21.9.02

Íslendingar eiga bestu mótorhjólaslóða í heim

 Á hverju ári síðastliðin sjö ár hefur stjórnandi JHM Sport, Jón Hafsteinn Magnússon, efnt til
helgarferðar fyrir viðskiptarvini sína en JHM Sport er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir torfærumótorhjólamenn og selur einnig torfæruhjólin TM. Allar hafa ferðirnar verið gerðar
út frá hálendismiðstöðinni við Hrauneyjafoss fyrir utan eina ferð sem var farin í Kerlingarfjöll.

Vel skipulögð ferð 

DV brá sér með í þessa ferð sem var helgina 6. til 8. september. Þegar DV mætti inn að Hrauneyjafossi klukkan átta að morgni laugardags voru menn að vakna og gera klárt fyrir ferðdagsins. Um klukkan níu var haldinn fundur með þátttakendum og leið dagsins lýst og áréttað
var sérstaklega um að þeir væru staddir í viðkvæmri náttúru og þar af leiðandi væri allur utanvegaakstur til mikUs skaða fyrir mótorhjólasportið. Áætlað var að fara inn á nyrðri Fjallabaksleið og aka eftir slóða sem liggur meðfram Tungnaá upp í Botnlangalón en þaðan átti svo að fara inn að Langasjó. Frá Langasjó átti að aka niður Skælinga og inn á veginn rétt austan við afleggjarann að Eldgjá og þaðan til baka niður að Hrauneyjafossi þar sem stórsteik beið lúinna ferðalanga. Um klukkan tiu var lagt af stað og þar sem torfærumótorhjól taka ekki mikið bensín ákvað Jón Hafsteinn að koma á sendibíl inn að Kirkjufelli þar sem er skáli er nefnist Höllin. Þegar þangað var komið var hópurinn búinn að aka um 50 kílómetra og voru bensíntankar fylltir og tóku sumir með sér aukabirgðir í bakpoka.Þá var ekið í halarófu leið til norðurs i átt að Botnlangalóni og gekk allt vel að undanskildu því að einn ferðalanganna festi hjólið í botni vegna pess að það komst sandur í blöndunginn hjá honum við Grænalón en þegar búið var að hreinsa sandinn í burtu var haldið áfram.

Hús á hálendisferðalagi 


Þegar var komið inn að Botnlangalóni var stoppað og heilsað upp á óðalsbændur þá er þar hafa veiðihús í þessari vin í eyðimörk hálendisins en þar er búið að rækta upp smáblett af grasi og sýnir það manni að allt er hægt ef viljinn er
fyrir hendi. Einnig var tækifærið notað til að fá sér næringu eftir langan akstur. Frá Botnlangalóni var ekið til austurs eftir slóða sem liggur inn að Langasjó. Þegar við vorum rétt komnir fram hjá Sandvatni mættum við traktor með risastórt hús í eftir dragi sem verið var að flytja þarna á fjöll sem veiðikofa og var ekki laust við að maður væri hálfhissa á að sjá
hús á ferðinni þarna lengst inni á hálendinu. Áfram var haldið og nú inn að Langasjó og þaðan var tekin lítil lykkja á upphaflega leið, leið sem lá eftir giljum í kringum fjall er nefnist
Hellnafjall, flott leið með frábæru útsýni en dálítið vatnasull svo að flestir voru blautir í fæturna.

Skemmtilegir slóðar

 Þegar komið var inn á afleggjarann sem lá til suðurs frá Langasjó var hann ekinn niður að Blautalóni en þar er beygt inn á leiðina sem liggur niður Skælinga. Leiðin niður Skælinga er hreint frábær fyrir hjólamenn og aðra náttúruunnendur og er vart hægt að lýsa því á prenti nema  kannski með setningunni „bara gaman, gaman" sem hjólamenn nota oft um skemmtilega slóða sem  þeir aka. Þegar komið var niður á veginn sem nefndur er Nyrðra Fjallabak beið Jón Hafsteinn þar  eftir ferðalöngum með bensínbirgðirnar og eftir áfyllingu hjóla var stefnan tekin aftur til vesturs í átt að Hrauneyjafossi með baðviðkomu í Landmannalaugum. Við Hrauneyjafoss beið eftir okkur lambalærissteik og var tekið hraustlega á steikinni enda búið að aka 215 km um daginn. Einn hjólamaðurinn var með tölvumæli á hjólinu og samkvæmt honum var vegalengdin ekin á tæpum 5 klukkutímum og meðalhraði var því rétt yfir 40 km á klukkustund. Eftir svona túr þar sem eknir eru
bara skemmtilegir slóðar verður manni á að spyrja sig, „Til hvers að aka utan vega þegar við Islendingar eigum bestu slóða í heimi?"
 -Hjörtur 
DV. 21.9.2002

24.8.02

Með afl og léttleika keppnishjólsin


Það getur verið sniðugur kostur að eiga mótorhjól sem nýtist bæði sem leiktæki og hefðbundið farartæki. 


Eitt slíkt er torfæruhjólið TM 400 sem með ljósabúnaði er löglegt götuhjól en hefur samt alla kosti torfæruhjólsins sem eru léttleiki og kraftur. Innfiytjandi TMhjólanna er JHM Sport og er hægt að fá hjólið afhent með tveimur settum af gjörðum, annað fyrir torfærudekkin og hitt fyrir götudekk, en þannig prófuðum við einmitt hjólið á dögunum.

Öhlins-framdemparar og
Excel-gjarðir tryggja gæði. 

Verklegasta hjól 

Það fer ekki fram hjá þeim sem skoða hjólið í fyrsta sinn að þetta er verklegt hjól. Það virkar létt jafnvel áður en sest er á það og slaglöng fjöðrunin gerir það hátt á velli. Ekki sakar heldur að það glampar fallega á gulllitaða Öhlins-demparana og silfurlitaða Chrome-Moly-grindina. Þaö svíkur heldur ekki þegar búið er að koma sér fyrir í hnakknum og þótt hjólið sé hátt er það mjög stöðugt og létt og auðvelt að færa sig til i hnakknum. Fyrir framan mann er svo minnsta mælaborð i heimi - litfll stafrænn skjár sem sýnir hraða og vegalengd í tölum og eitt grænt ljós fyrir stefnuljósin. Kúplingshandfangið er „tveggja putta", enda mjög létt átak á því, sem og frambremsu, sem er öflug diskabremsa. Há ásetan hefur sína kosti og galla. Ökumaður situr hátt og sér vel yfir en hliðarstandari er með gormi sem skýtur honum upp þegar hjólið er reist við. Þetta hefur þann ókost að eríitt er að hafa það á standaranum þegar verið er að sparka í gang og þarf því smálagni til að finna rétta lagið við gangsetninguna. Einnig smellur standarinn upp í hliðarhlífina í stað þess að falla upp að grindinni. Hjólið verður þó fáanlegt með rafstarti á næsta ári fyrir þá sem það kjósa.
Hjólið getur líka verið skemmtilegt á
götudekkjum eins og sjá má

Kraftmikið en gangurinn grófur 

Hjólið er snöggt á snúning og kraftmikið en gangurinn er frekar grófur og maður finnur vel titringinn frá vélinni, sérstaklega í pedulum. Þetta verður þreytandi til lengdar á langkeyrslu á malbiki þótt að maður finni ekki svo mikið fyrir þessu í grófari akstri. Auk þess var nokkurt skak í framhjóli þegar komið er upp i 90 km hraða en að sögn umboðsmanns átti eftir að jafnvægisstilla hjólið á götudekkjunum. í prófunum hjá Dirt Bike mældist þetta hjól öflugast út í afturhjól í sínum ílokki og það finnst vel.
Bensíntankurinn er nettur en
frekar lítill fyrir lengri akstur.
Hjólið svarar vel í öllum hreyfmgum og það er auðvelt að keyra það enda hjólið frekar létt. Þeir sem eru klofstyttri gætu þó átt í vandræðum með það ef þeir eru óvanir. Undirrituðum, sem er meðalmaður á hæð, þótti þægilegast að færa sig til í hnakknum þannig að hægt væri að bregða niður öðrum fæti þegar stoppað var í stað þess að reyna að nota báða fætur því þá náðu aðeins tærnar niður. Tankurinn er frekar lítill, allavega til aksturs á lengri leiðum, þótt hann henti vel í torfæruakstur, þ.e. að hægt er að setjast alveg fremst á sætið til að flytja þungann á framhjólið þegar á þarf að halda. Bremsur eru einnig mjög góðar, svo og fjöðrun sem stilla má á alla kanta. Á 959.000 kr. er það þó nokkrum þúsundköllum dýrara en KTM 400, Yamaha WR 426 F og Honda CRF 450 sem segja má að séu helstu keppinautar þess. -NG

Öhlins-afturdemparinn er með mikla
fjöðrunargetu og þar að auki fjölstillanlegur. 
 

Kostir: Kraftur, stöðugleiki, fjöðrun
Gallar:Grófur gangur, hliðarstandari

-NG

DV
24.8.2002