13.5.00

Eignaðist fyrsta mótorhjólið 49 ára.

Veitingamaður sem lét drauminn rætast.

„Það má segja að þetta sé draumur sem er að rætast þótt hann sé ekki mjög gamall," sagði Árni Björnsson, veitingamaður í Kópavogi, í samtali við DV Umrœðuefnið var Harley Davidsson Heritage Softail Classic mótorhjól sem hann hefur nýlega eignast og þykir meðal þeirra flottustu í bænum. Í helgarblaði DV um síðustu helgi mátti lesa sérstaka grein um gripinn og úttekt á því. 

Árni er 49 ára og er að eignast sitt fyrsta mótorhjól svo hann er ekki beinlínis dæmigerður  mótorhjólatöffari, hvorki i aldri né útliti.
„Ég átti aldrei skellinöðru þegar ég var unglingur og aldrei mótorhjól. Ég lét bílana duga en mér finnst mótorhjólið algjör draumur og það er yndislegt tilfmning að aka því og finna frelsið."
Árni verður ekki alltaf einn á ferð með vindinn hvínandi í fangið því eiginkona hans, Rósa Thorsteinsson, er í þann veginn að eignast mótorhjól til að geta fylgt bónda sínum eftir. „
Við fórum saman á námskeið og fengum réttindi til að aka svona tækjum. Hún ætlar að fá sér eitthvað
minna hjól frá Harley enda er mitt hjól 316 kíló að þyngd og erfitt fyrir hana að aka því."

Fyrrverandi sjóari 

Árni var um árabil stýrimaður hjá Eimskip og byrjaði til sjós 14 ára gamall. Hann söðlaði um fyrir tólf árum þegar hann tók pokann sinn, fór í land og gerðist veitingamaður.
 Hann stofnaði Rauða ljónið á Seltjarnarnesi 1. mars árið 1989 þegar aftur var leyft að selja áfengan bjór á íslandi eftir mjög langt hlé. Árni og Rósa voru vakin og sofm í því að reka Rauða jónið þangað til þau seldu KR reksturinn 1. maí 1999.
 „Við byrjuðum á því að fara í mjög langt frí í 4-5 mánuði og upphaflega hafði ég hugsað mér að hætta i veitingarekstri. En ég hef alltaf haft gaman af þvi að vinna og gat ekki setið auðum höndum til lengri tíma og við opnuðum fyrir þremur vikum nýjan veitingastað, Players, í Bæjarlind 4 í Kópavogi og viðtökurnar hafa verið skínandi góðar."
Árni lýsir nýja veitingastaðnum svo að hann sé best útbúni „sportpöbb" landsins og nefnir fjölda sýningartjalda, sjónvarpstækja og „pool"- borða máli sínu til stuðnings og segir að hann muni standa sjálfur innan við borðið á nýja staðnum eftir því sem hann lystir en ekki eins mikið og á Rauða Ijóninu. Hann segist ekki hafa haft áhuga á að opna nýjan stað í miðbænum.
„Þarna er góð aldursdreifing og mér finnst mjög gefandi í þessu starfi að kynnast viðskiptavinunum og það held ég að gerist miklu frekar á hverfiskrá en í miðbænum."

Nautn aö finna frelsið 

En hvað segja jafnaldrar Árna og kunningjar um þetta nýja áhugamál hans. Öfunda þeir mótorhjólatöffarann?
 „Ég veit ekki hvort það er nokkur öfund en þeir eru jákvæðir. Ég er ekki orðinn Snigill enn þá en finnst það áhugaverður og jákvæður félagsskapur." Nýja mótorhjólið er ekki meðal þeirra ódýrustu heldur kostar um 2 milljónir. Þegar eiginkonan verður búin að kaupa sitt hjól og þau bæði alla fylgihluti, verður þetta ekki óskaplega dýrt sport?
„Þetta eru hlutir sem endast vel og við sjáum fram á að hafa af þessu
gleði og ánægju og það er óskaplega verðmæt tilfmning að fmna frelsið sem felst í þessum ferðamáta."

PÁÁ
Dagblaðið 13.05.2000

6.5.00

Á mótorhjóli í Landmannalaugar


Að fara á mótorhjóli í Landmannalaugar þykir svo sem ekkert í frásögur færandi nema þegar það er gert um hávetur. Karl Gunnlaugsson fór þennan skrepp einmitt á skírdag og varð þar með líklega fyrstur til að gera það á þessum tima árs. 

DV-bílar fréttu af þessu afreki Kalla og rukkuðu hann umstutta ferðasögu.  

| „Mig hafði nú lengi langað til að gera þetta á þessum tíma, ég þekki umhverfið vel og vissi að þetta væri hægt ef aðstæður væru fyrir hendi," sagði Karl en aðstæður voru með allra besta móti yfir páskahelgina, búin að vera sól í marga daga og komið gott harðfenni. „Ég fór þetta nú bara einn en mætti mörgum á leiðinni sem allir furðuðu sig á hvað mótorhjól væri að gera þarna í snjónum. Ég keyrði til dæmis fram á hóp vélsleðamanna sem stoppuðu allir til að fylgjast með fyrirbærinu og ég gat auðvitað ekki stillt mig um að vera með smásýningu og keyra upp í fellin sem þeir höfðu verið að leika sér í.
 Þegar ég kom niður aftur ók ég til þeirra og þeir sögðu mér þá að þeir hefðu allir verið tilbúnir að veðja bjórkassa um að ég kæmist þetta ekki og ég hefði því misst af góðu tækifæri til að verða mér úti um smábrjóstbirtu." Karl fór á hjólinu alla leið upp í skála og lagði þvi þar fyrir utan og varð upplitið víst eitthvað skrýtið á  skálavörðunum þar.  Hjólið hans Kalla er af KTM-gerð og  dekkin þannig útbúin að þau eru með svokölluðum „Trelleborg"- nöglum sem gefa miklu meira grip en hefðbundnir naglar.
Mjög vinsælt hefur verið að keyra á ís í vetur með svona útbúnaði og akstur áharðfenni líkist því nokkuð, fyrirutan ójafhara yfirborð.

-NG
DV 6.5.2000

27.4.00

Um torfærukeppni á vélhjólum

Vélhjólaíþróttaklúbburinn, eða VÍK eins og hann er kallaður í daglegu tali er elsti starfandi mótorhjólaklúbbur landsins, stofhaður í október 1978. Markmið klúbbsins í upphafi var að
koma óskráðum keppnishjólum úr almemiri umferð inn á afmarkað keppnissvæði, þar sem félagsmenn gætu stundað íþrótt sína.

Stöðug fjölgun félagsmanna

 Í dag er fjöldi félagsmanna um 150 manns sem hafa löngun og áhuga á að stunda mótorhjólaíþróttir, þ.e.motocross og enduro. Meðal markmiða félagsins er að skapa aðstöðu fyrir félagsmenn til að stunda íþróttir sínar á löglegum svæðum, skapa aðstöðu fyrir æskulýðsstarf og fræða félagsmenn um öryggisbúnað og að umgangast náttúruna með virðingu. Klúbbnum hefur þó ekki tekist að fá framtíðarsvæði undir starfsemi sína og er því aðstaða félagsmanna VÍK til að stunda sína íþrótt lítil sem engin. Sú aukning sem orðið hefur í ástundun mótorhjólaíþróttarinnar á sl árum og þá sérstaklega í vor hefur aukið þörf fyrir að VÍK fái aðstöðu þannig að hægt sé að beina keppnistækjum félagsmanna á eitt afmarkað svæði. 

Loftfimleikar á vélhjólum

Motocross er íþrótt þar sem allt að 40 keppendur eru ræstir í einu og keyra þeir í stuttri braut með kröppum beygjum, bröttum brekkum og stórum stökkbrettum. Motocross er talin ein erfíðasta íþrótt i heimi enda mikið álaga á allan líkamann í um 20 mínútur. Eftir 15 mínútna akstur er fyrsta manni gefið til kynna að 2 hringir séu eftir, þá hefst lokaspretturinn. Eftir þessa 2 hringi eru keppendur flaggaðir út úr brautinni. Sá sem kemur fyrstur í mark fær 20 stig, næsti 17 o.s.frv. Ein keppni eru 3 svona riðlar og moto eins og það heitir á motocross-máli. Sigurvegari dagsins er sá sem fær flest stig út úr þessum þremur riðlum.
Íslandsmeistari er sá sem fær flest stig úr öllum fjórum keppnum ársins.

Enduro er keppni

 Í þoli í enduro reynir meira á þol og útsjónarsemi keppenaa en í motocross. Keppnin getur hlaupið á 2 til 7 klukkutímum. Oftast er ekinn stór hringur, u.þ.b. 10, km, 7 til 10 sinnum og er þá ekið eftir slóðum, árfarvegum, auðnum og í alls kyns landslagi. Keppendur þurfa að
velja sér rétta leið, þ.e. rata, einnig að spara kraftana og hjólið fyrir langan akstur. Þeir hafa með sér smáverkfæri og þurfa að taka eldsneyti einu sinni til þrisvar í hverri keppni og skiptir þá máli að hafa hraðar hendur. Sá sigrar sem kemst fyrstur tiltekna vegalengd.
-HÁ
DV. 2000

17.3.00

Dust, sweat, mud,and Ice

 Dust, sweat, mud,and Ice

Viðir with the tropys from the fist two of the
Icerace challenge in Myvatn

As a biker Víðir Már Hermannsson describes, Motocross is no easy ride

It's fast, rough and tough and certanly not a pasttime for the faint-hearted or anyone who prefers theyr fun clean.    In april, Marel became one of theyr newest sponsors.

The activity in question is motocross, and with 30-40 riders drawn to metings staged all over Iceland during the season, it is the contry most popular participant competitive motor sport.

KTM 380EXC in Marel Colors
Representing Marel in this toughest of two-wheled endurance sports is Víðir Már Hermannsson, a machinist, who has worked at the company for just over a year. Now 27, he is a self confessed bike freak, who fell in love with the machines at age of 14, and has since owned a succession of road bikes, trail bikes and everything in between.




But despite his passion, Hermannsson only began competing seriously last year. But what drove him to chose a sport witch pushes man and machine up to and often beyond the limits of physical and mechanical endurance?  " Its fun" he states simply. " I like the challenge."

However, his first foray into the sport came within inches of being the last. " In 1996, I was riding in the qualifying round of my first-ever competition, he recalls. "I came off the macine and broke my back,"  he states without blinking.

Enduro Race on Thorlákshöfn Sands

Some might have taken the hint and opted for to something less extreme, but Hermannsson just picked him self up and kept going.   "I was back on the bike in cople of days, but it took me about four months to recover completely,"  he admits.

Undeterred, he decided to return to competition last year, this time rejecting the "softer option of motocross for Enduro, a gruelling, five hour slog throug some of the worst terrain inmaginable guaranteed to test the abilities of man and the machine to the limit.

  On this occation however, he remaind in the saddle, to cross the line in 14th in the field of 35  "it actually wasn't a bad result," he muses.  "There was only about 15 of us actually that finished the course."

A world away from the dust and mud of an Icelandic summer, the country spends much of the winter gripped in snow and ice. But for the Motocross off road riders, the short days and long nights of the close season mean something rather more than a time for tuning machines and waiting inpatiently for better days.   Quite the opposite, it is time to change the stock absorbers, put on a pair of thick, studded tyres and take to the countryside for Icecross.

Myvatns Icerace challenge
To say that Hermannsson gott off to a flying start in this year's Icecross competition would be an injustice. Having won his first two races, his record in the sport at the time of writing is second to none, and with only one meting left, condisions and ice permitting, he looks well on course for his first national championship.
Studded Iceracing tyres

"Icecross is a totally diffrent ball game" he explanes. "There, you're just tearing round a fixed circuit. Its fast, but not as physically punishing as motocross." 

But the thrills in Icecross and Motocross do not come cheap. Both are strictly amateur sports, and competitors rely on the generosity of sponsors like Marel, along with theyr own mechnical ability or that of those around them.

Taking the lead in race one

At present ,Hermannsson owns a stable of three bikes 1988 Honda VFR 750F road bike, a 1998 1000cc Honda VTR and a Austrian-built 1999 KTM 380EXC, the machine on withc he competes. 

Now finished in distinctive Marel livery, is is set to become a familar sight on courses around Iceland thoughout this year.

For the Icelandic Icecross 2000 champion elect is clear. "Win the title first and then see how things go with the motorcross and enduro in the summer," he concludes.


Marel leaflet year 2000


1.3.00

Klessukeyrði nýuppgert vélhjól konunnar:

Nei, ekki pústkerfið!

- var það fyrsta sem eiginmanninum datt í hug þegar hann lenti í götunni

Á fjórðu hæð í blokk í Breiðholtinu búa hjónin Ögmundur Birgisson og Margrét Hanna en í svefhherberginu er bóndinn að gera upp fyrstu skellinöðruna, Hondu MB-5 árgerð 1980, sem hann eignaðist fyrir tuttuguárum.
Bæði eru þau forfallnir mótorhjólaaðdáendur og Ögmundur í mótorhjólaklúbbnum Exar sem samanstendur að mestu af AA mönnum. Margrét fékk bakteríuna 16 ára gömul en ögmundur 15 ára og þau kynntust í gegnum þetta áhugamál sitt.
„Þetta er hjól númer tvö sem við gerum upp frá grunni en ég er að byrja á því þriðja. Hins vegar er ég búinn að eiga 12 eða 14 hjól í gegnum tiðina. S„Ég átti lítið hjól þegar við kynntumst en síðan keypti ég mér stærra hjól," segir Margrét. „Við gerðum það upp og það var orðið ægilega fínt. Svo kom Ögmundur og fór á því í vinnuna en ég var þá ólétt og hann rústaði hjðlið."
Ögmundur var á leiðinni í vinnuna í Bílanausti þegar hann lenti í árekstri í Borgartúninu í maí 1998. Hann segir að læknarnir hafi ekki ætlað að trúa því en löppin á honum brotaaði ekki heldur bognaði eftir að hann hafði þeyst af hjólinu og lent í götunni. Að öðru leyti slapp hann ótrúlega vel. Þau voru nýbúin að setja á hjólið forláta sérpantaðar pústflækjur og þetta var fyrsta ferðin með þær á hjólinu
„Það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég lenti á götunni var: „Nei, ekki púsfkerfið!" segir Ögmundur en þau hjón eru sammála um að vélhjólaökumenn eigi að hafa það fyrir reglu að líta vel í kringum sig, sýna kurteisi og treysta engum í umferðinni. 
-HKr.
DV
1. FEBRUAR 2000

23.2.00

Fleiri hjól á götuna

Innflutningur nýrra hjóla fjórfaldast á fjórum árum 

Aukning á sölu nýrra og notaðra bifhjóla hefur verið stöðug undanfarin ár og virðist ætla að halda áfram. Það sama er upp á teningnum erlendis og má þar nefha að í fyrra var mesta sala á nýjum mótorhjólum í Danmörku síðan 1977. Þá voru flutt inn 4216 hjól sem var 24,2 % aukning frá því árinu áður. Svipuð aukning á innflutningi mótorhjóla kemur í ljós þegar skoðaðar eru innflutningstölur frá Skráningarstofunni.  Árið 1999 voru flutt inn samtals 173 hjól, þar af 134 ný, sem er 21,8 % aukning. Aukningin í innflutningi nýrra hjóla er jafnvel enn meiri, úr 97 hjólum í fyrra i 134, sem gerir 31,8 % aukningu á milli ára.
 Hljóðið í umboðum mótorhjóla er líka gott þessa dagana og flest þeirra bjóða nú upp á að eiga hjól á lager. Búast menn við allt að jam góðri sölu í ár og í fyrra þegar Suzuki-umboðið seldi 50 mótorhjól og Merkúr hf, umboðsaðili Yamaha-mótorhjóla, hátt í 40.
  Það helst hins vegar oftast í hendur skráð gengi jensins og innfluttúngur á mótorhjólum, auk góðæris í þjóðfélaginu. Meðan gengið á japanska jeninu var sem hæst um miðjan þennan ára tug fór  innflutningur niður í 35 ný hjól á árinu 1996 þannig að á fjórum árum hefur influtaingur nýrra hjóla nálægt fjórfaldast. 
Árið 1991 var svo alveg sér á parti ásamt 1993, en þá voru flutt inn fleiri notuð hjól en ný. Til að mynda voru flutt inn 105 notuð á móti 97 nýjum árið 1991. Flest bessara hjóla komu frá Ameríku og varþar samverkandi hátt gengi jensins og Mgt gengi dollars. Það sem kemur helst í veg fyrir að aukningin verði meiri en orðið er eru háir tollar og óhagstæðar tryggingar á mótorhjólum. Þar gildir einu að þau eru öll sett í sama flokk, óháð vélarstærð og tvöfalda þau þvi upphaflegt innflutningsverð sitt þegar i umboðið er komið.
 -NG 

DV
19.3.2000

19.2.00

Ættfræði Gamalla Mótorhjóla....


Segja má að mótorhjólasaga íslands sé eitt af áhugamálum annars blaðamanns DV-bíla og hægt og bítandi er að verða til bók um sögu mótorhjólsins hér á landi. 

Stór hluti af því verki er söfnun gamalla mynda og heimilda um efnið og vill undirritaður því fá að misnota aðstöðu sína og leita til lesenda DVbíla um hvort þeir kannist við að eiga slíkt efni heima hjá sér á háalofti eða í gömlu albúmi. Sá sem kann að luma á sliku mætti gjarnan hafa samband við Njál Gunnlaugsson, blaðamann hjá DV-bílum, í síma 550 5723 eða skrifa honum tölvupóst á njall@ff.is og hjálpa þannig til við að gera drauminn að veruleika. Fyrsta mótorhjólið var flutt til landsins árið 1905, aðeins ári á eftir fyrsta bílnum, og vantar sérstaklega efni frá þeim tíma til ca 1930.
Þessi mynd er tekin fyrir framan Tryggvaskála
á Selfossi upp úr 1935.Gaman væri ao
 vita hvort einhverjir lesendur þekkja
einhvern í hópnum.

Útbúinn hefur verið sérstakur  gagnabanki yfir skráð mótorhjól á íslandi til ársins 1975 en mikið af gögnum fyrir þann tíma er glatað. í skránni eru nú um 600 hjól og er velkomið að leita upplýsinga úr henni fyrir þá sem áhuga hafa á þvi.
-NG
DV 19. FEBRÚAR 2000