.  „Við eigum svo fallegt land og okkur ber að ganga vel um það. Við erum öll að vinna að sama
markmiði, að fara vel með landið okkar og njóta þess,“ segir Hilde.

Signý Gunnarsdóttir 
signy@mbl.is