5.12.02

Fallegur Harley Davidson


Draumahjólið mitt.

Sveinn Arnason á eitt fallegasta mótorhjól landsins:



Ég hef af því mikla ánægju að eiga þetta hjól en ég get þó með engu móti sagt að ég sé dellukarl á þessu sviði frekar en öðrum," segir Sveinn Árnason, verktaki í Mosfellsbæ, en hann á eitt glæsilegasta mótorhjól landsins, Harley Davidson Electra Glide, árgerð 1968. „Ég eignaðist hjólið í febrúar árið 1984. Fyrstu árin gerði ég lítið við hjólið annað en að aka því mér til skemmtunar. Síðan nokkrum árum seinna tók ég það í gegn stykki fyrir stykki Hver einasti , skrúfuhaus var tekinn og pússaður og settur í króm. Gárungarnir gerðu grín að mér fyrir það að taka meira að segja skrúfurnar í vélinni í gegn. Í þetta fór gríðarlegur tími og ég minnist þess að það fóru  um 1500 vinnustundir í það eitt að Égj pússa upp álið og gera það vel úr garði," segir Sveinn.

„Ég nota hjólið enn þá og fer í stuttar ferðir ef veðrið er gott. Ég hef ekki farið í langar ferðir en lengsta ferðin var á Selfoss þegar sonur minn, Brynjar Örn, gekk að eiga Laufeyju Guðmundsdóttur á Selfossi.
Hjólið var líka notað við brúðkaup dóttur minnar, Evu Bjarkar þegar hún giftist Guðmundi Sigurðssyni.
Við vorum heppin því það var gott veður báða brúðkaupsdagana," segir Sveinn og heldur áfram: „Ég er búinn að aka hjólinu um 1000 km. Það er ekki hægt að vera á því í blautu veðri því það er gríðarlegt verk að þrífa hjólíð. Botninn á mótornum er þrifinn jafnt og aðrir hlutar hjólsins." Sveinn segir að það sé gríðarlega góð tilfinning að eiga hjólið og vita af því heima hjá sér.
„Ég er eins og ég sagði enginn dellukarl. Þetta er engin manía hjá mér eins og til dæmis kylfingum sem verða alveg helteknir af golfinu. Þetta er mjög fallegur gripur og ég hef hugsað mér að eiga hann áfram. Hjólið veitir mér margar ánægjustundir og hefur gert í öll þau ár sem ég hef átt það,
" segir Sveinn Árnason.
SK.

 DV 
5.12.2002





21.9.02

Íslendingar eiga bestu mótorhjólaslóða í heim

 Á hverju ári síðastliðin sjö ár hefur stjórnandi JHM Sport, Jón Hafsteinn Magnússon, efnt til
helgarferðar fyrir viðskiptarvini sína en JHM Sport er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir torfærumótorhjólamenn og selur einnig torfæruhjólin TM. Allar hafa ferðirnar verið gerðar
út frá hálendismiðstöðinni við Hrauneyjafoss fyrir utan eina ferð sem var farin í Kerlingarfjöll.

Vel skipulögð ferð 

DV brá sér með í þessa ferð sem var helgina 6. til 8. september. Þegar DV mætti inn að Hrauneyjafossi klukkan átta að morgni laugardags voru menn að vakna og gera klárt fyrir ferðdagsins. Um klukkan níu var haldinn fundur með þátttakendum og leið dagsins lýst og áréttað
var sérstaklega um að þeir væru staddir í viðkvæmri náttúru og þar af leiðandi væri allur utanvegaakstur til mikUs skaða fyrir mótorhjólasportið. Áætlað var að fara inn á nyrðri Fjallabaksleið og aka eftir slóða sem liggur meðfram Tungnaá upp í Botnlangalón en þaðan átti svo að fara inn að Langasjó. Frá Langasjó átti að aka niður Skælinga og inn á veginn rétt austan við afleggjarann að Eldgjá og þaðan til baka niður að Hrauneyjafossi þar sem stórsteik beið lúinna ferðalanga. Um klukkan tiu var lagt af stað og þar sem torfærumótorhjól taka ekki mikið bensín ákvað Jón Hafsteinn að koma á sendibíl inn að Kirkjufelli þar sem er skáli er nefnist Höllin. Þegar þangað var komið var hópurinn búinn að aka um 50 kílómetra og voru bensíntankar fylltir og tóku sumir með sér aukabirgðir í bakpoka.Þá var ekið í halarófu leið til norðurs i átt að Botnlangalóni og gekk allt vel að undanskildu því að einn ferðalanganna festi hjólið í botni vegna pess að það komst sandur í blöndunginn hjá honum við Grænalón en þegar búið var að hreinsa sandinn í burtu var haldið áfram.

Hús á hálendisferðalagi 


Þegar var komið inn að Botnlangalóni var stoppað og heilsað upp á óðalsbændur þá er þar hafa veiðihús í þessari vin í eyðimörk hálendisins en þar er búið að rækta upp smáblett af grasi og sýnir það manni að allt er hægt ef viljinn er
fyrir hendi. Einnig var tækifærið notað til að fá sér næringu eftir langan akstur. Frá Botnlangalóni var ekið til austurs eftir slóða sem liggur inn að Langasjó. Þegar við vorum rétt komnir fram hjá Sandvatni mættum við traktor með risastórt hús í eftir dragi sem verið var að flytja þarna á fjöll sem veiðikofa og var ekki laust við að maður væri hálfhissa á að sjá
hús á ferðinni þarna lengst inni á hálendinu. Áfram var haldið og nú inn að Langasjó og þaðan var tekin lítil lykkja á upphaflega leið, leið sem lá eftir giljum í kringum fjall er nefnist
Hellnafjall, flott leið með frábæru útsýni en dálítið vatnasull svo að flestir voru blautir í fæturna.

Skemmtilegir slóðar

 Þegar komið var inn á afleggjarann sem lá til suðurs frá Langasjó var hann ekinn niður að Blautalóni en þar er beygt inn á leiðina sem liggur niður Skælinga. Leiðin niður Skælinga er hreint frábær fyrir hjólamenn og aðra náttúruunnendur og er vart hægt að lýsa því á prenti nema  kannski með setningunni „bara gaman, gaman" sem hjólamenn nota oft um skemmtilega slóða sem  þeir aka. Þegar komið var niður á veginn sem nefndur er Nyrðra Fjallabak beið Jón Hafsteinn þar  eftir ferðalöngum með bensínbirgðirnar og eftir áfyllingu hjóla var stefnan tekin aftur til vesturs í átt að Hrauneyjafossi með baðviðkomu í Landmannalaugum. Við Hrauneyjafoss beið eftir okkur lambalærissteik og var tekið hraustlega á steikinni enda búið að aka 215 km um daginn. Einn hjólamaðurinn var með tölvumæli á hjólinu og samkvæmt honum var vegalengdin ekin á tæpum 5 klukkutímum og meðalhraði var því rétt yfir 40 km á klukkustund. Eftir svona túr þar sem eknir eru
bara skemmtilegir slóðar verður manni á að spyrja sig, „Til hvers að aka utan vega þegar við Islendingar eigum bestu slóða í heimi?"
 -Hjörtur 
DV. 21.9.2002

Sameinar kraft og þægindi í skemmtilegu ferðahjól

Yamaha FJR1300 "2002"
Kostir: Kraftur, rafdrifin framrúða, áseta
Gallar: Grófur gírkassi

 



Yamaha FJR 1300 hefur verið kallað ferðahjól nýrrar aldar enda sameinar þetta hjól afl keppnishjóla og þægindi og munað ferðahjólanna. Hjólið kom á markað i fyrra og leyst þar af hólmi vel heppnað ferðahjól, FJ1200, sem hafði verið í framleiðslu lengi og notið mikiila vinsælda. DV-bílar áttu þess kost að grípa hjólið í reynsluakstur á dögunum.

 

Vel búið ferðahjól

FJR 1300 er vel búið sem ferðahjól. Framrúðan er stillanleg með rafstýringu úr vinstra handfangi og mælaborðið minnir meira á vel búið mælaborð í bíl. Hægra megin er stafrænn upplýsingaskjár sem sýnir stöðu á bensíntank, hita, kílómetrastöðu og fleira en þar vantar þó gírteljara sem auðvelt hefði verið að bæta við. Reynsluaksturhjólið var þar að auki búið upphituðum handfóngum sem aukabúnaði og eftir að hafa prófað þannig búnað er undirritaður sannfærður um kosti sllks búnaðar. Stiglaust stilliviðnám sér um að stýra hitamagninu og með það í botni helst góður hiti í höndum, jafnvel í gegnum þykka hanska. Einnig er þetta mikill kostur í bleytu þar sem upphitunin þurrkar hanskana. Hægt er að fá þennan aukabúnað i flest hjól hjá umboðinu.

Þægileg áseta

Hjólið er byggt á stífri álgrind og það þarf því ekki að koma á óvart að aksturseiginleikarnir eru góðir. Bensíngjöfin fyrir beinu innspýtinguna er næm án þess að vera ofumæm og með þeim þægiiegri sem undirritaður hefur prófað. Bensíntankur er stór, 25 lítrar og ætti að duga vel á langferðum. Sæti er breitt og þægilegt, bæði fyrir ökumann og farþega og góð handföng fyrir farþegann. Auðvelt er að stilla afturdemparann fyrir feröir með eða án farþega. Ásetan virkar nokkuð breið en fer vel með mann og ætti að henta meðalmönnum og upp úr. Þegar hjólið er sett í gang heyrist þungur bassahvinur og enginn titringur er frá vélinni sem er líka með tveimur jafnvægisásum. Handfóng eru létt i meðfórum en þegar sett er í gír er ekki laust við að maður verði nokkuð hissa á háværu „klonk“ hljóði. Það má eflaust reka til þess að hjólið er búið drifskafti og hefur stóran gírkassa.

Rafmagnsúða mikill kostur

Hjólið er snöggt af stað og hefur mikið tog strax frá byrjun snúningssviðsins. Það er dálítið óvenjulegt en það er eins og það séu tveir toppar í snúningssviðinu, fyrst upp á miðjan snúning og svo aftur með gjöftna því sem næst í botni. Þótt maður verði ekki mikið var við þessar dæmigerðu drifskaftshreyfingar í hjólinu, þ.e. að afturendi lyftist aðeins upp við inngjöf, er ekki laust við að maður vantreysti því samt aðeins út úr beygjum enda hjólið stórt og kraftmikið. Það tekur ekki á sig mikinn vind þrátt fyrir stórar hlífar og að reynsluaksturshjólið er búið samlitum harðplaststöskum. Rafstýrð framrúðan gerir þar gæfumuninn. Með hana í uppréttri stöðu verður maður nánast ekkert var við loftsveipi aftan úr bílum eða þegar maður mætir stórum farartækjum. Þvert á móti er eins og myndist sveipur yfir hjólið sem ökumaður fær svo í bakið og á góðri ferð er eins og hann leggist með nokkrum þunga á bak ökumannsins og þá er betra að lækka rúðuna. Hjólið er ekki gefins, verðið er 1.695.000 kr. og hjólið er þá án aukahluta sem eru töskur, innri töskur og hiti í handfóngum. Hins vegar er þetta mikið hjól sem á ekki eftir að falla fljótt úr tísku og mun örugglega halda uppi merki Yamaha sem ferðahjóls jafnlengi og FJ1200 gerði. -NG

DV Helgarblað  21.09.2002


 https://timarit.is/files/51004170#search=%22hj%C3%B3l%20hj%C3%B3l%20hj%C3%B3l%20%C3%B3venjulegt%22

24.8.02

Með afl og léttleika keppnishjólsin


Það getur verið sniðugur kostur að eiga mótorhjól sem nýtist bæði sem leiktæki og hefðbundið farartæki. 


Eitt slíkt er torfæruhjólið TM 400 sem með ljósabúnaði er löglegt götuhjól en hefur samt alla kosti torfæruhjólsins sem eru léttleiki og kraftur. Innfiytjandi TMhjólanna er JHM Sport og er hægt að fá hjólið afhent með tveimur settum af gjörðum, annað fyrir torfærudekkin og hitt fyrir götudekk, en þannig prófuðum við einmitt hjólið á dögunum.

Öhlins-framdemparar og
Excel-gjarðir tryggja gæði. 

Verklegasta hjól 

Það fer ekki fram hjá þeim sem skoða hjólið í fyrsta sinn að þetta er verklegt hjól. Það virkar létt jafnvel áður en sest er á það og slaglöng fjöðrunin gerir það hátt á velli. Ekki sakar heldur að það glampar fallega á gulllitaða Öhlins-demparana og silfurlitaða Chrome-Moly-grindina. Þaö svíkur heldur ekki þegar búið er að koma sér fyrir í hnakknum og þótt hjólið sé hátt er það mjög stöðugt og létt og auðvelt að færa sig til i hnakknum. Fyrir framan mann er svo minnsta mælaborð i heimi - litfll stafrænn skjár sem sýnir hraða og vegalengd í tölum og eitt grænt ljós fyrir stefnuljósin. Kúplingshandfangið er „tveggja putta", enda mjög létt átak á því, sem og frambremsu, sem er öflug diskabremsa. Há ásetan hefur sína kosti og galla. Ökumaður situr hátt og sér vel yfir en hliðarstandari er með gormi sem skýtur honum upp þegar hjólið er reist við. Þetta hefur þann ókost að eríitt er að hafa það á standaranum þegar verið er að sparka í gang og þarf því smálagni til að finna rétta lagið við gangsetninguna. Einnig smellur standarinn upp í hliðarhlífina í stað þess að falla upp að grindinni. Hjólið verður þó fáanlegt með rafstarti á næsta ári fyrir þá sem það kjósa.
Hjólið getur líka verið skemmtilegt á
götudekkjum eins og sjá má

Kraftmikið en gangurinn grófur 

Hjólið er snöggt á snúning og kraftmikið en gangurinn er frekar grófur og maður finnur vel titringinn frá vélinni, sérstaklega í pedulum. Þetta verður þreytandi til lengdar á langkeyrslu á malbiki þótt að maður finni ekki svo mikið fyrir þessu í grófari akstri. Auk þess var nokkurt skak í framhjóli þegar komið er upp i 90 km hraða en að sögn umboðsmanns átti eftir að jafnvægisstilla hjólið á götudekkjunum. í prófunum hjá Dirt Bike mældist þetta hjól öflugast út í afturhjól í sínum ílokki og það finnst vel.
Bensíntankurinn er nettur en
frekar lítill fyrir lengri akstur.
Hjólið svarar vel í öllum hreyfmgum og það er auðvelt að keyra það enda hjólið frekar létt. Þeir sem eru klofstyttri gætu þó átt í vandræðum með það ef þeir eru óvanir. Undirrituðum, sem er meðalmaður á hæð, þótti þægilegast að færa sig til í hnakknum þannig að hægt væri að bregða niður öðrum fæti þegar stoppað var í stað þess að reyna að nota báða fætur því þá náðu aðeins tærnar niður. Tankurinn er frekar lítill, allavega til aksturs á lengri leiðum, þótt hann henti vel í torfæruakstur, þ.e. að hægt er að setjast alveg fremst á sætið til að flytja þungann á framhjólið þegar á þarf að halda. Bremsur eru einnig mjög góðar, svo og fjöðrun sem stilla má á alla kanta. Á 959.000 kr. er það þó nokkrum þúsundköllum dýrara en KTM 400, Yamaha WR 426 F og Honda CRF 450 sem segja má að séu helstu keppinautar þess. -NG

Öhlins-afturdemparinn er með mikla
fjöðrunargetu og þar að auki fjölstillanlegur. 
 

Kostir: Kraftur, stöðugleiki, fjöðrun
Gallar:Grófur gangur, hliðarstandari





-NG

DV
24.8.2002



1.8.02

Ímyndin fyrir öllu?

Ímyndin fyrir öllu?

Mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidson hefur áhyggjur af háum aldri viðskiptavina

HARLEY Davidson selur lífsstíl miklu frekar en mótorhjól. Að þeysast um á Harley-fáki er draumur margra hjólakappa. Þetta nær aldargamla fyrirtæki hefur áunnið sér sess í bandarískri menningu.


HARLEY Davidson selur lífsstíl miklu frekar en mótorhjól. Að þeysast um á Harley-fáki er draumur margra hjólakappa. Þetta nær aldargamla fyrirtæki hefur áunnið sér sess í bandarískri menningu. Það er tákn þess sem Bandaríkjamenn vilja jafnan telja til sinna þjóðareinkenna, frelsis og sjálfstæðis. Vörumerkið Harley Davidson er meðal tíu best þekktu vörumerkja frá Bandaríkjunum, og er í flokki með Coca Cola og Disney. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa hækkað mikið á síðustu árum, eða um 37% að meðaltali á ári frá 1986, ef marka má tölur á vefútgáfu viðskiptaritsins Fortune. Til samanburðar má benda á að hlutabréf í öðru vel þekktu bandarísku fyrirtæki, Microsoft að nafni, hafa hækkað um að meðaltali 42% árlega á sama tímabili. Hjá Harley Davidson starfa tæplega 8.000 manns, nær allir í Bandaríkjnum en fjórðungur starfsmanna eru konur. Starfsmannamálin eru í góðum gír því Harley Davidson kemst á lista Fortune yfir 100 bandarísk fyrirtæki sem best ku vera að starfa fyrir.

Mótorhjólaframleiðandinn alameríski er ekki þekktastur fyrir gæði eða gott verð. Ímyndin virðist hafa fleytt Harley Davidson áfram, raunar svo langt að tekjur fyrirtækisins námu 1,9 milljörðum dollara á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður þess jókst um 27% frá sama tímabili á síðasta ári og var á fyrri hluta þessa árs 264 milljónir dollara. Vörumerkið Harley Davidson fær góða kynningu með um 650 þúsund meðlimum í klúbbum Harley-eigenda, Harley Owners Groups eða H.O.G., sem starfræktir eru víða. Klúbbarnir eru fyrir þá sem vilja "gera Harley-drauminn að lífsstíl" og hópreiðir þeirra um heim allan fela í sér ókeypis auglýsingu fyrir Harley Davidson og stuðla að frekari útbreiðslu vörumerkisins.




Harley-kappar of gamlir?



Viðskiptin ganga vel en stjórnendur Harley Davidson eru áhyggjufullir. Vandinn er einfaldlega sá að kaupendur hjólanna eru farnir að grána í vöngum. Harley-fákarnir virðast ekki heilla bandarísk ungmenni samtímans jafnmikið og þau heilluðu foreldra þessara sömu ungmenna á sínum tíma. Meðalaldur þeirra sem festa kaup á Harley-hjóli, og tileinka sér þar með lífsstílinn, er um 46 ár. Þessi aldur hefur hækkað um tæpan áratug - á tæpum áratug. Kaupendur hjólanna eru að eldast og nýir hjólaáhugamenn snúa sér frekar til japönsku keppinautanna; Honda, Suzuki, Yamaha eða Kawasaki. Þótt Harley-hjólin hafi alltaf haft yfir sér ákveðinn sjarma virðist hann ekki nægur til að telja ungu kynslóðina á að kaupa hjólin. Ungir mótorhjólakappar kjósa sportlegri, léttari og kraftmeiri hjól og láta allt tal um sjálfstæði og frelsi á þjóðvegunum sem vind um eyru þjóta. Líklega telja þeir frelsi sitt miklu frekar felast í því að geta valið sér mótorhjól eftir verði og gæðum. Sjálfstæðið felst þá kannski í að hafa efni á að kaupa hjólið sjálfir, því Harley-fákurinn kostar sitt, ekki síst ef vélin á að uppfylla kröfur þeirra yngri.



Sporthjólamarkaður vaxið um 90% á fjórum árum



Samanlögð hlutdeild hinna fjögurra japönsku hjólaframleiðenda á markaði fyrir svokallaðar sportútgáfur mótorhjóla er 92%. Markaður fyrir þessi sportlegu og kraftmiklu hjól hefur vaxið um 90% í Bandaríkjnum á síðustu fjórum árum, algjörlega án þess að Harley Davidson hafi komið þar að. Þeir sem kaupa hjólin eru á aldrinum 25-34 ára, aldurshópur sem Harley verður að reyna að ná til, ætli fyrirtækið að eiga framtíð fyrir sér. Ein af tilraunum Harley Davidson til að komast inn á þennan markað er útgáfa nýs og kraftmikils mótorhjóls, V-Rod, í samvinnu við Porsche. Hjólið er í Harley-stíl en mun kraftmeira en eldri gerðir, fákurinn er 115 hestöfl og á að geta náð 225 km hámarkshraða. Sala á V-Rod hefur þó enn ekki skilað miklu. Líklega vefst eitthvað fyrir unga fólkinu að reiða fram 18 þúsund dollara fyrir hjólið á meðan algengt verð fyrir japanskar sportútgáfur er 10-12 þúsund dollarar.

Betur má ef duga skal og stjórnendur Harley Davidson vita að þeir verða að spýta í lófana ætli þeir að halda í við þá japönsku. Það þýðir þó lítið fyrir Harley-menn að ætla að þeysa af stað, gera sportútgáfurnar enn sportlegri, auka kraftinn og hækka þar með sölutölur. Fastakúnnar fyrirtækisins eru einfaldlega það verðmætir - og vanafastir - að fara verður með gát í allar nýjungar á Harley-fákum til að styggja ekki þá sem hafa skipt við fyrirtækið í áraraðir. Unnendur Harley-hjólanna eru lítt hrifnir af nýjungum og til þess verður fyrirtækið að taka tillit. Sú ákvörðun að setja vatnskælda vél í V-Rod útgáfuna olli t.a.m. uppnámi í H.O.G. klúbbunum, en upprunalegri Harley-fákar eru allir með loftkældum vélum. Minnstu breytingar á hjólunum heilla harða Harley-aðdáendur lítið en geta vissulega laðað að nýja viðskiptavini.



Vélarhljóðið skiptir máli



Harley Davidson er á milli steins og sleggju og verður að finna einhverja leið út. Leiðin er grýtt því ekki má styggja eldri hjólakappa og heldur ekki fæla þá yngri frá. Harley Davidson-fyrirtækinu gengur vel í augnablikinu og vörumerkið er þekkt en stjórnendum er ljós nauðsyn þess að endurnýja viðskiptavinahópinn. Haldi meðalaldur kaupendahópsins áfram að hækka verður ekkert eftir af honum eftir örfáa áratugi, og líklega ekkert eftir af fyrirtækinu heldur. Þeir fjölmörgu unnendur Harley-fákanna sem hafa gert drauminn að lífsstíl standa vissulega á bak við gott gengi fyrirtækisins á síðasta áratugi, en í hópnum verður að fjölga.

Sérfræðingar telja að minnstu breytingar eins og að laga hið háværa vélarhljóð sem hjólunum fylgir muni verða til þess að fastakúnnar hætti að kaupa Harley-fákana. Vélarhljóðið er hluti af sjarma hjólanna og við honum má lítið hrófla eigi fleiri að tileinka sér lífsstílinn. Harley Davidson bíður erfitt verkefni á næstu árum. Hin sjarmerandi Harley-ímynd stendur höllum fæti. Draumur unga mótorhjólakappans virðist ekki lengur vera það frelsi og sjálfstæði sem Harley-lífsstíllinn felur í sér, heldur einfaldlega kraftur og hraði.
eyrun@mbl.is

25.6.02

Mótorhjólaslysið á Akureyri



Öryggismálum ábotavant

 Annar keppandi í gallabuxum datt á 150 km hraða 

Það fór betur en á horfðist fyrir Árna Þór Jónassyni mótorhjólakappa 15. júní síðastliðinn þegar hann lenti í árekstri við bifreið í keppni í götuspyrnu. Hjól Árna var í öðrum gír og á allt að 180 km hraða þegar hann skall á bílnum sem kom akandi á móti honum í öfuga akstursstefnu. Áætla má að samanlagður hraði ökutækjanna hafi verið um 200 km. Árni liggur nú á batavegi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann mjaðmagrindar-, handleggs- og fótbrotnaði en sagði í viðtali við DV að eflaust hefði keppnisgallinn sem hann klæddist bjargað lífi hans sem og hjálmur og bakbrynja. Árni kastaðist af hjólinu 60 til 70 metra og lenti m.a. á ljósastaur.  Hann sagði að hann myndi ekki hvað gerst hefði mörgum klukkutímum fyrir slysið.

DV fékk að sjá myndband áhorfanda af atvikinu og sést þar greinilega hvar billinn ekur inn á brautina áður en ræst er. Hjól Árna fór upp á afturdekkið í ræsingu og sá hann því ekki bílinn fyrr en hann kom að bremsukaflanum. Á myndbandinu sést þegar hann grípur í bremsuna örskömmu áður en hann skellur á bílnum.

Árni sagði að hann yrði að öllum líkindum frá vinnu næstu þrjá mánuði en hann er rafvirki og rekur rafmagnsverkstæðið Átak á Blönduósi. Samkvæmt heimildum DV, frá bæði keppendum og áhorfendum, var öryggismálum keppnishaldara ábótavant. Keppandi, sem aðeins var klæddur gallabuxum og leðurjakka fékk að taka þátt í keppninni. Sá maður datt á rúmlega 150 km hraða en slapp nánast ómeiddur.
Götunni hafði verið lokað fyrir annarri umferð fyrir keppnina en vegna fyrra slysins þurfti að opna brautina til að hleypa sjúkrabíl inn á og var brautinni aldrei lokað eftir það, að sögn áhorfenda. Einnig var tekið eftir því að í gæslu voru jafnvel 11 og 12 ára krakkar. Ekki náðist i forsvarsmenn Bilaklúbbs Akureyrar 1 síma i gær og á föstudag vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. -ss

Dv. 25.06.2002