22.5.02

OffRoad Challenge" á Klaustri 2002

103 keppendur á fyrstu OffRoad Challenge-keppninni á íslandi:


Einar og Helgi Valur urðu fyrstir eftir mikla spennu



OffRoad Challenge"-keppnin á Íslandi fór fram á Kirkjubæjarklaustri um liðna helgi.
Þar voru 103 keppendur mættir í 6 klukkutíma þolaksturskeppni á torfærumótorhjólum.
Mun þetta vera fjölmennasta akstursíþróttakeppni á Íslandi í a.m.k. 20 ár og allavega langfjölmennasta mótorhjólakeppni frá upphafi hér á landi. Keppnisform var þannig að tveir voru í liði og skiptust á að aka í braut sem lá um holt, hæðir og út á sand í landi ferðaþjónustunnar á Efri-Vík. Einnig voru nokkrir harðjaxlar sem voru ekki með neinn til að leysa sig af og óku því einir alla 6 tímana.
Það var Kjartan Kjartansson, keppnisstjóri og aðalskipuleggjandi keppninnar, sem ræsti keppendurna og með þrumugný eins og orrustuþota í lágflugi þustu keppendur af stað í sinn fyrsta hring. Sú upplifun að finna hvernig jörðin skalf og nötraði þegar 55 mótorhjól, öll með bensíngjöfina í botni, æddu af stað samtímis var einfaldlega þannig að ekki er hægt að lýsa á prenti.
Það var Einar Sigurðarson sem kom fyrstur eftir 1 hring en hann keppti með Helga Vali Georgssyni í liði og var forysta þeirra strax orðin rúm mínúta. Í öðru sæti var Reynir Jónsson, en með honum í liði var Þorvarður Björgúlfsson. Þriðji var svo Viggó Viggósson og ók hann með Sölva Árnasyni.
Eftir 2 hringi var forysta Einars og Helga komin í rúmar 3 mín. og var þá um klukkutimi liðinn af keppninni. Svona var staða efstu manna allt fram í miðja keppni, en þá sóttu Reynir og Þorvarður nokkuð á og var forusta Einars og Helga minnst um 30 sek. Þegar um klukkustund var eftir af keppninni hafði Sölvi náð Þorvarði og var þar með kominn upp í 2. sætið, en þá tók Reynir við af  Þorvarði og náði Sölva fljótlega og byrjaði að pressa á hann. Sölvi gerði þá mistök og datt í tvígang og missti Reyni fram úr sér. Það var mikil spenna við endamarkið,
Á slaginu 6 var Kjartan keppnisstjóri mættur með lokaflaggið, en eftir að fyrsti keppandi var flaggaður út var ljóst að aðeins 3 efstu liðin voru á 16. hring og baráttan var verulega spennandi. Fyrir síðasta hring skipti Sölvi við Viggó og ætlaði hann að freista þess að ná Reyni á lokasprettinum, en Reynir með sína reynslu lét hann ekki ná sér og kom sínu liði í mark aðeins 2,36 mín á eftir Einari og Helga. 40 sek á eftir þeim kom svo Viggó og voru þessi þrjú lið þau einu sem náðu að aka 16 hringi. í 4. sæti voru svo þeir Steini Tótu og Ragnar Ingi Stefánsson á Kawasaki með 15 hringi. Hraðasta hring keppninnar átti Eínar Sigurðarson, 21,39 min.
Í einstaklingskeppninni voru 7 keppendur og var Haukur Þorsteinsson eflaust hetja dagsins á Yamaha. Hann var allan tímann með örugga forystu og ók hann 14 hringi. Annar var Þorgeir Ólason með 12 hringi, en í þriðja sæti var elsti keppandinn, Heiðar Þ. Jóhannsson, 48 ára gamall með 11 ekna hring  Að sögn keppanda var brautin verulega krefjandi og erfið, en hún bauð upp á allt er góð braut á að gera. Hún var hæg, hröð, beygjur, hólar, börð,  brekkur, þungur sandur og fleira.
Að keppni lokinni voru keppendur sammála um að brautin hefði verið mjög erfið en keppnin afar skemmtileg.

Haukur Þorsteinsson sem var að keppa einn var svo þreyttur að hann varð að standa síðustu 4 hringina, þvl ef hann settist niður fékk hann krampa í vöðva bæði 1 síðunum og lærunum. Á síðustu 4 hringjunum datt hann úr 10. sæti yfir heildina i það 18. og var hann af mörgum talinn sigurvegari dagsins. 
Björgvin Guðleifsson á TM 300 hjóli flýtti sér svo mikið aö koma hjólinu í gang eftir einn hringinn að hann braut startsveifina í látunum. 


Elli pipari er hann kallaður, en hann var með tvo syni sína í keppninni, en þeir voru hvor í sínu liðinu, pabbinn hlaupandi á milli drengjanna allan daginn og var sennilega þreyttastur af þeim feðgum eftir dag


Kjartan keppnisstjóri hefur verið 1-2 mánuði að leggja brautina og fóru í hana 2000 stikur og miðað við að 5 högg hafi þurft á hverja eru þetta 10.000 hamarshögg. 


Keppendur voru með spjald um hálsinn og var það gatað eftir hvern hring til að telja hringina. Í lok keppninnar fóru margir keppendur á eftir liðsfélaganum til að tryggja að síðasti hringur yrði örugglega talinn með.

 Hörður Davíðsson, landeigandi á landinu þar sem keppnin fór fram, var mjög ánægður með daginn og taldi miklar líkur á að þarna yrði keppni aftur að ári, en hann rekur ferðaþjónustuna að Efri-Vík. 


Sjaldan hafa verið svona margir í sundi á Kirkjubæjarklaustri, en svitalyktin í karlabúningsklefanum mun hafa verið svo óbærileg að hörðustu karlmenn þoldu ekki við. 


Sjónvarpsmyndatökuliðið sem tók upp keppnina notaði m.a. flugvél við upptökurnar fyrir Ríkissjónvarpið og Eurosport. 


Það slasaðist enginn af öllum þessum keppendum meðan á keppni stóð, en að sögn keppnisstjóra frétti hann af einum keppanda sem skar sig á fingri við að setja hjólið á kerru eftir keppnina.
 Það voru keppendur af öllu landinu auk 5 útlendinga sem mættu í þessa keppni, en þeir sem lengst höfðu ekið komu frá Húsavík og voru þar á ferð Birkir Viðarsson og Gisli Arnar Guðmundsson. 


Brautarstarfsmenn keppninnar voru útbúnir með band með krók á endanum við bröttustu brekkurnar. Þessi búnaður var til að húkka í hjólin og draga þau upp þegar kepþendur duttu í miðjum brekkunum eða áttu í erfileikum með að komast upp.


 Eitt helsta vandamál keppenda var að keppnisstjórn hafði notað baggabandsspotta við að marka brautina, en þegar á keppnina leið voru böndin úti um alla braut og hjólin gripu böndin með grófum dekkjunum og þau flæktust í gjörðinni. Þá kom sér vel að vera með skæri og hníf  í verkfæratöskunni. 


Það var erfitt að fá gistingu í nágrenni við keppnissvæðið og má áætla að þessum 103 keppendum hafi fylgt um 500 manns, og að á keppnissvæðinu hafi verið um 1000 manns þegar mest var.


 Heiðar Jóhannsson var elsti keppandinn og var einn að keppa. Hann. ók 11 hringi þrátt fyrir að vera orðinn 48 ára gamall og spurður hvort hann væri þreyttur kvað hann ekki svo vera, bara gaman enda gekk allt upp. Hondan virkaði vel og brautin hentaði honum þrátt fyrir að sandurinn hafi verið fjandi erfíður, en yfir 30 ára reynsla á mótorhjóli hlýtur að hafa hjálpað eitthvað. 

Karl Gunnlaugsson, sem flestir landar kannast við úr formúluþáttunum í Ríkissjónvarpinu, var þarna með vini sínum, Stephen Hague frá Bretlandi, en Stephen þessi hefur meðal annars keppt í Paris Dakar rallinu og verið Bretlandsmeistari í mótorkrossi með hliðarvagni. Þeir félagar voru þarna aðallega ánægjunnar vegna og enduðu í 33. sæti með 12 ekna hringi.


 Það voru á ferð tveir breskir blaðamenn á mótinu á Klaustri, þeir Sean Leawless og Robin Bayman frá Breska mótorhjólablaðinu Dirt Bike magasine. Voru þeir að reynsluaka Honda CRV 450 og með þeim ók Þórir Kristinsson, ritstjóri og flugmaður.














https://timarit.is/files/13118060#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3l%22

8.5.02

Íslandsmet í Hópkeyrslu


Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, halda alltaf 1. maí hátíðlegan á þann hátt að aka í hópkeyrslu um bæinn og var dagurinn í ár engin undantekning. 


Að þessu sinni söfnuðust um 180 mótorhjól saman, sem er íslandsmet i hópakstri á mótorhjólum. Að sögn Dagrúnar Jónsdóttur, varaoddvita Snigla, er þessi hópkeyrsla farin til að minna ökumenn í umferðinni á að mótorhjólin séu komin á götuna. „Við höfum einnig hafið auglýsingaherferð sem sjá má aftan á strætisvögnum og á síðum blaðanna til að minna á það sama," segir Dagrún.
 Á eftir var grillað í sólskini og bliðu við nýtt félagsheimili Snigla í Skerjafirði þar sem olíustóð Shell var áður. Dagrún vildi einnig koma á framfæri þökkum til umferðardeildar lögreglunnar sem stjórnaði hópkeyrslunni af myndarskap.
-NG
Dagblaðið Vísir 2002

5.5.02

Er mjög stöðugt á vegi og togar eins og eimreið


 HONDA VTX 1800


 Kostir. Tog, jafnvægi á ferð

 Gallar: Framþungt á lítilli ferð , þyngd 

Bernhard hf. hefur nú flutt inn ti l landsins stærsta mótorhjól í heimi , hvorki meira né minna , og fengu DV-bílar tækifæri til að prófa hjólið á dögunum. Í upplýsingarriti með hjólinu stendur : Þetta er stærsti og aflmesti hippi sem framleiddur hefur verið. Punktur! Má með nokkrum sanni segja að það sé rétt hjá þeim en Honda hefur samt fengið verðugan keppinaut í Harley Davidson V-Rod-hjólinu sem að vísu er  minna en 9 hestöflum öflugra . Einnig er Indian að skoða framleiðslu á 1900 rúmsentímetra mótorhjóli.

Stærra en það sýnist Það sem heillar strax við hjólið er ekki bara óhemjustærð þess heldur líka laglegt útlit. Hjólið virkar frekar lágt en augað blekkir mann dálíti ð þar sem lengd þes s er mikil . Felgurnar eru steyptar sem gefur því nýtlskulegra útli t og bretti n höfð ein s stutt og hægt er svo að það verði sportlegra . Lugtarhúsi ð e r langt og með stóru skyggni og setur mikinn svip á hjólið . Annað er það líka sem óhjákvæmilega er ekki hægt að leiða hjá sér og það er stærsta púströ r sem undirritaður hefur nokkru sinni séð á mótorhjóli. Það eina sem skemmir fyrir því í útliti er svartur og frekar klunnalegur vatnskassinn framan á grindinni.

Stöðugt í akstri Áseta á hjólinu er þægileg , einni g á langkeyrslu , stýri e r lágt og breitt og þarf aðein s að teygj a si g í það í beygjum. Fótpinnar eru þægilega staðsettir frekar framarlega og þvllítil hætta að reka þá niður. Vel fer því um ökumann í akstri en farþegi situr frekar hátt og tekur því á sig nokkurn vind. Hjólið er frekarframþungt,fyrir utan það að með sín 320 kíló er það yfir kjörþyngd og þvi getur verið erfitt að færa það til með fætur niðri. Þegar það er komið á skrið er það hins vegar alveg sérlega stöðugt og atriði eins og hliðarvindur og að mæta vörubíl hafa bókstaflega engin áhrif á það. Maður fær það frekar á tuTmninguna að trukkarnir þurfi að passa sig á mótvindinum. Mælaborðið er einfalt en býður þó upp á gaumljós fyrir bensín og stafrænan skjá sem sýnt getur vegalengdamælingu.


Öflugar bremsur duga varla Lítill sem enginn titringur er í vélinni ogfinnstnánast enginn í stýrinu í hægagangi. Eini titringurinn er þegar farið er of hægt í háum gír en einnig var smávegis titringur í framljósi. Hjólið erfrekarhágírað, enda er það nauðsynlegt með svona stóran og slaglangan mótor. Það hefur þó þau áhrif að gíra þarf niður í fyrsta í flestum 90 gráða beygjum. Vélin hefur feikilegt tog og þungt hjólið er eins og eimreið þegar það er komið af stað. Fyrir vikið verður eriitt að stoppa það nema með því að taka vel á bremsunum sem eru af öflugustu gerð en duga samt þessu hjóli varla. Tvöfaldar Nissin-bremsur eru að framan, með þriggja stimpla dælum og tveggja stimpla að aftan. Fjóðrunin er nokkuð stíf, sérstaklega að aftan, en þar er líka hægt að stilla hana. Stór kúludekk hjálpa heldur ekki og gott getur verið að lækka þrýsting í stóru afturdekki um tvö pund niður fyrir það sem framleiðandi gefur upp, sérstaklega ef aka á á möl. Kostur er þó lágbarða framdekk sem gefur gott grip. Hjólið er á rétt tæpar tvær milljónir, sem er auðvitað ekki ódýrt, en taka verður tillit til þess hversu mikil smíð hjólið er og mikið í það lagt. Aðalkeppinautar þess eru flestir ódýrari, allavega japönsku hjólin, enda minni, en búast má við að V-Rod-hjólið kosti meira.

A Mikil fyrirferð er á mótornum í grindinni og hvergi sparað í krómi. 
B Afturljós er með gamaldags lagi og setur skemmtilegan svip á hjóliö. 
C Risastór kúturinn þaggar gjörsamlega niöur í hjólinu svo aö varla heyrist vélarhljóö á ferö. 
D Framdemparar eru öfugir til aö gefa betra viðbragð og bremsudiskarnir með öflugum þriggja stimpla dælum.
-NG 
DV 4.5.2002

28.4.02

Slysum fer fækkandi þrátt fyrir aukna umferð bifhjóla

Bifhjólasamtök lýðveldisins kynntu nýja slysarannsókn í morgun:

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa í samstarfi við Umferðarráð og rannsóknarnefnd umferðarslysa látið gera eina stærstu slysakönnun sem um getur hér á landi. Sniglar höfðu frumkvæði að verkefninu og létu skoða öll bifhjólaslys á tíu ára tímabili, frá árinu 1991 til 2000 að báðum árunum meðtöldum. Útkoma rannsóknarinnar bendir á marga athyglisverða hluti og staðfesti aðra
sem haldið hefur verið á lofti af bifhjólafólki lengi.

Mikil fækkun bifhjólaslysa

Sú niðurstaða rannsóknarinnar sem vekur hvað mesta athygli er að á meðan mótorhjólum í umferð er að fjölga hefur tíðni slysa verið á niðurleið frá 1992, þegar Sniglar hrundu af stað sínu fyrsta umferðarátaki. Árið 1992 voru skráð 113 bifhjólaslys á landinu en árið 2000 aðeins 48. Sniglar fengu Skráningarstofuna til að reikna út hversu mörg hjól voru á númerum og hve lengi á hverju ári, og fengu útkomuna í einni tölu sem er kölluð er númeradagar.
Frá árinu1995 hefur númeradögum verið að fjölga um leið og slysum fækkar sem gefur ákveðna vísbendingu um að hjólaumhverfið sé að breytast. Hér getur verið að rekja megi þetta til þess að meðalaldur bifhjólafólks virðist vera að hækka en niðurstöður rannsóknarinnar benda i flestum tilvikum í þá átt að eldri ökumenn lendi síður í slysum.

Yngstu oftast í slysum


Þegar öll bifhjólaslys eru skoðuð er bifhjólafólk orsakavaldur í 64% tilfella en slys verða oft þegar bifhjól er eitt á ferð. í þeim tilfellum þar em árekstur milli ökutækja á sér stað er það í langflestum tilfellum við gatnamót og þá lenda oftast saman bifhjól og fólksbíll, eða í um 80% tilfella. í þeim tilvikum eru ökumenn bifhjóla orsakavaldar í 47% tilfella. Athygli vekur einnig í niðurstöðum skýrslunnar að í rúmlega helmingi tilfella slysa eiga skellinöðrur og sporthjól þátt, en það er einmitt yngsti aldurshópurinn. Þeir sem eru 15-24 ára lenda í um tveimur þriðja slysanna eða 67,5% sem er hátt hlutfall. Einnig vekur athygli að konur lenda síður í slysum heldur en karlmenn. Hlutfall þeirra sem lenda í slysum er 6,4% á meðan 18% þeirra sem tóku bifhjólapróf árið 2001 voru konur. Það þykir einnig sláandi niðurstaða að 86% slysanna verður í þéttbýli, en það segir töluvert um það hvar fólk er að nota hjólin sín og hvar þau eru í mestri hættu. Hátt hlutfall ökumanna eru einnig réttindalausir, eða 7,3%.

Helmingur slysa á lánshjólum


Margt athyglisvert kom í ljós við vinnslu skýrslunnar sem ekki var búist við fyrirfram. Til dæmis virðist vera ákveöin brotalöm hjá tryggingafélögunum þar sem mörg hjólanna fara á gótuna aftur og lenda aftur í tjónum. Í einu tilvikanna hafði sama bifhjólið lent fimm sinnum í rjóni en fór alltaf á götuna aftin;. Skoðaður var innflutningur bifhjóla á 30 ára tímabili og þar kemur í ljós að innflutningur bifhjóla var í sögulegu lágmarki árið 1996 þegar aðeins 62 bifhjól voru flutt tillandsins. Þetta var mikil fækkun frá árinu 1974 þegar hvorki meira né minna en 729 bifhjól voru seld hingað. Innflutningur bifhjóla virðist þó vera að komast í jafnvægi, en árið 2000 voru 334 bifhjól flutt hingað.
Um helmingur þeirra sem lenda í slysum eru ekki skráðir eigendur hjólanna. Bifhjólasamtökin stóðu
fyrir herferð árið 1997-8 um að bifhjólafólk lánaði ekki hjólin sín og virðist sá áróður hafa náð til fólks ef marka má niðurstöður skýrslunnar. Slys á lánshjólum eru þó á uppleið aftur, en eflaust má líka rekja hluta þeirra til þeirrar staðreyndar að bifhjól eru oft skráð á aðra fjölskyldumeðlimi til að sneiða fram hjá dýrum tryggingum.

Hvetja til forvarna

Allir vita að það er hættulegt að keyra mótorhjól, en með þessari vinnu eru Bifhjólasamtókin að reyna að komast að því hvað það er sem hægt er að gera til þess að það verði minna hættulegt. Um 31%
þeirra sem lenda í slysi á bifhjóli slasast alvarlega eða látast. Þetta er rúmlega helmingi hærri prósenta en hjá ökumönnum og farþegum bifreiða. Bifhjólasamtökin vilja hvetja til aðgerða í forvarnarstarfi fyrir bifhjól og benda á aðgerðir í þeim efnum. Að sögn Karenar Gísladóttur hjá Bifhjólasamtökunum er það hægt með bættri kennslu og námskeiðum. „Bifhjólasamtökin vilja gera það i samvinnu við tryggingafélögin og telja að það myndi vera hægt með afslætti á tryggingum sem gulrót, líkt og á námskeiðum fyrir unga ökumenn hjá VÍS og Sjóvá. Koma þarf einnig á fót átaki um notkun hjálma og hlífðarfatnaðar vegna hárrar prósentu þeirra sem ekki nota hjálm og hlífðarfatnað," segir Karen. „Ætlunin er að setja umferðarátakið okkar inn á myndbönd hjá videoleigum og koma þeim einnig i kynningar í bíóhúsum í júní og júlí." Karen bendir einnig á að Bifhjólasamtökin hafi náð miklum árangri með átaki í umferðinni á undanförnum árum og nú sé kominn tími til að tryggmgafélögin leggi við eyrun. „Það er ekki síst með endurskoðuðu tryggingarkerfi sem hyglar ekki þeim sem hafa hæstu tekjurnar í stað mestu reynslunnar, sem viö getum náð betri árangri,"  sagði Karen að lokum.








DV
26. APRÍL 2002 

20.4.02

Hótelhaldarinn keypti stærsta mótorhjól í heim

Stærsta fjöldaframleidda mótorhjól heimi er komið til landsins. 

Hjólið er af gerðinni Honda VTX og er hvorki meira né minna en 1800 rúmsentímetrar. Már Sigurðsson, eigandi Hótel Geysis, keypti gripinn og segir hann að það að hjóla styrki sig allan: „Ég átti Harley Fatboy áður og hjólaði mikið fyrir austan og líka í bæinn, ég hjólaði eitthvað um 20.000 kílómetra á síðasta ári," segir Már. Ég held að þetta hjól sé ekki síðra en Harley, jafhvel betra. Ég fór á Hondusýninguna hérna með kunningjum mínum og þeir sögðu mér að þarna væri hjól sem væri gott fyrir mig svo að ég pantaði eitt strax." Vélin í hjólinu er 106 hestöfl og hefur hvorki meira né minna en 163 Newtonmetra af togisem er meira en í mörgum fjölskyldubílnum. V-ið er 52' og er hver stimpill 10 sm í þvermál. Til að minnka titring er sveifarásinn settur örlitið hliðar við vélina og er þar að auki með tvö kasthjól. Einnig er lögð sérstök áhersla á gúmmífóðraðar vélarfestingar. Annað dæmi um stærðarhlutfóllin í hjólinu er útblástursventillinn sem er 45 mm i þvermál. -NG
DV
20.4.2002

26.3.02

Ást við fyrstu sýn


Segir Þórður R. Magnússon, sem á eitt dýrasta og flottasta Harley Davidson mótorhjól landsins.


Þórður R. Magnússon, oftast þekktur sem Tóti í Flísabúðinni, á eitt dýrasta mótorhjól landsins. Tóti átti áður ansi flott BMW 1200C mótorhjól en það er eins hjól og notast var við í James Bondmyndinni „Tomorrow never dies." Þórður söðlaði hins vegar um í vor og fékk sér nokkuð sérstakt Harley Davidson mótorhjól sem kallast V-Rod og er eina eintakið á landinu. Að sögn Tóta er V-Rod ein stakt í sögu Harley Davidson  það er fyrsta vatnskælda Harley Davidson-hjólið og á sér eiginlega enga hliðstæðu þar sem það sameinar svo marga kosti. „Þetta var einfaldlega ást við fyrstu sýn," segir Tóti. „Það er allt við þetta hjól; hönnunin, nostalgían og nafnið Harley Davidson. Nafnið er náttúrulega stór hluti af Harley Davidson en þarna er búið að búa til ákveðna ímynd."
Á næsta ári verða verksmiðjurnar 100 ára og er Tóti að hugsa um að fara til Barcelona en það er hluti af afmælisferð Harley Davidson-eigenda og verður mikið um dýrðir þar sem annars staðar.

Fékk sérsmíðaðan hjálm í stíl

Hingað kom í sumar hópur úr eigendaklúbbi Harley Davidson, HOG (Harley Owners Group), á hjólum sínum í ferð sem var nefhd „Viking Invasion" og hjólaði Tóti hringinn með hópnum. Tóti sagði okkur eina góða sögu um samhug allra Harley-eigenda. Hann hafði gefið sig á tal við Ameríkana sem hann hitti á hjóladegi Snigla. Sagði hann honum að hann ræki Harley-verslun í Bandaríkjunum. Tóti hafði verið að reyna að ná í , hjálm í stíl við hjólið sem var aðeins til í örfáum eintökum og sagðist Kaninn ætla að redda því. Kvöddust þeir svo með þessu og lét Tóti hann hafa VISA númer sitt. Nokkrum vikum seinna hafði náunginn grafið upp hjálminn og kom hann til Tóta í pósti. Tóti segir hjólið komið til að vera. „Ég ætla mér að eiga þetta hjól," sagði hann að lokum. -NG




DV
19.09.2002

1.3.02

Vespa og vespa er sitt hvað


 Yamaha Tmax

Kostir: Stórt farangursrými, kraftur,
 áreynslulaus akstur 
Gallar: Áseta 

Hvað dettur manni í hug þegar talað er um „vespu?" Jú, sennilega lítíl, kraftlaus mótorhjól sem varla hreyfast úr stað. Gamlar konur í göngugrindum geta jafnvel tekið fram úr þeim sumum. TMAX-inn frá Yamaha kom því verulega á óvart því hvern hefði grunað að draumurinn um „vespu" sem  hreyfðist úr stað yrði einn góðan dag að veruleika. Hjólið hefur alla kosti „vespunnar":  sjálfskiptinguna, þægilega ásetu, (svo næstum því er hægt að hjóla i kjól og hælaháum skóm - ekki ráðlegt þó, öryggisins vegna) og lágan jafnvægispunkt svo ég hafði það á tilfinningunni að hægt væri að setja kornabarn undir stýri á þessu hjóli og það myndi spjara sig. Vélarstærðin er þó kannski það sem kemur í veg fyrir að hjól af þessu tagi nái útbreiðslu meðal þeirra sem velja einfaldleikann en 500 rúmsentímetra mótor skilar frá sér 40 hestöflum. Próf á stórt mótorhjól þarf nefnilega á TMAX hjólið þráttfyrir að um sjálfskipta „vespu" sé að ræða.



Framúrstefnuleg hönnun

Hönnun hjólsins er verulega framúrstefnuleg og dálítið „speisuð", eins og einhverjir myndu segja. Mjúkar en langar línur og hátt glerið auk skásettra framljósa gera hjólið rennilegt og verulega fallegt. Mælaborðið er einfalt með öllum helstu mælum, s.s. hraðamæli, hitamæli og bensínníæli, auk klukku, viðvörunarljósa og stafræns kilómetramælis. Farangursrými TMAX-hjólsins er 32 lítrar sem þýðir að vel er hægt að koma aukahjálmi, innkaupapokanum eða íþróttatöskunni fyrir undir sætinu án  vandkvæða en farangursrými í bifhjólum er venjulega lítið sem ekkert. Þá er n.k. „hanskahólf" lika
á hjólinu og er það nógu stórt til að geyma í þvi símann, húslyklana og peningaveskið.

Þægilegur akstur

Öll hönnun hjólsins tekur mið af þægindum fyrir ökumann og farþega og hár skermurinn og sérstök straumlínulaga hlíf að framan brýtur mesta vindinn svo lítil hætta er á að þreytast þess vegna en ökumaðurinn og farþeginn sitja nánast í logni í stað þess að berjast með vindinn í fangið. Sætið er einstaklega þægilegt, bæði fyrir ökumann og farþega, en stuðningspúða við bakið er hægt að færa fram og aftur. Sætið sjálft er mjúkt og fínt og farþeginn minn á hjólinu talaði sérstaklega um það hversu þægilegt það væri. 500 kúbikin og hestöflin 40 skila sér ótrúlega vel þrátt fyrir sjálfskiptingu en hjólið er sprækt af stað á gatnamótum og engin hætta á að maður sé skilinn eftir á umferðarljósum. Það var ekki fyrr en komið var í 80-90 km hraða og átti að gefa aðeins meira í að í ljós kom að sjálfskiptingin tekur dálítið af viðbragðinu. Hámarkshraði hjólsins er þó uppgefinn 160 km/klst og uppgefin hröðun er 7,5 sek. frá 0 i 100 km/klst þannig að þeir sem vilja njóta einfaldleika sjálfskiptingarinnar og áreynslulausrar ásetunnar án þess að tapa krafti mótorhjóla fá nú loks eitthvað fyrir sinn snúð. Fjöðrun hjólsins er einstaklega mjúk og fagmannlega uppbyggð sem á ekkert skylt við fjöðrunarbúnað lítilla vespa, sem oft eru hastar, enda afar þægilegt og lítt þreytandi að aka hjólinu lengri vegalengdir.

Fyrir mömmur sem þora

Ég velti því lengi fyrir mér hvaða hóp ég myndi sjá á svona hjóli þar sem um er að ræða blöndu af stóru bifhjóli með alvörumótor og vespu og eiginleikum þessara tveggja blandað saman. Notagildið verður dálítið annað fyrir vikið og þessir venjulegu mótorhjólatöffarar þora væntanlega ekki að skipta
yfir í þægindin. Hjólið er hægt að nota til styttri ferða innanbæjar eða huggulegra sunnudagsbíltúra út úr bænum. Nesti og aukafatnaður verður ekkert vandamál enda farangursrými nóg. Ég sé fyrir mér að markhópurinn fyrir Yamaha TMAX hjólið verði því mömmur sem þora. Helstu gallarnir við hjólið eru ásetan sem er eins og setið sé í hægindastól með fætur fyrir framan sig en hún verður samt dálítið skrýtin þegar maður hefur vanist því að aka hjóli þar sem ásetan er allt önnur og nota þarf fætur til gírskiptinga og hemlunar. Hún venst hins vegar afar vel. Sjálfskiptingin tekur dálítið af „þoli" hjólsins því þó það sé tiltölulega snöggt af stað verður átakið meira þegar hraðinn hefur verið aukinn og viðbragðið lengist þegar hraðatalan fer að nálgast þrjá stafi. Helstu kostir eru þægileg áseta, rúmgott farangursrými og nægur kraftur.
 -HSH
DV 10.8.2002