21.10.99

Með tengdapabba á mótorhjóli

Þeir hafa sama tónlistarsmekk og eiga sömu áhugamál. Og eiga saman mótorhjól, Gunnar og Gestur Einar hjóla á Kawasaki


„Aldur er afstæður í mótorhjólamenningu og það er enginn of gamall til þess að eignast hjól," segir Gunnar Sverrisson, Ijósmyndari Fróða á Akureyri. Nú í sumar lét hann gamlan draum rætast og
keypti sér mótorhjól, en það gerði hann í félagi við tengdaföður sinn, Gest Einar Jónasson, útvarpsmann á Akureyri. Gamall draumur Gests var einnig að eignast hjól. „Alla stráka dreymir um að eignast mótorhjól, mig dreymdi um skellinöðru þegar ég var strákur en hætti síðan við að kaupa hana þegar ég mátti. En draumurinn bjó alltaf í brjóstinu," segir Gestur.

Skemmtilegt hippamórorhjól


Um tuttugu ár skilja þá Gunnar og Gest að í aldri. Gunnar er tæplega þrítugur og Gestur verður fimmtugur að ári. „Við erum góðir vinir. Við höfum sama tónlistarsmekkinn og þar er ég að tala um
lög eins og ég spila gjarnan í þættinum Með grátt í vöngum og eigum einnig sameiginleg áhugamál, eins og mótorhjól," segir Gestur. Þeir félagar fóru á liðnu vori saman í mótorhjólapróf hjá Kristni Erni Jónssyni, ökukennara á Akureyri, sem er æskuvinur Gests, og segir Gestur að á námskeiðinu hafi hann ekki einasta lært á mótorhjól, heldur hafi hann einnig lært umferðarreglurnar uppá nýtt. Og sé fyrir vikið líklega betri bílstjóri en hann var.
Mótorhjólið sem þeir Gunnar og Gestur keyptu sér er af gerðinni Kawasaki 454 og er með 450 rúmsentimetra mótor. „Þetta er skemmtilegt hippamórtorhjól, með háu stýri og maður situr beinn
í baki á því. Þetta finnast mér miklu skemmtilegri hjól en keppnishjólin, sem maður situr boginn á og er alltaf að reyna að þenja sem hraðast. Þetta er hæfilega kraftmikið hjól, en hver veit nema að við fáum okkur seinna Harley Davidsson," segir Gunnar.

Frelsið er í núinu


„Mér finnst afar gaman að fara út að hjóla," bætir Gunnar við, „enda eru aðstæður til þess góðar hér fyrir norðan. Skemmtilegast þótti mér hinsvegar að hjóla þegar ég var með unnustu minni, Höllu Báru, í Tosca-héruðum ítalíu nú í sumar. Þar leigðum við okkur hjól og fórum víða um, á  stuttbuxunum í þrjátíu stiga hita. Við þessar aðstæður skilur maður svo vel hvað þetta er stórkostlegur ferðamáti og frelsið mikið." Gestur tekur undir orð Gunnars um frelsið. „Ég er sjálfur einkaflugmaður og mér finnst þetta að sumu leyti ekki ósvipað. Á mótorhjólinu getur maður farið út fyrir alfaraleiðir og eins á flugvélinni. Maður hjólar eða flýgur þangað sem maður ætlar sér."

Kærkominn sumarauki


Blíðviðri hefur verið ríkjandi á Norðurlandi að undanförnu og það er mótorhjólamönnum sem og öðrum afar kærkomið. Gunnar og Gestur hafa notað þetta tækifæri og hafa víða hjólað, meðal annars um götur Akureyrarbæjar og suður um Eyjafjarðarsveit. „Það er Ijúft að geta leikið sér á mótorhjólinu nú seinnipartinn í október. En síðan kemur vetur, hjólið fer inn í skúr og verður ekki tekið út aftur fyrr en í maí næsta vor. Eg er strax farinn að hlakka til þess," segir Gunnar Sverrisson.
-SBS.
Dagur 21.10.1999

16.10.99

Endurfæddir mótorhjólamenn

 Hvað er nú það? Er það einhver sértrúarflokkur? Nei, ekki er það nú alveg.
 Endurfæddir mótorhjólamenn eru þeir sem áttu hjól fyrir mörgum árum, eignuðust síðan börn og buru og úti var ævintýri - alveg þangað til fuglarnir voru flognir úr hreiðrinu. Núna eiga þeir allt i einu pening og tíma til að leika sér með. Þá er hægt að láta drauminn rætast sem blundað hafði í þeim allan tímann - að fá sér mótorhjól og byrja að purra aftur. Með fjölgun þessa hóps innan mótorhjólafjölskyldunnar hafa umræður kviknað um hvort hann sé valdur að fleiri slysum en aðrir. Samkæmt nýjustu tölum frá Bretlandi er svo ekki. Það eru 35% minni líkur, miðað við ekna kílómetra, að þú lendir í slysi ef þú ert endurfæddur mótorhjólamaður og 25% minni líkur miðað við árið í heild. Þeir eru líka í minni hættu á að missa hjólin sín á hliðina eða slasa sig og gera síður kröfu á tryggingafélagið. Samkvæmt bresku könnuninni er endurfæddur mótorhjólamaður um 38 ára gamall, styttra en 12 mánuðir eru síðan hann byrjaði aftur að hjóla og minni hætta er á að þeir verði stoppaðir af lögreglunni.

Prófið hvorki fugl né fiskur áður fyrr

Skyldi það sama nú eiga við hér á íslandi? Fyrr í sumar var það í umræðunni að þessi hópur væri nokkuð tjónfrekur og Bifhjólasamtök lýðveldisins bentu á það. í Bretlandi eru þeir endurfæddu  duglegir við að taka framhaldsnámskeið og hafa um það bil 20% þeirra farið í gegnum slíkt. Fyrir það fá þeir lika lækkun á sínum iðgjöldum enda hafa kannanir sýnt að þeir sem fara á þessi námskeið séu í mun minni hættu að lenda i slysum en aðrir. Margir fengu í raun enga kennslu og fengu mótorhjólaprófið gefins með bílprófinu á meðan réttindalöggjöfm var þannig. Þangað til fyrir nokkrum árum var mótorhjólaprófið þannig að viðkomandi tók 1-2 tíma hjá ökukennara og fór svo í
próf sem hvorki var fugl né fiskur. Reyndar hefur mikil breyting orðið á síðustu árum og prófin orðið mun erfiðari og krefjandi. Við fengum nokkra endurfædda mótorhjólamenn í viðtal og spurðum þá  um þeirra reynslu af sportinu og hvað hafi orðið þess valdandi að þeir komu að því aftur.

Tók sér frí í aldarfjórðung 

Óðinn Gunnarsson járnsmiður: „Ég tók prófið 1972 en hafði þá verið á skellinöðrum síðan 1961. Fyrsta stóra hjólið var gamalt BSA en fyrsta alvöruhjólið var Triumph 500 Daytona sem ég notaði mikið. Ég þvældist um allt á þessu bjóli, fór Vestfirði og þá yfir Steingrimsfjarðarheiði sem þá var bara varðaður vegarslóði. Við fórum mikið saman, ég og Gústi (Ágúst Hálfdánarson í Glertækni). Eitt sinn ætluðum við í ævintýraferð upp á hálendi og lögðum af stað á mánudegi. Við fórum upp að
Illakamb og höfðum hugsað okkur að gista í gamalli rútu þar, sem notuð var sem gangnakofi. Um nóttina gerði svo ausandi rigningu þannig að allar ár fylltust og við vorum veðurtepptir fram á laugardag, þegar við náðum að komast yfir Skyndidalsá. Ég hætti svo að hjóla um það leyti sem fyrsti strákurinn fæddist 1976. Hann tók nú upp á því að kaupa sér mótorhjól í fyrravor og ég fór að stelast út á því. Svo vissi ég ekki fyrr en konan mín, Auður Hallgrímsdóttir, keypti handa mér hjól í 50 ára afmælisgjöf. í sumar fór ég í styttri ferðalög með börnin en ég nota hvert tækifæri til að skreppa á hjólinu og fer oft á því í vinnuna. Draumurinn er að fara á næsta ári í langa reisu með konuna en hún er að hugsa um að taka próf líka."

Lærði hjá Sigga Palestínu


Þorsteinn Hjaltason Bljáfjallastjóri: „Ég lærði að hjóla hjá Sigga Palestínu en þurfti aldrei að taka próf. í þá daga fékk maður mótorhjólaprófið með bílprófinu. Ég tók öll þau próf sem hægt var að taka og meðal annars ökukennarapróf. Ég kenndi þá líka á mótorhjól og notaði við það Dodge Vipon með hátalarakerfi til að segja þeim fyrir. Ég vann lika á verkstæði lögreglunnar í Reykjavík frá 1957-68 og stalst oft til að prufukeyra hjólin meir en ég þurfti. Draumurinn um að kaupa hjól blundaði alltaf í mér og um haustið 1997 spurði Jón Hjartarson í Húsgagnahöllinni mig hvort ég kæmi með honum hringinn ef hann keypti sér hjól. Ég játaði því og hann keypti hjólið en ég hafði hugsað mér að fá gamalt Harley Davidson lögregluhjól hjá vini mínum. Þegar ég fór að hugsa málið var eiginlegra sniðugra að kaupa það en hann vildi ekki selja þannig að ég keypti mér þetta Suzukihjól. Svona til að rifja upp kunnáttuna fórum við Jón með keilur á planið hjá honum og æfðum okkur. Við konan fórum meðal annars hringinn á því í sumar og maður hefur svo sem skroppið á því öðru hvoru. Einu sinni þurfti ég að bregða mér búðarferð til Akureyrar svo að ég fór á hjólinu. Hluti af sportinu er líka að hugsa um hjólið og þrífa það en til þess að geta það þarf líka að keyra það og skíta það út.
Draumurinn er svo að fara erlendis á því ef að konan kemur með."
-NG 
DV
16.10.1999

28.9.99

Erfið lokakeppni

 Íslandsmótinu í enduró lauk um helgina:

Erfið lokakeppni

Síðasta umferðin í íslandsmeistaramótinu í enduro fór fram á laugardaginn. Keppnin var haldin á nýju svæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins við Lyklafell sem klúbburinn fékk úthlutað fyrir skömmu frá Kópavogi og Seltjarnarnesbæ. 
   Svæðið allt er mjög skemmtilegt og býður upp á marga möguleika í keppni sem þessari en eini mínusinn við það er vegarslóðinn upp að því sem laga þyrfti hið fyrsta. Bryddað var upp á þeirri nýbreytni að hafa sérstaka áhorfendaleið eða „special test" í miðri  keppninni.
   7 hringir voru fyrst eknir á undan áhorfendaleiðinni og aftur 7 á eftir í öfuga átt. í  brautinni voru svo ýmsar þrautir sem reyndu mjög á keppendur, eins og þungur sandur, grjót og urð, moldarskorningar og djúpir forarpyttir. Var það samhljóma álit keppenda að keppnin hefði verið sú skemmtilegasta en jafnframt sú erfiðasta á árinu. 39 keppendur hófu leikinn og er það metþátttaka í akstursíþróttakeppni í sumar en aðeins 19 tókst að ljúka keppninni og var það hreinlega vegna þreytu frekar en bilana. Svæðið við Lyklafell er gamalt æfingasvæði hersins úr siðari heimsstyrjöldinni enda var keyrt í gömlum sprengigígum á hluta leiðarinnar.
  Í fyrri hringjunum 7 fóru margir geyst af stað sem varð til þess að menn sprungu á limminu og voru það helst þeir sem sýndu jafna keyrslu sem tókst að klára þann hluta. Þegar líða tók á fyrri hlutann fóru moldarskomingarnir að verða nokkuð grafnir eftir spólið í hjólunum þannig að eina leiðin upp úr þeim var oft að gefa í og sleppa hjólinu í þeirri von að það kæmist upp úr og klifra síðan upp á bakkann. Mynduðust biðraðir í skorningunum af þessum sökum þar sem mönnum gekk misvel að komast upp úr. Áhorfendaleiðin svokallaða var ekkert voðalega áhorfendavæn enda að mestu leyti hraðakstur á grænni torfu og söfnuðust áhorfendur frekar á þá staði þar sem keppendum gekk illa eins og í seinni hluta keppninnar þegar stóri forarpytturinn fór að verða erfiður. Þegar hátt í 40 hjól eru búin að aka yfir hann 7 sinnum hvert var hann orðinn mikið skorinn og leðjan oröin mjóg þykk þannig að eina leiðin yfir hann var með happa-glappa-aðferðinni. 

Stundum sátu 3-4 hjól föst í eðjunni

Stundum var það líka svo að 3-4 hjól sátu fóst i eðjunni og ökumenn þeirra óðu drulluna upp að mitti til að reyna að losa þau, stundum með dyggri hjálp áhorfenda. Reyndist það mörgum hreinlega ofraun að reyna að losa hjólin enda menn orðnir mjög þreyttir og átakið hreinlega of mikið að reyna að losa hjólin, oft stóð heldur varla meira en stýrið upp úr súpunni. Var það helst að þeir slyppu yfir sem
þorðu að vera á stóru gjöfinni en það var samt ekki einleikið því engin leið var að sjá hvar var grunnt og hvar ekki. Fóru því leikar svo að aðeins 19 tókst að klára þessu erfiðu keppni og sumir þeirra ekki einu sinn alla hringina en ekið var í þremur stærðarflokkum og einum flokki eldri ökumanna. Þeir sem gátu lokið allri keppninni voru: Einar Sigurðsson, Viggó Viggóson, Guðmundur Sigurðsson
og  Sölvi Árnason.

Einar Sigurðsson vann því allar endurokeppnir sumarsins og er það vel að verki staðið í jafnerfiðri íþróttagrein og hún er.   Fast á hæla hans sóttu þó oft menn eins og Viggó, Reynir og Guðmundur, auk annarra, en lokastaðan i íslandsmeistaramótinu varð þessi:
 Einar Sigurðsson, 60 stig,
 Viggó Viggósson, 40 stig,
 Guðmundur Sigurðsson, 45 stig.

 Flokkur 1, tvígengishjól með stærri en 220 rúmsentímetra vél: Þar vann Einar allar keppnirnar og náði því fullu húsi, eða 60 stigum.
Flokkur 2, tvígengishjól með minni en 220 rúmsentímetra vél og fjórgengishjól með vél undir 440 rúmsentiimetrum: Jón B. Bjarnason vann lokakeppnina en í þriðja sæti varð Sölvi Árnason og vann hann með 44 stig.
Flokkur 3, fjórgengishjól með vél yfir 440 rúmsentimetrum: Þar vann Þór Þorsteinsson síðustu keppnina en Helgi Valur hafði unnið þá fyrstu og varð því íslandsmeistari með 20 stig
 Flokkur 4, 40 ára og eldri. Steini Tótu vann lokakeppnina í þeim flokki en Islandsmeistari varð Jón H. Magnússon með 50 stig.
-NG 
DV
 28.9.1999 

18.8.99

Aftur til Dubai




   Maður er nefndur Karl Gunnlaugsson sem gert hefur garðinn frægan sem mótorhjólaökumaður og meðal annars unnið titilinn akstursíþróttamaður ársins sem slíkur.

Hann ætlar nú að keppa í Eyðimerkurrallinu í Dubai í annað sinn en hann fór einmitt þangað í fyrra. Þá lenti hann í 29. sæti af um 100 keppendum og það þrátt fyrir matareitrun á öðrum degi keppninnar sem var svo heiftarleg að hann þurfti að fá næringu í æð um kvöldið.

Erfið en skemmtileg keppni

   Þessi keppni þykir ein best skipulagða mótorsportkeppni sem haldin er á ári hverju og var valin sem slík í fyrra af Alþjóðaakstursíþróttasambandinu. Hún þykir einnig vera erfið og er það aðeins París-Dakar sem ertalin erfiðari í þessari tegund eyðimerkurralls. Keppt er í miklum hita, allt að 45 gráðum, og þurfa keppendur því að svolgra ósköpin öll af vatni á meðan keppnin stendur. Mótorhjólakeppendurnir eru til dæmis látnir bera 2 lítra vatnskút á bakinu sem þeir geta drukkið úr á ferð til að koma í veg fyrir ofþornun.

   Mótorhjól komu fyrst til sögunnar í eyðimerkurrallinu árið 1995. Áætlað var að 15 hjól tækju þátt í því en raunin varð sú að þau urðu meira en helmingi fleiri. í fyrstu keppninni voru það Heinz Kinigadner frá Austurríki og Thierry Magnaldi frá Frakklandi sem slógSvona eru aðstæðurnar mestan hluta leiðarinnar: sól, hiti, sandur og svo meiri sandur. I bensínáfyllingu í einu stoppinu. Með Kalla á myndinni er Kjarri, eigandi Gullsólar. ust um efsta sætið en þeir voru báðir á KTM-hjólum eins og Kalli verður á í keppninni. í fyrra voru hjólin eins og áður sagði 100 talsins og útlit er fyrir jafnvel fleiri hjól í ár. Einnig er þar stór floti bíla af öllum tegundum og gerðum og voru þeir um 50 í keppninni í fyrra.


Allt skipulag unnið af hernum 

   Það er krónprins furstadæmanna sem er aðalhvatamaðurinn að þessari keppni og er hann mikill áhugamaður um akstursíþróttir. Skipulagning keppninnar er að mestu leyti unnin af hernum og þá ekki nema von að skipulagið sé gott. Herinn sér um að slá upp veglegum tjaldbúðum fyrir keppendur og aðstoðarlið þeirra svo að þær verða eins og borg í auðninni með flestum hugsanlegum þægindum, eins og sundlaug og veitingastað.

  DV ætlar að fylgjast vel með gengi Karls í keppninni í haust. Hún fer fram dagana 2.-5. nóvember og verður hægt að fylgjast með gengi hans og annarra á Visir.is. í Sameinuðu furstadæmunum er eitthvert besta GSM-samband í heiminum og eru möstrin þar svo þétt saman að nánast má sjá eitt slikt hvar sem maður er staddur í eyðimörkinni og verða þvl hæg heimatökin með fréttaflutning þaðan. Keppninni fylgja svo átta þyrlur fyrir sjónvarpstökulið, keppnisstjórn og sjúkralið þannig að vel er séð fyrir öryggi keppenda. Það er heldur ekki gott að þurfa að bíða lengi eftir hjálp í eyðimerkurhitanum ef eitthvað kemur upp á. 


Leiðarlýsingin er í stuttu máli eins og hér segir: 

Dagur 1 - 296 km

Fyrsta leiðin er ætluð sem eins konar upphitun fyrir keppendurna og er í suður frá Al Dahfrah-flugvellinum að landamærum Oman og aftur til baka. Þessi leið skiptist í sléttur, malarvegi og lágar sandöldur og er að mestu leyti ný frá keppninni í fyrra.

Dagur 2 - 425 km

Aðallega sand- og malarvegir sem keyrðir eru frekar hratt. Þar skiptir máli að vera með leiðina á hreinu til að villast ekki því að þessir vegir eru hver öðrum líkir.

Dagur 3 - 350 km

Fyrstu 100 kílómetrarnir eru á sandi og krefjast góðrar aksturshæfni. Eftir þjónustustopp í Tharwaniyah liggur leiðin um stóru sandöldurnar í Liwa sem geta orðið allt að 150 metra háar. Dagurinn endar svo á 107 kílómetra malbikskafla.

Dagur 4 - 300 km

Þessi síðasti dagur er blanda af erfiðum og hröðum leiðum og fylgir meðal annars leiðinni að stíflunni við Shuwayb og endar svo 75 kílómetra frá Dubai. Þar lýkur keppninni á hópakstri keppenda gegnum Dubai sem endar svo á móttöku við Hyart Regency-hótelið sem er eitt glæsilegasta hótelið í þessum heimshluta og þótt víðar væri leitað.
Eins og sjá má á þessari stuttu umfjöllun er þessi keppni mikið ævintýri og kannski ekki furða þótt Kalli sé að fara þangað í annað sinn. Mikill iburður er líka í kringum keppnina og svo mikið er víst að hún verður mikiö sjónarspil sem gaman verður að fylgjast með.      -NG 


 DV18.8.1999



7.8.99

Tvær nýjar kennslubækur um akstur og umferð:

Handa þeim sem læra á bíl og/eða mótorhjól
- og ekki síður fyrir foreldra nemendanna 

 Daginn eftir vel lukkaða umferðarhelgi kennda við frídag verslunarmanna komu tvær nýjar kennslubækur út hjá Ökukennarafélagi íslands. Þetta eru tvær fyrstu bækurnar í bókaflokknum Akstur og umferð og heitir önnur Almennt ökuknám en hin Bifhjól.
Almennt ökunám er eftir Arnald Árnason og er í raun endurskoðuð, umskrifuð og stytt útgáfa á eldri bók sama höfundar, Umferðin og ég. Almennt ökunám er sniðið við nýja tíma og ný viðhorf, meðal annars með auknu og bættu myndefni til frekari glöggvunar.
Bókin er 209 blaðsíður og kostar 2.900 krónur.


Bifhjól er ný kennslubók um akstur og meðferð mótorhjóla. Höfundur hennar er Njáll Gunnlaugsson ökukennari sem undanfarið hefur skrifað um mótorhjól og fleira í DV-bíla. Við spurðum Njál hvort þessi bók væri ekki í raun fyrsta íslenska kennslubókin í mótorhjólaakstri.
„Það má segja það," sagði Njáll. „Undanfarin 15-20 ár hefur verið stuðst við hefti sem Guðbrandur Bogason, núverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, tók saman nánast á eldhúsborðinu hjá sér til að bæta úr sárri þörf. Ég fann fljótt til þess að tími var kominn til úrbóta á þessu sviði svo ég sneri mér til Umferðarráðs og bað um styrk til að skrifa þessa bók. Því var í sjálfu sér vel tekið en fyrir 3-4 árum hafði verið samþykkt að veita Ökukennarafélagi Islands styrk í þessu skyni og nú var mér  svarað á þá leið að ef félagið samþykkti það fengi þessi styrkur að renna til mín. Og það varð úr.
Ég skrifaði þessa bók síðastliðinn vetur og vann hana frá grunni, þar með talið myndirnar, en töflur og þess háttar eru einkum fengnar frá finnskum starfsbræðrum. Það er fyllilega tímabært núna að þessi bók komi út því þeim fjölgar nú ört sem vilja afla sér réttinda til að aka mótorhjóli."
Er langt síðan þú varðst ökukennari? „Nei, það er nú ekki nema um ár síðan en mótorhjólin hafa fylgt mér miklu lengur. Við getum sagt að ég hafi 16-17 ára reynslu í akstri og meðferð mótorhjóla af flestum  stærðum og gerðum og hafa því af ýmsu að miðla til þeirra sem vilja læra að nota þessi skemmtilegu tæki og njóta þeirra."
 Bókin Bifhjól er 91 blaðsíða að stærð og kostar 2400 krónur. Báðar þessar bækur verða að sjálfsögðu skyldulesning þeirra sem læra á bíl og/eða mótorhjól en á það var bent við formlega útkomu bókanna að þær væru i rauninni jafnsjálfsögð lesning fyrir pabba og mömmu eins
og nemana sjálfa - og í rauninni hafa allir gott af að glugga í þessi fræði, jafnvel þeir sem telja sig bera af öðrum ökumönnum!
DV
7.8.1999
-SHH
 

1.8.99

Þetta er mitt (1999)

Honda C77 sem Sigga gerði upp
 ásamt eiginmanni sínum

Sigríður Benediktsdóttir á Akureyri nýtur þess að þeysast um á mótorhjóli.


Sigríður á Hondu C77 árgerð 1967 sem hún og maðurinn hennar, Stefán Finnbogason, gerðu upp í
sameiningu. Þótt það hjól sé eingöngu fyrir Sigríði þá eiga þau hjónin fleiri mótorhjól, tíu eða
ellefu í allt, og hjálpar Sigríður stundum manni sínum úti í bílskúr

26.7.99

Æðisgengin barátta

 Ragnar Ingi Stefánsson íslandsmeistari í motokrossi: 

Síðasta keppnin í Bílanaust-motokrossi fór fram um helgina og var bæði hörð og spennandi. Greinilegt var að allt skyldi leggja í sölurnar til að vinna Ragga sem hafði unnið öll moto í keppnum til þessa. Þeir sem veittu honum einna harðasta keppni voru þeir Reynir Jónsson, Viggó Viggóson, Þorvarður og Helgi Valur en allt kom fyrir ekki. Ragnar Ingi Stefánsson vann íslandsmeistaramótið með þvi að vinna öil moto nema eitt. í fyrsta moto var það Þorvarður sem var fyrstur eftir startiö en hann missti fljótt forystuna til Reynis sem hélt henni allt þar til tveir hringir voru eftir þegar Raggi náði honum. Voru þeir nánast samsíða allt í endamark og munaði ekki nema rúmri sekúndu á þeim. í
örðu motoi var það Helgi Valur sem var fyrstur í byrjun en svo snerist dæmið við og var þá Viggó

allt í einu fyrstur og svo Þorvarður, Reynir og loks Raggi. Hann náði reyndar að vinna sig upp í þriðja sæti en þetta moto var það eina á árinu þar sem hann varð ekki í fyrsta sæti. Viggó vann annað moto en Reynir varð í öðru sæti. 

Slasaðist lítillega í keppni

 Í öðru motoi varð Karl Lillendahl fyrir því óláni að detta í síðasta hring og verða undir næsta keppanda sem ók yfir hann. Karl slasaðist litið en um tíma leist mönnum ekki á blikuna og kom sér vel að sjúkralið skyldi vera statt á keppninni eins og alltaf.  Atvikið náðist á filmu hjá kvikmyndamanni Mótoriss og geta áhorfendur Stöðvar 2 virt það fyrir sér í þættinum Mótorsport annað kvöld.
 Í síðasta motoi var svo Ragnar fyrstur mest allan timann en á lokasprettinum upphófst  æðisgengin  barátta um fyrsta sætið milli hans, Viggós og Reynis sem voru aðeins 1-2 sekúndum á eftir honum. Náði Viggó fyrsta sætinu sem hefði getað skilað honum öðru sætinu í  íslandsmeistaramótinu hefði hann haldið þvi. Hann féll þó við í siðasta hring og datt um stund niður í þriðja sæti en náði svo öðru sæti eftir að Reynir datt í síðustu beygjunni, eitthvað sem hann fer að verða bráðum þekktur fyrir. Fóru leikar því í íslandsmeistaramótinu svo:
Ragnar Ingi Stefánsson 175 stig 
Reynir Jónsson 149 stig 
Viggó Viggósson 144 stig  

Dagblaðið 26.7.1999