20.8.90

Á að banna notkun bifhjóla?


Lesandi góður. Það er kunnara en frá þurfi að segja að umferðin á íslandi er sá þáttur þjóðlífsins sem krefst árlega mestra mannfórna. Umferðin tekur líka mikinn toll í slysum, stórum og smáum, hjá okkur íslendingum. Átakanlegt er að horfa upp á það hversu stór hluti af þessum alvarlegu umferðarslysum tengist notkun bifhjóla. Nú nýverið gat að lesa í fjölmiðlum að þýsk hjón hefðu misst stjórn á bifhjóli sínu og ekið út af, ekki urðu alvarleg slys í það skipti. Nokkru áður gat að lesa í fjölmiðlum að ungur maður hefði slasast mikið á bifhjóli við Kerlingarfjöll. Ekki er langt um liðið síðan tveir ungir menn létust í bifhjólaslysi í Ölfusi. Einn lögreglumaður hefur látist á íslandi við skyldustörf, það var fyrir mörgum árum, hann var á bifhjóli og lenti í umferðarslysi. Og þannig má áfram telja.

Bifhjólaslysin

Saga bifhjólsins á íslandi er afskaplega ljót, vegna hinnar gríðarlegu slysatíðni á þeim. Þegar horft er til þess hversu lítið bifhjól eru notuð hér á landi og hinna mörgu og alvarlegu slysa sem af þeim hafa hlotist hlýtur að vakna sú spurning hvernig við skuli bregðast. Verst er þó að hugsa til þess að fórnarlömb bifhjólaslysanna eru langmest ungt fólk.
Flest bifhjólaslys eru hræðileg á að horfa fyrir þá sem eru svo óheppnir að þurfa að verða vitni að slíku, miklu ljótari en bifreiðaslys. Ástæðan er sú að við bifhjólaslys kastast bifhjólamenn iðulega af hjólunum sínum og fljúga langar leiðir í loftinu áður en þeir koma niður, ef þeir eru þá svo heppnir að lenda ekki á einhverju í loftköstunum. Ökumenn bifhjóla og farþegar þeirra eru ekki bundnir við hjólin og kastast af þeim, jafnvel við smávægilega árekstra. Einu öryggistækin, sem eitthvað kveður. að, og hægt er að nota á bifhjólum, eru hjálmar. Það hefur sýnt sig að það er bara ekki nóg. Að verða vitni að ljótu bifhjólaslysi er lífsreynsla fyrir hvern mann sem aldrei gleymist.
Það er hálfhjákátlegt að skylda notkun bílbelta í bifreiðum, en leyfa notkun bifhjóla. Menn sem lenda í slysi á bifhjólum eru alltaf í verulega meiri slysahættu en menn í bifreiðum, þó ekki séu notuð bílbelti.
Aðstæður til bifhjólaaksturs eru sjálfsagt óvíða verri en hér á landi. Veðrátta, myrkur, hálka á vetrum, ástand vega, tillitsleysi bifreiðastjóra og glannaskapur margra bifhjólamanna eru sennilega helstu ástæður hinna tíðu bifhjólaslysa.

Leiktæki fullorðinna

Bifhjólin eru í flestum tilfellum aðeins leiktæki fyrir fullorðna, leiktæki til að leika sér á í umferðinni. Bifhjól eru ákaflega hættuleg leiktæki, sérstaklega þeim sem ferðast á þeim. En í umferðinni á fullorðið fólk bara ekki að leika sér, það er megurinn málsins. Vilji fullorðið fólk leika sér einhvers staðar á bifhjólum á það að gerast á vernduðu æfingasvæði, fjarri annarri umferð, líkt og gert er með kvartmílubifreiðar og torfærubifreiðar.
Bifhjól í nútímaþjóðfélagi þjóna engum nytsamlegum tilgangi. Meira að segja lögreglan gæti vel komist af án þeirra, og löggæslan í landinu yrði ekkert lakari þótt löreglan hætti að nota bifhjól.
Það hefur oft verið haft á orði að saga þyrluflugs á íslandi sé með endemum ljót, en þyrlur eru samt sem áður bráðnaynleg björgunartæki sem hafa bjargað fjölda manns, mun fleiri mannslífum en notkun þeirra hefur kostað. Bifhjólin hafa kostað okkur ófá mannslífin, að ógleymdum öllum þeim sem hafa örkumlast meira eða minna við notkun þeirra, og af þeim er engin ávinningur, hvorki fjárhagslegur né öðruvísi.

Hnefaleikar, byssur og bifhjól 

Við íslendingar sýndum þann manndóm af okkur að banna hnefaleika á íslandi. Það efast enginn um það í dag að slíkt bann hafi ekki verið af hinu góða. Við íslendingar bönnuöum almenna notkun og meðferð skotvopna fyrir um þrjátiu árum. Það efast enginn um það í dag að það bann sé af hinu góða. Ef við íslendingar hefðum bannað notkun bifhjóla í umferðinni af svipuðum ástæðum og við bönnuðum hnefaleika og almenna meðferð skotvopna á sínum tima hefðu mun færri látist i umferðinni á síðastliðnum árum og alvarleg umferðarslys hefðu orðið verulega færri en raun bar vitni. 

Lesandi góður. Einfaldasta, öruggasta og ódýrasta leiðin til að fækka alvarlegum umferðarslysum er að banna notkun bifhjóla í almennri umferð á íslandi. Það ættum við að gera af þeirri einföldu ástæðu að sagan hefur sýnt okkur að þau henta ekki til notkunar hér á landi. 

Brynjólfur Jónsson 
DV 20.08.1990


Tengd frétt   Bifhjól á ekki að banna

Tengd frétt  Mótorhjól hentug farartæki

18.7.90

Íslandsmet mótorhjólakappa

Talsverður fjöldi keppenda ók í mótorhjólakvartmílu Sniglanna á fostudagskvöldið, en þá fór fram keppni sem gilti til íslandsmeistara. Karl Gunnlaugsson setti nýtt íslandsmet í flokki 750 cc mótorhjóla, ók kvartmíluna á 11,01 sekúndum, en keppnin skiptist í fjóra flokka.

Hlöðver Gunnarsson á Suzuki 1100 GSXR vann öflugasta flokkinn, en hann er núverandi íslandsmeistari í þeim flokki. Kona hans, Bryndís Guðjónsdóttir, tók þátt í keppninni á Honda
750 og vann kvennaflokkinn í þessari frumraun á brautinni. Lögreglumaður frá Keflavík, Gunnar Rúnarsson, gerði sér lítið fyrir og vann tvo flokka í keppninni. Hann ók fyrst Kawazaki 600 og vann flokkaverðlaunin og skipti svo yfír á stærri Kawazaki hjól og vann verðlaun í flokki þess.
Karl Gunnlaugsson kórónaði svo skemmtilega keppni með því að setja íslandsmet á Suzuki hjóli sínu og vann sigur í 750 fiokknum eftir harða keppni. Hann prjónaði svo út brautina í sýningaratriði eftir keppni ásamt Jóni B. Björnssyni, en þeir óku á afturdekkinu alla brautina, samtals 400 metra. Mældist Jón Björn á 181 km hraða á afturdekkinu í endamarkinu.
http://timarit.is

25.8.89

Dnepr •16 (1989)

Undarlegt farartæki hefur sést á götum Reykjavíkur í sumar.
Það er mótorhjól, en samt ekki venjulegt mótorhjól. Það er Dnepr-16, samskonar hjól og Rauði herinn notar. Hver kannast ekki við úr bíómyndum tvo hermenn á mótorhjóli, annar keyrir en hinn situr í hliðarvagninum og báðir eru í stígvélum, síðum frakka, með leðurhúfu og undarleg gleraugu?
Einn slíkur ökumaður hefur sést í Reykjavík. Að vísu er hann ekki hermaður, heldur Snigill, en
hann á svona mótorhjól og þar að auki allan búnaðinn. Maðurinn

3.7.89

Landsmót var haldið dagana 30.júni til 2. júli. 1989

Landsmót var haldið dagana 30.júni til 2. júli. 


Mæting hefur aldrei verið eins góð, Alls komu um  200 manns á svæðið og hjólin voru yfir 100 sem er nýtt met. 29. júni voru nokkrir mættir á svæõið.
Þegar Ormurinn kom urðu menn a þjófstarta ölæðinu honum til heiõurs. Sú drykkja stóð til kl 09:00 að morgni 30.júní Þetta þýddi að endurnýja þurfti áfengisbyrgðirnar og var því fjölmennt i verslun Á.T.V.R á Sauðárkróki.

Seinnipart föstudags biðu menn óþreyjufullir eftir að fyrsti mótorhjólahópurinn kæmi á svæðið.
Um sjö leytið byrjuðu fyrstu drunurnar að heyrast eins og i þotum í lágf1ugi.  Fyrsti hópurinn með Gunna, kyntröll, CBR í fararbroddi á nýja graðfolanum sínum með einar 9 merar á eftir sér.
Siðan komu hóparnir hver af öðrum þeir komu eftir miðnætti var svo kalt að skrifa þurfti fyrir þá gúmmiávisanirnar til að þeir kæmust inn á svæðið.

 Á miðnætti setti Halli Reiðhjólaskelfir mótið formlega með skelfilegri ræðu. Síðan dó Halli. Því var næst boðið upp á súpu ala Heiðar að súpu áti 1oknu var drukkið og sungið til morguns.

               Á laugardag fóru margir á Blönduós i sund og til að seðja hungrið, en Vestmannaeyingarnir fengu sér Helium til að hressa upp á raddböndin.  Timaáætlun er ekki sterkasta hlið Snigla og tveim timum á eftir áætlun hófust hinar æsispennandi Snigla íþróttir.
Dagskráin hófst á Snigli sem Nonni Hafsteins vann á nýju Íslandsmeti 46,90 sek. Því næst var þrauta- kóngur sem Nonni vann einnig.  Dekkjakast sem Jón Páll vann með sinni alkunnu snild sem kringlukastari, kast hans mældist 16 metrar.
Hafdís vann kvennaflokkinn með kasti upp á 6,60 metra.  Raggi sendill vann Lúdmiluna enda vanur að láta dekkin snúast.   Liklegur endurheimti hreðjaglímutitilinn með afbragðsgóðu nærbuxnataki á Tryggva Beikon í úrslita- glímunni. Nærbuxnatakið fólst meõal annars i sér þá lyst að afturendinn á Tryggva var afhjúpaður og hann rassskelltur opinberlega.
Tegundarreipitog sigraði Kawazaki eigendur eftir harõa baráttu við Suzuki.

Dansleikur hófst á miðnætti og sá Sniglabandið um að skemmta fólki til kl.03:30 með sinni allkunnu snild. Inn i dansleikinn fléttuðust svo orðuveitingar og verõa þær taldar upp hér að neðan, Toni Krassorõan fyrir frækilegt krass á síõasta Landsmóti, Jói Austfirðingur viðförlaorðan, Gunnu 'Klútur 1engst að komni Íslendingur á Landsmót, Drápsorðan varð vandarmál því enginn hafði drepið rollu þetta árið,    Jón Pál1 var því sæmdur þessari orðu þar sem hann hafði drepið fugl á laugardeginum. Eftir dansleikinn var setið við eldinn og sungið og og drukkið og drukkið og drukkið og drukkið og drukkið og dáið.
                 
             Á sunnudaginn
fóru menn og konur í skringilegu ástandi til síns heima.  Ótrúlega margir höfðu fengið flensu þennan morgun. Eru dæmi um það að menn hafi ælt oftar en einu sinni á leiðinni heim.   
              Svo rosaleg varð flensan að Ormurinn þurfti að fara á Skagaströnd til að reyna a fá keypta heilsu.  Enn einn fór til Akureyrar til að leita að heilsunni ók hann þaðan daginn eftir til Hveragerðis og þar á Heilsuhælið


 Líklegur Nr.56
Sniglafréttir 3.tbl.júlí 1989

2.3.89

Á Súkku 600 í svefnherberginu

ANNA MARGRÉT ARNARDÓTTIR 24 ÁRA REYKVÍKINGUR´

Flestar litlar stelpur fá dúkkur og alls konar dúllerí í jóla- og afmœlisgjafir og flestir strákar bíla og flugvélar og jafnvel stríðstól. Þannig hefur uppeldið miðað að því að beina kynjunum hvoru í sína áttina, oftast með þeim árangri að það vekur athygli ef strákarnir prjóna og stelpurnar taka upp á því að gera við bíla og geysast um á mótorhjólum. Hvað þá efþœr taka líka einkaflugmannspróf og pungapróf en þá erfátt eitt talið af því sem Anna Margrét Arnardóttir, 24 ára gömul stúlka, hefur tekið sér fyrir hendur. Hún er nú að lœra bifvélavirkjun og stefnir að sveinsprófi í þeirri grein næsta vor. 



Annars finnst mér ofboðslega gaman að keyra stóra bíla og ég ætla að reyna að komast í slíka vinnu í sumar. Ég keyrði Kópavogsstrætó eitt sumarið en núna langar mig frekar til að keyra rútu eða vörubíl." 



„Eðlileg " fram að bilprófi.

„Ég held ég hafi verið ósköp „eðlileg" þangað til ég varð 17 ára og tók bílprófið. Þá fór ég að hafa mikinn áhuga á vélum og ég held að það megi rekja þann áhuga beint til þess hvað ég er forvitin. Ég vildi bara hreinlega vita hvernig vélin í bílnum virkaði. Síðan ætlaði ég að fara á námskeið í bílaviðgerðum til þess að geta gert sjálf við bílinn minn, en slíkt námskeið er bara ekki til.
   Ég varð því að gjöra svo vel að læra bifvélavirkjun og byrjaði í Iðnskólanum í fyrra og stefni á sveinsprófið næsta vor. Það er þó ekki þar með sagt að ég ætli að starfa við bílaviðgerðir, ég gæti hugsanlega snúið mér að einhverju allt öðru eftir sveinsprófið. Ég hef áhuga á svo mörgu.


Svo var það flugið 

Ég lærði að fljúga þegar ég var 17 ára og keypti þá hlut í flugvél. Líklega var það forvitnin sem rak mig í fyrsta tímann en Hka það að hann var ókeypis. Ég gat bara ekki látið þann eina tíma duga því það er svo æðislega gaman að fljúga og það endaði með því að ég tók einkaflugmannsprófið. Ég seldi svo hlutinn í flugvélinni vegna þess að hinir eigendurnir vildu selja en núna er ég farin að safna mér fyrir hlut í flugvél og stefni að því að kaupa hann í sumar.
   Flugvélin hefur aðeins orðið að bíða vegna þess að ég keypti mér vélsleða í haust og hef verið að borga af honum í vetur. Hann er líka ágætis farartæki í færðinni sem hefur verið síðustu vikurnar og ég hef haft næg tækifæri til að nota hann.

Stórir bílar og mótorhjól spennandi 

Annars finnst mér ofboðslega gaman að keyra stóra bíla og ég ætla að reyna að komast í slíka vinnu í sumar. Eg keyrði Kópavogsstrætó eitt sumarið en núna langar mig frekar til að keyra rútu eða vörubíl. 
    Á sumrin fara flestar frístundirnar í mótorhjólið mitt. Ég keypti mér fyrst torfæruhjól fyrir svona fimm árum en svo keypti ég mér „alvöruhjól" í fyrrasumar. Það er Suzuki 600 sem ég hef nú reyndar ekki getað notað mikið upp á síðkastið, en það bíður hjá rúminu mínu eftir því að færðin batni
   Ég er ekki í Sniglunum en ég keyri mikið með þeim. Maður fer bara niður á Plan á kvöldin og hittir þá þar og síðan er keyrt af stað, oft allt kvöldið og hálfa nóttina. Við förum oft upp að Litlu kaffistofunni en stundum förum við lengra austur."

Fallhlífarstökk, köfun, fjallaklifur.

Þessi áhugamál Önnu Margrétar eru yfirleitt stunduð af strákum . Hún á tvær góðar vinkonur en þær eru ekki með í þessu . Hún segist hafa verið mjög feiminn og ómannblendinn unglingur en feimnin hafi elst af sér og svo hafi hún kynnst svo mörgu fólki í gegnum „sportið" . Hér á árum áður hafði hún mjög gaman af því að prjóna og sauma en þau áhugamál hafa smám saman vikið fyrir mótorhjólinu , vélsleðanum og fluginu . Þetta eru heldur ekki áhugamál af ódýrustu gerð , mótorhjól , vélsleðar og flugvélar kosta sitt og eru líka dýr í rekstri . Hún keypti sér líka íbúð í fyrra og það er því ekki að undra að flestar frístundirnar fari í að afla peninga . Það gerir Anna Margrét með því að afgreiða Hlöllabáta fimm kvöld í viku . Þó hefur hún gefið sér tíma til að fara líka í fallhlífarstökk , köfun og ísklifur auk þess sem hún fór á námskeið í postulínsmálningu í fyrravetur . Og eru þá skotæfingarnar ótaldar , en á þeim byrjað i Anna Margrét fyrir síðustu jól.

Sjálfstraustið ekki nógu mikið

mikið „Það passar einhvern veginn betur að tala við stráka um það sem ég hef áhuga á og mér finnst þeir miklu skemmtilegri . Ég finn þó að það er munur á okkur , þeir eru sterkari og stundum þarf ég að fá hjálp við að losa ryðgaðar skrúfur . Kannski felst þessi munur bara í því að ég hef ekki nógu mikið sjálfstraust . Ég get nefnilega alltaf bjargað mér þegar ég er ein og verð að bjarga mér sjálf.
Ég finn fyrir því í skólanum að strákarnir hafa meir i reynslu en ég , þeir fá áhugann miklu fyrr og eru búnir að vera lengi að pæla í bílum og vélum . Ég kom hins vegar inn skólann á núll i og vissi í rauninni ekki hvað var verið að tala um bókunum fyrr en ég fór að vinna á bílaverkstæði . Það eina sem ég vissi var það sem ég lærði í meiraprófinu. Ég vann svo á bílaverkstæði í fyrrasumar og lærði  mjög mikið , enda var ég síspyrjandi .

„Ætlarðu ekki að fara að hætta þessu? "

Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að prófa eitthvað nýtt og gerir ráð fyrir að halda því áfram . Fjölskyldan er stundu mað spyrja mig að því hvort ég ætli nú ekki að fara að hætta þessu og snúa mér að heimilishaldi og barneignum , en ég er nú ekki alveg til í það núna . Það er erfitt að stunda margt í einu og ég geri ráð fyrir því að ég komi til með að velja hjólið , sleðann og flugið .
   Það sem heillar mig mest í öllu þessu er hraðinn og ég keyri út úr bænum til að fá útrás , en þar hefur maður göturnar fyrir sér . Svo verður maður bara að vera í leðurgalla og með góðan hjálm og þá er maður nokkuð öruggur . Ég er nefnilega ekki að þessu til að storka örlögunum. "

EFTIR SONJU B. JÓNSDÓTTUR 
Pressan 2.3.1989 


https://timarit.is/files/15155093#search=%22%C3%A1%22

19.9.88

Mótorhjólið er sautján árum eldra en eigandinn (BB1988)


- sem þó er ekkert unglamb lengur

Mótorhjól eru allmiklu sjaldséðari á Ísafirði á seinni árum en í gamla daga, þegar Matthías Bjarnason og aðrir járnkarlar voru upp á sitt besta og þeystu á fretandi vélfákum um götur Ísafjarðar, sjálfum sér og ungum stúlkum til yndisauka en eldri borgurum stundum til talsverðrar hrellingar.
 Á góðviðrisdögum um helgar má þó stundum enn í dag sjá mann á rauðu, fallegu og fornlegu mótorhjóli á fremur rólegri siglingu um götur bæjarins.
Þetta er Þorbergur Kjartansson, starfsmaður hjá Íslandspósti á Ísafirði og áhugamaður um gömul mótorhjól.  Hann er 36 ára að aldri en sparihjólið hans er miklu eldra, eða fimmtíu og þriggja ára gamalt, smíðað árið 1945 í Englandi, rétt í stríðslokin. Hjólið er af gerðinni Ariel og mun hafa komið mjög snemma hingað til lands, en hluti af því er reyndar úr hjóli af gerðinni Matchless.
Á tímum innflutningshafta á sjötta áratugnum hafa menn trúlega orðið að tjasla saman því sem til var. Það var búið að skeyta saman hluta úr grindum og í rauninni ómögulegt að gera það upp sem original á hvorn veginn sem var, segir Þorbergur.  Þegar  ég fékk hjólið var það í  því ástandi að um tvennt var að ræða, nota það í varahluti eða leggja talsverða vinnu í að gera  það upp eins og það hafði verið skeytt saman.
Áhugi Þorbergs á mótorhjólum vaknaði  ekki fyrr en hann var um tvítugt.  Þá prófaði ég hjól í eigu mágs míns úti í Þýskalandi, en hann hefur fengist við að gera upp gömul bresk hjól. Umræddur

3.9.88

Þrælljúft og orkumikið

Segir Akureyringurinn Sveinn Guðmundssonum um öflugasta mótorhjól landsins Kawasaki ZX 10, sem hann festi nýlega kaup á. Hjólið er sannkölluð Mótorhjólaþota, nær yfir 270km. hraða, stekkur kvartmíluna á tæpum 10 sekúndum og viðbragðið frá 0- 100 km. hraða er 2,9 sekúndur.  B&F skoðaði tækið ógurlega. 



Þúsund kílómetrar á viku, dágóður skammtur það á mótorhjóli, en þremur vikum eftir að Sveinn Guðmundsson festi kaup á Kawasaki ZX10 mótorhjólinu var hann búinn að þeisa 3200km. á vegum landsins. Engin furða því hann ekur um á fljótasta og hraðskreiðasta raðframleidda mótorhjóli landssins. Eins og það kemur úr kassanum, skilar það Sveini á yfir 270km. hraða og gefur 118 hestöfl. Við heimsóttum svein í heimabæjinn Akureyri, þar sem honum bregður oft fyrir á hjólinu, nótt sem dag.
"Það er þrælljúft að aka ZX10 hjólinu, þetta er eina svona hjólið hérlendis og það skemmir ekki fyrir". sagði Sveinn  "mótorhjól hafa mikið notagildi, þetta er ekki bara til að djöflast á". Ég hef ferðast mikið mótorhjólum og átt hjól í meira en 10 ár. Ég er búinn að eiga sex hjól í sumar, stuttan tíma hvert að vísu. Ég skrapp til bandaríkjanna með kunningja mínum og við keyptum ellefu mótorhjól gegnum smáauglýsingar, svona á verðbilinu 350-400.000 krónur. Það vantaði svoleiðis hjól hérlendis og við seldum öll hjólin tiltölulega fljótt".

Við keyptum eiginlega eingöngu stór hjól, 1000cc og 1100cc. Kanarnir ráku upp stór augu og trúðu því varla að íslendingar gætu átt svona gripi. Það er líka sjaldgæft að sjá svona mörg risahjól eins og hérlendis. Það vill enginn vera minni en hinn, við erum svo stórtækir. samt mesta furða hve lítill metingur er á milli manna, þó sumir kýti í gamni annað slagið um hjólin".
Sveinn var kominn á skellinöðru löngu áður en hann hafði aldur til og þeysti um hvar sem löggan náði ekki til hans. "Fyrsta alvöru hjólið sem ég átti var Honda 450, en ég hef ekki tölu hve mörg hjól ég hef átt síðan, þau eru fjölmörg. Það er ekkert hjól eins, jafnvel sömu tegundir og gerðir hafa ákveðinn karakter, sem þarf að læra á. Menn í þessum mótorhjólabransa skiptast eiginlega í þrjá hópa, þá sem hafa áhuga á öflugum hjólum, ferðahjólum og svo vígalegum Chopper hjólum. Þetta er eins og allt annað sport, fótbolti eða golf, þegar áhuginn kviknar verður hann óslökkvandi. Það þýðir ekkert að hugsa um hættuna, þá væri ég ekki í þessu. Það væri svipað og að stíga í flugvél og bíða þess að hún hrapaði. Þá getur maður gleymt þessu, ég hugsa aldrei um óhöpp....." sagði Sveinn.

" Á 90 km, hraða í fyrsta gír og fimm eftir."

 " Hjólið veður áfram, ég skýst í 90 km. hraða í fyrsta gír og þá eru fimm gírar eftir. Það er grátlegt að geta ekki notað svona tæki á löglegan hátt hérlendis", sagði Sveinn í samtali við B&F, þegar við skruppum með honum á prufubraut og hann fékk útrás á hjólinu.  "Þetta rífur sig áfram í öllum gírum, jafnvel á 150-250 km. hraða, þá togar það svakalega eg maður botngefur því. Svo er straumlínulagið svo vel heppnað að ef maður leggst fram á stýrið, þá finnur maður ekki fyrir loftmótstöðunni að neinu marki. Á Chopper hjólunum sem hafa lítið eða ekkert straumlínulag skelfur ökumaðurinn eins og hrísla í vindi og á í mestu erfiðleikum að hanga á stýrinu".
"Hjól eins og ZX10 er náttúrulega ekkert gaman fyrr en á 100 km. hraðamarkinu er náð. Vinnslusvið vélarinnar er mjög breitt eða frá 8500 snúningum upp í 11000. Ég átti fyrirrennara hjólsins Kawasaki 1000 sem hafði ekki svona breitt vinnslusvið. Vélin skilar 118 hestöflum í afturhjólið og þarf vissulega leikni til að ráða við þetta, það þýðir ekkert að æða af stað með gjöfina í botni. Ég þurfti ekki að aka lengi til að finna að ZX10 hjólið er mun liprara en eldra hjólið", sagði Sveinn.
Ástæðirnar eru margar, þyngdin hefur verið færð neðar en í Kawasaki 1000 hjólinu eða Ninja eins og aðdáendur kalla það. Grindin var úr stáli en er nú úr áli og er því rúmum 4 kg léttari, en það munar um hvert kg á mótorhjóli. Þyngd stimpla hefur minnkað um 9 % og sveifarásinn er 14% léttari.  Með þessu hefur tekist að bæta við 500 vélarsnúningum, en hámarkshestöfl nást út við 10000 snúninga á mínutu, þó fara megi rétt yfir 11000. Nýja vélin er 4 kílóum léttari og samtals er ZX10 22 kílóum léttara en Ninja.
Öndun vélarinnar er aðalkostur hennar, ventlarnir eru helmingi fleiri en áður, 16 talsins. Mjórri intökuport lofts þýða meira sog inn í sprengirýmið, sem aftur gefur kraftmeiri sprengingu. (Samt eru ventlarnir stærri en í Ninja, 30mm inn og 26mm út) Um leið dregur vélin meira bensín en ella, ef portin væru víðari og sogið minna. Vélin er búin 36mm. Keihin blöndungum. Það er ekki síst hvað kambásarnir hafa færst nær kvorum öðrum, 41mm. sem hjálpar upp á góða virkni ventlakerfissins, en afstaða ventlana er 30 gráður. Með nýstárlegri ventlastýringu í stafrænni kveikjustýringu hefur þjappan verið hækkuðí 11:1. Til gamans má geta þess að vinnslan hefur aukist svo mikið að ZX10 er fljótara í sjötta gír úr 70 km. hraða í 110 en Ninja ver í fjórða gír, samt er það tiltölulega hágírað!
Það sem hjálpar líka mikið er hve framarlega Kawasaki er í hönnun vindskeiða fyrir mótorhjól. Með því að minnka straumlínulagið minnkar mótstaðan og krafturinn virðist meiri, hjólið virkar betur. " Þetta er miklu léttara og liprara en gamla hjólið, það er ótrúlegtur munur. Fjöðrunarkerfið er mýkra, gamla hjólið er dálítið stíft. Bremsuvegalengdin er stutt, styttri en á bílum við sama hraða og á það við um öll mótorhjól, ólíkt því sem margir halda. Ég man bara ekki hlutfallið", sagði Sveinn.
 Bílar & Fólk nr6.
Sept.1988