11.2.95

„Mikið vildi ég að ég ætti gamla mótorhjólið mitt ennþá"

Matthías Bjarnson, alþingismaður Vestfirðinga og fyrrum mótorhjólamaður:



Matthías Bjarnason alþingismaður er einn þeirra sem sæmdur hefur verið heiðursfélagatign í Vélhjólafélagi gamlingja. Hann átti breskt Rudge
Special mótorhjól, sem ungur maður á Ísafirði í byrjun seinna stríðs. Hann fékk hjólið á  stríðsárunum með fiskflutningaskipi frá Fleetwood.

„Ég vann þá sem skrifstofumaður við útgerð og var í miklum kontakt við menn hjá fyrirtæki sem hét Boston Deepsea Company og einn kunningi minn þar útvegaði mér þetta hjól. Það var pínulítið notað en afskaplega fallegt og kraftmikið," segir Matthías.  Matthías er aldursforseti Alþingis, en hann er fæddur 1921.
En hvernig kom til að hann varð heiðursfélagi í gamlingjaklúbbnum?
„Eftir að bókin Járnkarlinn kom út hafa þessir ágætu menn séð mynd af mér á mótorhjóli, en ég stundaði með mikilli prýði þennan akstur ásamt nokkrum vinum mínum vestra snemma í síðasta stríði," segir Matthías. „Þessir heiðursmenn sendu mér ákaflega vinsamlegt bréf og tilkynntu mér að ég hefði verið kjörinn heiðursfélagi í mótorhjólaklúbbi gamlingja.
Þeir sendu mér stórt og mikið heiðursmerki með bréfinu, sem ég gladdist mjög yfir að fá.
Það rifjar upp fyrir manni þetta uppátæki sem ég stundaði í þónokkurn tíma, en mikið vildi ég að ég ætti ennþá gamla mótorhljólið mitt."
Matthías seldi mótorhjólið eftir nokkur ár og hefur alltaf saknað þess.
„Ég mundi vilja gefa stórfé fyrir það ef ég vissi af því einhversstaðar ennþá sæmilega heilu," segir hann.
 Mótorhjól voru ekki algeng á Ísafirði á stríðsárunum, en Matthías segir að þó hafi 5-7 strákar átt hjól. Matthías og félagar voru ekkert frábrunir mótorhjólamönnum í dag, þeir kepptu í hraðakstri hver við annan og fóru þá ekki alltaf mjög varlega.
„Það var oft kappakstur og heyrðist hátt í þessum mótorhjólum. Við vorum oft ekki par vinsælir á ísafirði þegar við vorum á hjólunum seint að kvöldi eða í byrjun nætur. Maður er að álása ungum mönnum í dag, en það verð ég að viðurkenna að það var ekki farið af sumum okkar mjög varlega, en svo urðu menn fullorðnir og þá fór ég að vera skaplegri í akstrinum," segir Matthías Bjarnason, alpingismaður og heiðursfélagi í mótorhjólaklúbbi gamlingja.

27.11.94

Verðlaunasæti í vélhjóla kappakstri í Englandi


 (Fyrri Hluti.)  20.11.1994

Þrír menn tóku sig saman haustið 1993 og stofnuðu lið sem hefur þann tilgang einan að stunda  kappakstur á vélhjólum. Liðinu var valið nafnið "Team Iceland Endurace Racing" og hefur síðan í daglegu tali verið kallað "Team Iceland".

Þetta voru þeir Þorsteinn Marel, Karl Gunnlaugsson og Unnar Már Magnússon, en þeir hafa allir verið framarlega í keppni á mótorhjólum síðasta áratutg.

Stefnan var tekin á England.

Það er gamall draumur margra vélhjólamanna að fá að spreyta sig í kappakstri á þar til gerðri
braut. Það er varla hægt að kalla tilburði okkar hér á klakanum undanfarin ár „alvörukappakstur" því aðstæður hafa ekki gefið tilefni til stórra afreka. „Þegar við ákváðum að spreyta okkur í keppni erlendis varð þolkeppni, eða „endurance", fyrir valinu að vandlega athuguðu máli," segir Þorsteinn
Marel, betur þekktur sem Steini Tótu. „Þar kemur liðsheildin, skipulagið og undirbúningurinn
mönnum til góða til jafns á við kosti ökutækisins. Góð liðsheild getur náð árangri í slíkri keppni
án gífurlegs kostnaðar".

Fyrlrkomulag

„endurance"-keppni „Endurace"-keppni er sett þannig upp að hvert lið rekur eitt ökutæki, hjól eða bíl, og er keppt í minnst 6 klukkustundir og allt upp í 24 klukkustundir, eins og t.d. Le Mans 24 tíma kappaksturinn, sem er hvað þekktastur af svona keppnum. í keppni verða að vera minnst þrír ökumenn um hvert hjól sem skipta akstrinum á milli sín, en markmiðið er að koma því sem flesta ekna kílómetra á þeim tíma sem keppnin er hverju sinni."

Undlrbúningur

Að sögn Steina var ráðist var í að velja keppni í september 1993 og fyrir valinu varð 6 tíma keppni í Snetterton á Englandi, Snetterton Enduro 500, sem halda átti 25. júní '94. Undirbúningstíminn var síst of langur, því margir þættir sem sýnast ekki merkilegir í upphafi geta verið ótrúlega tímafrekir og kostað mikla vinnu þegar upp er staðið. Upphaflega var ákveðið að nota í keppnina keppnishjól Unnars Más, Honda CBR 600, sem hann hafði smíðað og keppt á bæði hérlendis og erlendis með góðum árangri. Við nánari skoðun var horfið frá því vegna þess að hagstæðara og hentugra var að leigja tilbúið hjól úti fyrir hverja keppni. Eftir margra mánaða bréfaskriftir og fjölda útfylltra eyðublaða fékkst hjól hjá Ron nokkrum Grant, en honum hafði Unnar kynnst á keppnisferð sinni um
England áður. Hann átti eftir að reynast liðsmönnum ómetanleg hjálp í keppninni og að þeirra sögn hefur reynsla hans líklega fleytt þeim upp um tvö til þrjú sæti í keppninni.


Margir stuðningsaðilar 

Kostnaður við keppnina var u.þ.b. 150.000 kr. og til að fjármagna ferðina seldi Iceland Team happdrættis- og lottómiða til að skrapa saman aurum. Einhverjir hafa þó haft trú á þeim félögum því happdrættið gekk ágætlega og einnig fengust bein framlög, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum og vilja þeir félagar koma á framfæri þakklæti til Glóbus, Skeljungs, Hjólbarðaverkstæðis Sigurjóns, Honda á íslandi, Suzukihjóla-umboðsins, Merkúr, Orku hf., Tímaritinu 3T. o.fl

Strangar æfingar

Vetrinum var eytt við líkamsrækt og æfingar á torfæruhjólum, en eiginlegar æfingar á braut hófust ékkt fyrr en þremur dögum fyrir keppni. „Unnar Már fór utan viku á undan okkur Kalla til að ganga frá lausum endum," segir Steini, „en til aðstoðar fóru einnig systurnar Hella, unnusta Unnars, og  Marta Svavarsdætur. Hörður Lýðsson aðstoðaði einnig, en hann stundaði nám við kappakstursskóla á brautum Englands þetta sumar. Leiguhjólið reyndist hálfþreytulegt, enda nýkomið úr æfingaakstri á eyjunni Mön, en við vorum svo hamingjusamir með að vera komnir svona langt að við létum útlit þess ekkert á okkur fá. Nú skyldi æft! Æfingar fyrsta daginn gengu stóráfallalaust og kom það okkur á óvart hvað við vorum með svipaðan brautartíma, en það þykir mikill kostur í svona keppni. Um kvöldið var farið með hjólið um 100 km leið á verkstæði Ron Grants því daginn eftir átti að hefiast handa við að skipta um vél í því. Það átti að gerast snöggt og örugglega og síðan átti að nýta daginn í að tilkeyra vélina og æfa ökumennina. Svo fór þó ekki því fyrir utan vélarskiptin þurfti að gera á hjólinu ýmsar breytingar vegna auka olíukælis, smíða hentugra sæti, semja um kaup á 10 dekkjum og sækja þau um 200 kílómetra Ieið. Einnig vantaði löglega keppnisskó, hjálm, ökuhanska. Þá var gerð dauðaleit að bremsuklossum sem endast myndu keppnina undir þessu álagi og á endanum komst hjólið ekki saman fyrr um sexleytið á föstudagsmorgun, þó fjórir menn ynnu á fullu í málinu."
Brautarlærdómurinn fór því fyrir lítið þennan dag, því eftir sex tíma svefn tók við þriggja tíma
akstur til Snetterton. Það vildi þeim til happs að sjónvarpsstöðin BBC var að taka upp þátt um
keppnina og því hafði einum klukkutíma verið bætt við æfingatímann. Því náðu þeir Þorsteinn og Karl að tilkeyra nýju vélina - hvor sínar 20 mínúturnar.
■ Haraldur Ingþórsson

______________________________________________________________________


27.11.1994

(Síðari hluti) Verðlaunasæti í vélhjólakappakstri í Englandi Keppnin sjálf.


ÞRÍR menn tóku sig saman haustið 1993 og stofnuðu lið sem hefur þann tilgang einan að stunda kappakstur á vélhjólum. Liðinu var valið nafnið "Team Iceland Endurance Racing" og hefur síðan í daglegu tali verið kallað "Team Iceland". Þetta voru þeir Þorsteinn Marel, Karl Gunnlaugsson og Unnar Már Magnússon en þeir hafa allir verið framarlega í keppni á mótorhjólum síðasta áratug. Stefnan var tekin á England.

"Við fórum í býtið næsta dag á brautina til að ná góðum stað í pyttinum, en þar hittum við Ron og var hann búinn að koma sér vel fyrir með sín tól og tæki. Þá rann upp fyrir okkur hversu mikils virði það var að hafa slíkan mann með okkur í liði. Hann byrjaði daginn á að raða niður verkefnum á alla, skipulagði hver ók hvenær og hvað lengi, setti upp tímatöflu, stöðu í keppninni, bensínáfyllingar og gekk í raun og veru frá öllu sem máli skipti.

Hellirigning var þennan morgun svo allir voru á fullu við að setja regndekk undir hjólin, en þegar upphitunartíminn fyrir keppnina var hálfnaður stytti upp. Þá ruku allir í að skipta aftur, korteri fyrir ræsingu.

Kampakátir í 3. sæti
Aðstoðarmenn Team Iceland unnu þetta allt eins og þeir hefðu aldrei gert annað og undir verkstjórn foringjans Ron Grants gekk allt svo vel að við fórum að trúa að við gætum jafnvel klárað þessa keppni."

Mestu afföllin í fyrstu hringjunum

"Ákveðið var að Kalli keyrði fyrstu vaktina úr rásmarkinu og koma inn eftir um 40 hringi.

Ennþá rigndi aðeins og stórir pollar á brautinni og því mikilvægt að fara varlega í byrjun, því yfirleitt eru mestu afföllin í fyrstu hringjunum þegar menn eru að berjast um sæti.

Við biðum í ofvæni eftir útkomunni úr fyrsta hring. Okkar maður kom svo í loftköstum eftir beina kaflanum í 9. sæti. Á fyrsta klukkutímanum vann hann sig svo hægt og bítandi upp í 5. sæti.

Flaug á hausinn á 100 km hraða


"Fyrsta skiptingin gekk ótrúlega vel fyrir sig þar sem athugun og smurning á keðju og skoðun á bremsum og dekkjum tók ekki nema um 25 sekúndur.

Ég var þó ekki fyrr komin út á braut en vandræðin hlóðust upp," segir Steini. "Ég var með nýjan hjálm sem fylltist af móðu og hálfblindur flaug ég á hausinn á 100 km hraða, enda rataði ég ekkert um brautina. Ég slapp með skrekkinn og einu skemmdirnar voru ónýtur tíu mínútna gamall regngalli og vélarhlífin laskaðist þannig að það smitaði aðeins olíu.

Þessar hremmingar kostuðu okkur hrap niður í 10. sæti, en þegar brautin þornaði, um 20 hringjum síðar, sóttum við verulega á."

Ekki fyrir taugaveiklaða

"Önnur skiptingin gekk einnig frábærlega fyrir sig og Unnar Már stóð sig eins og hetja. Þá var farið að færast fjör í leikinn og það tekur verulega á taugarnar að taka fram úr á yfir 200 km hraða og fara í beygjurnar á 170-180.

Kalli tók við þriðju skiptingu á um 20 sekúndum og þá sáum við að samvinna liðsins í pyttinum skilaði sér til jafns á við góðan akstur. Við vorum jafnvel farnir að hugsa um verðlaunasæti, þó enginn þyrði að nefna það upphátt.

Ron réð okkur frá að eyða tíma í dekkja- og bremsuskipti og hlýddum við því, enda sáum við að önnur lið töpuðu mörgum hringjum á því."

Enduðum í 3. sæti

"Ekki náðist að klára keppnina á sjötta hlutanum því Unnar varð að koma inn sökum bensínleysis. Kalli tók svo við og ók síðustu 10 mínúturnar áður en flaggað var út.

Við enduðum í 3. sæti í 600-flokknum og í 5. sæti yfir heildina. Liðið var allt hálfdofið til að byrja með, en síðan sprakk allt út í taumlausri gleði."

Það voru því stoltir Íslendingar sem stigu á verðlaunapall og tóku við verðlaunagripum og hamingjuóskum frá keppnisstjóra. Einnig fékk liðið sérstök verðlaun fyrir frábært samstarf í pyttinum, en eftir því var tekið hve vel gekk að þjónusta hjólið alla keppnina.

Steini Tótu segir að þessi fyrsta tilraun sýni það að Team Iceland Endurance Racing sé búið að sanna sig og allt verði lagt undir að ári. Þá láti menn sér ekki nægja að ljúka keppni, heldur verði stefnan sett á 1. sætið.
■ Haraldur Ingþórsson

Morgunblaðið 20.11.1994 og 27.11.1994