6.5.00

Á mótorhjóli í Landmannalaugar


Að fara á mótorhjóli í Landmannalaugar þykir svo sem ekkert í frásögur færandi nema þegar það er gert um hávetur. Karl Gunnlaugsson fór þennan skrepp einmitt á skírdag og varð þar með líklega fyrstur til að gera það á þessum tima árs. 

DV-bílar fréttu af þessu afreki Kalla og rukkuðu hann umstutta ferðasögu.  

| „Mig hafði nú lengi langað til að gera þetta á þessum tíma, ég þekki umhverfið vel og vissi að þetta væri hægt ef aðstæður væru fyrir hendi," sagði Karl en aðstæður voru með allra besta móti yfir páskahelgina, búin að vera sól í marga daga og komið gott harðfenni. „Ég fór þetta nú bara einn en mætti mörgum á leiðinni sem allir furðuðu sig á hvað mótorhjól væri að gera þarna í snjónum. Ég keyrði til dæmis fram á hóp vélsleðamanna sem stoppuðu allir til að fylgjast með fyrirbærinu og ég gat auðvitað ekki stillt mig um að vera með smásýningu og keyra upp í fellin sem þeir höfðu verið að leika sér í.
 Þegar ég kom niður aftur ók ég til þeirra og þeir sögðu mér þá að þeir hefðu allir verið tilbúnir að veðja bjórkassa um að ég kæmist þetta ekki og ég hefði því misst af góðu tækifæri til að verða mér úti um smábrjóstbirtu." Karl fór á hjólinu alla leið upp í skála og lagði þvi þar fyrir utan og varð upplitið víst eitthvað skrýtið á  skálavörðunum þar.  Hjólið hans Kalla er af KTM-gerð og  dekkin þannig útbúin að þau eru með svokölluðum „Trelleborg"- nöglum sem gefa miklu meira grip en hefðbundnir naglar.
Mjög vinsælt hefur verið að keyra á ís í vetur með svona útbúnaði og akstur áharðfenni líkist því nokkuð, fyrirutan ójafhara yfirborð.

-NG
DV 6.5.2000

27.4.00

Um torfærukeppni á vélhjólum

Vélhjólaíþróttaklúbburinn, eða VÍK eins og hann er kallaður í daglegu tali er elsti starfandi mótorhjólaklúbbur landsins, stofhaður í október 1978. Markmið klúbbsins í upphafi var að
koma óskráðum keppnishjólum úr almemiri umferð inn á afmarkað keppnissvæði, þar sem félagsmenn gætu stundað íþrótt sína.

Stöðug fjölgun félagsmanna

 Í dag er fjöldi félagsmanna um 150 manns sem hafa löngun og áhuga á að stunda mótorhjólaíþróttir, þ.e.motocross og enduro. Meðal markmiða félagsins er að skapa aðstöðu fyrir félagsmenn til að stunda íþróttir sínar á löglegum svæðum, skapa aðstöðu fyrir æskulýðsstarf og fræða félagsmenn um öryggisbúnað og að umgangast náttúruna með virðingu. Klúbbnum hefur þó ekki tekist að fá framtíðarsvæði undir starfsemi sína og er því aðstaða félagsmanna VÍK til að stunda sína íþrótt lítil sem engin. Sú aukning sem orðið hefur í ástundun mótorhjólaíþróttarinnar á sl árum og þá sérstaklega í vor hefur aukið þörf fyrir að VÍK fái aðstöðu þannig að hægt sé að beina keppnistækjum félagsmanna á eitt afmarkað svæði. 

Loftfimleikar á vélhjólum

Motocross er íþrótt þar sem allt að 40 keppendur eru ræstir í einu og keyra þeir í stuttri braut með kröppum beygjum, bröttum brekkum og stórum stökkbrettum. Motocross er talin ein erfíðasta íþrótt i heimi enda mikið álaga á allan líkamann í um 20 mínútur. Eftir 15 mínútna akstur er fyrsta manni gefið til kynna að 2 hringir séu eftir, þá hefst lokaspretturinn. Eftir þessa 2 hringi eru keppendur flaggaðir út úr brautinni. Sá sem kemur fyrstur í mark fær 20 stig, næsti 17 o.s.frv. Ein keppni eru 3 svona riðlar og moto eins og það heitir á motocross-máli. Sigurvegari dagsins er sá sem fær flest stig út úr þessum þremur riðlum.
Íslandsmeistari er sá sem fær flest stig úr öllum fjórum keppnum ársins.

Enduro er keppni

 Í þoli í enduro reynir meira á þol og útsjónarsemi keppenaa en í motocross. Keppnin getur hlaupið á 2 til 7 klukkutímum. Oftast er ekinn stór hringur, u.þ.b. 10, km, 7 til 10 sinnum og er þá ekið eftir slóðum, árfarvegum, auðnum og í alls kyns landslagi. Keppendur þurfa að
velja sér rétta leið, þ.e. rata, einnig að spara kraftana og hjólið fyrir langan akstur. Þeir hafa með sér smáverkfæri og þurfa að taka eldsneyti einu sinni til þrisvar í hverri keppni og skiptir þá máli að hafa hraðar hendur. Sá sigrar sem kemst fyrstur tiltekna vegalengd.
-HÁ
DV. 2000