12.7.85

Mótókross í Eyjum

Laugardaginn 6. júlí var keppt í mótókrossi í Vestmannaeyjum, í flokkum 250 og 500 rúmsentimetra hjóla, og gaf keppnin stig til íslandsmeistaratitils.


   Fyrir þessa keppni var Marteinn Pétursson efstur að stigum þótt hann keppi á 250 sm3 hjóli. Á hæla hans komu Ragnar Ingi Stefánsson og Gunnar Pór Gunnarsson á 500 sm hjólum, en Valdemar Johnsen var fjórði.

   Að venju var keppninni skipt í þrjár lotur, svofiefnd mótó, en áður gátu menn farið nokkra hringi og kynnt sér brautina sem er lögð í vikri og íeyndist hjólunum erfið. Keppnin hófst með mikilli baráttu þeirra Ragnars og Gunnars sem stóð stutt, því strax á öðrum hring bræddi hjól Gunnars úr sér. Hann stökk á lánshjól og hélt áfram en bræddi líka úr því áður en fyrsta mótó var yfirstaðið.
   Marteinn varð því Ragnari skæðastur og dró á hann en hjól hans fór þá að dæmi Gunnars og bræddi úr sér. Ragnar vann því þá lotu, Valdimar varð annar en Eyjapeyinn Bjartmar Jónsson þriðji. 
   Marteinn fékk lánað hjól fyrir aðra lotu, en það var 500 rúmsm. og því allt öðruvísi en 250 hjólið hans. Gunnari tókst ekki að útvega sér þriðja hjólið og var þar með úr leik. Vann Ragnar þá lotu því nokkuð létt, Marteinn annar og Valdemar þriðji. 
   Fyrir þriðju lotu hafði Marteinn vanist hjólinu nægilega vel til að ná forystu en Ragnar gaf honum ekkert eftir. Svo hörð var barátta þessara tveggja að þeir skildu alla aðra eftir. Þrýstingurinn á Martein varð mikill og datt hann þegar stutt var eftir. Ragnar vann því þriðju lotuna eins og hinar fyrri, Marteinn náði öðru sæti.

ÚRSLIT 500 rúmsm. flokkur

1. Ragnar Ingi Stefánsson KTM500
2. ValdimarJohnsen   Honda 480
3. Marteinn Pétursson Yamaha 490

250 rúmsm. flokkur 
l.  StígurHannesson Yamaha250 
2. Sigurður Bjarni Richardsson Yamaha 250 
3. Hafþór Hafliðason Honda 

Staða til íslandsmeistara 
1. Ragnar Ingi Stefánsson KTM 500 
2. Marteinn Pétursson Suzuki 250 
3. Valdimar Johnsen Honda 480 
4. Sigurður Bjarni Richardsson Yamaha 250
5.-6. Gunnar Þór Gunnarsson Yamaha 490 
5.-6. Stígur Hannesson Yamaha250 

NT 12.7.1985

Undrasnáðinn Spencer


Hver er besti vélhjólaökumaður heims?
Þessi spurning mun kalla sama svar fram hjá flestum sem fylgjast með: 
Freddie Spencer.
   Þessi 24 ára gamli Ameríkani með barnsandlitið hefur síðan Kenny Roberts dró sig í hlé notið mestrar virðingar allra vélhjólaökumanna. Keppinautarnir gera sér sjaldnast vonir um að geta haldið í við hann heldur í mesta lagi að hann detti út úr keppni.
    „Fast Freddie" er hann kallaður meðal félaga og aðdáenda og mun fá engu minna pláss í vélhjólasögunni en stórnöfn gengin eins og Agostini eða Saarinen.
   
 Freddie Spencer hóf keppnisferil sinn á unga aldri, 5 ára gamall tók hann þátt í kappakstri á vélhjóli. Þótt Freddie sé ungur enn hefur hann því um tveggja áratuga reynslu!
   Í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, vann hann götukappakstursmeistaratitil American Motorcycle Association árið 1978, aðeins 17 ára gamall. Fyrsta árið sem hann tók þátt í heimsmeistarakeppni, á 500 rúmsm hjóli 1982, gekk honum svo ótrúlega vel að vinna tvær keppnir og ná 3. sæti eftir tímabilið.
     Árið eftir, 1983, bætti Freddie um betur og náði heimsmeistaratign eftir fleiri sigra en nokkur annar á

30.3.85

BIFHJÓLASAMTÖK LÝÐVELDISINS ERU EINS ÁRS UM HELGINA (1985)




Keðjur, hnúajárn og hauskúpur? Helvískir englar? Skyldu þeir ekki sóma sér vel í Altamont? Eða Mad Max: a fuel-injected suicide machine? 


Öðru nær! Í Bifhjólasamtökum lýðveldisins eru eintóm snöfurmenni, kurteisir piltar.
Ein undirdeild samtakanna heitir Regla hanskans og hefur það að markmiði að taka upp hanskann fyrir gamlar konur; hjálpa þeim yfir ógreiðfærar umferðargötur, aðstoða þær við útréttingar og svo framvegis. (Svo er líka til Blóðuga gúmmíöxin. Enginn virðist vita almennilega til hvers hún er.)
Þeir sitja nokkrir saman kringum borð í húsi við Ægisíðuna og drekka kaffi. Það er leðurlykt þarna inni því þeir eru leðurklæddir frá hvirfli til ilja og hjálmarnir bíða frammi. Flestir eru milli tvítugs og þrítugs; þeir elstu virðast komnir undir fertugt og þeir yngstu .. . eru yngri. Reyndar er aldurstakmark í Bifhjólasamtökunum sautján ár og eins gott að framvísa ökuskírteini. „Það er til þess að losna við skellinöðrugæjana, ha ha ha," hlæja þeir og eru búnir að steingleyma eigin æsku. (Eða muna þeir hana kannski alltof vel?) Leðrið sem þeir klæðast er svart eins og náttmyrkrið en á vinstri öxl bera þeir mynd af vinalegum snigli. Bifhjólasamtök lýðveldisins er nefnilega bara undirtitill hópsins. Réttu nafni vilja þeir heita Sniglar.

Áramótin eru fyrsta apríl „Sniglar? 

Á mörg hundruð kúbika mótorhjólum?" „Já. Það var ekkert smáræðis mál að velja nafn. Fyrstu fundirnir fóru alveg í það. Sumir vildu eitthvert töff nafn eins og í útlöndum: Svarta höndin, Black Shadow, svoleiðis rugl.  En það varð ofan á að velja nafn sem hvorki minnti á hraða né ofbeldi og það varð líka að vera góð og gild íslenska.  Einn okkar fór í orðabók og kom með heila bunu af nöfnum: Yggdrasill, Sleipnir, Ásmegir, Mjölnir; við vorum ekki ánægðir með þau. Bifhjólaáhugamenn í Reykjavík og nágrenni, skammstafað BARON? Nei, ekki dugði það. Einhverjum datt í hug nafnið ROTA, sem mun þýða hjól á latínu, en það mæltist ekki vel fyrir. Loksins vorum við komnir alveg í þrot. Þá stundi einhver upp: Eigum við ekki bara að heita Sniglar? Við hentum þetta á lofti, dauðfegnir, og síðan höfum við heitið Sniglar." Sniglarnir eru eins árs nú um helgina og halda upp á það með pompi og pústi. Óttaslegnir Lesendur: látið ykkur ekki bregða þó drunur berist að utan eða svartklæddur hópur skjóti upp kollinum i afturrúðunni; það eru bara Sniglanir að fagna afmæli sínu. Reyndar kalla þeir þetta áramótagleði og ætla að miða áramótin við fyrsta apríl héðan í frá.

Súper-Lúlli átti hugmyndina  

Hvers vegna, spyr ég, var talið nauðsynlegt að stofna svona klúbb?
„Við eram samtök, ekki klúbbur," árétta þeir. „En það var Súper-Lúlli sem á heiðurinn af  hugmyndinni. Hann setti auglýsingu í blöðin í fyrra og þá fórum við að rotta okkur saman. Tilgangurinn var einfaldlega sá að skapa samstöðu og félagsanda meðal þeirra sem eiga stór mótorhjól. Fólk hafði vægast sagt lítið álit á okkur; það ályktaði sem svo að allir sem klæddust svörtu leðri og keyrðu mótorhjól væru annaðhvort hálfvitar eða ofbeldismenn, nema hvort tveggja  væri. En sannleikurinn er sá að í Bifhjólasamtökunum eru alls konar menn, nema helst ofbeldisseggir og hálfvitar... " Þeir segja mér að nú séu rösklega eitt hundrað félagar skráðir i Bifhjólasamtökin,  eitthvað um áttatíu hafi borgað félagsgjöldin og mjög virkir félagar séu kannski þrjátiu fjörutíu. Og þeim eigi eftir að fjölga með vorinu. Og þeir segja mér líka að þeir viti um marga sem enn hafi ekki haft hugrekki til þess að nálgast Sniglana.

Varúlfar nútímans?

„Það eru til menn á miðjurn aldri og í toppstöðum í þjóðfélaginu sem eiga upptjúnuð mótorhjól úti i bílskúr þó þeir þori ekki fyrir sitt litla lif að kannast við það. Svo fara þeir á stúfana þegar kvölda  tekur, laumast í leðurgallann og út í skúr, opna hurðina og svipast um, æða svo út í myrkrið þegar þeir eru vissir um aö enginn sjái , til. Loka ekki á eftir sér til þess aö geta brunað beint inn í skjól eftir  túrinn." Hver veit nema þarna séu komnir varúlfar nútímans. En þeir Sniglar  segja mér að viðkvæði flestra sé hið sama þegar mótorhjól berast í tal: ,,Æ, eruð þið ekki vaxnir upp úr þessu enn?" Og svo hristir fólk höfuðið af vorkunnsemi. „En málið er að maður vex ekkert upp úr þessu. Maður hittir  stundum gamla karla sem eru löngu hættir að keyra og þeir draga mann út í skúr til sín og þar stendur gljáfægt og pússað Harley Davidson '28. Svo stara þeir á það með ósvikna ást í svipnum. Þetta er nefnilega alls ekki hver önnur della, þetta er lífsmáti sem margir öfunda okkur af inn við beinið."

. . . einn á hjóli upp um óbyggt land 

Lífsmáti; þeir stinga upp á orðinu frelsi. Það var óhjákvæmilegt, býst ég við. „Hefurðu prófað að keyra einn á hjóli upp um óbyggt land eða eftir eyðilegri strönd? Það er ekki það sama og aö sitja inni í bíl; þú ert einn úti í rigningu, roki og ryki og það ver þig ekkert nema leðurgallinn. Og krafturinn í hjólinu." Þeir keyra þó ekki alltaf einir. Bifhjólasamtök lýðveldisins  halda uppi öflugu félagslífi; gefa út blað, skipuleggja hópferðir um hverja helgi
og útilegur á sumrin, hittast vikulega í Sundakaffi milli klukkan niu og tíu á fimmtudagskvöldum. Þeir eiga sér fastmótuð lög — „en farðu ekki að birta þau, þau eru svo venjuleg" — og jafnvel sinn eigin rekstrarhagfræðing — „en í guðs bænum taktu fram að ég er ekki menntaður í hagfræði, ég er
bara gjaldkeri samtakanna eftir að Þormar var rekinn fyrir óreiðu í bókhaldi." Sniglarnir hafa margt á prjónunum og það er hugur í leðurgöllunum á Ægisíðunni.

 Krónprinsar íslenska vitundariðnaðarins?

„Stefnan er auðvitað framboð," segir Snigill númer 13, ljóshærður piltur sem hefur reynt fyrir sér sem  ljósmyndafyrirsæta. Þeir hinir flýta sér að taka fram að það hafi alls ekki verið á vegum Bifhjólasamtakanna og Snigill no. 13 brosir alúðlega. En að öðru leyti láta Bifhjólasamtökin sér
fátt mannlegt óviðkomandi. „Það er nú meðal annars tilgangur samtakanna að veita hæfileikum félaganna útrás. Og innan þeirra eru miklir hæfileikamenn á flestum sviðum."
Þeir ætla að reyna fyrir sér í útgáfumálum alls konar, hafa áhuga á videoframleiðslu og útvarpsrekstri. Ef eitthvað verður úr framkvæmdum hafa Stuðmenn líkleg a eignast verðuga keppinauta um nafnbótina Konungar íslenska vitundariðnaðarins. Og Sniglarnir hafa meira að segja þegar gefið út plötu. „Við fréttum af því á fimmtudegi að rekstrarhagfræðingurinn væri að fara úr landi næsta laugardag. Þá datt okkur í hug að gaman gæti veriö að gefa út plötu og láta hann svo sjá um
að fá hana skorna i útlöndum. Daginn eftir fórum við í stúdíó og tókum upp plötuna á mettíma, fimm klukkustundum. Við vildum aðallega kynnast því hvernig væri að gefa út plötu og það var alveg ágætt. Við viljum lika gjaman fara svona að hlutunum; vera ekkert aö velta þeim of mikið fyrir
okkur heldur framkvæma í staðinn."

 Plata þeirra vinsæl  í Grindavík 

Vissulega hefur lítið farið fyrir plötunni, „en við erum vinsælir í Grindavík. Eg held að við höfum selt hér um bil öllu frystihúsinu eintak af henni. Og einn veit ég um sem býr í stigagangi með þremur gömlum konum. Hann seldi þeim svona tiu stykki." Sniglunum fannst reyndar svo gaman að gefa út plötu að þeir hafa nú stofnað sérstaka Lagavalsnefnd sem á að undirbúa frekari afrek á þessum vettvangi, semja lög og texta og taka þau upp. Hvenær? Kannski þegar rekstrarhagfræðingurinn fer næst til útlanda. En alténd einhvern tíma. „Og stefnan er auðvitað framboð," endurtekur Númer 13 blíðlega.
-IJ.   30.3.1985


20.7.84

Motocross „Rosaleg fíling"

Helgi Schiöth

Fróðir menn hafa sagt að þetta sé næst erfiðasta íþrótt íheimi, einungis ameríski fótboltinn er erfiðari. 

Og hér erum við að tala um motocross.

 Nokkrir ungir Akureyringar hafa lagt stund á þessa erfiðu íþrótt og innan tíðar fá þeir í heimsókn motocrossara frá Reykjavík og þá verðurhaldin hér keppni.

Það var sólbjart síðdegi, í malarkrúsunum við öskuhaugana er mikill hávaði og ryk þyrlast upp eins og þar fari hrossastóð. En raunin er sú, að Helgi Schiöth er að æfa sig í motocross. Félagar hans standa álengdar og spá í aksturinn hjá Helga. Ég heyri ekki betur en þeim líki vel það sem þeir sjá.
   Helgi þenur hjólið, geysist yfir hóla og hæðir, svífur fram af moldarbörðum - líklega skárra að hafa demparana í lagi. Eys grjóti og ryki yfir nærstadda. Svo gefur hann sér tíma til að spjalla við blaðamann, og ég spyr hann fyrst hvort þetta sé gaman? 
  „Rosaleg fíling," segir Helgi. Hann og félagar hans hafa stundað íþróttina í 3 ár, og eiginlega voru þeir brautryðjendur hér fyrir norðan. „Ég hef alltaf haft áhuga á motorhjólum, eignaðist fyrst skellinöðru þegar ég var 13 ára." 
    Ég ympra á því hvort hann hafi þá ekki verið ólöglegur til að byrja með, en Helgi gefur ekkert út á það - glottir út í annað. „Ég lék mér bara í túninu heima." Hjólið sem Helgi er á, er reyndar ekki hans eign. „Ég á Husquarna 430 - það er til sölu. Já, það er góður kraftur í því. Það skiptir mestu að krafturinn í hjólinu sé mikill og góður, og fjöðrunin þarf að vera góð. Og svo hefur mikið að segja hvernig hjólið er í akstri, beygjum og ófærum og því um líku. Og að sjálfsögðu má bilanatíðnin ekki
vera há." 
  - Ertu ekkert hræddur við þetta sport? 
Helgi Schiöth: "Skiptir mestu að
krafturinn sé mikill og góður."
 Myndin KGA
    „Ef maður er vel búinn í galla og aðrar hlífar sem tilheyra, þá minnka líkurnar á slysi mjög mikið. Og maður verður áræðnari, síður hræddur við að fljúga. Já, ég hef sloppið stóráfallalaust - fengið smáskrámur en ekkert alvarlegt." Það eru 7 eða 8 motocross hjól hér í bænum, en í kringum hvert hjól eru 4-5 áhugasamir og virkir strákar. Þeir eru félagar í  bílaklúbbnum, en Helgi segir að þeir hafi áhuga á að stofna sérstakan klúbb ef að fleiri fara að stunda motocrossið. 
   En er það ekki dýrt sport? 
    „Ja, það fer eftir því hversu mikið þú keyrir, hvað þú eyðir miklu í bensín - hjólin eyða töluverðu. Og svo hefur það nokkuð að segja hversu heppinn þú ert með hjólið, hvort það bilar oft," segir Helgi. Þeir félagarnir eru ekki alveg sammála um hversu dýrt sjálft hjólið er, en vilja meina að hægt sé að fá notuð hjól á sæmilegu verði. Laugardaginn 21. verður haldið þarna í malarkrúsunum hjá  öskuhaugunum motocross keppni. Þangað mæta Reykvíkingar til keppni og Akureyringar verða einnig með. Má vænta þess að alls verði keppendur um 20 talsins. Keppt verður í fjórum flokkum, og vænta má skemmtilegrar keppni.
 Þegar ég yfirgef þá motocrossara er Helgi aftur farinn að þyrla upp ryki og hafa hátt.
KGA.
Dagur 1984

21.6.84

AC þríhjól Grein frá(1984)

Bílaprófun Vikunnar
Myndir: Ragnar Th. og Friðsteinn Stefánsson Texti: Hörður 

Honda ATC 250 R

Upplagt farartæki fyrir bændur?

Venjulega finnst manni að þríhjól sé eitthvað rautt, með þremur hjólum, sæti á miðjunni og knúið áfram með tveimur fótstigum á hjólinu að framan. Vikan ákvað fyrir stuttu að prófa eitt slíkt nema hvað þetta þríhjól var knúið áfram af vél undir sætinu og komst miklu hraðar en fyrrnefnda hjólið.

ÚPS! 

Við fyrstu sýn virðist hjólið ekki líklegt til stórræðanna, fremur lágt og einhvern veginn eins og barnaleikfang. Annað kom svo sannarlega á daginn. Við fyrstu keyrslu virtist hreinlega ómögulegt að ráða nokkuð við hjólið. Maður hafði alltaf á tilfinningunni að maður væri að detta og sökum þess var vald manns yfir hjólinu ansi takmarkað og leiddi það óneitanlega til skringilegra akstursleiða. Ekki bætti úr skák að hjólið er ógnarkraftmikið og minnsta snerting á bensíngjöfinni, sem stjórnað er með þumalfingri eins og á vélsleða, hreinlega þeytti hjólinu áfram. Maður reyndi náttúrlega aö hanga á hjólinu með því að grípa eins fast og maður gat um handföngin. Þessar kreistingar leiddu svo til þess að maður kreisti bensíngjöfina um leið — og hjólið tók algerlega völdin og þaut með mann þangað sem því sýndist. Sem betur fer vandist þetta því annars væri Vikan einum starfsmanni fátækari.   

EHEM, JÆJA 

Þegar þessum byrjunarörðugleikum lauk var svo hægt að fara að keyra hjólið af einhverju viti og kanna hvernig það hagaði sér í raun og veru. Aðallega var ekið í umhverfi Mosfellssveitar, vegir, slóðar, hestaleiðir, fjörur, drullupyttir, ár og mýrar voru farnar og reynt að finna hvar svona hjól eru nothæf. Því miður vantaði snjó en næstum öruggt er að hjólið kemst leiðar sinnar við slikar aðstæður því að í reynsluakstrinum kom aldrei upp sú staða að hjólið gæti ekki meir. Þetta er ótrúlegt en satt. Þetta hjól kemst næstum því allt og það sem meira er, hjólið veldur sama og engum landspjöllum. Ástæða þess eru hin breiðu dekk, nánast belgir, sem valda því að hjólið flýtur yfir jafnvel blautustu mýrar án þess að nokkuð sjáist. Á tímum landgræðslu og landverndar er vert að taka þetta til athugunar þegar menn ætla að velja sér farartæki til að þeysa á um holt og móa.  

AÐ AKA HONDU 

Allur akstur á hörðu undirlagi er auðveldur og nánast þægilegur. Lítið loft er haft í dekkjunum og þegar maður keyrir yfir steina og aðrar smáar misfellur í veginum gleypa dekkin hreinlega allt í sig. Þar ofan á er fjöðrunin verulega slagstór og hjólið hegðar sér sérlega vel í alls kyns meiriháttar ójöfnum. Það er helst á mikilli ferð sem hjólið vill skoppa svolítið þegar maður fer í lítil og djúp hvörf. Reyndar er það með ólíkindum hversu lítið þessa gætir. Að framan er hjólið eins útbúið og hvert annað mótorhjól, tveir vökvafylltir gafflar, en að aftan er svokólluð Pro-Link fjöðrun. Þessi útbúnaður var upphaflega hannaður með mótorhjól í huga og byggir hann á einum dempara í stað tveggja. Í tilfelli þríhjólsins er búið að færa demparann þar sem afturhjólið er á mótorhjólum, milli tveggja gaffla, og síðan kemur öxullinn heill í gegnum gafflana fyrir aftan demparann. Þetta er, eins og reyndar hjólið allt, mjög traustlega gert.
Í akstri í vatni er það alltaf sama sagan: Það er hreinlega ómögulegt að ofbjóða hjólinu með vatni. Miklu meiri líkur eru til þess að ökumaöurinn drukkni löngu áður en hjólið hefur fengið nóg. Einu verður maður samt að passa sig á. Dekkin eru svo breið að hjólið á það til að hreinlega fleyta kerlingar á vatnsfletinum ef ekið er hratt og þá þarf að passa sig á að hafa jafnvægispunktinn á hárréttum stað því annars getur annar endi hjólsins stungist á kaf og illa farið. Að öðru leyti er hægt að komast hvert sem maður þorir á hæfilegum hraða. 
Í drullu er, eins og áður sagði, mjög auðvelt að komast yfir pytti án þess að sökkva. En í tilfellum þar sem pytturinn er nánast kviksyndi er ekki um neitt annað að ræða en að draga andann djúpt halda honum í sér og gefa í. Í flestum tilfellum æðir hjólið yfir með látum og drulluaustri en í örfá skipti, þegar drullan er akkúrat svo þunn að hjólið flýtur ekki en hefur talsverða fyrirstöðu fyrir framdekkið, getur verið erfiðleikum bundið að komast leiðar sinnar án einhverra tilfæringa. Í akstri sem þessum er eins gott fyrir ökumann að hafa einhverja hlíf fyrir vitum sínum og augum því að á vissri ferð, þegar hjólið spólar sig áfram, moka dekkin beinlínis yfir mann jarðveginum og olli það í nokkur skipti því að blaðamaður fékk ókeypis smökkun á hinum ýmsu jarðvegstegundum Íslands. 

EFTIRÁ AÐ HYGGJA. . .

 Eftir frábæran dag hér og þar í nágrenni Mosfellssveitar varð þó að skila hjólinu til réttra eigenda. Allan tímann hugsaði maður sér þetta sem leikfang, en eftir á að hyggja fór maður nú að hugsa: Er eitthvað hægt að gera við hjólið annað en að leika sér að því? Í ljósi fenginnar reynslu var svarið auðvelt. Þetta er eitt það sniðugasta sem bændur gætu notað við hin margvíslegu störf á bújörðum sínum.
Hagsmunir þeirra eru að geta farið sem mest án þess að valda landspjöllum og þetta hjól gerir minna að því en hvaða farkostur sem er, jafnvel hestar. Einnig er þetta vel nothæft fyrir veiðiverði hvers konar, þar sem oft barf að komast hratt yfir ýmiss konar ófærur. Þessi hjól gefa kost á skemmtilegri ferðamáta en flest annað þannig að ferðafrík og sportveiðimenn hvers konar geta vel notað hjólið. Mælingamenn, landkönnuðir, vísindafólk, jarðvinnufólk og jafnvel skíðafólk getur notað hjólið og svona er lengi hægt að telja, notagildið er ótrúlegt.   

UTBUNAÐUR 

Til síns brúks er hjólið mjög vel útbúið. Engir mælar eru á hjólinu enda er þeirra ekki þörf. 60 vatta ljós er að framan með háum og lágum geisla og einnig er aftur- og bremsuljós þannig að maður ætti að sjá og sjást. Hugsað hefur verið fyrir ýmsu, til dæmis er handbremsa á hjólinu og varnargrind yfir ljósinu. Að neðan er hjólið einnig mjög vel varið, sterklegar hlífðarplötur bæði undir vél og undir tannhjólinu og bremsudiskinum að aftan. Sætið er stórt, mjúkt og nær upp á tankinn en auðvelt er að rispa afturbrettin, "sem eru úr plasti, þegar menn leggjast út á hlið í hraðakstri. 

GALLAR?

 Veikir punktar hjólsins eru fáir. Í akstri ber helst að varast að fara of brattar brekkur því hjólið hefur það gott grip að maður steypist beinustu leið aftur yfir sig og það er ekkert grín að ætla að redda málunum veltandi niður brekku. Þegar startað er sparkar maður startsveifinni fram á við og óvanir gætu auðveldlegatognað með því að reka hælinn í fótstigið. Þessu hefði verið hægt að bjarga með því að smella fótstiginu upp en það er ekki hægt. Varast ber ennfremur að styðja sig með fótunum í akstri því að þá hreinlega keyrir maður bara yfir sig. Afturhjólin eru nefnilega rétt fyrir aftan fætur manns og renna upp á hælinn um leið og maður rekur fæturna niður, sem er óþarfi því hjólið er mjög stööugt.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

 Vél og drif: Tvígengis. Einn strokkur, loftkældur, 247 cm', 26 hestöfl við 6500 snúninga á mínútu. Snúningsseigla: 3,33 kg-m við 6000 snúninga á mínútu. Magnetukveikja. 5 gírar. Keðjudrif. Hemlar: Einn gataður diskur að framan og aftan. Vökvaátak. Fjöðrun: Framan: Loft-og vökvafylltir gafflar. Slaglengd: 22 cm. Aftan: Stillanlegur gasfylltur þrýstings- og fráslagsdempari (Pro-Linkj. 
Mál og vog: Hæð; 1,09 metrar. Lengd: 1,86 metrar. Breidd: 1,1 metri. Eigin þyngd: 133 kíló. Hæð undir lægsta punkt: 12 sentímetrar. Tankrúmtak: 10,5 lítrar af 5% olíublönduðu bensíni. Verð: 126.300 krónur. Umboð: Vatnagörðum24. 

18.5.84

Hætti í Apótekinu og hóf að senda leigubíla hingað og þangað.


Margir í Keflavík hafa þekkt LínU Kjartansdóttur sem ,,snaggaralegu stúlkuna í apótekinu sem þeysist um á mótorhjólum." Hún er menntaöur lyfjatæknir. En eftir rúmlega tíu ára starf í apótekinu í Keflavík sagði hún þar skyndilega upp. Ekki að henni leiddist. Hún vildi bara breyta til. 
Nú vinnur hún í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli.  Eina stúlkan á Íslandi sem gegnir starfi slökkviliðsmanns. Hún hóf þar störf 14. nóvember síðastliðinn.
 
Varla var hægt að hefja rabbið án þess að spyrja hvernig karlmennirnir hefðu tekið því að fá konu í slökkviliðið? 
,,Jú, jú, þeir hafa bara tekið mér vel. Þetta er góður vinnustaður og mér hefur liðið ágætlega hér," svaraði hún að bragði og hressilega. 
— En hvernig bar það til að hún fór að vinna sem slökkviliðsmaður? 
„Ég sá starfið auglýst og sótti um. Og í framhaldi af því var ég ráðin."


Úr apótekinu í prins póló

Leið Línu lá þó ekki beint úr apótekinu og í slökkvilið. Þegar hún sagði upp í apótekinu réði hún sig á Aðalstöðina í Keflavik. Þar fór hún að selja sælgæti, meðal annars þjóðarréttinn sjálfan, kók og prins póló. Og þá fólst starfið í því að senda leigubila hingað og þangað.
„Eftir þetta færði ég mig yfir í bensínið, ef svo má segja, fór að afgreiða bensín. Þar var ég í níu mánuði eða þar til ég fór í slökkviliðið." Við fórum aðeins að gantast með níu mánuðina. „Já, er það ekki gjaldgengur tími, hvar sem er?" var strax svarað. 

Nú ert þú þekkt fyrir að þeysa um á mótorhjólum. — Hvenær fékkstu mótorhjóladelluna?
Fékk skellinöðruleyfi 14 ára  Ég fékk áhugann snemma. Eldri bræður mínir áttu skellinöðrur og þannig kviknaði neistinn. Þeir höfðu sig hins vegar aldrei upp úr skellinöðrunum." „Það var svo þegar ég var 14 ára sem ég fékk æfingaleyfi á skellinöðru. Síðan tóku mótorhjólin við. En ég hef einnig átt bíla inn á milli. Eg segi oft í gríni að ég hafi byrjað i 50 kúbíkunum og fikrað mig upp í 750 kúbíkin." 

Óhætt er að taka undir þau orð hennar. Þvi fyrsta hjólið var Honda 50. Siðan komu Hondu-mótorhjólin hvert af öðru. Þau fyrstu voru 350 kúbíka og þá tóku 500 kúbíkin við. 
„Það síðasta sem ég átti var Honda 750, en ég seldi það á siðasta ári er ég fjárfesti í nýjum bíl."

Saknar 750 kúbitanna


— Saknarðu 750 kúbíkanna?
„Já, það geri ég. Það er viss tegund af frelsi að aka um á mótorhjólum. Maður tekur meira eftir umhverfinu við að ferðast þannig. Það er eins og vera ein í heiminum."
— En nú eru hættumar margar og mörg mótorhjólaslysin ? 
„Það er vissulega rétt. En aðalatriðið á mótorhjólum er það að treysta engum. Treysta engum öðrum í umferðinni. Það er númer eitt." 

Það hafa margir orðið hissa að sjá Línu þeysast um á mótorfákunum, ekki síst þegar hún er með Tönju Tucker með sér. „Tanja er hundurínn minn, skírð í höfuðið á kántrísöngkonunni. Þetta er lítill poodle." 

Tanja Tucker á bögglaberanum

— Hvar kemurðu henni fyrir á hjólinu?
 „Ég hef hana innan á mér og læt höfuðið standa upp úr. Það þýðir ekkert annað en leyfa henni að njóta útsýnisins."
 — Hvað um að binda hana á bögglaberann ?
„Nei, það held ég að gangi ekki upp.  Eigum við ekki að segja að hún tolli illa þar."
— Ertu í Hundavinafélaginu? ,
,Já, það dugir ekkert annað. Eg er hverfastjórí hundavinafélagsins í Keflavík.  Reyndar hef ég mikinn áhuga á að fara út i að læra hundatamningar i framtiðinni. Það eru góðir hundatamningaskólar í Bandaríkjunum og Englandi sem ég reikna með að sækja um inngöngu í. Það er bara verst að þeir vilja ekki nema hermenn og lögreglur í þessa skóla." 

Og áhugamálin eru fleiri.  Lína er i Skotíþróttafélagi Keflavíkur, þá er hún i skíðasportinu og hefur stundað dans, jassballett og likamsrækt.

Að finna sér tíma fyrir áhugamálin


— Ekkert vandamál að finna tíma?  
„Það er með mig eins og marga aðra, að ég hef stundum orð á því að
sólarhringurínn dugi ekki. En aðalatriðið er bara að finna sér tíma. Þetta gengur allt saman einhvern veginn upp, hafi maður áhuga á því." Talið barst næst að Keflavíkinni, hvernig væri að búa þar og svo
framvegis.
Í rælni spurði ég sisvona hvort hún væri ættuð úr Keflavik?
„Ekki beinlinis. Ég er  strandaglópur. Steig min fyrstu skref á Vansleysuströndinni en hef lengst af búið í borginni suður með sjó." 


Blæs á móti á Suðurnesjum


— Hvað með rokið umtalaða? 
„Það blæs jú oft vel á móti, það er rétt. ,  Sumir Suðurnesjabúar segjast reyndar merkja við á almanakinu, sjái  þeir logn hér á veðurkortinu í sjónvarpinu. En hér er gott að búa og fullt af skemmtilegu fólki." Undir þessu síðustu orð Linu gátum við tekið. Vel að merkja, svo framarlega sem hún er dæmigerður Keflvíkingur. 
-JGH.
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.



https://timarit.is/page/2489137?iabr=on#page/n9/mode/2up/search/%C3%81%20M%C3%B3torhj%C3%B3lum

1.4.84

Sniglarnir Stofnaðir

Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar voru stofnaðir vorið 1984 og urðu strax öflugur málsvari mótorhjólafólks, ört fjölgaði í hópnum og þegar haldið var upp á ársafmælið voru meðlimir um hundrað talsins,.