19.4.05

Ættarmót mótorhjólamannsins


Það var árið 1905, 19. júní nánar tiltekið, að maður að nafni Þorkell Clemenz flutti fyrsta mótorhjólið til íslands. Af því tilefni ætla bifhjólamenn landsins að koma saman í Skagafirði um þjóðhátíðarhelgina og fagna þessum merka áfanga. Mótorhjólaæði hefur gripið um sig á Sauðárkróki.

Það eru fjórtán mótorhjólasamtök sem koma að hátíðinni í samstarfi við Vélhjólaklúbb Skagafjarðar. Heilmikið stendur til, eins og gefur að skilja, og eru það tveir stórir atburðir sem vekja hyað mesta athygli. Sá fyrri er sameiginleg hópkeyrsla frá Varmahlíð til Sauðárkróks að kvöldi 16. júní sem  markar upphaf hátíðarinnar. Hinn seinni er svo á lokadeginum, er afhjúpaður verður minnisvarði um þá sem látist hafa í bifhjólaslysum.
Maðurinn á bak við hátíðina er Hjörtur L. Jónsson. Hann fékk hugdettu um að hrinda slíkri hátíð í framkvæmd og lét bara verða af því að eigin sögn. „Ég fæ stundum brjálaðar hugmyndir og ef þær eru nógu brjálaðar reyni ég að framkvæma þær.
Þannig byrjaði Enduro-ið á íslandi og þannig byrjaði Mótorhjólakvartmílan árið 1989," segir Hjörtur en keppnirnar sem hann vísar til eru vel þekktar innan torfæruhjólaheimsins.

Mótorhjólinu til heiðurs

„Hugmyndin var upphaflega sú að koma saman á einhverju tjaldsvæðinu og halda upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Íslandi," segir Hjörtur. „En til þess að allir geti fengið eitthvað fyrir sinn snúð eru líka alls kyns atburðir á dagskrá, bæði fyrir götuhjól og torfæruhjól. Vélhjólafélag Skagafjarðar ætlar að halda utan um aksturskeppnirnar sem verða aðallega fyrir torfæruhjólin." Hjörtur ítrekar að þær keppnisgreinar sem keppt er í séu ekki hluti af þeim greinum sem keppt er í til íslandsmeistara yfir allt sumarið. „Þetta er eingöngu til gamans gert og mótorhjólinu til heiðurs. Hátíðin hefur verið kölluð ættarmót mótorhjólamannsins og er því aðaláherslan lögð á samveru og skemmtun."
Hjálmar segir að hátíðin sé fjölskylduhátíð. „Það verður engin kvölddagskrá skipulögð enda kemur slík dagskrá, svo sem böll og tónleikar, sterk inn hjá landsmótí Sniglanna sem er haldin hálfum mánuði síðar. Við leggjum allt upp úr því að hafa hátíðina eins fjölskylduvæna og hægt er. Það er svo þegjandi samkomulag meðal allra bifhjólaklúbba að þeir eru ekki með neina dagskrá hjá sér þessa helgi."

Mótorhjólaæði á Sauðárkróki

Fjölmargir klúbbar eru starfræktir um landið allt en þeir þekktustu eru Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) og Sniglarnir. En þó svo að klúbbarnir séu margir eru félagsmennirnir nánast.  undanteknfngarlaust í fleiri en einum klúbbi. „Einn sem ég talaði við um daginn sagðist vera í sjö klúbbum. Við búumst þó við þónokkrum fjölda, aldrei færri en 500, en ef gestirnir verða mikið fleiri en tvö þúsund lendum við sjálfsagt í vandræðum," segir Hjörtur sem sjálfur er meðlimur í  Sniglunum.  Hátíðin verður á Sauðárkróki eins og fyrr segir og eru heimamenn þar í skýjunum yfir að fá mótorhjólamenn landsins í heimsókn til sín. Segja má að háffgert mótorhjólaæði hafi gripið
um sig en bæði sveitarstjórinn og formaður bæjarstjómar hafa fest kaup á mótorhjóli í tílefni hátíðarinnar. „Jú, sveitarstjórinn okkar, Ársæll Guðmundsson, lét gamlan draum rætast og fékk sér mótorhjól," segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri í Ráðhúsinu á Sauðárkrókí. „Við héldum tvö glæsileg landsmót ungmennafélaganna í fyrra og sýndum þá að við getum tekið á mótí þónokkrum  fjölda af fjölskyldufólki og haldið hér glæsilega hátíð. Vonandi verður þetta í þeim anda. Svo er vonandi að við náum að rugla saman reitum okkar í kringum þjóðhátíðarhöld okkar."

Nóg að gera 

„Dagskráin er nokkurn veginn klár," segir Hjörtur. „Það eina sem er enn í vinnslu er gerð minnisvarðans. Búið er að hanna hann og menn eru tílbúnir að vinna nánast frítt en það vantar enn fjármagn tíl að kaupa efhið. Það vantar enn styrktaraðila tíl þess." Auk þess að dagskráin er smekkfull af torfærukeppnum og öðru slíku verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. Á  laugardeginum verður til að mynda heilmikil dagskrá á íþróttavellinum, til að mynda mótorhjólamannafótboltí. Reglurnar í þeirri íþrótt líkjast á engan hátt hefðbundnum  knattspyrnureglum. Tjaldsvæði verður boðið endurgjaldslaust fyrir mótsgesti í boði sveitarfélagsins.
eirikurst@dv.is
DagblaðiðVísir 19.04.2005 
*Tían breytti aðeins greininni frá frumgreininni Þar sem Nafn Hjartar L J. var ekki rétt skrifað inn í greinina.
en þar var hann skrifaður inn sem Hjálmar.

10.4.05

Tætt og tryllt á námskeiði

Ingi þór Tryggvason með nemendum sínum.

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar 

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar, gekkst fyrir námskeiði fyrir félagsmenn um síðustu helgi, þar sem kennari var Ingi Þór Tryggvason hjá MOTOXSKÓLANUM . Á námskeiðið mættu 12 vaskir strákar og höfðu af því bæði gagn og gaman. Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar var stofnaður í apríl S.l. og fer ört vaxandi en félagar eru 34 í dag. Stjórn klúbbsins hefur beitt sér fyrir því að félagsmenn fari eftir reglum um akstursleiðir á torfæruhjólum og hefur átt gott samstarf við lögreglu. Hins vegar er klúbbnum farið að vanta æfinga- og keppnissvæði og vonast til að fá úr því bætt sem fyrst. Eftir velheppnaða afmælishátíð vélhjólsins um þjóðhátíðarhelgina eru klúbbsmeðlimir bjartsýnir um framtíð Vélhjólaklúbbsins og vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn. Einnig er vert að nefna það að í Vélhjólaklúbbi Skagafiarðar eru einnig götuhjólaeigendur og klúbburinn beitir sér í þágu allra vélhjólaeigenda. Ingi Þór Tryggvason með nemendum sínum.

Feykir 29.06.2005 

21.3.05

Hvers vegna verða mótorhjól ósýnileg?

Þegar snjóa leysir og mótorhjólin fara að birtast á götunum þykir mótorhjólafólki oft ástæða til að minna á sig og ekki að óþörfu. Njáll Gunnlaugsson spyr hvers vegna sumir velviljaðir ökumenn keyra bíla í veg fyrir mótorhjól og stöðva svo þar skyndilega.


ÞETTA er spurning sem mótorhjólafólk hefur lengi velt fyrir sér og nú er komin fram kenning sem gæti varpað ljósi á málið. Samkvæmt nýlegum vísindalegum uppgötvunum verður mótorhjólið ökumönnum bíla því sem næst ósýnilegt þegar því er ekið beint í áttina að þeim. Þetta fyrirbæri kallast feluhreyfing og lætur hluti sem eru á hreyfingu beint í áttina að marki sínu, falla saman við bakgrunninn. Þegar mótorhjólið verður skyndilega sýnilegt aftur er fyrsta viðbragð ökumanns bílsins að frjósa og snarstoppa bílinn, oftar en ekki beint fyrir framan aðvífandi mótorhjólið. Þetta fyrirbrigði er vel þekkt úti í náttúrunni og drekaflugan notar þetta bragð til að koma bráð sinni á óvart.

Rekur í rogastans

Þessi feluhreyfing mótorhjólsins í áttina að bílnum gerist þegar mótorhjólinu er ekið í beina línu í átt að bílnum. Í huga ökumannsins virðist mótorhjólið ekki stækka og blandast það því saman við bakgrunninn og verður ósýnilegt. Heili ökumannsins er á þessu augnabliki stilltur til að nema hreyfingu og þess vegna verður hann ekki var við mótorhjólið. Þegar mótorhjólið nálgast svo að bílinn meira stækkar það og verður því ökumanninum skyndilega sýnilegt aftur svo að hann frýs í sporum sínum.
Feluhreyfingu þessari var fyrst lýst í kenningu Srinivasan og Davey árið 1995 um hvernig drekaflugur nota þessa tækni til að ráðast á bráð sína í loftinu. Það var svo breski mótorhjólakennarinn Duncan MacKillop sem kom auga á samhengið og staðfærði þetta yfir á það vel
þekkta fyrirbæri þegar svínað er fyrir mótorhjól.
„Feluhreyfing skordýrsins notfærir sér viðbragð  heilans við skyndilegri hreyfingu,“ útskýrir MacKillop. „Stafirnir sem eru til hliðar í sjónhimnunni eru næmari fyrir hreyfingu og vara okkur við henni.“

Mótorhjólið hluti af heildarmyndinni

Ökumaður bílsins lítur jafnvel til hliðar og sér sambland af húsum og bílum í fjarlægð, í mörgum litum og með mismunandi lögun, og mótorhjólamaðurinn verður hluti af þess ari heildarmynd. Allt lítur þetta út fyrir að vera ekki á hreyfingu og því á ökumaður bílsins sér einskis ills von, fyrr en við birtumst óvænt og hann rekur í rogastans. Í náttúrunni gerist þetta venjulega þegar drekaflugan er kominn mjög nálægt og hún notfærir sér hikið og grípur bráð sína.
   Vísindamenn hafa einnig sýnt fram á að hægt er að láta kanínu frjósa hreyfingarlausa með því einu að láta skugga nálægt henni stækka skyndilega. Samkvæmt slysatölum í Bretlandi er ákomustaður mótorhjóla í þessum slysum venjulega á milli framhjóls og A-bita bílsins, sem að gefur til kynna að mótorhjólið verður ökumanninum ekki sýnilegt fyrr en mjög nálægt gatnamótunum.
   Hvað er hægt að gera? Engar tilraunir hafa verið gerðar á þessu fyrirbrigði varðandi mótorhjól ennþá en MacKillop gerði sínar eigin tilraunir sem virðast styðja mál hans. Hann uppgötvaði að hægt er að gera sig sýnilegri. „Ef maður færir sig nær brúninni þegar maður nálgast gatnamót viðheldur það feluhreyfingunni en ef maður heldur sig í beinni línu fjærst vegarbrúninni verður maður sýnilegri fyrr,“ segir MacKillop.
   Þetta styður það sem haldið hefur verið fram um bestu stöðu mótorhjóls á akrein. MacKillop uppgötvaði líka að hægt er að vara bílstjórann við aðvífandi mótorhjóli þannig
að hann sjái það mun fyrr. „Ég komst að því að smávegis svig á akreininni varð þess valdandi að bílstjórinn leit snöggt í áttina að mér og stoppaði áður en að hann kom út á gatnamótin. Sem bifhjólakennari á ég þó erfitt með að ráðleggja fólki að stunda svig í umferð þar sem taka verður inn í dæmið hraðann. Hjólafólk verður að nota skynsemina og muna hversu ósýnileg við virðumst vera öðrum í umferðinni. Þess vegna er alltaf best að hægja á sér við varhugaverð gatnamót,“ segir Mackillop ennfremur.
Morgunblaðið 18 mars 2005

16.3.05

Fagurkeri á glansandi gæðingi (2005)

Guðbjörg Sigurðardóttir fann draumahjólið á Guggenheim-safninu í New York

 Þegar Guðbjörg Sigurðardóttir, verslunareigandi og óperuunnandi með meiru, sest upp á fákinn sinn og þeysist út í íslenska náttúru er það ekki til að slá hraðamet og finna adrenalínið streyma um æðar, jafnvel þótt farskjótinn gangi fyrir vélarafli og það af kröftugu gerðinni. Þvert á móti segist hún ekki hafa minnsta áhuga á  glannaskap eða fífldirfsku þegar hún ferðast um á Harley Davidson mótorhjólinu sínu. „Það er ekki til töffari í mér,“ segir hún með áherslu. Þrjú ár eru

Arsæll kominn á Yamaha classic Silvera

Ársæll Guðmundsson á nýja hjólinu.

 Keypti hjólið á netinu

Feykir hafði spurnir af því að Ársœll Guðmundsson sveitarstjóri í Skagafirði hefði fjárfest í forláta mótorfák. Það þótti því rétt að heyra í Ársæli hljóðið og fyrst var spurt hvort hann væri að láta gamlan draum rætast.

„Þetta hefur blundað í mér frá unglingsárum og svo hef ég verið með bifhjólaprófið í rúm 20 ár. Það er kominn tími til að nýta það. Einnig er ég á þeirri skoðun að við eigum að láta drauma okkar rætast séu þeir ekki þess eðlis að valda öðrum tjóni." 

- Hvernig vélfákur er þetta?
 „Yamaha V-Star 650cc classic Silverado árg. 2002. Keypti hjólið frá USA beint af internetinu."

 - Ertu búinn að þeysa eitthvað á fáknum?
Ég setti hjólið á skrá um daginn í veðurblíðunni og hef aðeins farið um Krókinn, eftir að hafa fengið leiðsögn og leiðbeiningar frá Kela aðstoðarskólameistara og bifhjólakennara."

- Hvað finnst fjölskyldunni um þetta uppátæki?
„Dæturnar eru himinlifandi og ég held að það sé að smita smátt og smátt húsmóðurina."

- Mega Skagfirðingar eiga von á fleiri sveitarstjórnarmönnum á mótorhjólum á næstunni? 
„Ég hef það fyrir satt að séra Gísli Gunnarsson verði kominn á svipaðan vélfák fyrir stóra vélhjólamótið sem verður í Skagafirði ísumar." 

"Feykir  2005"

19.1.05

Dagbók drullumallara



Eldur á ísnum

Ég er með uppástungu, svona bæði í gamni og alvöru.

Ég er með uppástungu, svona bæði í gamni og alvöru. Hvernig væri að læknastéttin athugaði þann möguleika að fækka eitthvað pillunum sem skrifaðar eru út fyrir þá fjölmörgu sem þjást af skammdegisþunglyndi á veturna og prófa að vísa á eitthvað sem mögulega nærir bæði líkama og sál? Það er t.a.m. fátt yndislegra á köldum vetrardögum en að þeysa eftir ísilögðum vötnum á mótorhjóli þar sem áhyggjur heimsins eru skildar eftir á bakkanum stundarkorn og menn fá útrás fyrir einfaldar en sterkar hvatir. Leikurinn snýst um að menn haldi fullri einbeitingu og að nagladekkin haldi gripi á ísnum.
Ísakstur hefur verið stundaður á Íslandi í mörg herrans ár og til er mikil reynsla og mörg góð húsráð í þessari tómstundaiðju. Haukur Þorsteinsson er eigandi verslunarinnar Nítró. Hann mætti með dótakassann á klakann þar sem við tókum saman stuttan skrens á tækjunum, Kawasaki KX 250, Husaberg 450 og einhverju furðulegu apparati sem var eins og afkvæmi vélsleða og fjórhjóls en var óstöðvandi í ófærðinni. Haukur gaf okkur svo nokkur góð ráð varðandi útbúnað í ísaksturinn en hann veit sínu viti í þeim efnum. Einnig tókst mér að draga Guðjón Guðmundsson, umsjónarmann Bíla, frá tölvuskjánum og út á ísinn, svona rétt til að hann fengi nasasjón af sportinu. En snúum okkur nú að Hauki og heyrum á hvaða hollráðum hann lumar fyrir ísaksturinn.

Hvað er það sem er svona gaman við ísinn?

"Allt! það má segja að ísaksturinn fylli upp í dauða tímann þegar það er ekki hægt að hjóla í motocross-brautum eða á fjallvegum. Einnig er þetta mjög góður félagsskapur. Maður lærir líka gríðarlega mikið á því að keyra á ísnum."

Geta allar stærðir og gerðir hjóla farið í ísakstur?

"Já það geta allar gerðir hjóla verið á ísnum. Þetta er bara spurning um réttan búnað. Það eru 50cc skellinöðrur á ísnum og síðan sjáum við 650cc endurohjól og allt þar á milli. Það hafa meira að segja sést stærri götuhjól á ísnum, þannig að það geta allir komið sér á hann."

Hvernig er best að útbúa hjólin í ísaksturinn?

"Númer eitt er að vera á góðum dekkjum, það er að segja negldum dekkjum sem fást í nokkrum gerðum. Einnig er hægt að kaupa skrúfur sem eru skrúfaðar utan frá inn í dekkið og sumir hafa farið þá leið að skrúfa dekkin innan frá með tréskrúfum. Nauðsynlegt er að setja neyðarádrepara á hjólið sem drepur á vélinni ef ökumaður dettur af hjólinu og kemur þannig í veg fyrir að hjólið skaði aðra nálæga. Smástillingar á blöndungi tvígengishjóla geta verið nauðsynlegar vegna kuldans. Vera vel klæddur, það er ekki gott að vera kaldur ef menn detta, þá er hættara við tognun. Nú geta menn keypt upphitaðan fatnað, t.d. hjá okkur í Nítró, s.s. vettlinga, sokka, treyjur og fleira. Einnig er hægt að kaupa svokallaðar hitamottur sem settar eru undir handföngin til að halda hita á höndum. Andlitsgrímur fást einnig og henta þær bæði vel í kuldanum og einnig í sandinn á sumrin."

Hvaða öryggisbúnað og hlífðarfatnað þurfa ökumenn annan en gamla góða föðurlandið?

"Eins og ég nefndi hér áðan er búnaðurinn á hjólin aðallega neyðarádrepari. Hvað varðar ökumanninn sjálfan er nauðsynlegt að útbúa sig eins og ef um crosskeppni væri að ræða, það er að segja hjálmur, brynja, olnbogahlífar, hnéhlífar, crossskór, gleraugu, hanskar, góðar buxur og jakki eða treyja."

Hvað mundirðu ráðleggja byrjendum í sportinu varðandi líkamsbeitingu og aksturstækni?

"Það er mikið atriði að vera hreyfanlegur á hjólinu, jafnframt því er mikilvægt að vera afslappaður svo maður spennist ekki upp og pumpist upp í höndunum, en það er þó nokkuð algengt að menn pumpist upp í höndunum. Sem sagt muna að halda laust í stýri og passa að hanskar og annar fatnaður þrýsti ekki það mikið á hendurnar að blóðið nái ekki að renna eðlilega. Varðandi hreyfanleikann er t.d. hægt að benda á að þegar komið er að beygju er gott að færa sig fram á hjólið til að ná sem bestu gripi með framdekkinu og vera framarlega nánast alla beygjuna, en þegar komið er út úr henni færa sig þá aftar á hjólið til að koma sem mestu gripi á afturdekkið."

Hvers lags mótorhjólamenn stunda ísakstur og er einhver aukning í þessari íþrótt milli ára?

"Ég held að það séu allar gerðir manna og kvenna sem stunda þetta sport og já það er áberandi aukning á milli ára. Nú sjáum við orðið meira af ungu kynslóðinni koma á ísinn, krakka um og undir tvítugu. Einnig erum við farin að sjá fleiri stelpur. Til gamans má geta þess að síðastliðið sumar voru 3-5 stelpur að keppa á motocross-hjólum og það var ákveðið að halda stelpunámskeið og fenginn til þess erlendur kennari. Öllum til mjög mikillar undrunar mættu fyrsta kvöldið 19 stelpur, sem segir okkur ýmislegt um áhugann á sportinu. Þessi fjöldi hefði talist nokkuð góður í motocrosskeppni fyrir ekki nema 4-5 árum og þá á ég við í flokki karla og það í heildina, því að á þeim tíma kepptu held ég engar stelpur á crosshjólum."

Hvað um þetta klikkaða fjórhjól, eða á ég kannski frekar að kalla þetta beltahjól? Hvað er málið?

"Já það er ekki nema von að þú spyrjir. Við vorum að fá þennan einstaka beltabúnað sem passar undir flest 4x4 fjórhjól og hann hefur vakið gríðarlega athygli. Það má segja að þetta sé bylting fyrir fjórhjólaeigendur með 4x4x fjórhjól. Nú geta þeir notað hjólin sín allan ársins hring og ekki nóg með það heldur komast þeir líka ótrúlega mikið. Einnig tel ég það alveg ljóst að fyrir björgunarsveitir sé þetta án efa eitt öflugasta björgunartæki sem völ er á. Tækið kemst hreinlega allt, það dregur heil ósköp og það er gríðarlega góð ending á þessum búnaði."
19. janúar 2005

29.11.04

Íslenskt mótorhjólafólk er gott

Bókin hans Njáls heitir Þá riðu hetjur um héruð - 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi.
Þar er byrjað á sögu fyrsta hjólsins og síðan fjallað um þau sem á eftir komu. Meðal annars er þar kafli um herinn, annar um lögregluna og þriðji um mótorhjólaklúbba, til dæmis hinn fjölmenna skellinöðruklúbb Eldingu sem æskulýðsráð stóð fyrir og margir þjóðkunnir menn voru í á sínum ungdómsárum.
 Njáll brosir góðlátlega þegar hann er spurður í kerksni hvort mótorhjólagengin séu að reyna að bæta ímynd sína með þessari bók og svarar: "Íslenskt mótorhjólafólk hefur yfirleitt haft á sér jákvæðan stimpil enda er það gott fólk." Njáll er búinn að safna efni um mótorhjól síðan um 1990, bæði sögum og myndum og á gagnagrunni í tölvunni geymir hann upplýsingar um 2.000 íslensk hjól.
Hann varð umsjónarmaður Sniglafrétta árið 1993 og hefur síðan skrifað óslitið um mótorhjól í dagblöð og tímarit. "Það stóð alltaf til að gefa út bók en ég sló því á frest því ég hafði ekki fundið út hver var tegund fyrsta hjólsins sem kom til Íslands 1905. Það var ekki fyrr en ég komst í kynni við sérfræðinga í Danmörku að það kom í ljós og með þessari bók er hulunni svipt af þeim leyndardómi," segir Njáll og sýnir mynd af slíku hjóli. Upplýsir líka að það hafi verið Þorsteinn Klemens, bílstjóri fyrsta bílsins á Íslandi, sem flutti hjólið inn. Mörg fleiri frækin hjól koma við sögu í bókinni og margir fræknir mótorhjólamenn. Til dæmis var það einn slíkur sem fór fyrstur á vélknúnu farartæki yfir Kjöl og náðist meira að segja á mynd nærri Gullfossi að þeirri ferð lokinni. Sú mynd prýðir hina nýju bók eins og rúmlega 200 aðrar sem margar hverjar eru að birtast á prenti í fyrsta sinn