16.1.13

Vild­um bæta um­ferðar­menn­ing­una

Ei­rík­ur á ennþá gamla hjálm­inn
sem hann notaði þegar hann var
formaður hins forn­fræga vél­hjóla­klúbbs. 
Hann lét þá setja merki Eld­ing­ar
fram­an á hjálm­inn og það 
prýðir hann enn. mbl.is/​Golli 
Bíl­ar | Morg­un­blaðið | 16.1.2013 | 15:01
Það kann­ast ef­laust marg­ir við hann Ei­rík Gunn­ars­son í GG en hann rak Flutn­ingaþjón­ustu GG ásamt föður sín­um í meira en fjóra ára­tugi. Það sem færri vita er að Ei­rík­ur var einn af stofn­end­um Bif­reiðaklúbbs Reykja­vík­ur BKR.
Enn færri vita að áður en að því kom var Ei­rík­ur formaður vél­hjóla­klúbbs, fyrsta skráða klúbbs­ins, sem bar nafnið Eld­ing. Klúbbur­inn fór eft­ir ákveðnum lög­um. Þar kom meðal ann­ars fram að all­ir geta orðið meðlim­ir, bæði strák­ar og stelp­ur, 14 ára og eldri, sem hafa áhuga á viðgerðum og notk­un vél­hjóla.
Mark­miðin voru meðal ann­ars að koma á föst­um fræðslu- og skemmtikvöld­um fyr­ir meðlimi, fræðslu um um­ferðar­mál, fá æf­inga­svæði og koma á æf­ing­um. Gefa fé­lög­um færi á að gera við sín eig­in hjól, efna til hæfn­is­prófa og ferðalaga. Um­ferðarlög­regl­an í Reykja­vík og Æsku­lýðsráð Reykja­vík­ur voru með einn ráðunaut hvor á fund­um, þeir voru með í ráðum hvað varðar klúbb­inn og gæta hags­muna hans út á við. Sá sem var ótví­rætt driffjöður klúbbs­ins var lög­reglumaður­inn Sig­urður Emil Ágústs­son, bet­ur þekkt­ur sem Siggi Palestína. „Jón Páls­son frá Æsku­lýðsráði var líka oft með okk­ur og sam­an reynd­um við að bæta um­ferðina, en skell­inöðrur voru litn­ar horn­auga áður en Eld­ing kom til,“ seg­ir Ei­rík­ur í viðtali við bíla­blaðamann Morg­un­blaðsins.

Vinsælt Starf

„Hann Siggi var al­veg ótrú­lega dug­leg­ur að hjálpa okk­ur og sinna í þessu starfi. Strák­arn­ir báru mikla

4.12.12

Sameinað norrænt mótorhjólafólk

Sameinað norrænt mótorhjólafólk

Sjö samtök norræns mótorhjólafólks hafa tekið höndum saman og mótað sameiginlega stefnu í umferðaröryggismálum og komið henni á framfæri við ríkisstjórnir og vegamálayfirvöld hvert í sínu landi. Löndin eru Svíþjóð, Danmörk, Noregur Finnland og Ísland.

Í skjalinu sem mótorhjólafólkið hefur sent yfirvöldum umferðarmála eru m.a. ákveðnar tillögur sem samtökin telja að muni auka öryggi mótorhjólafólks í umferðinni og hugmyndir um hvernig best verði að haga samstarfi þvert yfir landamæri, svo að sem mest gagn verði að fyrir öryggi mótorhjólafólks. 

Sá sameiginlegi vettvangur sem norrænu mótorhjólasamtökin hafa með sér nefnist Nordiskt MotorSykkel Råd, NMR. NMR var stofnað um miðjan áttunda áratuginn. Tilefnið var það að til stóð að setja miklar takmarkanir á stærð, hraðagetu og vélarafl mótorhjóla. Mótorhjólafólk vildi einfaldlega hafa eitthvað um þá framvindu að segja.

Þau samtök sem starfa saman innan NMR eru Sniglar Íslandi, Danske Motorcykelklubbers Råd (DMC) Danmörku, MC Touring Club (MCTC), Danmörku, Norsk Motorcykkel Union (NMCU), Noregi, Moottoripyöräkerho 69 (MP 69) og Suomen Motoristit r.y (SMOTO), Finnlandi og Sveriges MotorCyklister (SMC), Svíþjóð.
04.12.2012
https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/sameinad-norraent-motorhjolafolk