1.4.84

Sniglarnir Stofnaðir

Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar voru stofnaðir vorið 1984 og urðu strax öflugur málsvari mótorhjólafólks, ört fjölgaði í hópnum og þegar haldið var upp á ársafmælið voru meðlimir um hundrað talsins,.

Fjölbreytileiki mótorhjóla



Jón S. Halldórsson
Það gera allir sér ljóst að bílar flokkast undir ýmsa notkunarhópa og tegundirnar eru næstum óteljandi. En hér á íslandi gætir meiri þröngsýni í garð mótorhjólanna sem eiga reyndar miklu betra skilið. Hjólið var jú framleitt á undan bílnum og má segja að bíllinn sé hannaður upp úr hjólinu. Hjólið sjálft hefur gengið í gegnum mörg breytingaskeið og má líkja þróuninni við ættartré  mannkynsins. Fyrst kom þetta einfalda, tveggja hjóla, fótstigna apparat með gríðarstórt framhjól sem síðan hefur getið af sér: götuhjól, enduro hjól, móto-cross hjól, þríhjól, kvartmíluhjól, stríðsframleiðsluhjól og svo framvegis, en þessar megingerðir flokkast svo enn betur í tegundir og gerðir frá hinum ýmsu framleiðsluþjóðum.

SKELLINAÐRA
Þetta eru létt og meðfærileg hjól með 50 cc vél sem skilar ekki miklu afli, komast yfirleitt í um 60 km hraða. Það eru hins vegar margargerðir til af hjólum sem flokkast undir skellinöðru en það er sameiginlegt þeim öllum að vélin er ekki stærri en 50 rúmcentimetrar. Slík stærð getur þó skilað hestöflum alveg frá 1 og upp í ca. 15 sem þó er mjög sjaldgæft. Skellinaðra er til í götuhjóla, torfæru, búðarsnatt og keppnishjóla útgáfu. Kemur sem sagt inn á öll svið mótorhjóla en er bara minnkuð útgáfa.   Hérlendis hafa notkunarmöguleikar hjóla ekki verið eins miklir og erlendis aðallega vegna veðursins, en upp á síðkastið hefur nokkrum gerðum fjölgað verulega og mætt mikilli andspyrnu fólks sem takmarkaða þekkingu hefur á hjólum og dæmt þau öll „stórhættuleg farartæki sem helst ætti að banna". Þetta er ekki réttlátt og er meiningin með þessari grein að skyggnast örlítið inn í frumskóg mótorhjóla og sýna fram á réttileika þeirra.
En fyrst verður fólk að gera sér ljóst. 
„Það er ekkert farartæki hættulegt, heldur hegðun einstaklingsins."
 Á þetta við um flugvélar, bíla, báta,
hjól og alla aðra dauða hluti. Mótorhjól gæta hins vegar örlítillar sérstöðu vegna þess að þeim stýra  yngstu einstaklingarnir sem oft hafa hvorki þroska né kunnáttu til þess. En þeirra er ekki sökin.
Fullorðnir hafa séð um þessa lélegu kennslu og þeir hinir sömu sýna vítavert gáleysi gagnvart hjólunum í umferðinni. Og það merkilegasta við þetta allt saman er að það ber meira á þessu hér
á íslandi heldur en erlendis einfaldlega vegna þess að hér ríkja alltof mörg boð og bönn. Það er bannað að snerta skellinöðru fyrr en 15 ára aldri er náð. Það er hvergi til æfingasvæði fyrir hjól né
annað nema ef vera skyldi að einhver kallaði göturnar æfingasvæði. Það eru framleidd mótorhjól og vélsleðar fyrir krakka niður í um það bil 8 ára aldur. Þannig tæki er ekki hægt að flytja inn til Íslands með góðu móti og sá sem það myndi gera væri eflaust álitinn snargeggjaður. Reyndin er hins vegar sú að hjól og bílar eru nauðsynleg farartæki og því fyrr sem barnið fær að kynnast þeim, því betra. Erlendis eru barnamótorhjólin mjög vinsæl og er keppt á þeim í nokkrum aldurshópum. Það er stórfurðulegt að hjá annarri eins bílaþjóð skuli nöldurhóparnir hafa náð að drepa niður þessa byrjunarkennslu en afleiðing þess er einmitt það sem allir kvarta yfir, slysin. Farartæki eru nauðsynleg bæði sem hlutur til að koma fólki frá stað A til B og einnig til þess að njóta þeirra sem leikfangs eða jafnvel hálfgerðrar mublu.

TORFÆRUHJÓL
Undir þennan flokk teljast enduro, trial og móto-cross hjól. Þau síðasttöldu eru fyrir hinar frægu móto-cross keppnir sem fara fram á lokuðum erfiðum brautum. Hjólin eru létt, spræk og með geysilanga fjöðrun. Keppt er í fjórum stærðarflokkum: 50-125-250 og 500 cc. Trial hjól eru mestu torfæruhjólin. Gerð til að klöngrast hægt yfir hinar ótrúlegustu torfærur. Góður lágsnúningskraftur, hátt undir lægsta punkt og mjög létt. Hvorug þessara hjólgerða eru notuð óbreytt til götuaksturs. Enduro hjólin eru milligerð þessara tveggja keppnishjóla og eru hugsuð fyrir þá sem vilja bæði hjóla á götunni og utan vega.

ÞRÍHJÓL
Undir þennan hóp má telja mótorhjól með hliðarvagn svo og hina nýju gerð þríhjóla sem hafa mjög breið kubbadekk og komast léttilega yfir mýrlendi, snjó og aðrar torfærur. Fara inn á svið vélsleða en koma einnig að gagni á auðu landi. Auðveld í notkun og er vaxandi eftirspurn eftir þeim sem  vinnuþjarki fyrir bændur, fjölskylduleikfangi eða bara sem farartæki í öllum veðrum.

KVARTMÍLUHJÓL
Eru sérbyggð venjulega upp úr stærri götuhjólum. Vonandi verður þessi grein til þess að opna augu einhverra gagnvart mótorhjólinu og notkunarmöguleikum þeirra. Þau eru ekki eingöngu fyrir  kolvitlausa krakkaglanna. Og að endingu lesandi góður, næst þegar þú ekur fram á mótorhjól í umferðinni, hugsaðu hlýlega til ökumanns hjólsins.

BFÖ blaðið 12 árg. 1.4.1984

24.11.83

'MÓTORHJÓLAFÁRIÐ' í Vestmannaeyjum


Undanfarna mánuði hafa lesendabréf birst í bæjarblöðum af og til, þar sem lesendur hafa lýst áhyggjum sýnum yfir ástandi umferðar mála hér í bæ. Mest hefur borið á bréfum þar sem kvartað er yfir ógætilegum akstri ökumanna vélhjóla og hafa lesendur ítrekað krafið ráðamenn svara um úrbætur í þessum efnum. Til að varpa ljósi á málið höfðum við tal af Kristjáni Torfasyni bæjarfógeta. Hvaða ráðstafanir hefur lögreglan gert til að sporna við gáleysisakstri hér í bænum? Þctta mál er mun erfiðara en það virðist við fyrstu sýn. Fyrir það fyrsta, þá hef ég gefið fyrirmæli um, að lögreglan eigi ekki að elta þessa ökumenn mótorhjólanna, því að slíkt skapar mjög aukna slysahættu, auk þess sem þeim er í lófa lagið að stinga af eftir stígum og krókum sem lögreglan getur ekki lagt leið Við gætum mælt hraðann á ökutækinu, og tekið niður númerið á því, en þá er eftir að sanna hver það hali verið sem ók hjólinu. Yfirleitt eru þessir ökumenn með hjálma sem gera þá ill-þekkjanlega, svo að okkur er ómögulegt að sekta einn eða neinn. Hafið þið haft afskipti af ökumönnu m mótorhjóla hér í bæ? Já, og yíirleitt hefur því lokið með dómssátt, nema í einu tilfelli þar sem dómur var felldur og viðkomandi var sviptur ökuleyfinu. Við höfum einnig reynt að tala um fyrir þessum unglingum og því miður höfum við oft rekið okkur á skilningsleysi frá foreldranna hálfu í okkar garð, þegar við höfum reynt að tala um fyrir þeim. Þaðeru nokkuð einkennileg viðbrögð gagn vart þeim sem vilja aðeins reyna að bjarga þessum piltum frá því að fara sér að voða. Nú hefur nokkuð verið um alvarleg umferðarslys hér í Eyjum vegna mótorhjóla. Hafið þið orðið varir við að það drægi úr glannaakstri eftir þau? Svona fyrst eftir slysin urðum við varir við það, en það féll fljótlega aftur í sama farið. Hvernig er lögreglan í stakk búin til að mæla ökuhraða ökutækja? Við erum illa búnir af svoleiðis tækjum, við fengum sent rangt tæki í sumar sem við notuðum til hraðamælinga. Það átti að fara til Snæfellsness og sendum við það þangað. Við eigum nú í vændum nýja radarbyssu sem gerir okkur kleift að mæla hraða ökutækja með svo til engri fyrirhöfn.  Eru þetta baldnir unglingar sem eiga mótorhjól? Það er ósköp upp og ofan, líklegast eru þeir eins og fólk er flest, þeir fá bara eitthvað út úr því að hafa  svona mörg hestöfl á milli fótanna. Nú er bílaeign hér í Eyjum minni en á sambærilegum stöðum víðs vegar um landið. Hvernig er slysatíðni háttað hér miðað við landsmeðaltal ? Það er rétt, við höfum færri bíla hér en annars staðar miðað við fólksfjölda. Það er hins vegar sorgleg staðreynd, að hér er tíðni umferðarslysa jafnhá og annars staðar á landinu, þrátt fyrir færri ökutæki.

___________________________________________________________________


Þetta er dellubær



Það er ekki hægt að skilja svo við þetta mál, að kynna ekki viðhorf mótorhjólapiltanna sjálfra.


Tryggvi Sigurðsson leit hér inn í stutt spjall og kynnti sín viðhorf. Hann tók það fram að hann væri alls enginn fulltrúi allra hinna , en í Vestmannaeyjum eru nú 48 stór mótorhjól.

Sú gagnrýni , sem komið hefur fram á akstursmáta ykkar hér í bænum , finnst þér hún réttmæt ? Að mörgu leyti er hún það og að öðru leyti ekki. Við erum misjafnir í hátterni og skoðunum. Þeir sem eiga mótorhjól hér í Eyjum eru á bilinu 17-35 ára. Og þar á meðal eru bæði löghlýðnir og ólöghlýðnir einstaklingar, en ég held að mér sé óhætt að fullyrða það, að það er aldrei kappakstur hér í bænum. Slíkt fer fram inni á bryggju. A u k þess vildi ég benda á, að það sést ekki mótorhjól hérna meirihluta ársins, því við afskráum þau að hausti.

Af hverju keyrið þið þá svon a hratt í bænum ? Þessi hjól eru mjög kraftmikil og hágíruð, en bremsurnar á þeim eru mjög góðar og hemlunarvegalengdir eru mjög stuttar, miðað við hraða .
Af þessum 48 hjólúm, sem til eru í Eyjum, eru 75% tveggja ára og yngri. Og það er varla hægt að kvarta um hávaða í þeim, því að verksmiðjurnar, sem framleiða þessi hjól, hafa fengið fyrirskipunum að minnka hávaðann í þeim, vegna laga setninga þar um víðs vegar um heiminn.


Hafið þið haft í hótunum við lögregluna um , að láta ykkur í friði  annars hafi þeir verra af ?
Ekki mér vitanlega. Ég held ég geti fullyrt að við virðum að mestu settar umferðarreglur. Það kemur fyrir að hraðinn er of mikill, en þá er lögreglunnar að grípa í taumana .

Hefur þú lent í umferðaróhappi ?
 Já , það hafa tvisvar keyrt bílar í veg fyrir mig á mótorhjólinu, og var ég í rétti í bæði skiptin. Svo slasaðist ég einu sinni illa er ég var farþegi í Moskowitch bíl, sem valt undir Eyjafjöllum.

Af hverju eru svona mörg hjól í Eyjum ?
 Eyjamenn hafa alltaf sóst í það að vera mestir í öllu, sem þeir taka sér fyrir hendur. Þetta er mesti „dellubær " á Íslandi.
Eyjafréttir

24.11.1983

30.9.83

Við eigum fullt erindi í þessa kalla

„Ég var gjörsamlega búinn eftir fyrri umferðina.
hendurnar voru illa farnar ... " sagði Heimir Barðason,
sem hér sést kreista lúnar hendurnar eftir keppni
í Norðurlandameistaramótinu í Danmörku.
— sagði Heimir Barðason sem keppti í Norðurlandameistaramótinu i Moto Cross

„ÞETTA var erfiðasta braut sem ég hef nokkurn tímann keppt á í Moto Cross. Hún var varla hjólum bjóðandi, en það var mjög gaman og jafnframt lærdómsríkt að taka þátt í þessu," sagði Heimir Barðason, sem ásamt Þorvarði Björgúlfssyni og Þorkeli Magnússyni tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í Moto Cross, sem fram fór í Danmörku á sunnudaginn.

„Strax í æfingaakstrinum sáum við að brautin yrði erfið, en hún var einn og hálfur kílómetri að lengd og ekin í 2x45 mínútur. Andstæðingarnir voru líka gífurlega leiknir. Brautin var mjög hörð og skemmdi mörg hjól illilega. í keppninni.
Það var svo mikill hristingur að allar skrúfur í hjólum okkar losnuðu," sagði Heimir. „í fyrri umferðinni af tveimur náði Þorkell á Kawazaki góðu starti og var í sjöunda sæti af 23 keppendum.
Þorvarður var á Hondu, var einnig nokkuð framarlega, en ég sat eftir á mínu Hansa-hjóli. Í einni beygjunni féllu 7—8 keppendur hver um annan þveran, og Þorvarður var einn af þeim. Ég komst framúr þessari kös og náði mér upp í fimmtánda sæti. Þorkell varð að hætta fljótlega þegar keðjan slitnaði á hjóli hans, en Þorvarður náði að halda áfram og var kominn í sextánda sæti þegar gírkassinn brotnaði og einnig sprakk að aftan hjá honum. Varð hann því að hætta keppni í fyrri umferðinni," sagði Heimir. „Ég var alveg í spaði, gjörsamlega búinn líkamlega eftir að hafa klárað fyrri umferðina," sagði Heimir.
„Hendurnar voru illa farnar, ég gat varla hreyft vinstri hendina. Grjótið hafði kastast svo mikið yfir mann, því við höfðum engar hlífar á hjólunum. Ég ákvað því að lána Þorvarði hjólið mitt, því hann átti nóg eftir í seinni umferðina. í startinu var Þorkell óheppinn,
Þorvarður Björgúlfsson ekur hér grimmt á
 Norðurlandameistaramótinu. Hann náði sjötta sæti,
 en féll af hjóli sínu og missti á tímabili
 alla framúr sér. Ljósmyndir Mbl. Otto Einarsson.
hann festist og varð strax aftastur, en með hörku tókst honum að fara framúr þrem keppendum, en þá sprakk að aftan hjá honum. Hann hætti þó ekki fyrr en dekkið var komið af felgunni!
Þorvarði tókst vel upp í byrjun og var kominn í sjötta sæti, eftir tvo hringi, en þá ofkeyrði hann og datt. Var hann þar með kominn í átjánda sæti, en náði framúr þremur keppendum áður en yfir lauk," sagði Heimir.

„Við erum nokkuð sáttir við hvernig þetta fór, þó okkur hafi ekki tekist að klára. Við sáum að við eigum fullt erindi í þessa kalla. Margir þeirra voru atvinnumenn og tóku þetta gífurlega alvarlega. Ég held að þessum bestu hafi varla stokkið bros fyrir keppni," sagði Heimir og hló.
„Sigurvegari í einstaklingskeppninni varð Finninn Jukka Sintonen á Yamaha, en Sören Mortensen varð annar einnig á Yamaha. í landsliðskeppninni vann Finnland, Svíþjóð varð í öðru sæti og Danir þriðja," sagði Heimir að lokum. 
G.R Morgunblaðið  30.9.1983 

15.9.83

Bíll Mánaðarins

Hvað er mótorhjól eiginlega að gera hér í þættinum "Bíll mánaðrins"?
Mótorhjól eða bíll, það er spurningin sem menn varða bara að svara sjálfir.
Þessi þáttur er ekki engöngu ætlaður bílum, heldur öllum athyglisverðum tækjum hérlendis og svo sannarlega flokkast þríhjól Ólafs Þórs Gíslasonar frá Akranesi þar með. Þessi þríhjólamenning er mjög vinsæl erlendis en hér sjáum við fyrsta alvöru þríhjólið á Íslandi sem sameinað er úr bíl og mótorhjóli.
Ólafur sem er 17 ára skagamaður á heiðurinn af þessu glæsilega farartæki en naut þó dyggrar aðstoðar " gamla mannsins" föður síns sem dundaði við að "rétta stráknum verkfærin"! Hugmyndin var fengin í bandarísku mótorhjólablaði fyrir rúmu ári síðan og þá var drifið í að panta yfirbygginguna ásamt framhjólabrettinu, ljósi og rafkerfi.
Framfjöðrunin er dálítið sérstök vegna langra gaffla og fór mikill tími í þá smíði. Afturendi þríhjólsins er úr VW bjöllu, en þannig útbúnaður er hvað vinsælastur í alls konar gerðir  "kit kar" bíla og þríhjóla og hægt að fá nánast allt sem hugurinn girnist. Í dag er 1300cc vél og beinskipting í þríhjólinu hans Ólafs en fljótlega hyggs hann láta stærri vél ásamt sjálfskiptingu og læstu drifi í gripinn og ætti hann þá að geta spriklað tölvert því hjólið vegur ekki nema 250 kg. Þrátt fyrir að 2000 vinnustundir séu að baki og hjólið tilbúið að öllu leyti til aksturs þá hafa þeir ekki enn getað glatt augu áhugasamra Skagamanna.
Ástæðan?
  Jú blessað Bifreiðaeftirlitið!  Áttu ekki allir von á því?  En einmitt vegna hræðslu við að leggja út í kostnað og heilmikla vinnu og eiga það svo á hættu að bifreiðaeftirlitið segi svo bara þvert "Nei", hafa þessi vinsælu þríhjól ekki fyrr sést hérlendis. Ólafur á því heiður skilinn fyrir kraftinn og áræðnina sem nú virðist ætla að bera árangur því viðbótarkröfur Bifreiðaeftirlitsins eru ekki óyfirstíganlegt vandamál. Hliðar og breiddarljós fyrir umferð á móti er sjálfsagður hlutur en handbremsa er nú dálítið vafamál. Þá kom einnig athugasamd að þríhjólið  "myndi ekki henta íslenskum vegum" en sú athugasemd er svo gjörsamlega út í hött þar eð þessi tæki eru eingöngu notuð innanbæjar og á malbiki. Í framhaldi af því mætti svo endalaust ræða hvort öll skráð ökutæki henti íslenskum vegum eða ekki.  Það eru því góðar líkur á því að Ólafur og VW Scorpion þríhjólið hans fari að sjást á götum Akranes og kannski líka Reykjavíkur því stutt er nú yfir að fara.
Fyrir skemmstu hélt Kvartmíluklúbburinn bílasýningu í Reykjavík og var þríhjól Ólafs einn af verðlaunagripum sýningarinnar enda mjög vel til verksins vandað eins og myndirnar sýna glöggt.
Við kveðjum svo þá feðga og óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Motorsport 1983
1.tb. 4 árg.

8.7.83

HJÓLIÐ HENTIST FJÖRUTÍU METRA

 

Frá slysstað á gatnamótum Rauðarárstígs og Flókagötu í gærdag. Bifhjólið ók áfram eftír ákeyrsluna,
þeyttist yfír limgerði og staðnæmdist ekki fvrr en um fjörtíutíu metra frá gatnamótunum.

Ungur maður á bifhjóli slasaðist er hann ók á kaðal sem lá strengdur aftan úr dráttarvél á gatnamótum Rauðarárstígs og Flókagötu um klukkan hálftvö í gærdag. Maðurinn kastaðist i götuna en bifhjólið hélt áfram um fjörutíu metra og staðnæmdist inni i garði hússins númer 17 við Flókagötu. 

Bifhjólinu var ekið norður eftir Rauðarárstignum. Samtímis var verið að leggja rafmagnskapal meðfram Flókagötunni í vesturátt.  Kapalinn var festur kaðall sem aftur var tengdur í dráttarvélina. 

Dráttarvélin var komin þvert yfir Rauðarárstiginn og var strekkt á kaðlinum, þegar bifhjólið lenti á honum. Lítil umferð var og hafði ökumaður dráttarvélarinnar þvi farið yfir götuna. ökumaður bifhjólsins var fluttur á Borgarspitalann þar sem hann liggur nú á gjörgæsludeild. -JGH. 
DV 8.7.1983

19.8.82

Æfingasvæði eina lausnin




 segir Októ Einarsson hjá Vélhjólaíþróttaklúbbnum

„Við erum búnir að ræða þetta mál fram og til baka undanfarin ár og höfum komist að þeirri niðurstöðu að eina ráðið sé að skapa okkur afmarkað svæði utan vega”, sagði Okto Einarsson,Vélhjólaiþróttaklúbbnum, en hann er jafnframt fulltrúi hans i akstursiþróttaráði Landssambands islenskra akstursiþróttafélaga. „Það er vitað mál að margir sem eiga svona torfæruhjól aka á þeim hér á götum bæjarins og við sem stundum þetta sem iþrótt erum þeirrar skoðunar að ekki verði komið i veg fyrir slikt fyrr en aðstaða er sköpuð til að stunda þessa iþrótt á þar til gerðu svæði. Fyrr hvefur ekki aksturinn hér á götunum sem auðvitað veldur margvislegum vandræðum”. 

— Tryggingafélögin hafa ekki fengist til að tryggja þessi hjól?

 — Nei, og af eðlilegum ástæðum þar sem þau eru ekki skráð. í þessari iþrótt sem á erlendu máli hefur verið kölluð mótor-cross en á islensku „hólakapp” (!) er beinlinis talið hættulegt fyrir ökumenn hjólanna að á þeim sé aukabúnaður eins og útstandandi speglar og ljós. Þess vegna teljum við útilokað að skrá hjólin og þar með tryggja eftir venjulegum leiðum. 

— En hvað með torfærukeppnirnar?

— Þær eru haldnar eftir að við höfum aflað okkur leyfis frá dómsmálaráðuneyti, lögreglu og viðkomandi bæjarlélagi. islensk endurtrygging hefur selt okkur tryggingu meðan á keppni stendur en þó eftir að við höfum undirritað sérstakt bótaalsal þannig að við fáum ekki bætur nema fyrir örkuml eða dauða. Samt þurfum við i dag að greiða um það bil 10.000 krónur i tryggingar fyrir eina slika keppni. — Hafið þið itrekað beðið um sérstök æfingasvæði? — Já, það er vist óhætt aö segja það. Áður en okkar landssamband var stofnað vorum við i Félagi Íslenskra bifreiðaeigenda. FIB sendi bréf til borgarstjórnar Reykjavikur og bað um æfingasvæði fyrir okkur á torfæruhjólunum. Ekkert kom út úr þvi. Við sendum svo bréf til borgaryfirvalda fyrir tveimur árum og svar við þvi bréfi hefur ekki einu sinni borist ennþá. — Og þið hafið þá i raun hvergi getað æft? — Við höfum haft bráöabirgðaleyfi fyrir svæði upp við Rauðavatn og auk þess er okkar aðalsvæði suður við Grindavikurafleggjara, rétt hjá Keflavikurveginum. Þar höfum við svæði á s.k. Broad-street en þangað er alllangt að fara fyrir allan þann fjölda sem býr hér á Reykjavikursvæðinu þannig að þar er aðeins um bráðabirgðalausn að ræða einnig. Það sem þarf til að koma er að við fáum aímarkað æfingasvæði sem við mundum sjá algerlega um sjálfir. Þá fyrst væri möguleiki á að útrýma að mestu þeim torfæruakstri sem sifellt er að aukast hér á götum bæjarins, sagði Októ Einarsson að lokum.

 Þjóðviljinn 19.ágúst 1982