21.6.84

AC þríhjól Grein frá(1984)

Bílaprófun Vikunnar
Myndir: Ragnar Th. og Friðsteinn Stefánsson Texti: Hörður 

Honda ATC 250 R

Upplagt farartæki fyrir bændur?

Venjulega finnst manni að þríhjól sé eitthvað rautt, með þremur hjólum, sæti á miðjunni og knúið áfram með tveimur fótstigum á hjólinu að framan. Vikan ákvað fyrir stuttu að prófa eitt slíkt nema hvað þetta þríhjól var knúið áfram af vél undir sætinu og komst miklu hraðar en fyrrnefnda hjólið.

ÚPS! 

Við fyrstu sýn virðist hjólið ekki líklegt til stórræðanna, fremur lágt og einhvern veginn eins og barnaleikfang. Annað kom svo sannarlega á daginn. Við fyrstu keyrslu virtist hreinlega ómögulegt að ráða nokkuð við hjólið. Maður hafði alltaf á tilfinningunni að maður væri að detta og sökum þess var vald manns yfir hjólinu ansi takmarkað og leiddi það óneitanlega til skringilegra akstursleiða. Ekki bætti úr skák að hjólið er ógnarkraftmikið og minnsta snerting á bensíngjöfinni, sem stjórnað er með þumalfingri eins og á vélsleða, hreinlega þeytti hjólinu áfram. Maður reyndi náttúrlega aö hanga á hjólinu með því að grípa eins fast og maður gat um handföngin. Þessar kreistingar leiddu svo til þess að maður kreisti bensíngjöfina um leið — og hjólið tók algerlega völdin og þaut með mann þangað sem því sýndist. Sem betur fer vandist þetta því annars væri Vikan einum starfsmanni fátækari.   

EHEM, JÆJA 

Þegar þessum byrjunarörðugleikum lauk var svo hægt að fara að keyra hjólið af einhverju viti og kanna hvernig það hagaði sér í raun og veru. Aðallega var ekið í umhverfi Mosfellssveitar, vegir, slóðar, hestaleiðir, fjörur, drullupyttir, ár og mýrar voru farnar og reynt að finna hvar svona hjól eru nothæf. Því miður vantaði snjó en næstum öruggt er að hjólið kemst leiðar sinnar við slikar aðstæður því að í reynsluakstrinum kom aldrei upp sú staða að hjólið gæti ekki meir. Þetta er ótrúlegt en satt. Þetta hjól kemst næstum því allt og það sem meira er, hjólið veldur sama og engum landspjöllum. Ástæða þess eru hin breiðu dekk, nánast belgir, sem valda því að hjólið flýtur yfir jafnvel blautustu mýrar án þess að nokkuð sjáist. Á tímum landgræðslu og landverndar er vert að taka þetta til athugunar þegar menn ætla að velja sér farartæki til að þeysa á um holt og móa.  

AÐ AKA HONDU 

Allur akstur á hörðu undirlagi er auðveldur og nánast þægilegur. Lítið loft er haft í dekkjunum og þegar maður keyrir yfir steina og aðrar smáar misfellur í veginum gleypa dekkin hreinlega allt í sig. Þar ofan á er fjöðrunin verulega slagstór og hjólið hegðar sér sérlega vel í alls kyns meiriháttar ójöfnum. Það er helst á mikilli ferð sem hjólið vill skoppa svolítið þegar maður fer í lítil og djúp hvörf. Reyndar er það með ólíkindum hversu lítið þessa gætir. Að framan er hjólið eins útbúið og hvert annað mótorhjól, tveir vökvafylltir gafflar, en að aftan er svokólluð Pro-Link fjöðrun. Þessi útbúnaður var upphaflega hannaður með mótorhjól í huga og byggir hann á einum dempara í stað tveggja. Í tilfelli þríhjólsins er búið að færa demparann þar sem afturhjólið er á mótorhjólum, milli tveggja gaffla, og síðan kemur öxullinn heill í gegnum gafflana fyrir aftan demparann. Þetta er, eins og reyndar hjólið allt, mjög traustlega gert.
Í akstri í vatni er það alltaf sama sagan: Það er hreinlega ómögulegt að ofbjóða hjólinu með vatni. Miklu meiri líkur eru til þess að ökumaöurinn drukkni löngu áður en hjólið hefur fengið nóg. Einu verður maður samt að passa sig á. Dekkin eru svo breið að hjólið á það til að hreinlega fleyta kerlingar á vatnsfletinum ef ekið er hratt og þá þarf að passa sig á að hafa jafnvægispunktinn á hárréttum stað því annars getur annar endi hjólsins stungist á kaf og illa farið. Að öðru leyti er hægt að komast hvert sem maður þorir á hæfilegum hraða. 
Í drullu er, eins og áður sagði, mjög auðvelt að komast yfir pytti án þess að sökkva. En í tilfellum þar sem pytturinn er nánast kviksyndi er ekki um neitt annað að ræða en að draga andann djúpt halda honum í sér og gefa í. Í flestum tilfellum æðir hjólið yfir með látum og drulluaustri en í örfá skipti, þegar drullan er akkúrat svo þunn að hjólið flýtur ekki en hefur talsverða fyrirstöðu fyrir framdekkið, getur verið erfiðleikum bundið að komast leiðar sinnar án einhverra tilfæringa. Í akstri sem þessum er eins gott fyrir ökumann að hafa einhverja hlíf fyrir vitum sínum og augum því að á vissri ferð, þegar hjólið spólar sig áfram, moka dekkin beinlínis yfir mann jarðveginum og olli það í nokkur skipti því að blaðamaður fékk ókeypis smökkun á hinum ýmsu jarðvegstegundum Íslands. 

EFTIRÁ AÐ HYGGJA. . .

 Eftir frábæran dag hér og þar í nágrenni Mosfellssveitar varð þó að skila hjólinu til réttra eigenda. Allan tímann hugsaði maður sér þetta sem leikfang, en eftir á að hyggja fór maður nú að hugsa: Er eitthvað hægt að gera við hjólið annað en að leika sér að því? Í ljósi fenginnar reynslu var svarið auðvelt. Þetta er eitt það sniðugasta sem bændur gætu notað við hin margvíslegu störf á bújörðum sínum.
Hagsmunir þeirra eru að geta farið sem mest án þess að valda landspjöllum og þetta hjól gerir minna að því en hvaða farkostur sem er, jafnvel hestar. Einnig er þetta vel nothæft fyrir veiðiverði hvers konar, þar sem oft barf að komast hratt yfir ýmiss konar ófærur. Þessi hjól gefa kost á skemmtilegri ferðamáta en flest annað þannig að ferðafrík og sportveiðimenn hvers konar geta vel notað hjólið. Mælingamenn, landkönnuðir, vísindafólk, jarðvinnufólk og jafnvel skíðafólk getur notað hjólið og svona er lengi hægt að telja, notagildið er ótrúlegt.   

UTBUNAÐUR 

Til síns brúks er hjólið mjög vel útbúið. Engir mælar eru á hjólinu enda er þeirra ekki þörf. 60 vatta ljós er að framan með háum og lágum geisla og einnig er aftur- og bremsuljós þannig að maður ætti að sjá og sjást. Hugsað hefur verið fyrir ýmsu, til dæmis er handbremsa á hjólinu og varnargrind yfir ljósinu. Að neðan er hjólið einnig mjög vel varið, sterklegar hlífðarplötur bæði undir vél og undir tannhjólinu og bremsudiskinum að aftan. Sætið er stórt, mjúkt og nær upp á tankinn en auðvelt er að rispa afturbrettin, "sem eru úr plasti, þegar menn leggjast út á hlið í hraðakstri. 

GALLAR?

 Veikir punktar hjólsins eru fáir. Í akstri ber helst að varast að fara of brattar brekkur því hjólið hefur það gott grip að maður steypist beinustu leið aftur yfir sig og það er ekkert grín að ætla að redda málunum veltandi niður brekku. Þegar startað er sparkar maður startsveifinni fram á við og óvanir gætu auðveldlegatognað með því að reka hælinn í fótstigið. Þessu hefði verið hægt að bjarga með því að smella fótstiginu upp en það er ekki hægt. Varast ber ennfremur að styðja sig með fótunum í akstri því að þá hreinlega keyrir maður bara yfir sig. Afturhjólin eru nefnilega rétt fyrir aftan fætur manns og renna upp á hælinn um leið og maður rekur fæturna niður, sem er óþarfi því hjólið er mjög stööugt.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

 Vél og drif: Tvígengis. Einn strokkur, loftkældur, 247 cm', 26 hestöfl við 6500 snúninga á mínútu. Snúningsseigla: 3,33 kg-m við 6000 snúninga á mínútu. Magnetukveikja. 5 gírar. Keðjudrif. Hemlar: Einn gataður diskur að framan og aftan. Vökvaátak. Fjöðrun: Framan: Loft-og vökvafylltir gafflar. Slaglengd: 22 cm. Aftan: Stillanlegur gasfylltur þrýstings- og fráslagsdempari (Pro-Linkj. 
Mál og vog: Hæð; 1,09 metrar. Lengd: 1,86 metrar. Breidd: 1,1 metri. Eigin þyngd: 133 kíló. Hæð undir lægsta punkt: 12 sentímetrar. Tankrúmtak: 10,5 lítrar af 5% olíublönduðu bensíni. Verð: 126.300 krónur. Umboð: Vatnagörðum24. 

18.5.84

Hætti í Apótekinu og hóf að senda leigubíla hingað og þangað.


Margir í Keflavík hafa þekkt LínU Kjartansdóttur sem ,,snaggaralegu stúlkuna í apótekinu sem þeysist um á mótorhjólum." Hún er menntaöur lyfjatæknir. En eftir rúmlega tíu ára starf í apótekinu í Keflavík sagði hún þar skyndilega upp. Ekki að henni leiddist. Hún vildi bara breyta til. 
Nú vinnur hún í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli.  Eina stúlkan á Íslandi sem gegnir starfi slökkviliðsmanns. Hún hóf þar störf 14. nóvember síðastliðinn.
 
Varla var hægt að hefja rabbið án þess að spyrja hvernig karlmennirnir hefðu tekið því að fá konu í slökkviliðið? 
,,Jú, jú, þeir hafa bara tekið mér vel. Þetta er góður vinnustaður og mér hefur liðið ágætlega hér," svaraði hún að bragði og hressilega. 
— En hvernig bar það til að hún fór að vinna sem slökkviliðsmaður? 
„Ég sá starfið auglýst og sótti um. Og í framhaldi af því var ég ráðin."


Úr apótekinu í prins póló

Leið Línu lá þó ekki beint úr apótekinu og í slökkvilið. Þegar hún sagði upp í apótekinu réði hún sig á Aðalstöðina í Keflavik. Þar fór hún að selja sælgæti, meðal annars þjóðarréttinn sjálfan, kók og prins póló. Og þá fólst starfið í því að senda leigubila hingað og þangað.
„Eftir þetta færði ég mig yfir í bensínið, ef svo má segja, fór að afgreiða bensín. Þar var ég í níu mánuði eða þar til ég fór í slökkviliðið." Við fórum aðeins að gantast með níu mánuðina. „Já, er það ekki gjaldgengur tími, hvar sem er?" var strax svarað. 

Nú ert þú þekkt fyrir að þeysa um á mótorhjólum. — Hvenær fékkstu mótorhjóladelluna?
Fékk skellinöðruleyfi 14 ára  Ég fékk áhugann snemma. Eldri bræður mínir áttu skellinöðrur og þannig kviknaði neistinn. Þeir höfðu sig hins vegar aldrei upp úr skellinöðrunum." „Það var svo þegar ég var 14 ára sem ég fékk æfingaleyfi á skellinöðru. Síðan tóku mótorhjólin við. En ég hef einnig átt bíla inn á milli. Eg segi oft í gríni að ég hafi byrjað i 50 kúbíkunum og fikrað mig upp í 750 kúbíkin." 

Óhætt er að taka undir þau orð hennar. Þvi fyrsta hjólið var Honda 50. Siðan komu Hondu-mótorhjólin hvert af öðru. Þau fyrstu voru 350 kúbíka og þá tóku 500 kúbíkin við. 
„Það síðasta sem ég átti var Honda 750, en ég seldi það á siðasta ári er ég fjárfesti í nýjum bíl."

Saknar 750 kúbitanna


— Saknarðu 750 kúbíkanna?
„Já, það geri ég. Það er viss tegund af frelsi að aka um á mótorhjólum. Maður tekur meira eftir umhverfinu við að ferðast þannig. Það er eins og vera ein í heiminum."
— En nú eru hættumar margar og mörg mótorhjólaslysin ? 
„Það er vissulega rétt. En aðalatriðið á mótorhjólum er það að treysta engum. Treysta engum öðrum í umferðinni. Það er númer eitt." 

Það hafa margir orðið hissa að sjá Línu þeysast um á mótorfákunum, ekki síst þegar hún er með Tönju Tucker með sér. „Tanja er hundurínn minn, skírð í höfuðið á kántrísöngkonunni. Þetta er lítill poodle." 

Tanja Tucker á bögglaberanum

— Hvar kemurðu henni fyrir á hjólinu?
 „Ég hef hana innan á mér og læt höfuðið standa upp úr. Það þýðir ekkert annað en leyfa henni að njóta útsýnisins."
 — Hvað um að binda hana á bögglaberann ?
„Nei, það held ég að gangi ekki upp.  Eigum við ekki að segja að hún tolli illa þar."
— Ertu í Hundavinafélaginu? ,
,Já, það dugir ekkert annað. Eg er hverfastjórí hundavinafélagsins í Keflavík.  Reyndar hef ég mikinn áhuga á að fara út i að læra hundatamningar i framtiðinni. Það eru góðir hundatamningaskólar í Bandaríkjunum og Englandi sem ég reikna með að sækja um inngöngu í. Það er bara verst að þeir vilja ekki nema hermenn og lögreglur í þessa skóla." 

Og áhugamálin eru fleiri.  Lína er i Skotíþróttafélagi Keflavíkur, þá er hún i skíðasportinu og hefur stundað dans, jassballett og likamsrækt.

Að finna sér tíma fyrir áhugamálin


— Ekkert vandamál að finna tíma?  
„Það er með mig eins og marga aðra, að ég hef stundum orð á því að
sólarhringurínn dugi ekki. En aðalatriðið er bara að finna sér tíma. Þetta gengur allt saman einhvern veginn upp, hafi maður áhuga á því." Talið barst næst að Keflavíkinni, hvernig væri að búa þar og svo
framvegis.
Í rælni spurði ég sisvona hvort hún væri ættuð úr Keflavik?
„Ekki beinlinis. Ég er  strandaglópur. Steig min fyrstu skref á Vansleysuströndinni en hef lengst af búið í borginni suður með sjó." 


Blæs á móti á Suðurnesjum


— Hvað með rokið umtalaða? 
„Það blæs jú oft vel á móti, það er rétt. ,  Sumir Suðurnesjabúar segjast reyndar merkja við á almanakinu, sjái  þeir logn hér á veðurkortinu í sjónvarpinu. En hér er gott að búa og fullt af skemmtilegu fólki." Undir þessu síðustu orð Linu gátum við tekið. Vel að merkja, svo framarlega sem hún er dæmigerður Keflvíkingur. 
-JGH.
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.



https://timarit.is/page/2489137?iabr=on#page/n9/mode/2up/search/%C3%81%20M%C3%B3torhj%C3%B3lum

1.4.84

Sniglarnir Stofnaðir

Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar voru stofnaðir vorið 1984 og urðu strax öflugur málsvari mótorhjólafólks, ört fjölgaði í hópnum og þegar haldið var upp á ársafmælið voru meðlimir um hundrað talsins,.

Fjölbreytileiki mótorhjóla



Jón S. Halldórsson
Það gera allir sér ljóst að bílar flokkast undir ýmsa notkunarhópa og tegundirnar eru næstum óteljandi. En hér á íslandi gætir meiri þröngsýni í garð mótorhjólanna sem eiga reyndar miklu betra skilið. Hjólið var jú framleitt á undan bílnum og má segja að bíllinn sé hannaður upp úr hjólinu. Hjólið sjálft hefur gengið í gegnum mörg breytingaskeið og má líkja þróuninni við ættartré  mannkynsins. Fyrst kom þetta einfalda, tveggja hjóla, fótstigna apparat með gríðarstórt framhjól sem síðan hefur getið af sér: götuhjól, enduro hjól, móto-cross hjól, þríhjól, kvartmíluhjól, stríðsframleiðsluhjól og svo framvegis, en þessar megingerðir flokkast svo enn betur í tegundir og gerðir frá hinum ýmsu framleiðsluþjóðum.

SKELLINAÐRA
Þetta eru létt og meðfærileg hjól með 50 cc vél sem skilar ekki miklu afli, komast yfirleitt í um 60 km hraða. Það eru hins vegar margargerðir til af hjólum sem flokkast undir skellinöðru en það er sameiginlegt þeim öllum að vélin er ekki stærri en 50 rúmcentimetrar. Slík stærð getur þó skilað hestöflum alveg frá 1 og upp í ca. 15 sem þó er mjög sjaldgæft. Skellinaðra er til í götuhjóla, torfæru, búðarsnatt og keppnishjóla útgáfu. Kemur sem sagt inn á öll svið mótorhjóla en er bara minnkuð útgáfa.   Hérlendis hafa notkunarmöguleikar hjóla ekki verið eins miklir og erlendis aðallega vegna veðursins, en upp á síðkastið hefur nokkrum gerðum fjölgað verulega og mætt mikilli andspyrnu fólks sem takmarkaða þekkingu hefur á hjólum og dæmt þau öll „stórhættuleg farartæki sem helst ætti að banna". Þetta er ekki réttlátt og er meiningin með þessari grein að skyggnast örlítið inn í frumskóg mótorhjóla og sýna fram á réttileika þeirra.
En fyrst verður fólk að gera sér ljóst. 
„Það er ekkert farartæki hættulegt, heldur hegðun einstaklingsins."
 Á þetta við um flugvélar, bíla, báta,
hjól og alla aðra dauða hluti. Mótorhjól gæta hins vegar örlítillar sérstöðu vegna þess að þeim stýra  yngstu einstaklingarnir sem oft hafa hvorki þroska né kunnáttu til þess. En þeirra er ekki sökin.
Fullorðnir hafa séð um þessa lélegu kennslu og þeir hinir sömu sýna vítavert gáleysi gagnvart hjólunum í umferðinni. Og það merkilegasta við þetta allt saman er að það ber meira á þessu hér
á íslandi heldur en erlendis einfaldlega vegna þess að hér ríkja alltof mörg boð og bönn. Það er bannað að snerta skellinöðru fyrr en 15 ára aldri er náð. Það er hvergi til æfingasvæði fyrir hjól né
annað nema ef vera skyldi að einhver kallaði göturnar æfingasvæði. Það eru framleidd mótorhjól og vélsleðar fyrir krakka niður í um það bil 8 ára aldur. Þannig tæki er ekki hægt að flytja inn til Íslands með góðu móti og sá sem það myndi gera væri eflaust álitinn snargeggjaður. Reyndin er hins vegar sú að hjól og bílar eru nauðsynleg farartæki og því fyrr sem barnið fær að kynnast þeim, því betra. Erlendis eru barnamótorhjólin mjög vinsæl og er keppt á þeim í nokkrum aldurshópum. Það er stórfurðulegt að hjá annarri eins bílaþjóð skuli nöldurhóparnir hafa náð að drepa niður þessa byrjunarkennslu en afleiðing þess er einmitt það sem allir kvarta yfir, slysin. Farartæki eru nauðsynleg bæði sem hlutur til að koma fólki frá stað A til B og einnig til þess að njóta þeirra sem leikfangs eða jafnvel hálfgerðrar mublu.

TORFÆRUHJÓL
Undir þennan flokk teljast enduro, trial og móto-cross hjól. Þau síðasttöldu eru fyrir hinar frægu móto-cross keppnir sem fara fram á lokuðum erfiðum brautum. Hjólin eru létt, spræk og með geysilanga fjöðrun. Keppt er í fjórum stærðarflokkum: 50-125-250 og 500 cc. Trial hjól eru mestu torfæruhjólin. Gerð til að klöngrast hægt yfir hinar ótrúlegustu torfærur. Góður lágsnúningskraftur, hátt undir lægsta punkt og mjög létt. Hvorug þessara hjólgerða eru notuð óbreytt til götuaksturs. Enduro hjólin eru milligerð þessara tveggja keppnishjóla og eru hugsuð fyrir þá sem vilja bæði hjóla á götunni og utan vega.

ÞRÍHJÓL
Undir þennan hóp má telja mótorhjól með hliðarvagn svo og hina nýju gerð þríhjóla sem hafa mjög breið kubbadekk og komast léttilega yfir mýrlendi, snjó og aðrar torfærur. Fara inn á svið vélsleða en koma einnig að gagni á auðu landi. Auðveld í notkun og er vaxandi eftirspurn eftir þeim sem  vinnuþjarki fyrir bændur, fjölskylduleikfangi eða bara sem farartæki í öllum veðrum.

KVARTMÍLUHJÓL
Eru sérbyggð venjulega upp úr stærri götuhjólum. Vonandi verður þessi grein til þess að opna augu einhverra gagnvart mótorhjólinu og notkunarmöguleikum þeirra. Þau eru ekki eingöngu fyrir  kolvitlausa krakkaglanna. Og að endingu lesandi góður, næst þegar þú ekur fram á mótorhjól í umferðinni, hugsaðu hlýlega til ökumanns hjólsins.

BFÖ blaðið 12 árg. 1.4.1984

24.11.83

'MÓTORHJÓLAFÁRIÐ' í Vestmannaeyjum


Undanfarna mánuði hafa lesendabréf birst í bæjarblöðum af og til, þar sem lesendur hafa lýst áhyggjum sýnum yfir ástandi umferðar mála hér í bæ. Mest hefur borið á bréfum þar sem kvartað er yfir ógætilegum akstri ökumanna vélhjóla og hafa lesendur ítrekað krafið ráðamenn svara um úrbætur í þessum efnum. Til að varpa ljósi á málið höfðum við tal af Kristjáni Torfasyni bæjarfógeta. Hvaða ráðstafanir hefur lögreglan gert til að sporna við gáleysisakstri hér í bænum? Þctta mál er mun erfiðara en það virðist við fyrstu sýn. Fyrir það fyrsta, þá hef ég gefið fyrirmæli um, að lögreglan eigi ekki að elta þessa ökumenn mótorhjólanna, því að slíkt skapar mjög aukna slysahættu, auk þess sem þeim er í lófa lagið að stinga af eftir stígum og krókum sem lögreglan getur ekki lagt leið Við gætum mælt hraðann á ökutækinu, og tekið niður númerið á því, en þá er eftir að sanna hver það hali verið sem ók hjólinu. Yfirleitt eru þessir ökumenn með hjálma sem gera þá ill-þekkjanlega, svo að okkur er ómögulegt að sekta einn eða neinn. Hafið þið haft afskipti af ökumönnu m mótorhjóla hér í bæ? Já, og yíirleitt hefur því lokið með dómssátt, nema í einu tilfelli þar sem dómur var felldur og viðkomandi var sviptur ökuleyfinu. Við höfum einnig reynt að tala um fyrir þessum unglingum og því miður höfum við oft rekið okkur á skilningsleysi frá foreldranna hálfu í okkar garð, þegar við höfum reynt að tala um fyrir þeim. Þaðeru nokkuð einkennileg viðbrögð gagn vart þeim sem vilja aðeins reyna að bjarga þessum piltum frá því að fara sér að voða. Nú hefur nokkuð verið um alvarleg umferðarslys hér í Eyjum vegna mótorhjóla. Hafið þið orðið varir við að það drægi úr glannaakstri eftir þau? Svona fyrst eftir slysin urðum við varir við það, en það féll fljótlega aftur í sama farið. Hvernig er lögreglan í stakk búin til að mæla ökuhraða ökutækja? Við erum illa búnir af svoleiðis tækjum, við fengum sent rangt tæki í sumar sem við notuðum til hraðamælinga. Það átti að fara til Snæfellsness og sendum við það þangað. Við eigum nú í vændum nýja radarbyssu sem gerir okkur kleift að mæla hraða ökutækja með svo til engri fyrirhöfn.  Eru þetta baldnir unglingar sem eiga mótorhjól? Það er ósköp upp og ofan, líklegast eru þeir eins og fólk er flest, þeir fá bara eitthvað út úr því að hafa  svona mörg hestöfl á milli fótanna. Nú er bílaeign hér í Eyjum minni en á sambærilegum stöðum víðs vegar um landið. Hvernig er slysatíðni háttað hér miðað við landsmeðaltal ? Það er rétt, við höfum færri bíla hér en annars staðar miðað við fólksfjölda. Það er hins vegar sorgleg staðreynd, að hér er tíðni umferðarslysa jafnhá og annars staðar á landinu, þrátt fyrir færri ökutæki.

___________________________________________________________________


Þetta er dellubær



Það er ekki hægt að skilja svo við þetta mál, að kynna ekki viðhorf mótorhjólapiltanna sjálfra.


Tryggvi Sigurðsson leit hér inn í stutt spjall og kynnti sín viðhorf. Hann tók það fram að hann væri alls enginn fulltrúi allra hinna , en í Vestmannaeyjum eru nú 48 stór mótorhjól.

Sú gagnrýni , sem komið hefur fram á akstursmáta ykkar hér í bænum , finnst þér hún réttmæt ? Að mörgu leyti er hún það og að öðru leyti ekki. Við erum misjafnir í hátterni og skoðunum. Þeir sem eiga mótorhjól hér í Eyjum eru á bilinu 17-35 ára. Og þar á meðal eru bæði löghlýðnir og ólöghlýðnir einstaklingar, en ég held að mér sé óhætt að fullyrða það, að það er aldrei kappakstur hér í bænum. Slíkt fer fram inni á bryggju. A u k þess vildi ég benda á, að það sést ekki mótorhjól hérna meirihluta ársins, því við afskráum þau að hausti.

Af hverju keyrið þið þá svon a hratt í bænum ? Þessi hjól eru mjög kraftmikil og hágíruð, en bremsurnar á þeim eru mjög góðar og hemlunarvegalengdir eru mjög stuttar, miðað við hraða .
Af þessum 48 hjólúm, sem til eru í Eyjum, eru 75% tveggja ára og yngri. Og það er varla hægt að kvarta um hávaða í þeim, því að verksmiðjurnar, sem framleiða þessi hjól, hafa fengið fyrirskipunum að minnka hávaðann í þeim, vegna laga setninga þar um víðs vegar um heiminn.


Hafið þið haft í hótunum við lögregluna um , að láta ykkur í friði  annars hafi þeir verra af ?
Ekki mér vitanlega. Ég held ég geti fullyrt að við virðum að mestu settar umferðarreglur. Það kemur fyrir að hraðinn er of mikill, en þá er lögreglunnar að grípa í taumana .

Hefur þú lent í umferðaróhappi ?
 Já , það hafa tvisvar keyrt bílar í veg fyrir mig á mótorhjólinu, og var ég í rétti í bæði skiptin. Svo slasaðist ég einu sinni illa er ég var farþegi í Moskowitch bíl, sem valt undir Eyjafjöllum.

Af hverju eru svona mörg hjól í Eyjum ?
 Eyjamenn hafa alltaf sóst í það að vera mestir í öllu, sem þeir taka sér fyrir hendur. Þetta er mesti „dellubær " á Íslandi.
Eyjafréttir

24.11.1983

30.9.83

Við eigum fullt erindi í þessa kalla

„Ég var gjörsamlega búinn eftir fyrri umferðina.
hendurnar voru illa farnar ... " sagði Heimir Barðason,
sem hér sést kreista lúnar hendurnar eftir keppni
í Norðurlandameistaramótinu í Danmörku.
— sagði Heimir Barðason sem keppti í Norðurlandameistaramótinu i Moto Cross

„ÞETTA var erfiðasta braut sem ég hef nokkurn tímann keppt á í Moto Cross. Hún var varla hjólum bjóðandi, en það var mjög gaman og jafnframt lærdómsríkt að taka þátt í þessu," sagði Heimir Barðason, sem ásamt Þorvarði Björgúlfssyni og Þorkeli Magnússyni tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í Moto Cross, sem fram fór í Danmörku á sunnudaginn.

„Strax í æfingaakstrinum sáum við að brautin yrði erfið, en hún var einn og hálfur kílómetri að lengd og ekin í 2x45 mínútur. Andstæðingarnir voru líka gífurlega leiknir. Brautin var mjög hörð og skemmdi mörg hjól illilega. í keppninni.
Það var svo mikill hristingur að allar skrúfur í hjólum okkar losnuðu," sagði Heimir. „í fyrri umferðinni af tveimur náði Þorkell á Kawazaki góðu starti og var í sjöunda sæti af 23 keppendum.
Þorvarður var á Hondu, var einnig nokkuð framarlega, en ég sat eftir á mínu Hansa-hjóli. Í einni beygjunni féllu 7—8 keppendur hver um annan þveran, og Þorvarður var einn af þeim. Ég komst framúr þessari kös og náði mér upp í fimmtánda sæti. Þorkell varð að hætta fljótlega þegar keðjan slitnaði á hjóli hans, en Þorvarður náði að halda áfram og var kominn í sextánda sæti þegar gírkassinn brotnaði og einnig sprakk að aftan hjá honum. Varð hann því að hætta keppni í fyrri umferðinni," sagði Heimir. „Ég var alveg í spaði, gjörsamlega búinn líkamlega eftir að hafa klárað fyrri umferðina," sagði Heimir.
„Hendurnar voru illa farnar, ég gat varla hreyft vinstri hendina. Grjótið hafði kastast svo mikið yfir mann, því við höfðum engar hlífar á hjólunum. Ég ákvað því að lána Þorvarði hjólið mitt, því hann átti nóg eftir í seinni umferðina. í startinu var Þorkell óheppinn,
Þorvarður Björgúlfsson ekur hér grimmt á
 Norðurlandameistaramótinu. Hann náði sjötta sæti,
 en féll af hjóli sínu og missti á tímabili
 alla framúr sér. Ljósmyndir Mbl. Otto Einarsson.
hann festist og varð strax aftastur, en með hörku tókst honum að fara framúr þrem keppendum, en þá sprakk að aftan hjá honum. Hann hætti þó ekki fyrr en dekkið var komið af felgunni!
Þorvarði tókst vel upp í byrjun og var kominn í sjötta sæti, eftir tvo hringi, en þá ofkeyrði hann og datt. Var hann þar með kominn í átjánda sæti, en náði framúr þremur keppendum áður en yfir lauk," sagði Heimir.

„Við erum nokkuð sáttir við hvernig þetta fór, þó okkur hafi ekki tekist að klára. Við sáum að við eigum fullt erindi í þessa kalla. Margir þeirra voru atvinnumenn og tóku þetta gífurlega alvarlega. Ég held að þessum bestu hafi varla stokkið bros fyrir keppni," sagði Heimir og hló.
„Sigurvegari í einstaklingskeppninni varð Finninn Jukka Sintonen á Yamaha, en Sören Mortensen varð annar einnig á Yamaha. í landsliðskeppninni vann Finnland, Svíþjóð varð í öðru sæti og Danir þriðja," sagði Heimir að lokum. 
G.R Morgunblaðið  30.9.1983 

15.9.83

Bíll Mánaðarins

Hvað er mótorhjól eiginlega að gera hér í þættinum "Bíll mánaðrins"?
Mótorhjól eða bíll, það er spurningin sem menn varða bara að svara sjálfir.
Þessi þáttur er ekki engöngu ætlaður bílum, heldur öllum athyglisverðum tækjum hérlendis og svo sannarlega flokkast þríhjól Ólafs Þórs Gíslasonar frá Akranesi þar með. Þessi þríhjólamenning er mjög vinsæl erlendis en hér sjáum við fyrsta alvöru þríhjólið á Íslandi sem sameinað er úr bíl og mótorhjóli.
Ólafur sem er 17 ára skagamaður á heiðurinn af þessu glæsilega farartæki en naut þó dyggrar aðstoðar " gamla mannsins" föður síns sem dundaði við að "rétta stráknum verkfærin"! Hugmyndin var fengin í bandarísku mótorhjólablaði fyrir rúmu ári síðan og þá var drifið í að panta yfirbygginguna ásamt framhjólabrettinu, ljósi og rafkerfi.
Framfjöðrunin er dálítið sérstök vegna langra gaffla og fór mikill tími í þá smíði. Afturendi þríhjólsins er úr VW bjöllu, en þannig útbúnaður er hvað vinsælastur í alls konar gerðir  "kit kar" bíla og þríhjóla og hægt að fá nánast allt sem hugurinn girnist. Í dag er 1300cc vél og beinskipting í þríhjólinu hans Ólafs en fljótlega hyggs hann láta stærri vél ásamt sjálfskiptingu og læstu drifi í gripinn og ætti hann þá að geta spriklað tölvert því hjólið vegur ekki nema 250 kg. Þrátt fyrir að 2000 vinnustundir séu að baki og hjólið tilbúið að öllu leyti til aksturs þá hafa þeir ekki enn getað glatt augu áhugasamra Skagamanna.
Ástæðan?
  Jú blessað Bifreiðaeftirlitið!  Áttu ekki allir von á því?  En einmitt vegna hræðslu við að leggja út í kostnað og heilmikla vinnu og eiga það svo á hættu að bifreiðaeftirlitið segi svo bara þvert "Nei", hafa þessi vinsælu þríhjól ekki fyrr sést hérlendis. Ólafur á því heiður skilinn fyrir kraftinn og áræðnina sem nú virðist ætla að bera árangur því viðbótarkröfur Bifreiðaeftirlitsins eru ekki óyfirstíganlegt vandamál. Hliðar og breiddarljós fyrir umferð á móti er sjálfsagður hlutur en handbremsa er nú dálítið vafamál. Þá kom einnig athugasamd að þríhjólið  "myndi ekki henta íslenskum vegum" en sú athugasemd er svo gjörsamlega út í hött þar eð þessi tæki eru eingöngu notuð innanbæjar og á malbiki. Í framhaldi af því mætti svo endalaust ræða hvort öll skráð ökutæki henti íslenskum vegum eða ekki.  Það eru því góðar líkur á því að Ólafur og VW Scorpion þríhjólið hans fari að sjást á götum Akranes og kannski líka Reykjavíkur því stutt er nú yfir að fara.
Fyrir skemmstu hélt Kvartmíluklúbburinn bílasýningu í Reykjavík og var þríhjól Ólafs einn af verðlaunagripum sýningarinnar enda mjög vel til verksins vandað eins og myndirnar sýna glöggt.
Við kveðjum svo þá feðga og óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Motorsport 1983
1.tb. 4 árg.