2.11.99

Alger dellukelling

Karen Gísladóttir var stigahæst í flokki mótorhjóla að 750 cc eftir sumarvertíðina í kvartmílu. Akstursíþróttafólk hélt glæsilegt lokahóf í Stapa s.l. laugardagskvöld, þar sem Karen fékk forláta verðlaunagripi afhenta fyrir góðan árangur


Byrjaði í sumar

 Þrjú kvartmílumót voru haldin í sumar og vann Karen helsta keppinaut sinn á tveimur mótum af þremur. „Ég byrjaði að æfa í sumar en er búin að keyra mótorhjól í nokkur ár", segir Karen. Þrátt fyrir að vera keppnismanneskja á mótorhjólum er Karen nýbúin að selja hjólið sitt en keyrir núna um á hjóli kærastans, Kawasaki ZX 600 R95.

Undirbúningurinn 

En hvernig undirbýr Karen sig fyrir mót? „Ég fer út á braut og reyni að taka almennilega af stað þannig að ég missi hjólið ekki útí spól. Ég æfi mig lfka stundum með því að vera fremsti maður á umferðaljósum og taka af stað", segir Karen og bætir við að það sé sennilega ekki heppileg æfingaraðferð en segir hana þó ekki vera mjög hættulega.

Konur á mótorhjólum

 Karen segist hafa verið eini kvenkynskeppandinn á öllum mótunum í sumar, að einu móti undanskyldu, en þá tók ein stúlka þátt auk hennar. „Ég vona að það verði meira af stelpum á mótunum næsta sumar", segir Karen. En hvers vegna eru svo fáar stelpur í þessu sporti? „Eg held að þetta sé af mörgum álitið vera karlasport, en við getum þetta alveg jafn vel og þeir", segir Karen ákveðin. Hún segist þó hafa orðið vör við aukinn áhuga hjá stelpum á akstursíþróttum „enda er alveg æðislegt að eiga hjól og fara út að keyra í góðum veðrum."

Strákarnir eru hvetjandi 

En hvernig taka strákamir því að kvenmaður sigri þá í kvartmílu? „Strákamir hafa tekið mér mjög vel og eru mjög hvetjandi. Kærastinn minn er líka á kafi í þessu, vann m.a. götuspyrnuna á Akureyri s.l. sumar.", segir Karen. Hún viðurkennir þó að hafa verið að guggna á þessu öllu saman um mitt sumarið en tekið sig saman í andlitinu og haldið áfram.

Góður félagsskapur 

Karen segir félagsskapinn sem myndast í kringum mótorhjólin vera mjög skemmtilegan. „Það myndast alltaf ákveðinn kjami sem hjólar og skemmtir sér saman", segir Karen og tekur fram að í slfkum félagsskap sé alls konar fólk.

Með bíladellu 

Karen eyðir tíma sínum í fleira en mótorhjólaakstur því hún segist vera forfallin bíladellumanneskja. „Ég hef líka áfiuga á likamsrækt, að vera með skemmtilegu fólki og á öllu sem viðkemur hjólum", segir Karen. Hún hefur líka fundið sér starf við hæfi því hún vinnur í varahlutadeild Heklu og unir hag sínum þar vel. „Eg er reyndar eina stelpan í þeirri deild en ég er alltaf að læra eitthvað nýtt í vinnunni og svo er félagsskapurinn lfka svo skemmtilegur", og aðspurð segist hún stefna að því að verða amma á mótorhjóli.
  Víkurfréttir
2.11.1999

29.10.99

Keyrður í klessu

Lífsreynslusaga Vignis Skúlasonar


Vogapilturinn Vignir Skúlason rekur þessa dagana fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál á hendur Olíufélaginu hf. og Vátryggingarfélagi íslands til heimtu skaðabóta vegna
líkamstjóns sem hann hlaut af völdum umferðarslyss sem hann lenti í þann 3. júní 1994 við Þyrilskálann í Hvalfirði.

Á leiðinni að selja hjólið

„Ég var á leiðinni á Akureyri á mótorhjólinu mínu með félaga minn Eyjólf Snædal Aðalsteinsson aftan á. Til móts við sóluskálann Þyril í Hvalfirðinum var pallbifreið úr gagnstæðri átt ekið yfir á öfugan vegarhelming og við skullum beint framan á honum. Ökumaður pallbifreiðarinnar hugðist fara fram úr bifreiðinni á undan sér og beygja síðan inn á bifreiðastæði Þyrils. Frá atburðinum sjálfum man ég ekkert en ég man eftir að hafa horft í gegnum hjálminn þar sem ég lá í vegkantinum, grafkyrr
með vinstri fótinn undir bakinu og hælinn undir höfðinu, og horfði á starfsstúlku Þyrils sem
var hjá mér þann óratíma sem það tók sjúkraflutningsmennina að komast á staðinn. Þá man ég að það
kom maður með teppi og breiddi yfir mig allan, hélt mig augljóslega dauðann. Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að ýta því af mér," sagði Vignir.

Gífurlegt blóðtap og miklir áverkar

Vignir og Eyjólfur voru fluttur, með þyrlu Landhelgisgæslunnar, frá sjúkrahúsinu á Akranesi á Borgarspítalann þar sem skurðlæknamir Brynjólfur Jónsson og Jón Níelsson ásamt  æðaskurðlækninum Gunnari Gunnlaugssyni, framkvæmdu aðgerðir á honum alla nóttina. Í vottorði Brynjólfs, skurðlæknis, þann 11. júlí 1996 segir orðrétt. „Hann var augljóslega mikið slasaður með opin brot á fótlegg og lærlegg vinstra megin. Hann var með meðvitund en blæddi mjög mikið úr sárunum." Skömmu seinna í sama vottorði segir orðrétt „Skera þurfti inn í nárann til þess að stöðva blóðrás meðan leitað var eftir blæðandi æðum. Öll sárin á kálfum, læri og nára voru
skilin eftir opin. Vigni blæddi gífurlega og fékk hann samtals 74 einingar (37 lítra innskot blm.)af blóði fyrstu nóttina."

Andlega erfitt að geta ekki gert neitt sjálfur

„Ég var u.þ.b. viku á gjörgæslu, rúmliggjandi í mánuð og fimm mánuði samtals á sjúkrahúsi,
stöðugt í aðgerðum og á lyfjum. Fyrsta mánuðinn var ég sem lamaður og varð eitt flakandi
legusár á öllum stöðum sem snertu dýnuna. Eðlilega líkamlega starfssemi gat ég aðeins
framkvæmt með aðstoð hjúkrunarfólksins. Það var bæði líkamlega erfitt og andlega að geta
ekki gert neitt sjálfur."

Áfallahjálpin og þroskinn

„Áfallahjalpin á sjúkrahúsinu hjálpaði mér mikið. Eg get stutt fólk án þess að taka vandamál
þess inn á mig. Ég get gefið frá mér vegna þess hve ég trúi mikið á sjálfan mig. Mér finnst mér ég
hafa fulla stjórn á lífi mínu, vil láta gott af mér leiða og finnst hreinlega skilda mín að skila einhverju til lífsins - sem ákváð að leyfa mér að halda áfram þessu lífi. Ég held ég sé aðeins eldri en árin 23 segja til um."

Grensásdeildin bæði dásamleg og hræðileg

Það var stórt framfaraskref að vera fluttur á endurhæfingadeildina, Grensásdeildinni. Þar tók við ströng og kvalarfull endurhæfing innan um frábært starfsfólk og aðra sjúklinga, marga hverja í enn verri aðstöðu en ég. Eitt það sáraukafyllsta sem ég upplifði var að reyna að standa upp og reyna að ganga að nýju. Gífurlegur sársauki, æpandi sársauki. Það tók gríðarlangan tíma bara að geta staðið upp án þess að vilja æpa og gráta af sársauka."

Sökudólgurinn missti prófið

Ökumaður bifreiðarinnar sem ók í veg fyrir þá félaga missti ökuréttindin í eitt ár.
"Ég hef ósköp lítið við tjónvaldinn að segja. Hann var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir
 gáleysislegan akstur, borgaði sekt upp á einhverja þúsundkalla  og missti skyrteinið í eitt ár.
Mín greiðsla fellst í skertri hreyfigetu og sjálfsímynd, skertum starfs- og frístundamöguleikum
og æviáskrift að sterkjum verkjalyfjum.  Kannski ekki alveg jafnt skipt en ég er viss  um að hvorugur vildi vera í sporum hins"

Átján ára með óðráðna framtíð

Vignir var átján ára þegar slysið gerðist,   mikill útivistar og vinnuþjarkur ásamt því að stunda nám við húsasmíði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Þegar ég útskrifaðist af sjúkrahúsinu fór ég og lauk bóklega þættinum í húsasmíðinni við FS, með þá vitneskju á bak- inu að ég myndi aldrei geta gert iðnina að ævistarfi . Alla mína æsku var ég mjög virkur, vann í fiski , fór á grásleppu með frænda mínum norður á Melrakkasléttu, vann í sveit , í slát-
urhúsi og við rækjuvinnslu á Kópaskeri og fiskvinnslu með skólagöngunni. Áhugamálin
voru skotfimi og skíðaiðkun sem ég stundaði eftir mætti og þvældist t.d. með hólkinn á rjúpna-
veiðar um allar trissur. Skólavistina borgaði ég með því að vinna í fiski eftir skóla og á
kvöldin. Þegar ég kom úr endurhæfingunni gerði ég mér ljóst að líf mitt yrði aldrei eins,
ekki minnsti möguleiki."

Svört skýrsla á framtíðina

Í dag er Vignir 23 ára gamall piltur sem veit ekki hvert skal haldið í lífinu en hefur haldið
sterkasta vopninu, viljanum. „Eg er mjög bjartsýnn á framtíðina, með ákveðnar hugmyndir og
viljann til að hrinda þeim í frarnkvæmd. Eins og hver annar á ég þó stundum í erfiðleikum með að sjá björtu hliðarnar á lífinu og fyllist reiði og eftirsjár, sérstaklega þegar ég les niður- stöður lækna á framtíðarhorfum mínum." í vottorði áðurnefnds Brynjólfs Jónssonar segir t.a.m. orðrétt „Ég tel að síðar á ævinni jafnvel innan fimm ára þurfi að koma til einhverra aðgerða á tám og rist vegna afleiðinga blóðrásartrufl- unarinnar. Hugsanlega þarf einnig að lagfæra ör í nára ogá
lærum síðar" og aðeins síðar, Ég tel ólíklegt að Vignir geti nokkum tíma unnið erfiðisvinnu
sem t.d. er fólgin í langvarandi stöðum, miklu álagi við gang eða burð og fleira. Ég tel tölu-
verðar líkur á að slitgigt sæki í hné, ökkla og ristarliði og jafnvel hné síðar á ævinni."

VÍS og Olíufélagið hf. fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur

Að grunnendurhæfingunni lokinni fór Vignir hefðbundna leiðir til að kanna bótaréttindi sín og mögulega örorku. Núna, rúmlega 5 árum eftir slysið, er málssókn hans á hendur VÍS og
Olíufélaginu hf. á leið fyrir dóm. , Ég hafði litlar áhyggjur af þessu í upphafi, einbeitti mér að því að
komast aftur í lifenda tölu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, ég hef farið margsinnis í
miska- og örorkumat. Fyrsta matið var 45% miski, sem ég enn veit ekki alveg hvað er, og 45% örorka. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það mat og stórbrá því næstum sex mánuðum síðar þegar VÍS hafnaði matinu. Síðasta matið hljómar upp á 40% miska og 60% örorku og verður barist um það fyrir rétti. VÍS gerði mér tilboð sem mér fannst hlægilegt og mér því nauðugur einn kostur að
stefna þeim fyrir dóm ásamt Olíufélaginu, tjónvaldurinn var starfsmaður þeirra, á fyrirtækisbíl að beygja inn á starfsstöð umboðsaðila þeirra. Hann var víst að dreifa safnkortum." Þú ert að sækja á fyrirtæekjarisa með sterka lögfrœðinga á sínum snærum, vönum svona málum. Hve stóra upphœð erum við að tala um? „Þetta er alveg rétt hjá þér. VÍS og lögmenn þeirra starfa við að berjast við liggjandi fólk, fólk sem á nóg með að hugsa um alla þá líkamlegu og andlegu annmarka sem slysfarir hafa sett á líf þeirra. Ég vil ekki nefna neinar upphæðir en ég get þó sagt að ég vildi heldur eiga húsasmíðina að ævistarfi og sækja þessa upphæð með vinnu minni en að þurfa að berjast við dómstóla, um hve mikill aumingi ég er, fyrir þeim."
Örlögin „Ég er forlagatrúar og trúi því að mér hafi verið ætlað að leiða eitt- hvað gott af mér á þessari jörð. Gagnvart slysinu þykir mér augljóst að mér var hreinlega ekki ætlað að fara þótt eflaust hefði það verið auðveldara. Ég lifði slysið sjálft af, ég lifði biðina eftir sjúkrabílnum af, ég lifði blóðmissinn af (ég dó í 3-4 mínútur á Borgaspítalanum en kom aftur), ég lifði legusárin af, ég lifði endurhæfinguna af og ég lifði ömurlegar framtíðarspár læknanna af og trúi enn á sjálfan mig. Tveir bræður móður minnar fórust af slysförum og ætt hennar fór illa út úr seinni heimsstyrjöldinni, ég held einhverjum hafi hreinlega fundist nóg komið af hörmungum. Eg trúi á illa og góða anda og trúi á æðri öfl. Enginn sem gengið hefur í gegn um það sem ég hef upplifað getur efast um tilvist annars og meira en okkur sjálf." Enginn getur skilið mínar aðstæður nema ég sjálfur „Ég held það sé ómögulegt öllum öðrum en mér sjálfum hvernig mér líður, nema þá væri fólki í Hkri aðstöðu. Ég er t.a.m dæmdur meiri öryrki en maður sem fengið hefur staurfót. Það var kraftaverk að ég hélt vinstri fætinum eins og hann brotnaði illa. Beinflísar voru teknar af slysavettvangi og og týndar úr fatnaði mínum á Borgar- spítalanum. Þar voru þær hreinsaðar, bein úr mjöðminni tekið, og öllu þessu var hrært saman og steypt í brotin.

Líkaminn þoldi ekki álagið

 Þremur árum eftir slysið hóf Vignir rekstur veiðibúðarinnar Veiðislóðar sem hann stofnaði í samvinnu við annan mann. Veiðislóð var draumur hans, áhugamálin og vinnan sameinuð á einn stað. Draumurinn gekk ekki upp. „Veiðislóð var draumur sem ég hrinti í framkvæmd aðeins of snemma. Ég er mjög stoltur af því að hafa verið frumkvöðull að rekstri veiðibúðar á Suðurnesjum og taldi að þama gæti ég starfað að áhugamáli mínu til framtíðar, ég komst aftur á móti að því líkami minn þoldi ekki álagið sem fylgdi verslunar- rekstrinum. Að því kom að ég komst hreinlega ekki fram úr rúminu og þurfti að hafa hækjurnar til stuðnings í búðinni. Að lokum voru ekki önnur ráð en að selja reksturinn."

 Bjartsýnn en brothættur 

„Ég stend uppi að lokum sáttur
við þetta allt saman og vil bara halda áfram lífi mínu. Ég hlakka til þegar málarekstrinum lýkur og trúi því að framtíð mín sé á viðskiptasviðinu. Þrátt fyrir að ég telji mig sterkari einstakling en ég var fyrir 3. júní 1994 þá er ég jafnframt brothættari og stundum hellist yfir mig vonleysi og sjálfsvorkunn.
Á morgunn er nýr dagur til að takast á við.



 Víkurfréttir 29.10.1999




21.10.99

Með tengdapabba á mótorhjóli

Þeir hafa sama tónlistarsmekk og eiga sömu áhugamál. Og eiga saman mótorhjól, Gunnar og Gestur Einar hjóla á Kawasaki


„Aldur er afstæður í mótorhjólamenningu og það er enginn of gamall til þess að eignast hjól," segir Gunnar Sverrisson, Ijósmyndari Fróða á Akureyri. Nú í sumar lét hann gamlan draum rætast og
keypti sér mótorhjól, en það gerði hann í félagi við tengdaföður sinn, Gest Einar Jónasson, útvarpsmann á Akureyri. Gamall draumur Gests var einnig að eignast hjól. „Alla stráka dreymir um að eignast mótorhjól, mig dreymdi um skellinöðru þegar ég var strákur en hætti síðan við að kaupa hana þegar ég mátti. En draumurinn bjó alltaf í brjóstinu," segir Gestur.

Skemmtilegt hippamórorhjól


Um tuttugu ár skilja þá Gunnar og Gest að í aldri. Gunnar er tæplega þrítugur og Gestur verður fimmtugur að ári. „Við erum góðir vinir. Við höfum sama tónlistarsmekkinn og þar er ég að tala um
lög eins og ég spila gjarnan í þættinum Með grátt í vöngum og eigum einnig sameiginleg áhugamál, eins og mótorhjól," segir Gestur. Þeir félagar fóru á liðnu vori saman í mótorhjólapróf hjá Kristni Erni Jónssyni, ökukennara á Akureyri, sem er æskuvinur Gests, og segir Gestur að á námskeiðinu hafi hann ekki einasta lært á mótorhjól, heldur hafi hann einnig lært umferðarreglurnar uppá nýtt. Og sé fyrir vikið líklega betri bílstjóri en hann var.
Mótorhjólið sem þeir Gunnar og Gestur keyptu sér er af gerðinni Kawasaki 454 og er með 450 rúmsentimetra mótor. „Þetta er skemmtilegt hippamórtorhjól, með háu stýri og maður situr beinn
í baki á því. Þetta finnast mér miklu skemmtilegri hjól en keppnishjólin, sem maður situr boginn á og er alltaf að reyna að þenja sem hraðast. Þetta er hæfilega kraftmikið hjól, en hver veit nema að við fáum okkur seinna Harley Davidsson," segir Gunnar.

Frelsið er í núinu


„Mér finnst afar gaman að fara út að hjóla," bætir Gunnar við, „enda eru aðstæður til þess góðar hér fyrir norðan. Skemmtilegast þótti mér hinsvegar að hjóla þegar ég var með unnustu minni, Höllu Báru, í Tosca-héruðum ítalíu nú í sumar. Þar leigðum við okkur hjól og fórum víða um, á  stuttbuxunum í þrjátíu stiga hita. Við þessar aðstæður skilur maður svo vel hvað þetta er stórkostlegur ferðamáti og frelsið mikið." Gestur tekur undir orð Gunnars um frelsið. „Ég er sjálfur einkaflugmaður og mér finnst þetta að sumu leyti ekki ósvipað. Á mótorhjólinu getur maður farið út fyrir alfaraleiðir og eins á flugvélinni. Maður hjólar eða flýgur þangað sem maður ætlar sér."

Kærkominn sumarauki


Blíðviðri hefur verið ríkjandi á Norðurlandi að undanförnu og það er mótorhjólamönnum sem og öðrum afar kærkomið. Gunnar og Gestur hafa notað þetta tækifæri og hafa víða hjólað, meðal annars um götur Akureyrarbæjar og suður um Eyjafjarðarsveit. „Það er Ijúft að geta leikið sér á mótorhjólinu nú seinnipartinn í október. En síðan kemur vetur, hjólið fer inn í skúr og verður ekki tekið út aftur fyrr en í maí næsta vor. Eg er strax farinn að hlakka til þess," segir Gunnar Sverrisson.
-SBS.
Dagur 21.10.1999

16.10.99

Endurfæddir mótorhjólamenn

 Hvað er nú það? Er það einhver sértrúarflokkur? Nei, ekki er það nú alveg.
 Endurfæddir mótorhjólamenn eru þeir sem áttu hjól fyrir mörgum árum, eignuðust síðan börn og buru og úti var ævintýri - alveg þangað til fuglarnir voru flognir úr hreiðrinu. Núna eiga þeir allt i einu pening og tíma til að leika sér með. Þá er hægt að láta drauminn rætast sem blundað hafði í þeim allan tímann - að fá sér mótorhjól og byrja að purra aftur. Með fjölgun þessa hóps innan mótorhjólafjölskyldunnar hafa umræður kviknað um hvort hann sé valdur að fleiri slysum en aðrir. Samkæmt nýjustu tölum frá Bretlandi er svo ekki. Það eru 35% minni líkur, miðað við ekna kílómetra, að þú lendir í slysi ef þú ert endurfæddur mótorhjólamaður og 25% minni líkur miðað við árið í heild. Þeir eru líka í minni hættu á að missa hjólin sín á hliðina eða slasa sig og gera síður kröfu á tryggingafélagið. Samkvæmt bresku könnuninni er endurfæddur mótorhjólamaður um 38 ára gamall, styttra en 12 mánuðir eru síðan hann byrjaði aftur að hjóla og minni hætta er á að þeir verði stoppaðir af lögreglunni.

Prófið hvorki fugl né fiskur áður fyrr

Skyldi það sama nú eiga við hér á íslandi? Fyrr í sumar var það í umræðunni að þessi hópur væri nokkuð tjónfrekur og Bifhjólasamtök lýðveldisins bentu á það. í Bretlandi eru þeir endurfæddu  duglegir við að taka framhaldsnámskeið og hafa um það bil 20% þeirra farið í gegnum slíkt. Fyrir það fá þeir lika lækkun á sínum iðgjöldum enda hafa kannanir sýnt að þeir sem fara á þessi námskeið séu í mun minni hættu að lenda i slysum en aðrir. Margir fengu í raun enga kennslu og fengu mótorhjólaprófið gefins með bílprófinu á meðan réttindalöggjöfm var þannig. Þangað til fyrir nokkrum árum var mótorhjólaprófið þannig að viðkomandi tók 1-2 tíma hjá ökukennara og fór svo í
próf sem hvorki var fugl né fiskur. Reyndar hefur mikil breyting orðið á síðustu árum og prófin orðið mun erfiðari og krefjandi. Við fengum nokkra endurfædda mótorhjólamenn í viðtal og spurðum þá  um þeirra reynslu af sportinu og hvað hafi orðið þess valdandi að þeir komu að því aftur.

Tók sér frí í aldarfjórðung 

Óðinn Gunnarsson járnsmiður: „Ég tók prófið 1972 en hafði þá verið á skellinöðrum síðan 1961. Fyrsta stóra hjólið var gamalt BSA en fyrsta alvöruhjólið var Triumph 500 Daytona sem ég notaði mikið. Ég þvældist um allt á þessu bjóli, fór Vestfirði og þá yfir Steingrimsfjarðarheiði sem þá var bara varðaður vegarslóði. Við fórum mikið saman, ég og Gústi (Ágúst Hálfdánarson í Glertækni). Eitt sinn ætluðum við í ævintýraferð upp á hálendi og lögðum af stað á mánudegi. Við fórum upp að
Illakamb og höfðum hugsað okkur að gista í gamalli rútu þar, sem notuð var sem gangnakofi. Um nóttina gerði svo ausandi rigningu þannig að allar ár fylltust og við vorum veðurtepptir fram á laugardag, þegar við náðum að komast yfir Skyndidalsá. Ég hætti svo að hjóla um það leyti sem fyrsti strákurinn fæddist 1976. Hann tók nú upp á því að kaupa sér mótorhjól í fyrravor og ég fór að stelast út á því. Svo vissi ég ekki fyrr en konan mín, Auður Hallgrímsdóttir, keypti handa mér hjól í 50 ára afmælisgjöf. í sumar fór ég í styttri ferðalög með börnin en ég nota hvert tækifæri til að skreppa á hjólinu og fer oft á því í vinnuna. Draumurinn er að fara á næsta ári í langa reisu með konuna en hún er að hugsa um að taka próf líka."

Lærði hjá Sigga Palestínu


Þorsteinn Hjaltason Bljáfjallastjóri: „Ég lærði að hjóla hjá Sigga Palestínu en þurfti aldrei að taka próf. í þá daga fékk maður mótorhjólaprófið með bílprófinu. Ég tók öll þau próf sem hægt var að taka og meðal annars ökukennarapróf. Ég kenndi þá líka á mótorhjól og notaði við það Dodge Vipon með hátalarakerfi til að segja þeim fyrir. Ég vann lika á verkstæði lögreglunnar í Reykjavík frá 1957-68 og stalst oft til að prufukeyra hjólin meir en ég þurfti. Draumurinn um að kaupa hjól blundaði alltaf í mér og um haustið 1997 spurði Jón Hjartarson í Húsgagnahöllinni mig hvort ég kæmi með honum hringinn ef hann keypti sér hjól. Ég játaði því og hann keypti hjólið en ég hafði hugsað mér að fá gamalt Harley Davidson lögregluhjól hjá vini mínum. Þegar ég fór að hugsa málið var eiginlegra sniðugra að kaupa það en hann vildi ekki selja þannig að ég keypti mér þetta Suzukihjól. Svona til að rifja upp kunnáttuna fórum við Jón með keilur á planið hjá honum og æfðum okkur. Við konan fórum meðal annars hringinn á því í sumar og maður hefur svo sem skroppið á því öðru hvoru. Einu sinni þurfti ég að bregða mér búðarferð til Akureyrar svo að ég fór á hjólinu. Hluti af sportinu er líka að hugsa um hjólið og þrífa það en til þess að geta það þarf líka að keyra það og skíta það út.
Draumurinn er svo að fara erlendis á því ef að konan kemur með."
-NG 
DV
16.10.1999

28.9.99

Erfið lokakeppni

 Íslandsmótinu í enduró lauk um helgina:

Erfið lokakeppni

Síðasta umferðin í íslandsmeistaramótinu í enduro fór fram á laugardaginn. Keppnin var haldin á nýju svæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins við Lyklafell sem klúbburinn fékk úthlutað fyrir skömmu frá Kópavogi og Seltjarnarnesbæ. 
   Svæðið allt er mjög skemmtilegt og býður upp á marga möguleika í keppni sem þessari en eini mínusinn við það er vegarslóðinn upp að því sem laga þyrfti hið fyrsta. Bryddað var upp á þeirri nýbreytni að hafa sérstaka áhorfendaleið eða „special test" í miðri  keppninni.
   7 hringir voru fyrst eknir á undan áhorfendaleiðinni og aftur 7 á eftir í öfuga átt. í  brautinni voru svo ýmsar þrautir sem reyndu mjög á keppendur, eins og þungur sandur, grjót og urð, moldarskorningar og djúpir forarpyttir. Var það samhljóma álit keppenda að keppnin hefði verið sú skemmtilegasta en jafnframt sú erfiðasta á árinu. 39 keppendur hófu leikinn og er það metþátttaka í akstursíþróttakeppni í sumar en aðeins 19 tókst að ljúka keppninni og var það hreinlega vegna þreytu frekar en bilana. Svæðið við Lyklafell er gamalt æfingasvæði hersins úr siðari heimsstyrjöldinni enda var keyrt í gömlum sprengigígum á hluta leiðarinnar.
  Í fyrri hringjunum 7 fóru margir geyst af stað sem varð til þess að menn sprungu á limminu og voru það helst þeir sem sýndu jafna keyrslu sem tókst að klára þann hluta. Þegar líða tók á fyrri hlutann fóru moldarskomingarnir að verða nokkuð grafnir eftir spólið í hjólunum þannig að eina leiðin upp úr þeim var oft að gefa í og sleppa hjólinu í þeirri von að það kæmist upp úr og klifra síðan upp á bakkann. Mynduðust biðraðir í skorningunum af þessum sökum þar sem mönnum gekk misvel að komast upp úr. Áhorfendaleiðin svokallaða var ekkert voðalega áhorfendavæn enda að mestu leyti hraðakstur á grænni torfu og söfnuðust áhorfendur frekar á þá staði þar sem keppendum gekk illa eins og í seinni hluta keppninnar þegar stóri forarpytturinn fór að verða erfiður. Þegar hátt í 40 hjól eru búin að aka yfir hann 7 sinnum hvert var hann orðinn mikið skorinn og leðjan oröin mjóg þykk þannig að eina leiðin yfir hann var með happa-glappa-aðferðinni. 

Stundum sátu 3-4 hjól föst í eðjunni

Stundum var það líka svo að 3-4 hjól sátu fóst i eðjunni og ökumenn þeirra óðu drulluna upp að mitti til að reyna að losa þau, stundum með dyggri hjálp áhorfenda. Reyndist það mörgum hreinlega ofraun að reyna að losa hjólin enda menn orðnir mjög þreyttir og átakið hreinlega of mikið að reyna að losa hjólin, oft stóð heldur varla meira en stýrið upp úr súpunni. Var það helst að þeir slyppu yfir sem
þorðu að vera á stóru gjöfinni en það var samt ekki einleikið því engin leið var að sjá hvar var grunnt og hvar ekki. Fóru því leikar svo að aðeins 19 tókst að klára þessu erfiðu keppni og sumir þeirra ekki einu sinn alla hringina en ekið var í þremur stærðarflokkum og einum flokki eldri ökumanna. Þeir sem gátu lokið allri keppninni voru: Einar Sigurðsson, Viggó Viggóson, Guðmundur Sigurðsson
og  Sölvi Árnason.

Einar Sigurðsson vann því allar endurokeppnir sumarsins og er það vel að verki staðið í jafnerfiðri íþróttagrein og hún er.   Fast á hæla hans sóttu þó oft menn eins og Viggó, Reynir og Guðmundur, auk annarra, en lokastaðan i íslandsmeistaramótinu varð þessi:
 Einar Sigurðsson, 60 stig,
 Viggó Viggósson, 40 stig,
 Guðmundur Sigurðsson, 45 stig.

 Flokkur 1, tvígengishjól með stærri en 220 rúmsentímetra vél: Þar vann Einar allar keppnirnar og náði því fullu húsi, eða 60 stigum.
Flokkur 2, tvígengishjól með minni en 220 rúmsentímetra vél og fjórgengishjól með vél undir 440 rúmsentiimetrum: Jón B. Bjarnason vann lokakeppnina en í þriðja sæti varð Sölvi Árnason og vann hann með 44 stig.
Flokkur 3, fjórgengishjól með vél yfir 440 rúmsentimetrum: Þar vann Þór Þorsteinsson síðustu keppnina en Helgi Valur hafði unnið þá fyrstu og varð því íslandsmeistari með 20 stig
 Flokkur 4, 40 ára og eldri. Steini Tótu vann lokakeppnina í þeim flokki en Islandsmeistari varð Jón H. Magnússon með 50 stig.
-NG 
DV
 28.9.1999 

18.8.99

Aftur til Dubai




   Maður er nefndur Karl Gunnlaugsson sem gert hefur garðinn frægan sem mótorhjólaökumaður og meðal annars unnið titilinn akstursíþróttamaður ársins sem slíkur.

Hann ætlar nú að keppa í Eyðimerkurrallinu í Dubai í annað sinn en hann fór einmitt þangað í fyrra. Þá lenti hann í 29. sæti af um 100 keppendum og það þrátt fyrir matareitrun á öðrum degi keppninnar sem var svo heiftarleg að hann þurfti að fá næringu í æð um kvöldið.

Erfið en skemmtileg keppni

   Þessi keppni þykir ein best skipulagða mótorsportkeppni sem haldin er á ári hverju og var valin sem slík í fyrra af Alþjóðaakstursíþróttasambandinu. Hún þykir einnig vera erfið og er það aðeins París-Dakar sem ertalin erfiðari í þessari tegund eyðimerkurralls. Keppt er í miklum hita, allt að 45 gráðum, og þurfa keppendur því að svolgra ósköpin öll af vatni á meðan keppnin stendur. Mótorhjólakeppendurnir eru til dæmis látnir bera 2 lítra vatnskút á bakinu sem þeir geta drukkið úr á ferð til að koma í veg fyrir ofþornun.

   Mótorhjól komu fyrst til sögunnar í eyðimerkurrallinu árið 1995. Áætlað var að 15 hjól tækju þátt í því en raunin varð sú að þau urðu meira en helmingi fleiri. í fyrstu keppninni voru það Heinz Kinigadner frá Austurríki og Thierry Magnaldi frá Frakklandi sem slógSvona eru aðstæðurnar mestan hluta leiðarinnar: sól, hiti, sandur og svo meiri sandur. I bensínáfyllingu í einu stoppinu. Með Kalla á myndinni er Kjarri, eigandi Gullsólar. ust um efsta sætið en þeir voru báðir á KTM-hjólum eins og Kalli verður á í keppninni. í fyrra voru hjólin eins og áður sagði 100 talsins og útlit er fyrir jafnvel fleiri hjól í ár. Einnig er þar stór floti bíla af öllum tegundum og gerðum og voru þeir um 50 í keppninni í fyrra.


Allt skipulag unnið af hernum 

   Það er krónprins furstadæmanna sem er aðalhvatamaðurinn að þessari keppni og er hann mikill áhugamaður um akstursíþróttir. Skipulagning keppninnar er að mestu leyti unnin af hernum og þá ekki nema von að skipulagið sé gott. Herinn sér um að slá upp veglegum tjaldbúðum fyrir keppendur og aðstoðarlið þeirra svo að þær verða eins og borg í auðninni með flestum hugsanlegum þægindum, eins og sundlaug og veitingastað.

  DV ætlar að fylgjast vel með gengi Karls í keppninni í haust. Hún fer fram dagana 2.-5. nóvember og verður hægt að fylgjast með gengi hans og annarra á Visir.is. í Sameinuðu furstadæmunum er eitthvert besta GSM-samband í heiminum og eru möstrin þar svo þétt saman að nánast má sjá eitt slikt hvar sem maður er staddur í eyðimörkinni og verða þvl hæg heimatökin með fréttaflutning þaðan. Keppninni fylgja svo átta þyrlur fyrir sjónvarpstökulið, keppnisstjórn og sjúkralið þannig að vel er séð fyrir öryggi keppenda. Það er heldur ekki gott að þurfa að bíða lengi eftir hjálp í eyðimerkurhitanum ef eitthvað kemur upp á. 


Leiðarlýsingin er í stuttu máli eins og hér segir: 

Dagur 1 - 296 km

Fyrsta leiðin er ætluð sem eins konar upphitun fyrir keppendurna og er í suður frá Al Dahfrah-flugvellinum að landamærum Oman og aftur til baka. Þessi leið skiptist í sléttur, malarvegi og lágar sandöldur og er að mestu leyti ný frá keppninni í fyrra.

Dagur 2 - 425 km

Aðallega sand- og malarvegir sem keyrðir eru frekar hratt. Þar skiptir máli að vera með leiðina á hreinu til að villast ekki því að þessir vegir eru hver öðrum líkir.

Dagur 3 - 350 km

Fyrstu 100 kílómetrarnir eru á sandi og krefjast góðrar aksturshæfni. Eftir þjónustustopp í Tharwaniyah liggur leiðin um stóru sandöldurnar í Liwa sem geta orðið allt að 150 metra háar. Dagurinn endar svo á 107 kílómetra malbikskafla.

Dagur 4 - 300 km

Þessi síðasti dagur er blanda af erfiðum og hröðum leiðum og fylgir meðal annars leiðinni að stíflunni við Shuwayb og endar svo 75 kílómetra frá Dubai. Þar lýkur keppninni á hópakstri keppenda gegnum Dubai sem endar svo á móttöku við Hyart Regency-hótelið sem er eitt glæsilegasta hótelið í þessum heimshluta og þótt víðar væri leitað.
Eins og sjá má á þessari stuttu umfjöllun er þessi keppni mikið ævintýri og kannski ekki furða þótt Kalli sé að fara þangað í annað sinn. Mikill iburður er líka í kringum keppnina og svo mikið er víst að hún verður mikiö sjónarspil sem gaman verður að fylgjast með.      -NG 


 DV18.8.1999



7.8.99

Tvær nýjar kennslubækur um akstur og umferð:

Handa þeim sem læra á bíl og/eða mótorhjól
- og ekki síður fyrir foreldra nemendanna 

 Daginn eftir vel lukkaða umferðarhelgi kennda við frídag verslunarmanna komu tvær nýjar kennslubækur út hjá Ökukennarafélagi íslands. Þetta eru tvær fyrstu bækurnar í bókaflokknum Akstur og umferð og heitir önnur Almennt ökuknám en hin Bifhjól.
Almennt ökunám er eftir Arnald Árnason og er í raun endurskoðuð, umskrifuð og stytt útgáfa á eldri bók sama höfundar, Umferðin og ég. Almennt ökunám er sniðið við nýja tíma og ný viðhorf, meðal annars með auknu og bættu myndefni til frekari glöggvunar.
Bókin er 209 blaðsíður og kostar 2.900 krónur.


Bifhjól er ný kennslubók um akstur og meðferð mótorhjóla. Höfundur hennar er Njáll Gunnlaugsson ökukennari sem undanfarið hefur skrifað um mótorhjól og fleira í DV-bíla. Við spurðum Njál hvort þessi bók væri ekki í raun fyrsta íslenska kennslubókin í mótorhjólaakstri.
„Það má segja það," sagði Njáll. „Undanfarin 15-20 ár hefur verið stuðst við hefti sem Guðbrandur Bogason, núverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, tók saman nánast á eldhúsborðinu hjá sér til að bæta úr sárri þörf. Ég fann fljótt til þess að tími var kominn til úrbóta á þessu sviði svo ég sneri mér til Umferðarráðs og bað um styrk til að skrifa þessa bók. Því var í sjálfu sér vel tekið en fyrir 3-4 árum hafði verið samþykkt að veita Ökukennarafélagi Islands styrk í þessu skyni og nú var mér  svarað á þá leið að ef félagið samþykkti það fengi þessi styrkur að renna til mín. Og það varð úr.
Ég skrifaði þessa bók síðastliðinn vetur og vann hana frá grunni, þar með talið myndirnar, en töflur og þess háttar eru einkum fengnar frá finnskum starfsbræðrum. Það er fyllilega tímabært núna að þessi bók komi út því þeim fjölgar nú ört sem vilja afla sér réttinda til að aka mótorhjóli."
Er langt síðan þú varðst ökukennari? „Nei, það er nú ekki nema um ár síðan en mótorhjólin hafa fylgt mér miklu lengur. Við getum sagt að ég hafi 16-17 ára reynslu í akstri og meðferð mótorhjóla af flestum  stærðum og gerðum og hafa því af ýmsu að miðla til þeirra sem vilja læra að nota þessi skemmtilegu tæki og njóta þeirra."
 Bókin Bifhjól er 91 blaðsíða að stærð og kostar 2400 krónur. Báðar þessar bækur verða að sjálfsögðu skyldulesning þeirra sem læra á bíl og/eða mótorhjól en á það var bent við formlega útkomu bókanna að þær væru i rauninni jafnsjálfsögð lesning fyrir pabba og mömmu eins
og nemana sjálfa - og í rauninni hafa allir gott af að glugga í þessi fræði, jafnvel þeir sem telja sig bera af öðrum ökumönnum!
DV
7.8.1999
-SHH
 

1.8.99

Þetta er mitt (1999)

Honda C77 sem Sigga gerði upp
 ásamt eiginmanni sínum

Sigríður Benediktsdóttir á Akureyri nýtur þess að þeysast um á mótorhjóli.


Sigríður á Hondu C77 árgerð 1967 sem hún og maðurinn hennar, Stefán Finnbogason, gerðu upp í
sameiningu. Þótt það hjól sé eingöngu fyrir Sigríði þá eiga þau hjónin fleiri mótorhjól, tíu eða
ellefu í allt, og hjálpar Sigríður stundum manni sínum úti í bílskúr

26.7.99

Æðisgengin barátta

 Ragnar Ingi Stefánsson íslandsmeistari í motokrossi: 

Síðasta keppnin í Bílanaust-motokrossi fór fram um helgina og var bæði hörð og spennandi. Greinilegt var að allt skyldi leggja í sölurnar til að vinna Ragga sem hafði unnið öll moto í keppnum til þessa. Þeir sem veittu honum einna harðasta keppni voru þeir Reynir Jónsson, Viggó Viggóson, Þorvarður og Helgi Valur en allt kom fyrir ekki. Ragnar Ingi Stefánsson vann íslandsmeistaramótið með þvi að vinna öil moto nema eitt. í fyrsta moto var það Þorvarður sem var fyrstur eftir startiö en hann missti fljótt forystuna til Reynis sem hélt henni allt þar til tveir hringir voru eftir þegar Raggi náði honum. Voru þeir nánast samsíða allt í endamark og munaði ekki nema rúmri sekúndu á þeim. í
örðu motoi var það Helgi Valur sem var fyrstur í byrjun en svo snerist dæmið við og var þá Viggó

allt í einu fyrstur og svo Þorvarður, Reynir og loks Raggi. Hann náði reyndar að vinna sig upp í þriðja sæti en þetta moto var það eina á árinu þar sem hann varð ekki í fyrsta sæti. Viggó vann annað moto en Reynir varð í öðru sæti. 

Slasaðist lítillega í keppni

 Í öðru motoi varð Karl Lillendahl fyrir því óláni að detta í síðasta hring og verða undir næsta keppanda sem ók yfir hann. Karl slasaðist litið en um tíma leist mönnum ekki á blikuna og kom sér vel að sjúkralið skyldi vera statt á keppninni eins og alltaf.  Atvikið náðist á filmu hjá kvikmyndamanni Mótoriss og geta áhorfendur Stöðvar 2 virt það fyrir sér í þættinum Mótorsport annað kvöld.
 Í síðasta motoi var svo Ragnar fyrstur mest allan timann en á lokasprettinum upphófst  æðisgengin  barátta um fyrsta sætið milli hans, Viggós og Reynis sem voru aðeins 1-2 sekúndum á eftir honum. Náði Viggó fyrsta sætinu sem hefði getað skilað honum öðru sætinu í  íslandsmeistaramótinu hefði hann haldið þvi. Hann féll þó við í siðasta hring og datt um stund niður í þriðja sæti en náði svo öðru sæti eftir að Reynir datt í síðustu beygjunni, eitthvað sem hann fer að verða bráðum þekktur fyrir. Fóru leikar því í íslandsmeistaramótinu svo:
Ragnar Ingi Stefánsson 175 stig 
Reynir Jónsson 149 stig 
Viggó Viggósson 144 stig  

Dagblaðið 26.7.1999

17.7.99

Valkyrja Sniglanna





Hilde í Gullsporti:

- bifhjólavirkjun, dyravarsla í Þórskaffi, fyrirtækisrekstur í moldroki fjölmiðla og fordómar


Alltaf þegar eitthvað neikvætt kemur um mótorhjól í fréttum er dagurinn ónýtur hjá mér," segir Hilde þegar hún sest niður eftir erilsaman dag í verslun sinni, Gullsporti. Erill dagsins hefur þó að mestu snúist um að koma blaðamönnum í skilning um að uppákoman hjá bifhjólaklúbbnum Fáfni í Grindavík á dögunum hafi ekkert með hana eða verslun hennar að gera. „Maður getur ekki að því gert að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef Fáfnisheimilið tilheyrði jeppaeigendum. Getur verið að þá hefðu allir jeppaeigendur verið stimplaðir sem eiturlyfjadílerar og glæpamenn og þeir sem selja jeppa hefðu þurft að eyða deginum í að verja sig?" Hilde Hundesten er 26 ára og varð þann 6. janúar eigandi að versluninni Gullsporti i Brautarholti. Hún kom hingað frá Noregi árið 1991, þá sem au pair, fór aftur til Noregs ári seinna en sneri fljótlega aftur til íslands.   

Viðskiptavinir okkar vilja ekki stelpur 

„Mér leiddist úti í Noregi," segir Hilde. „Ég átti enga möguleika á að fá vinnu í mínu fagi. Til að geta lokið námi og fengið prófskírteini vann ég fyrir mér ýmist á hamborgarastað, í sundlaug, hjá borginni og hjá fyrirtæki sem sá um bensínvélar. Ég hafði lokið bóklegu námi í bifhjólavirkun en það vildi enginn ráða stelpu á bifhjólaverkstæði. Ég sótti um á átján stöðum og fékk svar frá öllum. Mér var kurteislega þakkað fyrir að leggja inn umsókn, menn sögðust stoltir yfir því að ég skyldi sækja um og allt það - en „viðskiptavinir okkar vilja ekki hafa stelpur". Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Það hafði enginn sem ég þekkti farið til Íslands svo ég ákvað að koma hingað í allt." Hvaða allt ? „Allt sem síðan hefur á daga mína drifið. Fyrst var ég au pair. Svo fékk ég vinnu í Kjötmarkaðnum í Kópavogi. síðan hjá Matvörum ehf, þar sem ég fékk ekki borgað, svo ég fór að vinna í átaksverkefni hjá borginni. Ég vann líka auðvitað í Granda, eins og aðrir útlendingar, vann í loðnu - og geri það aldrei aftur! Ég eyddi öllum mínum frítíma í Hjólheimum mótorhjólaverslun i Kópavogi og fór síðan að vinna í afleysingum þar. Í byrjun febrúar '98 fór ég síðan að vinna hér í Gullsporti sem ég keypti 6. janúar síðastliðinn þegar Ólafur Már ákvað að selja verslunina." Var það ekkert erfitt? „Það var ekkert erfitt að kaupa verslunina vegna þess að það er nóg af peningum í bönkunum. Hins vegar var erfitt að taka ákvörðun um að kaupa. Ég vildi vera viss um að ég réði við þetta. Ég hafði samband við foreldra mína og fékk að vita að ég fengi fyrirframgreiddan arf ef ég þyrfti á því að halda. Þau voru að bregða búi og bróðir minn keypti búgarðinn þeirra og þurfti að borga mig út. Þar með hafði ég örugga peninga ef illa færi. Ég þoli ekki að skulda. Og nú er ég að gera nákvæmlega það sem mig langar til að gera.


Að leggiast á gólfið í drullugailanum sínum

 Hvers vegna fórstu í bifhjólavirkjun? „Þegar ég var að alast upp voru bróðir minn og frændi alltaf að gera við bila og mótorhjól og ég hékk auðvitað yfir þeim. Mig blóðlangaði að læra þetta og lét síðan verða af því. Námið er þannig uppbyggt að maður er í eitt ár í skóla, í öUu þessu bóklega, og síðan tvö ár á nemasamningi. En þau tvö ár fékk ég aldrei að vinna. Hins vegar hef ég aflað þeirrar reynslu mjög ríflega hér og get því núna farið tU Noregs og fengið skírteinið mitt. Það er ekki nóg með að við stelpurnar þurfum þola fordóma heldur þurfum við að vinna helmingi meira og hehningi betur en strákarnir tU að fá viðurkenningu. Þeir þurfa bara að vinna. Við verðum að sanna okkur." Er þetta ekki sóðalegt starf? „ Jú, en það er lika skemmtUegt. Það er aUt önnur tUfinning að leggjast á gólfið í druUugaUanum sínum en að sitja á bak við skrifborð." Verðurðu ekki fyrir fordómum hér á íslandi? „Jú. Stundum koma karlar hingað inn í búðina og ég spyr hvort þá vanti aðstoð. Þeir segja nei. Svo gengur karlmaður tU þeirra og spyr hvort þá vanti aðstoð og þeir segja já. Þetta virkar auðvitað einkennUega á mig þar sem ég er eigandinn og verslunarstjórinn. En ég finn líka að konum finnst gott að geta leitað aðstoðar hjá konum svo liklega jafnast þetta út." 


Adrenalínskikk 

Er ekki áhugi á mótorhjólum að aukast hér á landi? „Jú, meira að segja þótt mótorhjól séu lúxus hér. Þau eru tolluð sem lúxusvarningur, sem og allir varahlutir. Það er hvergi annars staðar i Evrópu. Svo eru tryggingarnar að fara með okkur. Þetta er eina landið í Evrópu sem hvorki skráir og metur mótorhjól eftir tegundum né metur sögu þína í umferðinni. Sum tryggingafélög láta mótorhjólaeigendur greiða 360.000 krónur á ári í tryggingar. Þetta er því mjög dýrt sport. Auðvitað eru svartir sauðir meðal bifhjólaeigenda, rétt eins og bíleigenda, en langflestir gæta fyllsta öryggis, þannig að þetta er óréttlátt. Við sem gætum öryggis, gefum vissulega í þegar það er hægt, vegna þess að við sækjumst eftir adrenalínskikkinu en það er þá líka á öruggum stað." 


Dyravarsla í Þórskaffi 

Í vetur varð Hilde fyrsta konan til að gegna starfi dyravarðar í Þórskaffi sem aðallega er sótt af körlum sem vija horfa á naktar stúlkur dansa. „Það var líka ofsalega gaman," segir hún, „og ég lenti aldrei í neinu veseni. Það var oft fyndið að standa i dyrunum og opna þegar eldri menn bönkuðu upp á. Það lá við að þeir sneru við þegar þeir sáu konu í dyrunum. Vinnufatnaðurinn minn var svartur jakki og svartar buxur og það var algengt að ég væri spurð hvenær ég ætlaði að strippa. Ég svaraði því til að ég væri bara dyravörður. En það gátu þeir alls ekki samþykkt og sögðu gjarnan:  Nei. Hvenær ætlarðu að strippa? Aldrei, svaraði ég. En karlarnir voru ekki alltaf sáttir við það og ég fékk fjöldann allan af tilboðum. Sá sem bauð hæst, bauð mér þrjú hundruð þúsund fyrir að strippa." Tókstu því? „Nei." Hvernig tóku aðrir dyraverðir þér? „Vel. Eitt af því sem var mjög fyndið þarna var þegar karlarnir, þ.e.a.s. gestirnir, fóru að slást. Þá sendu steratröllin mig til að skakka leikinn vegna þess að karlar slást ekki við stelpur." Þarftu ekki að vera mjög sterk í svona starfi? „Nei, ekkert endilega, nema andlega. Maður þarf bara að líta vel út, brosa og vera ákveðin." Hefurðu einhvern tímann strippað? „Aldrei! Ég kann varla að dansa." Hvers vegna fórstu að vinna í Þórskaffi? „Hann Óla, sem átti Gullsport, vantaði starfsmann í Þórskaffi og ég sló til, til þess að hafa nóg að gera á kvöldin og um helgar. Það er ekki svo mikið að gera í hjólunum á veturna. En þegar ég mætti í vinnuna fyrsta daginn var ég spurð hvort ég ætlaði ekki bara að vera á barnum. Ég sagði nei, annaðhvort í dyravörslunni eða ekkert. Það var strax samþykkt. Ég fann það lika fljótlega að stelpunum, sem voru að dansa þarna, fannst gott að hafa konu tik að verja sig. Þær verða auðvitað fyrir því að karlarnir reyni að káfa á þeim og áreita þær, sem er alveg bannað, og við þekkjum það líklega flestar að það getur verið erfitt að verjast ágengum karlmanni sem þar að auki er drukkinn. Þessar stelpur eru líklega berskjaldaðri í sinni vinnu en aðrar konur." 


Einmana karlar sem sækja strippstaði

 Hvernig stelpur starfa sem stripparar? „Þær eru eins misjafnar og þær eru margar. Flestar þeirra eru mjög ljúfar og finar manneskjur, einkum þær íslensku sem eru flestar í námi og dansa um helgar til þess að þurfa ekki að taka rándýr og óhagstæð námslán. Þegar ég var að vinna í Þórskaffi voru flestir strippararnir frá Mið- og Austur-Evrópu en mér skUst að nú séu þær flestar frá Bandaríkjunum. Hér er litið á þessar stelpur eins og gleðikonur, sérstaklega af eldri mönnum, og þeir halda að þeim leyfist aUt gagnvart þeim. Annars staðar í heiminum er hins vegar litið á þetta eins og hverja aðra listgrein og stelpurnar, sem koma hingað, eru með umboðsskrifstofur á bak við sig sem gera samninga fyrir þær. Það er alveg á hreinu að þær gera ekkert annað en að dansa. Það er bannað. Þegar þær hafa dansað, fara þær stundum inn á kaffistofu starfsfólks og bíða þar þangað til þær eiga að koma fram næst. Ef þær eiga ekki að koma aftur fram, þvo þær af sér málninguna, skipta um föt og fara. Þá líta þær bara út eins og við hinar." Gera þær aldrei neitt meira en að dansa? „Það hef ég aldrei séð. Jú, þær hlusta." Hvað áttu við? „Eftir að þær hafa dansað er algengt að menn vilji bjóða þeim kampavínsglas og setjast niður til að ræða við þær. Þá kemur nú best í ljós hvað þetta eru góðar manneskjur því þær hafa þol inmæði til að hlusta stundum í tvo til þrjá tíma. Það er mikið af einmana körlum sem sækja þessa staði. Þá vantar fyrst og fremst einhvern til að tala við. Eftir vinnu fara sumar stelpurnar út að skemmta sér en það er þá lika annars staðar. Þær skemmta sér ekki á vinnustaðnum. Hvað þær gera við tímann sinn utan vinnunar er þeirra mál, rétt eins og við hinar ráðum okkar frítíma."


Lélegt sjálfsmat íslenskra karlmanna 

Þú segir að menn bjóði stelpunum upp á kampavín. Þetta hlýtur að vera gríðarleg kampavinsdrykkja. „Nei, ekkert endilega. Á barnum er óáfengur drykkur sem lítur út eins og kampavín. Flestar stelpurnar drekka hann, karlinn fær kampavínið sitt hins vegar. Svo tala þeir og tala og þær hlusta og hlusta. Stundum reyna karlarnir að fá þær heim með sér og verða miður sín þegar það gengur ekki; fara jafnvel að bera sig upp við dyravörðinn.
Ég spurði þessa karla stundum hvers vegna þeir færu ekki bara niður í bæ og næðu sér í konu þar. Þá svöruðu þeir gjarnan: „Nei, ég er svo ljótur að það vill mig engin." Þess vegna reyna þeir að ná sér í konu sem þeir halda að þeir geti borgað fyrir. Það er alveg merkilegt hvað sjálfsmat íslenskra karlmanna er lélegt. Ég skil það ekki, vegna þess að íslenskir karlmenn eru mjög myndarlegir og maður hittir óvíða eins frábæra og klára menn. Það er svo miklu meira varið í þá heldur en til dæmis, Breta og Frakka." Þótt Hilde hafi keypt fyrirtæki og allt útlit sé fyrir að hún sé sest að á íslandi segir hún að það sé óvíst. „Það má alltaf selja fyrirtæki. Ég er nýbúin að taka meirapróf vegna þess að ég vil til dæmis geta átt möguleika á að fara með ferðamenn upp á hálendið. Svo hefur mig alltaf langað til að ferðast um Evrópu á „trailer". Ég hef hvergi skotið rótum og vil eiga möguleika á því að breyta til.


Óréttmætar aðdróttanir 

Það voru engar ýkjur hjá Hilde að þennan dag stoppaði síminn ekki. Fjölmiðlar vildu ræða við hana um Fáfni í Grindavík. „Þetta er alltaf svona ef mótorhjóla „eitthvað" er í fréttum. Ég veit ekki hvað þetta fólk vill mér. Kannski vill það bara blanda mér í málið til að sverta mig. Það er nokkuð viðvarandi kækur. Bara í síðustu viku birtist frétt um niðurstöðu i einhverju dómsmáli og með fréttinni var birt mynd af versluninni minni. Hún var málinu algerlega óviðkomandi. Ég keypti þetta fyrirtæki fyrir stuttu og er að reyna að byggja það upp. Búðin er opin frá tíu til sjö og síðan er ég hérna fram undir miðnætti til að gera allt sem ekki er hægt að gera á vinnutíma. Ég veit ekki hvort fólk heldur að það sé eitthvað öðruvísi að reka mína verslun en aðrar vegna þess að ég sel mótorhjól. En það er enginn sem gerir hlutina fyrir mig, ég verð að gera allt sjálf. Það er mikil barátta að reka fyrirtæki hér á islandi og ég má alls ekkert við svona aðdróttunum. Þær óréttmætar. Hvað Fáfni í Grindavík varðar, þá er mikil synd að manneskja sem nýtur velvildar Fáfnisklúbbsins skuli ekki virða reglur hans um algert bann á fíkniefnum. Annað veit ég ekki um málið, því ég er því ótengd. Það gleymist líka stund um að niðri í bæ er fullt af fólki sem er að selja börnum og unglingum fikniefni - og það án þess að eiga mótorhjól." Ertu að segja að mótorhjólaeigendur komi aldrei nálægt fikniefnum? „Auðvitað eru til menn sem neyta lyfja í okkar hópi en þeir eru líka til meðal bíleigenda og jafnvel þeirra sem hvorki eiga bíl né mótorhjól en meðal okkar er þetta lítill hópur, rétt eins og annars staðar. Flest okkar fá sitt kikk út úr adrenalíninu sem við fáum á hjólinu. Þetta er svo rosalega dýrt sport að við höfum ekki efni á lyfjum."

Stjórnmálamenn í Sniglunum eintóm sýndarmennska

En nú eru margir svokallaðir „betri borgarar", meðal annars stjórnmálamenn, sem eiga mótorhjól og eru meðlimir í Sniglunum. Hefur það ekki breytt viðhorfunum til ykkar? „Nei. Þeir eru í Sniglunum af tómri sýndarmennsku. Það hefur aldrei neinn séð þetta fólk á mótorhjóli nema þegar það hefur stillt sér upp fyrir ljósmyndara. Þeir er bara meðlimir í Sniglunum til að geta sagt frá því vegna þess að þeir halda að það sé smart en mæta aldrei neins staðar þar sem við komum saman, hvað þá að þeir láti sig hagsmunamál mótorhjólaeigenda varða, til dæmis tolla, skatta, tryggingar og öryggismál." 

Hilde verður tíðrætt um öryggismál, bæði hvað varðar hjólið, sem og fatnað þeirra sem aka um á mótorhjólum. Hún flytur inn fatnað sem hefur verið til athugunar hjá lögreglunni í Reykjavík vegna þess að hún vill samvinnu við lögregluna um öryggismál. En hefur hún sjálf einhvern tímann lent í slysi á mótorhjóli?

 „Já, ég hef einu sinni lent í slysi. Ég var að fara í ferðalag og kúplingsbarkinn hjá mér var bilaður. Það er mjög erfitt að fá varahluti hérna, tekur langan tíma, en ég mátti ekki vera að því að bíða eftir þvi. Ég fór því með hjólið á verkstæði og lét gera við kúplingsbarkann. En það var nú ekki betur gert við hann en svo að vírinn í honum slitnaði og þá er hvorki hægt að skipta um gír né stoppa. Hjólið þaut bara áfram og ég skall beint á bíl. Ég hnéskeljarbrotnaði og fékk ýmsa áverka. Ég fór í mál við verkstæðið sem setti vírinn í barkann og vann það. Ég er þó ekki enn búin að fá bæturnar sem mér voru dæmdar vegna þess að nú eru tryggingafélögin sem í hlut eiga að þrátta um það hver eigi að greiða bæturnar."  


Frábært fólk með þennan lífsstíl 

Hilde er félagi númer 648 í Sniglunum og þegar hún er spurð hvers konar fólk sé virkir meðlimir þar, segir hún: „Þetta er alls konar fólk: hjúkrunarfræðingar, lögfræðingar stúdentar, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er hópur sem stendur mjög vel saman og það er ofsalega gaman hjá okkur. Kannski ógnar það einhverjum. Við vorum með útihátíð fyrstu helgina i júlí og allar fréttir af okkur voru jákvæðar. Menn hringdu í útvarpið til að segja að við værum frábærir gestir og værum velkomin aftur. Fyrir hátíðina höfðum við staðið í stappi við lögregluna á staðnum sem vildi ekki fá okkur. Fólkið var hrætt við okkur áður en við komum. 

Um verslunarmannhelgina verðum við með okkar árlega mót undir Eyjafjöllum. Konan á bænum, sem við dveljum hjá, sagði: „Ó, eruð þið að koma aftur. Þá verður rigning." Það yoru einu vandræðin sem hún sá. í dag, laugardag, erum við með griUveislu hjá Fáfni í Grindavík. Þangað eru allir velkomnir, eins og alls staðar þar sem við erum. Ég hvet fólk til að koma og kynnast okkur. Við höfum ekkert að fela og erum ekki að uppfylla neina ímynd. Við erum bara frábært fólk með þennan lífsstíl." 


DV 17 júlí 1999


29.6.99

Heldur hver með sinni tegund


Vélhjólafjélag gamlingja hélt sýningu á gömlum mótorfákum sl. sunnudag við Árbæjarsafn og núverandi leiðtogi, Dagrún Jónsdóttir, segir hér frá ýmsu um sögu mótorhjólsins á Íslandi, félagið og tilgang þess.


„Þetta er félag þeirra sem hafa áhuga á að gera upp gömul mótorhjól og aka um á þeim, stofnað 1993 og hefur verið mismunandi líflegt eftir árum. Félagar núna eru 33 talsins og þeir eiga samtals um 100 hjól. Stjórnarfarið er einræði en einræðisherrann getur síðan valið sér handbendi. Inntökuskilyrði í félagið eru ströng og dæmi eru um að menn séu reknir og síðan jafnvel teknir inn aftur er þeir hafa gert iðrun og yfirbót. Þar sem við Gamlingjar teljum okkur einstakt fólk viljum við halda félagi okkar hreinu af öllum óþjóðalýð. Nýir félagar skulu vera komnir til vits eða ára og hafa ódrepandi áhuga á gömlum mótorhjólum," segir Dagrún sposk á svip.
   Í ár verður aðalfundurinn að Stokkalæk í Rangárvallasýslu 23.-24. júlí en í í fyrra var hann haldinn á Akureyri og þá hjóluðu margir héðan að sunnan. „Við förum hægt yfir á þessum gömlu hjólum en við förum samt og höldum hópinn," segir Dagrún. Einkunnarorð Vélhjólafjelags gamlingja eru. „Gamlinginn skoðar steininn," og vísa til þess að fólk á gömlum hjólum fer hægt yfir og skoðar því umhverfið betur en aðrir sem geysast um á nýrri tækjum.

Harleyinn knúði vatnsdælu 

Fyrsta hjólið kom til landsins 1905 en elsta hjólið sem Dagrún veit um að enn er við lýði er frá 1918. Hún segir fleiri hjól hafa verið flutt til landsins á fyrstu áratugum aldarinnar en bíla. „Á Ísafirði voru til dæmis 24 hjól en bara 8 bílar á vissu tímabili."
   Sjálf á Dagrún elsta Harley Davidson hjólið sem vitað er um. Það er árgerð „31. En litlu munaði að því yrði tortímt. „Einn félaginn fann það uppi í sveit þar sem það var notað til að knýja vatnsdælu. Búið að saga sundur grindina og átti að fara að smíða fjórhjól úr því. Það er búið að taka mörg ár að safna í það varahlutum en nú er það alveg að komast á götuna."
   Dagrún segir ákveðinn ríg í klúbbnum um bestu tegundirnar. „Auðvitað heldur hver með sinni tegund til að hafa dálítið fjör í þessu. Ég hef alltaf verið á Harley og er búin að gera upp þrjú hjól af þeirri tegund. Hef alltaf talið hann langbestan og bresk hjól ómöguleg en í vetur seldi ég einn Harleyinn og fékk Triumph upp í og nú reikna félagar mínir með að ekki sé aftur snúið." Og Dagrún sýnir Triumphinn, sem er með hliðarvagni og hinn glæsilegasti ásýndum. En hvernig gengur að fá varahluti í þessi gömlu hjól?
     „Það gengur furðu vel. Mjög margt áhugafólk selur varahluti og eins eru verslanir með þá víða um heim. Til eru sérstök fyrirtæki sem framleiða varahluti í eldri hjól þótt verksmiðjurnar sjálfar séu hættar því." Til að komast í hóp gamlingja þurfa hjól að hafa náð 20 ára aldri og þá geta eigendur fengið afslátt á tryggingum hjá Tryggingamiðstöðinni séu þeir í Vélhjólafjelagi gamlingja. Og innan félagsins er bæði samkeppni og samstaða. Dagrún lýsir því: „Oft gildir lögmálið fyrstur kemur fyrstur fær og því passa menn að segja engum frá gömlum hjólum fyrr en þeir hafa sjálfir skoðað þau, en finni einhver „slátur" af sömu sort og einhver úr hópnum er að gera upp þá er það látið fara til hans svo hann geti búið til eitt úr tveimur." 
  Ekki er Dagrún ánægð með mætingu sinna manna á sýninguna. "Þeir fá orð í eyra á aðalfundinum - ef þeir verða þá ekki bara reknir!"
GUN
Dagur 29.6.1999

28.6.99

Hef átt 100 mótorhjól á tuttugu árum

Hilmar Lúthersson, mótorhjólakappi á sjötugsaldri: 

Það eru hjólin sem eru gamlingjarnir, ekki félagsmennirnir, það er algengur misskilningur. Til að  komast inn í félagið verða menn annað hvort að vera komnir til vits og ára eða eiga gamalt mótorhjól," segir Dagrún Jónsdóttir, leiðtogi Vélhjólafélags gamlingja. 
Vélhjólafélag gamlingja var stofnað fyrir sex árum. Meðlimir eru 33. Félagsmenn sýndu í gær mörg hjóla sinna á Árbæjarsafni. Aðspurð um hjólaeign sína segir Dagrún: „Ég á eitt hjól hér á sýningunni sem er frá 1946. Auk þessa á ég Harley Davidson mótorhjól heima sem er frá árinu 1931. Það er hjól sem ekki er hægt að meta til fjár. Harleyinn er dýrgripur."
   Hilmar Lúthersson, sem kominn er á sjötugsaldurinn, er einn  félagsmanna Vélhjólafélags gamlingja. Hann á nokkur hjól og voru tvö af hans hjólum til sýnis í Árbæjarsafninu. „Ég hef átt um 100 hjól síðustu 20 ár. Þá er ég ekki að ýkja mikið. Ég átti mótorhjól þegar ég var ungur en svo kom góð pása meðan ég var í fjölskyldustússi. Ég byrjaði aftur í þessum bransa fyrir um tuttugu árum. Þetta er frábær skemmtun. Félagsskapurinn er góður og þetta er skemmtilegt áhugamál," segir Hilmar Lúthersson
- EIS 
 28.06.1999 
DV