28.4.02

Slysum fer fækkandi þrátt fyrir aukna umferð bifhjóla

Bifhjólasamtök lýðveldisins kynntu nýja slysarannsókn í morgun:

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa í samstarfi við Umferðarráð og rannsóknarnefnd umferðarslysa látið gera eina stærstu slysakönnun sem um getur hér á landi. Sniglar höfðu frumkvæði að verkefninu og létu skoða öll bifhjólaslys á tíu ára tímabili, frá árinu 1991 til 2000 að báðum árunum meðtöldum. Útkoma rannsóknarinnar bendir á marga athyglisverða hluti og staðfesti aðra
sem haldið hefur verið á lofti af bifhjólafólki lengi.

Mikil fækkun bifhjólaslysa

Sú niðurstaða rannsóknarinnar sem vekur hvað mesta athygli er að á meðan mótorhjólum í umferð er að fjölga hefur tíðni slysa verið á niðurleið frá 1992, þegar Sniglar hrundu af stað sínu fyrsta umferðarátaki. Árið 1992 voru skráð 113 bifhjólaslys á landinu en árið 2000 aðeins 48. Sniglar fengu Skráningarstofuna til að reikna út hversu mörg hjól voru á númerum og hve lengi á hverju ári, og fengu útkomuna í einni tölu sem er kölluð er númeradagar.
Frá árinu1995 hefur númeradögum verið að fjölga um leið og slysum fækkar sem gefur ákveðna vísbendingu um að hjólaumhverfið sé að breytast. Hér getur verið að rekja megi þetta til þess að meðalaldur bifhjólafólks virðist vera að hækka en niðurstöður rannsóknarinnar benda i flestum tilvikum í þá átt að eldri ökumenn lendi síður í slysum.

Yngstu oftast í slysum


Þegar öll bifhjólaslys eru skoðuð er bifhjólafólk orsakavaldur í 64% tilfella en slys verða oft þegar bifhjól er eitt á ferð. í þeim tilfellum þar em árekstur milli ökutækja á sér stað er það í langflestum tilfellum við gatnamót og þá lenda oftast saman bifhjól og fólksbíll, eða í um 80% tilfella. í þeim tilvikum eru ökumenn bifhjóla orsakavaldar í 47% tilfella. Athygli vekur einnig í niðurstöðum skýrslunnar að í rúmlega helmingi tilfella slysa eiga skellinöðrur og sporthjól þátt, en það er einmitt yngsti aldurshópurinn. Þeir sem eru 15-24 ára lenda í um tveimur þriðja slysanna eða 67,5% sem er hátt hlutfall. Einnig vekur athygli að konur lenda síður í slysum heldur en karlmenn. Hlutfall þeirra sem lenda í slysum er 6,4% á meðan 18% þeirra sem tóku bifhjólapróf árið 2001 voru konur. Það þykir einnig sláandi niðurstaða að 86% slysanna verður í þéttbýli, en það segir töluvert um það hvar fólk er að nota hjólin sín og hvar þau eru í mestri hættu. Hátt hlutfall ökumanna eru einnig réttindalausir, eða 7,3%.

Helmingur slysa á lánshjólum


Margt athyglisvert kom í ljós við vinnslu skýrslunnar sem ekki var búist við fyrirfram. Til dæmis virðist vera ákveöin brotalöm hjá tryggingafélögunum þar sem mörg hjólanna fara á gótuna aftur og lenda aftur í tjónum. Í einu tilvikanna hafði sama bifhjólið lent fimm sinnum í rjóni en fór alltaf á götuna aftin;. Skoðaður var innflutningur bifhjóla á 30 ára tímabili og þar kemur í ljós að innflutningur bifhjóla var í sögulegu lágmarki árið 1996 þegar aðeins 62 bifhjól voru flutt tillandsins. Þetta var mikil fækkun frá árinu 1974 þegar hvorki meira né minna en 729 bifhjól voru seld hingað. Innflutningur bifhjóla virðist þó vera að komast í jafnvægi, en árið 2000 voru 334 bifhjól flutt hingað.
Um helmingur þeirra sem lenda í slysum eru ekki skráðir eigendur hjólanna. Bifhjólasamtökin stóðu
fyrir herferð árið 1997-8 um að bifhjólafólk lánaði ekki hjólin sín og virðist sá áróður hafa náð til fólks ef marka má niðurstöður skýrslunnar. Slys á lánshjólum eru þó á uppleið aftur, en eflaust má líka rekja hluta þeirra til þeirrar staðreyndar að bifhjól eru oft skráð á aðra fjölskyldumeðlimi til að sneiða fram hjá dýrum tryggingum.

Hvetja til forvarna

Allir vita að það er hættulegt að keyra mótorhjól, en með þessari vinnu eru Bifhjólasamtókin að reyna að komast að því hvað það er sem hægt er að gera til þess að það verði minna hættulegt. Um 31%
þeirra sem lenda í slysi á bifhjóli slasast alvarlega eða látast. Þetta er rúmlega helmingi hærri prósenta en hjá ökumönnum og farþegum bifreiða. Bifhjólasamtökin vilja hvetja til aðgerða í forvarnarstarfi fyrir bifhjól og benda á aðgerðir í þeim efnum. Að sögn Karenar Gísladóttur hjá Bifhjólasamtökunum er það hægt með bættri kennslu og námskeiðum. „Bifhjólasamtökin vilja gera það i samvinnu við tryggingafélögin og telja að það myndi vera hægt með afslætti á tryggingum sem gulrót, líkt og á námskeiðum fyrir unga ökumenn hjá VÍS og Sjóvá. Koma þarf einnig á fót átaki um notkun hjálma og hlífðarfatnaðar vegna hárrar prósentu þeirra sem ekki nota hjálm og hlífðarfatnað," segir Karen. „Ætlunin er að setja umferðarátakið okkar inn á myndbönd hjá videoleigum og koma þeim einnig i kynningar í bíóhúsum í júní og júlí." Karen bendir einnig á að Bifhjólasamtökin hafi náð miklum árangri með átaki í umferðinni á undanförnum árum og nú sé kominn tími til að tryggmgafélögin leggi við eyrun. „Það er ekki síst með endurskoðuðu tryggingarkerfi sem hyglar ekki þeim sem hafa hæstu tekjurnar í stað mestu reynslunnar, sem viö getum náð betri árangri,"  sagði Karen að lokum.








DV
26. APRÍL 2002 

20.4.02

Hótelhaldarinn keypti stærsta mótorhjól í heim

Stærsta fjöldaframleidda mótorhjól heimi er komið til landsins. 

Hjólið er af gerðinni Honda VTX og er hvorki meira né minna en 1800 rúmsentímetrar. Már Sigurðsson, eigandi Hótel Geysis, keypti gripinn og segir hann að það að hjóla styrki sig allan: „Ég átti Harley Fatboy áður og hjólaði mikið fyrir austan og líka í bæinn, ég hjólaði eitthvað um 20.000 kílómetra á síðasta ári," segir Már. Ég held að þetta hjól sé ekki síðra en Harley, jafhvel betra. Ég fór á Hondusýninguna hérna með kunningjum mínum og þeir sögðu mér að þarna væri hjól sem væri gott fyrir mig svo að ég pantaði eitt strax." Vélin í hjólinu er 106 hestöfl og hefur hvorki meira né minna en 163 Newtonmetra af togisem er meira en í mörgum fjölskyldubílnum. V-ið er 52' og er hver stimpill 10 sm í þvermál. Til að minnka titring er sveifarásinn settur örlitið hliðar við vélina og er þar að auki með tvö kasthjól. Einnig er lögð sérstök áhersla á gúmmífóðraðar vélarfestingar. Annað dæmi um stærðarhlutfóllin í hjólinu er útblástursventillinn sem er 45 mm i þvermál. -NG
DV
20.4.2002

26.3.02

Ást við fyrstu sýn


Segir Þórður R. Magnússon, sem á eitt dýrasta og flottasta Harley Davidson mótorhjól landsins.


Þórður R. Magnússon, oftast þekktur sem Tóti í Flísabúðinni, á eitt dýrasta mótorhjól landsins. Tóti átti áður ansi flott BMW 1200C mótorhjól en það er eins hjól og notast var við í James Bondmyndinni „Tomorrow never dies." Þórður söðlaði hins vegar um í vor og fékk sér nokkuð sérstakt Harley Davidson mótorhjól sem kallast V-Rod og er eina eintakið á landinu. Að sögn Tóta er V-Rod ein stakt í sögu Harley Davidson  það er fyrsta vatnskælda Harley Davidson-hjólið og á sér eiginlega enga hliðstæðu þar sem það sameinar svo marga kosti. „Þetta var einfaldlega ást við fyrstu sýn," segir Tóti. „Það er allt við þetta hjól; hönnunin, nostalgían og nafnið Harley Davidson. Nafnið er náttúrulega stór hluti af Harley Davidson en þarna er búið að búa til ákveðna ímynd."
Á næsta ári verða verksmiðjurnar 100 ára og er Tóti að hugsa um að fara til Barcelona en það er hluti af afmælisferð Harley Davidson-eigenda og verður mikið um dýrðir þar sem annars staðar.

Fékk sérsmíðaðan hjálm í stíl

Hingað kom í sumar hópur úr eigendaklúbbi Harley Davidson, HOG (Harley Owners Group), á hjólum sínum í ferð sem var nefhd „Viking Invasion" og hjólaði Tóti hringinn með hópnum. Tóti sagði okkur eina góða sögu um samhug allra Harley-eigenda. Hann hafði gefið sig á tal við Ameríkana sem hann hitti á hjóladegi Snigla. Sagði hann honum að hann ræki Harley-verslun í Bandaríkjunum. Tóti hafði verið að reyna að ná í , hjálm í stíl við hjólið sem var aðeins til í örfáum eintökum og sagðist Kaninn ætla að redda því. Kvöddust þeir svo með þessu og lét Tóti hann hafa VISA númer sitt. Nokkrum vikum seinna hafði náunginn grafið upp hjálminn og kom hann til Tóta í pósti. Tóti segir hjólið komið til að vera. „Ég ætla mér að eiga þetta hjól," sagði hann að lokum. -NG




DV
19.09.2002

1.3.02

Vespa og vespa er sitt hvað


 Yamaha Tmax

Kostir: Stórt farangursrými, kraftur,
 áreynslulaus akstur 
Gallar: Áseta 

Hvað dettur manni í hug þegar talað er um „vespu?" Jú, sennilega lítíl, kraftlaus mótorhjól sem varla hreyfast úr stað. Gamlar konur í göngugrindum geta jafnvel tekið fram úr þeim sumum. TMAX-inn frá Yamaha kom því verulega á óvart því hvern hefði grunað að draumurinn um „vespu" sem  hreyfðist úr stað yrði einn góðan dag að veruleika. Hjólið hefur alla kosti „vespunnar":  sjálfskiptinguna, þægilega ásetu, (svo næstum því er hægt að hjóla i kjól og hælaháum skóm - ekki ráðlegt þó, öryggisins vegna) og lágan jafnvægispunkt svo ég hafði það á tilfinningunni að hægt væri að setja kornabarn undir stýri á þessu hjóli og það myndi spjara sig. Vélarstærðin er þó kannski það sem kemur í veg fyrir að hjól af þessu tagi nái útbreiðslu meðal þeirra sem velja einfaldleikann en 500 rúmsentímetra mótor skilar frá sér 40 hestöflum. Próf á stórt mótorhjól þarf nefnilega á TMAX hjólið þráttfyrir að um sjálfskipta „vespu" sé að ræða.



Framúrstefnuleg hönnun

Hönnun hjólsins er verulega framúrstefnuleg og dálítið „speisuð", eins og einhverjir myndu segja. Mjúkar en langar línur og hátt glerið auk skásettra framljósa gera hjólið rennilegt og verulega fallegt. Mælaborðið er einfalt með öllum helstu mælum, s.s. hraðamæli, hitamæli og bensínníæli, auk klukku, viðvörunarljósa og stafræns kilómetramælis. Farangursrými TMAX-hjólsins er 32 lítrar sem þýðir að vel er hægt að koma aukahjálmi, innkaupapokanum eða íþróttatöskunni fyrir undir sætinu án  vandkvæða en farangursrými í bifhjólum er venjulega lítið sem ekkert. Þá er n.k. „hanskahólf" lika
á hjólinu og er það nógu stórt til að geyma í þvi símann, húslyklana og peningaveskið.

Þægilegur akstur

Öll hönnun hjólsins tekur mið af þægindum fyrir ökumann og farþega og hár skermurinn og sérstök straumlínulaga hlíf að framan brýtur mesta vindinn svo lítil hætta er á að þreytast þess vegna en ökumaðurinn og farþeginn sitja nánast í logni í stað þess að berjast með vindinn í fangið. Sætið er einstaklega þægilegt, bæði fyrir ökumann og farþega, en stuðningspúða við bakið er hægt að færa fram og aftur. Sætið sjálft er mjúkt og fínt og farþeginn minn á hjólinu talaði sérstaklega um það hversu þægilegt það væri. 500 kúbikin og hestöflin 40 skila sér ótrúlega vel þrátt fyrir sjálfskiptingu en hjólið er sprækt af stað á gatnamótum og engin hætta á að maður sé skilinn eftir á umferðarljósum. Það var ekki fyrr en komið var í 80-90 km hraða og átti að gefa aðeins meira í að í ljós kom að sjálfskiptingin tekur dálítið af viðbragðinu. Hámarkshraði hjólsins er þó uppgefinn 160 km/klst og uppgefin hröðun er 7,5 sek. frá 0 i 100 km/klst þannig að þeir sem vilja njóta einfaldleika sjálfskiptingarinnar og áreynslulausrar ásetunnar án þess að tapa krafti mótorhjóla fá nú loks eitthvað fyrir sinn snúð. Fjöðrun hjólsins er einstaklega mjúk og fagmannlega uppbyggð sem á ekkert skylt við fjöðrunarbúnað lítilla vespa, sem oft eru hastar, enda afar þægilegt og lítt þreytandi að aka hjólinu lengri vegalengdir.

Fyrir mömmur sem þora

Ég velti því lengi fyrir mér hvaða hóp ég myndi sjá á svona hjóli þar sem um er að ræða blöndu af stóru bifhjóli með alvörumótor og vespu og eiginleikum þessara tveggja blandað saman. Notagildið verður dálítið annað fyrir vikið og þessir venjulegu mótorhjólatöffarar þora væntanlega ekki að skipta
yfir í þægindin. Hjólið er hægt að nota til styttri ferða innanbæjar eða huggulegra sunnudagsbíltúra út úr bænum. Nesti og aukafatnaður verður ekkert vandamál enda farangursrými nóg. Ég sé fyrir mér að markhópurinn fyrir Yamaha TMAX hjólið verði því mömmur sem þora. Helstu gallarnir við hjólið eru ásetan sem er eins og setið sé í hægindastól með fætur fyrir framan sig en hún verður samt dálítið skrýtin þegar maður hefur vanist því að aka hjóli þar sem ásetan er allt önnur og nota þarf fætur til gírskiptinga og hemlunar. Hún venst hins vegar afar vel. Sjálfskiptingin tekur dálítið af „þoli" hjólsins því þó það sé tiltölulega snöggt af stað verður átakið meira þegar hraðinn hefur verið aukinn og viðbragðið lengist þegar hraðatalan fer að nálgast þrjá stafi. Helstu kostir eru þægileg áseta, rúmgott farangursrými og nægur kraftur.
 -HSH
DV 10.8.2002

7.2.02

Sniglarnir efna til umfangsmikillar rannsókna

Lítil reynsla ökumanna hefur mikil áhrif


Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa í samvinnu við Umferðarráð hrundið af stað stærstu umferðarslysarannsókn sem framkvæmd hefur verið á íslandi. Ætlunin er að skoða öll slys yfir heilan áratug, frá 1991-2000, alls rúmlega 700 slys. Að mati Sniglanna hefur ekki verið nóg að gert í rannsóknum á þessum málum hérlendis. Niðurstöður rannsóknarinnar verða svo notaðar í jákvæðum tilgangi, m.a. til að hrinda af stað umferðarátaki, bæta kennslu o.s.frv. Áætlað er að kynna þær á vorfundi Sniglanna seinnihluta apríl.
Að sögn Njáls Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra rannsóknarinnar, voru það fyrst niðurstöður svipaðra rannsókna í Noregi sem hvöttu menn til að skoða sömu hluti hérlendis. „Mótorhjólasamfélagið hefur breyst mikið á síðasta áratug og staðalmyndin er ekki lengur af tvitugum strák á keppnishjóli heldur frekar eldra fólki, en þar hefur orðið langmesta aukningin að undanförnu. Fólk sem lærir á mótorhjól í dag er í flestum tilvikum eldra en þrítugt, en það er einmitt það sem hefur efhi á því að eiga og reka mótorhjól," segir Njáll.
Niðurstöður norsku rannsóknarinnar frá 1999 benda til þess að aldurshópurinn 18-39 ára lendi meira en tvöfalt oftar í mótorhjólaslysurn þar sem slys annars vegar, en þeir sem eru fertugir og eldri. Þetta sýnir það klárlega að litil reynsla ökumanna er stór þáttur hvað slysatiðnina varðar. „Annað athyglisvert sem kom út úr rannsóknunum í Noregi og við munum skoða hérna sérstaklega er að einstaka gerðir af hjólum með svokallaða „töff ímynd" lenda næstum því þrisvar sinnum oftar i óhappi en aðrar gerðir með „góða ímynd" þrátt fyrir að hjólin með „góðu imyndina" væru í fleiri tilfellum kraftmeiri," segir Njáll Gunnlaugsson.
-aþ
7.2.2002

17.12.01

Sniglar í jólaskapi

Sniglar og Pat Savage

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, héldu árlegt jólaball sitt með pompi og prakt i sal  slysavarnafélagskvenna á laugardaginn. 

Komu þar leðurklæddir og húðflúraðir bifhjólamenn saman og gerðu sér glaðan dag í tilefni jólanna. Hljómsveitin OFL lék fyrir dansi en þar að auki tók kanadíski tónlistarmaðurinn Pat Savage lagið fyrir Sniglana en Pat ermeð frægari blúsgítarleikurum úr röðum bifhjólamanna í Norður-Ameríku. Hefur hann enn fremur leikið og hljóðritað með mörgu stórmenninu á sviði blústónlistarinnar og nægir þar að nefna B.B. King, Albert King, Robert Cray og Jeff Healey. Þá hefur Pat Savage verið í forsvari fyrir samtökin Bifhjólamenn gegn ofbeldi á börnum (Bikers Against Child Abuse) sem berjast eins og nafnið gefur til kynna gegn misnotkun og ofbeldi á  börnum. Þess má geta i því sambandi að allur ágóði af jólaballi Sniglanna í ár (sem endranær) rennur til Geldingalækjar en þar dvelja einmitt börn sem eiga við foreldravandamál að stríða.
Er Pat Savage staddur hér á landi nú tilskrafs og ráðagerða við íslenska bifhjólamenn en fyrirhugað er að hann haldi tónleika ásamt hljómsveit sinni á landsmóti bifhjólasamtakanna sem haldið verður árið 2004. -EÖJ
Dagblaðið Vísir 

25.10.01

Raftar í Borgarfirði



Leður, króm og kaldir kallar


Menn og konur með mótorhjóladellu stofna samtók bifhjólafólks í Borgarfirði.


Mörgum stendur hálfgerður stuggur af leðurklæddum mönnum sem þeysast um á kraftmiklum mótorhjólum enda hafa erlend mótorhjólasamtök á borð við Hell Angels verið flokkuð með hverjum öðrum glæpasamtökum.

Mótorhjólatöffararnir Torfi, Unnar og Guðjón vöktu samt enga teljandi skelfingu hjá blaðamanni Skessuhorns þegar þeir renndu í hlaðið á skrifstofu blaðsins síðasliðinn miðvikudag á mótorfákum sínum. Þeir félagar eru í forsvari fyrir fjölmennum hópi manna og kvenna í Borgarfjarðarhéraði sem hafa það að áhugamáli að ferðastum klofvega á krómuðum tryllitækjum og sína sig og sjá aðra. Þessi hópur er þessa dagana að stofna formlegan klúbb utan um sitt áhugamál sem ber nafnið Raftar - Bifhjólafjelag Borgarfjarðar. Segja má að á síðustu misserum hafi mótorhjóladellan heldur betur hreiðrað um sig í Borgarnesi og nágrenni en að sögn þeirra þremenninganna var Unnar eini mótorhjólatöffarinn í héraðinu fyrir fáum árum en í dag eru virkir mótorhjólamenn á svæðinu um tuttugu, bæði karlar og konur og dæmi um að heilu fjölskyldurnar séu saman í þessu. 

Hippar

 Ekki vantar að hjól þeirra þremenninga séu glæsileg og leðrið á sínum stað en eitthvað finnst blaðamanni þó vanta miððað við áðurnefnda ímynd úr amerískum bíómyndum. ,Jú við eigum eftir að safna hári og skeggi, fá okkur tattú á allan skrokkinn og hætta að fara í bað, þá er verkið fullkomnað,“ segir Unnar. „Þetta er náttúrulega lífsstíll að eiga og keyra mótorhjól, „segir Torfi .Til nánari útskýringar segir hann að mótorhjólageirinn skiptist í þrennt. „Einn hópurinn eru þeir á Endouro hjólunum, þ.e. torfærugengið sem hefur gaman af að drullumalla, síðan eru það racerhjólin, eða plastið. Þeir klæða sig eins og tannkremstúpur og hugsa um að fara sem hraðast. Síðasti hópurinn er síðan hipparnir sem hafa krómið og leðrið og stílinn í lagi. „Við erum í þeim hópi þótt við séum ótattúveraðir og frekar friðsælir." Aðspurðir viðurkenna þeir félagar að útlitið 'skipti máli. Leðrið og krómið og allur pakkinn verður að vera í lagi. „Það er partur af þessu að fægja krómið og bera leðurfeiti á gallann,“ segir Guðjón. „Það sem er hinsvegar aðal málið er að vera úti að hjóla og helst í hóp og síðan náttúrulega að stoppa í sjoppunum og spjalla við aðra mótorhjólamenn. Við rúntum um göturnar og förumannað veifið í lengri ferðir, til Reykajvíkur eða fáum okkur kaffibolla í Staðarskála eða Vegamótum. Síðan er núna komin ný hringleið upp um héraðið upp í Reykholt og niður Stafholtstungurnar en það er afar kærkomið fyrir okkur þar sem okkar hjól eru fyrst og fremst malbikshjól og við erum ekki sérlega hrifnir af lausamölinni."

Tillitssemin hverfandi

Eins og fyrr segir er ímynd mótorhjólatöffarans svolítið gróf og Raftarnir segjast lítlisháttar hafa orðið varir við að sumu fólki standi svolítið stuggur af leðrinu. „Það er allavega ekki mikið mál að fá afgreiðslu í sjoppum því það myndast alltaf gott pláss í kringum mann. Leðrið er ennþá svolítil grýla hér á landi,“ segir Torfi. „Flestir eru þó áhugasamir og hafa áhuga á að skoða hjólin og iðulega leyfum við krökkunum að setjast í hnakkinn,11 segir Guðjón. Þeir segja að andinn sé hinsvegar svolítið annar þegar komið er út í umferðina. „Það má segja að tillitssemi gagnvart mótorhjólum í umferðinni sé hverfandi og iðulega er okkur nánast ýtt útaf veginum. Okumenn virðast iðulega bara gá hvort að það sé að koma bíll en sjá ekki mótorhjólin," segir Unnar.

Dýrar tryggingar

Aðspurðir um kostnaðirnn við sportið segja þeir félagar að hann sé þónokkur. „Það eru eiginlega tryggingarnar sem eru dýrastar,“ segir Guðjón. „Þær eru einfaldlega skelfilega háar og það hamlar þeim yngri að fá sér hjól. Það er ódýrara fyrir okkur gömlu karlana þar sem við erum búnir að vera að tryggja ýmislegt annað um árabil og fáum þessvegna betri kjör en fyrir ungling er þetta svona þúsund kall á dag bara í tryggingar. Hjólin kosta náttúrulega líka sitt. Nýtt hjól er kannski um milljón en það er hægt að fá ágætis grip fyrir fjögur til fimm hundruð þúsund. Síðan er gallinn 70 til 100 þúsund kall.“ 

Ungir sem aldnir

Stofnfundur Raftanna var haldinn síðastliðinn mánudag en var frestað um viku til að gefa fleirum kost á að gerast stofnfélagar. „Við erum um tuttugu en viljum gjarnan fá fleiri og klúbburinn er opinn öllum sem hafa áhuga á mótorhjólum hvort sem þeir eiga hjól eða ekki. Við viljum gjarnan fá sem flesta og helst af sem breiðustum aldurshópi. Sá elsti af okkur í dag er innan við fimmtugt en við vitum að annars staðar, eins og t.d. í Kelfavík eru ellilífeyrisþegar að þeysa um á mótorhjólum. Þeir voru einhverntímann með sýningu í tilfefni af Ljósanótt í bænum og þegar þeir tóku niður hjálmanna og í Ijós kom að þetta voru upp til hópa gamlir karlar varð algjör sprenging og snarfjölgaði í hópnum,“ segir Guðjón. „Tilgangurinn með stofnun klúbbsins er fyrst og fremst að þjappa hópnum saman og til að menn hafi enn rneira gaman afþessu og um leið að stuðla að bættri umferðarmenningu og auka öryggi bifhjólafólks. Við ætlum meðal annars að standa fyrir reglulegum hjölaferðum vítt og breytt um landið," segja Raftarnir þrír að lokum. GE