4.12.92

Landsmót Snigla 1992 í Trékyllisvík (Ferðasaga)

Fyrsta alvöru Götuhjólareynslan!.

Árið er 1992 ég er núbúinn að eyða öllum mínu aurum í 4 ára gamalt mótorhjól af gerðinni Honda VFR750F 1988, Verslaði það af Hirti nokkrum Líklegum og lét hann hafa Endúróhjólið mitt í milligjöf og einhvern aur. Nú skyldi prófa að keyra götuhjól!
 Nýjan Svartann Jaguar leðurgalla keypti ég, en gamli Lazer hjálmurinn af pyttaranum var notaður áfram.  Ný leðurstígvél með stáltá komu sér ágætlega þegar grjótin spíttust í mann á malarvegunum.  Hjólið var gott,,,þ.e. Snilldar hjól þess tíma og ég átti í engum vandræðum með að bruna á því frá Reykjavik til Bakkafjarðar.  Þar sem ég bjó á þessum tíma.
Taldi ég mig vera búinn með eldskírnina með því ferðalagi, en á þeim tíma var líklega meira en helmingur leiðarinnar frá Reykjavík til Bakkafjarðar malarvegur.
Að sjálfsögðu var maður orðinn Snigill eins og alvöru hjólarar voru og  nú var farið að styttast í Landsmót Snigla en Landsmót það árið var haldið í Trékyllisvík á Ströndum, og hafði ég ekki hugmynd hvar þar var og þurfti að kíkja á landakortabók til að finna það út.
Það var ekkert Google maps né google þá....

27.8.92

Hin íslensku Bif-blíunöfn


Sniglar númer 499; Útsölusnigillinn, öðru nafni,
Vésteinn, og 561; Psycho, Guðmundur, sem segist
 einhverra hluta vegna hafa hlotið þetta viðurnefni
 frá vini sínum Vésteini.

Gústi skrækur, Óli losti, Prófessorinn, Bjössi túpa, Hesturinn, Púkaló, Skölli. Þetta eru ekki nöfn á teiknimyndasöguhetjum sem sprella, berjast, þeysast, frekjast og bugast. Nei, þetta eru nöfn á Sniglum sem þeysa á mótorhjólum eftir götum borgarinnar, 

Riddarar götunnar.

    Það er hin besta skemmtun að komast í bif-blíu Bifhjólasamtaka lýðveldisins, eða símabók Sniglanna, því að baki þessum furðunöfnum eru oftar en ekki skemmtilegar sögur, sumar örlítið kvikindislegar, enda menn oft ungir og lausbeislaðir þegar þeir ganga til liðs við samtökin. Nokkrum árum síðar vilja sumir hverjir síður gefa upp af hverju þeir ganga undir þessum nöfnum.
    Einn hinna ungu Snigla ber nafhið Útsölusnigillinn. Ástæðan er að hann er Snigill númer 499, — semsagt á útsöluprís. Gústi skrækur heitir í raun og veru Ágústa. Viðurnefni hennar kom til af því hvað hún var stráksleg þegar hún byrjaði í samtökunum og miðað við strákslegt útlit hafði hún fremur skræka rödd. Nú hefur hún tekið út vöxtinn og er hin blómlegasta en losnar ekki við viðurnefnið. Óli losti á mörg börn með jafnmörgum konum og er að auki alltaf að fikta í rafmagni. Bjarni er Prófessorinn vegna þess hve hann er mikill grúskari. Hesturinn, hann Einar Rúnarsson, keyrði einhvern tíma niður hest og fortíðin eltir hann. Bjössi túpa er alltaf í röndóttum leðurfötum, ekki ólíkt Signal-tannkreminu. Tveir Hirtir innan samtakanna bera nafnið Hjörtur líklegur og Hjörtur ólíklegur, sá fyrrnefndi fékk viðurnefnið vegna þess hve hann taldi marga hluti líklega og sá síðarnefndi, sem gekk á eftir honum í bifhjólasamtökin, hlaut því að vera ólíklegur. Guðmundur Magnússon ber viðurnefnið Skölli því þegar hann brosir segja menn hann líkjast skötusel, hann sé ekki með 32 tennur eins og flestir heldur 60. Sköllína er hans frú. Jeppinn hennar Bryndísar er Hlöðver H. Gunnarsson. Skýringin er einföld; kona hans heitir Bryndís. Stykkið, eða María Garðarsdóttir, fékk viðurnefnið þegar hún afklæddist leðurgallanum einhvern tíma á einhverri útihátíð fyrir norðan. Kom þá í ljós að það var heljarinnar stykki fyrir innan klæðin. Karl Gunnlaugsson fékk viðurnefnið Tá-G Racing eftir að hann tók þátt í mótorhjólakeppni á Bretlandi sem bar nafnið K-G Racing. Skömmu síðar varð hann fyrir því að missa tvær tær. Því sómdi nafhið sér Tá-G betur og menn bráðöfunda hann af því að af honum er 20% minni táfyla en öðrum. Sonja Schwantz heitir síðara nafninu í höfuðið á heimsþekktum mótorhjólakappa, því þótt hún sé aðeins á 20 kílómetra hraða á hjólinu er alltaf eins og hún sé á yfir 100 kílómetra hraða þar sem hún liggur flöt fram á hjólið. Og síðast en ekki síst verður að nefna Hermann heilalausa, eða Hemma Steel eins og hann er einnig oft nefndur. Miklar deilur hafa staðið um hvort hann hafi heila eður ei, en það þykir nú afsannað að hann sé án heila, því hann lenti í árekstri fyrir skömmu og fékk þá heilahristing!

Pressan 
27.8.1992

20.8.92

TEXAS, NEVADA, REYKJAVÍK



Í HAAAAAA!!!!!


Steini Tótu, Eyjapeyi, hljóðmengunarráðunautur, útihúsavörður Grjótsins og snigill númer #161, kvaðst ekki alveg tilbúinn að leggja hjólinu sínu fyrir vélnautið sem nú er búið að koma upp á rokkstaðnum Grjótinu. Hins vegar væri það kærkomið á kvöldin og í rigningarsudda. Afar sjaldgæft er að slík naut sjáist á rokkstöðum en þeim mun algengara að þau sé að finna á svokölluðum kántrístöðum í Bandaríkjunum, sérstaklega í Texas, Nevada og nálægum fylkjum.  
Og nú er það komið til Reykjavíkur. 

„Þetta er helv... erfítt. Tekur alveg rosalega á handlegginn sem maðurheldur sér í með," sagði Steini Tótu eftir að hafa flengst út um allt á nautinu, ýmist með orðinn lafmóður. Hann þrjóskaðistlengi við og reyndi allt upp ístillingu níu. „Hann ernú með þeim þrjóskari sem sest hafa á nautið,"'sagði Björn Baldursson, eigandi Grjótsins, sem reyndi eftir megni að koma honum af baki með ýmsum hrekkjastillingum.
Hrekkjastillingarnar eru frá einum upp í níu og fjórar stillingar eru á snúningum á nautinu. Þegar búið er að stilla allt á fullt er erfitt að haldast á baki; aðeins þeir færustu geta það um lengri tíma. Mikil stemmning var á Grjótinu um helgina þegar vélnautið var reynt og fjöldi manns mætti til að klappa upp félaga sina sem þátt tóku í  leiknum.  Og þótt fólk kastist með látum afþessu 500 kílóa nauti er þvíóhætt vegna þess að búið er koma fyrir þykkum dýnum allt í kring þannig að lendingin er mjúk. Það má reyna leikinn á Grjótinu öll kvöld vikunnar, en vegna þess hve mikið pláss nautið tekur með dýnum og öllum græjum er það fært til hliðar eftir klukkan ellefu um helgar. Steini Tótu þrjóskaðist lengi vel á nautinu en kastaðist loks af baki eftir mikil átök. 
Pressan 20 ágúst 1992

18.6.92

Sniglarnir sameinuðust um að segja upp tryggingunum sínum

 Iðgjöld bifhjólatrygginga hækkuðu um allt að 300%


„Tryggingarnar hjá stóru félögunum fyrir mótorhjól hækkuðu um 300% hjá Sjóvá-Almennum og um tæp 150% hjá VÍS. Á rúmlega 100 manna fundi á miðvikudagskvöldið var ákveðið einróma að segja upp öllum tryggingum fyrir þessa helgi. Það gildir fyrir alla í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, 350 manns, sem er rösklega 1/3 allra mótorhjólaeigenda í landinu," sagði Þorsteinn Marel Júlíusson, talsmaður hjá Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins, í samtali við DV. „
Við eru búnir að ná sambandi við alla félagsmenn með tölu, og það eru allir sammála um úrsögnina. Við erum ekki bara að segja upp tryggingum á mótorhjólum heldur öllum tryggingum okkar hjá félögunum. Þetta eru allt saman skyldutryggingar og við höfum næsta mánuð til viðræðna við tryggingafélögin. Þeir þurfa að bjóða okkur til sín í viðræður en það hefur ekki verið neinn tími, hvorki hjá okkur né þeim, vegna anna."

 40 milljóna hækkun 


„Þessar hækkanir, sem eru nú í gangi, koma út sem um 40 milljón; króna hækkun. Það er hræðilega vont dæmi að þessar tryggingar skulu allar vera sendar undir sama hatt, burtséð frá stærð, hestöflum, aldri eða reynslu. Það er engin tryggingastærðfræði notuð. Það sem við viljum gera og okkar tilboð miðar að er að tengja aldur og reynslu við hestöfl í tryggingunum. Yngstu mennirnir og stærstu hjólin borga mest. Bara þetta atriði myndi stuðla að því að ungir menn fengju sér frekar minni hjól sem stuðlar að , minni tjónum og minni. slysum. Hingað til hefur ekki verið hlustað á þessar röksemdir okkar.
"Meðalaldur Sniglanna er tæplega 30 ár og margir eiga meira en eitt mótorhjól eða bifreið. Það sér það hver maður að það er nánast útilokað fyrir menn að borga iðgjöld af fleiri en einu hjóli eða hjóli og bifreið. Menn sem hafa hjól tryggð hjá til dæmis Sjóvá-Almennum, sem hækkuðu gjöldin mest og hafa engan bónus, þurfa að borga um 150 þúsund á ári. Með 55% bónus er þetta gjald 83.000 krónur." .

 Viðræður eftir helgi


 Þessar tólur komu ekki út fyrr en um síðustu helgi og því er þetta svo nýtt fyrir okkur enn. Við erum á fullu innan Sniglanna aö vinna í þessum málum en viö reiknum með að hefja viðræður við tryggingafélögin í næstu viku. Þegar tryggingar eru svona háar fara menn að keyra tryggingarlausir, taka hjóhn sín út af skrá. Það býður þeirri hættu heim og er bara mannlegt eðli. Við höfum stuðning lögreglunnar því að hún gerir sér grein fyrir því að þegar iðgjöldin eru komin upp fyrir allt sem raunhæft er fara menn að keyra tryggingarlausir. Þar með er búið að velta hluta vandamáls tryggingafélaganna yfir á lógregluna. -IS

2500 hestöfl undir 20 rassa

Gljáfægð mótorhjól ásamt eigendum sínum og nokkrum fallegum 
stelpum í Herjólfsdal í góða veðrinu síðasta laugardag.
(Litmynd: Jón Helgason)

Mörgum stendur ógn af þeim þegar þeir þeysa um göturnar, klæddir kolsvörtum leðurbúningum, með hjálma á hausnum svo ómögulegt er að þekkja þá. 


Sumir kalla þá riddara götunnar, nafngift sem flestir þeirra eru sennilega nokkuð ánægðir með. Þegar sól fer að hækka á lofti skríða þeir úr hýðinu einn af öðrum og þegar hún brýst í gegnum skýin heyrist gnýrinn um alla eyju þegar þeir, í stórum hópum, geysast um bæinn á gljáfægðum fákunum.
   Mörgum bæjarbúum finnst mótorhjólamenn fyrirferðamiklir og stundum með réttu því oft vilja þeir gleyma sér og gefa hraðatakmörkum langt nef. Er kannski engin furða þegar tekið tekið er tillit til þess að þeir eru með upp í 140 hestöfl á milli lappanna.
FRÉTTIR fengu 20 manna hóp vélhjólakappa til að stilla sér upp inn í Herjólfsdal um síðustu helgi.
 Samanlögð hestaflatala þeirra er nálægt 2500hestöflum, sem þykir ágætis vélarorka í meðal skuttogarara. En þetta er ekki nema hluti af hjólunum í bænum því þeir segja að þau nálgist 60 og er heildarverðmæti þeirra um 50 milljónir króna með tilheyrandi búnaði.

Eyjafréttir 
18.06.1992

30.5.92

Íslensk bifhjólamenning á enn hærra plan

 Mótorhjól í Perlunni

Meiri háttar mótorhjólasýning stendur yfir þessa dagana í Perlunni.
Sýnd eru 59 mótorhjól í eigu einstaklinga, stofnana og fyrirtækja en þar að auki sýna 10 innflutnings og þjónustufyrirtæki fyrir mótorhjól og mótorhjólatengdar vörur. 11. fyrirtækið er gosdrykkjaframleiðandi og hefur ekki mótorhjólavörur nema óbeint en tekur samt þátt í sýningunni. - Það eru Flækjufætur sem standa fyrir sýningunni sem þeir segjast í sýningarskrá vonast til að lyfti bifhjólamenningu á Íslandi á enn hærra plan.


Merkileg hjól, gömul og ný 


Meðal þeirra gripa sem þarna eru til sýnis eru tvö Harley Davidson hjól lögreglunnar í Reykjavík, HD 1200 Duoglide frá 1958 sem nú telst til fornhjóla og nýjasta Harley Davidson hjólið hennar, HD Electra Glide 1990. Af öðrum hjólum sem yðar einlægum, algjörum sauð í mótorhjólafræðum, þykja forvitnileg má nefna Honda 1500 Goldwing '88 og Nimbus 750 '51, svo og Husquarna Novolette HVA 40 '58.
Í sambandi við sýninguna fer svo fram margháttuð og áhugaverð dagskrá. Til að mynda var við opnunina komið á staðinn með 7 ára gamalt Suzuki GSX-R 750 í frumpörtum. Þetta hjól ætlar sérfræðingur í súkkuviðgerðum að gera upp meðan sýningin stendur og hjóla burtu á því nýuppgerðu í lokin. Sýndar verða kvikmyndir og Litskyggnur frá-mótorhjólaviðburðum og Haukur Halldórsson listmálari sýnir myndir „sem tengjast mótorum og mótorhjólamenningu", eins og segir í sýningarskrá.

Ýmsar uppákomur í dag

 Á morgun, sunnudag, er svo lokadagur sýningarinnar og þá verða ýmsar uppákomur og lifandi tónlist þar til sýningunni lýkur með hópreið á mótorhjólum frá Perlunni um Kópavog að Hard-Rock í Kringlunni, þar sem sýningunni lýkur formlega með afhendingu verðlauna og viðurkenninga.
S.H.H. 
DV
30.5.1992