19.3.13

Öndvegisbílar í rúm 80 ár


Audi-safnið í Ingolstadt

Um það bil 60 km norður af München er borgin Ingolstadt sem kölluð hefur verið borg Audi-bílanna. Stór hluti borgarbúa vinnur fyrir Audi, hvort sem það er í hinum risastóru verksmiðjum Audi í austurhluta hennar eða öðrum deildum fyrirtækisins. Hópur íslenskra blaðamanna var þar á dögunum að reynsluaka nokkrum Audi-bílum og gafst þá tækifæri til að skoða samsetningu á Audi A3-bílum í verksmiðjunni en því miður mátti ekki taka myndir á staðnum. Nóg mátti hins vegar smella af inni á glæsilegu farartækjasafni Audi þar við hliðina á

Saga hringjanna

Audi-merkið sem samanstendur af fjórum hringjum táknar uppruna merkisins í öðrum bíla- og mótorhjólamerkjum. Hringirnir standa fyrir Audi, Horch, DKW og Wanderer og merkja sameiningu þessara framleiðenda árið 1932. Horch merkið var stofnað árið 1899 af August Horch, en hann vann áður hjá Carl Benz og er einn af forfeðrum bílsins. Horch yfirgaf fyrirtækið árið 1909 og stofnaði
þá Audi-merkið, en nafnið fékk hann með því að þýða Horch nafnið yfir á latínu. Wanderer-merkið hóf framleiðslu á mótorhjólum árið 1902 og fyrsta bílinn þeirra kom árið 1913. DKW byrjaði sem framleiðandi aukahluta í farartæki en árið 1922 kom fyrsta mótorhjólið frá þeim á markað
en DKW átti eftir að verða einn stærsti mótorhjólaframleiðandi fyrirstríðsáranna á aðeins nokkrum árum. Fyrsti bíllinn frá þeim kom á markað árið 1928.

Framleiddu mótorhjól og lúxusbíla

Eins og áður sagði sameinuðust þessi fjögur merki 29. júní 1932, Wanderer-merkið var reyndar aðeins tekið yfir að hluta en bíladeild þess fór undir Audi-samsteypuna. Eftir sameininguna var Audi næststærsti bílaframleiðandi í Þýskalandi. Hvert merki var gert ábyrgt fyrir framleiðslu og sölu mismunandi gerða og stærða, DKW fyrir mótorhjól og smábíla, Wanderer fyrir millistærðarbíla, Audi
byggði stærri millistærðarbíla og Horch framleiddi lúxusbíla. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru verksmiðjur samsteypunnar í Chemnitz og Zschophau herteknar af herjum Sovétríkjanna og voru bútaðar niður í minni einingar. Yfirmenn Audi fluttu til Bæjaralands og stofnuðu merkið á ný í Ingolstadt árið 1949. Fyrstu farartækin sem runnu af færibandinu vestan nýju landamæranna voru 
DKW-mótorhjól og litlir sendibílar, knúin tvígengismótorum. Fyrsti bíllinn með fjórgengisvél kom árið 1965 og var þá Audi nafnið tekið upp aftur af því tilefni. Sama ár keypti Volkswagensamsteypan Audi merkið. Fjórum árum seinna sameinaðist Audi öðru stóru merki, NSU í Neckarsulm. NSU var heimsfrægt fyrir mótorhjólaframleiðslu og framleiddu á tímabili fleiri mótorhjól en nokkur annar framleiðandi í heiminum. NSU hóf framleiðslu bíla árið 1958 sem stóð allt til 1977 þegar síðasti NSU bíllinn var framleiddur. Eftir það voru bílar aðeins framleiddir undir merkjum Audi og árið 1985 var nafni fyrirtækisins einfaldlega breytt í Audi AG og höfuðstöðvarnar fluttar frá Neckarsulm til Ingolstadt. Bíla- og mótorhjólasafn Audi í Ingolstadt var opnað árið 2000 og sýnir sögu þessara merkja sem hér hafa verið nefnd ásamt sýningum frá mótorsportdeild fyrirtækisins og hugmyndabíla Audi. Reglulega er skipt út farartækjum þannig að sá sem heimsækir safni í dag gæti séð allt önnur farartæki þar á næsta ári.
njall@mbl.is
MORGUNBLAÐIР
19.03.2013

11.3.13

Vélhjólaklúbburinn fær leyfi fyrir fleiri æfingasvæði

Vélhjólaklúbburinn fær leyfi fyrir fleiri æfingasvæði


Beiðni Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar um endurnýjun á leigusamningi til 25 ára á svæði því sem sveitarfélagið hefur úthlutað klúbbnum undir starfsemi sína var tekið fyrir á fundi byggðarráðs í síðustu viku. Þykir mikilvægt fyrir klúbbinn að fá samninginn samþykktan svo klúbburinn geti haldið áfram að byggja upp starfsemi sína til framtíðar.
Einnig óskaði klúbburinn eftir því að fá leyfi til æfinga á eftirfarandi svæðum sem landeigendur hafa gefið samþykki sitt fyrir. Æfingasvæði fyrir ísakstur á Miklavatni í landi Gils, æfingasvæði motocross í landi Kjartanstaðakots og æfingasvæði fyrir enduro í landi Fagragerðis.

Umhverfis- og samgöngunefnd tók erindið fyrir á 83. fundi sínum og bókaði eftirfarandi ”Umhverfis- og samgöngunefnd mælir með endurskoðun og framlengingu leigusamnings til 25 ára en með gagnkvæmu uppsagnarákvæði eftir 5 ár. Nefndin hefur ekki athugasemdir við leyfisveitingu á umbeðnum svæðum til æfingaaksturs.“

Byggðarráð samþykkti erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi til 25 ára með gagnkvæmu uppsagnarákvæði á 5 ára fresti.

Feykir.is 
11.3.2013

5.2.13

Draumasamkoma mótorhjólamannsins 2013

Hafsteinn Emilsson við eigin fák
og að sjálfsögðu með íslenska fánann
 á hjólinu eins og á Bikeweek.

  Draumasamkoma mótorhjólamannsins

Daytona Bikeweek - skipulagðar ferðir Íslendinga á sýninguna síðastliðin 10 ár.


Daytona Bikeweek er tíu daga samkoma mótorhjólaáhugamanna sem haldin var fyrst árið 1937 á Daytona Beach í Flórída. Hafsteinn Emilsson er öllum hnútum kunnugur í Daytona enda hefur hann ekki misst af Bikeweek frá 1996 og er því að fara núna í 18. skiptið í röð. Hafsteinn segir að þessar ferðir hafi verið mjög vinsælar hjá Íslendingum og þeir hafi fjölmennt þangað um árabil. Fjöldinn er æði misjafn, allt frá tólf og upp í 45 manns, en í fyrra voru þeir 28 talsins og það stefnir í svipaðan fjölda í ár. Þátttakendur eru konur jafnt sem karlar og á aldrinum frá 18 til 82 ára, en allir með sama áhugamálið, mótorhjól.

Íslenski fáninn á hjólunum 

Þátttakendur hafa bæði valið sér að fara á eigin vegum og nýta sér skipulagða ferð þar
Mörg forvitnileg mótorhjól ber
fyrir augu á Daytona Bikeweek.
sem flugið, gistingin og farastjórn er innifalin og eru þeir reyndar fleiri. Síðustu tíu árin hefur Icelandair boðið upp á sérferðir á  Daytona Bikeweek undir fararstjórn Hafsteins.
Eftir Bikeweek-dagana efnir Hafsteinn ávallt til tveggja daga hjólaferðar um Flórída á Harley Davidson-hjólum. Er þá farið mest um sveitir í miðfylkinu þar sem umferð er lítil og fallegir smábæir. „Þá er íslenski fáninn alltaf á hjólunum og það hefur oft komið fyrir að við erum stoppuð af Íslendingum sem búsettir eru í Flórída eða fyrrverandi hermönnum sem voru á Íslandi sem spyrja okkur hvort við séum frá Keflavík eða Reykjavík. Þeir vilja síðan allt fyrir okkur gera,“ segir Hafsteinn.

Ein stærsta mótorhjólasýning í heimi

Daytona Bikeweek er ein stærsta mótorhjólasamkoma og sýning á heimsvísu, eins og allt
sem bandarískt er. Á Bikeweek koma saman um sex hundruð þúsund mótorhjólaáhugamenn árlega. Hver sá sem framleiðir eitthvað tengt mótorhjólum lætur sig ekki vanta með sýningarbás þar, hvort sem um er að ræða mótorhjól, aukahluti fyrir mótorhjól, mótorhjólafatnað, smurolíur, hnakka, spegla, gleraugu eða hvers konar fylgihluti. Allar tegundir af hjólum er að finna til sýnis og sölu; torfæruhjól, þríhjól, hippahjól og kappaksturshjól. Í fyrra keyptu tveir Íslendingar mótorhjól á sýningunni, svo ferðin er stundum ekki bara farin til að svala forvitninni, heldur með kaup í huga.

Keppnir og sölubásar

Daytona er álíka fjölmenn og Reykjavík og í annarri viku marsmánaðar ár hvert fyllist bærinn af mótorhjólum og hjólafólki. Vinsælt er t.d. að rölta niður aðalgötu bæjarins þar sem sölubásar eru við hvert fótmál og sýningar á hverju götuhorni. Síðustu ár hefur ásókn seljenda verið svo mikil að sýningar og sölubásar hafa verið settir upp í nærliggjandi bæjum eins og Ormond Beach. Þar er líka að finna mótorhjólaverslunina Bruce Rossmeyer Harley Davidson sem er stærsta Harley-verslun og -umboð í heimi. J & P þar við hliðina er með alla hugsanlega aukahluti fyrir mótorhjól og allan hlífðarfatnað. Það er einnig keppt á mótorhjólum í Daytona og ýmsar keppnir fara fram þá tíu daga sem Bikeweek stendur yfir. Eru þær flestar haldnar á International Speedway-kappakstursbrautinni í
Daytona. Þar má sjá Motorcross- og Super Race-keppnir flesta daga. Við Speedway er stór markaður með notuð hjól og varahluti í gömul hjól. Þar er bæði gaman og fróðlegt að skoða og tala við þá sem þar eru með sölubása. Hafsteinn segir að enn séu laus sæti í ferðina á Daytona Bikeweek, sem er átta daga ferð og kostar 153 þúsund krónur með öllu.
Fréttablaðið
 5.02.2013

16.1.13

Vild­um bæta um­ferðar­menn­ing­una

Ei­rík­ur á ennþá gamla hjálm­inn
sem hann notaði þegar hann var
formaður hins forn­fræga vél­hjóla­klúbbs. 
Hann lét þá setja merki Eld­ing­ar
fram­an á hjálm­inn og það 
prýðir hann enn. mbl.is/​Golli 
Bíl­ar | Morg­un­blaðið | 16.1.2013 | 15:01
Það kann­ast ef­laust marg­ir við hann Ei­rík Gunn­ars­son í GG en hann rak Flutn­ingaþjón­ustu GG ásamt föður sín­um í meira en fjóra ára­tugi. Það sem færri vita er að Ei­rík­ur var einn af stofn­end­um Bif­reiðaklúbbs Reykja­vík­ur BKR.
Enn færri vita að áður en að því kom var Ei­rík­ur formaður vél­hjóla­klúbbs, fyrsta skráða klúbbs­ins, sem bar nafnið Eld­ing. Klúbbur­inn fór eft­ir ákveðnum lög­um. Þar kom meðal ann­ars fram að all­ir geta orðið meðlim­ir, bæði strák­ar og stelp­ur, 14 ára og eldri, sem hafa áhuga á viðgerðum og notk­un vél­hjóla.
Mark­miðin voru meðal ann­ars að koma á föst­um fræðslu- og skemmtikvöld­um fyr­ir meðlimi, fræðslu um um­ferðar­mál, fá æf­inga­svæði og koma á æf­ing­um. Gefa fé­lög­um færi á að gera við sín eig­in hjól, efna til hæfn­is­prófa og ferðalaga. Um­ferðarlög­regl­an í Reykja­vík og Æsku­lýðsráð Reykja­vík­ur voru með einn ráðunaut hvor á fund­um, þeir voru með í ráðum hvað varðar klúbb­inn og gæta hags­muna hans út á við. Sá sem var ótví­rætt driffjöður klúbbs­ins var lög­reglumaður­inn Sig­urður Emil Ágústs­son, bet­ur þekkt­ur sem Siggi Palestína. „Jón Páls­son frá Æsku­lýðsráði var líka oft með okk­ur og sam­an reynd­um við að bæta um­ferðina, en skell­inöðrur voru litn­ar horn­auga áður en Eld­ing kom til,“ seg­ir Ei­rík­ur í viðtali við bíla­blaðamann Morg­un­blaðsins.

Vinsælt Starf

„Hann Siggi var al­veg ótrú­lega dug­leg­ur að hjálpa okk­ur og sinna í þessu starfi. Strák­arn­ir báru mikla

4.12.12

Sameinað norrænt mótorhjólafólk

Sameinað norrænt mótorhjólafólk

Sjö samtök norræns mótorhjólafólks hafa tekið höndum saman og mótað sameiginlega stefnu í umferðaröryggismálum og komið henni á framfæri við ríkisstjórnir og vegamálayfirvöld hvert í sínu landi. Löndin eru Svíþjóð, Danmörk, Noregur Finnland og Ísland.

Í skjalinu sem mótorhjólafólkið hefur sent yfirvöldum umferðarmála eru m.a. ákveðnar tillögur sem samtökin telja að muni auka öryggi mótorhjólafólks í umferðinni og hugmyndir um hvernig best verði að haga samstarfi þvert yfir landamæri, svo að sem mest gagn verði að fyrir öryggi mótorhjólafólks. 

Sá sameiginlegi vettvangur sem norrænu mótorhjólasamtökin hafa með sér nefnist Nordiskt MotorSykkel Råd, NMR. NMR var stofnað um miðjan áttunda áratuginn. Tilefnið var það að til stóð að setja miklar takmarkanir á stærð, hraðagetu og vélarafl mótorhjóla. Mótorhjólafólk vildi einfaldlega hafa eitthvað um þá framvindu að segja.

Þau samtök sem starfa saman innan NMR eru Sniglar Íslandi, Danske Motorcykelklubbers Råd (DMC) Danmörku, MC Touring Club (MCTC), Danmörku, Norsk Motorcykkel Union (NMCU), Noregi, Moottoripyöräkerho 69 (MP 69) og Suomen Motoristit r.y (SMOTO), Finnlandi og Sveriges MotorCyklister (SMC), Svíþjóð.
04.12.2012
https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/sameinad-norraent-motorhjolafolk

12.10.12

Haustógleði 2012

Daginn öll


Við vildum bara minna á skráningu á Haustógleðina 2012 sem haldin verður næstkomandi laugardagskvöld í sal Lindu Steikhús á Akureyri.
Húsið opnar klukkan 20:00 og reiknað með að borðhald hefjist um klukkan 20:30.

Skráning fer fram í síðasta lagi í dag, föstudag, á tian@tian.is eða með því að hringja í síma 869-3332
Verðinu er stillt í hóf, eða aðeins 3500 krónur á mann.

Um leið viljum við líka vekja athygli á því að þar sem Ógleðin er haldin á vínveitingahúsi þá er óleyfilegt að koma með eigin drykki með sér. Hins vegar er sértilboð á bjór (300kr glasið!) og öðrum vínveitingum á staðnum.

Með kveðju
Stjórn Tíunnar