3.4.07

Kerr­ur fyr­ir mótor­hjól

Svona lít­ur þessi magnaða kerra út. mbl.is

Já það er allt til meira segja kerr­ur fyr­ir mótor­hjól. 

Wipi er franskt fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í smíðum á mótor­hjóla­kerr­um. Smíðin er stór­merki­leg og mikið er lagt í það að hafa kerr­urn­ar flott­ar í út­liti. Þegar skoðuð er hönn­un­in sjálf sést strax að mikið hef­ur verið hugsað út í létt­leika kerr­un­ar. Kerr­an er svipuð á breidd og hjól yfir höfuð og ekk­ert ósvipuð hjóli yfir höfuð. Kerr­an er fest með sér­stöku festi­setti sem sett er á Sw­ing­arm hjóls­ins sem ger­ir kerr­unni kleift að hall­ast um leið og hjólið, bremsu­ljós er tengt frá hjól­inu yfir í kerr­una.

Fyr­ir­tækið hann­ar kerr­ur fyr­ir hvert hjól og pass­ar ekki kerra yfir á aðra hjóla­teg­und. Þeir sem vilja fræðast nán­ar um kerr­urn­ar geta skoðað vefsíðuna www.remorque-wipi.com.

https://www.mbl.is
3.4.2007

10.3.07

Leggja í langferð

BRÆÐURNIR Sverrir og Einar

Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir ætla fyrstir Íslendinga að fara hringinn í kringum jörðina á mótorhjólum


Þorsteinssynir ætla fyrstir Íslendinga að fara hringinn í kringum jörðina á mótorhjólum og gera ráð fyrir því að það taki 90 daga. Þeir leggja í hann á þriðjudaginn, 8. maí, kl. 10 og taka Norrænu næsta dag frá Seyðisfirði. Frá Skandinavíu verður haldið í austur, um víðáttur Síberíu og Mongólíu meðal annars.

Mjög spenntir

Sverrir segir þá bræður spennta fyrir ferðinni. „Það er nú ekki hægt annað,“ segir Sverrir. Aðalatriðið sé ekki dagafjöldinn sem ferðin tekur heldur að reisan sjálf. „Við höfum safnað reynslu í mörg ár. Þar fyrir utan skiptir gott skipulag máli, að vera í góðu líkamlegu formi og að þekkja vel tæki og tól.“ verrir segir sérstakt að fara hringinn í kringum hnöttinn í einum áfanga. Bræðurnir ákváðu sjálfir hvaða leið þeir ætluðu að fara en þeir fara ekki um ófriðarsvæði. Sverrir segir þá þó búna undir að ribbaldar og ræningjar verði á vegi þeirra, sem og einhverjar skepnur. Þeir bræður kynna ferðina kl. 12 í dag, í verslun MotorMax að Kletthálsi 13. Þar verða mótorhjólin og önnur tæki og tól bræðranna til sýnis.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgis@mbl.is
5.5.2007


13.2.07

Geggjuð heimsreisa


Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir vita fátt meira spennandi en ferðalög um fjöll og firnindi á mótorhjólum. Þeir hafa brunað vítt og breitt um hálendi íslands auk þess sem þeír hafa ferðast á hjólunum um Bandaríkin og Evrópu. í vor ætla þessir stórhuga bræður að fá enn meiri útrás fyrir ævintýraþrá sína og fara „hringinn" á mótorhjólum. Ekki þó hringinn í kringum landið heldur í kringum
allan hnöttinn.

    „Þetta er gamall draumur hjá okkur bræðrunum enda erum við búnir að vera með mótorhjólapróf
í áratugi og mótorhjóladellan hefur aukist jafnt og þétt með aldrinum," segir Sverrir. Þeir Einar hyggjast
leggja af stað þann 8. maí næstkomandi og áætlað er að ferðalagið taki rúmlega þrjá mánuði.
„Við ætlum að byrja á að fara til Seyðisfjarðar, taka Norrænu til Færeyja og fara þaðan til Noregs og
keyra norður Noreg og til Svíþjóðar, Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. Síðan förum við yfir Hvíta-Rússland til Rússlands og svo Mongólíu og svo aftur til austurhluta Rússlands.
Þaðan tökum við ferju tíl Japans og síðan austur til Alaska og þaðan í gegnum Kanada og svo Bandaríkin. Að endingu fljúgum við frá New York til Keflavíkur og keyrum þaðan heim til  Reykjavíkur," útskýrir Sverrir.
     Hann segir að þeir bræður hyggist einungis fljúga þegar leið þeirra liggur yfir sjó. Að öðru leyti ætla
þeir eingöngu að ferðast um á mótorhjólum. „Það þarf auðvitað sérhannað ferðahjól fyrir svona langferð og við verðum á Yamaha XT 66oR en þau hjól eru einmitt ætluð miklum akstri yfir fjöll og firnindi," segir hann og bætir því við að þeir hafi sjálfir mikla reynslu af mótorhjólaferðalögum.
     „Síðasta sumar hjóluðum við til dæmis yfir 8.000 kílómetra vítt og breitt um hálendi Islands auk þess
semvið höfum áður hjólað töluvert í Evrópu og í Bandaríkjunum. Að því leytinu til erum við mjög vel undirbúnir fyrir heimsreisuna. Formlegur undirbúningur fyrir hana hófst þó síðasta haust. Mesti tíminn fer í alls konar pappírsmál þar sem við þurfum að verða okkur úti um nauðsynlegar tryggingar, vegabréfsáritanir og fleira í þeim dúr. Það hefur reynst nokkuð tímafrekt." 
Spurður um farangurinn segir hann að vitaskuld sé plássið afskornum skammti. „Við höfum töskur
á hjólunum og við förum með þær nauðsynjar sem komast í þær, annað ekki. Enda er aukið pláss fyrir farangur í raun ekki valkostur," bendir hann á. Bræðurnir Sverrir og Einar hafa ekki staðið einir í undirbúningi fyrir ferðalagið mikla. „Við erum báðir svo lánsamir að vera vel giftir. Eiginkonur okkar hafa auðvitað sínar áhyggjur en styðja engu að síður við bakið á okkur og hjálpa okkur við allan undirbúning. Svo eigum við fjögur börn hvor þannig að fjölskyldurnar eru stórar og allir leggja sitt af
mörkum," segir Sverrir glaðbeittur að lokum.

Eftir Hildur Edda Einarsdóttir
Blaðið 13.2.2007

25.1.07

Steve McQueen - mótorhjólamaður allra tíma

Steve McQueen.

Hollywoodleikarinn Steve McQueen sagðist víst einhverntíman meðan hann var á dögum, að hann vissi eiginlega ekki hvort heldur hann væri leikari sem stundum tók þátt í kappakstri eða kappakstursmaður sem stundum lék í bíómyndum. En nú, 27 árum eftir dauða sinn af völdum lungnakrabbameins, hefur Steve McQueen verið útnefndur mótorhjólamaður allra tíma.
The image “http://www.fib.is/myndir/Steve-McQueen.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Útnefningin var gerð í aðdraganda mótorhjólasýningarinnar MCN London Motorcycle Show og fór atkvæðagreiðsla fram hjá Yahoo á Netinu. Ekki er hægt að segja að þátttaka hafi verið neitt gríðarleg því að 2.254 greiddu atkvæði. Fjórða hvert atkvæði féll á Steve McQueen sem vissulega var mikill mótorhjólamaður. Frægt er atriði í kvikmyndinni Flóttinn mikli þar sem hann stelur þýsku hermótorhjóli og flýr á því úr þýskum fangabúðum og m.a. stekkur á hjólinu yfir girðingu. Það og önnur mótorhjólaatriði í myndinni lék McQueen sjálfur enda vandfundinn sá mótorhjólamaður sem hefði getað gert það betur en stjarnan sjálf.

Steve McQueen var um fimm ára skeið giftur leikkonunni Ali McGraw og bjuggu þau í Hollywood. Sagt er að hún hafi stundum verið ansi þreytt á karli sínum, sérstaklega vegna þess að hann átti það til að hverfa dögum saman eitthvert út í Nevada-eyðimörkina á torfærumótorhjóli án þess að láta neitt vita af sér.
http://www.fib.is/myndir/Steve_mcqueen_essence_of_cool.jpg
MCN London Motorcycle Show verður í sýningarhöll í London sem nefnist ExCeL dagana 1. til 4. febrúar. Hægt er að kynna sér sýninguna nánar á www.londonmotorcycleshow.com.

30.11.06

Drullusokkur númer sjö

 Þeir eru fáir vígalegri á sínum mótorhjólum en Jens Karl Magnús Jóhannesson sem ekur um á mótorfák sínum með forláta hjálm á höfði sem líkist helst pottloki. Fúlskeggjaður þeysist hann um göturnar og brosir sínu breiðasta, enda segir hann frelsið sem hann finni fyrir á hjólinu ólýsanlegt. „Ég byrjaði að hafa áhuga á mótorhjólum þegar maður fór að hafa vit. Maður var alltaf að fylgjast með þessum köppum og í svona litlu bæjarfélagi þá smitar þetta út frá sér." Hann segir að þó að áhuginn fyrir mótorhjólum leggist í dvala slokkni hann aldrei hjá mönnum og það sjáist vel í því að nú séu menn, sem voru á hjólum fyrir mörgum árum, að koma aftur inn. „Ég veit um einn sem er að flytja inn hjól sjálfur núna og annar sem er að spá og það er alveg meiri háttar að þessir karlar séu að spá í þetta. Netið spilar þar inn í, þeir hafa verið að skoða hjólin og svo hefur gengið verið hagstætt fyrir innflutning á svona gripum." Hann segir að sumir séu jafnvel að fá sér eins hjól og þeir voru með hér á árum áður. „

29.11.06

Dindlarnir eru heldrimenn á bifhjólum

Einn vinnufélagi minn var hálfhneykslaður á að við,
fullorðnir karlmenn, værum að dandalast og dindlast á mótorhjólum.“
Þingvallahringurinn er vinsæll meðal bifhjólamanna og mörgum þeirra þykir gaman að gefa í á kaflanum frá þjóðgarðinum og niður í Þrastalund. Þessa leið renna Dindlarnir oft á þrælpússuðum mótorhjólunum og sólargeislarnir dansa á króminu.
Þeir lentu þó í því í sumar að ökumaður, sem kom á eftir þeim inn á veitingastaðinn í Þrastalundi, kvartaði undan því hvað þeir hefðu farið hægt! Hver hefði trúað því um mótorhjólakappa?
Dindlarnir eru svo sem engir venjulegir bifhjólamenn og fullyrða í gamansömum tóni að þetta séu
heldrimannasamtök! Fyrirliðinn í hópnum er Jóhann Ólafur Ársælsson, sölustjóri námutækja hjá Kraftvélum, fæddur og uppalinn í tækjum og tólum, að eigin sögn. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um bifhjól. Hrafn Antonsson, rekstrarstjóri Hagvagna, er Dindill og sama er að segja um Auðun Óskarsson, bónda á Rauðkollsstöðum á Snæfellsnesi og framkvæmdastjóra Trefja, og Ágúst Pétursson, framkvæmdastjóra Byggingarfélagsins Verkþings.

26.11.06

Evrópu á milli á þrítugum þristi 2006

Í 33 stiga hita í Monte Carlo í ágústhita aftur á leið norður /ljósmynd Hjörtur

Margur Íslendingurinn lætur sig dreyma um að komast einhvern tíma ævinnar á nyrsta odda Evrópu. En að aka þangað á þrjátíu ára gömlu mótorhjóli dettur fáum í hug, hvað þá að framkvæma það. En það er einmitt það sem Hjörtur Jónasson gerði – og gott betur því hann ók líka alla leið suður að miðjarðarhafi og aftur norður. Hann sagði Auðuni Arnórsyni ferðasöguna.

Löngunin til að líta nyrsta odda Evrópu, Nordkap í Noregi, togar sterkt í margan ferðafíkil nútímans. En færri vita að talsvert á fjórða hundrað ár eru liðin síðan sú löngun dró fyrsta ferðamanninn á þennan afskekkta tanga langt norðan heimskautsbaugs. Það var Ítalinn Francesco Negri (1624- 1698). Honum fannst sérkennilegt að Evrópumenn hans samtíma skyldu í öllu landafunda- og landkönnunaræðinu sinna því eins lítið og raun bar vitni að kanna eigin heimsálfu. Hann lagði land undir fót (bókstaflega) árið 1663 og komst um haustið 1664 til Nordkap. Heim kominn til Ítalíu skrifaði hann lært rit um ferð sína sem kom út árið 1700, að honum látnum. Hann er talinn fyrstur manna hafa heimsótt nyrsta odda Evrópu sem ferðama.

     Liðlega 340 árum síðar lét Hjörtur Jónasson, farskipastýrimaður uppi á Íslandi og áhugamaður til margra ára um klassísk bresk mótorhjól, draum sinn um að ferðast norður til Nordkap verða að veruleika. Og gott betur en það. Hann ók þangað frá Danmörku og síðan sem leið lá suður eftir álfunni, um Eystrasaltslöndin og Pólland alla leið til upprunaslóða Francesco Negri á Adríahafsströnd Ítalíu. Þar með var ferðalaginu reyndar ekki lokið því hann ók aftur norður til Danmerkur, samtals rúmlega 10.000 kílómetra leið.

767 kílómetrar á dag

    Og farkosturinn var ekki af verri endanum: Triumph Trident árgerð 1975. Triumph „Þristurinn“ (nafnið Trident vísar til þriggja strokka vélarinnar) var síðasta hjólið sem hinar fornfrægu Triumph-verksmiðjur þróuðu áður en þær þurftu að játa sig sigraðar fyrir japönsku samkeppninni fáeinum árum síðar. Það má því segja að farkosturinn hafi fengið það í þrítugsafmælisgjöf að vera stýrt þessa tíu þúsund kílómetra eftir þjóðvegum Evrópu, yfir álfuna endilanga. 
    Hjörtur segir sig lengi hafa dreymt um að fara þessa leið og loks látið verða af því sumarið 2005. „Ég var búinn að ganga með þetta í maganum lengi en eiginlegur undirbúningur fór ekki í gang fyrr en um vorið, þannig séð á síðustu stundu,“ segir hann. „Vélin í hjólinu var tekin upp og hjólið allt yfirfarið – ég safnaði saman varahlutum og viðlegubúnaði, en eins og nærri má geta þarf að hugsa það vel hvað maður tekur með sér í svona ferð.“ 
    Auk viðlegubúnaðar, varahluta og vista þurfti hann að hafa með sér föt bæði fyrir hita og kulda.
„Hitinn fór niður í þrjár gráður norður við Nordkap en upp í 38 gráður þar sem ég lenti í hitabylgju á leiðinni í gegnum Slóvakíu. Það reyndist líka alveg nauðsynlegt að hafa regngalla meðferðis,“ segir Hjörtur. 
   Ferðaáætlunin var á þessa leið: Hjólið var sent með fragtskipi frá Reykjavík til Árósa með nokkrum fyrirvara, en þaðan var síðan lagt upp í ferðina þann 22. júlí. Áætlunin var að þeysa norður til Nordkap á þremur dögum, þ.e. beint strik norður eftir Svíþjóð og Norður-Finnlandi áður en ekið var inn í Noreg á síðasta kaflanum að nyrsta odda álfunnar. Hjörtur útskýrir að það hefði verið miklu seinfarnara að fara í gegnum Noreg alla leiðina. „
    Áætlunin var að vera kominn til Rimini sunnudaginn 31. júlí en þar beið fjölskyldan og hálfsmánaðar afslöppun. Áætlunin stóðst – ég var kominn í hádeginu þann dag upp að hótelinu þar,“ segir Hjörtur glettinn á svip, enda þýðir það að hann ók 7.289 km vegalengd á níu og hálfum sólarhring. Sem er 767 km að meðaltali á sólhring.

Nauðsveigt framhjá hreindýrum


Það sem rak á eftir honum fyrstu dagana var líka rigningin, sem dundi á honum nánast látlaust frá því hann lagði af stað frá Danmörku – með því að hraða sér í gegnum hana vonaðist hann til að komast út úr henni – en varð ekki kápan úr því klæðinu: það rigndi meira og minna alla leiðina til Nordkap og þaðan til Helsinki. Þar norður frá gekk á með skúrum en það hellirigndi á leiðinni suður í gegnum finnsku skógana. 
    „Úrhellið var þannig að ég ók framhjá mörgum bílum stopp í útskotum frá malbikuðum þjóðveginum þar sem rúðuþurrkurnar höfðu ekki undan. Ég varð auðvitað holdvotur í gegnum allt, en þar sem þetta var hlý rigning kom það lítið að sök. Ég valdi að minnsta kosti frekar að keyra sem hraðast í gegn um þetta, enda orðinn leiður á að pakka saman rennblautum útilegubúnaði,“ segir Hjörtur. Hann bætir við að ekki hefði verið nóg með að hann sjálfur varð votur inn að beini heldur fylltust líka stefnuljósin af vatni! Loftkældri Triumph-vélinni varð þó ekki meint af. 
     „Hættulegast var þó að á vegunum þarna norður frá stukku hreindýr gjarnan fyrirvaralaust upp á veginn, en það er yfirleitt mjög erfitt að koma auga á þau fyrir skóginum. Einu sinni munaði mjög mjóu, ég hefði getað gripið í hornin á einu hreindýrinu sem ég þurfti að nauðsveigja framhjá – og var þá kominn yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Hjörtur. „Þá var gott að vera með „ABS“ – Antique Brake System,“ bætir hann við kíminn.  
    

Ekið um gamla sovétvegi.


Úrhellið var mest á leiðinni í gegnum skógana í Suður-Finnlandi en það stytti upp þegar til Helsinki var komið – „þar fór ég beint í ferju yfir til Tallinn í Eistlandi,“ heldur Hjörtur ferðasögunni áfram. „Þar var komin heiðríkja og sól.“ En mestu viðbrigðin við að koma yfir í Eystrasaltslöndin – sem voru hluti af Sovétríkjunum frá seinni heimsstyrjöldinni til ársins 1991 – voru vegakerfið. „Það er hræðilegt ástand á því víða ennþá. Það eru alls staðar framkvæmdir í gangi við endurnýjun og betrumbætur veganna eftir áratuga viðhaldsskort. Sem flýtir ekki för ferðalangs,“ segir hann. Það hafi hins vegar ekki reynst neitt vandamál að rata. „Enda var ég með þokkaleg kort og GPS-tæki.“ 

Í trukkaumferð í 15 sm hjólförum

Þegar Hjörtur ók í gegn um löndin þar eystra varð hann var við að framförunum er misskipt. „Í dreifbýlinu er eins og tíminn hafi staðið í stað.“ Á nýlögðum hraðbrautarspotta í Litháen rakst hann aftur á móti á nokkra stráka á dýrum nýjum kappakstursmótorhjólum að leika sér, spóla í hringi og spyrna á ofsahraða, með hraðbrautina sem einkaleikvöll. 
    Næsti áfangi var frá Kaunas í Litháen til Krakár í Suður-Póllandi. Það reyndist ekkert mál að komast yfir landamærin inn í Pólland. En það reyndi mjög á demparana í hjólinu að skrölta yfir pólsku þjóðvegina; þeir voru í afleitu ásigkomulagi,“ segir Hjörtur. „Á leiðinni flæktist ég inn í miðborg Varsjár, inn í mitt öngþveitið. Það tók svolítið á taugarnar, enda komst ég að því að umferðarmenningin í Póllandi er ekki ósvipuð því sem hún er á Íslandi – menn leggja mikið á sig til að komast bíllengd fram fyrir náungann og gefa enga sénsa. Svo er mikil vörubílaumferð á þessum vondu vegum. Hjölförin eru 10-15 sm djúp sem getur verið mjög hættulegt mótorhjólum. Ég prísaði mig sælan að það skyldi ekki rigna þar!“

Hitabylgja í Tatrafjöllum

Eftir þessa taugatrekkjandi reið eftir þjóðvegum Póllands hvíldist Hjörtur eina nótt á tjaldstæði í Kraká. „Þar fór þetta að verða skemmtilegra – vegirnir orðnir góðir og landslagið fjölbreyttara,“ segir hann. Leiðin yfir Tatrafjöllin, milli Póllands og Slóvakíu, var sérstaklega falleg. Næsti áfangi lá frá Kraká til Kärnten í suðurhluta Austurríkis. „Það var skollin á hitabylgja þarna og ég ók frá Kraká til Bratislava í Slóvakíu í yfir 30 stiga hita. Leiðin lá í gegnum fjallaþorp og fallega náttúru. Þarna í fjöllunum í Slóvakíu tók ég smákrók til að kíkja á bæinn Ruzomberok (sem eitt sinn hét Rosenberg upp á þýsku).“ Svo lá leiðin til Bratislava, sem er niðri á sléttunni við Dóná, um 60 km fráVín. 
     „Mér fannst ég vera aftur kominn yfir í menninguna þegar ég var kominn til Austurríkis,“ segir Hjörtur. „Ég var kominn suður fyrir borgina Graz sunnarlega í Austurríki þegar myrkur skall á og ég fann mér þægilegan grasbala til að sofa í, enda veðrið gott,“ segir Hjörtur. 
     

Hringnum lokað

     Tveimur og hálfri viku síðar var aftur haldið af stað áleiðis norður eftir, en í þetta sinn vestar. „Ég ók þvert yfir fjöllin í Toskana, í gegnum Flórens til Pisa. Þaðan meðfram ítölsku Rívíerunni, í gegnum Genúa og gisti í San Remo. Þaðan ók ég áfram eftir frönsku Rívíerunni, um Mónakó og Nice og sveigði síðan upp í frönsku Alpana hjá Grasse,“ segir hann. „Þetta er skemmtileg leið þarna norður eftir, í vesturjaðri Alpanna í Suðaustur-Frakklandi. Ég tjaldaði í litlum bæ sunnan við Grenoble.“ Þaðan lá leiðin til Genf í Sviss. Þar var byrjað að rigna aftur. 

„Ég ók í gegnum Sviss einmitt þegar allra mest úrkoman var þar í ágúst, aurskriður og tjón. Ég ætlaði að drífa mig í gegnum rigningarsvæðið en það reyndist endast alveg norður eftir öllu Þýskalandi. Þegar ég var kominn í gegnum Sviss yfir landamærin að Þýskalandi valdi ég að fylgja þjóðvegi B3 norður eftir. Hann liggur þvert norður eftir öllu landinu og er fjórföld hraðbraut á köflum.
     “ B3-þjóðvegurinn endaði norður við Stade. „Ég tók svo ferju yfir Saxelfi frá Wissenhafen til Glückstadt, en þar með var ég kominn langleiðina til Danmerkur. Næsti áfangastaður var Álaborg á Norður-Jótlandi. Hjólið fór svo aftur í skip í Árósum. Og ég flaug heim. Heildarkílómetrafjöldinn var 10.126,“ segir Hjörtur, ánægður með að hafa látið drauminn rætast. 
   
   Spurður um kostnaðinn við ferðalagið segir Hjörtur að vissulega hafi hann verið töluverður, en hann hafi ekki nennt að standa í því að leita styrktaraðila og því borgað allt úr eigin vasa. 
    En hvernig var ástandið á þrjátíu ára gömlum vélfáknum eftir þessa maraþon-yfirreið? „Hjólið stóðst þessa prófraun með prýði,“ segir Hjörtur. Ekkert gaf sig. Vélin var farin að leka smá olíu undir restina, annað ekki. Í Finnlandi varð það óhapp að hjólið lagðist fullklyfjað á hliðina þegar til stóð að smyrja keðjuna. Það olli ekki neinum teljandi skemmdum en það var hins vegar ekki hlaupið að því fyrir einn mann að ná hjólinu aftur á réttan kjöl með allar klyfjarnar. Á köflum, í umferðarteppum í miklum hita, svo sem í Suður-Frakklandi, fór ekki hjá því að loftkæld vélin hitnaði meira en góðu hófi gegndi. En enski öldungurinn lét það ekki á sig fá og skilaði knapa sínum heilum á leiðarenda.
Fréttablaðið 26.11.2006