20.5.05

Vélknúnir Léttfetar

Hvað veist þú um klifurhjól eða trialshjól eins og þau eru gjarnan kölluð? Lítið? Ekkert? Það er þá bara allt í lagi. Ekki við heldur. Við tölum þá a.m.k. sama tungumálið í þessum fyrsta reynsluakstri sinnar tegundar sem farið hefur fram á Íslandi. 

Lýsa má klifurhjólaíþróttinni sem hljóðlátum vélhjólaballett þar sem jafnvægi og útsjónarsemi eru lykilatriðin en menn stoppa um leið og þeir ætla að fara þrautirnar á fruntaskapnum og kraftinum einum saman. Við smöluðum saman GasGas-hjólum frá JHM-sport í öllum helstu stærðarflokkunum, 250cc, 280cc og 300cc, í reynsluakstur fyrir Dagbók drullumallarans sem var bæði lærdómsríkur og æði skrautlegur á köflum. Eftir nokkra pústra og byltur er þetta það sem við lærðum eftir daginn.

Spænsk listasmíð


GasGas-verksmiðjurnar eru á Spáni og eiga þær að baki langa og sigursæla sögu í klifurhjólaíþróttinni. Minnsta klifurhjólið frá GasGas sem fáanlegt er á Íslandi er 50cc og er ætlað fyrir krakka á aldrinum 6–8 ára. Einnig eru framleidd 125 og 200cc hjól en þau hafa ekki verið í boði hérlendis enn sem komið er. Við ókum hins vegar næstu stærð fyrir ofan sem er 250cc hjólið og eru nokkur slík þegar komin í umferð. Að uppbyggingu er 250cc hjólið líkt stærri hjólinu, stellið, stærð, útlit og þyngd, allt er þetta svipað. Auðveldast er að greina milli hjólanna eftir litnum en 250cc hjólið er rautt, 280cc hjólið er blátt og 300 hjólið er í sérlega fallegum gráum og krómuðum tónum og hefur heimsmeistarinn Adam Raga haft hönd í bagga með þróun þess hjóls. Hjólin eru með vatnskældar tvígengisvélar og hafa lítinn og nettan bensíntank falinn inni í stellinu og tekur hann einungis þrjá lítra af eldsneyti. Hins vegar eru vélarnar mjög eyðslugrannar og þótt ekki séu fyrir hendi nákvæmar eyðslutölur má segja að tankurinn dugi vel á þriðju klukkustund í akstri. Bremsurnar eru til fyrirmyndar, léttar en skila mikilli virkni. Sama má segja um eldsneytisgjöfina, hún er afar létt og þarf aðeins litla hreyfingu til að fá hjólið til að vinna. Munið að nákvæmni er hér lykilatriðið. Glussakúplingin var sömuleiðis fín og skiptir það ekki litlu máli þar sem maður notar kúplinguna rosalega mikið í tæknilega erfiðum þrautum t.d. þegar maður stoppar uppi á kletti og heldur jafnvæginu á meðan maður finnur næstu aksturslínu og skýtur sér svo fram af með því að nota nákvæma samhæfingu milli jafnvægis, bensíngjafar og kúplingar. Reyndar voru einhver vandræði með eitt hjólið, kúplingin fór að slíta illa á tímabili, en ekki er gott að segja nákvæmlega hvað olli þeirri truflun. Eftir að hafa spurst fyrir hjá GasGas-keppnisliðinu í Bretlandi var okkur bent á að mögulega þyrfti að skipta út vökvanum. Lítið mál en rétt að geta þess.

Gírarnir eru sex

Það kemur á óvart að klifurhjól hafi sex gíra, ekki satt? En þeim er raðað þannig upp að lítill munur er á fyrsta upp í fjórða gír þar sem hraðasviðið sem ekið er á í erfiðum þrautum er frekar lítið. Hins vegar er svo stórt stökk frá fjórða og upp í fimmta og sjötta gír en þeir bjóða upp á mun meiri hraða, u.þ.b. 80 km, og eru tilvaldir til að ferja hjólið milli staða, frá einu fjallagilinu í annað.
Hjólið er nokkuð stíft í gegnum gírana en maður þarf bara að kúpla vel og skipta ákveðið.
Nýju hjólin koma með ýmsum flottum búnaði. Má þar nefna aldeilis frábært stýri, ágætis ljósabúnað og hraðamæli sem sýnir ýmsar upplýsingar, s.s. vegalengd og tíma sem ekið er. En hvar er sætið á hjólinu? Hvergi. Klifurhjólamenn standa allan daginn, enginn tími né aðstæður til að setjast niður. Góð æfing fyrir fætur og bakvöðva. Dekkin eru með breiðum gripfleti og úr einstaklega mjúku gúmmíi og er loftþrýstingur einungis um 6 pund. Silkimjúkt vinnslusvið vélarinnar þýðir að dekkin spóla ekki, heldur líma sig föst við jarðveginn og gerir það hjólinu kleift að klifra upp aldeilis ótúlegan bratta og ófærur. Og það besta? Öll þessi mýkt og léttleiki þýðir að hjólið skilur vart eftir sig nein ummerki, jafnvel í mjúkum farvegi. Ótrúlegt en satt. Við ókum hjólunum til skiptis yfir hinar ýmsu þrautir, allt að sjálfsögðu fjarri grónu landi. Menn voru misjafnlega fljótir að ná tökum á gripunum og tóku sumir stórar byltur í grjótinu áður en þeir fóru að gera sér grein fyrir virkni hjólanna. Við skulum ekki nefna nein nöfn í því samhengi en segjum bara sem svo að þótt menn séu margfaldir Íslandsmeistarar í motocrossi sé ekki sjálfgefið að þeir geti klifið snarbrattan klett úr kyrrstöðu. 

Mismunandi aksturseiginleikar

Þótt hjólin séu að stærstum hluta eins uppbyggð hegða þau sér æði ólíkt í akstri. 300cc hjólið er t.a.m. mjög ólíkt 250cc hjólinu. Í bleytu þar sem grip skortir ber stóra hjólið af. Það hefur gríðarlega mikið tog og vinnur best í 3. og 4. gír. 300cc hjólið er jafnþungt 250cc hjólinu í kg talið en þar sem vélin í 300cc hjólinu er stærri finnst manni það hjól virka örlítið stærra. 250cc hjólið hefur mikla vinnslu neðst í aflkúrfunni. Blautir klettar, brattar brekkur, árfarvegir og drulla eru kjörlendi 300cc hjólsins. Þegar nóg er af gripi, aksturslínur eru mjög þröngar og menn eru að hoppa eldsnöggt upp á grjót er 250cc hjólið mest viðeigandi. Segja má að 280cc hjólið sé þarna mitt á milli, hvergi best en gerir allt vel, mjög vel. 

Að lokum

Þetta er einfalt, sama hvert þessara hjóla þú kaupir – þú verður ekki fyrir vonbrigðum. 250cc hjólið er fyrir alla og hentar byrjendum vel. Svo mjúkt en kemst samt ótrúlega mikið. Það fyrirgefur ökumanninum einnig mest fyrir mistök í akstri. 280cc og 300cc hjólin eru að flestu leyti eins, ljúf og létt, en toga þó hraustlegar og henta betur þeim sem eru komnir aðeins lengra, vita hvað þeir eru að gera og vilja meira en 250cc hjólið getur.
Hjólin fást í JHM sport og vegna hagstæðrar gengisþróunar hafa þau verið boðin á fínu verði. 250cc hjólið kostar 580 þúsund (staðgreiðsluverð og skráning innifalin í verðinu), og 280cc og 300cc hjólin kosta 595 þúsund.

ÞK
moto@mbl.is  
morgunblaðið 20.5.2005


19.4.05

Ættarmót mótorhjólamannsins


Það var árið 1905, 19. júní nánar tiltekið, að maður að nafni Þorkell Clemenz flutti fyrsta mótorhjólið til íslands. Af því tilefni ætla bifhjólamenn landsins að koma saman í Skagafirði um þjóðhátíðarhelgina og fagna þessum merka áfanga. Mótorhjólaæði hefur gripið um sig á Sauðárkróki.

Það eru fjórtán mótorhjólasamtök sem koma að hátíðinni í samstarfi við Vélhjólaklúbb Skagafjarðar. Heilmikið stendur til, eins og gefur að skilja, og eru það tveir stórir atburðir sem vekja hyað mesta athygli. Sá fyrri er sameiginleg hópkeyrsla frá Varmahlíð til Sauðárkróks að kvöldi 16. júní sem  markar upphaf hátíðarinnar. Hinn seinni er svo á lokadeginum, er afhjúpaður verður minnisvarði um þá sem látist hafa í bifhjólaslysum.
Maðurinn á bak við hátíðina er Hjörtur L. Jónsson. Hann fékk hugdettu um að hrinda slíkri hátíð í framkvæmd og lét bara verða af því að eigin sögn. „Ég fæ stundum brjálaðar hugmyndir og ef þær eru nógu brjálaðar reyni ég að framkvæma þær.
Þannig byrjaði Enduro-ið á íslandi og þannig byrjaði Mótorhjólakvartmílan árið 1989," segir Hjörtur en keppnirnar sem hann vísar til eru vel þekktar innan torfæruhjólaheimsins.

Mótorhjólinu til heiðurs

„Hugmyndin var upphaflega sú að koma saman á einhverju tjaldsvæðinu og halda upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Íslandi," segir Hjörtur. „En til þess að allir geti fengið eitthvað fyrir sinn snúð eru líka alls kyns atburðir á dagskrá, bæði fyrir götuhjól og torfæruhjól. Vélhjólafélag Skagafjarðar ætlar að halda utan um aksturskeppnirnar sem verða aðallega fyrir torfæruhjólin." Hjörtur ítrekar að þær keppnisgreinar sem keppt er í séu ekki hluti af þeim greinum sem keppt er í til íslandsmeistara yfir allt sumarið. „Þetta er eingöngu til gamans gert og mótorhjólinu til heiðurs. Hátíðin hefur verið kölluð ættarmót mótorhjólamannsins og er því aðaláherslan lögð á samveru og skemmtun."
Hjálmar segir að hátíðin sé fjölskylduhátíð. „Það verður engin kvölddagskrá skipulögð enda kemur slík dagskrá, svo sem böll og tónleikar, sterk inn hjá landsmótí Sniglanna sem er haldin hálfum mánuði síðar. Við leggjum allt upp úr því að hafa hátíðina eins fjölskylduvæna og hægt er. Það er svo þegjandi samkomulag meðal allra bifhjólaklúbba að þeir eru ekki með neina dagskrá hjá sér þessa helgi."

Mótorhjólaæði á Sauðárkróki

Fjölmargir klúbbar eru starfræktir um landið allt en þeir þekktustu eru Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) og Sniglarnir. En þó svo að klúbbarnir séu margir eru félagsmennirnir nánast.  undanteknfngarlaust í fleiri en einum klúbbi. „Einn sem ég talaði við um daginn sagðist vera í sjö klúbbum. Við búumst þó við þónokkrum fjölda, aldrei færri en 500, en ef gestirnir verða mikið fleiri en tvö þúsund lendum við sjálfsagt í vandræðum," segir Hjörtur sem sjálfur er meðlimur í  Sniglunum.  Hátíðin verður á Sauðárkróki eins og fyrr segir og eru heimamenn þar í skýjunum yfir að fá mótorhjólamenn landsins í heimsókn til sín. Segja má að háffgert mótorhjólaæði hafi gripið
um sig en bæði sveitarstjórinn og formaður bæjarstjómar hafa fest kaup á mótorhjóli í tílefni hátíðarinnar. „Jú, sveitarstjórinn okkar, Ársæll Guðmundsson, lét gamlan draum rætast og fékk sér mótorhjól," segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri í Ráðhúsinu á Sauðárkrókí. „Við héldum tvö glæsileg landsmót ungmennafélaganna í fyrra og sýndum þá að við getum tekið á mótí þónokkrum  fjölda af fjölskyldufólki og haldið hér glæsilega hátíð. Vonandi verður þetta í þeim anda. Svo er vonandi að við náum að rugla saman reitum okkar í kringum þjóðhátíðarhöld okkar."

Nóg að gera 

„Dagskráin er nokkurn veginn klár," segir Hjörtur. „Það eina sem er enn í vinnslu er gerð minnisvarðans. Búið er að hanna hann og menn eru tílbúnir að vinna nánast frítt en það vantar enn fjármagn tíl að kaupa efhið. Það vantar enn styrktaraðila tíl þess." Auk þess að dagskráin er smekkfull af torfærukeppnum og öðru slíku verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. Á  laugardeginum verður til að mynda heilmikil dagskrá á íþróttavellinum, til að mynda mótorhjólamannafótboltí. Reglurnar í þeirri íþrótt líkjast á engan hátt hefðbundnum  knattspyrnureglum. Tjaldsvæði verður boðið endurgjaldslaust fyrir mótsgesti í boði sveitarfélagsins.
eirikurst@dv.is
DagblaðiðVísir 19.04.2005 
*Tían breytti aðeins greininni frá frumgreininni Þar sem Nafn Hjartar L J. var ekki rétt skrifað inn í greinina.
en þar var hann skrifaður inn sem Hjálmar.

10.4.05

Tætt og tryllt á námskeiði

Ingi þór Tryggvason með nemendum sínum.

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar 

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar, gekkst fyrir námskeiði fyrir félagsmenn um síðustu helgi, þar sem kennari var Ingi Þór Tryggvason hjá MOTOXSKÓLANUM . Á námskeiðið mættu 12 vaskir strákar og höfðu af því bæði gagn og gaman. Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar var stofnaður í apríl S.l. og fer ört vaxandi en félagar eru 34 í dag. Stjórn klúbbsins hefur beitt sér fyrir því að félagsmenn fari eftir reglum um akstursleiðir á torfæruhjólum og hefur átt gott samstarf við lögreglu. Hins vegar er klúbbnum farið að vanta æfinga- og keppnissvæði og vonast til að fá úr því bætt sem fyrst. Eftir velheppnaða afmælishátíð vélhjólsins um þjóðhátíðarhelgina eru klúbbsmeðlimir bjartsýnir um framtíð Vélhjólaklúbbsins og vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn. Einnig er vert að nefna það að í Vélhjólaklúbbi Skagafiarðar eru einnig götuhjólaeigendur og klúbburinn beitir sér í þágu allra vélhjólaeigenda. Ingi Þór Tryggvason með nemendum sínum.

Feykir 29.06.2005 

21.3.05

Hvers vegna verða mótorhjól ósýnileg?

Þegar snjóa leysir og mótorhjólin fara að birtast á götunum þykir mótorhjólafólki oft ástæða til að minna á sig og ekki að óþörfu. Njáll Gunnlaugsson spyr hvers vegna sumir velviljaðir ökumenn keyra bíla í veg fyrir mótorhjól og stöðva svo þar skyndilega.


ÞETTA er spurning sem mótorhjólafólk hefur lengi velt fyrir sér og nú er komin fram kenning sem gæti varpað ljósi á málið. Samkvæmt nýlegum vísindalegum uppgötvunum verður mótorhjólið ökumönnum bíla því sem næst ósýnilegt þegar því er ekið beint í áttina að þeim. Þetta fyrirbæri kallast feluhreyfing og lætur hluti sem eru á hreyfingu beint í áttina að marki sínu, falla saman við bakgrunninn. Þegar mótorhjólið verður skyndilega sýnilegt aftur er fyrsta viðbragð ökumanns bílsins að frjósa og snarstoppa bílinn, oftar en ekki beint fyrir framan aðvífandi mótorhjólið. Þetta fyrirbrigði er vel þekkt úti í náttúrunni og drekaflugan notar þetta bragð til að koma bráð sinni á óvart.

Rekur í rogastans

Þessi feluhreyfing mótorhjólsins í áttina að bílnum gerist þegar mótorhjólinu er ekið í beina línu í átt að bílnum. Í huga ökumannsins virðist mótorhjólið ekki stækka og blandast það því saman við bakgrunninn og verður ósýnilegt. Heili ökumannsins er á þessu augnabliki stilltur til að nema hreyfingu og þess vegna verður hann ekki var við mótorhjólið. Þegar mótorhjólið nálgast svo að bílinn meira stækkar það og verður því ökumanninum skyndilega sýnilegt aftur svo að hann frýs í sporum sínum.
Feluhreyfingu þessari var fyrst lýst í kenningu Srinivasan og Davey árið 1995 um hvernig drekaflugur nota þessa tækni til að ráðast á bráð sína í loftinu. Það var svo breski mótorhjólakennarinn Duncan MacKillop sem kom auga á samhengið og staðfærði þetta yfir á það vel
þekkta fyrirbæri þegar svínað er fyrir mótorhjól.
„Feluhreyfing skordýrsins notfærir sér viðbragð  heilans við skyndilegri hreyfingu,“ útskýrir MacKillop. „Stafirnir sem eru til hliðar í sjónhimnunni eru næmari fyrir hreyfingu og vara okkur við henni.“

Mótorhjólið hluti af heildarmyndinni

Ökumaður bílsins lítur jafnvel til hliðar og sér sambland af húsum og bílum í fjarlægð, í mörgum litum og með mismunandi lögun, og mótorhjólamaðurinn verður hluti af þess ari heildarmynd. Allt lítur þetta út fyrir að vera ekki á hreyfingu og því á ökumaður bílsins sér einskis ills von, fyrr en við birtumst óvænt og hann rekur í rogastans. Í náttúrunni gerist þetta venjulega þegar drekaflugan er kominn mjög nálægt og hún notfærir sér hikið og grípur bráð sína.
   Vísindamenn hafa einnig sýnt fram á að hægt er að láta kanínu frjósa hreyfingarlausa með því einu að láta skugga nálægt henni stækka skyndilega. Samkvæmt slysatölum í Bretlandi er ákomustaður mótorhjóla í þessum slysum venjulega á milli framhjóls og A-bita bílsins, sem að gefur til kynna að mótorhjólið verður ökumanninum ekki sýnilegt fyrr en mjög nálægt gatnamótunum.
   Hvað er hægt að gera? Engar tilraunir hafa verið gerðar á þessu fyrirbrigði varðandi mótorhjól ennþá en MacKillop gerði sínar eigin tilraunir sem virðast styðja mál hans. Hann uppgötvaði að hægt er að gera sig sýnilegri. „Ef maður færir sig nær brúninni þegar maður nálgast gatnamót viðheldur það feluhreyfingunni en ef maður heldur sig í beinni línu fjærst vegarbrúninni verður maður sýnilegri fyrr,“ segir MacKillop.
   Þetta styður það sem haldið hefur verið fram um bestu stöðu mótorhjóls á akrein. MacKillop uppgötvaði líka að hægt er að vara bílstjórann við aðvífandi mótorhjóli þannig
að hann sjái það mun fyrr. „Ég komst að því að smávegis svig á akreininni varð þess valdandi að bílstjórinn leit snöggt í áttina að mér og stoppaði áður en að hann kom út á gatnamótin. Sem bifhjólakennari á ég þó erfitt með að ráðleggja fólki að stunda svig í umferð þar sem taka verður inn í dæmið hraðann. Hjólafólk verður að nota skynsemina og muna hversu ósýnileg við virðumst vera öðrum í umferðinni. Þess vegna er alltaf best að hægja á sér við varhugaverð gatnamót,“ segir Mackillop ennfremur.
Morgunblaðið 18 mars 2005

16.3.05

Fagurkeri á glansandi gæðingi (2005)

Guðbjörg Sigurðardóttir fann draumahjólið á Guggenheim-safninu í New York

 Þegar Guðbjörg Sigurðardóttir, verslunareigandi og óperuunnandi með meiru, sest upp á fákinn sinn og þeysist út í íslenska náttúru er það ekki til að slá hraðamet og finna adrenalínið streyma um æðar, jafnvel þótt farskjótinn gangi fyrir vélarafli og það af kröftugu gerðinni. Þvert á móti segist hún ekki hafa minnsta áhuga á  glannaskap eða fífldirfsku þegar hún ferðast um á Harley Davidson mótorhjólinu sínu. „Það er ekki til töffari í mér,“ segir hún með áherslu. Þrjú ár eru

Arsæll kominn á Yamaha classic Silvera

Ársæll Guðmundsson á nýja hjólinu.

 Keypti hjólið á netinu

Feykir hafði spurnir af því að Ársœll Guðmundsson sveitarstjóri í Skagafirði hefði fjárfest í forláta mótorfák. Það þótti því rétt að heyra í Ársæli hljóðið og fyrst var spurt hvort hann væri að láta gamlan draum rætast.

„Þetta hefur blundað í mér frá unglingsárum og svo hef ég verið með bifhjólaprófið í rúm 20 ár. Það er kominn tími til að nýta það. Einnig er ég á þeirri skoðun að við eigum að láta drauma okkar rætast séu þeir ekki þess eðlis að valda öðrum tjóni." 

- Hvernig vélfákur er þetta?
 „Yamaha V-Star 650cc classic Silverado árg. 2002. Keypti hjólið frá USA beint af internetinu."

 - Ertu búinn að þeysa eitthvað á fáknum?
Ég setti hjólið á skrá um daginn í veðurblíðunni og hef aðeins farið um Krókinn, eftir að hafa fengið leiðsögn og leiðbeiningar frá Kela aðstoðarskólameistara og bifhjólakennara."

- Hvað finnst fjölskyldunni um þetta uppátæki?
„Dæturnar eru himinlifandi og ég held að það sé að smita smátt og smátt húsmóðurina."

- Mega Skagfirðingar eiga von á fleiri sveitarstjórnarmönnum á mótorhjólum á næstunni? 
„Ég hef það fyrir satt að séra Gísli Gunnarsson verði kominn á svipaðan vélfák fyrir stóra vélhjólamótið sem verður í Skagafirði ísumar." 

"Feykir  2005"

19.1.05

Dagbók drullumallara



Eldur á ísnum

Ég er með uppástungu, svona bæði í gamni og alvöru.

Ég er með uppástungu, svona bæði í gamni og alvöru. Hvernig væri að læknastéttin athugaði þann möguleika að fækka eitthvað pillunum sem skrifaðar eru út fyrir þá fjölmörgu sem þjást af skammdegisþunglyndi á veturna og prófa að vísa á eitthvað sem mögulega nærir bæði líkama og sál? Það er t.a.m. fátt yndislegra á köldum vetrardögum en að þeysa eftir ísilögðum vötnum á mótorhjóli þar sem áhyggjur heimsins eru skildar eftir á bakkanum stundarkorn og menn fá útrás fyrir einfaldar en sterkar hvatir. Leikurinn snýst um að menn haldi fullri einbeitingu og að nagladekkin haldi gripi á ísnum.
Ísakstur hefur verið stundaður á Íslandi í mörg herrans ár og til er mikil reynsla og mörg góð húsráð í þessari tómstundaiðju. Haukur Þorsteinsson er eigandi verslunarinnar Nítró. Hann mætti með dótakassann á klakann þar sem við tókum saman stuttan skrens á tækjunum, Kawasaki KX 250, Husaberg 450 og einhverju furðulegu apparati sem var eins og afkvæmi vélsleða og fjórhjóls en var óstöðvandi í ófærðinni. Haukur gaf okkur svo nokkur góð ráð varðandi útbúnað í ísaksturinn en hann veit sínu viti í þeim efnum. Einnig tókst mér að draga Guðjón Guðmundsson, umsjónarmann Bíla, frá tölvuskjánum og út á ísinn, svona rétt til að hann fengi nasasjón af sportinu. En snúum okkur nú að Hauki og heyrum á hvaða hollráðum hann lumar fyrir ísaksturinn.

Hvað er það sem er svona gaman við ísinn?

"Allt! það má segja að ísaksturinn fylli upp í dauða tímann þegar það er ekki hægt að hjóla í motocross-brautum eða á fjallvegum. Einnig er þetta mjög góður félagsskapur. Maður lærir líka gríðarlega mikið á því að keyra á ísnum."

Geta allar stærðir og gerðir hjóla farið í ísakstur?

"Já það geta allar gerðir hjóla verið á ísnum. Þetta er bara spurning um réttan búnað. Það eru 50cc skellinöðrur á ísnum og síðan sjáum við 650cc endurohjól og allt þar á milli. Það hafa meira að segja sést stærri götuhjól á ísnum, þannig að það geta allir komið sér á hann."

Hvernig er best að útbúa hjólin í ísaksturinn?

"Númer eitt er að vera á góðum dekkjum, það er að segja negldum dekkjum sem fást í nokkrum gerðum. Einnig er hægt að kaupa skrúfur sem eru skrúfaðar utan frá inn í dekkið og sumir hafa farið þá leið að skrúfa dekkin innan frá með tréskrúfum. Nauðsynlegt er að setja neyðarádrepara á hjólið sem drepur á vélinni ef ökumaður dettur af hjólinu og kemur þannig í veg fyrir að hjólið skaði aðra nálæga. Smástillingar á blöndungi tvígengishjóla geta verið nauðsynlegar vegna kuldans. Vera vel klæddur, það er ekki gott að vera kaldur ef menn detta, þá er hættara við tognun. Nú geta menn keypt upphitaðan fatnað, t.d. hjá okkur í Nítró, s.s. vettlinga, sokka, treyjur og fleira. Einnig er hægt að kaupa svokallaðar hitamottur sem settar eru undir handföngin til að halda hita á höndum. Andlitsgrímur fást einnig og henta þær bæði vel í kuldanum og einnig í sandinn á sumrin."

Hvaða öryggisbúnað og hlífðarfatnað þurfa ökumenn annan en gamla góða föðurlandið?

"Eins og ég nefndi hér áðan er búnaðurinn á hjólin aðallega neyðarádrepari. Hvað varðar ökumanninn sjálfan er nauðsynlegt að útbúa sig eins og ef um crosskeppni væri að ræða, það er að segja hjálmur, brynja, olnbogahlífar, hnéhlífar, crossskór, gleraugu, hanskar, góðar buxur og jakki eða treyja."

Hvað mundirðu ráðleggja byrjendum í sportinu varðandi líkamsbeitingu og aksturstækni?

"Það er mikið atriði að vera hreyfanlegur á hjólinu, jafnframt því er mikilvægt að vera afslappaður svo maður spennist ekki upp og pumpist upp í höndunum, en það er þó nokkuð algengt að menn pumpist upp í höndunum. Sem sagt muna að halda laust í stýri og passa að hanskar og annar fatnaður þrýsti ekki það mikið á hendurnar að blóðið nái ekki að renna eðlilega. Varðandi hreyfanleikann er t.d. hægt að benda á að þegar komið er að beygju er gott að færa sig fram á hjólið til að ná sem bestu gripi með framdekkinu og vera framarlega nánast alla beygjuna, en þegar komið er út úr henni færa sig þá aftar á hjólið til að koma sem mestu gripi á afturdekkið."

Hvers lags mótorhjólamenn stunda ísakstur og er einhver aukning í þessari íþrótt milli ára?

"Ég held að það séu allar gerðir manna og kvenna sem stunda þetta sport og já það er áberandi aukning á milli ára. Nú sjáum við orðið meira af ungu kynslóðinni koma á ísinn, krakka um og undir tvítugu. Einnig erum við farin að sjá fleiri stelpur. Til gamans má geta þess að síðastliðið sumar voru 3-5 stelpur að keppa á motocross-hjólum og það var ákveðið að halda stelpunámskeið og fenginn til þess erlendur kennari. Öllum til mjög mikillar undrunar mættu fyrsta kvöldið 19 stelpur, sem segir okkur ýmislegt um áhugann á sportinu. Þessi fjöldi hefði talist nokkuð góður í motocrosskeppni fyrir ekki nema 4-5 árum og þá á ég við í flokki karla og það í heildina, því að á þeim tíma kepptu held ég engar stelpur á crosshjólum."

Hvað um þetta klikkaða fjórhjól, eða á ég kannski frekar að kalla þetta beltahjól? Hvað er málið?

"Já það er ekki nema von að þú spyrjir. Við vorum að fá þennan einstaka beltabúnað sem passar undir flest 4x4 fjórhjól og hann hefur vakið gríðarlega athygli. Það má segja að þetta sé bylting fyrir fjórhjólaeigendur með 4x4x fjórhjól. Nú geta þeir notað hjólin sín allan ársins hring og ekki nóg með það heldur komast þeir líka ótrúlega mikið. Einnig tel ég það alveg ljóst að fyrir björgunarsveitir sé þetta án efa eitt öflugasta björgunartæki sem völ er á. Tækið kemst hreinlega allt, það dregur heil ósköp og það er gríðarlega góð ending á þessum búnaði."
19. janúar 2005

29.11.04

Íslenskt mótorhjólafólk er gott

Bókin hans Njáls heitir Þá riðu hetjur um héruð - 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi.
Þar er byrjað á sögu fyrsta hjólsins og síðan fjallað um þau sem á eftir komu. Meðal annars er þar kafli um herinn, annar um lögregluna og þriðji um mótorhjólaklúbba, til dæmis hinn fjölmenna skellinöðruklúbb Eldingu sem æskulýðsráð stóð fyrir og margir þjóðkunnir menn voru í á sínum ungdómsárum.
 Njáll brosir góðlátlega þegar hann er spurður í kerksni hvort mótorhjólagengin séu að reyna að bæta ímynd sína með þessari bók og svarar: "Íslenskt mótorhjólafólk hefur yfirleitt haft á sér jákvæðan stimpil enda er það gott fólk." Njáll er búinn að safna efni um mótorhjól síðan um 1990, bæði sögum og myndum og á gagnagrunni í tölvunni geymir hann upplýsingar um 2.000 íslensk hjól.
Hann varð umsjónarmaður Sniglafrétta árið 1993 og hefur síðan skrifað óslitið um mótorhjól í dagblöð og tímarit. "Það stóð alltaf til að gefa út bók en ég sló því á frest því ég hafði ekki fundið út hver var tegund fyrsta hjólsins sem kom til Íslands 1905. Það var ekki fyrr en ég komst í kynni við sérfræðinga í Danmörku að það kom í ljós og með þessari bók er hulunni svipt af þeim leyndardómi," segir Njáll og sýnir mynd af slíku hjóli. Upplýsir líka að það hafi verið Þorsteinn Klemens, bílstjóri fyrsta bílsins á Íslandi, sem flutti hjólið inn. Mörg fleiri frækin hjól koma við sögu í bókinni og margir fræknir mótorhjólamenn. Til dæmis var það einn slíkur sem fór fyrstur á vélknúnu farartæki yfir Kjöl og náðist meira að segja á mynd nærri Gullfossi að þeirri ferð lokinni. Sú mynd prýðir hina nýju bók eins og rúmlega 200 aðrar sem margar hverjar eru að birtast á prenti í fyrsta sinn

9.11.04

Mótorhjólafólk - gæðablóð eða glæpamenn?

 

Mótorhjólafólk hefur stundum verið litið hornauga. Svartur leðurgallinn þykir ógnvekjandi og drunur vélfákanna láta þungt í eyrum. Endurteknar uppákomur í flugstöðinni og meint tengsl íslenskra hjólaklúbba við erlend glæpasamtök hafa skyggt enn frekar á ímynd hjólafólks.

Áhugafólki um bifhjól og bifhjólaakstur er ekki skemmt yfir tíðum fregnum af aðgerðum yfirvalda gegn erlendum mótorhjólaklúbbum. Félögum í norrænu samtökunum Hog Riders var meinuð innganga í landið fyrir helgi og því borið við að þeir væru á sakaskrá og af þeim stafaði hætta. Sama var uppi á teningnum í desember þegar níu norskir Vítisenglar reyndu að komast inn í landið og enn árið 2002 þegar nítján dönskum Vítisenglum var snúið við í gættinni.
Það fer fyrir brjóstið á heiðvirðu íslensku bifhjólafólki að það skuli tengt, beint og óbeint, við slíka erlenda hópa. Meginþorri þess hefur ekkert til saka unnið. Það hefur hins vegar brennandi áhuga á mótorhjólum og þykir fátt betra en að bruna eftir malbikinu og finna hestöflin krauma í klofinu. Það er þó ekki út í bláinn að harðsvíruð glæpasamtök á Norðurlöndunum séu tengd við Ísland og íslenska mótorhjólaklúbba. Liðsmenn þeirra hafa jú reynt að komast til landsins til að hitta Íslendinga sem eiga sér þá heitu ósk að fá inngöngu í erlendu klúbbana. Og þó að íslenskir fylgismenn erlendu samtakanna þvertaki  fyrir glæpastarfsemi erlendra vina sinna er það óumdeild skilgreining íslenskra yfirvalda og einmitt á þeim forsendum er þeim meinaður aðgangur.
 Nú um helgina öðlaðist vélhjólaklúbburinn Hrollur þann sess að verða reynslufélag innan Hog Riders. Næsta skref er svo full aðild. Hermt hefur verið að Fáfnir hafi hug á að fá sambærilega stöðu innan Vítisengla en það ferli er mun skemmra á veg komið. Fyrsta skrefið er að gerast stuðningsaðilar, þá fylgisveinar og loks reynslufélag áður en aðild fæst.

 Góðir strákar í Hrollli 

Baldvin Jónsson er formaður Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins. Hann segir umrædd mál skaða mótorhjólafólk og vildi heldur vera laus við svona uppákomur. „Mér finnst algjör óþarfi að hengja sig á erlenda mótorhjólaklúbba. Þeir sem það gera verða hvorki stærri né merkilegri fyrir vikið,“ segir Sniglaformaðurinn. Hann ítrekar að umræðan hafi neikvæð áhrif á ímynd bifhjólafólks og tekur skýrt fram að Sniglarnir standi ekki á bak við komur þessara manna, þar séu aðrir á ferðinni. „Við styðjum þetta alls ekki en getum auðvitað ekki bannað þetta.“ Baldvin segir óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér nú þegar Hog Riders hafi skotið rótum á  Íslandi en býst ekki við neinu misjöfnu, ekki í bráð í það minnsta. „Ég er ekki hræddur við þetta og ekki hræddur um að strákarnir sem gengu í Hog Riders um helgina eigi eftir að leiðast út í eitthvað  misjafnt því það eru góðir strákar.“ Hann fullyrðir jafnframt að þess sé langt að bíða að hér muni íslenskur Vítisengill ganga um í fullum skrúða, „það verður að minnsta kosti ekki næstu árin,“ segir Baldvin.
 Eftir því sem næst verður komist eru sextán klúbbar mótorhjólamanna starfræktir í  landinu, misfjölmennir og misvirkir eins og gengur. Hrollur er fámennt félag með aðsetur við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og hlaut um helgina reynsluaðild að Hog Riders. Haft er eftir Gunnari Hafþóri Eymarssyni Hrollsmanni í DV í gær að þeir séu fjölskyldumenn og mótorhjólin séu þeirra  hobbí. Orðrétt segir hann einnig:„Við erum ekki þekktir fyrir neitt dóp og í þessum partíum sem við höfum farið í úti eru menn að drekka og ef það er eitthvað dóp í gangi er enginn að veifa því.“
Fáfnir er að sama skapi fámennur félagsskapur en höfuðstöðvarnar eru í Kaplahrauni í Hafnarfirði.
Fáfnismenn hafa verið tengdir Vítisenglum og sagðir langa til að ganga í þau alræmdu samtök.  Nafnkunnustu Fáfnismennirnir eru Jón Trausti Lúthersson, Brynjólfur Þór Jónsson og Sverrir Þór Einarsson. Haft hefur verið eftir Brynjólfi í Fréttablaðinu að Vítisenglar séu stór og virt samtök og lögleg þar sem þau starfi. Hann sagði það ekki trufla fyrirætlanir Fáfnismanna þó Vítisenglar væru bendlaðir við glæpi enda aldrei fallið dómur á sjálf samtökin. Einstakir félagsmenn hafa hins vegar hlotið dóma og sumir þunga. Fáfnir starfaði framan af í Grindavík en fluttist á höfuðborgarsvæðið fyrir nokkru.

Hinir 

Í Óskabörnum Óðins voru eitt sinn ungir og reiðir menn sem vildu ekki lúta stjórn annarra og stofnuðu því sitt eigið félag. Þeir hafa elst og reiðin runnið af þeim og lítið fer fyrir starfseminni. Óskabörn Óðins hafa útibú í Danmörku og helgast það af því að nokkrir félagsmenn fluttust utan og stofnuðu þar deild.
  DMFÍ stendur fyrir Drullumallarafélag Íslands og eru félagsmenn áhugasamir um torfæruakstur en eiga einnig götuhjól. Nokkur félög eru bundin við landsvæði og má þar nefna Erni á Suðurnesjum, Postula á Suðurlandi, Smaladrengi á Siglufirði og víðar á Norðurlandi og Rafta í Borgarfirði.
 Í Berserkjum eru menn sem allir eru að gera upp Harley Davidson-mótorhjól  og HOG er félagsskapur Harley-eigenda og starfar í tengslum við Harley-umboðið á Íslandi.
Hvítabirnir eru lausbeislaður félagsskapur en aðalfundur er haldinn einu sinni á ári og þá á landsmóti Snigla. Er þess vandlega gætt að fundurinn standi ekki nema í eina klukkustund. Í Varúlfana fá þeir einir inngöngu sem lifa eftir 12 spora kerfinu og Vélhjólafjelag gamlingja er félagsskapur fólks á  öllum aldri sem á gömul hjól. Engar upplýsingar fengust um starfsemi Mjölnis í Keflavík.
bjorn@frettabladid.is
9.11.2004

22.9.04

Husaberg 650 FE - of mikið af hinu góða?

AUÐVITAÐ er þetta hálfgerð klikkun.

 Ég meina, hver þarf 650 kúbika torfæruhjól? Hjól sem þeytir þér svimandi nærri 200 kílómetra hraðanum allt þar til vegurinn er skyndilega á enda. Auðvitað þarf enginn lifandi maður í raun svo mikið afl. En það er einmitt þetta, þessi skemmtilega klikkun, sem gerir þetta hjól svo spennandi. Spurningin er þó hvort þetta mikla afl komi ekki niður á aksturseiginleikum hjólsins?

Smávegis sögustund til að byrja með. 

Eins og IKEA er Husaberg sænsk framleiðsla en ólíkt húsgögnunum er hjólunum ekki beint ætlað að vera hagnýt. Husaberg er keppnistæki smíðað með afl og léttleika að leiðarljósi. Í upphafi varð há bilanatíðni þess valdandi að vinsældir þessa annars ágæta hjóls urðu ekki eins miklar og vonir stóðu til. Þegar KTM og Husaberg-verksmiðjurnar gengu svo í eina sæng varð úr farsælt hjónaband sem færði báðum aðilum ávinninga. KTM fékk aðgang að framúrstefnulegri hönnun Husaberg-manna, sem á móti fengu nutu góðs af hágæða smíði og gæðaeftirliti austurrísku KTM-verksmiðjanna. Þar með fékk Husaberg það sem alltaf vantaði, vandaða og fullkláraða framleiðslu.

Hreinn og tær gangur

Gangurinn í mótornum kemur á óvart. Engin læti. Engar sprengingar eða glamur. Bara hreinn og tær gangur. Hjólið er fremur milt á lágsnúningi, það má bögglast áfram með hraða snigilsins yfir grjót og urð og hjólið drepur ekki á sér og sýnir enga óvænta hrekki. Þegar komið er upp og yfir 3.000 snúningana fara hlutirnir að gerast og "bergurinn" að toga fyrir alvöru. Ég held að hámarkshraði þessa hjóls markist ekki af hjólinu sjálfu heldur hversu hratt þú þorir að keyra það. Þetta er a.m.k. í fyrsta skipti í mjög mörg ár sem ég keyri mótorhjól sem kemst hraðar en ég þori að fara. Þvílík sigling! Hjólið rennur ljúflega í gegnum alla gíra en þegar komið er í 6. gír er eins gott að vegurinn framundan sé beinn og breiður og að þú haldir þér fast í stýrið.

Góð fjöðrun

Fjöðrunin (White Power) reyndist mjög góð, bæði að framan og aftan og var hjólið mjög áreiðanlegt við allar þær aðstæður sem boðið var upp á hvort sem það var í mold, sandi eða grjótbrölti. Við þröngar aðstæður s.s. í kröppum beygjum eða þar sem þarf að skipta ört um aksturslínur verður þú var við stærð og afl hjólsins og getur orðið úr því orkufrek glíma notir þú ekki rétta aksturstækni (hærri gír og lægri snúning til að minnka að mótorinn togi þig út úr beygju). Það sem gerir hjólinu kleift að komast vel frá slíku er þægilegt og jafnt vinnslusvið mótorsins, góð fjöðrun og fín glussakúpling. Á hálendisvegum sem bjóða upp á meiri hraða er svo vart hægt að hugsa sér betra ferðahjól. Mín helstu umkvörtunarefni eru stór tankur sem samt tekur furðulítið eldsneyti, (9 lítra), miðað við fyrirferðina. Það fer svo fremur illa saman við þá staðreynd að 650cc hjólið er mjög eyðslufrekt, sérstaklega ef því er haldið á snúningi. Var ég of spenntur (og hræddur) til að fylgjast með því hversu ört lækkaði í bensíntanknum og tókst mér að verða bensínlaus uppi á miðri heiði. Ég var lítið hrifinn af frambremsunni en ef það er eitthvert hjól sem þarf góðar bremsur þá er það þetta. Vinstra númeraspjaldið átti það til að krækjast í stígvélin mín. Einnig var stýrið allt of lágt en við skulum skrifa það á minn eigin ofvöxt (193 cm) fremur en hjólið sjálft þar sem flestir aðrir eru hæstánægðir með stýrið. Frágangur hjólsins er með ágætum og virðast gæði og ending hjólanna vera sambærileg við annað sem er í boði.

Fáránlega kraftmikið hjól

Husaberg hefur tekist að smíða aldeilis ótrúlegt hjól sem er fáránlega kraftmikið en samt ljúft og milt. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góða aksturseiginleika svo stórt hjól getur haft. Hjólið hentar engan veginn þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í sportinu en höfðar þeim mun sterkar til stórra stráka sem ekki kalla allt ömmu sína.
ÞK
22. september 2004 | Bílablað mbl

25.8.04

Vélhjólamaður kærir lögreglumann

Vélhjólamaður hefur kært lögreglumann í Reykjavík fyrir að hafa stofnað lífi sínu og limum í hættu. Hilmar Ingimundarson, lögmaður vélhjólamannsins, segir lögregluna hafa farið yfir á öfugan vegarhelming til að stöðva vélhjólamanninn sem kom á móti lögreglubílnum á Ægisíðunni. Málið var kært til lögreglunnar í Reykjavík sem áframsendi málið til ríkissaksóknara. Lögreglan er vanhæf til að rannsaka kærur á hendur sínum starfsmönnum og félögum. Hilmar segir með ólíkindum að lögreglumaður hafi ætlað sér að stöðva mótorhjól á ferð með þessum hætti. Hann segir lögregluna hafa fyrr um kvöldið hafa verið að eltast við vélhjól á mikilli ferð en þeir hafi ekki vitað hvort um sama hjól hefði verið að ræða eða ekki. "Hann var alltof seinn að bremsa og lenti á lögreglubílnum sem var á öfugum vegarhelming. Hann hlaut skrámur og mar og hjólið fór mjög illa," segir Hilmar. Lögreglumaðurinn segist hafa sett viðvörunarljósin á en vélhjólamaðurinn kannast ekki við það og hefur Hilmar farið fram á rannsókn. Í tetrakerfinu á að vera hægt að sjá hvar lögreglubílar eru staddir, á hvaða hraða og hvort þeir séu með viðvörunarljósin á. Slysið varð 31. maí og fór Hilmar fram á rannsóknina 10. júní þar sem upplýsingar úr tetrakerfinu væru ekki geymdar nema í tvo mánuði.

Vísir
25. ágúst 2004

Lögreglan stofnaði lífi bifhjólamanns í voða



 Lögfræðineminn ************ hefur kært lögreglumann fyrir að hafa stofnað lífi sínu og heilsu í stórhættu. Lögreglumaðurinn ók yfir á rangan vegarhelming i veg fyrir ******** sem ók þar um á vélhjóli og lá óvígur eftir. Lögreglan ber því við að hér hafi verið um slys að ræða. Ríkissaksóknari rannsakar málið. Lögreglan í Reykjavík telst vanhæf


************, 25 ára lögfræðinemi, hefur kært lögreglumann fyrir að hafa ekið yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hann að kvöldi 31. mai. Í kærunni er ökumaður lögreglubifreiðarinnar sagður hafa stofnað lífi og heilsu *****í voða og þess krafist að málið verði rannsakað.
 Ríkissaksóknari er með málið í höndum en lögreglan í Reykjavík telst vanhæf til að rannsaka það.
******* segist heppinn að vera enn á lífi. 


„Ég meiddist töluvert og er ekki búinn að bíða þess bætur ennþá," segir ******** sem stundar nám við lagadeild Háskóla íslands og er meðlimur í Sniglunum. Bifhjólamenn eru margir hverjir afar reiðir yfir atburðinum og spyrja hvort það sé stefna lögreglunnar að aka niður mótorhjólamenn.

Keyrði í veg fyrir hjólið 

Í skýrslum lögreglunnar þann 31. maí kemur fram að nokkur bifhjól hafi verið mæld á of miklum hraða fyrr um kvöldið. Lögreglunni tókst hins vegar ekki að stöðva þá ökumenn. Nokkru síðar sá ökumaður lögreglubifreiðar númerið MN-074, ****, koma akandi við bensínstöðina á Ægisíðu.  **** var ekki viðriðinn hraðaksturinn fyrr um kvöldið og hefur ekki enn hlotið neina kæru eftir umrætt kvöld.
Ökumaður lögreglubifreiðarinnar ákvað hins vegar að stöðva hann. **** segist hafa komið fyrir horn og verið á leið inn í beygju þegar lögreglubíllinn keyrði snöggt í veg fyrir hann. **** skall á lögreglubílinn og flaug af hjólinu. 
Eins og sést á myndunum hér til hliðar er augljóst að lögreglan ók yfir á rangan vegarhelming. ****