20.10.00

Hár og skemmtun

Grátur og gnístran tanna hefur oft fylgt því þegar fara þarf með smáfólkið i klippingu. Börnin eru óróleg, hrædd við skæri hárgreiðslufólksins og hafa ekki þolinmæði til þess að sitja kyrr á stólnum á meðan verið er að klippa þau. En viti menn það eru til „stólar" sem börn hreinlega sækja í og sum eru meira að segja farin að biðja um að fara í klippingu til að fá að setjast í þessa stóla.


Stólarnir sem börnin sækja svo mjög í eru engir venjulegir stólar heldur mótorhjól og marglitur bíll en það eru tvær ungar hárgreiðslukonur, Harpa Barkardóttir og Lára Jóhannesdóttir fundu þessa leið  til að gera ungum viðskiptavinum sínum lífið bærilegt meðan þeireru klipptir. Harpa og Lára reka hárgreiðslustofuna Englahár í Langarima 21 í Grafarvoginum og óhætt er að segja að þær hafi sérhæft sig í að sinna unga fólkinu þótt vissulega komi ekki síður til þeirra aðrir og eldri viðskiptavinir .
-Hvaðan kom hugmyndin að þessum frumlegu barnastólum og barnahorninu hjá Englahári?
„Ég vann eitt sumar á hárgreiðslustofu í Noregi," segir Lára, „og þar var sérstakt barnahorn. Í Noregi er mikið um barnastofur sem klippa eingöngu krakka en svo eru þar líka stofur sem vilja alls ekki fá til sín börn í klippingu. 
Hugmyndin að barnahorninu okkar er komin frá þessari stofu en í okkar horni er þó miklu meira fyrir börnin að dunda sér við heldur en var þar. Hornið er heldur ekki aðeins ætlað til þess að klippa börnin í, það er ekki síður fyrir þau að leika sér í á meðan foreldrarnir eru sjálfir í klippingu. Hér geta þau horft á sjónvarp, leikið sér að kubbum og alls konar dóti."
Mótorhiól og bíll í stað stóls Harpa segir að þær hafi verið lengi að leita að réttu barnastólunum en að lokum fengið þá frá Hollandi. Mótorhjóliðerætlað börnum allt upp í sex til sjö ára aldur en bíllinn er fyrir yngri börn. „Börnunum finnst þetta algjört æði ogsitja hin rólegustu á meðan verið er að klippa þau." Hárgreiðslunemar hljóta enga sérstaka þjálfun eða uppfræðslu á námstímanum í að sinnabörnum. „Það er hinsvegar heilmikil áskorun og getur verið óskaplega erfitt að klippa krakka," segir Harpa, og Lára bætir við að þar sem Englahár sé í Grafarvogi, í miðju fjölskylduhverfi, sé nauðsynlegt að vera undir það búin að fólk komi með börn í klippingu eða taki þau með sér þegar það ætlar sjálft að láta klippa sig. „Foreldrar hafa haft orð á því hvað sé notalegt að geta slakað hér á og þurfa ekki að hafa áhyggjur af börnunum."
-Hvers vegna haldið þið að börnum sé svona illa við að láta klippa sig? „Reyndar eru ekki öll börn hrædd en þótt undarlegt megi virðast eru strákar miklu verri hvað það snertir en stelpur. Kannski er það vegna þess að allt frá því þau eru pínulítil er verið að brýna fyrir þeim að skæri séu hættuleg. Oft eru þau líka erfið vegna þess að þeim er ekki gefinn nógur tími. Við förum eiginlega inn í heim barnanna þegar við erum að sinna þeim. Þegar illa gengur tökum við virkan þátt í leiknum með því að láta sem áhöldin breytist í jeppa og alls konar bíla sem þau fá jafnvel að sprauta á og bóna. Maður verður aftur eins og 5 ára á meðan á þessu stendur," segir Lára.
Harpa segir að í lokin fái allir smáverðlaun. í upphafi voru verðlaunin sleikipinnar en foreldrar voru ekki hrifnir af sætindunum svo nú eru verðlaunin smáhlutir úr plasti sem sumir krakkar eru meira að segja farnir að safna.
„Börn eru mikilvægir viðskiptavinir í okkar augum og við njótum þess að finna að þeim líður vel þegar þau koma til okkar," segja þær stöllur að lokum.

Texti Fríða Björnsdóttir
mynd Bragi þór Jósefsson
Vikan 31.10.2000

25.9.00

Fullur bensíntankur af peningum


Styrktartónleikar: 

Fullur bensíntankur af peningum - rennur til tryggingafélaga 

„Vegna mikils barlóms og bágborinnar stöðu tryggingafélaga að undanförnu og mikillar hækkunar á iðgjöldum á tryggingum á mótorhjólum ákvað mótorhjólafólk að taka höndum saman og safna fé til handa tryggingafélógunum svo að þau eigi auðveldara með að tryggja mótorhjól," segir Guðmundur Zebitz í stjórn Sniglanna um skemmtun þá sem fimm bifhjólasamtök stóðu fyrir á Ingólfsstorgi í gær. Um 300 manns mættu á skemmtunina þar sem fimm hljómsveitir, allar skipaðar mótorhjólafólki spiluðu og menn gátu látið fé af hendi rakna til styrktar tryggingafélögunum. Tekið  var á móti framlögunum í bensíntank og mun peningunum verða skipt jafnt á milli tryggingafélaganna. „Tankurinn fylltist og var fólk gjafmilt í garð lítilmagnans," segir Guðmundur sem veit þó ekki hversu miklir peningar hafa safnast þar sem saga þarf bensíntankinn í sundur til þess að ná aurunum út en það verður gert í vikunni. -snæ
DV 25.09.2000