7.8.98

Þriggja hjóla hugarfóstur


 Margir vegfarendur Reykjavíkursvæðisins hafa rekið upp stór augu við að sjá þríhjóla farartæki Gunnars Vagns Aðalsteinssonar sem nýkomið er á göturnar. Að framan er það eins og venjulegt mótorhjól en að aftan minnir það á Volkswagen bjöllu. Þríhjólið er ætlað ökumanni og farþega.

   Gunnar Vagn vinnur við að gera við frystigáma en hann smíðaði mótorhjólið í frítímanum. „Ég smíðaði allt sjálfur nema skelina sem er ofan á. Ég þurfti að borga 66.000 krónur í vörugjald, bara til að geta sett hjólið á götuna. Það finnst mér grátlegt." 

    Gunnar Vagn segir að mikið sé um svipuð hjól á Mallorca. „Ég fékk hugmyndina við lestur erlends tímarits en hjólið er fjöldaframleitt m.a. í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Það eru til alls konar útgáfur af því." Hann segir að hann hafi lagt áherslu á að hjólið myndi ganga í augun á fólki.

   Hjólið fékk skoðun í síðustu viku og síðan þá hefur Gunnar Vagn viðrað það á götunum. „Það er sama hvert ég fer. Fólk ætlar að snúa sér úr hálsliðnum." -SJ  

DV 
7.8.1998

18.6.98

Breytti Suzuki Intruder í þríhjól

Jón Óli Ingimundarson við þríhjólið sitt sem smíðað er úr
Suzuki Intruder en með afturhásingu úr Fiat Panda. Hægt
er að breyta hjólinu aftur í upprunalegt ástand með einföldum
 hætti á nokkrum klukkutímum

Handlaginn vélsmiður:

Breytti Suzuki Intruder í þríhjól

Fyrir tveimur árum hófst í skúr við Síðumúlann í Reykjavík smíði sem var meira tilraun heldur en hitt. Árangur þessarar tilraunar sést nú samt á götunum um þessar mundir og fréttist af fyrirbærinu á Akureyri um daginn.
Það sem hér um ræðir hóf tilveru sína sem Suzuki Intruder, 1986 módel. Eigandi þess er Jón Óli Ingimundarson og vinnur hann sem vélsmiður. Hann hefur átt hjólið nokkuð lengi og hefur líklega fundist vera kominn tími til að gefa því örlitla andlitslyftingu.
Áður en aðal breytingarskeiðið hófst smíðaði Jón Óli á það nýja gerð af framgaffli ásamt Nonna vini sínum Metal, eins og hann er kallaður af þeim sem þekkja hann. Smíðin var blanda af tveimur vel þekktum gerðum framgaffla og var hún reynd til þrautar í Evrópuferð þeirra sumarið 1995. Vakti hann þó nokkra athygli erlendis og vann meðal annars til verðlauna á mótorhjólasýningu á írlandi.

En Jón Óli vildi reyna smíðahæfileika sína frekar og sneri sér nú að afturhluta hjólsins. Fundin
var afturhásing af Fiat Panda sem passaði við afstöðu drifskaftsins og svo smíðað í kringum það. Hann passaði sig á að eyðileggja ekki neitt af upphaflegri smíði hjólsins, enda getur hann ef hann vill breytt hjólinu aftur í upphaflegt útlit á nokkrum klukkutímum. Það sem vekur helst athygli þess
sem skoðar hjólið í fyrsta sinn er einfaldleiki þess og sniðug hönnun. Sem dæmi um það er á hjólinu loftpúðafjöðrun til viðbótar við upphaflegu afturdemparana og getur hann stillt hana eftir þörfum. Drifbúnaður hjólsins passaði svo til beint við afturhásinguna og drifhlutföllin hentuðu afli hjólsins mjög vel.
Að setjast á gripinn og prófa hann er dálitið öðruvísi heldur en að keyra venjulegt mótorhjól. Að hafa lappirnar á fótpedulunum í kyrrstöðu er nokkuð sem maður er ekki vanur, enda segir eigandinn það líklega öruggt að hann detti á fyrstu ljósum þegar hann breytir því aftur. Til að beygja á hjólinu þarf átök við stýrið en það leitast alltaf við að rétta sig af. Ætli það hafi ekki verið þreytandi fyrir hann að keyra Hvalfjörðinn um daginn? Þeir eiginleikar myndu líklega batna til muna með breiðara og flatara framdekki.
Skráningin á gripnum var ekkert vandamál, segir Jón Óli, enda farið í einu og öllu eftir þeirri reglugerð sem til er. Hvort næsta smíði Jóns Óla fær sömu afgreiðslu er annað mál, enda er hann þekktur fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Við bíðum spennt eftir að sjá smíðar Jóns Óla í framtíðinni.
Njáll Gunnlaugsson
Dv 18.6.1998

30.5.98

Vespan


Sniðug til að snattast á
A suðlægum slóðum eru létt bifhjól eitt algengasta vélknúna farartækið fyrir utan
bíla. Hildur Einarsdóttir fjallar um þessi farartæki sem eru til margra hluta nytsamleg, en meðal annars er hægt að flytja á þeim heilu búslóðirnar.


FYRIR rúmum fimmtíu árum setti ítalska fyrirtækið Pontedera á markaðinn mótorhjól sem hlaut framleiðsluheitið Vespa. Hönnun þess var á margan hátt sérkennileg. Líktist það hvorki reiðhjóli, hlaupahjóli, mótorhjóli, bíl né geitungi, þótt það héti í höfuðið á því skorkvikindi en var undarlegt sambland af þessu öllu hvað varðaði útht, hljóð og eiginleika. ítalir höfðu farið illa út úr seinni heimsstyrjöldinni og var hjólið hannað með fátæka alþýðuna í huga sem ekki hafði efhi á að kaupa sér bíl.
 Þessi tegund bifhjóla er enn eitt algengasta yelknúna farartækið á ítalíu og víðar í Evrópu.
Hin síðari ár hefur orðið gífurleg söluaukning á bifhjólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem hefur breyst er að framleiðsluheitin eru fleiri og mörg þeirra bera japönsk nöfn eins og Suzuki eða Yamaha. Japanir hafa verið fyrirferðarmiklir á þessum markaði enda salan mikil í Asíu. Þótt framleiðendurnir séu orðnir fleiri þá höfum við hér á íslandi enn tilhneigingu til að kalla létt bifhjól
vespur. A ensku er þessi tegund hjóla nefhd „scooters" og hafa sumir hér viljað kalla þau skutlur.
Almenna notkun hér á landi á tegundarheitinu vespa má rekja til þess að hingað voru fluttar inn nokkrar upprunalegar Vespur á sjötta áratugnum. Hjólið náði þó aldrei almennum vinsældum. Það voru helst nokkrir sérvitringar sem festu kaup á þessum farartækjum. Sáust þeir bruna um berhöfðaðir með skjalatóskurnar á fótstiginu. Á köldum dögum lögðu þeir ullarteppi yfir fæturna til þess að þeim yrði síður kalt Léttum bifhjólum fjölgaði aftur á gótum Reykjavíkur síðastliðið sumar. Astæðan er einkum sú að fyrirtækið Mótorsendlar sem tekur að sér að fará erinda fyrirtækja og stofnana notar þau í sendiferðum. En nú eru menn ekki berhöfðaðir lengur heldur eru allir með hjálma. Innflytjendur hér á landi greina aukinn áhugi á léttum bifhjólum en til að mega aka þeim dugir bílpróf og svo auðvitað skellinöðrupróf fyrir þá sem eru orðnir fimmtán ára. Þeir segja að enn sé það miðaldra fólk
sem sé í meirihluta kaupenda. „Þótt töffurunum finnist hjólin að mörgu leyti sniðug þá er viðkvæðið hjá þeim: „Ég get ekki látið sjá mig á svona hjóli," segir Ingvar Bjarnason hjá Merkúr, sem flytur inn hjól frá japanska fyrirtækinu Yamaha. „Einn og einn töffari kaupir sér þó svona hjól. Erlendis er aðal markhópurinn ungt fólk. Það sést á bæklingum frá framleiðendum."  Sparneytin og viðhald auðvelt


Hvað er annars svona sniðugt við skutlurnar? 

Af hverju völdu til dæmis Mótorsendlar þetta farartæki þegar þeir stofnuðu Mótorsendla? 
Við spurðum Mumma sem vann að stofnun fyrirtækisins þessarar  spurningar. „Við fengum tvo mótorhausa til að kanna hvaða mótorhjól væru hentugust fyrir okkar  rekstur og þessi hjól urðu fyrir valinu. Þau eru mjög sparneytín, eyða ekki nema 2-3 lítrum á hundraði. Öll uppbygging hjólsins er einfóld. Það er til dæmis ekkert tölvustýringardót í þeim sem gerir það að verkum að hjólin bila síður og viðhaldið er auðvelt. Þau eru á breiðum dekkjum svo slitflöturinn er stærri, dekkin endast því betur," segir Mummi. Kristinn Sveinsson hjá Suzuki umboðinu tekur undir þessar röksemdir og segist vita af heimilisföður í Hafharfirði sem fari til vinnu  sinnar í Reykjavík á skutlunni hvern einasta dag, allan ársins hring. „Hann fyllir tankinn fyrir tvö hundruð krónur og dugir bensínið út alla vikuna og sparar hann sér því umtalsverðar fjárhæðir."
Þegar Vespan var sett á markað í fyrsta sinn var henni ætlað að þjóna  bæði konum og körlum. Enda er það algeng sjón ei'lendis að sjá konur á öllum aldri á léttum bifhjólum. Þau henta okkur konum vel vegna þess hve þau eru létt og síðast en ekki síst þá getum við verið í pilsi á hjólinu. Eg verð að játa að mig hefur lengi langað í svona hjól. Eiginlega alveg frá því ég var smástelpa og sá karl sem bjó í nágrenni við mig aka á Vespu. Það var nú eitthvað annað að sitja í mjúku sæti og geta hvflt fæturnar á palli en hanga á grjóthörðum hnakki reiðhjólsins og þurfa að stíga fótstigið þangað til maður gekk upp og niður af mæði og svo var vindhlífin á Vespunni svo asskoti flott. Eiginmaðurinn gaf henni bifhjól í jólagjöf Það eru ekki margar konur hér á landi sem aka á léttum bifhjólum að staðaldri en þeim fer fjölgandi. Ég frétti af bóndakonu norður í landi sem á skutlu. Fer hún á hjólinu milli heimilis og útihúsa, milli bæja og í kaupstaðinn. Svo er það hún Jórunn Kjartansdóttir, margi-a barna móðir og  amma í Grafarvoginum. Hún hefur notað hjólið þegar hún fer út í búð að kaupa i matinn eða  þegar hún skreppur niður í bæ. Stundum heimsækir hún manninn sinn í vinnuna í Kópavoginum eða fer í heimsókn á Kleppsveginn til barnabarnanna. Það var einmitt eiginmaðurinn sem gaf Jórunni skutluna í jólagjöf og kom henni gjöfin mjög á óvart. „Hann fór með mig á aðfangadagskvöldi niður  á verkstæði þar sem hann gerir upp gamla bíla í tómstundum. Þar stóð hjólið pakkað inn í jólapappír. Hann spilaði meira að segja jólalög meðan ég tók pappírinn utan af hjólinu. Mín fyrstu viðbrögð
þegar ég sá hjólið voru þau að ég sagðist aldrei fara á þetta hjól. Enda var ég fyrst svolítið smeyk en svo hef ég haft ofsalega gaman af þessu," segir Jórunn. Hún segir barnabörnin líka hafa gaman af að fá að sitja aftan á og fara nokkra hringi með ömmu. „A sumrin, í góðu veðri ek ég stundum
bara eitthvert út í bláinn. Það er svo yndislegt að finna loftið leika um sig og svo er maður eitthvað svo frjáls." Jórunn segist yfirleitt mæta tillitssemi í umferðinni. „Menn taka jafnvel smásveig þegar  þeir sjá mig. Það hefur aðeins einu sinni gerst að bfll nánast straukst við mig, það var mjög óþægilegt. Annars held ég mig alltaf yst á vegarkantinum." Þegar Jórunn er á vespunni er hún venjulega í gömlum leðurjakka af syni sínum og leðurbuxum af dótturinni. „Maður verður að vera í leðri ef maður dettur. Ég hef sem betur fer sloppið við það hingað til." Jórunn segist vekja athygli
þar sem hún fer á hjólinu. „Fólk kemur til mín til þess að spyrjast fyrir um gripinn. Einn daginn hitti ég tvær konur á sjötugsaldri sem voru svo áhugasamar um hjólið mitt að þær voru að velta því fyrir sér hvort þær ættu ekki bara að selja bílinn og fá sér svona hjól." Eins og fleiri sem eiga skutlur þá
tekur Jórunn hjólið af númerum á veturna og setur inn í bílskúr en þá tekur frúarbíllinn við.
Valda sjaldnast slysum í umferðinni Það kemur fram hjá viðmælendum mínum að skutlan er afar auðveld í akstri. I öllum nýrri gerðum af léttum bifhjólum er startarinn rafknúinn eins og í bfll og það er sjálf skipt. Eina sem ökumaðurinn þarf að gera er að setjast á faratækið, ræsa og aka af stað - og svo bremsa auðvitað. Hjólið er með öryggisbúnaði eins og stefnuljósum og hemlaIjósum. Og það er meira að segja rúmgott hólf undir sætinu fyrir hjálminn eða annað dót. Þeir sem eiga vespur segja að þær þurfi lítið viðhald ef farið er vel með þær og þær séu stöðugar í akstri. Vespurnar eru líka öruggt tæki í umferðinni ef tekið er mið af því að þessi ökutæki valda sjaldnast slysum. Ef menn detta og fá
hjólið yflr sig þá er það svo létt að það veldur litlum skaða. Hámarkshraði vespa hér á landi er 45 km/klst. Þetta er samkvæmt Evrópskum staðli. Skutlueigendur kvarta gjarnan undan því að þeim fmnist þessi hámarkshraði of lágur því það skapi vissa hættu þegar bííar eru sífellt að taka fram úr.  Eigi þetta sérstaklega við fjölfarnar umferðargötur. Segja þeir að æskilegt væri að geta farið upp í 60
km/klst. á þessum götum. Fór í brúðkaupsferð á Vespu Piaggio Hannes Sigurðsson listfræðingur hefur átt ekta Vespu Piaggio síðan hann var í París árið 1986. A Vespunni fór hann meðal annars í brúðkaupsferð um Frakkland með eiginkonuna Sesselju Guðmundsdóttur aftan á. Kvaðst hann
einnig hafa notað hjólið mikið er hann var tvö ár við nám í London. Þá sagðist hann hafa flutt heilu búslóðirnar á hjólinu. „Eg fór alltaf varlega í umferðinni," segir hann en stundum gátu ökumenn kraftmeiri farartækja ekki stillt sig um að gefa mér tóninn og æptu þá gjarnan: „Get out of the way you bloody worm! Hannes sagði að erlendis séu starfræktir Vespuklúbbar en Vespumenningin sé heill heimur út af fyrir sig. Sagðist hann einnig hafa orðið var við hve mótorhjólaeigendur héldu vel
saman. Máli sínu til sönnunar sagði hann sögu af því þegar hann var að aka á hraðbraut erlendis og hjólið bilaði. „Eg var í stökustu vandræðum því ég kunni ekki að gera við hjólið. Sé ég þá hvar kemur heilt mótorhjólagengi brunandi í áttina til okkar. Þeir voru ekki árennilegir að sjá með stálhjálma og keðjur hangandi utan á sér. Áttum við Sesselja helst von á því að þeir færu að abbast upp á okkur eða eitthvað þaðan af verra. Þess í stað sögðu þeir blíðum rómi: „Hvað er að, vinur?" Fjórir úr hópnum
hófust þegar handa við að gera við Vespuna. Kortéri seinna gátum við haldið ferðinni áfram."
Hannes sagðist hafa sett Vespuna í geymslu þegar hann fór til náms í Bandaríkjunum. Tók hann hana ekki í gagnið aftur fyrr en sjö árum seinna. „Eg dró hana undan drasli þar sem hún var geymd, dældi lofti í dekkin, fyllti hana af bensíni og kom henni í gang, í öðru eða þriðja starti. Þetta segir mikið til um hvflíkur listagripur hér er á ferðinni," segir Hannes stoltur. Næstu tvö sumur á eftir notaði Hannes hjólið fimm til sex mánuði á ári nema síðastliðið sumar. Astæðan er einföld. Það er allt of dýrt að tryggja hjól eins og þetta hér á landi eða jafn dýrt og að tryggja bfl. „Mér finnst þetta fáránlegt," segir hann með áherslu. „Vespan er góður kostur vegna vegna þess hve hún eyðir litlu. Ef það væri hægt að tryggja vespuna aðeins í þá mánuði sem maður er með hana í notkun þá væri það skömminni skárra, en maður verður að greiða tryggingar fyrir heilt ár. Þetta finnst mér mikil skammsýni." Fyrir þá sem langar til að prófa að aka léttum bifhjólum má segja frá því að opnuð hefur verið vélhjólaleiga þar  sem Mótorsendlar eru til húsa á Ránargötu í Reykjavík og á Hvaleyrarbraut í Hafharfirði. Að sögn Jóns Hlíðar Runólfssonar sem stýrir Mótorsendlum þá hafa útlendingar verið að koma með létt  bifhjól til landsins til að ferðast á þeim hér en nú geta þeir og svo landinn fengið hjólin leigð hér á Fróni.
Morgunblaðið 30maí 1998

24.1.98

Mótorhjól í Tokyo


 Það voru ekki aðeins bílar sem dregnir voru á stall á alþjóðlegu bílasýningunni í Tokyó fyrr í vetur því í stórum sýningaskála til hliðar við skálana þrjá sem bilarnir voru í gaf að líta aukahluti annars vegar og sérstaka mótorhjóladeild hins vegar.

    Greinilegt er að það er ekki aðeins í bílunum sem menn eru farnir að horfa til gamla tímans því nú keppast allir mótorhjólaframleiðendur við að bjóða upp á mótorhjól í anda „gamla tímans", hjól í anda Triumph og BSA sem voru vel þekkt hér á landi á árunum i kringum heimsstyrjöldina síðari.

   Þar gaf að líta allt það nýjasta frá heimamönnum: glæsihjól frá Suzuki, Yamaha, Kawasaki og Honda, en líka glæsihjól frá Harley Davidson sem segja má að hafi haldið „stílnum" öll árin. Það var líka greinilegt að Harley er hátt skrifaður í Japan.

Honda

Á sýningarsvæði Honda vakt nýtt „vistvænt" hjól mikla athygli, knúið léttum en aflmiklum bensínmótor og hljóðlátum rafmótor. Sjálfvirkur stýribúnaður skiptir á mUli bensínvélarinnar og rafmótorsins en fjöldi skynjara metur aðstæður og aflþörf hverju sinni.

   Þarna mátti líka sjá FB-S, sem er hugsað sem flaggskip framtíðarinnar, en þar er leitast við að sameina kosti og lipurð skellinöðru og afl og snerpu 400 cc mótorhjóls.

   Fyrir þá sem vilja smíða hjólin sín sjálfir var þarna hjól sem Honda kallar „Dream Kid" og má setja saman ýmsar gerðir hjóla og fjórhjólaökutækja úr þessu smíðasetti. Renoa er nýtt hjól með 124 cc loftkældum eins strokks fjórgengismótor.

   Sportlegu hjólin voru þarna í röðum: FN-1 er léttbyggt sporthjól, án alls prjáls, og CB1300 er flaggskip „nöktu" mótorhjólanna og kemur beint frá CB1000 Super Four. VTR er léttbyggt hjól með V-twin vél, Hornet 600 er 600 cc sporthjól og VFR er með tölvustýrðri innsprautun á eldsneyti.

   CL400RS er hugmynd um „stálriddara" nútímans og Steed er nýtt hjól sem byggt er á grunni 400 cc hjóls með sama nafhi. Þarna mátti einnig sjá hjól sem Honda-menn kalla „valkyrjuna", byggt á 1500 cc, og einnig „fjölnotahjólið" XL250T.

   Í kappakstursdeildinni var NSR500, sigurvegari í GP500-flokki 1977, og NSR250, sem sigraði í „þjóðvegakappakstri" í Japan 1997 í GP250-flokki. Þá voru þar einnig RVF/RC45, sem sigraði í þriðju lotu í 8 tíma endurokeppni í Suzuka, CR250M, FIM Motocross World Championship 250 cc, svo eitthvað sé tínt til af hjólum sem þóttu merkileg í þessari deild.

Yamaha

Yamaha lét ekki sitt eftir liggja varðandi umhverfisverndina og • sýndi nýtt hjól, YXF-Rl, sem er aðeins 177 kíló og knúið ofurléttum 998 cc vökvakældum 4 strokka mótor með tveimur yfirliggjandi kambásum og á að vera mjög sprækt. 

   YZ400 er fyrsta fjögurra strokka motokrosshjólið frá Yamaha og er byggt á sérsmíðaða YXM400F-hjólinu sem sigraði sex sinnum í keppni í 500 cc Motocross World GP og í lokahrinunni í AMA Supercross. WR400F tekur við af YZ400F og með nokkrum endurbótum er það tilbúið í slaginn í endurokeppni.

   XJR1300 er frekari þróun á XJR1200, sem hefur verið kallað „konungur nöktu hjólanna", hjól með snarpt afl, mikiö viðbragð og lipurt í akstri. XJR400R er millistærðarhjól með loftkældri vél en með afl á við það sem stóru hjólin gefa.

   Drag Star Classic er klassísk útfærsla á Drag Star sem frumsýnt var á síðustu sýningu í Tokyo og náði strax mikilli hylli kaupenda. Meðal endurbótanna eru breiðari framdekk, stærri framgaffall, endurbætt stýri og nýtt lag á sæti.

   Majesty ABS er komið með læsivarða hemla á Majesty 250SV sem kemur með diskahemla að aftan á næsta hausti. Majesty 250 er söluhæsta hjólið í flokki 250 cc síðan það kom á markað árið 1995.

   Líkt og í bílunum eru leiðsögukerfin komin á mótorhjólin og hér sýndi Yamaha Serow 225 WE Navi. Meö leiðsögukerfinu á notagildi hjólsins úti í víðáttunni að aukast til muna. GPS-leiðsögutækið er innbyggt í mælaborðið á hjólinu.

   Lanza Super Bikers er með 17 tomma fram- og afturhjól, vegahjólbörðum og stórum aurhlífum. Það er byggt á Lanza-„trailhjóli" með tvígengisvél. RZ50 er sportleg skellinaðra með 50 cc vél og sama viðbragði og hjól með tvígengisvél. Til að bregðast við þjófunum var sýnd önnur 50 cc skellinaðra, Jog, sem var með samlæsingu til að angra þjófana.

   Reiðhjól með hjálparafli voru einnig til staðar í sýningardeild Yamaha. PAS Compact DX er með baki á hnakknum til að gera hjólreiðaferðina þægilegri og mjög auðvelt er að stíga á og af baki vegna þess hve stellið er U-laga.

Kawasaki 

Eliminator 250 V er hjól frá Kawasaki sem nýtist jafnt í innanbæjarsnatt og til langferða á þjóðvegum

   KLX250 er þróað framhald af KLX250SR, sem kom fram á árinu 1993, og ES sem kom fram 1994. Nýja gerðin státar af nýjum startara og stafrænu mælaborði. D-Tracker er skemmtileg útfærsla á hinu nýja KLX250 og ZRX kemur nú með hljóðdeyfi úr áli og radíalhjólbarða.

   Þá sýndi Kawasaki nýjar útfærslur af Ninja ZX-6R, Ninja ZX-9R og Vulcan 1500 Classic Tourer.

Suzuki

Nýtt hjól frá Suzuki, Sky Wave, er „ofvaxin" skellinaðra meö 250 cc vél. Vegna afls og stærðar er Sky Wave frekar hugsað fyrir fullorðna til bæjarsnatts, jafnt og helgarferða.

   TL1000R er nýtt V-twin-hjól sem hannað er fyrir alvöru-súperkeppni. Intruder LC er stórt V-twin-hjól sem hannað var í Bandaríkjunum. Fyrir þá sem vilja eftirlíkingu af kappaksturshjóli til að leika sér á í umferðinni er GSX-R750 svarið. Það er búið rafeindastýrðri beinni innsprautun á eldsneyti.

   DJEBEL 250 GPS er, að sögn Suzuki, fyrsta mótorhjólið með GPS- staðsetningarkerfi en áður var búið að fjalla um fjallahjöl frá Yamaha með GPS.

Hariey-Davidson

Á næsta ári verður Harley- Davidson 95 ára. Harley, sem er þekkt fyrir að vera leiðandi fyrirtæki í mótorhjólabransanum, jafnframt þvl að vera með lengsta sögu að baki, sýndi í Tokyo 1998- afmælisárgerðirnar. Þar á meðal mátti sjá þrjú Electra Glide FT-hjól: FLHTCU-I Electra Glide Ultra Classic Injection, með 1340 cc vél og stóru og góðu sætísbaki fyrir langferðirnar. FLHRC-I Road King Classic Injection, hjól með sæti úr ekta leðri, risastórri vindrúðu og vélarhlíf og FLHTCUI-I S/C Electra Glide Ultra Classic Injection Sidecar.

   Þá mátti einnig sjá 1998-árgerðir af nýjum hjólum úr Herigate Softail FLST-seríunni, FLSTF Fatboy og FLSTS Heritage Sprinter. Fatboyhjólið er ekki með neina teina í hjólum sem eru eins og diskar. Fatboy er auk þess með nýtt útlit á útblástursrörum sem minnir á haglabyssu.

   Heritage Sprinter er með tvöföldu útblástursröri meö breiðum stút. Ljósin eru í anda „gömlu" hjólanna og hlífar eru með kögri eins og landnemajakkarnir á tíma „vilta vestursins".

   Vegna afmælisins á næsta ári var mikið gert úr sögu Harley-Davidson á sýningunni í Tokyo með myndasýningum og sýningu á gömlum hjólum. -JR 

 DV
24.janúar 1998

4.1.98

Á evrópskum fjöldasamkomum mótorhjólamanna

Sniglar á meginlandinu:

Nýjasti þátturinn í starfi Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigla, er aðild að EMA, Evrópska mótorhjólasambandinu, og er greinarhöfundur fulltrúi snigla í EMA. Á árinu 1996 sótti hann tvo stórviðburði á mótorhjólavísu sem EMA tók virkan þátt í, Eurodemo og IFMA-sýninguna í Köln. Eurodemo er heiti á árvissum mótmælum mótorhjólafólks, sem haldin eru i Brússel, höfuðborg Evrópusambandsins, en IFMA er stærsta alþjóðlega mótorhjólasýningin í Evrópu.





20 þúsund mótorhjól á Eurodemo

Í haust sem leið bar Eurodemo upp á 31. ágúst.
Greinarhöfundur var þá í mótorhjólaferð um Evrópu ásamt Kristrúnu Tryggvadóttur, sem einnig er snigill. Ákveðið var að enda ferðina í Brussel. Um leið og nær dró Belgíu varð okkur ljóst að eitthvað mikið stóð til, því að mótorhjól voru á hverri bensínstöð og um alla vegi, og þá oft í stórum hópum. Fólk var komið alls staðar að, frá flestum löndum Afriku og Bandaríkjunum. Mótshaldið sjálft fór fram á herstöð belgíska hersins og þar var ýmislegt á boðstólum. Í einu skýlanna fór fram mótorhjólasýning, í öðru tónleikar, i þriðja voru básar þar sem selt var ýmislegt sem viðkom mótorhjólum, og svo má lengi telja. Um 20 þúsund mótorhjól sóttu þessa samkomu og áætlað var að milli 50 og 60 þúsund manns hefðu komið gagngert til að verða vitni að þessum viðburði.Eins og búast má við krafðist hópkeyrsla af þessari stærðargráðu góðrar skipulagningar. Í byrjun var safnast saman á hjólunum á risastóru bílastæði við hraðbrautina. Á tilsettum tíma var svo lagt af stað í ákveðinni röð. 

Hópkeyrslan sjálf tók rúma tvo tíma og leiðinni sem ekið var lokað fyrir annarri umferð á meðan. Hávaðinn í mótorhjólunum á inngjöf og flautum, þegar ekið var framhjá Evrópuþinghúsinu, var svo yfirþyrmandi að maður fékk hellu fyrir eyrun þrátt fyrir þéttan og góðan hjálm. Ef einhverjir hafa staðið óslitið við ökuleiðina hefur hjólaröðin verið um tvo og háifan tíma að fara fram hjá þeim. Óhætt er að segja að uppákoman vakti mikla athygli fjölmiðla, enda voru sjónvarpsmyndavélar og hljóðnemar á hverju strái. Við vorum einu fulltrúar íslands að þessu sinni, en búast má við fleiri héðan í ár.

Mótorhjólasýningin í Köln

Dagana 2. til 6. október var haldin hin árlega IFMA-sýning í Köln, svo sem DV-bUar hafa þegar sagt frá. Þangað kemur um það bil hálf miUjón gesta og var greinarhöfundur einn þeirra, um leið og hann fór á haustfund EMA sem var með bás á sýningunni þar sem aðildarfélögin kynntu starfsemi sína, þar á meðal Sniglamir. 

Á sýningunni sýndu allir helstu framleiðendur mótorhjóla með áherslu á nýjustu gerðimar. Japanir voru fyrirferðarmiklir auk Harley Davidson og Triumph, en gaman var að sjá að ítölsku mótorhjólin fengu sitt. Mikið var einnig um framleiðendur ýmissa aukahluta í og á mótorhjól, en það er mjög stór hluti af mótorhjólaiðnaðinum. Krómið sem sást á sýningunni mætti eflaust mæla í tonnum. Einnig var mikið um fyrirtæki er sérhæfa sig í hinum einstöku þáttum eins og dempurum, blöndungum og þess háttar. Þama vom líka framleiðendur hlifðarfatnaðar og var Kevlar- og Goretex-línan áberandi. Hjálma mátti finna í þúsundatali og mikið var einnig um sérhæfða framleiðslu eins og til dæmis tölvubúnað og bekki til hestaflamælingar.  

Nýjasta nýtt

Það sem mesta athygli vakti var auðvitað nýjustu módel hinna stóru.

 Beindust flestra augu að nýjustu gerðunum þremur- frá Hondu en það eru hið öfluga CBR 1100XX Super Blackbird, VTR 1000F Firestorm sem er til alls líklegt, og hið fyrirferðarmikla F6C Custom.

 Ellefuhundruð hjólið er það öflugasta á markaðinum í dag, 168 hestöfl krauma í iðrum þess en ytri hönnun tekur mið af NSR-hjólinu og er það mjög straumlínulagað.
 Fyrirferðin á Custom-hjólinu er all rosaleg. Það er í raun og veru sex strokka gullvængur sem búið er að strípa og setja fullt af krómi í staðinn, samt er þetta 309 kílóa hlunkur.


Fallegasta hjól sýningarinnar var að mínu mati nýja þúsund hjólið en það er eftirlíking af hinu fræga Ducati-hjóli.

Vélin er mjög svipuð, tveggja strokka V-mótor með 90 horni. Það er frekar létt, 189 kíló fulltankað og hefur 110 hesta til að spila úr. Suzuki var einnig með svipaða Ducati-eftirlíkingu á sýningunni. Kawasaki hafði upp á lítið nýtt að bjóða og eins má segja um Yamaha og Harley Davidson, þar eru hefðbundin gildi í fyrirrúmi og ekki tekin áhætta með nýrri hönnun. Triumph hafði aftur á móti breikkað nokkuð hjá sér framleiðslulínuna.

Vantar eitthvað nýtt

Þrátt fyrir stóra og flotta sýningu var samt eitthvað sem vantaði og olli vonbrigðum. Það var einmitt það að maður var búinn að sjá langflest af því sem fyrir augu bar áður. Það vantar að mótorhjólafyrirtækin taki meiri áhættu í hönnun svo að fólk fari nú að sjá eitthvað nýtt. Þetta var gegnumgangandi hjá öUum framleiðendunum. Sýningin sjálf var hins vegar glæsUeg og mikið lagt í hana í heUd og einstaka bása, t.d. var Hondu-básinn 500 fermetrar, Vonast bara tU að sjá eitthvað riýtt á næsta ári. 

Njáll Gunnlaugsson
DV 4 janúar 1997

6.9.97

Harley gleður augað


Óskar Þór Kristinsson á Harley Davidson mótorhjól. Hann segir ákveðinn lífstíl fylgja því. Ekki sé sama hvernig hann sé klæddur á hjólinu. Allt þurfi að vera Harley.



Sunnudagshjól 

Hvað þýðir að eiga Harley Davidson mótorhjól? „Það er ákveðinn lifstíll. Þú ert náttúrulega að borga helmingi meira fyrir hjól af þessari gerð heldur en önnur hjól. En þetta er engu líkt." Er þetta draumurinn? „Já, hiklaust." Hvernig er hægt að nýta svona hjól á íslandi? „Það er eins og það er. Sumarið er stutt og oft erfitt. Ég tími ekki að nota það í hvaða veðrum sem er. Nota það bara „spari". En ég nýti það að vísu á annan hátt, með því að lána hjólið til sýninga og svoleiðis. Mér finnst nefnilega gaman að gleðja mín augu og annarra. Hjólið gerir það að vissu leyti. Hluti af því að eiga Harley er að stilla hjólinu upp og dást að því."


Fimm mótorhjól og einn fornbíll 


Þú átt fleiri mótorhjól, er það ekki? „Jú, ég á fimm önnur og einn fornbíl. Þetta er allt svona sixtís. Harleyinn er auðvitað frá þeim tíma líka." Hvaða hjól notar þú mest? „Það er 89 módel af Yamaha Racer. Ég tími miklu frekar að nota það en Harleyinn. Get notað það í öllum veðrum." Standa þá einhver hjól óhreyfð hjá þér árið um kring? „Það er alltaf eitthvað um það. Þau eru samt öll á númerum núna. Það er bara dálítið dýrt að hafa það þannig." En afhverju mótorhjól? „Sú della hefur alltaf verið til staðar. Hún er sennilega komin úr öðru lífi. Ég ætlaði meira að segja að taka eingöngu mótorhjólapróf en ekkert bflpróf. En ég varð að taka bæði. Mér hefur aldrei þótt gaman að keyra bíl."


Lífsstííl sem krefst fórna 


Þessu fylgja töluverð útgjöld? „Já, en ég læt mig hafa það. Ég er á sjó og það er ekki alltaf gaman. Gott að hafa áhugamál eins og þetta. Lífsstíllinn krefst fórna. Það má segja það. Ég er líka alltaf að kaupa einhverja aukahluti á hjólið. Á nánast allt sem hægt er að fá á það." Valdir þú sjálfur litinn á það? „Já, ég gerði það. Þessi svarti og dökkrauði litur hefur alltaf höfðað til mín." Hvaða tegund er hjólið? „Það er Harley Davidson linhali árgerð 1989. Dempararnir á því eru undir hjólinu, ekki til hliðar. Mér finnst það fallegra. Það skapar betri heildarmynd." Er hluti af þessu að hafa hjólið gljáfœgt?
Það er ekki gaman að þessu öðruvísi. Það verður að vera hreint." Fá einhverjir aðrir að taka í? „Aðeins fáir útvaldir. Það eru innan við fimm sem hafa keyrt það." Hvað með mótorhjóladressið sjálft? „Það þýðir ekkert annað en vera í Harley dressi. Ég á jakka, stígvél, hanska, hjálm, gleraugu, belti og ýmislegt fleira. Maður verður að vera rétt klæddur á hjólinu."

Að eiga Harley er ákveðinn lífsstíll.
Það krefst þess að mótorhjóladressið sé líka Harley.
HBG 
Dagur-Tíminn
Laugardagur 6. september 1997