25.8.89

Dnepr •16 (1989)

Undarlegt farartæki hefur sést á götum Reykjavíkur í sumar.
Það er mótorhjól, en samt ekki venjulegt mótorhjól. Það er Dnepr-16, samskonar hjól og Rauði herinn notar. Hver kannast ekki við úr bíómyndum tvo hermenn á mótorhjóli, annar keyrir en hinn situr í hliðarvagninum og báðir eru í stígvélum, síðum frakka, með leðurhúfu og undarleg gleraugu?
Einn slíkur ökumaður hefur sést í Reykjavík. Að vísu er hann ekki hermaður, heldur Snigill, en
hann á svona mótorhjól og þar að auki allan búnaðinn. Maðurinn

3.7.89

Landsmót var haldið dagana 30.júni til 2. júli. 1989

Landsmót var haldið dagana 30.júni til 2. júli. 


Mæting hefur aldrei verið eins góð, Alls komu um  200 manns á svæðið og hjólin voru yfir 100 sem er nýtt met. 29. júni voru nokkrir mættir á svæõið.
Þegar Ormurinn kom urðu menn a þjófstarta ölæðinu honum til heiõurs. Sú drykkja stóð til kl 09:00 að morgni 30.júní Þetta þýddi að endurnýja þurfti áfengisbyrgðirnar og var því fjölmennt i verslun Á.T.V.R á Sauðárkróki.

Seinnipart föstudags biðu menn óþreyjufullir eftir að fyrsti mótorhjólahópurinn kæmi á svæðið.
Um sjö leytið byrjuðu fyrstu drunurnar að heyrast eins og i þotum í lágf1ugi.  Fyrsti hópurinn með Gunna, kyntröll, CBR í fararbroddi á nýja graðfolanum sínum með einar 9 merar á eftir sér.
Siðan komu hóparnir hver af öðrum þeir komu eftir miðnætti var svo kalt að skrifa þurfti fyrir þá gúmmiávisanirnar til að þeir kæmust inn á svæðið.

 Á miðnætti setti Halli Reiðhjólaskelfir mótið formlega með skelfilegri ræðu. Síðan dó Halli. Því var næst boðið upp á súpu ala Heiðar að súpu áti 1oknu var drukkið og sungið til morguns.

               Á laugardag fóru margir á Blönduós i sund og til að seðja hungrið, en Vestmannaeyingarnir fengu sér Helium til að hressa upp á raddböndin.  Timaáætlun er ekki sterkasta hlið Snigla og tveim timum á eftir áætlun hófust hinar æsispennandi Snigla íþróttir.
Dagskráin hófst á Snigli sem Nonni Hafsteins vann á nýju Íslandsmeti 46,90 sek. Því næst var þrauta- kóngur sem Nonni vann einnig.  Dekkjakast sem Jón Páll vann með sinni alkunnu snild sem kringlukastari, kast hans mældist 16 metrar.
Hafdís vann kvennaflokkinn með kasti upp á 6,60 metra.  Raggi sendill vann Lúdmiluna enda vanur að láta dekkin snúast.   Liklegur endurheimti hreðjaglímutitilinn með afbragðsgóðu nærbuxnataki á Tryggva Beikon í úrslita- glímunni. Nærbuxnatakið fólst meõal annars i sér þá lyst að afturendinn á Tryggva var afhjúpaður og hann rassskelltur opinberlega.
Tegundarreipitog sigraði Kawazaki eigendur eftir harõa baráttu við Suzuki.

Dansleikur hófst á miðnætti og sá Sniglabandið um að skemmta fólki til kl.03:30 með sinni allkunnu snild. Inn i dansleikinn fléttuðust svo orðuveitingar og verõa þær taldar upp hér að neðan, Toni Krassorõan fyrir frækilegt krass á síõasta Landsmóti, Jói Austfirðingur viðförlaorðan, Gunnu 'Klútur 1engst að komni Íslendingur á Landsmót, Drápsorðan varð vandarmál því enginn hafði drepið rollu þetta árið,    Jón Pál1 var því sæmdur þessari orðu þar sem hann hafði drepið fugl á laugardeginum. Eftir dansleikinn var setið við eldinn og sungið og og drukkið og drukkið og drukkið og drukkið og drukkið og dáið.
                 
             Á sunnudaginn
fóru menn og konur í skringilegu ástandi til síns heima.  Ótrúlega margir höfðu fengið flensu þennan morgun. Eru dæmi um það að menn hafi ælt oftar en einu sinni á leiðinni heim.   
              Svo rosaleg varð flensan að Ormurinn þurfti að fara á Skagaströnd til að reyna a fá keypta heilsu.  Enn einn fór til Akureyrar til að leita að heilsunni ók hann þaðan daginn eftir til Hveragerðis og þar á Heilsuhælið


 Líklegur Nr.56
Sniglafréttir 3.tbl.júlí 1989

2.3.89

Á Súkku 600 í svefnherberginu

ANNA MARGRÉT ARNARDÓTTIR 24 ÁRA REYKVÍKINGUR´

Flestar litlar stelpur fá dúkkur og alls konar dúllerí í jóla- og afmœlisgjafir og flestir strákar bíla og flugvélar og jafnvel stríðstól. Þannig hefur uppeldið miðað að því að beina kynjunum hvoru í sína áttina, oftast með þeim árangri að það vekur athygli ef strákarnir prjóna og stelpurnar taka upp á því að gera við bíla og geysast um á mótorhjólum. Hvað þá efþœr taka líka einkaflugmannspróf og pungapróf en þá erfátt eitt talið af því sem Anna Margrét Arnardóttir, 24 ára gömul stúlka, hefur tekið sér fyrir hendur. Hún er nú að lœra bifvélavirkjun og stefnir að sveinsprófi í þeirri grein næsta vor. 



Annars finnst mér ofboðslega gaman að keyra stóra bíla og ég ætla að reyna að komast í slíka vinnu í sumar. Ég keyrði Kópavogsstrætó eitt sumarið en núna langar mig frekar til að keyra rútu eða vörubíl." 



„Eðlileg " fram að bilprófi.

„Ég held ég hafi verið ósköp „eðlileg" þangað til ég varð 17 ára og tók bílprófið. Þá fór ég að hafa mikinn áhuga á vélum og ég held að það megi rekja þann áhuga beint til þess hvað ég er forvitin. Ég vildi bara hreinlega vita hvernig vélin í bílnum virkaði. Síðan ætlaði ég að fara á námskeið í bílaviðgerðum til þess að geta gert sjálf við bílinn minn, en slíkt námskeið er bara ekki til.
   Ég varð því að gjöra svo vel að læra bifvélavirkjun og byrjaði í Iðnskólanum í fyrra og stefni á sveinsprófið næsta vor. Það er þó ekki þar með sagt að ég ætli að starfa við bílaviðgerðir, ég gæti hugsanlega snúið mér að einhverju allt öðru eftir sveinsprófið. Ég hef áhuga á svo mörgu.


Svo var það flugið 

Ég lærði að fljúga þegar ég var 17 ára og keypti þá hlut í flugvél. Líklega var það forvitnin sem rak mig í fyrsta tímann en Hka það að hann var ókeypis. Ég gat bara ekki látið þann eina tíma duga því það er svo æðislega gaman að fljúga og það endaði með því að ég tók einkaflugmannsprófið. Ég seldi svo hlutinn í flugvélinni vegna þess að hinir eigendurnir vildu selja en núna er ég farin að safna mér fyrir hlut í flugvél og stefni að því að kaupa hann í sumar.
   Flugvélin hefur aðeins orðið að bíða vegna þess að ég keypti mér vélsleða í haust og hef verið að borga af honum í vetur. Hann er líka ágætis farartæki í færðinni sem hefur verið síðustu vikurnar og ég hef haft næg tækifæri til að nota hann.

Stórir bílar og mótorhjól spennandi 

Annars finnst mér ofboðslega gaman að keyra stóra bíla og ég ætla að reyna að komast í slíka vinnu í sumar. Eg keyrði Kópavogsstrætó eitt sumarið en núna langar mig frekar til að keyra rútu eða vörubíl. 
    Á sumrin fara flestar frístundirnar í mótorhjólið mitt. Ég keypti mér fyrst torfæruhjól fyrir svona fimm árum en svo keypti ég mér „alvöruhjól" í fyrrasumar. Það er Suzuki 600 sem ég hef nú reyndar ekki getað notað mikið upp á síðkastið, en það bíður hjá rúminu mínu eftir því að færðin batni
   Ég er ekki í Sniglunum en ég keyri mikið með þeim. Maður fer bara niður á Plan á kvöldin og hittir þá þar og síðan er keyrt af stað, oft allt kvöldið og hálfa nóttina. Við förum oft upp að Litlu kaffistofunni en stundum förum við lengra austur."

Fallhlífarstökk, köfun, fjallaklifur.

Þessi áhugamál Önnu Margrétar eru yfirleitt stunduð af strákum . Hún á tvær góðar vinkonur en þær eru ekki með í þessu . Hún segist hafa verið mjög feiminn og ómannblendinn unglingur en feimnin hafi elst af sér og svo hafi hún kynnst svo mörgu fólki í gegnum „sportið" . Hér á árum áður hafði hún mjög gaman af því að prjóna og sauma en þau áhugamál hafa smám saman vikið fyrir mótorhjólinu , vélsleðanum og fluginu . Þetta eru heldur ekki áhugamál af ódýrustu gerð , mótorhjól , vélsleðar og flugvélar kosta sitt og eru líka dýr í rekstri . Hún keypti sér líka íbúð í fyrra og það er því ekki að undra að flestar frístundirnar fari í að afla peninga . Það gerir Anna Margrét með því að afgreiða Hlöllabáta fimm kvöld í viku . Þó hefur hún gefið sér tíma til að fara líka í fallhlífarstökk , köfun og ísklifur auk þess sem hún fór á námskeið í postulínsmálningu í fyrravetur . Og eru þá skotæfingarnar ótaldar , en á þeim byrjað i Anna Margrét fyrir síðustu jól.

Sjálfstraustið ekki nógu mikið

mikið „Það passar einhvern veginn betur að tala við stráka um það sem ég hef áhuga á og mér finnst þeir miklu skemmtilegri . Ég finn þó að það er munur á okkur , þeir eru sterkari og stundum þarf ég að fá hjálp við að losa ryðgaðar skrúfur . Kannski felst þessi munur bara í því að ég hef ekki nógu mikið sjálfstraust . Ég get nefnilega alltaf bjargað mér þegar ég er ein og verð að bjarga mér sjálf.
Ég finn fyrir því í skólanum að strákarnir hafa meir i reynslu en ég , þeir fá áhugann miklu fyrr og eru búnir að vera lengi að pæla í bílum og vélum . Ég kom hins vegar inn skólann á núll i og vissi í rauninni ekki hvað var verið að tala um bókunum fyrr en ég fór að vinna á bílaverkstæði . Það eina sem ég vissi var það sem ég lærði í meiraprófinu. Ég vann svo á bílaverkstæði í fyrrasumar og lærði  mjög mikið , enda var ég síspyrjandi .

„Ætlarðu ekki að fara að hætta þessu? "

Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að prófa eitthvað nýtt og gerir ráð fyrir að halda því áfram . Fjölskyldan er stundu mað spyrja mig að því hvort ég ætli nú ekki að fara að hætta þessu og snúa mér að heimilishaldi og barneignum , en ég er nú ekki alveg til í það núna . Það er erfitt að stunda margt í einu og ég geri ráð fyrir því að ég komi til með að velja hjólið , sleðann og flugið .
   Það sem heillar mig mest í öllu þessu er hraðinn og ég keyri út úr bænum til að fá útrás , en þar hefur maður göturnar fyrir sér . Svo verður maður bara að vera í leðurgalla og með góðan hjálm og þá er maður nokkuð öruggur . Ég er nefnilega ekki að þessu til að storka örlögunum. "

EFTIR SONJU B. JÓNSDÓTTUR 
Pressan 2.3.1989 


https://timarit.is/files/15155093#search=%22%C3%A1%22

19.9.88

Mótorhjólið er sautján árum eldra en eigandinn (BB1988)


- sem þó er ekkert unglamb lengur

Mótorhjól eru allmiklu sjaldséðari á Ísafirði á seinni árum en í gamla daga, þegar Matthías Bjarnason og aðrir járnkarlar voru upp á sitt besta og þeystu á fretandi vélfákum um götur Ísafjarðar, sjálfum sér og ungum stúlkum til yndisauka en eldri borgurum stundum til talsverðrar hrellingar.
 Á góðviðrisdögum um helgar má þó stundum enn í dag sjá mann á rauðu, fallegu og fornlegu mótorhjóli á fremur rólegri siglingu um götur bæjarins.
Þetta er Þorbergur Kjartansson, starfsmaður hjá Íslandspósti á Ísafirði og áhugamaður um gömul mótorhjól.  Hann er 36 ára að aldri en sparihjólið hans er miklu eldra, eða fimmtíu og þriggja ára gamalt, smíðað árið 1945 í Englandi, rétt í stríðslokin. Hjólið er af gerðinni Ariel og mun hafa komið mjög snemma hingað til lands, en hluti af því er reyndar úr hjóli af gerðinni Matchless.
Á tímum innflutningshafta á sjötta áratugnum hafa menn trúlega orðið að tjasla saman því sem til var. Það var búið að skeyta saman hluta úr grindum og í rauninni ómögulegt að gera það upp sem original á hvorn veginn sem var, segir Þorbergur.  Þegar  ég fékk hjólið var það í  því ástandi að um tvennt var að ræða, nota það í varahluti eða leggja talsverða vinnu í að gera  það upp eins og það hafði verið skeytt saman.
Áhugi Þorbergs á mótorhjólum vaknaði  ekki fyrr en hann var um tvítugt.  Þá prófaði ég hjól í eigu mágs míns úti í Þýskalandi, en hann hefur fengist við að gera upp gömul bresk hjól. Umræddur

3.9.88

Þrælljúft og orkumikið

Segir Akureyringurinn Sveinn Guðmundssonum um öflugasta mótorhjól landsins Kawasaki ZX 10, sem hann festi nýlega kaup á. Hjólið er sannkölluð Mótorhjólaþota, nær yfir 270km. hraða, stekkur kvartmíluna á tæpum 10 sekúndum og viðbragðið frá 0- 100 km. hraða er 2,9 sekúndur.  B&F skoðaði tækið ógurlega. 



Þúsund kílómetrar á viku, dágóður skammtur það á mótorhjóli, en þremur vikum eftir að Sveinn Guðmundsson festi kaup á Kawasaki ZX10 mótorhjólinu var hann búinn að þeisa 3200km. á vegum landsins. Engin furða því hann ekur um á fljótasta og hraðskreiðasta raðframleidda mótorhjóli landssins. Eins og það kemur úr kassanum, skilar það Sveini á yfir 270km. hraða og gefur 118 hestöfl. Við heimsóttum svein í heimabæjinn Akureyri, þar sem honum bregður oft fyrir á hjólinu, nótt sem dag.
"Það er þrælljúft að aka ZX10 hjólinu, þetta er eina svona hjólið hérlendis og það skemmir ekki fyrir". sagði Sveinn  "mótorhjól hafa mikið notagildi, þetta er ekki bara til að djöflast á". Ég hef ferðast mikið mótorhjólum og átt hjól í meira en 10 ár. Ég er búinn að eiga sex hjól í sumar, stuttan tíma hvert að vísu. Ég skrapp til bandaríkjanna með kunningja mínum og við keyptum ellefu mótorhjól gegnum smáauglýsingar, svona á verðbilinu 350-400.000 krónur. Það vantaði svoleiðis hjól hérlendis og við seldum öll hjólin tiltölulega fljótt".

Við keyptum eiginlega eingöngu stór hjól, 1000cc og 1100cc. Kanarnir ráku upp stór augu og trúðu því varla að íslendingar gætu átt svona gripi. Það er líka sjaldgæft að sjá svona mörg risahjól eins og hérlendis. Það vill enginn vera minni en hinn, við erum svo stórtækir. samt mesta furða hve lítill metingur er á milli manna, þó sumir kýti í gamni annað slagið um hjólin".
Sveinn var kominn á skellinöðru löngu áður en hann hafði aldur til og þeysti um hvar sem löggan náði ekki til hans. "Fyrsta alvöru hjólið sem ég átti var Honda 450, en ég hef ekki tölu hve mörg hjól ég hef átt síðan, þau eru fjölmörg. Það er ekkert hjól eins, jafnvel sömu tegundir og gerðir hafa ákveðinn karakter, sem þarf að læra á. Menn í þessum mótorhjólabransa skiptast eiginlega í þrjá hópa, þá sem hafa áhuga á öflugum hjólum, ferðahjólum og svo vígalegum Chopper hjólum. Þetta er eins og allt annað sport, fótbolti eða golf, þegar áhuginn kviknar verður hann óslökkvandi. Það þýðir ekkert að hugsa um hættuna, þá væri ég ekki í þessu. Það væri svipað og að stíga í flugvél og bíða þess að hún hrapaði. Þá getur maður gleymt þessu, ég hugsa aldrei um óhöpp....." sagði Sveinn.

" Á 90 km, hraða í fyrsta gír og fimm eftir."

 " Hjólið veður áfram, ég skýst í 90 km. hraða í fyrsta gír og þá eru fimm gírar eftir. Það er grátlegt að geta ekki notað svona tæki á löglegan hátt hérlendis", sagði Sveinn í samtali við B&F, þegar við skruppum með honum á prufubraut og hann fékk útrás á hjólinu.  "Þetta rífur sig áfram í öllum gírum, jafnvel á 150-250 km. hraða, þá togar það svakalega eg maður botngefur því. Svo er straumlínulagið svo vel heppnað að ef maður leggst fram á stýrið, þá finnur maður ekki fyrir loftmótstöðunni að neinu marki. Á Chopper hjólunum sem hafa lítið eða ekkert straumlínulag skelfur ökumaðurinn eins og hrísla í vindi og á í mestu erfiðleikum að hanga á stýrinu".
"Hjól eins og ZX10 er náttúrulega ekkert gaman fyrr en á 100 km. hraðamarkinu er náð. Vinnslusvið vélarinnar er mjög breitt eða frá 8500 snúningum upp í 11000. Ég átti fyrirrennara hjólsins Kawasaki 1000 sem hafði ekki svona breitt vinnslusvið. Vélin skilar 118 hestöflum í afturhjólið og þarf vissulega leikni til að ráða við þetta, það þýðir ekkert að æða af stað með gjöfina í botni. Ég þurfti ekki að aka lengi til að finna að ZX10 hjólið er mun liprara en eldra hjólið", sagði Sveinn.
Ástæðirnar eru margar, þyngdin hefur verið færð neðar en í Kawasaki 1000 hjólinu eða Ninja eins og aðdáendur kalla það. Grindin var úr stáli en er nú úr áli og er því rúmum 4 kg léttari, en það munar um hvert kg á mótorhjóli. Þyngd stimpla hefur minnkað um 9 % og sveifarásinn er 14% léttari.  Með þessu hefur tekist að bæta við 500 vélarsnúningum, en hámarkshestöfl nást út við 10000 snúninga á mínutu, þó fara megi rétt yfir 11000. Nýja vélin er 4 kílóum léttari og samtals er ZX10 22 kílóum léttara en Ninja.
Öndun vélarinnar er aðalkostur hennar, ventlarnir eru helmingi fleiri en áður, 16 talsins. Mjórri intökuport lofts þýða meira sog inn í sprengirýmið, sem aftur gefur kraftmeiri sprengingu. (Samt eru ventlarnir stærri en í Ninja, 30mm inn og 26mm út) Um leið dregur vélin meira bensín en ella, ef portin væru víðari og sogið minna. Vélin er búin 36mm. Keihin blöndungum. Það er ekki síst hvað kambásarnir hafa færst nær kvorum öðrum, 41mm. sem hjálpar upp á góða virkni ventlakerfissins, en afstaða ventlana er 30 gráður. Með nýstárlegri ventlastýringu í stafrænni kveikjustýringu hefur þjappan verið hækkuðí 11:1. Til gamans má geta þess að vinnslan hefur aukist svo mikið að ZX10 er fljótara í sjötta gír úr 70 km. hraða í 110 en Ninja ver í fjórða gír, samt er það tiltölulega hágírað!
Það sem hjálpar líka mikið er hve framarlega Kawasaki er í hönnun vindskeiða fyrir mótorhjól. Með því að minnka straumlínulagið minnkar mótstaðan og krafturinn virðist meiri, hjólið virkar betur. " Þetta er miklu léttara og liprara en gamla hjólið, það er ótrúlegtur munur. Fjöðrunarkerfið er mýkra, gamla hjólið er dálítið stíft. Bremsuvegalengdin er stutt, styttri en á bílum við sama hraða og á það við um öll mótorhjól, ólíkt því sem margir halda. Ég man bara ekki hlutfallið", sagði Sveinn.
 Bílar & Fólk nr6.
Sept.1988

12.8.88

Að framdekkið sé heilt og bremsumar í lagi - Sniglarnir undir smásjá


Það má oft sjá þá í hópum í gamla miðbænum, ísvörtu leðri og á gljáfægðum fákum. Þeir vekja ugg í brjósti sumra en aðdáun hjá öðrum. Þeir eru Sniglarnir, eða Bifhjólasamtök lýðveldisins eins og samtökin heita réttu nafni.

Bifhjólasamtök lýðveldisins voru formlega stofnuð 1. apríl 1984 af um tuttugu manna hópi. Nú eru félagsmenn 197, þar af sjö kvenmenn, en hafa flestir verið um 300. Gerð var gagnskör að því fyrir nokkru að strika út af félagalistanum þá sem ekki höfðu borgað félagsgjöld í tvö ár og því hefur fækkað í hópnum. Einnig missa sumir áhugann eftir því sem þeir verða eldri og telja annað mikilvægara í lifinu. „Það eru menn sem annaðhvort telja sig vera orðna það þroskaða að þeir geti ekki verið á hjólinu lengur eða þeir eru svona óþroskaðir. Í upphafi eru menn mikið í þessu einhleypir, konulausir og barnlausir, en þegar þeir kaupa sér íbúð leyfir fjarhagurinn ekki að leika sér og þeir detta út kannski í nokkur ár og koma inn seinna," sagði Snigillinn Hjörtur Jónsson. „Það eru margir af félögunum sem eiga ekki hjól núna. Hjólaeign manna er allt upp í tíu hjól, - því fleiri hjól því meiri virðing fyrir eigandanum."

Tekur þrjá mánuði að gerast félagi 

Til þess að gerast Snigill þarf viðkomandi helst að  eiga mótorhjól, ekki skellinöðru, og vera 17 ára. Hann eða hún þarf svo að fylla út umsóknareyðublað og fá 13 meðmælendur. Umsóknin fer þar næst fyrir stjórnina sem fjallar um hana. Getur það tekið um þrjá mánuði að verða félagi í samtökunum.
Það fylgir því talsverður kostnaður að eiga mótorhjól.  í fyrsta lagi er verð á stóru hjólunum, 750 til 1100 kúbik, frá 700.000 krónum upp í 1,3 miljónir á Harley Davidson, en það er svokallað sófasett með hljómflutningstækjum, farsíma og hliðartöskum.  Varahlutir eru einnig mjög dýrir, en mestur kostnaður fer í hjólbarða. Verð á hjólbörðum er 6000 til 15.000 krónur stykkið sem endist 2000 til 10.000 km, afturdekkið. Algeng árskeyrsla er þetta milli 13.000 og 17.000 km, þannig að það fara þrír til sjö hjólbarðar á ári. Að sögn Sniglanna eiga íslendingar stærstu hjól í heimi, ef miðað er við hlutfall hjóla á höfðatölu.  Ástæðan er sögð vera metnaður því enginn vill vera minni en næsti maður.

Beygjukaflar skemmtilegir 

Sniglarnir leigja húsnæði Kvartmiluklúbbsins að Dalshrauni 1 þar sem þeir halda fundi á hverju miðvikudagskvöldi. Ef veðrið er gott fara menn gjarnan út að hjóla um tíuleytið. En eina aðstaðan til æfinga er kvartmílubrautin. „Það sem okkur dauðlangar í, og vantar, er hringbraut. Það skemmtilegasta sem mótorhjólamaður gerir á götuhjóli er að keyra upp Kambana, - skemmtilegustu kaflarnir eru beygjukaflarnir," sagði Hjörtur. En hvernig eru samskipti samtakanna við lögreglu? Gunnar Rúnarsson, sneggsta lögga í bænum, varð fyrir svörum: „Þau eru með ýmsu móti, misjöfn. Það fer eftir lögregluumdæmum og í því sambandi er höfuðborgarsvæðið verst. Það eru tíu til fimmtán lögregluþjónar sem er mjög illa við okkur en þeir verða ekki nafngreindir." Sniglarnir hafa orðið varir við talsverða fordóma í sinn garð og finnst umfjöllum um þá í fjölmiðlum hafa verið fremur neikvæð. „Fordómarnir eru sprottnir af bíómyndum. Það er svarta leðrið, hins vegar er leðrið okkar traustasti hluti því það hlífir. Að lenda í götunni og vera í gallabuxum eða leðri er svipaður munur og á kjóthakki og læri," sagði Hjörtur. „Gömlu konurnar vilja hlaupa, en ímyndin fer batnandi. Maður heyrir orðið núna: „Sniglarnir voru þarna, þetta er bara venjulegt fólk." Þessi fíkniefnastimpill er kominn úr bíómyndunum. Við erum alltaf velkomin aftur þangað sem við höfum verið. Svartir sauðir fá ekki inngöngu í samtökin," sagði Gunnar. Einn félaginn bætti við að þegar fólk sæi þá í hópum lægi við að hrópað væri: „Læsið inni allt kvenfólk og verðmæti, þeir eru komnir í bæinn!"

  Ís í Hveragerði 

Sú hefð hefur skapast að samtökin halda árshátíð sína helgina viku fyrir páska. Einnig eru farnar þrjár til fjórar stórar ferðir á ári. 17. júní ef farið til Akureyrar, landsmótið er haldið í Húnaveri og ein haustferð er farin í Landmannalaugar. Einnig er eitthvað um dagsferðir um landið og kvöld- og helgarferðir, skroppið í Hveragerði til að fá sér ís t.d.
Sniglarnir vildu leggja áherslu á það að engin stéttaskipting væri í félaginu. Meðal félaga væru jafnt
flugstjórar sem atvinnuleysingjar, og allt þar á milli. Þeir sem hvað hæst væru settir í þjóðfélaginu
væru jafnvel einnig þeir virkustu í félaginu. Nefndu þeir t.d. að Ómar Ragnarsson væri kominn með
bakteríuna, en hann er heiðursfélagi í Bifhjólasamtökum lýðveldisins.
Áhugi fyrir mótorhjólum fer vaxandi. Hjörtur sagði að fólk skoðaði mikið og hefði áhuga á þessu. „Það sýndi sig um daginn þegar við auglýstum mótorhjólakvartmílu til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Það mættu 500 manns, fólk á öllum aldri. Það kom á óvart hversu aldurshópurinn var breiður," sagði Hjörtur.
Sem kunnugt er voru Sniglarnir með gæslu í Húnaveri um verslunarmannahelgina. Að sögn Sniglanna hófust gæslustörfin af tilviljun í kringum þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum '86. Herjólfi hafði seinkað mikið og um þúsund manns biðu á bryggjunni í Þorlákshöfn. Þegar báturinn kom ætiaði
fólkið að ryðjast fram á bryggjuna, en Sniglarnir tóku í taumana og hleyptu fólkinu í hópum út á
bryggjuna svo allt færi betur fram. Þetta spurðist síðan út.

 Fólk rólegt í kringum þá 

„Við höfum verið beðnir um að taka að okkur gæslu því fólk virðist vera hrætt við okkur og móts og skemmtanahaldarar nýta sér það. Fólk er alltaf rólegt í kringum okkur en æsist þegar það sér lögreglu," sagði Hjörtur. Talið berst að slysum. Að sögn Sniglanna er það númer eitt, tvö og þrjú að treysta aldrei öðrum í umferðinni, hafa alltaf fyrirvara. Maður væri á litlum hlut og bílar í umferðinni væru ekki að huga að mótorhjóli heldur litu eftir öðrum bílum. Það hefði oft komið fyrir að þeir kæmu að gatnamótum, á aðalbraut. Bíl bæri að frá hliðargötu, bílstjórinu liti beint í augun á manni en beygði samt inn á. Oftar en ekki væri það bifhjólamaðurinn sem væri í fullum rétti.
Algengustu meiðsli við slys eru handarbrot, fingurbrot, mar og tognun. Einnig gætu rifbein brotnað. Töldu Sniglarnir að minna væri um slys á hjólum almennt en bílum, en þau væru oft alvarlegri þegar  þau yrðu.

Á 300 km hraða

 Mikið hefur verið hamrað á hversu gífurlegur hraði sé á mótorhjólum og aksturinn gáleysislegur. Það.er að vísu staðreynd að stærri hjólin ná 300 km hámarkshraða sem þýðir að ef allt er gefið í botn ætti að vera hægt að aka milli Keflavíkur og Selfoss á um tuttugu mínútum. Sniglarnir segja þó sjálfir að þeir reyni alltaf að keyra á löglegum hraða því það er of mikið í húfi fyrir suma þeirra, sérstaklega þá sem hafa atvinnu af því að aka. Kraftmestu hjólin ná 200 km hraða á 10 sekúndum, og sviptingarhraða á 3 sekúndum. Reyndar er hægt að ná sviptingarhraða í fyrsta gír, en þá eru eftir fjórir gírar sem ekki er hægt að nota. Ef mótorhjólamaður ætlar sér að stinga af þá gerir hann það. Það er minnsta hættan fyrir hann, miklu meiri hætta fyrir þann sem er að reyna að elta hann á bíl og fyrir þá vegfarendur sem eru í umferðinni. Lögreglunni er víst skylt núna að reyna fremur að ná númerinu og banka síðan upp á hjá viðkomandi heldur en stofna til einhvers eltingarleiks," sögðu félagarnir i Sniglunum. Að lokum vildu þeir ráðleggja byrjendum að aka aldrei hraðar en geta þeirra
leyfði. Meirihluti allra bifhjólaslysa yrðu vegna gáleysislegs aksturs þess sem á hjólinu væri.
-GHK
Dagblaðið Vísir
12.8.1988

23.7.88

Landsmót bifhjólasamtaka lýðveldisins

Sniglabandið

 Húnaver

Dagana 7.-10. júlí stóð yfir landsmót Bifhjólasamtaka Lýðveldisins í Húnaveri. Félagar í þessum samtökum, Sniglarnir öðru nafni, komu hvaðanæva af landinu til að taka þátt í mótinu og er talið að mótsgestir hafi verið u.þ.b. 300 að tölu þegar mest var og þar af 80 á bifhjólum.

Sniglarnir gerðu sér margt til skemmtunar á meðan á mótinu stóð. Það voru m.a. haldnir tveir dansleikir og Sniglabandið lék fyrir dansi. Síðan var keppt íýmsum greinum sem þekkjast einungis meðal Sniglanna, t.d. var keppt í „snigli", sem felst í því að fara ákveðna braut á sem lengstum tíma. Einnig var keppt í reiptogi og skiptust þátttakendur í lið eftir hjólategundum.

Á kvöldin var grillaður matur handa mannskapnum, lambaskrokkur og margt fleira girnilegt.
Sniglarnir skemmtu sér konunglega og mótið þótti heppnast mjög vel.

Morgunblaðið 23.07.1988