17.7.99

Valkyrja Sniglanna





Hilde í Gullsporti:

- bifhjólavirkjun, dyravarsla í Þórskaffi, fyrirtækisrekstur í moldroki fjölmiðla og fordómar


Alltaf þegar eitthvað neikvætt kemur um mótorhjól í fréttum er dagurinn ónýtur hjá mér," segir Hilde þegar hún sest niður eftir erilsaman dag í verslun sinni, Gullsporti. Erill dagsins hefur þó að mestu snúist um að koma blaðamönnum í skilning um að uppákoman hjá bifhjólaklúbbnum Fáfni í Grindavík á dögunum hafi ekkert með hana eða verslun hennar að gera. „Maður getur ekki að því gert að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef Fáfnisheimilið tilheyrði jeppaeigendum. Getur verið að þá hefðu allir jeppaeigendur verið stimplaðir sem eiturlyfjadílerar og glæpamenn og þeir sem selja jeppa hefðu þurft að eyða deginum í að verja sig?" Hilde Hundesten er 26 ára og varð þann 6. janúar eigandi að versluninni Gullsporti i Brautarholti. Hún kom hingað frá Noregi árið 1991, þá sem au pair, fór aftur til Noregs ári seinna en sneri fljótlega aftur til íslands.   

Viðskiptavinir okkar vilja ekki stelpur 

„Mér leiddist úti í Noregi," segir Hilde. „Ég átti enga möguleika á að fá vinnu í mínu fagi. Til að geta lokið námi og fengið prófskírteini vann ég fyrir mér ýmist á hamborgarastað, í sundlaug, hjá borginni og hjá fyrirtæki sem sá um bensínvélar. Ég hafði lokið bóklegu námi í bifhjólavirkun en það vildi enginn ráða stelpu á bifhjólaverkstæði. Ég sótti um á átján stöðum og fékk svar frá öllum. Mér var kurteislega þakkað fyrir að leggja inn umsókn, menn sögðust stoltir yfir því að ég skyldi sækja um og allt það - en „viðskiptavinir okkar vilja ekki hafa stelpur". Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Það hafði enginn sem ég þekkti farið til Íslands svo ég ákvað að koma hingað í allt." Hvaða allt ? „Allt sem síðan hefur á daga mína drifið. Fyrst var ég au pair. Svo fékk ég vinnu í Kjötmarkaðnum í Kópavogi. síðan hjá Matvörum ehf, þar sem ég fékk ekki borgað, svo ég fór að vinna í átaksverkefni hjá borginni. Ég vann líka auðvitað í Granda, eins og aðrir útlendingar, vann í loðnu - og geri það aldrei aftur! Ég eyddi öllum mínum frítíma í Hjólheimum mótorhjólaverslun i Kópavogi og fór síðan að vinna í afleysingum þar. Í byrjun febrúar '98 fór ég síðan að vinna hér í Gullsporti sem ég keypti 6. janúar síðastliðinn þegar Ólafur Már ákvað að selja verslunina." Var það ekkert erfitt? „Það var ekkert erfitt að kaupa verslunina vegna þess að það er nóg af peningum í bönkunum. Hins vegar var erfitt að taka ákvörðun um að kaupa. Ég vildi vera viss um að ég réði við þetta. Ég hafði samband við foreldra mína og fékk að vita að ég fengi fyrirframgreiddan arf ef ég þyrfti á því að halda. Þau voru að bregða búi og bróðir minn keypti búgarðinn þeirra og þurfti að borga mig út. Þar með hafði ég örugga peninga ef illa færi. Ég þoli ekki að skulda. Og nú er ég að gera nákvæmlega það sem mig langar til að gera.


Að leggiast á gólfið í drullugailanum sínum

 Hvers vegna fórstu í bifhjólavirkjun? „Þegar ég var að alast upp voru bróðir minn og frændi alltaf að gera við bila og mótorhjól og ég hékk auðvitað yfir þeim. Mig blóðlangaði að læra þetta og lét síðan verða af því. Námið er þannig uppbyggt að maður er í eitt ár í skóla, í öUu þessu bóklega, og síðan tvö ár á nemasamningi. En þau tvö ár fékk ég aldrei að vinna. Hins vegar hef ég aflað þeirrar reynslu mjög ríflega hér og get því núna farið tU Noregs og fengið skírteinið mitt. Það er ekki nóg með að við stelpurnar þurfum þola fordóma heldur þurfum við að vinna helmingi meira og hehningi betur en strákarnir tU að fá viðurkenningu. Þeir þurfa bara að vinna. Við verðum að sanna okkur." Er þetta ekki sóðalegt starf? „ Jú, en það er lika skemmtUegt. Það er aUt önnur tUfinning að leggjast á gólfið í druUugaUanum sínum en að sitja á bak við skrifborð." Verðurðu ekki fyrir fordómum hér á íslandi? „Jú. Stundum koma karlar hingað inn í búðina og ég spyr hvort þá vanti aðstoð. Þeir segja nei. Svo gengur karlmaður tU þeirra og spyr hvort þá vanti aðstoð og þeir segja já. Þetta virkar auðvitað einkennUega á mig þar sem ég er eigandinn og verslunarstjórinn. En ég finn líka að konum finnst gott að geta leitað aðstoðar hjá konum svo liklega jafnast þetta út." 


Adrenalínskikk 

Er ekki áhugi á mótorhjólum að aukast hér á landi? „Jú, meira að segja þótt mótorhjól séu lúxus hér. Þau eru tolluð sem lúxusvarningur, sem og allir varahlutir. Það er hvergi annars staðar i Evrópu. Svo eru tryggingarnar að fara með okkur. Þetta er eina landið í Evrópu sem hvorki skráir og metur mótorhjól eftir tegundum né metur sögu þína í umferðinni. Sum tryggingafélög láta mótorhjólaeigendur greiða 360.000 krónur á ári í tryggingar. Þetta er því mjög dýrt sport. Auðvitað eru svartir sauðir meðal bifhjólaeigenda, rétt eins og bíleigenda, en langflestir gæta fyllsta öryggis, þannig að þetta er óréttlátt. Við sem gætum öryggis, gefum vissulega í þegar það er hægt, vegna þess að við sækjumst eftir adrenalínskikkinu en það er þá líka á öruggum stað." 


Dyravarsla í Þórskaffi 

Í vetur varð Hilde fyrsta konan til að gegna starfi dyravarðar í Þórskaffi sem aðallega er sótt af körlum sem vija horfa á naktar stúlkur dansa. „Það var líka ofsalega gaman," segir hún, „og ég lenti aldrei í neinu veseni. Það var oft fyndið að standa i dyrunum og opna þegar eldri menn bönkuðu upp á. Það lá við að þeir sneru við þegar þeir sáu konu í dyrunum. Vinnufatnaðurinn minn var svartur jakki og svartar buxur og það var algengt að ég væri spurð hvenær ég ætlaði að strippa. Ég svaraði því til að ég væri bara dyravörður. En það gátu þeir alls ekki samþykkt og sögðu gjarnan:  Nei. Hvenær ætlarðu að strippa? Aldrei, svaraði ég. En karlarnir voru ekki alltaf sáttir við það og ég fékk fjöldann allan af tilboðum. Sá sem bauð hæst, bauð mér þrjú hundruð þúsund fyrir að strippa." Tókstu því? „Nei." Hvernig tóku aðrir dyraverðir þér? „Vel. Eitt af því sem var mjög fyndið þarna var þegar karlarnir, þ.e.a.s. gestirnir, fóru að slást. Þá sendu steratröllin mig til að skakka leikinn vegna þess að karlar slást ekki við stelpur." Þarftu ekki að vera mjög sterk í svona starfi? „Nei, ekkert endilega, nema andlega. Maður þarf bara að líta vel út, brosa og vera ákveðin." Hefurðu einhvern tímann strippað? „Aldrei! Ég kann varla að dansa." Hvers vegna fórstu að vinna í Þórskaffi? „Hann Óla, sem átti Gullsport, vantaði starfsmann í Þórskaffi og ég sló til, til þess að hafa nóg að gera á kvöldin og um helgar. Það er ekki svo mikið að gera í hjólunum á veturna. En þegar ég mætti í vinnuna fyrsta daginn var ég spurð hvort ég ætlaði ekki bara að vera á barnum. Ég sagði nei, annaðhvort í dyravörslunni eða ekkert. Það var strax samþykkt. Ég fann það lika fljótlega að stelpunum, sem voru að dansa þarna, fannst gott að hafa konu tik að verja sig. Þær verða auðvitað fyrir því að karlarnir reyni að káfa á þeim og áreita þær, sem er alveg bannað, og við þekkjum það líklega flestar að það getur verið erfitt að verjast ágengum karlmanni sem þar að auki er drukkinn. Þessar stelpur eru líklega berskjaldaðri í sinni vinnu en aðrar konur." 


Einmana karlar sem sækja strippstaði

 Hvernig stelpur starfa sem stripparar? „Þær eru eins misjafnar og þær eru margar. Flestar þeirra eru mjög ljúfar og finar manneskjur, einkum þær íslensku sem eru flestar í námi og dansa um helgar til þess að þurfa ekki að taka rándýr og óhagstæð námslán. Þegar ég var að vinna í Þórskaffi voru flestir strippararnir frá Mið- og Austur-Evrópu en mér skUst að nú séu þær flestar frá Bandaríkjunum. Hér er litið á þessar stelpur eins og gleðikonur, sérstaklega af eldri mönnum, og þeir halda að þeim leyfist aUt gagnvart þeim. Annars staðar í heiminum er hins vegar litið á þetta eins og hverja aðra listgrein og stelpurnar, sem koma hingað, eru með umboðsskrifstofur á bak við sig sem gera samninga fyrir þær. Það er alveg á hreinu að þær gera ekkert annað en að dansa. Það er bannað. Þegar þær hafa dansað, fara þær stundum inn á kaffistofu starfsfólks og bíða þar þangað til þær eiga að koma fram næst. Ef þær eiga ekki að koma aftur fram, þvo þær af sér málninguna, skipta um föt og fara. Þá líta þær bara út eins og við hinar." Gera þær aldrei neitt meira en að dansa? „Það hef ég aldrei séð. Jú, þær hlusta." Hvað áttu við? „Eftir að þær hafa dansað er algengt að menn vilji bjóða þeim kampavínsglas og setjast niður til að ræða við þær. Þá kemur nú best í ljós hvað þetta eru góðar manneskjur því þær hafa þol inmæði til að hlusta stundum í tvo til þrjá tíma. Það er mikið af einmana körlum sem sækja þessa staði. Þá vantar fyrst og fremst einhvern til að tala við. Eftir vinnu fara sumar stelpurnar út að skemmta sér en það er þá lika annars staðar. Þær skemmta sér ekki á vinnustaðnum. Hvað þær gera við tímann sinn utan vinnunar er þeirra mál, rétt eins og við hinar ráðum okkar frítíma."


Lélegt sjálfsmat íslenskra karlmanna 

Þú segir að menn bjóði stelpunum upp á kampavín. Þetta hlýtur að vera gríðarleg kampavinsdrykkja. „Nei, ekkert endilega. Á barnum er óáfengur drykkur sem lítur út eins og kampavín. Flestar stelpurnar drekka hann, karlinn fær kampavínið sitt hins vegar. Svo tala þeir og tala og þær hlusta og hlusta. Stundum reyna karlarnir að fá þær heim með sér og verða miður sín þegar það gengur ekki; fara jafnvel að bera sig upp við dyravörðinn.
Ég spurði þessa karla stundum hvers vegna þeir færu ekki bara niður í bæ og næðu sér í konu þar. Þá svöruðu þeir gjarnan: „Nei, ég er svo ljótur að það vill mig engin." Þess vegna reyna þeir að ná sér í konu sem þeir halda að þeir geti borgað fyrir. Það er alveg merkilegt hvað sjálfsmat íslenskra karlmanna er lélegt. Ég skil það ekki, vegna þess að íslenskir karlmenn eru mjög myndarlegir og maður hittir óvíða eins frábæra og klára menn. Það er svo miklu meira varið í þá heldur en til dæmis, Breta og Frakka." Þótt Hilde hafi keypt fyrirtæki og allt útlit sé fyrir að hún sé sest að á íslandi segir hún að það sé óvíst. „Það má alltaf selja fyrirtæki. Ég er nýbúin að taka meirapróf vegna þess að ég vil til dæmis geta átt möguleika á að fara með ferðamenn upp á hálendið. Svo hefur mig alltaf langað til að ferðast um Evrópu á „trailer". Ég hef hvergi skotið rótum og vil eiga möguleika á því að breyta til.


Óréttmætar aðdróttanir 

Það voru engar ýkjur hjá Hilde að þennan dag stoppaði síminn ekki. Fjölmiðlar vildu ræða við hana um Fáfni í Grindavík. „Þetta er alltaf svona ef mótorhjóla „eitthvað" er í fréttum. Ég veit ekki hvað þetta fólk vill mér. Kannski vill það bara blanda mér í málið til að sverta mig. Það er nokkuð viðvarandi kækur. Bara í síðustu viku birtist frétt um niðurstöðu i einhverju dómsmáli og með fréttinni var birt mynd af versluninni minni. Hún var málinu algerlega óviðkomandi. Ég keypti þetta fyrirtæki fyrir stuttu og er að reyna að byggja það upp. Búðin er opin frá tíu til sjö og síðan er ég hérna fram undir miðnætti til að gera allt sem ekki er hægt að gera á vinnutíma. Ég veit ekki hvort fólk heldur að það sé eitthvað öðruvísi að reka mína verslun en aðrar vegna þess að ég sel mótorhjól. En það er enginn sem gerir hlutina fyrir mig, ég verð að gera allt sjálf. Það er mikil barátta að reka fyrirtæki hér á islandi og ég má alls ekkert við svona aðdróttunum. Þær óréttmætar. Hvað Fáfni í Grindavík varðar, þá er mikil synd að manneskja sem nýtur velvildar Fáfnisklúbbsins skuli ekki virða reglur hans um algert bann á fíkniefnum. Annað veit ég ekki um málið, því ég er því ótengd. Það gleymist líka stund um að niðri í bæ er fullt af fólki sem er að selja börnum og unglingum fikniefni - og það án þess að eiga mótorhjól." Ertu að segja að mótorhjólaeigendur komi aldrei nálægt fikniefnum? „Auðvitað eru til menn sem neyta lyfja í okkar hópi en þeir eru líka til meðal bíleigenda og jafnvel þeirra sem hvorki eiga bíl né mótorhjól en meðal okkar er þetta lítill hópur, rétt eins og annars staðar. Flest okkar fá sitt kikk út úr adrenalíninu sem við fáum á hjólinu. Þetta er svo rosalega dýrt sport að við höfum ekki efni á lyfjum."

Stjórnmálamenn í Sniglunum eintóm sýndarmennska

En nú eru margir svokallaðir „betri borgarar", meðal annars stjórnmálamenn, sem eiga mótorhjól og eru meðlimir í Sniglunum. Hefur það ekki breytt viðhorfunum til ykkar? „Nei. Þeir eru í Sniglunum af tómri sýndarmennsku. Það hefur aldrei neinn séð þetta fólk á mótorhjóli nema þegar það hefur stillt sér upp fyrir ljósmyndara. Þeir er bara meðlimir í Sniglunum til að geta sagt frá því vegna þess að þeir halda að það sé smart en mæta aldrei neins staðar þar sem við komum saman, hvað þá að þeir láti sig hagsmunamál mótorhjólaeigenda varða, til dæmis tolla, skatta, tryggingar og öryggismál." 

Hilde verður tíðrætt um öryggismál, bæði hvað varðar hjólið, sem og fatnað þeirra sem aka um á mótorhjólum. Hún flytur inn fatnað sem hefur verið til athugunar hjá lögreglunni í Reykjavík vegna þess að hún vill samvinnu við lögregluna um öryggismál. En hefur hún sjálf einhvern tímann lent í slysi á mótorhjóli?

 „Já, ég hef einu sinni lent í slysi. Ég var að fara í ferðalag og kúplingsbarkinn hjá mér var bilaður. Það er mjög erfitt að fá varahluti hérna, tekur langan tíma, en ég mátti ekki vera að því að bíða eftir þvi. Ég fór því með hjólið á verkstæði og lét gera við kúplingsbarkann. En það var nú ekki betur gert við hann en svo að vírinn í honum slitnaði og þá er hvorki hægt að skipta um gír né stoppa. Hjólið þaut bara áfram og ég skall beint á bíl. Ég hnéskeljarbrotnaði og fékk ýmsa áverka. Ég fór í mál við verkstæðið sem setti vírinn í barkann og vann það. Ég er þó ekki enn búin að fá bæturnar sem mér voru dæmdar vegna þess að nú eru tryggingafélögin sem í hlut eiga að þrátta um það hver eigi að greiða bæturnar."  


Frábært fólk með þennan lífsstíl 

Hilde er félagi númer 648 í Sniglunum og þegar hún er spurð hvers konar fólk sé virkir meðlimir þar, segir hún: „Þetta er alls konar fólk: hjúkrunarfræðingar, lögfræðingar stúdentar, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er hópur sem stendur mjög vel saman og það er ofsalega gaman hjá okkur. Kannski ógnar það einhverjum. Við vorum með útihátíð fyrstu helgina i júlí og allar fréttir af okkur voru jákvæðar. Menn hringdu í útvarpið til að segja að við værum frábærir gestir og værum velkomin aftur. Fyrir hátíðina höfðum við staðið í stappi við lögregluna á staðnum sem vildi ekki fá okkur. Fólkið var hrætt við okkur áður en við komum. 

Um verslunarmannhelgina verðum við með okkar árlega mót undir Eyjafjöllum. Konan á bænum, sem við dveljum hjá, sagði: „Ó, eruð þið að koma aftur. Þá verður rigning." Það yoru einu vandræðin sem hún sá. í dag, laugardag, erum við með griUveislu hjá Fáfni í Grindavík. Þangað eru allir velkomnir, eins og alls staðar þar sem við erum. Ég hvet fólk til að koma og kynnast okkur. Við höfum ekkert að fela og erum ekki að uppfylla neina ímynd. Við erum bara frábært fólk með þennan lífsstíl." 


DV 17 júlí 1999


29.6.99

Heldur hver með sinni tegund


Vélhjólafjélag gamlingja hélt sýningu á gömlum mótorfákum sl. sunnudag við Árbæjarsafn og núverandi leiðtogi, Dagrún Jónsdóttir, segir hér frá ýmsu um sögu mótorhjólsins á Íslandi, félagið og tilgang þess.


„Þetta er félag þeirra sem hafa áhuga á að gera upp gömul mótorhjól og aka um á þeim, stofnað 1993 og hefur verið mismunandi líflegt eftir árum. Félagar núna eru 33 talsins og þeir eiga samtals um 100 hjól. Stjórnarfarið er einræði en einræðisherrann getur síðan valið sér handbendi. Inntökuskilyrði í félagið eru ströng og dæmi eru um að menn séu reknir og síðan jafnvel teknir inn aftur er þeir hafa gert iðrun og yfirbót. Þar sem við Gamlingjar teljum okkur einstakt fólk viljum við halda félagi okkar hreinu af öllum óþjóðalýð. Nýir félagar skulu vera komnir til vits eða ára og hafa ódrepandi áhuga á gömlum mótorhjólum," segir Dagrún sposk á svip.
   Í ár verður aðalfundurinn að Stokkalæk í Rangárvallasýslu 23.-24. júlí en í í fyrra var hann haldinn á Akureyri og þá hjóluðu margir héðan að sunnan. „Við förum hægt yfir á þessum gömlu hjólum en við förum samt og höldum hópinn," segir Dagrún. Einkunnarorð Vélhjólafjelags gamlingja eru. „Gamlinginn skoðar steininn," og vísa til þess að fólk á gömlum hjólum fer hægt yfir og skoðar því umhverfið betur en aðrir sem geysast um á nýrri tækjum.

Harleyinn knúði vatnsdælu 

Fyrsta hjólið kom til landsins 1905 en elsta hjólið sem Dagrún veit um að enn er við lýði er frá 1918. Hún segir fleiri hjól hafa verið flutt til landsins á fyrstu áratugum aldarinnar en bíla. „Á Ísafirði voru til dæmis 24 hjól en bara 8 bílar á vissu tímabili."
   Sjálf á Dagrún elsta Harley Davidson hjólið sem vitað er um. Það er árgerð „31. En litlu munaði að því yrði tortímt. „Einn félaginn fann það uppi í sveit þar sem það var notað til að knýja vatnsdælu. Búið að saga sundur grindina og átti að fara að smíða fjórhjól úr því. Það er búið að taka mörg ár að safna í það varahlutum en nú er það alveg að komast á götuna."
   Dagrún segir ákveðinn ríg í klúbbnum um bestu tegundirnar. „Auðvitað heldur hver með sinni tegund til að hafa dálítið fjör í þessu. Ég hef alltaf verið á Harley og er búin að gera upp þrjú hjól af þeirri tegund. Hef alltaf talið hann langbestan og bresk hjól ómöguleg en í vetur seldi ég einn Harleyinn og fékk Triumph upp í og nú reikna félagar mínir með að ekki sé aftur snúið." Og Dagrún sýnir Triumphinn, sem er með hliðarvagni og hinn glæsilegasti ásýndum. En hvernig gengur að fá varahluti í þessi gömlu hjól?
     „Það gengur furðu vel. Mjög margt áhugafólk selur varahluti og eins eru verslanir með þá víða um heim. Til eru sérstök fyrirtæki sem framleiða varahluti í eldri hjól þótt verksmiðjurnar sjálfar séu hættar því." Til að komast í hóp gamlingja þurfa hjól að hafa náð 20 ára aldri og þá geta eigendur fengið afslátt á tryggingum hjá Tryggingamiðstöðinni séu þeir í Vélhjólafjelagi gamlingja. Og innan félagsins er bæði samkeppni og samstaða. Dagrún lýsir því: „Oft gildir lögmálið fyrstur kemur fyrstur fær og því passa menn að segja engum frá gömlum hjólum fyrr en þeir hafa sjálfir skoðað þau, en finni einhver „slátur" af sömu sort og einhver úr hópnum er að gera upp þá er það látið fara til hans svo hann geti búið til eitt úr tveimur." 
  Ekki er Dagrún ánægð með mætingu sinna manna á sýninguna. "Þeir fá orð í eyra á aðalfundinum - ef þeir verða þá ekki bara reknir!"
GUN
Dagur 29.6.1999