13.4.99

Þorsteinn Hjaltason fólkvangsvörður: Ekkert sem truflar


Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörður í Bláfjöllum, þeysist um á snjósleðum og skíðum á veturna.


 Á vorin dustar hann rykið af Suzuki Intruder mótorhjólinu sínu sem hann keypti í fyrravor. „Draumurinn um að kaupa hjól hafði blundað lengi í mér," segir Þorsteinn. Hjólið, sem er svart og grænt, er 1500 cc. Hann segir að sérstók tilfinning vakni þegar hann þeysist um á vélknúna  mótorfáknum úti á landi.
„Þetta er eithvert frjálsræði. Maður er einn í sínum hugarheimi og það er ekkert sem truflar. Ég losna líka við spennu ef hún er fyrir hendi. Ef ég hjóla hins vegar í bænum er ég ákaflega upptekinn við umferðina því það má aldrei af henni líta." Þótt Þorsteinn hafi ekki keypt mðtorhjól fyrr en í fyrravor hefur hann haft próf á slíkan farkost í um 40 ár. „Ég vann til margra ára á bílaverkstæði lögreglunnar og sá mikið um viðhald og viðgerðir á mótorhjólunum í flotanum Þá lærði ég á mótorhjól."
Þorsteinn hefur viðrað hjólið tvisvar sinnum á þessu vori. Lokað var í fjöllunum annan í páskum og þá notaði hann tækifærið og sýndi sig og hjólið í Reykjavík og nágrenni. Ferðirnar eru þó stundum lengri. í fyrrasumar fór hann hringinn í kringum landið auk þess að fara aðra ferðir á Snæfellsnes og út á Reykjanes. Hann býst við að fara aftur hringinn í sumar. Konan hans situr stundum aftan
á og eru þau þá bæði i réttu göllunum - í leðursamfestingum og með hjálma. „Ég hef afskaplega mikla ánægju af þessu."
Þorsteinn kemst á eftirlaun eftir fjögur ár. „Ég vona að ég verði þá svo frískur að ég geti leikið mér meira. Ég á svo mörg áhugamál," segir fjallkóngurinn. Fyrir utan að sitja á mótorfákinum fer hann
mikið í ferðalög og stundar fjallgöngur.
-SJ
DV 13.04.1999

20.3.99

Mótorhjólin númer eitt, tvö og þrjú

Hilde B. Hunstuen er eigandi verslunarinnar Gullsport
og haldin ólæknandi Mótorhjóladellu
 

Í versluninni Gullsporti í Brautarholtinu tekur á móti mér ljóshærð stúlka, Hilde B. Hundstuen að nafni. Hún segist eiga þrjú mótorhjól, tvær kisur, páfagauk og kærasta. Hún er eigandi verslunarinnar og haldin ólæknandi mótorhjóladellu.  

Hilde kom til íslands frá Noregi árið 1992, þá tvítug að aldri. Hún hefur alla tíð haft áhuga á  mótorhjólum, en í Noregi varð hún að láta sér lynda að vera aftan á fákum bróður síns og frænda. Hilde þekkti engan á Íslandi þegar hún ákvað að koma hingað en segir að það hafi verið vinsælt í hennar vinahópi heima í Noregi að gera eitthvað öðruvísi en allir aðrir. Sumir fóru til Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands en hún sá auglýsingu um að það vantaði au-pair til íslands og ákvað að slá til.
„Ég var hér í nokkra mánuði við að passa börn en fór svo heim til Noregs. Ég hafði þó eignast marga góða vini sem vildu endilega fá mig aftur til íslands og létu sig ekki muna um að útvega mér vinnu og húsnæði. Þegar ég hafði svo verið hér nokkurn tíma byrjaði ég með strák," segir  Hilde. Þar með voru örlög hennar ráðin

Enginn vildi stelpu í viðgerðarstarf 

„Ég vann á ýmsum stöðum, svo sem í Kjötmarki, í matvöruverslun í Hafnarfirði og í fiskvinnslu
úti á Granda. í tómstundum var ég alltaf að dunda mér í Hjólheimum við þetta helsta áhugamál mitt og fór síðan að vinna hér í Gullsporti. Ég eignaðist þó ekki verslunina fyrr en nú í janúar."
Það er nóg að gera en Hilde er ein í versluninni. Hún segist þó fá mikla aðstoð frá öllum sinum vinum, þeir skiptist á að koma og vera henni innan handar við afgreiðslustörf. Í sumar verður hún þó að ráða starfsmann því salan nær hámarki á sumrin.
 Fólk kemur með hjólin sín og Hilde gerir sitt besta til þess að selja þau. Einnig verslar hún með leðurgalla og ýmsa fylgihluti sportsins. Á verkstæðinu er hún síðan að undirbúa hjólin fyrir sumarið en getur þó bara verið þar eftir klukkan sjö á kvöldin þegar hún hefur lokað versluninni. Hilde segir að hún hafi lært með tímanum að gera við. Auk þess stundaði hún nám í hjólaviðgerðum í heilt ár í Noregi.
„Ég sótti um á átján stöðum úti en þar voru fordómarnir gríðarlegir," segir Hilde. „Mér var sagt að þeir vildu gjarnan ráða mig en ekki væri hægt að bjóða kúnnunum upp á að stelpa væri að gera við hjólin þeirra."

Á dagatal með berum strákum 

Hún gafst að lokum upp á þvi að sækja um störf í Noregi og kom til Íslands þar sem engum þykir undarlegt að hún sé að selja og gera við mótorhjól. Hilde fer líka allra sinna ferða á hjóli en hefur aldrei átt bíl. Hún viðurkennir að það sé stórhættulegt að vera á mótorhjóli í glæpsamlegri umferð höfuðborgarsvæðisins en segist klæða sig og aka samkvæmt þeim hættum.
Mótorhjólablöð liggja frammi í versluninni. Framan á þeim öllum eru fáklæddar eða óklæddar, íturvaxnar stúlkur sem halla sér nautnalega fram á vélfáka. Fer þetta ekkert í taugarnar á Hilde?
„Jú, þess vegna fékk ég mér svona," segir hún hlæjandi og dregur fram dagatal með fallegum hjólum og stæltum, olíubornum strákum. Líka fáklæddum.
En eru margar stelpur sem hafa áhuga á mótorhjólum? „Það er harður kjarni, segir Hilde. „Margar koma og fara en við erum fimm sem höfum verið í þessu í mörg ár. Hjá mér eru mótorhjólin áhugamál númer eitt, tvö og þrjú."

-þhs 
DV 20.3.1999