25.8.04

Lögreglan stofnaði lífi bifhjólamanns í voða



 Lögfræðineminn ************ hefur kært lögreglumann fyrir að hafa stofnað lífi sínu og heilsu í stórhættu. Lögreglumaðurinn ók yfir á rangan vegarhelming i veg fyrir ******** sem ók þar um á vélhjóli og lá óvígur eftir. Lögreglan ber því við að hér hafi verið um slys að ræða. Ríkissaksóknari rannsakar málið. Lögreglan í Reykjavík telst vanhæf


************, 25 ára lögfræðinemi, hefur kært lögreglumann fyrir að hafa ekið yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hann að kvöldi 31. mai. Í kærunni er ökumaður lögreglubifreiðarinnar sagður hafa stofnað lífi og heilsu *****í voða og þess krafist að málið verði rannsakað.
 Ríkissaksóknari er með málið í höndum en lögreglan í Reykjavík telst vanhæf til að rannsaka það.
******* segist heppinn að vera enn á lífi. 


„Ég meiddist töluvert og er ekki búinn að bíða þess bætur ennþá," segir ******** sem stundar nám við lagadeild Háskóla íslands og er meðlimur í Sniglunum. Bifhjólamenn eru margir hverjir afar reiðir yfir atburðinum og spyrja hvort það sé stefna lögreglunnar að aka niður mótorhjólamenn.

Keyrði í veg fyrir hjólið 

Í skýrslum lögreglunnar þann 31. maí kemur fram að nokkur bifhjól hafi verið mæld á of miklum hraða fyrr um kvöldið. Lögreglunni tókst hins vegar ekki að stöðva þá ökumenn. Nokkru síðar sá ökumaður lögreglubifreiðar númerið MN-074, ****, koma akandi við bensínstöðina á Ægisíðu.  **** var ekki viðriðinn hraðaksturinn fyrr um kvöldið og hefur ekki enn hlotið neina kæru eftir umrætt kvöld.
Ökumaður lögreglubifreiðarinnar ákvað hins vegar að stöðva hann. **** segist hafa komið fyrir horn og verið á leið inn í beygju þegar lögreglubíllinn keyrði snöggt í veg fyrir hann. **** skall á lögreglubílinn og flaug af hjólinu. 
Eins og sést á myndunum hér til hliðar er augljóst að lögreglan ók yfir á rangan vegarhelming. ****

23.7.04

Mótorcross ekki mjög hættulegt

Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. 

Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár. Aníta hefur sinnt sportinu af miklu kappi frá tíu ára aldri eða síðan hún eignaðist sitt fyrsta hjól. "Pabbi minn byrjaði að hjóla árið 2000 og gaf mér þá crosshjól í afmælisgjöf. Ég var rétt farin að prófa hjólið þegar hann tók upp á því að skrá mig í fyrstu keppnina, í svokölluðu speedway, ekki mótocrossi. Á þeim tíma var hann sjálfur Íslandsmeistari í B-flokki. Ég var auðvitað mjög hissa því ég var rétt byrjuð að hjóla en gekk þó ágætlega. Ég tók einn strák í mótinu og var geðveikt ánægð með það," hlær Aníta sem þá var eina stelpan í keppninni. Foreldrar hennar, Haukur Þorsteinsson og Theodóra Björk Heimisdóttir, opnuðu fyrir rúmu ári mótorhjólaverslunina Nítró en þau eru bæði á kafi í sportinu. "Ég hafði ekki hugmynd um að það væru fleiri stelpur að hjóla fyrr en ég kynntist Heiðu í Nikíta. Við fórum að æfa okkur saman, kynntumst svo Söru Ómarsdóttur sem einnig var í þessu og saman stofnuðum við fyrsta kvennaliðið á Íslandi, Nikita Team." Á Íslandsmeistaramótum keppa allir sem einstaklingar en að móti loknu eru einnig liðum veitt sérstök verðlaun fyrir frammistöðu. "Við höfum æft okkur mikið, reynt að keppa á öllum mótum og fengið góða styrktaraðila," segir Aníta sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmeistarmótinu í fyrra. "Við höfum fengið leyfi til að æfa okkur á nokkrum brautum meðal annars í Grindavík og Álfsnesi en þar er líka mótocrossskóli." Hún blæs á að íþróttin sé hættuleg ef notast er við réttan búnað. "Þessu fylgir vissulega aksjón, fjör og spenna og maður getur fengið mikla útrás á hjólinu en ég veit um fleiri sem slasa sig í fótbolta en mótocrossi," segir hin frakka sem slær flestum við þegar mótorhljól eru annars vegar.
thorat@frettabladid.is
 23. júlí 2004