18.6.01

Viggo Öruggur


Sigurvegari í 2. umferð í enduró

Fyrsta konan sem keppir í enduro á íslandi,
Anette Brindwell, en hún kom hingað frá Svíþjóð.
Keppnin í B-flokki var einnig spennandi
þótt þar væru helmingi færri keppendur

Önnur umferð íslandsmeistaramótsins í enduro, maraþonakstri á torfærumótorhjólum, fór fram við Kolviðarhól á laugardaginn. Alls var 81 keppandi skráður til leiks og hófu 80 keppni, 27 í B-flokki og 53 í A-flokki. Meðal keppenda í A-flokki var ein kona frá Svíþjóð, Anette Brindwell, sem keppir í sænska meistaramótinu. Þetta var í fyrsta sinn sem kona tekur þátt í þessari erfiðu keppnisgrein og gekk henni ágætlega, keyrði af öryggi og lenti í 36. sæti á KTM 200 lánshjóli. 

Einn 12 ára keppandi 


Byrjað var á keppni í B-flokki en hann er fyrir þá sem eru styttra komnir í sportinu og vilja vinna sig upp í A-flokk. Keyrt er i eina klukkustund sem er helmingi styttri tími en í A-flokki. Meðal keppenda þar var yngsti keppandinn, aðeins 12 ára gamall, Arnór Hauksson, á Yamaha 80, en hann varð í 17. sæti. Hann er sonur Hauks Þorsteinssonar sem keppti í A-flokki og varð þar í þriðja sæti. Greinilega upprennandi keppnismaður á ferð og á næstu tveimur árum munu fleiri strákar bætast í yngsta hópinn. Sá sem vann B-flokk nokkuð örugglega var Gunnlaugur R. Björnsson á Yamaha WR 426, með 4 ekna hringi á tímanum 46,49. Annar var Elmar Eggertsson á Kawasaki KX 250 og þriðji Björgvin Guðleifsson á KTM 200. Nítján fyrstu í B-flokki óku fjóra hringi í brautinni sem var um sex kílómetra löng.

Hringaði alla nema Einar

Það voru Einar Sigurðsson, Viggó Viggóson, Haukur Þorsteinsson og Ragnar Ingi Stefánsson sem voru fremstir í rásröð og var það Haukur sem tókst að verða fyrstur í gegnum fyrsta hlið. Fram undan var skurður sem lá í hlykkjum og var fullmikil þrenging fyrir keppendur og þurftu öftustu menn að bíða í allt að 3-4 mín eftir að komast í gegnum hann. Eftir fyrsta hring var Viggó Viggósson á KTM 380 kominn með forystuna og jók hana jafnt og þétt alla keppnina allt til loka og sigraði með 11 ekna hringi á tímanum 119, 54 mín., en fékk 5 mínútur í refsingu fyrir að sleppa hliði. Var Viggó þá búinn að hringa alla keppendur nema Einar Sigurðsson sem varð annar. Þriðji varð svo Haukur Þorsteinsson á Yamaha YZ 426 en hraðasta hring átti Viggó Viggóson sem var 10 min. og 21 sek., sett í fyrsta hring, og var meðalhraði Viggós því um 36 km í hraðasta hring. Sýndi Viggó jafna og hraða keyrslu allan tímann meðan talsvert var farið að draga af öðrum og sigraði því örugglega þrátt fyrir refsinguna. 


Bæði keppendur og áhorfendur voru mjög ánægðir með keppnina og brautina, sem bauð upp á breiðan akstur. Vélhjólaíþróttaklúbburinn sáði grasfræi og bar á brautina fyrir keppni þannig að það sem mótorhjólin plægðu upp grær fljótt á eftir. Næsta keppni í enduro fer svo fram á töðugjöldum á Hellu, um leið og hin landsfræga torfærukeppni þeirra. 
-NG 
Dv 18.6.2001 

10.5.01

Fyrsta endurokeppni sumarsins í Þorlákshöfn





Einar sigrar eftir erfiða keppni 

Fyrsta maraþonakstur sumarsins á torfærumótorhjólum, eða enduro eins og það kallast i daglegu tali,
var haldinn á söndunum við Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin
er haldin þarna og stækkar hún með hverju árinu. Að þessu sinni voru 98 keppendur skráðir til leiks í
báðum styrkleikaflokkum sem er nýtt met í þátttöku í akstursíþróttakeppni á íslandi. Rigning og suddi
voru alla keppnina sem gerði sandinn þyngri og brautina erfiðari en oft áður.

Fór þrjár veltur

í A-flokki voru það 63 keppendur sem hófu keppni og er óhætt að segja að sandurinn við höfn Þorláks hafi nötrað og skolfið þegar þeir fóru af stað. í þessari keppni er ræst þannig að keppendur taka sér stöðu 10 metra frá hjóli sínu og þegar flaggað er hlaupa þeir allir til, stökkva á hjólið, setja í gang og þeysa af stað. Það má segja að keppni í þessum flokki hafi verið spennandi allan tímann og réðust úrslit ekki síst af fyrirhyggju og góðum undirbúningi auk snilldaraksturs efstu manna. Einar Sigurðsson og Ragnar Ingi Stefánsson skiptust á að hafa forystu mestalla keppnina eftir að Viggó Örn Viggósson hafði dottið. Byltan hans Viggós  var allsvakaleg, að sögn sjónarvotta. Hann datt á um 80 km hraða og fór hjólið þrjár veltur en hann sjálfur endaði hátt í 30 metra frá hjólinu. Sem betur fer fyrir hann og hjólið var þetta í mjúkum sandi og gat hann því haldið áfram keppni.

Skiptust á forystu

Einar og Ragnar keyra mjög mismunandi hjól, Einar notar stórt og óflugt KTM-fjórgengishjól sem  hann gat keyrt mjög hratt á köflum. Ragnar er á helmingi minna Kawasaki tvígengishjóli sem er viðráðanlegra í torfærum sandinum en ekki eins hraðskreitt. Þannig skiptust þeir á forystunni mestalla keppnina, Einar þurfti bara að stoppa einu sinni í pyttinum til að taka bensín og réð það miklu um úrslitin.
Undir lokin missti Ragnar svo Viggó fram úr sér þegar hann hafði þurft að taka niður gleraugun og keyra með augun full af sandi. Þegar upp var staðið munaði ekki nema 50 sekúndum á
þessum þremur efstu sem voru í algjörum sérflokki, sex mínútum á undan næsta manni. Alls kláruðu 56 keppendur í A-flokki þessa erfiðu keppni og töluðu menn um að brautin hefði verið erfið en jafnframt mjög skemmtileg. Efstu menn kláruðu alls ellefu hringi sem er mikil keyrsla, brautin var rúmir átta kílómetrar svo að þeir hafa þurft að keyra tæpa hundrað kílómetra í mjög erfiðu og þungu færi. Einar, sem er íslandsmeistari frá því í fyrra, er því efstur til Íslandsmeistara eftir keppnina, Viggó annar og Ragnar þriðji.

 Tilþrifaverðlaun DV Sport fékk Viggó Örn svo fyrir stóru veltuna.
Næsta keppni fer fram í nágrenni Reykjavíkur 16. júní næstkomandi, nánar tiltekið á Hengilssvæðinu.
-NG 

DV
10.5.2001


5.5.01

„Stefni á að halda titlinum"

Einar á fullri ferð

- segir Einar Sigurðsson, íslandsmeistari í enduro 

EinarSigurðsson er íslandsmeistari i enduro og hefur verið það sl. tvö ár. Við tókum hús á Einari til þess að heyra hvað hann er að bralla þessa dagana. Nú varðst þú íslandsmeistari í fyrra, Þurftir þú ekki að hafa töluvert fyrir titlinum?
„Nei, nei, þessir guttar áttu ekki séns.
 Að öllu gríni slepptu þá var smáheppni yfir þessu hjá mér í fyrra þegar Viggó, helsti keppinautur minn, datt út vegna bilunar, þó að ég hefði unnið hann hvort sem var."
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir keppnistímabilið?
„Ég stunda iscross mikið á veturna og held mér þannig í formi. Svo þegar fer að vora þá reyni ég að hjóla 4-5 sinnum í viku. Ég er litið fyrir að pumpa í líkamsræktarstöðvum eins og sumir hamast við allan veturinn." Nú hefur þú farið til útlanda að keppa, hvernig gekk það? „Já, ég fór til Englands í fyrra, nánar tiltekið til Wales í þriggja daga enduro-keppni. í upphafi keppninnar gekk mér mjög vel og var í öðru sæti i mínum flokki. En svo sprengdi ég á öðrum degi og má segja að ég hafi ekki átt möguleika eftir það því keppnin er svo svakalega jöfn. Ég endaði svo einhvers staðar i kringum hundraðasta sætið, sem er nú  ekki viðsættanlegur árangur, því ég veit að ég get gert betur. Það er líka fullt af strákum hérna heima sem ættu að prufa þetta því þeir eiga fullt erindi þarna út og þetta er frábær reynsla."

Eins og í formúlunni 

Nú þegar nokkrir dagar eru í fyrstu íslandsmeistarkeppni, er þá ekki kominn fiðringur í menn? „Jú, jú, enda erum við búnir að æfa grimmt í allan vetur og KTMliðið, sem ég keppi í, er meira að segja búið að æfa allt skipulag fyrir næstu keppni þannig að ekkert klikki. Þvi það er mjög mikilvægt að allt gangi fumlaust fyrir sig þegar keppendur koma inn á pittsvæðið þar sem þeir fá bensín á hjólin og kannski smá vatnssopa og ný gleraugu. Þetta er ósköp svipað og í formúlunni þegar menn koma þar í viðgerðarhlé." Er það ekki rétt að þú eigir tvö hjól sem þú notar til skiptis? „Jú, það er rétt, ég á KTM 520cc og 400cc. Stærra hjólið ætla ég að nota í enduro- jeppnunum en 400 hjólið í motocrossið. Ég æfi mig þó mun meira á minna hjólinu." Er þetta ekki orðin algjör bilun að eiga tvö hjól. Hvað kostar svona pakki? „Nýtt hjól kostar hátt í 800 þúsund og galli og fylgihlutir hátt í 200 þúsund þannig að það eru miklir peningar 1 spilinu. En ef maður ætlar að vera með á fullum dampi þá er þetta kostnaðurinn þó að flestir láti sér nægja eitt hjól." Hvað heldur þú með komandi keppnisár. Verður þú Islandsmeistari þriðja árið i röð eða sérðu einhverja sem get veitt þér einhverja keppni? „Að sjálfsögðu stefni ég á aðhalda titlinum en félagar mínir í KTM-liðinu verða grimmir og má búast við að Viggó mæti dýrvitlaus eftir ófarirnar i fyrra. Svo má ekki gleyma Gumma og Helga Val. Svo gætu einhverjir af þessum gömlu hundum, eins og Reynir,
Raggi eða Gussi Froða, komið á óvart."

Vantar fræðslu og svæði

 Nú hefur gríðarleg aukning verið í sportinu, er þetta ekki frábær þróun sem hefur átt sér stað? „Jú, að sjálfsögðu er gaman að sjá hve margir eru farnir að stunda þessa íþrótt. En það eru líka ókostir við þetta eins og annað. Þeir sem eru að byrja í sportinu og eru kannski búnir að eyða aleigunni í hjól freistast kannski til þess að aka um á númerslausum hjólum þar sem tryggingarnar eru svo svimandi háar á mótorhjólum í dag. Svo eru alltaf svartir sauðir innan um sem eru að aka utan vega, aðallega vegna þess að þá skortir smáfræðslu um sportið. En á meðan ekkert viðukennt svæði er til þá verður þetta svona." Er eitthvað að lokum sem þú vilt segja við þá sem eru að byrja í sportinu? „Já, ég vil hvetja þá til þess að sýna hestamönnum og öðru útivistarfólki tillitssemi og aka ekki á þeim svæðiun þar sem hætta er á gróðurskemmdum. Svo er mjög gott að ganga í VÍK til þess að vera í sambandi við aðra hjólamenn.
Það er hægt á vefnum á heimasíðu klúbbsins, motocross.is." -MS
 DV 5.5.2001 

Hvað er enduro?

Enduro-keppnir hafa verið stundaðar hér á landi í fjölda ára og voru fyrstu keppnirnar haldnar í kringum árin 79-80. 

Þó hefur ekki verið keppt til íslandsmeistara í enduro nema sl. 3 ár og er þetta því fjórða árið sem íslandsmeistarakeppni fer fram. Í fyrstu keppninni, sem gilti til íslandsmeistara árið 1998 og haldin var við Litlu kaffistofuna, voru 30 keppendur. Síðan hefur keppendumfjölgað jafnt og þétt og voru keppendur flestir í Snæfells-enduro-keppninni, i fyrra alls 68. í ár er líklegt að fjöldi keppenda verði nálægt 100 þar sem þetta sport er i gríðarlegri uppsveiflu. Einn helsti hvatamaður að þessum keppnum hefur verið Hjörtur L. Jónsson sem kom sportinu aftur á koppinn nú seinni ár.

Eins og maraþonhlaup

 Orðið enduro er upphaflega komið  úr spænsku og þýðir úthald. Orðið visar til þess sem enduro-keppnin gengur út á enda er keppnisleið valin með því hugarfari að hún sé erfið og að meðalhraði keppenda sé lítill. Það má segja að enduro mætti líkja við maraþonhlaup, torfærukeppni, motocross og Formúlu 1, allt i sömu keppninni. Brautin sem er keyrð er oftast lögð á gömlum slóðum, línuvegum, söndum eða öðrum gróðurlausum stöðum þar sem ekki er hætta á landskemmdum. Einnig er sáð í brautir eftir keppnir þannig að að nokkru leyti er verið að græða upp landið í bókstaflegri merkingu. Keppnin krefst mikillar útsjónarsemi og þurfa menn að vera í góðu formi til þess að halda út alla keppnina.

Keyrt stanslaust í tvo tíma

Keppnisfyrirkomulag getur verið mjög breytilegt, keppnin getur verið með svipuðu fyrirkomulagi og rall með mörgum sérleiðum og eru keppendur þá ræstir inn á sérleiðir með vissu millibili. Einnig er keppt í hringjakeppnum, þá er keyrt í hringi í vissan tíma og þurfa keppendur að stoppa til að taka bensín í miðri keppni líkt og i Formúlunni. Þetta hringjafyrirkomulag hentar vel fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið aðallega notað hér. Lengd keppna hefur verið misjöfn og hefur verið keyrt frá
einum og hálfum tíma allt upp í rúmlega fjórar klukkustundir. Stundum  hefur átt að klára ákveðinn fjölda hringja en einnig hefur verið fyrirfram ákveðinn tími keyrður. í Þorlákshöm í fyrra var t.d. keppt í tvisvar sinnum einn og hálfan tima með klukkutíma hléi á milli. Núna verður keyrt í tvo tíma stanslaust í A-flokki en í klukkutima í B-flokki en keppt er í þeim flokki í fyrsta sinn í ár. Að sjálfsögðu gengur keppnin út á það að aka brautina á sem skemmstum tíma og að ná að keyra sem flesta hringi á þessum tveimur tímum.
DV 5..5.2001

7.4.01

Lögðu 7.545 kíló­metra að baki á mótor­hjól­um 15.12.2001 MBL



Guðmund­ur Bjarna­son tækni­fræðing­ur, Guðmund­ur Björns­son lækn­ir og Ólaf­ur Gylfa­son flug­stjóri hafa lokið ferð sinni á mótor­hjól­um þvert yfir Banda­rík­in. Lögðu þeir upp frá Vancou­ver í suðvest­ur­hluta Banda­ríkj­anna og komu til Or­lando í Flórída um helg­ina. Lögðu þeir að baki 4.689 míl­ur eða 7.545 kíló­metra á leiðinni og hjóluðu um 12 ríki Banda­ríkj­anna á 19 dög­um.

Í dag­bók úr ferðinni á heimasíðu um leiðang­ur­inn segja þre­menn­ing­arn­ir að til­finn­ing­in í ferðalok sé engu lík. „Við gerðum það sem marga dreym­ir um, að fara þvert yfir Am­er­íku, heila heims­álfu á mótor­hjóli og höf­um farið yfir þrjú tíma­belti. Okk­ur tókst það sem við héld­um að við mynd­um aldrei ná og hvað þá að leggja út í. Það er þrek­virki and­lega og lík­am­lega að tak­ast á við heila heims­álfu, ekki það að við séum að miklast af því, það er ein­fald­lega staðreynd. Það er ekki hægt að lýsa því hvernig er að ferðast um á mótor­hjóli þvert yfir Banda­ríki Norður Am­er­íku, upp­lifa breyt­ing­ar á veðri, lands­lagi, gróðri, lykt, hita­stigi, raka­stigi, fólki, litar­hætti, trú­ar­brögðum, menn­ingu, arki­tekt­úr, efna­hag, viðmóti og svo mætti lengi telja. Þetta er ólýs­an­legt og menn verða bara að upp­lifa það sjálf­ir. Þetta er þolraun, sem tek­ur á lík­ama og sál. Við erum fegn­ir því að allt gekk vel og erum þakk­lát­ir þeim sem næst okk­ur standa fyr­ir að veita okk­ur tæki­færi og sýna skiln­ing á því að við urðum að tak­ast á við þenn­an æsku­draum. Við erum líka þakk­lát­ir okk­ur sjálf­um fyr­ir að leyfa okk­ur að láta hann ræt­ast. Það er heilsu­sam­legt að láta drauma sína ræt­ast. Við fyll­umst nú ein­hverri innri ró sem erfitt er að lýsa, lík­lega hafa land­könnuðir allra tíma sótt í sama brunn og við," seg­ir meðal ann­ars í ít­ar­legri dag­bók leiðang­urs­manna við ferðalok.

með mynd :
Guðmund­ur Bjarna­son, Ólaf­ur Gylfa­son og Guðmund­ur Björns­son á strönd Flórída við ferðalok en að baki eru 7.545 kíló­metr­ar yfir þver Banda­rík­in. mbl.is

31.3.01

Stærsta mótorhjól í heimi orðið að staðreynd



Mótorhjól í svokölluðum hippaflokki hafa alltaf verið að stækka og það stærsta í dag er Honda VTX 1800. 


Kaupendahópurinn að þessum gerðum hjóla hefur einnig vaxið mest og því ekki að furða þó
framleiðendur hafi lagt mikla áherslu á að kynna ný hjól. Meira að segja BMW kom með hippa fyrir nokkrum árum sem vakti verðskuldaða athygli. Vél í þessum stærðarflokki hefur ekki sést í hippa áður. Meira að segja útblástursventlarnir eru stærri en í P-51 Mustang-flugvél eða 45 mm. Það er með stærstu strokka sem sést hafa í mótorhjóli, heila 10 sentímetra í þvermál en það er sama stærð og í 400 Chevy. Til að minnka hættu á titringi i svona stórum mótor er sveifarásinn 20 kíló.
 Þetta hjól varð fyrst til sem tilraunaútgáfa árið 1995 og hét þá Zodia. Það notast við beina innspýtingu og stenst  mengunarlöggjöf fyrir árið 2008 í Kaliforníuútgáfunni en annars 2004 í Evrópuútgáfu. Púströrið er í sama stærðarflokki og annað í hjólinu og það ér með fimm gíra kassa. Notast varð við drifskaft til þess að ráða við snúningsvaegið í mótornum Til þess áð stoppa öll 319 kílóin setti Honda i það samtengt bremsukerfi sem hefur verið þróað lengi. Ef togað er í handbremsu tekur hún aðeins í að framan en fótbremsa virkar á báða öxla. Þegar stigið er á hana notast hún aðeins við einn stimpil af  þremur í frambremsunni. Þetta er haft svona vegna þess að þeir sem keyra hippa virðast frekar nota afturbremsu en frambremsu, að sögn Honda. Hraðamælirinn sýnir 240 km og eflaust er góö og gild ástæða fyrir því. Honda ætlar að bjóða upp á mikið safn aukahluta í VTX, fyrir þá sem vilja setja sitt persónulega mark á hjólið. Honda umboðið á Islandi er að skoða það að flytja svona hjól inn sem verður þá fáanlegt um mitt sumar.
-NG
DV 31.3.2001

23.2.01

Þrjú HarleyDavidson bifhjól tekin í notkun

LÖGREGLAN í Reykjavík fékk í gær afhent formlega þrjú HarleyDavidson bifhjól og fór athöfnin
fram í Bílamiðstöð lögreglunnar.

Um er að ræða bifhjól sem eru 1.450 kúbik með 68 hestafla vél, árgerð 2001.
Ákveðið var kaupa eitt stórt bifhjól sem hentar betur í langkeyrslu úti á vegum og vegur það 360 kíló.
Það er með beinni innspýtingu og kostaði það 2,7 milljónir króna. Minni hjólin, sem eru tvö, eru hins
vegar 260 kíló að þyngd og kostaði stykkið 2,4 milljónir króna. Eru þau hönnuð sem borgarhjól.
Harley-Davidson bifhjól hafa verið notuð af lögreglunni hér á landi frá 1940 og hafa þau verið óslitið í bifhjólaflota lögreglunnar frá þeim tíma. Eru þeir sem til þekkja sammála um að eiginleikar þeirra séu ótvíræðir. Þau hafi sannað gildi sitt, bæði hér heima og erlendis.
„Þetta eru Harley-Davidson „police special“ og eru sérhönnuð fyrir lögregluna en fyrsta lögregluhjólið frá Harley var framleitt árið 1903,“ segir Agnar Hannesson, forstöðumaður Bílamiðstöðvar lögreglunnar. Hann segir jafnframt að nýjustu hjólin séu með öflugra rafkerfi og betri öryggisbúnað. Þá sé hemlakerfið mun betra og enn fremur séu felgurnar þannig gerðar að hjólbarðarnir fara ekki af þó svo að það springi á þeim.

Vonar að deildin stækki

 Aðalsteinn Aðalsteinsson hefur verið í bifhjóladeild lögreglunnar síðastliðin þrjú ár. Honum líst mjög vel á nýju hjólin. „Þetta eru kjörgripir og það besta sem við getum fengið þannig að við erum mjög lukkulegir með þau. Við þyrftum bara að vera fleiri og vonandi mun þessi deild stækka og dafna á komandi árum.“ Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verið sé að endurnýja bifhjólaflotann. „Elsta hjólið í flotanum verður Harley hjól frá 1992 sem búið er að uppfæra en svo fáum við afhent Yamaha bifhjól eftir nokkrar vikur. Að sama skapi er eitt Kawasaki hjól að detta út. Á næsta ári munum við svo vonandi fá afhent tvö hjól og þá mun flotinn samanstanda af átta bifhjólum.“

Öll tæki í notkun um verslunarmannahelgina 

Hann segir að hjólin muni koma sér vel og það umferðareftirlit sem hefur verið í gangi í sumar muni ná hátindi um verslunarmannahelgina. „Lögreglan í Reykjavík og lögreglustjórarnir á Suðvesturlandi
hafa verið með sameiginlegt umferðareftirlit í sumar. Við sendum til að mynda menn frá okkur upp á
Holtavörðuheiði eða vestur á Snæfellsnes á ákveðnum dögum. Þetta umferðareftirlit mun svo ná hátindi um verslunarmannahelgina þegar nánast hvert einasta tæki sem við eigum verður í notkun.“
morgunblaðið 25.07.2001