4.12.12

Sameinað norrænt mótorhjólafólk

Sameinað norrænt mótorhjólafólk

Sjö samtök norræns mótorhjólafólks hafa tekið höndum saman og mótað sameiginlega stefnu í umferðaröryggismálum og komið henni á framfæri við ríkisstjórnir og vegamálayfirvöld hvert í sínu landi. Löndin eru Svíþjóð, Danmörk, Noregur Finnland og Ísland.

Í skjalinu sem mótorhjólafólkið hefur sent yfirvöldum umferðarmála eru m.a. ákveðnar tillögur sem samtökin telja að muni auka öryggi mótorhjólafólks í umferðinni og hugmyndir um hvernig best verði að haga samstarfi þvert yfir landamæri, svo að sem mest gagn verði að fyrir öryggi mótorhjólafólks. 

Sá sameiginlegi vettvangur sem norrænu mótorhjólasamtökin hafa með sér nefnist Nordiskt MotorSykkel Råd, NMR. NMR var stofnað um miðjan áttunda áratuginn. Tilefnið var það að til stóð að setja miklar takmarkanir á stærð, hraðagetu og vélarafl mótorhjóla. Mótorhjólafólk vildi einfaldlega hafa eitthvað um þá framvindu að segja.

Þau samtök sem starfa saman innan NMR eru Sniglar Íslandi, Danske Motorcykelklubbers Råd (DMC) Danmörku, MC Touring Club (MCTC), Danmörku, Norsk Motorcykkel Union (NMCU), Noregi, Moottoripyöräkerho 69 (MP 69) og Suomen Motoristit r.y (SMOTO), Finnlandi og Sveriges MotorCyklister (SMC), Svíþjóð.
04.12.2012
https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/sameinad-norraent-motorhjolafolk

12.10.12

Haustógleði 2012

Daginn öll


Við vildum bara minna á skráningu á Haustógleðina 2012 sem haldin verður næstkomandi laugardagskvöld í sal Lindu Steikhús á Akureyri.
Húsið opnar klukkan 20:00 og reiknað með að borðhald hefjist um klukkan 20:30.

Skráning fer fram í síðasta lagi í dag, föstudag, á tian@tian.is eða með því að hringja í síma 869-3332
Verðinu er stillt í hóf, eða aðeins 3500 krónur á mann.

Um leið viljum við líka vekja athygli á því að þar sem Ógleðin er haldin á vínveitingahúsi þá er óleyfilegt að koma með eigin drykki með sér. Hins vegar er sértilboð á bjór (300kr glasið!) og öðrum vínveitingum á staðnum.

Með kveðju
Stjórn Tíunnar