29.5.86

Mótorhjól "Mótorhjólaklúbburinn Þytur"


Nú síðast í apríl hélt mótorhjólaklúbburinn Þytur, sem starfar í félagsmiðstöðinn í Garðalundi í Garðabæ , sýningu á mótorhjólum .

Á sýningunn i voru 30 til 40 hjól af öllum stærðum og gerdum , frá fimmtiu kúbikum og allt upp í tólf hundruð kúbik. Þar á meðal var hjól íslandsmeistarans í kvartmílu .
Báða sýningardagana kepptu núverandi og fyrrverandi íslandsmeistarar á braut sem var í tengslum við sýningarsvæðið . Vakti það mikla lukku . 
Markmiðið með sýningu Þyts var að vekja athygli fólks á því að mótorhjól eru ekki eingöngu leiktæki heldur má nota þau til íþrótta, einnig að mótorhjólaakstur er ekki eins hættulegur og menn halda ef
farið er eftir öllum reglum.

Vikan 22tbl. 29.5.1986

12.3.86

Fjölmenni á lögreglustöðinni:

SNIGLUNUM BODIÐ TIL SKRAFS OG RÁDAGERÐA



„Ég bjóst ekki við öllum þessum fjölda en undirtektir Sniglanna sýna að þeir hafa fullan hug á að eiga gott samstarf við lögregluna," sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn í sámtali við DV. Lögreglan í Reykjavík bauð félögum í Bifhjólasamtökum lýðveldisins - Sniglunum - til fundar og kaffisamsætis í lögreglustöðinni nýverið. 
Þar mættu 63 félagar, karlar og konur, og nutu gestrisni lögreglunnar eina kvöldstund. Nokkurrar tortryggni hefur gætt undanfarið meðal borgaranna og raunar lögeglunnar líka í garð félaga í Bifhjólasamtökunum. Á fimmtudagskvöldum sjást þeir gjarnan aka um götur borgarinnar í hópum. Þau kvöld eru fundir hjá samtökunum. Með reynslu frá erlendum borgum í huga hefur mörgum staðið ógn af þessum ferðalögum. „Þetta er enginn óaldarlýður, öðru nær," sagði Óskar Ólason. „Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og þau sögðu okkur líka að þeim þætti framkoma lögreglumanna lika misjöfn í garð þeirra. En ég held að það hefði átt að vera löngu búið að halda svona fund. 
Yfirleitt er ekki talað við þetta fólk fyrr en eitthvað hefur komið fyrir."
Á fundinum var rætt um öryggi í bifhjólaakstri og farið yfir skýrslur um slys. Á eftir skoðuðu  Sniglarnir húsakynni lögreglunnar og þáðu kaffi og með því.
-GK
Dagblaðið Vísir 12.03.1986

13.2.86

Hin ólæknandi mótorhjóladella

Áhugi á hraðskreiðum farartækjum er ekkert nýtt undir sólinni en viðtekin skoðun er meðal
almennings að yngri kynslóðin sé þar ein um hituna. Það er að vísu algengara að yngra fólkið hafi þennan áhuga en oftar en ekki minnkar hann síst með aldrinum. Og kvenkynið er lítið frábrugðið körlunum að þessu leyti.

Leikarinn Steve McQueen var þekktur fyrir hraðafíkn, einkum beindist áhuginn að kappakstursbílum og mótorhljólum. Hjónaband hans og leikkonunnar Ali MacGraw varð hrein martröð vegna þessa meðal annars,

14.1.86

Ók mótorhjóli í gegnum hurð.


Maður meiddist á höfði í gærmorgun þegar hann ók mótorhjóli í gegnum hurð í Heklu-portinu við Laugaveg. 

Maðurinn fékk að reyna kraftmikið mótorhjól. Hann hafði gott vald á hjólinu þar til innarlega i Heklu-portinu. Þá virðist maðurinn hafa „frosið" og skipti engum togum að hann ók hjólinu á fullri ferð í gegnum hurð eins og sést hér á myndinni. 

Hurðin mölbrotnaði. Maðurinn kastaðist af hjólinu með þeim afleiðingum að hann meiddist þó nokkuð á höfði.

-SOS/DV-mynd S.
Dagblaðið /Vísir 14. JANUAR 1986. 

24.10.85

Bílhjól

Skemmtilegirvinnu hestar nú líka með drifi á öllum!

 Sagt er að ekkert sé nýtt undir sólinni, en þá er ekki reiknað með landi hinnar rísandi sólar.
Sagt er að Japanar hafi ekki hæfileika til að fá hugmyndir, en ef litið er á varninginn sem til sölu er um allan heim, að ekki sé talað um það sem á leiðinni er, virðist þetta líka vera rangt.
Frá japönsku vélhjólasmiðjunum komu fyrir fáum árum þríhjól með blöðrudekk og lítilli tvígengisvél. Undir eins rann af stað mikið þríhjólaæði í Bandaríkjunum og Ástralíu. Ástralir sáu strax að þríhjólin voru meira en bara leikföng, og komu þau víða að góðu gagni á víðlendum býlum Ástrala.
Næst koma stærri vélar og svo afturfjöðrun í þríhjólin svipað og hannað hafði verið fyrir torfærukeppnishjól. Nokkur þríhjól bárust hingað og eru notuð til vinnu og skemmtunar, en erfitt er að fá þau skráð og nota með öryggi á almennum vegum. Þess vegna þurfa þeir sem ætla að nota þríhjól sér til gamans að eiga kerru og draga þau þangað sem aka á.
 Enn eitt skrefið var að bæta einu hjóli við. Fjögurra hjóla apparötin urðu nauðsynleg þeim sem vildu sýna þríhjólagæjunum hver væri meiri maður, og aftur fundust not. Þau mátti nota til dráttar.
  Og nú er það nýjasta komið: Fjögur hjól, fjöðrun á öllum og drif á öllum!
  Það vinsælasta er líklega frá Honda, og heitir TRX 350 4x4. Vélin er fjórgengis eins strokks og skilar 25 hestöflum í rólegheitum gegnum sjálfvirka kúplingu og 5 gíra gírkassa. Að auki er bakkgír eins og á alvöru bíl. Fjöðrun er framan og áftan, og splittað mismunadrif að framan. 011 drifsköft eru lokuð inni í húsum fylltum smurningu svo ekkert viðhald þarf á þeim frekar en kveikikerfi sem er innsiglað og varið þannig gegn vætu. Því ætti að vera hægt að göslast allan daginn í pyttum og mýrum án vandræða, enda eru allar 3 bremsuskálar líka lokaðar.
    Eins og á myndunum sést er einna helst gert ráð fyrir því að TRX apparatið (bílhjólið?) sé notað til vinnu, enda hefur það dráttarbeisli og farangursgrindur framan og aftan. Í rauninni er erfitt að segja til um hvaða ætt vélknúinna ökutækja þetta tilheyrir. Það er notað líkt og vélhjól, en getur vélhjól haft fjögur hjól og drif á þeim öllum? Flokkunin er það sem skiptir meginmáli varðandi innflutning, ef það lendir í sama flokki og þríhjólin, bifhjólaflokki, verður verðið mun hærra en áætluð 240.000. TRX 350 er nýkomið á markað erlendis og er von á einu til reynslu nú fljótlega. Ef vel tekst til gætu bændur hér fengið duglegan vinnuhest og fjölhæfan, tæki sem virðist líklegt til að komast nærri allt.

Blöðrudekkin eru víð og mikil (24 tommur, um 75 sm að ummáli) og loftþrýstingur í þeim er afar lítill. Gróft munstrið ætti að grípa svikalaust í allt sem undir er á ferðum ökumanns (reiðmanns!) um stokka og steina. Vegna blöðrudekkjanna og lítillar þyngdar (260 kg) skilja þessi tæki sjaldnast eftir sig nokkur spor. Má hæglega ímynda sér Hondu TRX í smalamennsku um heiðar eða annað snatt um sveitir án þess að fylgj a vegum eða ná hestum og beisla. Við TRX línuna og raunar þríhjólin líka er hægt að fá úrval tengitækja, yfirleitt litlar kerrur með blöðrudekk, jafnvel fjögurra hjóla. Þannig verður girðingarvinna á viðkvæmu landi ólíkt auðveldari en að bera allt efni á sér frá flutningatækjum sem ekki komast á staðinn. Smátæki í þessum dúr hafa kannski sumir séð á hrísökrum Asíu, en þau þjóna ekki hinum þúsund störfum sem eru TRX möguleg - þar með talið að skemmta eiganda sínum. Við ætlum að fylgjast með þegar fyrsta tækið kemur og fjalla betur um það þá. AA
NT
24.10.1985

12.7.85

Mótókross í Eyjum

Laugardaginn 6. júlí var keppt í mótókrossi í Vestmannaeyjum, í flokkum 250 og 500 rúmsentimetra hjóla, og gaf keppnin stig til íslandsmeistaratitils.


   Fyrir þessa keppni var Marteinn Pétursson efstur að stigum þótt hann keppi á 250 sm3 hjóli. Á hæla hans komu Ragnar Ingi Stefánsson og Gunnar Pór Gunnarsson á 500 sm hjólum, en Valdemar Johnsen var fjórði.

   Að venju var keppninni skipt í þrjár lotur, svofiefnd mótó, en áður gátu menn farið nokkra hringi og kynnt sér brautina sem er lögð í vikri og íeyndist hjólunum erfið. Keppnin hófst með mikilli baráttu þeirra Ragnars og Gunnars sem stóð stutt, því strax á öðrum hring bræddi hjól Gunnars úr sér. Hann stökk á lánshjól og hélt áfram en bræddi líka úr því áður en fyrsta mótó var yfirstaðið.
   Marteinn varð því Ragnari skæðastur og dró á hann en hjól hans fór þá að dæmi Gunnars og bræddi úr sér. Ragnar vann því þá lotu, Valdimar varð annar en Eyjapeyinn Bjartmar Jónsson þriðji. 
   Marteinn fékk lánað hjól fyrir aðra lotu, en það var 500 rúmsm. og því allt öðruvísi en 250 hjólið hans. Gunnari tókst ekki að útvega sér þriðja hjólið og var þar með úr leik. Vann Ragnar þá lotu því nokkuð létt, Marteinn annar og Valdemar þriðji. 
   Fyrir þriðju lotu hafði Marteinn vanist hjólinu nægilega vel til að ná forystu en Ragnar gaf honum ekkert eftir. Svo hörð var barátta þessara tveggja að þeir skildu alla aðra eftir. Þrýstingurinn á Martein varð mikill og datt hann þegar stutt var eftir. Ragnar vann því þriðju lotuna eins og hinar fyrri, Marteinn náði öðru sæti.

ÚRSLIT 500 rúmsm. flokkur

1. Ragnar Ingi Stefánsson KTM500
2. ValdimarJohnsen   Honda 480
3. Marteinn Pétursson Yamaha 490

250 rúmsm. flokkur 
l.  StígurHannesson Yamaha250 
2. Sigurður Bjarni Richardsson Yamaha 250 
3. Hafþór Hafliðason Honda 

Staða til íslandsmeistara 
1. Ragnar Ingi Stefánsson KTM 500 
2. Marteinn Pétursson Suzuki 250 
3. Valdimar Johnsen Honda 480 
4. Sigurður Bjarni Richardsson Yamaha 250
5.-6. Gunnar Þór Gunnarsson Yamaha 490 
5.-6. Stígur Hannesson Yamaha250 

NT 12.7.1985

Undrasnáðinn Spencer


Hver er besti vélhjólaökumaður heims?
Þessi spurning mun kalla sama svar fram hjá flestum sem fylgjast með: 
Freddie Spencer.
   Þessi 24 ára gamli Ameríkani með barnsandlitið hefur síðan Kenny Roberts dró sig í hlé notið mestrar virðingar allra vélhjólaökumanna. Keppinautarnir gera sér sjaldnast vonir um að geta haldið í við hann heldur í mesta lagi að hann detti út úr keppni.
    „Fast Freddie" er hann kallaður meðal félaga og aðdáenda og mun fá engu minna pláss í vélhjólasögunni en stórnöfn gengin eins og Agostini eða Saarinen.
   
 Freddie Spencer hóf keppnisferil sinn á unga aldri, 5 ára gamall tók hann þátt í kappakstri á vélhjóli. Þótt Freddie sé ungur enn hefur hann því um tveggja áratuga reynslu!
   Í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, vann hann götukappakstursmeistaratitil American Motorcycle Association árið 1978, aðeins 17 ára gamall. Fyrsta árið sem hann tók þátt í heimsmeistarakeppni, á 500 rúmsm hjóli 1982, gekk honum svo ótrúlega vel að vinna tvær keppnir og ná 3. sæti eftir tímabilið.
     Árið eftir, 1983, bætti Freddie um betur og náði heimsmeistaratign eftir fleiri sigra en nokkur annar á