15.9.93

Met í stökki á vélhjóli bætt um sjö metra um síðustu helgi




Stökk 34 metra í Njarðvíkurhöfn


Njarðvík.
„ÞETTA var rosaleg tilfinning og eitthvað það æðislegasta sem ég hef gert," sagði Jóhannes Sveinbjörnsson ofurhugi úr Njarðvík eftir að hann hafði stokkið 34 metra á vélhjóli sínu í Njarðvíkurhöfn á sunnudagskvöldið. „Ætlunin var að slá metið sem Árni Kópsson setti þegar hann stökk 27 metra í Reykjavíkurhöfn og það tókst," sagði Jóhannes ennfremur. 

Jóhannes, sem er 21 árs, og aðstoðarmenn hans höfðu ekki auglýst þetta uppátæki en engu að síður var talsverður fjöldi áhorfenda sem kom til að fylgjast með stökkinu sem hafði spurst út. 
Það var svo um hálf níu sem Jóhannes settist á vélfák sinn, sem er Yamaha 175 árgerð 1982, og geystist af stað. Stökkið var tilkomumikið og allt fór vel en það tók kafara nokkurn tíma að finna hjólið því djúpt er í höfninni og skyggni var orðið takmarkað. - BB  
Morgunblaðið 15.9.1993

28.8.93

Endurodagur" í Grafningnum

Hópurinn þáði kakó í Grafningnum í boði
Kolbeins Pálssonar  sem er betur þekktur sem
„Kolli í Suzuki" og stendur hér í Ijósri peysu
hægra megin. í miðjunni  situr aldursforsetinn i
ferðinni, Baldur Bjarnason,  en við hlið hans
 stendur Jón Magnússon.

 Mótorhjól njóta sífellt meiri vinsælda og þeim fer stöðugt fjölgandi sem vilja frekar eiga sérhönnuð mótorhjól til að takast á við grýtta vegarslóða og sérhannaðar keppnisbrautir. 


Þessi torfæruhjól kallast „endurohjól" meðal mótorhjólamanna og eru helst frábrugðin venjulegum götuhjólum í því að þau eru með slaglengri fjöðrun og eins eru þægindin minni en á hjólum sem ætluð eru til að renna eftir malbikinu.
Laugardaginn 21. ágúst efndi Suzuki umboðið hf. til endurúdags og bauð til kakódrykkju í blíðskaparveðri í Grafningnum.

Fréttaritari DV-bíla í mótorhjólaheiminum brá sér með í ferðina á Suzukimótorhjóli sínu. Þarna voru mættir um tuttugu hjólamenn á öllum aldri og drukku kakó í boði Kolla í Suzukiumboðinu. Að því loknu var ekinn slóði sem liggur frá Grafningi inn á Hellisheiði en þaðan liggja slóðar í margar áttir.
Hér eru nokkrir félaganna á ferð á Hellisheiðinni.
 Jón Magnússon fer hér fyrstur yfir lækinn
Af Hellisheiðinni var ekið eftir grýttum raflínuvegi að Kolviðarhól og þaðan að Litlu kaffistofunni. Þaðan lá leiðin á æfingarsvæðið sem motokrossmenn hafa við Bláfjöllin. Það vakti athygli fréttaritara hve aldurshópurinn var breiður og er þetta sport greinilega fyrir alla spræka stráka því elsti þátttakandinn í ferðinni var 58 ára gamall en flestir voru á aldrinum 25-35 ára.
Einnig vakti afhygli hve menn voru almennt í góðum göllum sem eru sérhannaðir fyrir utanvegaakstur (með plasthlífar til hlífðar hnjám, olnbogum, herðum og með sérstaka vörn fyrir bakið). Ferðin þótti takast vel og er greinilegt að „endurohjólamennska" er á uppleið á íslandi, enda skemmtilegt sport þótt erfitt sé. -HJ

DV
23.8.1993