7.11.06

DAGBÓK DRULLUMALLARA

 


Mikill uppgangur í klifurhjólamennsku


ÍSLANDSHEIMSÓKN klifurhjólameistarans Steve Colley dagana 9.-12. mars vakti mikla lukku.
Fullsetið var á tveggja daga klifurhjólanámskeiði hjá kappanum og börðu nokkur hundruð Íslendingar
Colley augum er haldin var opnunarsýning í JHM sport að Stórhöfða 35 föstudaginn 10. mars en
þar voru sýndar aksturslistir á heimsmælikvarða. Klifurhjólaíþróttin hefur verið á miklu klifri upp vinsældalistann hjá íslenskum ökumönnum enda íþróttin allt í senn krefjandi, skemmtileg og ekki
mjög kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst eru klifurhjól umhverfisvænasta mótorsport sem fyrirfinnst  þar sem hljóð og loftmengun er álíka mikil og af garðsláttuvél og hjólin eru mest notuð á grjóti en ekki í gróðri. Einn af þeim sem komu að heimsókn Colley var Jón Magnússon, betur þekktur sem Jón Magg í JHM en hann á einnig sinn þátt í vexti klifurhjólaíþróttarinnar á Íslandi. Hvers vegna hafa vinsældir íþróttarinnar aukist svona mikið að undanförnu? „Ég held að hjólamenn séu að átta sig á einfaldleikanum við klifurhjólaíþróttina. Það er hægt að stunda það í bakgarðinum heima. Íþróttin er líka góð undirstaða bæði fyrir Enduro og Motocross. Jafnvægið verður að vera í lagi.“ Hefurðu hugmynd um hversu margföld aukningin í sölu klifurhjóla er milli ára? „Fyrir rúmu ári voru til tvö nýleg klifurhjól á landinu. Þá var haldin klifurhjólasýning sem ýtti greinilega við mörgum sem hafði  lengi langað að prófa en aldrei þorað. Í dag eru a.m.k. 30-35 hjól á landinu og ég sé fram á að selja öll þau hjól sem koma í hús til mín á þessu ári.“ Hvað kostar að kaupa og eiga klifurhjól í samanburði við önnur mótorhjól? „Nýtt klifurhjól kostar innan við 600 þúsund kr. Skór og hjálmur eru nauðsynlegir fylgihlutir. Hlífðarfatnaður í Enduró eða Motocross dugar skammt því hann er svo
þungur og fyrirferðarmikill. Bensíneyðsla er lítil, yfirleitt um einn lítri á klukkutíma. Slit á dekkjum
og keðju er mun minna en menn eiga að venjast svo að í stuttu máli er þetta miklu ódýrari útgerð en
t.a.m. við Motocrosshjól.“ Viggó Örn Viggósson, stjúpsonur þinn, er einn vinsælasti endúróökumaður  á Íslandi og er þekktur fyrir mikinn styrk og hörku í akstri. Hann virðist hinsvegar eyða mestum tíma í klifurhjólið þessa dagana. Veistu hvers vegna? „Ætli það sé ekki bara vegna
þess hvað það er auðvelt að skreppa á klifurhjól, miklu minna umstang. Klifurhjólið er fyrirferðarlítið og er ekki nema 69 kg. Svo þarf það svo lítið svæði, maður finnur sér erfiða þraut og glímir við hana þangað til maður hefur sigrað hana. Eftir það er maður alveg að springa af mæði og pakkar þá saman og hendist heim sæll og glaður.“ Fullt var á námskeiðinu hjá Colley. Einnig var fjölmenni á sýningunni sem Colley hélt í JHM sport. Áhuginn virðist því töluverður. Er áhuginn bóla eða á klifurhjólið sér framtíð á Íslandi? „Þetta er rétt að byrja og framtíðin er björt. Áhuginn er að aukast
mikið. Stundum finnst mér menn byrja of geyst og ætla sér strax að fara í erfiðustu þrautirnar. Ég held að rétt væri að sjá menn byrja á byrjuninni, það er einföldum jafnvægisæfingum, og ná valdi á  hjólinu. Klifurhjólaíþróttin er fimleikar; ökumaðurinn byrjar þrautina með líkamsæfingu og notar svo hjólið til að hjálpa sér að klára þrautina, en ekki öfugt. Menn verða að gleyma að þeir kunni á mótorhjól þegar þeir byrja í klifrinu. Mótocross eða Enduro taktar duga ekki í því. Hins vegar virkar þetta vel í hina áttina og hjálpar kunnátta á klifurhjóli bæði í Mótocrossi og Enduro. Hver veit,
ætli við eignumst ekki góða ökumenn á þessu sviði næstu 10 árin eða svo.
Morgunblaðið 7 nóv 2006
moto@mbl.is

6.11.06

Á 240 með kærastuna


Vélhjólamaður segir frá ofsaakstri og spennuþörfinni:


■ Hefur ekið á meira en 300 ■ Hjólin gerð fyrir ofsaakstur 
■ Kærastan vildi fara svona hratt.

Tæplega þrítugur mótorhjólakappi keyrði á 240 kílómetra hraða með kærustuna á hjólinu.
Maðurinn, sem vill ekki gefa upp nafnið sitt, segist hafa verið úti á landi ásamt þremur kunningjum og fullyrðir að þeir hafi keyrt á ríflega 300 kílómetra nraða þegar þeir óku hraðast. „Hjólin eru gerð fyrir þennan hraða," segir hann en hjólið er svokallaður „racer" sem nær gríðarlegum hraða á stuttum tíma. Mikil umræða hefur spunnist um ofsaakstur mótorhjólakappa. Þeir hafa mælist á allt að 200
kílómetra hraða. „Þetta er spurning um kikkið," segir maðurinn og bætir við að sér þyki magnað að  upplifa hraðann. Hann segir tilfinninguna allt aðra en á bílum. Hann segir vissulega hættu á að detta af hjólinum, og þá sérstaklega á vondum vegum. Hann ítrekar að hann myndi aldrei keyra svo
hratt innanbæjar enda hættan þar mikil á að slasa aðra. „Það er betra að hendast af út í sveit heldur en í bænum," segir hann. „Það var hún sem vildi keyra svona hratt," segir maðurinn um hvort kærastan hafi verið sátt á hjólinu með honum. Hann segir bæði hafa verið í góðum göllum og segir gallana góða og fólk sé vel varið. Hann segir helstu hættuna vera að þeir lendi á einhverjum hörðu þegar þeir detta. „Það er vissulega leiðinlegt að lesa um þessa vitleysinga sem eru að stinga lögguna af og keyra
eins og brjálæðingar," segir hann og áréttar að hann sjálfur hafi aldrei verið sektaður né stungið
lögregluna af.
Eftir Val Grettisson valur@bladid.net
Blaðið

23.9.06

Tían Stofnuð 23 september 2006



í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006


Markmið Klúbbsins.


Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi.

Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.

Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi.

Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10


Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

15.9.06

Mótocrossfjölskyldan í alsælu

 Vélhjóla- og íþróttaklúbburinn hefur í fyrsta sinn fengið æfinga- og keppnissvæði til frambúðar. Á laugardag verður svæðið, sem er staðsett beint á móti Litlu Kaffistofunni og kallast svæðið Bolalda, formlega opnað. Karl Gunnlaugsson og fjölskylda hans sem tengjast öll mótorcrossíþróttinni á einn eða annan hátt fagna þessu skrefi og þakka sveitarfélaginu Árborg fyrir að úthluta  mótorcrossáhugafólki þessu frábæra svæði.

Áhugafólk um mótorcross hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni í fjölmiðlum vegna náttúruspjalla af völdum hjólafólks sem keyrir utan vega. Karl Gunnlaugsson hefur stundað þessa íþrótt í 25 ár og segir gagnrýnina óréttmæta því ekki tíðkist innan Vélhjóla- og íþróttaklúbbsins að meðlimir keyri utanvega. „Sveitarfélagiö Ölfus var svo rausnarlegt að gefa okkur stórt keppnis- og æfingasvæði beint á móti Litlu Kaffistofunni. Það svæði kallast Bolalda og erum við í klúbbnum búin að leggja 40-50 kflómetra æfinga- og keppnisbrautir fyrir byrjendur og lengra komna," segir Karl. Hann segir að laugardaginn 16. september verði svæðið formlega opnað og séu allir velkomnir. Þá verður öllum hjá sveitarfélaginu Ölfusi boðið á opnunina og mótorcrossmót verður haldið í öllum keppnisflokkum. „Þetta er ekki lengur strákasport eins og þetta var heldur má segja að þetta sé í dag orðið að fjölskyldusporti þar sem öll fjölskyldan er á sínum hjólum, allt frá 10 ára upp í 70 ára," segir Karl.

Fleiri konur stunda mótorcross

 Karl rekur mótorcrossbúðina KTM ísland og segir hann aðsókn kvenna í íþróttina hafi aukist mikið. „Það var tæplega fertug kona að byrja í sportinu um daginn og núná er ellefu ára gömul dóuir mín farin að suða um að fá sitt hjól en sonur minn er búinn að vera í sportinu frá sex ára aldri og hann er orðinn sautján ára," segir Karl. Hann segir að konan hans hafi enn ekki haft áhuga á að stíga upp á hjól en hún starfi mikið í félagslífinu innan klúbbsins. Karl segir að á íslandsmótum í mótorcross hafi stundum verið allt upp í 20 konur að keppa.

Hrikalega gaman 

„Þetta er hrikalega gaman og það skemmtilegasta sem maður gerir. Þetta er ein erfiðasta íþrótt sem hægt er að stunda því það þarf mikið þrek til að hoppa og stökkva á hjólinu," segir Karl. Hann segir að nauðsynlegt sé að hafa allan öryggisbúnað þegar þessi fþrótt er stunduð. „Það er halló að vera ekki vel búinn og sá sem mætir með derhúfu í gallabuxum fær vinsamlega ábendingu okkar hinna um að koma sér upp öryggisbúnaði. Það kostar á bilinu 500 þúsund til milljón að fjárfesta í hjóli og búnaði, allt eftir því  hve flottur maður vill vera á því, en það er svo sannarlega þess virði, þetta er það alskemmtilegasta," segir Karl og hlakkar til að mæta á opnun æfingasvæðisins á Bolöldu á laugardaginn þar sem klúbburinn hefur byggt félagsheimili sem þeir kalla „Stóru Kaffistofuna".

Þarf próf á stærri hjólin 

Karl segir að börn þurfi að vera orðin 12 ára til að geta ekið vissri stærð hjóla og til að aka stærri hjólunum þurfi vélhjólapróf en á önnur dugar venjulegt bílpróf. „Mótorcrosshjólunum má eingöngu aka á þartilgerðum brautum og það er bannað að aka þeim í almennri umferð. Fólk kemur með hjólin sín á þartilgerðum kerrum og hér á svæðinu er bannað að aka þeim utan slóða svæðisins," segir Karl Gunnlaugsson, forfallinn áhugamaður um mótorcrossíþróttina.
jakobina@dv.is
15.09.2006

4.9.06

Hættir sem skólastjóri og byrjar að hjóla


FJÖLMARGIR Hafnfirðingar þekkja Hjördísi Guðbjörnsdóttur, sem nú er að láta af störfum sem skólastjóri Engidalsskóla.
Þar hefur hún ráðið ríkjum í 28 ár og annast uppfræðslu hjá nokkrum kynslóðum Hafnfirðinga. Þar áður kenndi hún við Öldutúnsskóla og hefur samtals varið 43 árum ævi sinnar í uppfræðslu ungdómsins. „Það er betra að hætta í fullu fjöri en að lognast út af í starfi. Þetta er erfitt og andlega slítandi starf og mér finnst þetta orðið gott,“ segir Hjördís.
Það eru ávallt tímamót þegar vinnustaður er yfirgefinn í síðasta sinn en það er hugur í Hjördísi, sem hélt upp á sextugsafmælið fyrir þremur árum með því að taka mótorhjólapróf. „Börnin voru farin að heiman og ég var orðinn sjálfs míns herra og ákvað að láta gamlan draum rætast.“ Þá um haustið hafði hún keypt splunkunýtt Yamaha 535 sem hún gaf sjálfri sér í jólagjöf. Það var látið standa inni í forstofu skreytt jólaljósum yfir hátíðina. „Ég hef engan bílskúr þannig að ég sagði við yngsta strákinn minn að það væri von á pakka með sendibíl og bað hann um að hjálpa sendibílstjóranum að koma honum inn í hús. Pakkinn ætti að  fara inn í forstofuherbergið. Drengurinn tók síðan á móti mótorhjólinu og varð þá að orði að oft hefði hún mamma þótt skrýtin en aldrei eins og nú.“ Núna nýtur Hjördís þess að fara í stuttar ferðir innanbæjar á hjólinu íklædd níðsterkum mótorhjólagalla úr kevlar og innfæddir þekkja vart aftur gamla skólastjórann sinn.
„Ég held að fólki finnist þetta dálítið broslegt. Mig hafði alltaf langað til þess að prófa mótorhjólasportið. Ætli ástæðan sé ekki sú að ég er spennufíkill að eðlisfari. Kannski að það sé einsdæmi að skólameistari taki upp slíka iðju á gamalsaldri,“ segir Hjördís og hlær.  „Ég hef áhyggjur af ungum mönnum á mótorhjólum sem keyra eins og brjálæðingar, en þetta er skemmtileg íþrótt ef varlega er farið. Ég samþykkti aldrei að synir mínir þreyttu mótorhjólapróf. En nú ræð ég engu lengur og einn sona minna var núna að taka sitt próf. Það eru allir farnir að heiman og ég hef engin völd lengur. Ég held samt að foreldrar séu ekki spenntir fyrir því að börn þeirra taki mótorhjólapróf í ljósi allra þeirra slysa sem verða. Þetta horfir öðruvísi við með eldra fólk sem verður frekar stöðvað fyrir of hægan akstur heldur en hraðan.“ Hjördís hjólar mest um helgar og bara í góðu veðri. Hún velur að fara í hjólaferðir snemma morguns eða um kvöldmatarleytið þegar umferðin er sem minnst. Engu að síður er hún í þeim hópi hjólamanna sem hafa dottið. „Það var í einni af mínum fyrstu ferðum á hjólinu að stór jeppi ók í veg fyrir mig á umferðarljósum. Sem betur fer var ég á hægri ferð og náði að stöðva snögglega en ég missti hjólið yfir á vinstri hliðina. Ég slasaðist ekki en ég fékk byltuna,“ segir Hjördís. 
gugu@mbl.is
Morgunblaðið 
4.09.2006

16.8.06

Vegur aðeins 23 kíló

Nýjasta mótorsportið á Íslandi hentar jafnt fullorðnum mótorhjólamönnum, fimm ára krökkum og fimmtugum konum.

 Við fyrstu sýn virðast mini-motohjólin vera hálfgerður brandari, fullorðið fólk sem brunar eftir braut á alltof litlum mótorhjólum sem líta út fyrir að vera smíðuð fyrir fjögurra ára börn. Kristmundur Birgisson segir að þau séu þó að minnsta kosti jafn skemmtileg og stærri mótorhjól.
  „Ég á Hondu CBR 1000-hjól líka, það er ekkert síðra að fara út á litla kvikindinu,“ segir Kristmundur. Til að gefa einhverja hugmynd um hversu lítil mini-motohjólin eru, þá eru aðeins 40 cm frá götu upp í sæti. Þau vega 23 kg með fullan tank af bensíni og komast upp í 60 km hraða. Þau eru ætluð í keppni og eru því á sléttum, mjúkum dekkjum með mikið veggrip. Vélarnar eru 49 rúmsentimetra tvígengisvélar sem toga 4,5 Nm á 15.000 snúningum.
   „Maður þarf enga reynslu af öðrum hjólum til að ráða við þessi. Það getur auðvitað ekki gert annað en að hjálpa, en er ekki nauðsynlegt. Við höfum verið að hjóla niðri við Klettagarða og allir sem hafa komið þangað og viljað prófa hafa fengið að prófa, meira að segja fimmtugar konur sem höfðu gaman af,“ segir Kristmundur sem flutti sjálfur inn fyrsta hjólið fyrir um það bil ári.
  „Þá lenti ég í veseni við tollinn því hjólið var ekki með fastanúmeri og því ekki hægt að skrá það. Ég hafði samband við framleiðandann og bað  hann um að setja fastanúmer á þau og síðan hefur innflutningurinn gengið vel.“ Kristmundur byrjaði í mótorsportinu á stórum amerískum bílum í kringum 1986 og segir mini-moto-hjólin skemmtilegri að mörgu leyti. „Þetta er líka miklu ódýrara og tekur mikið minna pláss í skúrnum. Svo er hægt að henda hjólinu í skottið og fara með það hvert sem er. 
  “ Í sumar verða haldin tvö mót fyrir mini-moto en næsta sumar verður haldin mótaröð undir merkjum GP-Ísland. Til þess að vera löglegur í keppni þarf ökumaður að vera 12 ára eða eldri. Kristmundur segir þó að börn frá 5 ára aldri ráði vel við hjólin. Og það þarf ekki að kosta mjög mikið að byrja í sportinu. „Hjólin kosta 69.000 kr. í vefverslun okkar á fingrafar.is,“ segir Kristmundur. „Svo þarf að vera í góðum galla eða með góðar hlífar og með  þokkalegan hjálm. Maður kemst af með 100.000 krónur sem er ekki mikið í mótorsporti.“
 Kristmundur og félagar hjóla flest góðviðriskvöld á milli Sindra og vélaverkstæðis Heklu í  Klettagörðum. Áhugasömum er bent á að leggja leið sína þangað til að prófa.
einareli@frettabladid.is
Fréttablaðið 16.08.2006

10.8.06

Öðruvísi ferðamáti

Sigfús Ragnar Sigfússon - Sigfús í Heklu - og eiginkona hans, María Sólveig, voru í Víetnam fyrirnokkrum árum. Þar sáu þau hve margir óku um á mótorhjólum. „Konan var svo hrifin af þessu að ég gaf henni mótorhjól í afmælisgjöf fyrir fjórum árum.
Það var ómögulegt að hafa hana eina á mótorhjóli þannig að ég keypti líka mótorhjól fyrir mig.“

Sigfús segir að skriflega prófið hafi vafist fyrir þeim. „Við féllum bæði í fyrsta skipti við litla gleði.“ Hjónin náðu síðan prófinu. „
Við hjólum mest í Reykjavík. Auk þess hjólum við í nágrenni borgarinnar eins og til dæmis til Þingvalla og Eyrarbakka. Við hjólum reyndar bara í góðu veðri. Það er nauðsynlegt að vera varkár vegna þess að mótorhjólafólk mætir oft talsverðu tillitsleysi í umferðinni.“ Sigfús segir að þegar á mótorhjólið sé komið verði frelsistilfinning öllu yfirsterkari.
„Við förum á staði sem við færum annars ekki á. Þetta er öðruvísi ferðamáti og ómetanlegt að hafa konuna með í sportinu. Mótorhjólafólk sem hittist á förnum vegi spjallar gjarnan saman og er það líka krydd í sportið. Svo er skemmtilegur siður á meðal mótorhjólafólks að gefa smá nikk með vinstri hendi þegar hjólafólkið mætist í umferðinni.“
Frjáls Verslun 4 tbl 2006