24.10.98

Hörð keppni í enduro í sumar



Akstursíþróttir hafa á undanfómum árum notið sífellt meiri vinsælda meðal landans og eiga þar stóran þátt sjónvarpsþættirnir Mótorsport.
Í sumar byrjaði enn ein akstursíþrótt sem ekki hefur verið keppt í áður til íslandsmeistara og er það
enduro (þolaksturskeppni) og er þar keppt á torfærumótorhjólum. Keppnin er í raun bæði ratkeppni og kappakstur. Keppnisbrautin er valin og ekki máæfa sig í brautinni fyrir keppni. í brautina eru sett mörg hlið og ef sleppt er hliði reiknast 10 mínútur í refsingu svo að ökumenn verða að gæta þess að aka brautina rétt.
Fyrir keppni er ekið með alla keppendur í hring í fyrirhugaðri keppnisbraut til að þeir læri að aka
brautina rétt og sjái þær hættur sem leynast í henni. Þegar keppni hefst er hjólunum raðað í beina línu
og standa ökumennirnir 20 metra fyrir framan hjólið sitt. Þegar keppendur eru ræstir hlaupa þeir
af stað 1 átt að hjóli sínu, setja í gang og bruna af stað inn á brautina. Brautirnar í sumar voru 40 til 80
kílómetra langar og ekið er í einni lotu.
Fyrsta keppnin var ekin í maí við mynni Jósepsdals og var sú braut 7,3 km á lengd. Eknir voru 6 hringir, eða alls 44 kílómetrar. Það var Viggó Viggósson sem sigraði á timanum 1.02.26 með meðalhraða upp á 42 km á klst.
Önnur keppnin fór fram við Ketilás í Fljótum og var haldin í tengslum við landsmót Sniglanna. Brautin þar var 5,9 km á lengd og voru eknir 7 hringir eða alls 41 kilómetri. Sigurvegari þar varð Þorvarður Björgúlfsson á tímanum 1.02.28 með meðalhraða upp á 39 km/klst. og var hann aðeins 6 sekúndum á undan næsta manni sem var Reynir Jónsson.
Þriðja og síðasta keppnin í sumar fór fram 26. september við Húsmúlarétt. Fyrir þá keppni voru fjórir keppendur sem allir gátu orðið Islandsmeistarar eins og sjá má á töflunni til hliðar.


Það var því ljóst að keppnin myndi verða hörð á milli fjórmenninganna. Þegar keppnin hófst var það Einar sem náði forystunni en fast á eftir honum kom Þorvarður. Einar datt og tafðist við það i nokkrar mínútur og Þorvarður var svo óheppinn að drepa á hjólinu í fyrsta hring, sem var 20 km, og áttu þeir nú eftir 3 hringi. Viggó náði forystunni og staðan hélst þannig alla keppnina: Viggó fyrstur, Einar annar og Þorvarður þriðji. Viggó sigraði á tímanum 1.31.39 og Einar varð annar á tímanum 1.32.59. Þorvarður varð í 3. sæti með tímann 1.36.48 eftir lengstu og erfiðustu endurokeppni sem haldin hefur verið i ár. Viggó var með 52 kílómetra meðalhraða á klukkustund í keppninni en reynt er að leggja brautirnar þannig að meðalhraði fari ekki upp fyrir 60 kílómetra á klukkustund.






DV
24.10.1998

https://timarit.is/

20.10.98

Riddari Alþingis




Rennur af stað ungi riddarinn / rykið það þyrlar upp slóð..." orti skáldið einhverju sinni um riddara götunnar, þann sem „geystist um á mótorfák" og gerði ungar dömur veikar af þrá. 

Guðni Ágústsson alþingismaður hefur sjaldnast verið talinn til þess hóps manna sem stunda slíkt, enda hefur hann aldrei á mótorhjól sest né klæðst leðri. Öllu algengara er að sjá hann í einkennisklæðnaði alþingismanna á jakkafötum og skyrtu með bindi. Guðni fékst engu að síður á að mæta í töffaraverslunina Gullsport og skipta um ham.

„Auðvitað átti ég mér þann draum sem strákur að svífa með ástina mína fyrir aftan mig eitthvað út í náttúruna. Ég hef hins vegar aldrei þorað að fá mér hjól eða vera i fötum eins og þessum. Það eru hins vegar tveir alþingismenn sem eiga mótorhjól, þau Árni Johnsen og Siv Friðleífsdóttir," segir Guðni þegar hann er að klæða sig í leðrið sem er alls ekki létt verk fyrir óvanan mann .   Mótorhjólamenn segja þó að  leður sé ómissandi öryggistæki þar eð margir útlimir hafi bjargast þegar menn detta af hjólunum en það hendir víst allt of oft. Guðna líður vel í gallanum þó að hann kvarti yfir því að hann sé heldur þungur og óþjáll. Hann líkir sjálfum sér við vélmenni og á þá sjálfsagt við vélmenni af Terminator-gerð.
Enda er samlíkingin alls ekki svo fjarri lagi.
Guðni segist alls ekki geta hugsað sér að breyta um lífsstíl og heldur að það þurfi meiri ofurhuga en sig til þess að söðla um á svo afgerandi hátt. -þhs




Riddari Alþingis

https://timarit.is/files/12753693


Smygl á Mótorhjóli
https://timarit.is/files/12757345



Reynsluakstur SLR
https://timarit.is/files/12702571