14.8.98

Svart leður ímyndin og mótorhjólið

Mótorhjólafólk klæðist ekki leðurfatnaði til þess eins að vera smart og svalt. 

Ástu Lilju Magnúsdóttur mótorhjólakonu fínnst þó ekki saka að líta vel út og fékk listaskraddarann Hans Wium til að sauma á sig svartan leðursamfesting eftir níðþröngu máli. 
Valgerður Þ. Jónsdóttir fylgdist með mælingum og pælingum. 

MARLON Brando klæddist svörtum leðurjakka í kvikmyndinni TheWildOne árið 1953.
Svarta leðrið þótti undirstrika vel ímynd uppreisnargjarnrar æsku, enda lék Brando afar svalan forsprakka mótorhjólaklíku. Þótt Brando hafi ef til vill skapað leðurtísku fyrir kynslóðirnar sem á eftir komu, á leðurfatnaður sér langa sögu. Rómverskir hermenn frá því fyrir daga Krists eru sagðir hafa klæðst leðurbrynjum og víkingarnir áttu líka sína leðurgalla. Á áttunda áratugnum þótti enginn vera almennilegur pönkari nema vera andfélagslegur á svipinn og klæðast svörtum leðurjakka með tilheyrandi sylgjum, nælum, lásum og ólum. Og þótt margir pönkarar frá þeim tíma séu komnir með borgaralegan umburðarlyndissvip og klæðist dúnúlpum, jakkafötum drögtum eru dagar svarta leður Newton-John og John Travolta túlkuðu fremur sæta en uppreisnargjarna unglinga í Grease árið 1977 
en þóttu engu að síður bæði smart og svöl í svörtu leðurgöllunum sínum. Við endursýningu  myndarinnar núna, rúmum tuttugu árum síðar, tekur unga kynslóðin enn andköf af hrifningu yfir múnderingunni. 

Hvorki pönkari né uppreisnargjarnt ungmenni

Samfestingurinn er stunginn og stagaður
 Ásta Lilja Magnúsdóttir er þó hvorki undir áhrifum frá þeim skötuhjúum í Grease né Marlon Brando og mótorhjólaklíku hans í The Wild One. Hún hefur heldur aldrei verið pönkari eða tiltakanlega uppreisnargjörn og myndi frekar fara í tjullkjól á ball en leðurflík. Samt er langt síðan hún byrjaði að safna fyrir sérsaumuðum svörtum leðursamfestingi og huga að ýmsum smáatriðum varðandi hönnunina og saumaskapinn ásamt Skraddaranum sínum, Hans Wium í Höfuðleðri.
Ásta Lilja er tuttugu og tveggja ára Reykjavíkurmær. Hún stefnir á stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti næsta vor og vinnur hjá föður sínum á Nikkabar í Breiðholti á kvöldin og um helgar. Líf hennar og yndi er að þeysast út um borg og bí á mótorhjólinu sínu, Suzuki GSXR 750 cc, árgerð 1989, sem hún keypti á 440 þúsund krónur fyrir tveimur árum. Og þá er komin skýringin á svarta leðursamfestingnum. Hún segir tómstundagamanið útheimta fleira en hjól og hjálm því fatnaðurinn skipti miklu máli og klæðnaður eins og til dæmis gallabuxur geti reynst mótorhjólafólM  stórhættulegur.

„Gagnstætt því sem margir halda klæðist mótorhjólafólk ekki þröngum leðurfatnaði til þess eins að vera smart og töffaralegt. Slíkar flíkur eru fyrst og fremst öryggisatriði og geta bjargað mannslífiun. Þær einfaldlega halda líkamshlutum og beinum saman ef alvarleg slys verða. Sá sem dettur af mótorhjóli í sterkum leðurgalla fleytir kerlingar á götunni og slasast síður en þeir sem eru illa útbúnir. Auk þess er mun betra að hjóla í galla, sem er sérsaumaður fyrir íþróttina með tilliti til þess hvar álagið á líkamann er mest, hvar nauðsynlegt er að hafa sveigjanleika í efninu, hvar það þarf að vera stíft, stoppað og þess háttar," upplýsir Ásta Lilja og bætir sposk við að ekki sé verra að líta vel út í skrúðanum.

 120 þúsund kronur

 Úrvalið af leðurfatnaði fyrir mótorhjóiafólk er að sögn  Ástu Lilju fremur fábrotið hérlendis auk þess sem flíkurnar eru yfirleitt hannaðar á karla. Líkt og gallinn, sem hún keypti sér um leið og mótorhjólið, og hefur aldrei verið ánægð með. Fyrir ári hóf hún því að safna fyrir draumagallanum og viðra hugmyndir sínar við Hans. Hann féllst óðar á að taka verkið að sér og saman hafa þau legið tímunum saman yfir teikningum og velt fyrir sér ýmsum Útfærslum og útúrdúrum til gagns og prýði áður en hafist var handa við snið og saumaskap. „Ég var með ýmsar hugmyndir í kollinum, en tók flestar tiilögur Hans til greina, enda er hann mikill  hagleiksmaður og auk þess gamalreyndur mótorhjólakappi. Okkur kom saman um að nota skinn af vatnabuffala, sem er eitt sterkasta en jafnframt dýrasta leður sem völ er á." Þegar upp var staðið kostaði samfestingurinn 120 þúsund krónur, enda mikið í lagt og ekkert til sparað. Hann er stunginn og stagaður eftir kúnstarinnar reglum, með sérhönnuðum púðum til að hlífa hnjám, olnbogum, mjöðmum og öxlum. Undir rennilásunum á skálmum og ermum er selskinn og yfir þeim hlífar úr mjúku leðri til að hjólið rispist ekki. Auk þessa bað Ásta Lilja vin sinn, Braga Halldórsson, um að hanna hringlaga merki úr fornu rúnaletri, sem táknar stafina í fyrra nafninu hennar. „Síðan féll i hlut Hans að búa merkið til úr leðri og stanga það á bakstykkið. Undanfarið hefur hann varla litið upp frá saumaskapnum nema rétt til að taka málin af mér og láta mig máta. Ég hef því annaðhvort verið í búðinni hjá honum lungann úr deginum síðustu vikurnar eða komið þar við oft á dag. Ég var orðin ofboðslega spennt og iðaði í skinninu að komast í gallann."

Grenntist um sex kíló 

Þótt Ásta Lilja J taki öryggiskenndina fram yfir pjattið er hún harla ánægð með að hafa grennst um sex kíló meðan á saumaskapnum stóð. „Mér hugnuðust málin sem Hans tók af mér betur með hverjum deginum sem leið," segir hún og bætir við að trúlega verði samfestingurinn henni bæði aðhald á mótorhjólinu og í mataræði. „... Ég verð að komast í samfestinginn því þótt hann eigi að
vera níðþröngur þá má ég ekki sprengja hann utan af mér." Núna er Ásta Lilja alsæl í draumagallanum, sem trúlega endist henni í mörg ár. 
Hún ætlar að láta frekari fjárfestingar í tengslumvið tómstundagamanið bíða að sinni, enda á hún fullt í fangi með að fjármagna viðhaldið á Suzuki  mótorhjólinu sínu og nýtt hjól er fjarlægur draumur. Líkt og flestir ungir mótorhjólaeigendur reynir hún að sjá sjálf um minniháttar viðgerðir eins og að skiptá um tannhjól og keðjur. Samt telst henni til að hún eyði tæpum 200 þúsundum króna á ári í viðhald, bensín, olíu, tryggingar og dekk. 

Krappar beygjur, spól og prjón 

„Ég ætla ekki að fá mér annað mótorhjól fyrr en ég hef náð meiri leikni
á mínu og lært allt sem hægt er. Mig vantar meiri æfingu í að taka krappar beygjur þannig að hjólið leggist nánast á hliðina, spóla í bleytu, prjóna og þess háttar. Annars er draumahjólið mitt Yamaha Rl 1100 cc nýkomið á markaðinn og kostar um 1,6 miUjónir," segir Ásta Luja og útskýrir muninn á því og Suzuki GSXR 750 cc mótorhjóli. Draumahjólið segir hún vera styttra en sitt, léttara, þægilegra, kraftmeira og auk þess glæsilegra á að líta. „Mitt er líka fínt og á því er hægt að taka hraðar af stað en á mörgum öðrum. Eftir vinnu á nóttunni finnst mér yndisleg frelsistilfinning að hjóla eitthvert út í buskann, til dæmis til Eyrarbakka, Selfoss eða Hvalfjarðar, og finna adrejialínið flæða um líkamann," segir Asta Lilja og stígur á bak farskjóta sínum, leðurklædd... og smart.  


Morgunblaðið 14.8.1998

7.8.98

Þriggja hjóla hugarfóstur


 Margir vegfarendur Reykjavíkursvæðisins hafa rekið upp stór augu við að sjá þríhjóla farartæki Gunnars Vagns Aðalsteinssonar sem nýkomið er á göturnar. Að framan er það eins og venjulegt mótorhjól en að aftan minnir það á Volkswagen bjöllu. Þríhjólið er ætlað ökumanni og farþega.

   Gunnar Vagn vinnur við að gera við frystigáma en hann smíðaði mótorhjólið í frítímanum. „Ég smíðaði allt sjálfur nema skelina sem er ofan á. Ég þurfti að borga 66.000 krónur í vörugjald, bara til að geta sett hjólið á götuna. Það finnst mér grátlegt." 

    Gunnar Vagn segir að mikið sé um svipuð hjól á Mallorca. „Ég fékk hugmyndina við lestur erlends tímarits en hjólið er fjöldaframleitt m.a. í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Það eru til alls konar útgáfur af því." Hann segir að hann hafi lagt áherslu á að hjólið myndi ganga í augun á fólki.

   Hjólið fékk skoðun í síðustu viku og síðan þá hefur Gunnar Vagn viðrað það á götunum. „Það er sama hvert ég fer. Fólk ætlar að snúa sér úr hálsliðnum." -SJ  

DV 
7.8.1998