10.10.07

Kúaskítur beint í æð


Fimmtán gljáandi, urrandi Harley Davidson mótorfákar með íslenskum knöpum brunuðu um hlykkjótta sveitavegi austurræisku Alpanna í september.


 Alpanna í september. „Mótorhjólaklúbburinn HOG stendur fyrir Harley Owners Group og er stærsti mótorhjólaklúbbur veraldar með yfir milljón meðlimi,“ segir Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri Harley Davidson Íslandi, sem ásamt fimmtán meðlimum í Íslandsdeild HOG gekk frá hjóli sínu í gám til Frankfurt, þaðan sem brunað var á hjólunum niður Móseldalinn í átt til austurrísku Alpanna.

„Íslandsdeild HOG fer utan ár hvert, ásamt því að reiða farþega í kringum Tjörnina á menningarnótt til styrktar langveikum börnum. Nú fórum við á Harleymót til Faak am See, austurrísks fjallaþorps í 550 metra hæð. Alls mættu 50 þúsund manns, en í Ölpunum er ekki þverfótað fyrir mótorhjólafólki í eftirsóknarverðum aðstæðum þar sem hægt er að keyra upp og niður hlykkjótta vegi innan um stórkostlegt landslag og vinalega smábæi,“ segir Jón Örn sem skrapp yfir í ítalska hluta Alpanna og til Ljúblíana í Slóveníu meðan á mótinu stóð. 

„Það er mikil stemning í þessum ferðum. Við forðumst hraðbrautir eins og heitan eldinn því það er hundleiðinlegt ferðalag þar s ekki sést landslag og aðeins stoppað á bensínstöðvum. Svona ferðalag snýst um hjólaleiðina að áfangastað og til baka, en það er mótorhjóladellan í okkur að vera á góðum hjólum á mismjóum, bugðóttum sveitavegum. Maður upplifir náttúruna beint í æð, eins og alla lykt, hvort sem hún er af nýsleginni töðu eða kúaskít,“ segir Jón Örn hlæjandi, en að meðaltali ók hópurinn 250 kílómetra leið á dag. 

„Við áttum einungis bókaða gistingu fyrstu og síðustu nótt ferðarinnar. Því var ekkert stress að keyra á milli náttstaða heldur létum við hvern dag ráðast og stoppuðum í hvert sinn sem eitthvað freistaði,“ segir Jón Örn sem eignaðist sína fyrstu skellinöðru tólf ára gamall.

 „Gamla ímynd mótorhjólamannsins er á hröðu undanhaldi, en lengi þótti annars flokks að vera á mótorhjóli og ógleymanlegt þegar fjörutíu Sniglar fylgdu félaga sínum heim í Mosfellsbæinn og kona hringdi á lögregluna. Í dag eru Harley-eigendur allt frá lægsta launamanni til skurðlækna, milljónamæringa og þingmanna, og allir tala saman á jafnréttisgrundvelli. Harley sameinar fólk og hjólamenn heilsast þegar þeir mætast hér heima og ytra, því þetta er bræðralag. Mótin eru svo ekkert annað en stór partí þar sem skiptast á sýningar og böll með rokkhljómsveitum og fjöri. Þess vegna er maður æstur að fara aftur, ár eftir ár, til að njóta ferðalags, hjólamennsku og þess að vera í góðra vina hópi.




 https://timarit.is/files/40479599#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3lakl%C3%BAbbur%22

5.10.07

BMW á góðri siglingu


Í rúm 80 ár hafa BMW mótorhjól aðallega verið þekkt fyrir þrennt; áreiðanleika, endingu og svarta litinn sem yfirleitt prýðir þau. Til viðbótar þessu þóttu BMW mótorhjól framan af vera tæki fyrir roskið mótorhjólafólk, í það minnsta vel efnað mótorhjólafólk því BMW mótorhjól hafa jafnan verið með þeim dýrustu sem til eru.

   Síðan á sjöunda áratugnum hefur þó BMW hægt og rólega verið að taka nýja stefnu og er um að ræða þróun fremur en einhverja byltingu þó annað megi lesa úr erlendum tímaritum.
   Þróunin hófst með R90S og R100RS sem á sínum tíma voru byltingarkennd hjól og fyrstu sportlegu BMW mótorhjólin. Síðan þá hefur þróunin hægt og sígandi verið í þá átt að BMW höfðar með hjólum sínum sífellt meira til yngri kaupenda en þó ennþá efnaðra. Hin síðustu ár hefur þróunin tekið stórt stökk fram á við og sendir BMW nú frá sér hvert hjólið á fætur öðru sem margir rótgrónir BMW mótorhjólaunnendur myndu líklegast ekki þekkja sem BMW hjól ef þeir sæu það úti á götu.

Brautargræja með meiru

HP2 Sport er eitt af þessum mótorhjólum en eins og önnur hjól BMW sem hafa markað nýju stefnuna síðustu árin þá er hjólið í eðli sínu ekta BMW.
   HP2 Sport byggist eins og nafnið gefur til kynna á háþróaðri HP mótorhjólalínu BMW en HP stendur fyrir „High Performance“. Í HP mótorhjólunum hefur þyngd verið minnkuð eins og unnt er og aflið aukið en samt er haldið í það sem er þykir einkennandi fyrir BMW, þ.e. drifskaftið og boxervélina frægu.
   BMW HP2 Sport er án efa eitt sportlegasta hjólið frá BMW í dag. Hjólið er útbúið 1200 vél með fjórum ventlum á strokk og skilar það 128 hestöflum við 8750 snúninga sem er það mesta sem boxervél frá BMW hefur skilað frá upphafi.
   Til að koma aflinu í götuna, en það er yfirleitt engin hægðarleikur á öflugum mótorhjólum, hefur HP2 Sport fengið sex gíra „quick shift“ gírkassa sem leyfir skiptingar í næsta gír fyrir ofan á fullri gjöf líkt og á keppnismótorhjóli.
   Hjólið er aðeins 178 kíló að þyngd, eða 199 kíló með öllum vökvum og verður það að teljast nokkuð gott fyrir BMW mótorhjól og ættu aksturseiginleikarnir að verða góðir þar sem boxermótorhjólin frá BMW hafa sérlega lágan þyngdarpunkt.


   Öhlins demparar eru á hjólinu, bæði að framan og aftan en auk þess er hjólið með ABS bremsukerfi og háþróað, en óhefðbundið Telelever fjöðrunarkerfi sem gefur mótorhjólinu mikinn stöðugleika við erfiðar aðstæður. 


Morgunblaðið 5.10.2007
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is

BMW á góðri siglingu



Í rúm 80 ár hafa BMW mótorhjól aðallega verið þekkt fyrir þrennt; áreiðanleika, endingu og svarta litinn sem yfirleitt prýðir þau. Til viðbótar þessu þóttu BMW mótorhjól framan af vera tæki fyrir roskið mótorhjólafólk, í það minnsta vel efnað mótorhjólafólk því BMW mótorhjól hafa jafnan verið með þeim dýrustu sem til eru.

Síðan á sjöunda áratugnum hefur þó BMW hægt og rólega verið að taka nýja stefnu og er um að ræða þróun fremur en einhverja byltingu þó annað megi lesa úr erlendum tímaritum.

Þróunin hófst með R90S og R100RS sem á sínum tíma voru byltingarkennd hjól og fyrstu sportlegu BMW mótorhjólin. Síðan þá hefur þróunin hægt og sígandi verið í þá átt að BMW höfðar með hjólum sínum sífellt meira til yngri kaupenda en þó ennþá efnaðra. Hin síðustu ár hefur þróunin tekið stórt stökk fram á við og sendir BMW nú frá sér hvert hjólið á fætur öðru sem margir rótgrónir BMW mótorhjólaunnendur myndu líklegast ekki þekkja sem BMW hjól ef þeir sæu það úti á götu.

Brautargræja með meiru

HP2 Sport er eitt af þessum mótorhjólum en eins og önnur hjól BMW sem hafa markað nýju stefnuna síðustu árin þá er hjólið í eðli sínu ekta BMW.


HP2 Sport byggist eins og nafnið gefur til kynna á háþróaðri HP mótorhjólalínu BMW en HP stendur fyrir „High Performance“. Í HP mótorhjólunum hefur þyngd verið minnkuð eins og unnt er og aflið aukið en samt er haldið í það sem er þykir einkennandi fyrir BMW, þ.e. drifskaftið og boxervélina frægu. BMW HP2 Sport er án efa eitt sportlegasta hjólið frá BMW í dag. Hjólið er útbúið 1200 vél með fjórum ventlum á strokk og skilar það 128 hestöflum við 8750 snúninga sem er það mesta sem boxervél frá BMW hefur skilað frá upphafi. Til að koma aflinu í götuna, en það er yfirleitt engin hægðarleikur á öflugum mótorhjólum, hefur HP2 Sport fengið sex gíra „quick shift“ gírkassa sem leyfir skiptingar í næsta gír fyrir ofan á fullri gjöf líkt og á keppnismótorhjóli. Hjólið er aðeins 178 kíló að þyngd, eða 199 kíló með öllum vökvum og verður það að teljast nokkuð gott fyrir BMW mótorhjól og ættu aksturseiginleikarnir að verða góðir þar sem boxermótorhjólin frá BMW hafa sérlega lágan þyngdarpunkt. Öhlins demparar eru á hjólinu, bæði að framan og aftan en auk þess er hjólið með ABS bremsukerfi og háþróað, en óhefðbundið Telelever fjöðrunarkerfi sem gefur mótorhjólinu mikinn stöðugleika við erfiðar aðstæður.







29.9.07

Þetta er toppurinn

Fjórtán ára gamall eignaðist Halldór Rúnar Magnússon sitt fyrsta mótorhjól, Hondu SS50. Á henni brunaði hann um Laugarneshverfið þar til næsta hjól tók við og síðan hafa fleiri bæst við.

 Í dag rekur Halldór, betur þekktur sem Dóri, verslunina Motors ásamt félaga sínum Merði Ingólfssyni, en hún stendur á horni Nóatúns og Laugavegs 168. 

Í Motors eru fyrst og fremst stór og kraftmikil mótorhjól frá Bandaríkjunum, flest af Harley Davidson-gerð, en þeir félagar stefna að innflutningi á fleiri tegundum.
     „Við eigum til dæmis mjög glæsilegan Triumph, eitt Ducati og svo sérsmíðuð hjól eins og Big Dog Mastiff. Þá eigum við eitt stykki Ultra Cycle Groundpounder sem er líka „chopper“ eins og Big Dog Mastiff,“ segir Dóri og bætir því við að sjálfur myndi hann helst vilja eiga það síðarnefnda. „Big Dog Mastiff er alveg svaðaleg græja með 1.753 kúbiksentimetra vél, sex gíra Baker-gírkassa og „rake“ upp á 39 gráður. Flest hjólin sem við erum með eru í stærri kantinum og gríðarleg orka í þeim,“ segir hann.

Spurður að því hvort hann kjósi mótorhjólið umfram bílinn segir Dóri svo vera. „Það er þessi ólýsanlega frelsistilfinning sem gerir það að verkum að ég vil fremur vera á hjóli og því keyri ég það allan ársins hring svo lengi sem aðstæður leyfa. Á mótorhjóli þarf maður samt alltaf að hafa varann á. Bílar eru morðingjar sem maður þarf að forðast og það er ekkert til sem heitir að eiga réttinn. Ef maður ætlar að nýta sér réttinn þá getur maður eins verið dauður,“ segir Halldór og bætir því við að lokum að best sé að fara á hjólinu út í íslenska sveit. 

„Það er ekkert sem toppar það að bruna um þjóðvegi Íslands á góðu mótorhjóli,“ segir Dóri að lokum og ljóst er að hann meinar hvert orð. 

Fréttablaðið 29.09.2007

20.9.07

Aðalfundur Drullusokkanna:

Þar komu saman ungsokkar, sukksokkar, ellisokkar og kvensokkar 

Drullusokkarnir, félag mótorhjóleiganda í Vestmannaeyjum, hélt aðalfund sinn fyrr í mánuðinum. Mikill fjöldi mætti af fastalaiidiiIII en félagið nær til þeirra sem eiga mótorhjól og hafa einhvern tíma átt heima í Vestmannaeyjum. Um 50 manns sóttu fundinn og settu félagar svip á bæinn þegar þeir fóru í hóp um bæinn á hjólum sínum.
Tryggvi Sigurðsson, formaður Drullusokkanna, var mjög ánægður með fundarsókina. „Fundarhöld voru um daginn en um kvöldið var grillveisla og síðan gieði fram eftir nóttu," sagði Tryggvi. „Markmið okkar er að skemmta sér og hafa gaman af lífinu.  Fundurinn heppnaðist vel og allir alsælir."
Þegar Tryggvi, sem kominn er á miðjan aldur, var spurður að því hvort hann væri ekki vaxinn upp úr því að hafa gaman af mótorhjólum, sagði hann það af og frá. „Þetta er ólæknandi delia sem ég kæri mig ekkert um að losna við. Það eru líka margir eldri en ég sem eru illa haldnir af mótorhjóladellunni og ég sé ekki að það skaði þá á nokkurn hátt."
Margir brottfluttir mættu á fundinn en skilyrði fyrir inngöngu í Drullusokkana er að eiga mótorhjól og hafa einhvern tíma átt heima í Vestmannaeyjum. „Það er löng hefð fyrir mótorhjólum í Vestmannaeyjum og í kringum 1970 var hvergi meira af hjólum á landinu en hér í Vestmannaeyjum."
Með Tryggva í stjórn eru Þorleifur Hjálmarsson, varaformaður, Vignir Sigurðsson, ritari, Jens Karl Magnús Jóhannesson og Þorsteinn Júlíusson, Steini Tótu, sem er sendiherra félagsins á nyrstu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum, Norðureyjunni, svo notuð séu orð Tryggva. „Félagsmenn eru um 120 og
meðal þeirra er fullt af glæsilegum stúlkum. Við skiptumst í ungsokka, sukksokka, ellisokka og kvensokka. Nú þurfa menn að setjast niður og finna húsnæði sem er lífsspursmál fyrir félagið.

Eyjafréttir 20.9.2007

11.8.07

Komnir heim

Mótorhjólaferðalagi bræðranna Einars og Sverris Þorsteinssona umhverfis jörðina lauk með móttökuathöfn í gær




MÓTORHJÓLABRÆÐURNIR

Einar og Sverrir Þorsteinssynir eru komnir heim eftir að hafa hjólað á mótorhjólum sínum í kringum hnöttinn. Óku þeir síðasta legginn, frá Keflavík til Reykjavíkur, í gærmorgun og var að því loknu sérstök móttaka þeim til heiðurs hjá MotorMax, umboðsaðila Yamaha-mótorhjóla sem framleiddi farartækin.
Einar og Sverrir sögðu í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær að ólýsanleg tilfinning fylgdi því að koma aftur heim til Íslands. Þá voru þeir hálforðlausir yfir þeim móttökum sem þeir fengu við heimkomuna. Þegar þeir voru spurðir út í það hvað stæði upp úr eftir langferðina
sagði Sverrir það vera Mongólíu. Hún hefði reynst virkilegt ævintýri. Hvað varðar sambúðina allan þennan tíma segja þeir hana hafa verið góða. Þegar á hafi reynt hafi þeir staðið saman sem einn maður. „
Við töluðum bara íslensku, ensku, innlensku eða útlensku. Tungumálin voru ekki vandamál. Auðvitað var erfitt á köflum að geta ekki spjallað við fólk, okkur langaði mikið til að spjalla. En við lentum hvergi í þeirri stöðu að tungumálið skapaði mikil vandamál,“ sagði Einar spurður út í það hvort ólík tungumál í löndunum þrettán sem þeir heimsóttu hafi verið nokkur hindrun.
Ferðalagið hófst 8. maí síðastliðinn á sama stað og því lauk í gær. Eru þeir Einar og Sverrir fyrstir Íslendinga til að ljúka slíkri langferð. Þeir lögðu að baki ríflega 32.000 kílómetra og völdu ekki auðförnustu leiðina. Hún lá að stórum hluta utan alfaraleiða um torfærar slóðir og fjarri byggð, að því er fram kemur á heimasíðu MotorMax. Óku þeir m.a. um Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Rússland, Síberíu, fáfarna slóða Mongólíu, Japan og N-Ameríku.

11.8.2007
Morgunblaðið

10.8.07

Heimsreisan á enda !!! / Round the world is over !!!

  Ótrúlegt en satt, kominn heim og búinn að upplifa drauminn. Draum sem fæddist fyrir nokkrum árum síðan og sem varð að veruleika í desember þegar ég tók þá ákvörðun að verða fyrstur Íslendinga til að fara hringinn í kringum hnöttinn á mótorhjóli. Þessi ákvörðun hefur verið ein sú skemmtilegasta sem ég hef tekið og ennþá ánægjulegri sú staðreynd að Einar bróðir skyldi slást í hópinn. þessi heimsreisa okkar stóð í 95 daga og eknir voru 31.946 km svo nákvæmlega sé sagt frá. Hjólin okkar, Yamaha XT 660 R hafa staðið sig hreint frábærlega og það yrði ekki mikið mál að halda í aðra reisu á mánudaginn þegar búið væri aðeins að skipta um olíu og olíusíu, keðju og tannhjól og bremsuklossa.


Ég hef sagt það í viðtölum að Mongolia sé eftirminnilegasta landið sem við höfum heimsótt en eins og staðan er í dag er svo margt sem stendur uppúr og svo ótrúlega margt sem ég hef séð og upplifað sem ekki er alltaf hægt að skýra með orðum. Þessi ferð okkar bræðra hefur í stuttu máli verið mikið ævintýri, stundum tekið vel á því, mjög oft erfitt, oft þreyttir, oft endurnærðir, stundum pirraðir, oft óumræðanlega hamingjusamir og allt þar á milli. Í morgun heyrði ég töluvert frá fólki að því hafi fundist allt hafa gengið svo vel og auðvitað er það satt og rétt, en þar sem við vorum mjög vel undirbúnir og erum mjög hæfir að takast á við vandamál og erfiðleika sem uppá koma, þá gekk allt vel hjá okkur og vandamálin urðu bara að verkefnum sem við leystum. Það sem einn lítur á sem vandamál lítur annar á sem verkefni og það tel ég okkur bræður hafa gert. Ég er svona að bræða það með mér hvort ég verði ekki að útbúa myndasýningu því svo margir áhugasamir hafa haft samband sem myndu vilja sjá myndir úr ferðinni. Hugsa það mál á næstu dögum. 


Síðasti dagurinn í New York var frekar langur að líða en við þreyttum tímann með að fara í bíó og horfa á mannlífið. Ég hef fengið nokkrar skammir fyrir að upplýsa ekki hvernig ég hitti frægu leikkonuna Söruh Jessicu Parker, en sorry..gat ekki alveg upplýst það þá því ég ætlaði að færa konunni minni áletrað ilmvatn og fleira flottery frá henni en þetta var ekki merkilegra en það en að ég fór í biðröðina í Macys og þar hitti ég semsagt dömuna og spjallaði bara þó nokkuð við hana og keypti þessa líka fínu gjöf fyrir frúna ! Og er þá þetta leikaramál hér með upplýst. En ferðin heim gekk vel og vorum við heppnir með að fá góð sæti bræðurnir og gátum teygt úr okkur og létum fara vel um okkur en eitthvað gekk mér illa að sofna og líklegast var það spenningurinn við það að koma heim sem olli því. Það var hreint ólýsanlega gaman að koma í gegnum tollinn í morgun og sjá litlu blómarósina mína, afhenda okkur fallega gula rós og hitta alla fjölskylduna sína. Hver vegur að heiman er vegurinn heim segir í laginu og það má með sanni segja að frá fyrsta degi sem við lögðum að stað þá hefur leiðin legið heim og það er mikill léttir að hafa komist frá þessu ævintýri heill á húfi. Hrafnhildur á Rás 2 var mætt í morgunsárið og tók létt viðtal við okkur bræður og pabba sem var ótrúlega kátur með sinn hlut og má hann eiga það og Skúli líka að þeir stóðu sig rosalega vel og gaman að fá þá með í síðasta hlutann. 
 Einn af öðrum mótorhjólamönnum renndu svo í hlað á Leifstöð og mikið fannst mér það gaman að fá þessa fylgd í bæinn af kátum mótorhjólamönnum og konum. Það voru 29 mótorhjól sem fylgdu okkur lokasprettinn. Tryggvi bróðir hafði séð til þess að við gætum sótt hjólin í geymslu hjá Icelandair Cargo og hefur hann aðstoðað okkur mikið með flutningana og erum við honum mjög svo þakklátir. Uppúr klukkan 9 lögðum við svo að stað í bæinn og stefnan var sett á Mótomax og þangað komum við rétt yfir kl. 10 og þar fengum við aldeilis frábærar viðtökur af Mótormaxfólki, ættingjum, vinum og áhugafólki um mótorhjól og ferðina og vil ég bara þakka öllum sem komu kærlega fyrir mig og þakka kærlega fyrir allan stuðninginn sem ég og við höfum fengið þessa síðustu 3 mánuði. Það hefur verið ómetanlegt að hafa þennan stuðning og gaman að vita til þess að þessi ferðabloggsíða mín hafi verið mörgum góð skemmtilesning. 
 

Ég á nú örugglega eftir að setja inn fleiri myndir inn á bloggið en nú líður samt að lokum þessarar ferðasögu minnar en það hefur verið mjög svo skemmtilegt að geta haldið út nokkuð jafnt og þétt ferðalýsingum og fleiru fyrir ættingja og vini og annað áhugafólk um mótorhjól og ferðamennsku.



En þangað til næst - ÞAKKA FYRIR MIG !!! 
 



Viðtalið á Rás 2 í morgun..aftarlega og út í enda.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331579

Fréttin á mbl.is

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1284740



We’re home and a big dream has become a reality, unbelievable but true! I’ve had this dream for several years now but I decided to attempt to fulfill it in Desember when I started preparing for this trip. This has been one of the best decisions I’ve made so far and it was even better to get Einar with me. This trip took 95 days and we travelled 31.946 km so be exact. Our bikes, Yamaha XT 660 R have been great and it wouldn’t be a problem taking another trip like that on them. I’ve told people that Mongolia was probably the most memorable country but there are so many “highlights” from this trip that I couldn’t possibly pick on thing and I can’t describe it in words. In few words, this trip has been a great adventure where we go from being angry and irritated to being increadably happy and amazed. I heard people saying that everything went very well for us and that’s of course true. But we were of course well prepared and qualified to tackle all problems. What one sees as a problem, another sees as a challange and that’s what Einar and I did. I’m also wondering if I should do a slideshow because many people are interesting in seeing more pictures from the trip. I’ll see what I can do. The last day in New York was really long but we killed time by going to the movies and being around people. People weren’t too happy about it when I didn’t want to say why I met the famous Jessica Parker and I’m sorry...I just couln’t tell you because I was going to bring my wife a signed perfume and other things and I couldn’t give that away. So it wasn’t more exciting than that, I just went in line at Macy’s where I met the actress and I talked to her for a while and bought this present for my wife. So that’s that. But the trip home went well and we got lucky with the seats so we had enough room but we couldn’t sleep though. Probably all the excitement. But it honestly was a great feeling to walk through the arrival gate and see my little girl, where she then gave us all a yellow rose, and my family. The road away from home is the road back home, says in an Icelandic song and I’ve got to say that from day one I’ve been on my way home again and I’m happy to get away from accidents and injuries. Hrafnhildur, from Channel 2, was at the airport early in the morning and interviewed us all, me, Einar, dad and Skúli. Dad was really happy about everything and I’ll give him and Skúli that they did a really good job and it was really fun to be with them the last km. Other bikers showed up at the airport too and it was a lot of fun to have them following us to MotorMax and to the finishline. There were 29 motorcycle following us from Keflavík to Reykjavík. Tryggvi, our brother, made sure that we could get our bikes from Icelandair Cargo and he’s been a great help during the trip with the transportation and we’re very grateful. We started the bikes around 9 am and we got to MotorMax around 10 am where we got a really nice and warm welcome from all the people there, relatives, friends and the people at MotorMax. I just want to thank everybody for their support and it’s nice to know that some people have enjoyed my blog. I’m probably going to put some more pictures on the blog but this is probably the end of my travelling story. It’s been a lot of fun to blog regularly for friends, relatives, bikers, and travelling enthusiast. But until next time – Thanks for everything! =D

Fengið af bloggsíðu Sverris