16.8.06

Vegur aðeins 23 kíló

Nýjasta mótorsportið á Íslandi hentar jafnt fullorðnum mótorhjólamönnum, fimm ára krökkum og fimmtugum konum.

 Við fyrstu sýn virðast mini-motohjólin vera hálfgerður brandari, fullorðið fólk sem brunar eftir braut á alltof litlum mótorhjólum sem líta út fyrir að vera smíðuð fyrir fjögurra ára börn. Kristmundur Birgisson segir að þau séu þó að minnsta kosti jafn skemmtileg og stærri mótorhjól.
  „Ég á Hondu CBR 1000-hjól líka, það er ekkert síðra að fara út á litla kvikindinu,“ segir Kristmundur. Til að gefa einhverja hugmynd um hversu lítil mini-motohjólin eru, þá eru aðeins 40 cm frá götu upp í sæti. Þau vega 23 kg með fullan tank af bensíni og komast upp í 60 km hraða. Þau eru ætluð í keppni og eru því á sléttum, mjúkum dekkjum með mikið veggrip. Vélarnar eru 49 rúmsentimetra tvígengisvélar sem toga 4,5 Nm á 15.000 snúningum.
   „Maður þarf enga reynslu af öðrum hjólum til að ráða við þessi. Það getur auðvitað ekki gert annað en að hjálpa, en er ekki nauðsynlegt. Við höfum verið að hjóla niðri við Klettagarða og allir sem hafa komið þangað og viljað prófa hafa fengið að prófa, meira að segja fimmtugar konur sem höfðu gaman af,“ segir Kristmundur sem flutti sjálfur inn fyrsta hjólið fyrir um það bil ári.
  „Þá lenti ég í veseni við tollinn því hjólið var ekki með fastanúmeri og því ekki hægt að skrá það. Ég hafði samband við framleiðandann og bað  hann um að setja fastanúmer á þau og síðan hefur innflutningurinn gengið vel.“ Kristmundur byrjaði í mótorsportinu á stórum amerískum bílum í kringum 1986 og segir mini-moto-hjólin skemmtilegri að mörgu leyti. „Þetta er líka miklu ódýrara og tekur mikið minna pláss í skúrnum. Svo er hægt að henda hjólinu í skottið og fara með það hvert sem er. 
  “ Í sumar verða haldin tvö mót fyrir mini-moto en næsta sumar verður haldin mótaröð undir merkjum GP-Ísland. Til þess að vera löglegur í keppni þarf ökumaður að vera 12 ára eða eldri. Kristmundur segir þó að börn frá 5 ára aldri ráði vel við hjólin. Og það þarf ekki að kosta mjög mikið að byrja í sportinu. „Hjólin kosta 69.000 kr. í vefverslun okkar á fingrafar.is,“ segir Kristmundur. „Svo þarf að vera í góðum galla eða með góðar hlífar og með  þokkalegan hjálm. Maður kemst af með 100.000 krónur sem er ekki mikið í mótorsporti.“
 Kristmundur og félagar hjóla flest góðviðriskvöld á milli Sindra og vélaverkstæðis Heklu í  Klettagörðum. Áhugasömum er bent á að leggja leið sína þangað til að prófa.
einareli@frettabladid.is
Fréttablaðið 16.08.2006

10.8.06

Öðruvísi ferðamáti

Sigfús Ragnar Sigfússon - Sigfús í Heklu - og eiginkona hans, María Sólveig, voru í Víetnam fyrirnokkrum árum. Þar sáu þau hve margir óku um á mótorhjólum. „Konan var svo hrifin af þessu að ég gaf henni mótorhjól í afmælisgjöf fyrir fjórum árum.
Það var ómögulegt að hafa hana eina á mótorhjóli þannig að ég keypti líka mótorhjól fyrir mig.“

Sigfús segir að skriflega prófið hafi vafist fyrir þeim. „Við féllum bæði í fyrsta skipti við litla gleði.“ Hjónin náðu síðan prófinu. „
Við hjólum mest í Reykjavík. Auk þess hjólum við í nágrenni borgarinnar eins og til dæmis til Þingvalla og Eyrarbakka. Við hjólum reyndar bara í góðu veðri. Það er nauðsynlegt að vera varkár vegna þess að mótorhjólafólk mætir oft talsverðu tillitsleysi í umferðinni.“ Sigfús segir að þegar á mótorhjólið sé komið verði frelsistilfinning öllu yfirsterkari.
„Við förum á staði sem við færum annars ekki á. Þetta er öðruvísi ferðamáti og ómetanlegt að hafa konuna með í sportinu. Mótorhjólafólk sem hittist á förnum vegi spjallar gjarnan saman og er það líka krydd í sportið. Svo er skemmtilegur siður á meðal mótorhjólafólks að gefa smá nikk með vinstri hendi þegar hjólafólkið mætist í umferðinni.“
Frjáls Verslun 4 tbl 2006

26.7.06

Vélhjólakappi féll af hjólinu vegna grjóthruns af vörubíl:

Grjóthrun af vörubíl slasaði vélhjólamann

■ Vélhjólamaðurinn viðbeinsbrotinn ■ Vörubílstjóri eftirlýstur 
■ Hjólið mikið skemmt

Vélhjólakappinn Stefán Björnsson missti
stjórn á hjóli sínu og datt þegar hann rann á jarðvegi sem féll á götuna af vörubílspalli. Atvikið
varð á hringtorgi í Keflavík. Formaður Ernis, Bifhjólaklúbbs Suðurnesja, segir óbirgðan farm geta
valdið lífshættu fyrir vélhjólamenn.
„Þetta var grjót, sandur og möl," segir Stefán, en
hann var að aka að hringtorginu við Víkurbraut
og Faxabraut í Keflavík á sunnudagskvöld þegar
hjólið rann undan honum. Við fallið viðbeinsbrotnaði hann og vélhjólið stórskemmdist. Stefán
var vel búinn og þakkar hann sínu sæla fyrir að
ekki fór verr.
„Það er heldur súrt að þurfa að borga fyrir
annarra manna klúður," segir Stefán en honum
verður gert að borga 180 þúsund krónur í sjálfsábyrgð. Ekki er vitað hver bílstjórinn er og því
ekki hægt að draga hann til ábyrgðar. Samkvæmt
lögum á farmur að vera birgður með segldúk.
„Þetta getur skapað lífshættu," segir Hannes H. Gilbert, formaður Ernis, ómyrkur í máli. Hann
segir það skelfilegt efóreyndarimenn lenda ísvona
aðstæðum, þá getur verið mikil hætta á ferð.Hannes vill ítreka fyrir vörubílstjórum að
birgja farminn enda sé annað lögbrot.
Hannes segist ekki þekkja til þess að vélhjólamenn fái á sig lausamöl þegar þeir aka á eftir
vörubílum. Hann segir að ekki séu nema örfáir
dagar síðan að steinn sem féll af vörubíl braut
rúðu í bílnum hans.
Stefán mun ekki vera eini vélhjólamaðurinn
sem hefur orðið fyrir grjóthruni af vörubílum.
Lögreglan í Keflavík hefur auglýst eftir grænbláum vörubíl, en bílstjóri hans varð valdur að
talsverðu tjóni á Reykjanesbrautinni í byrjun
mánaðarins. Hluti af malarfarmi sem var á pallinum hrundi á götuna með þeim afleiðingum að
mölin dreifðist um allt og olli töluverðum lakkskemmdum á þremur bílum. Telur lögreglan að
tjónið nemi hundruðum þúsunda. Frá og með
áramótum hefur tryggingafélagið Sjóvá greitt
alls 31 milljón vegna sambærilegra tjóna.
valur@bladid.net



http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=358560&pageId=5740468&lang=is&q=v%E9lhj%F3lama%F0ur

14.7.06

Örninn er sestur 2006



HYOSUNG Aguila, eða GV650 eins og það heitir líka, hefur fengið nafn sitt úr spænsku en Aguila þýðir örn og eins og sjá má er örninn lentur á Íslandi. Spurningin er bara sú hvort varpið heppnist en um er að ræða alveg nýja tegund á markaðnum.

    Hyosung mótorhjól hafa notið mikilla vinsælda í Suður-Evrópu og nágrannar okkar Danir hafa sömuleiðis tekið Hyosung fagnandi enda hjólin verðlögð þannig að þau eru mjög samkeppnisfær á markaði sem annars er plagaður af ofurtollum. Eiríkur Hans Sigurðsson sem bauð landsmönnum fyrstur manna upp á Ducati mótorhjól hefur tekið við umboði fyrir Hyosung og hefur til prófunar nokkrar gerðir af þessum hjólum, öll á samkeppnisfæru verði.
    Bílablað Morgunblaðsins fékk til prófunar hjól sem í flestum tilfellum yrði flokkað sem „kraftkrúser“ og tók það til kostanna í blíðskaparveðri.

Létt og lipurt en ekki látlaust

    Myndir sýna þetta mótorhjól ekki í réttu ljósi. Það virkar fremur ýkt, sem það reyndar er, en þó ekki á slæman máta. Það mætti segja að þetta mótorhjól sé léttúðugt eða frískt og hönnun þess ber þess merki að hafa verið gerð án nokkurrar fælni við augljósar tengingar til annarra og mun dýrari mótorhjóla eins og Harley Davidson V-rod sem augljóslega er fyrirmyndin hvað útlitið varðar. Útlitið er eins og áður sagði frísklegt og nýtískulegt og einungis dregið niður af fölsku krómi sem er óþarft og myndi jafnvel koma betur út í sama lit og hjólið er sprautað í. Hjólið er útbúið breiðum dekkjum að hætti kraftkrúser hjóla með tvöföldum diskabremsum að framan og einfaldri að aftan, lágu sæti og háu stýri. Á prófunarhjólinu er vindhlíf sem aukabúnaður ásamt baki og bögglabera og pústið, sem er fremur breitt og hljómar hreint ágætlega, er 2 í 1 á hægri hlið. Stjórntæki öll eru hefðbundin og mjög auðveld í notkun og akstursstaða hin prýðilegasta eins og oft er á krúserum.
    Við fyrstu viðkynningu er hjólið mjög létt og þægilegt í meðförum og auðvelt að ímynda sér að það henti byrjendum. Reyndar hentar þetta hjól sérlega vel byrjendum þar sem hægt er að fá fyrir það búnað til að draga úr aflinu með 25kw takmörkun, sem er leyfilegt hámarksafl fyrir yngri ökumenn bifhjóls en 21 árs. Hægt er síðan að fjarlægja þessa takmörkun og gefa hjólunum fullt afl þegar viðkomandi hefur öðlast réttindi, eða hjólið selt og hjólið skilar þá sínum 79 hestöflum með tilheyrandi þjósti.  
Þar sem hjólið er mjög létt og meðfærilegt í akstri er hætt við því að ökumenn muni reka hjólið niður í beygjum. Sem betur fer er það fyrsta sem rekst niður ístöðurnar fyrir fæturna og fæst því tímanleg tilkynning um það að tímabært sé að hægja ferðina og kreppa beygjuna örlítið – þó mun þetta fara eftir ökustíl fólks en sumir munu líklega draga hælana á undan ístöðunum vegna framstæðrar stöðu þeirra.
Í bæjarumferð nýtur mótorhjólið talsverðar athygli og merkilegt nokk jafnvel meiri athygli en nafntogaðri mótorhjól í sama stíl. Kannski er þar um að kenna óþekktu nafni hjólsins, útliti þess eða hins skæra ljósbláa litar sem er líklega sjaldséður á hjólum af þessari gerð sem alla jafna eru svört. Vegfarendur kunnu allavega vel að meta hjólið og ökumaður sömuleiðis þar sem það var með eindæmum meðfærilegt. Það er vel hægt að keyra hjólið meira á toginu en hásnúning og sennilega munu flestir kunna að meta það betur þar sem titringur frá vélinni er talsverður þegar hærri snúningi er náð. Vissulega er ekkert mál að gíra niður eða upp og þannig draga úr titringnum enda þótti blaðamanni best að keyra á lágum snúningi og nota togið og spretta svo úr spori og leyfa nálinni að hendast upp hraðamælinn einstaka sinnum án þess að skipta um gír strax.

Hlykkjóttir og þröngir þjóðvegir góð skemmtun

Það var ekki síður gaman að keyra til Þingvalla í góða veðrinu. Þröngur vegurinn, hæðóttur og hlykkjóttur dró fram góða aksturseiginleika hjólsins og sýndi hve jafnvægi þess var gott. Bremsur virkuðu traustvekjandi og gírkassinn var þýður og þægilegur og aldrei missti blaðamaður úr gírskiptingu. Togið var yfirdrifið fyrir afslappaðan þjóðvegaakstur og aflið feikinóg til framúraksturs þegar á þurfti að halda – þó ekki án titringsins sem fylgdi hærri snúningi. Vindhlífin gerði talsvert gagn og er eiginlega nauðsynleg þar sem akstursstaðan á krúserhjóli er einungis til þess fallin að fanga sem mestan vind. Sætið var þægilegt til lengri aksturs og hægt að hagræða sér og breyta um stellingu án nokkurra vandræða.
    Þegar komið var til Þingvalla var mál að prófa hjólið með farþega en það reyndist lítið erfiðara að keyra hjólið þannig og hvorki fjöðrun né afl létu af sér draga þrátt fyrir aukafarþegann og má því draga þá ályktun að aukatöskur gætu gert þetta mótorhjól að fínasta hjóli til daglegs brúks og jafnvel lengri ferða ef menn vilja.
   Á heildina litið er Hyosung GV 650 létt og þægilegt hjól sem býður upp á talsvert afl fyrir þá sem það vilja en er jafnframt hentugt fyrir byrjendur. Í því sambandi má nefna afltakmörkunina sem er fáanleg og svo einfalda hluti eins og að ekki er hægt að setja hjólið í gír án þess að setja standarann upp fyrst – nokkuð sem allir byrjendur kunna örugglega að meta. Útlit hjólsins vakti fremur góð viðbrögð en stíll þess er um margt óvenjulegur þó ekki séu farnar ótroðnar slóðir í hönnun þess. Hvað notkun hjólsins varðar var hægt að finna fáa galla á því og helst hægt að kvarta yfir krómuðu plasti sem hefði mátt sleppa og titringnum í vélinni sem yrði ansi hvimleiður en kom ekki að sök þar sem auðvelt er að gíra sig framhjá því vandamáli. Blaðamaður bjóst reyndar við að stafrænt mælaborð hjólsins yrði erfitt aflestrar í sólinni og þá sérlega ljósið fyrir hlutlausan gír en það reyndist ekki vera nokkuð vandamál – reyndar var mælaborðið auðlesið og fljótlegt að sjá hraðann og þær upplýsingar aðrar sem voru í boði. Þó var þess saknað að hafa ekki snúningshraðamæli. Einn helsti kostur hjólsins hlýtur að vera verðið en 860 þúsund telst nokkuð gott verð fyrir 79 hestafla krúsermótorhjól sem er nógu sprækt til að skilja margan krúserinn eftir í rykinu. Það má reyndar minnast á það að á leiðinni í bæinn var kíkt í heimsókn hjá nýbökuðum eiganda að Hyosung GT 650R en grunntýpan af þeirri gerð, GT650, kostar aðeins 666 þúsund krónur.

Tegund: Hyosung GV650 Sports Cruiser
Vél: Tveir strokkar V2 90° vél, 647 rúmsentimetrar, 8 ventlar, yfirliggjandi knastásar, vatnskælt.
 Afl: 79 hestöfl við 9.000 snúninga á mínútu.
Tog: 68,1 Nm við 7.500 snúninga á mínútu.
Gírskipting: 5 gíra beinskiptur. 1. gír niður, 4 upp.
Bensíntankur: tekur 16 lítra.
Hröðun: Ekki vitað.
 Hámarkshraði: 195 km/klst.
Drifbúnaður: Hljóðlátt koltrefja belti.
Hemlar framan: Diskabremsur. Tvöfaldir diskar. Hemlar aftan: Diskabremsur. Stór, 270 mm diskur.
Hjólbarðar og felgur framan: 120/70-ZR18 59W. Hjólbarðar og felgur aftan: 180/55-ZR17 73W.
Lengd: 2.430 mm. Breidd: 840 mm.
Hæð: 1.150 mm. Sætishæð: 695 mm. Hæð undir lægsta punkt: 160 mm.
 Eigin þyngd: 218 kg. Heildarþyngd 410 kg.
Litir: svart – silfurgrátt – blátt og silfurgrátt.
Eyðsla: 5 lítrar í blönduðum akstri.

Verð: 860.000 kr. Umboð: Renta ehf. Hyosung Aguila
ingvarorn@mbl.is 
Morgunblaðið 14.07.2006

12.7.06

Um þúsund mótorhjólamenn við útför

HÁTT í þúsund mótorhjólamenn lögðu leið
sína til Akureyrar í gær til þess að kveðja
Heiðar Jóhannsson, Snigil nr. 10, sem lést í
umferðarslysi 2. júlí síðastliðinn, en útför
hans var gerð frá Glerárkirkju í gær.

Að sögn Ásmundar Jespersen, varaformanns Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, tók kirkjan aðeins rúmlega 700 manns í
sæti og komust því færri að en vildu og beið
nokkur fjöldi fyrir utan kirkjuna meðan athöfnin fór fram. Í Bústaðakirkju voru um hundrað manns viðstaddir minningarathöfn um Heiðar, en jarðarförin var send beint í kirkjuna í gegnum netið. „Þetta var hugmynd sem kom upp því að allir mótorhjólamenn þekktu Heidda, en ég taldi víst að það ættu ekki allir heimangengt,“ segir Hjörtur L. Jónsson, sem skipulagði minningarathöfnina sunnan heiða. Ekki mun vera algengt að jarðarfarir séu sendar landshluta á milli með nýjustu tækni þótt örfá dæmi þekkist um slíkt, t.d. þegar ófærð hefur sett strik í reikninginn. Að athöfn lokinni í  Bústaðakirkju var hópkeyrsla að Perlunni, þar sem drukkið var kaffi. „Okkur fannst við hæfi að farið yrði í Perluna því Heiddi var perla af manni,“ segir Hjörtur og tekur fram að þar hafi verið rifjaðar  upp ýmsar góðar minningar og broslegar sögur af Heiðari.
Að sögn Ásmundar hefur þegar verið stofnaður minningarsjóður um Heiðar sem nota á
til að byggja upp akstursíþróttasvæði norðan
heiða. Einnig hefur á Akureyri verið stofnaður almennur bifhjólaklúbbur sem nefnist
Tían, til heiðurs Heiðari.



Hundruð mótorhjólakappa við fjölmennustu útför sem gerð hefur verið frá Glerárkirkju

Löng líkfylgd Sniglanna

FJÖLMENNASTA útför sem gerð hefur verið frá Glerárkirkju fór fram í gær, þegar borinn var til grafar, Heiðar Þórarinn Jóhannsson, sem lést í umferðarslysi sunnudaginn 2. júlí síðastliðinn. Að auki var sjónvarpað frá útförinni í Bústaðakirkju. Heiðar var Snigill númer 10 og fyrsti og eini   heiðursfélagi KKA akstursíþróttafélags. Félagsmenn settu mjög svip á útförina, en hundruð vélhjóla fóru fyrir líkfylgd frá kirkjunni niður á Hörgárbraut, Glerárgötu og Drottningarbraut og þaðan upp Þórunnarstræti að Kirkjugarði Akureyrar. Víða mátti sjá fólk í hópum á þessari leið sem vottaði  hinum látna virðingu sína. Félagar úr Bílaklúbbi Akureyrar höfðu stillt fornbílum við suðurenda Kirkjugarðs og þá fylgdu einnig þrjá flugvélar, sveimuðu yfir líkfylgdinni.
Talið er að allt að 800  manns hafi verið í Glerárkirkju, sæti voru fyrir um 600 manns innandyra eftir að búið var að fylla anddyrið af stólum og þá stóðu allt að 200 manns í blíðskaparveðri utan við kirkjuna.
Séra Arnaldur Bárðarson jarðsöng, Sniglabandið flutti nokkur lög en einsöngvarar voru
þau Óskar Pétursson, Þórhildur Örvarsdóttir,
Andrea Gylfadóttir, Kristján Kristjánsson og
Björgvin Ploder.

Morgunblaðið 12 júlí 2006

Hundruð mótor­hjólakappa við fjöl­menn­ustu út­för sem gerð hef­ur verið frá Gler­ár­kirkju

Fjöldi hjóla við Glerárkirkju
á Akureyri
Fjöl­menn­asta út­för sem gerð hef­ur verið frá Gler­ár­kirkju fór fram í gær, þegar bor­inn var til graf­ar, Heiðar Þór­ar­inn Jó­hanns­son, sem lést í um­ferðarslysi sunnu­dag­inn 2. júlí síðastliðinn. Að auki var sjón­varpað frá út­för­inni í Bú­staðakirkju.
Heiðar var Snig­ill núm­er 10 og fyrsti og eini heiðurs­fé­lagi KKA akst­ursíþrótta­fé­lags. Fé­lags­menn settu mjög svip á út­för­ina, en hundruð vél­hjóla fóru fyr­ir lík­fylgd frá kirkj­unni niður á Hörgár­braut, Gler­ár­götu og Drottn­ing­ar­braut og þaðan upp Þór­unn­ar­stræti að Kirkju­g­arði Ak­ur­eyr­ar. Víða mátti sjá fólk í hóp­um á þess­ari leið sem vottaði hinum látna virðingu sína. Fé­lag­ar úr Bíla­klúbbi Ak­ur­eyr­ar höfðu stillt forn­bíl­um við suðurenda Kirkju­g­arðs og þá fylgdu einnig þrjá flug­vél­ar, sveimuðu yfir lík­fylgd­inni.

Talið er að allt að 800 manns hafi verið í Gler­ár­kirkju, sæti voru fyr­ir um 600 manns inn­an­dyra eft­ir að búið var að fylla and­dyrið af stól­um og þá stóðu allt að 200 manns í blíðskap­ar­veðri utan við kirkj­una.

Séra Arn­ald­ur Bárðar­son jarðsöng, Snigla­bandið flutti nokk­ur lög en ein­söngv­ar­ar voru þau Óskar Pét­urs­son, Þór­hild­ur Örvars­dótt­ir, Andrea Gylfa­dótt­ir, Kristján Kristjáns­son og Björg­vin Ploder.

















6.7.06

Heiðars Þórarins minnst í Heiðmörk

Minningarathöfn var haldin í Heiðmörk í kvöld um látna mótorhjólamenn.

Mikill fjöldi fólks var samankominn á vökunni og langflestir á hjólum.

Athöfnin hófst um níuleytið en tilefni athafnarinnar var lát Heiðars
Þórarins Jóhannssonar í bifhjólaslysi í Öræfasveit annan júlí síðastliðinn.

4.7.06

Minntust Heiðars Þórarins

Heiddi
 Minningaathöfn um Heiðar Þórarinn Jóhannsson var haldin í gærkvöldi en hann lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Athöfnin var haldin við minnisvarða um látna bifhjólamenn sem Heiðar bjó til og hannaði. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er árinu.

Frá árinu 1992 til ársins tvö þúsund fækkaði bifhjólaslysum úr 112 í 60 samkvæmt skýrslu um bifhjólaslys sem styrkt var af Rannsóknarráði umferðaröryggismála. Af þeim hlutu fjörtíu prósent alvarleg meiðsl eða létu lífið. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er þessu ári. Einn lést á síðasta ári og tveir létust árið 2004. Á annað hundrað manns kom saman við minnisvarðann um látna bifhjólame
Minnismerkið í Varmahlíð
Um fallna bifhjólamenn
nn í gærkvöld til að heiðra minningu Heiðars. Það var Heiðar Þórarinn sjálfur sem hannaði og bjó til minnisvarðar en hann var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Heiðar var meðlimur í bifhjólasamtökunum Sniglunum og var mikils metin í röðum bifhjólamanna.

Sorgartíðindi.


Við vígslu minnismerkisins
í Varmahlíð 2005

Það voru sorgleg tíðindi  2. júlí 2006 þegar mér var tjáð að Heiðar Snigill no 10 hefði látist í bifhjólaslysi í Öræfasveit.

Heiddi eins og hann var æfinlega kallaður var á heimleið af landsmóti Snigla.
Heiðar var fæddur 15. mai 1954 og var því ný orðinn 52 ára. Ég kynntist Heidda fyrir rúmum 20 árum á upphafsárum Snigla. Á þessum 20 árum höfum við ýmislegt brallað og ófáa mótorhjólatúrana höfum við tekið. 
Ef Heiddi var beðinn um hjálp eða að taka eitthvað að sér var hann alltaf fús til að gefa af sér í svoleiðis.

     Ófáir landsmótsgestir af landsmótum Snigla hafa smakkað hans sérlöguðu Landsmótssúpu sem hann hefur eldað síðustu 20 ár á öllum landsmótum síðan 1987. Sennilega er ekki til sá Íslendingur sem hefur eldað ofan í eins marga mótorhjólamenn og Heiddi, en oft tók hann að sér að elda fyrir bæði götu og torfærumótorhjólamenn á hinum ýmsu uppákomum og ferðalögum hjólamanna.

   Fyrir tæpum tveim árum tók Heiddi sig á og breytti um lífsstíl og fór í kjölfarið safna mótorhjólum fyrir alvöru og síðast þegar ég frétti átti hann 24 og hálft mótorhjól. Heiddi var eflaust einn reyndasti bifhjólamaður landsins og keppti í hinum ýmsu keppnum á mótorhjólum og meðal annars var hann Íslandsmeistari í sandspyrnu og samkvæmt mínum heimildum hefur enginn náð að slá met hanns á mótorhjóli í sandspyrnu. Heiddi keppti í nokkur ár í Íslandsmótinu í meistaradeild í þolakstri og var ævinlega elsti keppandinn í þeim keppnum, en besti árangur hanns var 12. sæti á móti þeim bestu. Hann keppti líka á jeppa í torfæru og varð Íslandsmeistari í götubílaflokki 1985.

       Fyrir rúmu ári síðan var haldið upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Sauðárkróki og þar var Heiddi að sjálfsögðu mættur með hluta af hjólaflota sínum, en af fimm keppnum sem voru í tilefni hátíðarinnar þá tók Heiddi þátt í þrem keppnum og sigraði tvær þeirra.

     Í tengslum við þessa hátíð kom upp sú hugmynd að gera minnisvarða um fórnarlömb bifhjólaslysa. Það kom aðeins einn maður upp í hugann þegar smíða og hanna átti verkið. Að sjálfsögðu var það Heiddi sem fenginn var í verkefnið og naut hann svo mikils trausts meðal þeirra sem til listasmíða hanns þekktu og tilhlökkunin var mikil þegar afhjúpa átti verkið. Þetta listaverk Heidda stendur við Varmahlíð og heitir Fallið og er til minningar um fórnarlömb bifhjólaslysa, en er það kaldhæðnislegt að listaverkasmiðurinn sjálfur sé orðin einn af fórnarlömbum bifhjólaslysa. Heidda verður sárt saknað meðal bifhjólamanna um ókomin ár. Ég vil votta fjölskyldu Heidda samúð mína á þessum erfiðu tímum.

Hjörtur Líklegur
Snigill#56

30.6.06

Harley Davidson opnar mótorhjólaleigu á Íslandi 2006


Fimm góðir hlutir til að gera þegar Harley Davidson mótorhjól er fengið að láni


Í FYRSTA skipti á Íslandi er hægt að leigja sér Harley Davidson-mótorhjól. Dulúðinni hefur því verið létt af þessu fræga merki og það er ekki lengur þörf á því að vera vítisengill til að vera við stjórnvölinn á Harley Davidson.
Davidson. Bílablað Morgunblaðsins fékk lánað Harley Davidson Road King Classic-hjól. Blaðamaður nýtti sér því tækifærið og gerði þá fimm hluti sem hann hefur alltaf langað að gera ef hann einhvern tímann kæmist yfir Harley Davidson.
Númer eitt er að skella sér í mótorhjólagallann, finna viðeigandi og töff klút um hálsinn, keyra svo heim sem leið liggur og sýna fjölskyldunni hvað maður er flottur á Harley Davidson. Þú uppskerð eins og þú sáir og það er aldrei að vita nema það eigi eftir að koma sér vel hafa unnið dálítið í ímyndinni. Það er heldur varla hægt annað en nánast að rifna úr stolti þegar rennt er á þessum risastóra fák, með tilheyrandi drunum, í innkeyrsluna hjá vinum og vandamönnum.
Númer tvö er að fara á rúntinn. Í óteljandi skipti hefur blaðamaður staðið sem barn væri og dáðst að mótorhjólunum við planið sem áður var hallæris en er nú torg Ingólfs. Loksins er maður „einn af þeim“ og hefur nú tækifæri til að vera hinum megin við glerið, ef svo má segja, og njóta athyglinnar sem er fylgifiskur krómaða vélfáksins.
Númer þrjú er verðugt viðfangsefni en það snýst um að heimsækja þá sem líklegastir eru til að smitast af mótorhjólaveirunni. Þá skiptir öllu að það líti út fyrir að maður hafi aldrei gert neitt annað en að aka Harley Davidson. Það er mesta furða hve mótorhjólið er lipurt, reyndar er það algjör engill, svo mikill engill að maður furðar sig ekkert á því mótvægi sem vítisenglarnir telja sig þurfa að veita mótorhjólinu. Það reyndist líka auðvelt að smita þá sem voru með veikt ónæmiskerfi fyrir, að sjálfsögðu, enda sá mótorhjólið sjálft um að heilla alla sem nálægt því komu. Það skipti engu hvort um var að ræða hraðafíkla, listamenn, listasmiði, blaðamenn, bankamenn eða forstjóra; öll, alveg sama hve ólík þau voru, hrifust af „hallanum“, titringurinn þegar sest var í söðulinn ruggaði hverjum sem er sem í draumalandi væri.
Að sjálfsögðu má ekki skilja vinnufélagana út undan og því var fjórða atriðið á listanum yfir það sem maður verður að gera þegar maður fær Harley Davidson-mótorhjól lánað að kíkja á þá og hneppa þá sömuleiðis í ánauð. Það gekk að sjálfsögðu mjög vel. Innan skamms tíma var komin ágætur hópur í kringum hjólið. Það er dálítið skrýtið hve fólk getur haft ólíkar skoðanir á mótorhjólum en samt sameinast um að vera hrifið af Harley Davidson.
Fimmta atriðið var svo þess eðlis að líklega er annað hvort þörf á vænum skammti af heppni eða hreinlega að eiga Harley Davidson, því það síðasta sem blaðamaður gerði, skömmu eftir miðnætti, var að keyra inn í blóðrautt sólarlagið á fallegu sumarkvöldi í Reykjavík. Að sjá himininn endurspeglast í króminu var draumi líkast og minnti á einskonar nútímaútgáfu af baksíðu Lukku-Láka-bókanna, þegar Lukku-Láki reið á móti sólsetrinu í lok bókar. Fákurinn var kannski ekki holdi klæddur eins og Léttfeti en reiðmanninum leið svo sannarlega eins og hetju.

Engin þörf á að láta sig dreyma lengur

Það er hins vegar engin þörf á að láta sig dreyma lengur því Harley Davidson-umboðið býður nú upp á leigu á mótorhjólum þar sem hægt er að leigja fjórar gerðir af mótorhjólum, Sportster 1200C fyrir 16 þúsund krónur á daginn, Dyna Sport fyrir 20 þúsund, Road King Classic eins og blaðamaður prófaði á 24 þúsund og síðast en ekki síst Ultra Classic á 28 þúsund krónur fyrir daginn. Innifalin í verðinu eru hjálmur, regngalli og bráðabirgðageymslupláss. Því þarf ekkert annað en að mæta á staðinn. Þetta er því auðveld leið til að kynnast því hvernig það er að eiga Harley Davidson. Það má einnig geta þess að Harley Davidson-umboðið býður upp á ferðir um landið með leiðsögumanni, nokkuð sem gæti verið mjög spennandi fyrir erlenda ferðamenn. Leigutaki þarf að uppfylla nokkur skilyrði til að geta leigt sér stórt og þungt Harley Davidson-mótorhjól. Hann verður að vera orðinn 26 ára og hafa leyfi til að aka stóru bifhjóli. Sömuleiðis þarf leigutaki að hafa reynslu af stórum mótorhjólum og eiga kreditkort. Ef öll þessi skilyrði eru uppfyllt þá stendur ekkert í vegi fyrir því að bregða sér í Harley Davidson-umboðið og velja þann fák sem mest heillar.




https://timarit.is/files/42357984#search=%22%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%81%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%22

Stormur kynnir Victory mótorhjól



 Það er viðeigandi að söluumboð Victory-mótorhjólanna, Stormur ehf., hefji sölu á þessum lítt þekktu mótorhjólum 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna en þá eru átta ár liðin frá því merkinu var hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum. „4. júlí er átta ára afmæli Victory-mótorhjóla fagnað í Bandaríkjunum og því full ástæða til að fagna sömuleiðis opnun fyrsta sjálfstæða umboðsins fyrir Victory-hjól utan Bandaríkjanna,“ segir Skúli Karlsson, framkvæmdastjóri Storms ehf.

Skúli ætlar að bjóða öllum mótorhjólaáhugamönnum að fagna áfanganum með sér í húsakynnum Storms að Kletthálsi 15 og bjóða upp á veitingar á staðnum.
Til sýnis verða fimm gerðir Victory-mótorhjóla, á verði frá 1.851 þúsund til 2.301 þúsund, en það eru gerðirnar Vegas, Vegas 8 ball sem er ódýrasta mótorhjólið, Jackpot sem er dýrasta mótorhjólið, Hammer og Kingpin – einu hjólin sem vantar úr framleiðslulínu Victory eru Jackpot Ness Signature og Victory Touring Cruiser en þau mun þurfa að sérpanta.

„Ég er ekki að selja þetta vegna verðsins, ég sel þetta vegna þess að þetta eru langflottustu hjólin á markaðnum,“ segir Skúli sem fékk verðlaun fyrir fallegasta mótorhjólið á sýningu Bílaklúbbs Akureyrar helgina 16. til 18. júní en þar vöktu hjólin mikla athygli.

Victory hefur náð góðum árangri í Bandaríkjunum sem „hitt“ bandaríska mótorhjólamerkið en söluaukning síðustu ár hefur verið mjög mikil og telja framleiðendur Victory að það stafi að stórum hluta af því að þeir fylgja ekki hefðum og eru ungt fyrirtæki í mótorhjólaframleiðslu sem leitar nýrra leiða.

Flest Victory mótorhjól eru með 100 rúmtommu vél, eða sem svarar rúmlega 1,6 lítra vél og því ljóst að þessi mótorhjól eru ekki vélarvana en jafnan eru mjög stórir og öflugir mótorar notaðir í þær gerðir mótorhjóla sem flestir kalla orðið „hippa“ hér heima.

Morgunblaðið 30.6.2006

Landsmót Snigla í Tunguseli um helgina

LANDSMÓT Snigla verður haldið um helgina í Tunguseli í Skaftárhreppi, u.þ.b. 40 km austur af Vík í Mýrdal (landsmót var haldið í Tunguseli 1995), og lýkur 2. júlí. Mót þessi hafa verið vel sótt hin síðari ár með allt að 500 gestum.


Á dagskrá eru tónleikar öll kvöld, íþróttamót Sniglanna, farið verður í ýmsa leiki, hátíðarkvöldverður á laugardeginum og svo auðvitað hópkeyrsla um nágrennið að hætti Snigla.

MBL 30. JÚNÍ 2006