4.4.10

Bandarískt sporthjól?

ÞEGAR flestir hugsa um mótorhjól og Bandaríkin þá kemur
Harley Davidson fyrst í hugann enda sennilega frægasta mótorhjólategund í heimi.

Og við Harley Davidson tengir maður yfirleitt ekkert annað en þung og stór mótorhjól sem ætluð
eru til rólegheitaaksturs á góðviðrisdögum. Það kemur því á óvart að sjá bandarískt sporthjól í ætt við Ducati-hjólin frægu en það er engu að síður raunin hjá Roehr-fyrirtækinu en þar hefur verið hannað sporthjól sem hefur fengið heitið V-roehr, með vél úr Harley Davidson V-rod, og

12.2.10

Mótorhjólasafn í eigu þjóðarinnar


MITT í miðri kreppunni er rífandi gangur í uppbyggingu mótorhjólasafns á Akureyri. Þar fara fremstir í flokki ættingjar og vinir Heiðars Þórarins Jóhannssonar sem lést í hörmulegu  mótorhjólaslysi 2. júlí 2006 í Öræfasveit. Heiðar eða Heiddi eins og langflestir þekktu hann var 
mótorhjólamaður af lífi og sál og átti dágott safn mótorhjóla og hugði á stofnun safns fyrir þau þegar hann lést. „Heiddi þekkti ótrúlega marga og var bóngóður með afbrigðum. Þeir voru ófáir sem gistu heima hjá honum eða þáðu aðstoð með hjólið sitt þegar þeir áttu leið í gegnum Akureyri á mótorhjóli  og einmitt þess vegna töldu margir Heidda eiga aðstoð sína inni hjá sér,“ segir Jóhann Freyr Jónsson, safnstjóri Mótorhjólasafns Íslands og náfrændi Heidda heitins. 

  Rífandi gangur 

Það er rífandi gangur í framkvæmdum við safnið enda mikill áhugi fyrir því að koma því í starfsemi strax í sumar. Bæjarráð  Akureyrar samþykkti nýlega á fundi sínum að styrkja Mótorhjólasafnið um eina milljón króna á ári í þrjú ár. Þar að auki fékk Mótorhjólasafnið styrk að upphæð 700.000 krónur úr Menningar- og  viðurkenningasjóði KEA í byrjun nóvember síðastliðins vegna uppbyggingar safnsins. „Bygging
húsnæðisins gengur vel og það er búið að loka því og gluggar komnir á sinn stað. Verið er að ganga frá einangrun á þaki og þakköntum. Næsta skref er að einangra húsið að utan og byrja á innivinnunni í vetur en búið er að múra og pússa gólf,“ segir Jóhann. Margir hafa styrkt bygginguna með því að gefa afslátt á efni eða jafnvel með því að gefa efni eða vinnu. Til að mynda gaf arkitekt hússins, Logi
Már Einarsson, alla vinnu sína við teikningar. Margir hafa komið norður í sjálfboðavinnu og hafa þá alltaf fengið frítt að borða í boði einhvers matsölustaðar á Akureyri, en slíkt lýsir vel samkenndinni sem þetta verkefni hefur norðan heiða.

 Gamlir félagar aðstoða

 Gamlir Sniglar og aðrir hjólafélagar eru stór hluti þeirra sem leggja þessu lið og margir koma norður yfir heiðar til að vinna við
uppbygginguna. Flestir þeirra eru í Hollvinafélagi safnsins eða „Tíunni“ sem var númerið sem Heiddi bar í Sniglunum. Einn af helstu hjálparkokkunum er Guðni Þ. Þorvaldsson eða Guðni Snigill númer  17 en hann hefur séð um mestalla múrvinnu innanhúss. Annar gamall Snigill er Þorsteinn Marel eða Steini Tótu, sem var vinur Heidda til margra ára og lét það ekki eftir sér að hjóla norður eingöngu til þess að leggja hönd að verki. „Það eru allir velkomnir hingað sem vilja leggja okkur lið,“ segir Jóhann Freyr og bætir við að séð verði til þess að þeir komist í mat og gistingu.

 Verður eign þjóðarinnar

 Að sögn Jóhanns Freys mun enginn einn aðili eiga safnið í framtíðinni þótt það sé sjálfseignarstofnun í dag. „Segja má að þeir sem gefið hafa til safnsins, hvort sem það er með vinnu
sinni, peningum eða efni hafi gefið það þjóðinni. Safnið er og verður sjálfseignarstofnun sem í raun þýðir að safnið er og verður eign þjóðarinnar og enginn getur hirt arð af henni.“ Safnaðilar eru alltaf að leita að hjólum eða hlutum þeim tengdum á safnið og vilja gjarnan að fólk haf þá í huga þegar það
rekst á slíka hluti þegar verið er að taka til í bílskúrnum. „Við erum alltaf að fá eitthvað fyrir safnið og nýlega fengum við gefins hjólakirkjugarð frá Rútsstöðum í Eyjafirði sem innihélt kynstrin
öll af skellinöðrum og varahlutum í þau,“ segir Jóhann Freyr, en á sjötta áratugnum voru skellinöðrur stór hluti af mótorhjólaflóru landsmanna. Safnið á nú yfir 50 mótorhjól, mörg þeirra að fullu uppgerð en einnig mörg á vinnslustigi.

 Opnað á afmælisdaginn 

Ekki er ljóst hvenær byggingu safnsins lýkur en eins og áður sagði er stefnt að því að taka hluta hússins í notkun strax næsta sumar. „Ef allt
gengur vel vonumst við til að geta opnað hluta hússins næsta sumar,“ segir Jóhann. Stefnt er á formlega opnun alls safnsins 15. maí 2011 en það er afmælisdagur Heidda. Húsið verður tveggja hæða, alls tæpir 800 fermetrar að stærð með sýningarsölum og uppgerðaraðstöðu. Safnið er á safnasvæði Akureyrarbæjar við Krókeyri. Verið er að selja boli til styrktar safninu og einnig bókina Þá riðu hetjur um héröð sem er 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi.
Hægt er að fræðast betur um uppbygginguna á heimasíðu safnsins, www.motorhjolasafn.is
Eftir Njál Gunnlaugsson
njall@adalbraut.is
12.02.2010

8.2.10

Flakkað um á mótorfákum

 Um tuttugu manna hópur ætlar að fara með fimmtán mótorfáka til Skotlands í vor og hjóla þar um í tíu daga.

Að eiga svona hjól og ferðast á því er ákveðinn lífsstíll. Þessu sporti fylgir svo mikið frelsi, útivera og góður félagsskapur,“ segja þeir Guðmundur Björnsson læknir og Axel Eiríksson úrsmíðameistari, en þeir eiga báðir glæsta mótorfáka af BMW-gerð. Þeir eru félagar í BMW-hjólaklúbbi Íslands og ætla ásamt nokkrum félögum sínum úr þeim klúbbi að leggja upp í hjólaferð í Skotlandi í vor.
„Það er mikil tilhlökkun í hópnum enda gengur ferðin undir nafninu „Unstoppable“ eða óstöðvandi.
Við erum rúmlega tuttugu manns sem leggjum upp í þessa ferð í lok apríl. Flestir senda hjólin sín í gámum til Bretlands með Samskipum en einhverjir ætla að leigja sér hjól úti.
Við fljúgum til London en þaðan tökum við rútu til Grimsby og skoðum eitthvað af flottum stöðum í leiðinni. Síðan hjólum  við í tíu daga um Skotland og munum leggja 2.500 kílómetra að baki, sem jafngildir því að fara tvisvar sinnum kringum Ísland. Við hjólum öll af stað saman en svo skiptum við okkur í smærri hópa
því það ætla ekki allir að gera það sama. Fólk verður að hafa sitt frelsi til að fara og sjá það sem það hefur áhuga á. Við leggjum áherslu á að allir séu sjálfstæðir í svona hjólaferð. En við ætlum að hittast þrisvar sinnum allur hópurinn.
“ Meiri hluti ferðalanganna er karlar en þó munu fjórar konur slást í för. Þær verða farþegar aftan á hjá körlum sínum og kallast því hnakkaskraut.

Kynnum Ísland í leiðinni

Til stendur að hjóla um norðursvæði Skotlands og meðal annars ætlar hópurinn að sigla út í eyjarnar
Harris og Lewis og hjóla þar. „Við verðum á þannig vegum að hámarkshraði verður í lægra lagi sem er gott því þá njótum við náttúrunnar betur. Við hjólum um skosku hálöndin, skoðum kastala, gamla bæi og fleira áhugavert. Og það má vel vera að við leyfum okkur að smakka alvöru skoskt maltviskí,“ segja þeir félagar og líta sposkir hvor á annan.
Svona hjólaferð í útlandinu má nýta til margs og meðal annars ætla sumir að nota tækifærið og fá að stinga hjólum sínum í samband við bilunargreingatölvu, en slík tölva er ekki til hér á landi. „Við ætlum líka að kynna ferðalagið okkar vel og landið okkar Ísland sem hagkvæman kost fyrir hjólaferðalög, en mikill fjöldi BMW-hjóla kemur með Norrænu til Íslands árlega, þar sem útlendingar ferðast á þeim um landið okkar.
Við verðum í viðtali hjá Grimsby Telegraph í byrjun ferðar og einnig verðum við í myndatöku hjá Evning News í Edinborg og í  Glasgow Daily Times. Við erum búnir að selja auglýsingar á töskurnar okkar, svo við verðum hjólandi auglýsingar fyrir Samskip, Bluemountain.is og Icelandair, sem eru styrktaraðilar okkar.“

Kraftmikil flaggskip

Flest hjólin í ferðinni eru svokölluð GS-hjól, en þau eru gerð til þess að aka bæði á malbiki sem og utanvegar á malarvegum. Þessi flaggskip eru þung og kraftmikil hjól sem fara upp í 100 kílómetra hraða á þremur sekúndum. Og þau er hægt að keyra á yfir 200 km hraða á klukkustund. „En það er sjaldnast sem við leyfum okkur að aka á slíkum hraða. Það er eitthvað sem maður prófar, en ekki
sá hraði sem við hjólum á almennt. Hjólið er um 200 kíló og enginn vill detta og verða undir því. Við höfum vissulega dottið, rifbrotnað og puttabrotnað.“

Litlir kóngar elskir að vélum

Guðmundur á tvö hjól, eitt á Íslandi og annað úti í Bandaríkjunum, en hann hefur átt mótorhjól frá því hann var 13 ára og játar fúslega að hann sé með hjólabakteríuna.
Mótorhjóladellan virðist vera þó nokkuð karllæg því flestir félagar hér á landi í BMW-klúbbnum eru karlkyns. „Ætli það sé ekki alveg  óhætt að játa að flestir þeirra sem eigi svona hjól séu litlir kóngar,“ segja þeir Guðmundur og Axel og bæta við að menn sem eigi svona hjól séu vissulega elskir að vélum. „Þetta eru vel smíðaðir hlutir og fallega gerðir.Svo er það líka ánægjan að vera með tæki og tól sem fylgja þessu, eins og til dæmis GPS-staðsetningartækin en þau auðvelda okkur að rata á rétta blettinn í útlandinu til að hitta hina í
hópnum.“

Dverggeiturnar trufluðu

Fyrsta GS-BMW-hjólið kom fyrir sjö árum hingað til lands en núna eru þau orðin um eitt hundrað. Þetta eru vönduð og tæknilega mjög fullkomin hjól og þau fara vel með knapann sem situr þau.
„Einmitt þess vegna eru þetta vinsælustu hjólin í heimreisum og safaríferðum,“ segir Guðmundur
sem hefur hjólað mikið bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hluti af klúbbfélögunum fór til Þýskalands fyrir tveimur árum og þá voru þeir að læra að hjóla í torfærum.
„Þá þurftum við að standa á hjólunum og vorum í raun að dansa við hjólið, það var mjög skemmtilegt. Við hjóluðum yfir hóla og hæðir, í fjárgötum og í sandi og vissulega duttum við stundum af baki, en það er partur af þessu. Axel datt til dæmis af því hann var að horfa á dverggeitur. Maður má ekki gleyma sér,“ segir Guðmundur og hlær.
„Við fórum í sumar í nokkrar ferðir hérlendis, ýmist dagsferðir eða lengri ferðir. Meðal annars fórum við á Vestfirði, hringveginn og í Jökulheima við Vatnajökul og í kringum Þórisvatn. Það var heilmikil svaðilför og auðvitað er mest gaman þegar eitthvað óvænt kemur upp á, þá verður þetta ævintýr. En við leggjum mikið upp úr því að fara ekki útfyrir slóða, við höfum engan áhuga á því að skemma landið.“
Morgunblaðið 8.2.2010www.bmwhjol.is

18.12.09

Styrkur til safnsins

 18. desember, 2009 - 09:50

Bæjarráð styrkir Mótorhjóla- safnið á Akureyri
Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja Mótorhjólasafnið um eina milljón króna á ári í þrjú ár. Mótorhjólasafnið var stofnað í desember 2007, til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson, sem lést í hörmulegu bifhjólaslysi sumarið 2006.  

Mótorhjólasafnið fékk einnig styrk að upphæð 700.000 krónur úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA í byrjun nóvember sl., vegna uppbyggingar safnsins. Uppsteypu hússins er lokið og framundan er að loka því. Ekki sér fyrir endann á verkefninu en stefnt er að því að taka hluta hússins í notkun næsta vor. Húsið er tveggja hæða, tæpir 800 fermetrar að stærð og staðsett á Krókeyri.

28.10.09

Frábær félagsskapur

„Þetta er rosalega flottur hópur og félagsskapurinn er frábær. Félagarnir eru samrýndir og verulega skemmtilegir, bæði strákar og stelpur,“ segir Sigurjón Andersen, smiður og formaður Gaflara, mótorhjólaklúbbs Hafnarfjarðar. 
Mótorhjólaklúbbur Hafnarfjarðar, Gaflarar, var formlega stofnaður árið 2006 og í dag eru skráðir hundrað og tíu meðlimir, þar af tugur kvenna. Yngsti meðlimur klúbbsins er tæplega þrítugur á meðan sá elsti er ríflega sjötugur. Öll þriðjudagskvöld hittast meðlimir og þeysa um götur borgarinnar á mótorhjólunum. Á vorin hittast þeir á þartilgerðum smurdegi þar sem hjólin eru öll yfirfarin fyrir komandi hjólavertíð sumarsins. Þá er alltaf farið í eina langferð út á landsbyggðina þar sem félagarnir ferðast saman í nokkra daga á mótorhjólunum.

 Sjötugur heiðursfélagi 

Björn Hermannsson, gjarnan kallaður Húni innan klúbbsins, hlaut heiðursnafnbót Gaflara á síðasta ári. Hann er elsti meðlimur mótorhjólaklúbbsins, sjötíu og eins árs gamall í ár. Björn átti mótorhjól er hann var tvítugur að aldri en tók margra ára hlé. Það var ekki fyrr en fyrir áratug sem hann fjárfesti í vespu og það kveikti mótorhjólaáhugann á nýjan leik. Í dag ekur Björn um á Harley Davidson og segir það æðislegt. „Það er engin spurning að þetta er mikill heiður. Að vera félagi í Göflurunum er alveg meiri háttar því þessi félagsskapur er fínn. Ég fór hringinn, ásamt félögum mínum, í sumar. Eftir að ég eignaðist eldgamla vespu þá kveikti það í mér aftur. Nú er ég kominn á  stærra hjól, keypti mér Harley því það þýðir ekkert annað,“ segir Björn. „Ég er kallaður Húni því ég þyki ekkert mjög hár í loftinu og félögunum fannst ég ekki nógu stór til að vera kallaður Björn. Það er frábært að hjóla á flottum hjólum. Að finna skítalyktina frá sveitabæjunum er frábært.“

 Kraftur á milli fótanna 

Lógóið Gaflarar, mótorhjólaklúbbur
Hafnarfjarðar, var stofnaður árið 2006.
Sigurjón segir klúbbfélagana hafa ferðast víða um Norðurland síðastliðið sumar. Aðspurður segir hann fjölbreytta flóru mótorhjóla að finna hjá klúbbfélögum, hjóla af öllum stærðum og gerðum. Sjálfur ekur hann um á Suzuki Bandit 1200 og hefur átt mótorhjól síðustu þrjá áratugi. Gælunafn Sigurjóns innan klúbbsins er Castro, sem er tilvísun í einræðistilburði í stjórnarháttum.
„Ætli ég sé ekki kallaður Castro þar sem ég er formaður? Ferðirnar okkar hafa verið mjög  skemmtilegar og vel heppnaðar. Nokkrir tugir meðlima taka þátt hverju sinni og góð stemning ríkir,“ segir Sigurjón. 


„Ég er búinn að vera innviklaður í sportið mjög lengi, enda hrikalega skemmtilegt. Tilfinningin að þeysa um göturnar er einfaldlega mesta frelsi sem hægt er að upplifa. Maður
gleymir öllu öðru, það er mjög töff og skemmtilegt að hafa mikinn kraft á milli fótanna.“

Trausti@dv.is
DV 28.10.2009 

20.9.09

Aðalfundur Drullusokkanna:

Aðalfundur Drullusokkanna: 

Þar komu saman ungsokkar, sukksokkar, ellisokkar og kvensokkar 

Drullusokkarnir, félag mótorhjóleiganda í Vestmannaeyjum, hélt aðalfund sinn fyrr í mánuðinum. Mikill fjöldi mætti af fastalaiidiiIII en félagið nær til þeirra sem eiga mótorhjól og hafa einhvern tíma átt heima í Vestmannaeyjum. Um 50 manns sóttu fundinn og settu félagar svip á bæinn þegar þeir fóru í hóp um bæinn á hjólum sínum.
Tryggvi Sigurðsson, formaður Drullusokkanna, var mjög ánægður með fundarsókina. „Fundarhöld voru um daginn en um kvöldið var grillveisla og síðan gieði fram eftir nóttu," sagði Tryggvi. „Markmið okkar er að skemmta sér og hafa gaman af lífinu.  Fundurinn heppnaðist vel og allir alsælir."
 Þegar Tryggvi, sem kominn er á miðjan aldur, var spurður að því hvort hann væri ekki vaxinn upp úr því að hafa gaman af mótorhjólum, sagði hann það af og frá. „Þetta er ólæknandi delia sem ég kæri mig ekkert um að losna við. Það eru líka margir eldri en ég sem eru illa haldnir af mótorhjóladellunni og ég sé ekki að það skaði þá á nokkurn hátt."
Margir brottfluttir mættu á fundinn en skilyrði fyrir inngöngu í Drullusokkana er að eiga mótorhjól og hafa einhvern tíma átt heima í Vestmannaeyjum. „Það er löng hefð fyrir mótorhjólum í Vestmannaeyjum og í kringum 1970 var hvergi meira af hjólum á landinu en hér í Vestmannaeyjum." Með Tryggva í stjórn eru Þorleifur Hjálmarsson, varaformaður, Vignir Sigurðsson, ritari, Jens Karl Magnús Jóhannesson og Þorsteinn Júlíusson, Steini Tótu, sem er sendiherra félagsins á nyrstu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum, Norðureyjunni, svo notuð séu orð Tryggva. „Félagsmenn eru um 120 og
meðal þeirra er fullt af glæsilegum stúlkum. Við skiptumst í ungsokka, sukksokka, ellisokka og kvensokka. Nú þurfa menn að setjast niður og finna húsnæði sem er lífsspursmál fyrir félagið. 
20.09.2007

28.8.09

Regn­hlíf­ar­sam­tök mótor­hjóla­fólks

Gríðarleg fjölg­un mótor­hjóla á Íslandi hef­ur orðið til þess að mótor­hjól, sem sport og tóm­stund­argam­an hef­ur aldrei notið eins mik­illa vin­sælda og nú.

Hingað til hafa verið starf­rækt­ir marg­ir sjálf­stæðir mótor­hjóla­klúbb­ar á land­inu en nú hafa verið stofnuð sér­stök regn­hlíf­ar­sam­tök fyr­ir mótor­hjóla­klúbb­ana sem fengið hafa hið viðeig­andi heiti LÍM. Skamm­stöf­un­in stend­ur fyr­ir Lands­sam­band ís­lenskra mótor­hjóla­klúbba og er sam­tök­un­um ætlað að vera sam­ráðsvett­vang­ur mótor­hjóla­klúbba á Íslandi og vinna að hags­muna­mál­um bif­hjóla­manna.

Sam­tök­in voru stofnuð sum­ar­dag­inn fyrsta og mun áhersl­an verða lögð á vett­vang fyr­ir skoðana­skipti mótor­hjóla­fólks al­mennt. Hall­grím­ur Ólafs­son (Halli) er talsmaður LÍM en hann seg­ir að mikið verði lagt upp úr að klúbb­arn­ir haldi ein­kenn­um sín­um enda séu sam­tök­in ekki eig­in­leg­ur klúbb­ur held­ur vett­vang­ur þar sem hjóla­fólk, sem mjög vax­andi hóp­ur, geta fengið stuðning við þau mál­efni sem þau berj­ast fyr­ir s.s. ör­yggi mótor­hjóla­manna. „Það má segja að um eins kon­ar hring­borð sé að ræða þar sem all­ir klúbb­ar lands­ins geta sent einn for­svars­mann með sitt at­kvæði," seg­ir Halli.

Í dag mun LÍM svo stefna mótor­hjóla­fólki niður í miðbæ Reykja­vík­ur, rétt­ara sagt á Ing­ólf­s­torg klukk­an 19, þar sem sam­tök­in og merki fé­lags­ins verða kynnt. Eft­ir stutta kynn­ingu munu verða haldn­ir tón­leik­ar þar sem hljóm­sveit­ir sem á ein­hvern hátt tengj­ast mótor­hjóla­dell­unni munu spila. Þar munu koma fram Storm­ur í aðsigi, Chernobil, Þrusk og Snigla­bandið. Heimasíðan er www.lim.is


28.8.2009 mbl