1.8.08

Myndræn svaðilför


 Starfsmenn mótorhjólaleigunnar Biking Viking eru nýkomnir af hálendinu þar sem þeir hjóluðu um í góðviðrinu ásamt ástralska mótorhjólakappanum Simon Pavey. 


Sá er helst þekktur fyrir að vera þjálfari Ewan McGregor og Charley Boorman fyrir Long Way Round og að hafa tekið þátt í Race to Dakar með þeim síðarnefnda.
Tilefni ferðarinnar upp á íslenska hálendið var myndaöflun fyrir bók sem útgáfufyrirtækið Haynes gefur út um ævintýraferðir á mótorhjólum, en myndir frá Íslandi munu bera uppi bókina. Margir þekkja Haynes-bækurnar sem fjalla um viðhald bifreiða og mótorhjóla. Íslenski ljósmyndarinn Þorvaldur Örn Kristmundsson var fenginn til verksins.

Simon Pavey er 41 árs gamall en hann var aðeins 14 ára þegar hann tók þátt í sinni fyrstu motocross keppni í Appin í Ástralíu þar sem hann er fæddur og uppalinn. Ári seinna vann hann sínu fyrstu keppni þar og síðan þá hefur hann tekið þátt í fjölda keppna. Meðal annars París Dakar-rallinu sex sinnum, sem hann hefur klárað fjórum sinnum. Simon hefur nýlega lokið þátttöku í Transorientale-rallinu sem byrjaði í Sankti Pétursborg og endaði Beijing í Kína.

BMW horfir til Íslands

Biking Viking-mótorhjólaleigan er að færa út kvíarnar og ætlar í samstarf við World of BMW sem Simon er meðal annars aðili að í gegnum ferðahjólaskóla sinn. Að sögn Eyþórs Örlygssonar, framkvæmdastjóra Biking Viking, er útlit fyrir að hægt verði að bjóða upp á ferðir víða um heim á BMW mótorhjólum á næstunni og er ferð til Marokkó í burðarliðnum í vetur.
„„World of BMW“ er að skipuleggja ferðir til Íslands á næsta ári og sjáum við fram á mikið og gott samstarf við þá á næstu árum,“ segir Eyþór en ferðir þeirra til Íslands verða kynntar á NEC mótorhjólasýningunni í Birmingham í nóvember. „Ferðin með þremenningana var hreint út sagt frábær og fórum við með þá víða um suðvesturhálendið, meðal annars upp í Krakatinda, yfir Heklu og Markarfljót og meðfram Svörtufjöllum niður á Dómadalsleið. Sögðu þeir ferðina eina þá albestu sem þeir höfðu nokkru sinni farið á mótorhjólum og hafa þeir þó allir farið víða. Hrósuðu þeir helst landslaginu og þeim fjölbreytileika í akstri við erfiðar aðstæður sem landið býður upp á.“
1. ágúst 2008 | Bílablað | 

20.7.08

Opna Mótorhjólasafn á Akureyri

Föðurbróðir minn lést í mótorhjólaslysi fyrir tveimur árum síðan, en þá hafði hann ætlað sér að opna mótorhjólasafn og var komin með 22 hjól.
 Við ákváðum því að taka við kyndlinum og opna safn í minningu hans,“ segir Jóhann Freyr Jónsson, safnstjóri á mótorhjólasafni sem reist verður til minningar um Akureyringinn Heiðar Jóhannsson. 

Safnið verður á safnasvæðinu sunnan við Iðnaðarsafnið á Krókeyri og verður alls um 800 fermetrar að stærð.

„Fjölskylda og vinir Heiðars hafa stofnað sjálfseignarstofunun um bygginguna og reksturinn, en
stefnt er að því að framkvæmdum við fyrsta áfanga verði lokið næsta sumar.
 Auk þeirra hjóla sem Heiðar átti hefur safnið fengið mörg að gjöf og á nú orðið um 50 mótorhjól sem munu vera
til sýnis,“ útskýrir Jóhann Freyr. „

Safnið verður án efa skemmtileg viðbót við safnaflóruna í
Eyjafirði, en ekki síður heimildageymsla um sögu mótorhjóla sem er stór hluti samgöngusögu
Íslands,“ segir Jóhann. 
Geinin í HQ-PDF