20.6.00

Met á Akureyri

Götuspyrna

Hin árlega Olís-götuspyrna á Akureyri var haldin við Olís-bensinstöðina við Glerá á föstudagskvöldið. Keppnin var keyrð á nýju malbiki sem lagt hafði verið kvöldið áður og tókst mjög vel. Um 40 tæki voru skráð til leiks en 35 mættu á ráslínu. íslandsmet var sett í flokki hjóla yfir 750 cc og var methafinn Ingólfur Jónsson frá Akureyri. Tími hans var 6.498 sek. .sem jafnframt er besti tími er náðst hefur í keppni í götuspyrnu.

Úrslit á mótinu urðu þessi: 

Hjól 750 cc og undir:
1. sæti Eiríkur Sveinþórsson, Suzuki 750 1996, í öðru sæti varð Ólafur Harðarson á Suzuki 750 1989 og í þriðja sæti Arnþór Henryson á Honda CBR 600 1999. 

Á hjólum yfir 750 
Sigraði Ingólfur Jónsson á Suzuki 1300 1999, í öðru sæti varð Guðmundur Guðlaugsson á Kawazaki ZX-9R 1998 og í því þriðja Guðmundur Pálsson á Honda RR 1999.

Bílar, 4 cyl.:
 Fyrstur varð Bjarni Knútsson á Subaru Impreza 2000, í öðru sæti Hákon Orri Ásgeirsson á MMC Eclipse 1995 og Ingibergur Þór Jónasson varð í þriðja sæti á Honda CRX Vitec 1991.

Bílar, 6 cyl.:
í 1. sæti varð Kristinn Guðmundsson á MMC 3000 GT VR4.
Ásmundur Stefánsson á BMW Z3 M Roadster varð í öðru sæti og Brynjólfur Þorkelsson á Toyota Supra 1996 varð í þriðja sæti. 

Bílar, 8 cyl.,
MC: Siguvegari varð Birgir Karl Birgisson á Chevrolet Corvette 1976.
Baldur Lárusson varð annar á AMC Javelin 1968 og þriðji Sigurður Ágústsson á Dodge Charger 1973.

Bílar, 8 cyl. Breyttir:
Sigurvegari varð Einar Birgisson á Chevrolet Nova 1971. Björgvin Ólafsson á Chevrolet Camaro 1978 varð í öðru sæti og Kristján Þ. Kristinsson á Pontiac Firebird 1968 í þvi þriðja.

Í allt flokkur bíla varð Einar Birgisson, Chevrolet Nova 1971, sigurvegari.

-NG   

16.6.00

Landsmót í Húnaveri

 Sniglar heimsækja átthagana aftur


Landsmót Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigla árið 2000, verður að þessu sinni haldið í Húnaveri en
þann stað má að vissu leyti kalla vöggu Snigla. Landsmót var haldið þar allt frá byrjun og til ársins 1990 en síðasta landsmót þarna var 1994 og aðsóknin sú mesta sem þar hefur nokkurn tímann sést eða um 500 manns. Landsmótið er alltaf haldið fyrstu helgina í júlí og er stærsti viðburðurinn í Sniglaárinu og þangað mætir áhugafólk um mótorhjól af öllum gerðum.
Í ár er búist við fjölda útlendinga á svæðið, en frægð landsmótsins hefur borist víða. Koma þeir helst frá Bretlandi, Þýskalandi, Noregi, Bandaríkjunum, Irlandi og Portúgal. Til gamans má geta gamans má geta að Leicester Motorcycle Act-ion Group í UK verða með hóp-ferð á landsmót Snigla.
Dagskráin er venjulega full af skemmtilegum viðburðum og mikið lagt upp úr því að þeir sem á það koma fái eitthvað fyrir peningana sína. Elduð er svokölluð landsmótssúpa á föstudagskvöldið og á eftir spilar hljómsveitin BP og Þegiðu Ingibjörg fyrir dansleik. Á laugardeginum er einna mest um að vera og fer mestallur dagurinn í skemmtilega leiki á mótorhjólum og án þeirra. Hápunkturinn er eflaust íslandsmótið í Snigli, en skapast hefur mikil hefð fyrir því á landsmóti. Þar keppa tveir og tveir í einu á brautum sem eru 16 metrar á lengd og einn á breidd um hver sé lengst að fara leiðina án þess að setja niður fætur. Íslandsmetið á Steini Tótu í Vélhjólum & Sleðum og er það 1,09 mín. og hefur það staðið síðan 1996. í mörg ár á undan átti Einar Hestur, hljómborðsleikari Sniglabandsins, þó metið. Fleiri skemmtilegir leikir eru, t.d. tunnuvelta þar sem menn keppast um að velta á undan sér tunnu með framdekkinu og einu sinni var keppt í Zippómundun.
Búist er við að fjöldi manns muni mæta í ár enda eru allir velkomnir, hvort sem þeir koma á tveimur hjólum eða fjórum.

-NG 
DV Bílar 16.6.2000